Heimskringla - 26.10.1905, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.10.1905, Blaðsíða 3
HEIMSKRINÖLA 26. 0KT03ER 1905 eins og áður er sagt. Þær sem að jörðunni stefna, hverfa í hana, en þær, sem eigi koma við hana, streyma út í geiminn þar til f>ær eyðast. Sá hluti þeirra, er að Eng- landi stefna og mundi þangað koma, ef yfirborð jarðarinnar væri ekki fyrir, lenda f hafbunginni og hverfa, en þær.sem fyrir ofan hana fara, halda áfram í beina Ifnu og fara þar fyrir marga tugi mflna fyrir ofan England og út f geim- inn. Þetta var það, sem ameríkönsku vfsindamennirnir Edison, próf. G. Bell og fleiri bentu á í fyrra, fegar verið var að selja hluti f Marconi félaginu f New York. En Marconi svaraði þvf á þann hátt, að hann hefði uppgötvað,að öldurnar fylgdu yfirborði jarðarinnar eða gufuhvolfi hennar, gætu nefnilega farið f bogalínu. Hinir buðust til að borga honum tvö þúsund dollara, ef hann héldi fyrirlestur í New York og skýrði frá því náttúrulögmáli, er þessu gæti ollað. En varla er þörf á að geta þess, að þvf boði var ekki tek- ið. Enda munu flestir vita, að raf- magnsöldur fylgja lfkum lögum og ljósöldurnar og eru aðeins háðar ljósvakanum, en alls ekki yfirborði jarðarinnar eða gufuhvolfi hennar. Það mætti alveg eins segja, að sólargeislarnir gætu fylgt yfirborði jarðarinnar og skinið á oss þótt sólin væri gengin undir. En stað- hæfing þessi fellur um sjálfa sig með því, að færu öldurnar f boga- lfnum, pá pyrfti eigi að hafa stöðv- arnar uppi á hæðum eða fjöllum, eins og nú reynist algerlega nauð- synlegt. Annar galli við loftskeyti, sem hér er eigi rúm til að skýra frá að sinni, er sá, að ekki er mögulegt að halda efni skeytanna leyudu, eins og hægt er að gera með ritsfma skeytin, þvf að allir sema hafa mót- tökuvél hafa frfan aðgang að öllum skeytum, er fram hjá fara, því valt er að treysta leyniritun (Codes). Eins og sýndi sig austurfrá, þegar Japanar náðu loftskeytum Rússa og lásu úr peim. En engir hafa aðgang að ritsímanum nema vissir menn, sem þeirri stöðu gegna. Eigi er það heldur rétt, að Bret- land, Bandarfkin eða nokkur önnur þjóð, svo ég viti, brúki loftskeyti í stað ritsfma. Stöðvar á Bretlandi og f Canada voru að sönnu stofn- aðar með stjórnarstyrk, en þær hafa verið kallaðar tilraunastöðvár og hafa heldur ekki reynst annað. En pó loftskeyti geti eigi upp- fylt stöðu ritsímans, þá geta [>au samt orðið heiminum að miklum notum, einkanlega við allar strand- björgunaretöðvar, á milli skipa o. 8. frv. Án þess þar fyrir að ég dæmi neitt um íslenzka pólitfk eða gæði ritsfma samningsins, er samþyktur var, álft ég að stjórnin hafi valið vituriega,.og mætti geta, til að hún hafi verið pessu máli kunnugri en alþyða á Islandi eða þeir sem mest hafa um það ritað. Winnipeg, 16. okt. 1905. Mnqnvs M. Smith. Haf skipabryggj an á Torfu- n e f i á Akureyri h r u n i n. Bæjarfélag Akureyrar hefir á þessu sumri liaft mikið starf með höndum, verið að byggja stóra hafskipabryggju. Bryggj usiníði þetta var hið mesta nauðsynjaverk, pví þó bæjarfélagið hafi átt bryggju f nokkur ár, fullnægði hún alls ekki þörfinni í bænum. Auk þess hafði þessi bryggja, sem nú var f smfðum, aðra þýðingu. Hún átti að mynda aðra álmuna af skipa- kví þeirri f Oddeyrarbót, s(sm lengi hefir verið fyrirhuguð o g sem vænta má að landssjóður mundi styrkja til að byggja, enda vissa fyrir pvf, fyrir löngu, að fé var til pess ætlað f fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar. Bryggja pessi átti að vera fullar 40 álnir á lengd og 20 álnir á breidd en fram af lienni átti að vera 20 álna langur og 75 álna breiður bryggjuhaus (suðurálma hinnar væntanlegu skipakvfar). Á síðastliðnu sumri rannsakaði verkfræðingur J ó n Þorláksson bryggjustæðið og þótti honum sem engin vandkvæði væru á [>vf að byggja bryggjuna, og benti á hvernig liaganlegast væri að gera kana. Hafnarnefnd bæjarins fól þá timburmeistara og hafngerðar- manni O. W. Olsen nokkrum frá Taarbæk f Danmörku, er hér var staddur í fyrrasumar, að gera teikn- ingu af bryggjunni og ætlun um hvað hún mundi kosta. Þetta leiddi síðar til þess að Olsen Irauðst til að byggja bryggjuna eftir pess- ari áætlun, eða því sem næst, fyrir 17,200 kr.; átti hún að vera aðal- lega bygð á staurum, er reknir væru um 10 fet niður og settir sam- an með járnboltum og plankapili, en uppfyllingu skyldi bærinn sjá um og skyldi hún vera úr möl að ofanverðu en úr grjóti að framan- verðu. Áætlað var að uppfylling þessi mundi kosta um 15 [>ús. kr. I Olsen hefir unnið að pessu verki! sfðan f júnfmánuði og var því nú j lokið fyrir viku sfðan. Sfðastl. laugardag afhenti hann hafnar- nefnd bæjarins bryggjuna og gat hún ekki betur séð, en að verkið væri af hendi leyst samkvæmt samningum þeimver við hann höfðu verið gerðir. Átti }>á Olsen eftir | að fá 5200 kr. af fé pvf, er hann hafði átt að fá fyrir verk sitt, og | var búist við því að borga honum það á næsta morgni. Ýmislegt þótti reyndar benda á það, meðan verið var að byggja, að smíði þetta mundi ekki vera traust en hafnarnefndin treysti þó þvf,' að ekki mundi pað verða að skaða, enda gat hún ekki betur séð en að j Olsen uppfylti öll pau skilyrði er | honum voru sett og þótti þá viður- ; hlutamikið að skerast í málið, enda mundi það efalaust hafa bakað; hafnarsjóði mikinn kostnað. Auk timbursmíðisins var nú búið að leggja 3-4000 kr. f vinnu við uppfyllinguna. Þegar hér var komið í málinu vöknuðu menn upp við þau illu tfð- indi síðasta sunnudagsínorgun að liafnarbryggjan hefði hrunið um nóttina. Var pá horfinn um 10! álna langur stúfur af uppfyllingu j bryggjunnar og auk pess 75 álna j langur veggur at' staura- og timbur- byggingunni. Mjög eru skiftar skoðanir um. pað hér í bæ, hverju petta sé að! kenna,eða hverjum það sé að kenna Sjálfsagt er rétt að dæma mjög var- lega um það, par til nákvæm rann- 8<>kn hefir farið fram um það og ekki sýnist það ósennilegt að sökin sé hjá fleiruci en einum. ef um sök er að ræða. Hafnarnefndin gerði þegar bráðabyrgðarrannsókn. Eftir upplýsingum peim, er vér höfum fengið hjá einum af mann- inum í hafnarnefndinni, telur hún líklegast að malar- og grjótuppfyll- ingin hafi neð þunga sfnum sprengt botninn f bryggju stæðinu svo áð parhafi tekið sig upp skrfða og hlaupið fram af marbakkanum og tekið með sér á að gizka 150 teningsfaðma af malar- og grjót- uppfyllingunni auk staura bygg- ingarinnar. Á mánudaginn var hélt bæjar- stjórnin fund um málið fyrir lukt- um dyrum. Þar var sú ákvörðun tekin að ekki skildi borga Olsen út, að svo stöddu, pær 5200 kr. er hann átti eftir, og jafnframt kusu fulltrúarnir nýja nefnd til að rann- saka málið og gera bráðabyrgðar ráðstafanir til þess að bjarga þvf af verkinu, effir föngum, sem ekki er pegar eyðilagt. Ennþá er oss ókunnugt um að hverri niðurstöðu nefnd þessi hefir komist. Vonandi verður hægt að skýra frá því áður en langt lfður. Nokkru slðar. Nefnd sú sem kosinvar af bæjar stjórninni (þeir Eggert Laxdal, Júlíus Sigurðsson o g Magnús Blöndal) til þess að gera nauðsyn- legar ráðstafanir út af bryggju- hruninu og sjá um rannsókn á verki þvf, er Olsen hafði leyst af hendi, hefir látið gera ýrnsar bráða- byrgðar - rannsóknir, með aðstoð nokkurra hinna verkfróðustu manna hér í bæ. Ýmislegt hefir pegar komið 1 ljós við pessa rannsókn, meðal ann- ars það að ekki lýtur út fyrir að nein skriða hafi hlaupið úr botnin- um, heldur liafi bryggjustaurarnir lagst útaf undan þunganum á peirri uppfyllingu sem komin var. Á þetta pykir pað benda, meðal ann- ars, að staurarnir liggja flatir und- ir uppfyllingunni, en hefðu að lfk- indum flotið upp, ef botninn hefði bilað. Auk pess leikur mikill vafi á pví, að bryggjusmfðið hafi verið svo af liendi leyst sem um var samið. En ýmislegt af frumskjöl- um málsins liggur fyrir þinginu og þurfa að rannsakast áður en kveð- inn er upp fullnaðar úrskurður um pað. Þó mun þegar mega fullyrða að um nokkur smíðalýti sé að ræða, livað pýðingarmikilsem pau kunna að verða metin. Nefndinni til aðstoðar liafa ver- ið útnefndir tveir menn, peir kaup- mennirnir og timburmeistararnir Snorri Jónsson og Sigtr. Jónsson. Jón Hólm, 682 Ross Ave., hefir til sölu ágæt rafmagnsbelti fyrir aðeins $1.25. LÆKNISHJÁLPIN Með verðskuldaðri virðingn (!!) fyrir lækninum hérna, honum Dr. Björnsson, finn ég mig knúðann til að votta honum hérmeð, mitt þakk- læti að svo miklu leyti sem hægt er, fyrir þá framúrskarandi kurteisi og mannúð, er honum þóknaðist fyrir nokkru sfðan, að auðsýna mér með þvf, að neita að vitja barns mfns, sem þá var mjög hættulega veikt. Af þvf ég gat ekki sj'dfur farið á fund læknisins og beðið hann að koma, pá fékk ég nábúa minn til að hlaupa, og kalla hann upp í gegnum telefón, hann kom að vörmu spori aftur og sagði að Dr. hefði snúist önugur við og sagst vera “Busy,” (og hafa kunn- ugir menn sagt mér sfðan, að Dr. hætti oft við að brúka þetta orð f óhófi, í því skyni að sleppa við ýmsa snúninga, sem honum kann að finnast ógeðfeldir f þann svip- inn) (kannske ekki satt? ) En fremur lét Doktorinn f ljós við nábúa minn að hann hefði ný- [ega verið á ferð um þann hluta bæjarins sem ég bý f, og hvers- vegna ég hefði þá ekki beðið sig að koma við? Eg verð nú að biðja Dr. að fyrirgefa, að ég er honum enn ekkert persónulega kunnugur, og þekki hann þvf ekki úr hóp þeirra manna, tem ég sé fara suður og norður austur og vestur — allan daginn. — í öðru lagi hef ég ekki heirt getið um að það slæi nokkurri sérstakri byrtu yfir þennan part bæjarins, frekar en aðra, þó Dr. kynni að þóknast að keyra hér um' sitt hvert strætið, og þessvegna ekki svo auðvelt fyrir ókunnuga að vita hver er á ferð. Ég skal ekkert um pað segja, hvort Dr. hefir haft mikið að gera, á þessu tfmabili, en pað veit ég að allir réttsfnir menn, hefðu gjört í hans sporum, að lofast til að vitja sjúklingsins, svo fljótt sem hægt yrði vegna annrfkis. En pessi blessaður Dr varekkert að fást um pað, hann sagðíst bara ekki geta átt neitt- við það, og svo tók hann hlustina frá talþræðinum. Þetta var f fyrsta sinn, og ég vona líka í pað seínasta, sem ég leita hjálpar til Dr. Björnssonar, en mikið má pað vera ef ég er sá fyrsti og eini, sem Dr. auðsfnir þennan kærleik. En sé svo, pá mun vera óþarfi að benda mönnum á, að vitja annara lækna, í sjúk- dóms tilfellum barua sinna svo tfminn eiðist ekki í að taka á móti afsvari frá Dr. Björnsson. Eg þekti læknir fyrir nokkru, heim á Islandi, sem þótti mesti ónytjungur alla sfna læknistfð, og kom mjög sjaldan að liði, þó hann væri sóttur til sjúklinga, en hann kunni að gefa reikninga og skrifa resept, og svo hafði liann þann stóra kost, framyfir suma af sfnum stéttarbræðrum nú á tfmum, að hann var fljótur til og kurteis við alla, og gerði sér aldrei manna mun; og er pað mjög virðingar- vert, hvernig sem maðurinn kann að reynast að öðru leiti. II. Magnússon. Ath.— Höf. og öðrum til leið- beiningar, skal þess getið, að lækn- ar hér f landi eru að pvf leyti ólíkt settir og læknar á Isl., að þeir fá enga borgun úr landssjóði og eru því ekki skyldir að vitja sjúklinga þótt þeir séu kallaðir. Neitan peirra að gegna slíkum köllunum getur pvf ekki verið sanngjarnt kvörtunar efni, og sfst hér f bæ, þar sem margra lækæa er völ. Af persónulegri þekkingu á Dr. Björns son, vitum vér að hann er skyldu- rækin, lipur og vinsæll læknir, og yflrleitt mun hann gegna embættis- köllun sinni samvizkusamlega, hvernig sem á mál það kann að verða litið sem höf. kvartar um. Ititxtjóri PALL M. CLEMENS, BYGGINGAMEISTARI. 470 Dlain St. lYinuipeg. BAKEB BLOCK. DUFF & FLETT PLUMBEES Gas & Steam Fitters. <»04 .Yotrc Ikante Ave Telephone 3815 KJÖRKAUP Bezta gróðafyrirtæki viðvíkjandi bæjarlóða kaupum í Winnipegborg getið pið fundið út hjá G. J. COODMUNDSSON 618 Lanfc'side St., Winnipeg, Alan. Hoiiiíiiíöii Bauk Höfudstóll, #14,000,000 Varasjóður, #3,5<M4.000 Allskotiar bankastörf af hendi leyst SPARISJÓDS-DEILDIN tekur $1.00 innlHg og yfir o« >refur hœztu gildandi Vexti, sem legejast viö ínn- stæðuféö tvisvar á Ari, 1 lok júnl og desember. NOTRE DAME Ave. BRANCH Cor.Nena St T. W. BUTLER, Manager A. G. McDonaíd & Co. Gas og Rafljósaleiðarar 417 Main St. Tel. SÍ44« Þeir gera bezta verk og ódýrt og óska eítir vidskiftum Íslendínga 8onnar & Hartley íiögf ræðingar og landskjalasemjarar Rooin 617 Union Bsnk, Winnipeg. R A. BONNBR. T. L. HARTLBY. % tol ^ot <oi Yið seljum út allan okkar leðurvarning til pess að fá húsrúm fyrir vetrarflóka skótauið, sem nú er nýkomið og seljum pví alt okkar Leður Skótau með hálfvirði Karlmanna Vice Kid og Kálfskinns skór reimaðir; áður $5 og$5.ÍO, nú á.......................3.75 $1.00 skór fyrir.........................58.05 $3.00 til 3.50 skór fyrir ...............58.56 5 Sterkir verkaskór, fáein pör eftir.$1.35 og OOe Drengja og stúlkna skólaskór ......$2.00 og Oöc Kvennskór, vanaverð $2.00, nú á .........$4.35 Kvennskói, vanaverð $3.00, nú á ........#.175 Kvennskór. vanaverð $8.50, nú á .........#8.85 Allar okkar vörur eru nýjar og af beztu teg- und. Við ábyrgjumst að gera yður á- nægða eða skila yður peniugunum aftur og því sem vcr lofum þtð efnum vér. Komið því og hjálpið til að tæma búðina. illillllN & ðllllTM 570 MAIN STREET Milli Pacific og Alexander Ave. .(ður: Hardy Slioe Storo 523 nvE_A^insr st. E. F. CARROLL, Eigandi. Æskir viðskipta íslendinga, gisting ödír. 40 svofnherbergi.—ágætar mAltlöar. Petta Hotel er gengt City Hall, hefir bestu vlföng og Vindla —þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauCsvnlega að kaupa máltlðar sem eru seldar sérstakar. Qiftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 488 Toronto Street P.O. Box G14 Skrifstofa: Telephone 3520 30-31 Sylvceter-Wlllson Chambcrs 222 McDermot Ave., Winnipeg N. J. MATTHEW, B.A.. LL.B., Lögfnvdintjur, Málfœr&lumadur Afsalsbrjeta semjari, Nótaríus ARNI ANDERSON les lög hjá Mr. Matthews og mun gúðfúslega greiða fynr lslendingum, er þyrftu á málfærzlumanni að halda. PHONE 8668 Smáaðgerðir fljóttog vel af her.di levstar. Adams & Main PLUMBINC AND HEATIHG Á. r e i ð a egan lækuuð me ö minn inýju og óbrigðuln aðferö. 473 Spence St. W’peg Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall i Norðvesturlandin Tio Pool-borð,—Alskonar vln ogvindlar. Lennon & Hebb, Eieendnr. MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. fl mflti markatoum P. O’CONNELL, elgandi, WINNIPEG Beztu tegundir af vínföngum og vindl um, aðhlynning góð og húsið endur bsett og uppbúið að nýju DOMINION HOTEL DOLLAR ÖSK.JUR ÓKEYPIS SkrifiS I dag til mfn og ég -ka) senda y8cr dollars vir8i af meSuium mínum dkpypis, os piunig hiua nýju hók mlna. -em fiytnr ailar upp- lýsingar um gÍRtveiki og vottorS frfl fólki, sem hefir þjfl&st 115 til 20 ár, en hefir læknast me8 minni nýjti a8fer8 vi8 I"‘r ari vo8aveiki, sem nefnist GIGTVEIKI. Ég S'e' Arei8anle#ía san',- a8, a8 þessi nýja uppfnndning mfn lækna8i fólk, eftir a8 mfBir la-knar 01? ýms iiatentme8ul hnfBu reynst gagnslaus. Þessu til sönnnnar skal ég senda y&ur dollarsvirBi af minni nýju uppfundn- ingu. Ég er svo viss um Imkningakraft me8a>- anna, a8 ég er fús til þess, a8 senda yBur EINS DOLLARS VIRÐI ÓKEYPIS. PaB’gerir ekk ert tii, hve gamall þér eru8 e8a hve gigtin cr megn og þrálflt, — mfn meðu) mnnu gera j’ður hoi)brig8an. Hversu mikiB. sem þér lfBið viB gigtina og hvort sem hún skerandi «8a bélgu- kend eða t taugum, vððvum eBa liðamótun,, ef þér þjáist af liðagigt, rojaðmagigt eða bak- verk, þó allir partar lfkamans þjflist og hver liður sé úr lagi genginn; ef nýrun, blaðran eCa maginn er sjúkt, — þá skrifiB til mln og leyfiB mér að fœra yður að kostnaðarlausu sönnun fyrir þvl, að það só a8 minsta kosti eitt meðal til, sem geti lmknað yðttr. Blðið þvf ekki,' en -ki ilir 1 dag og nœsti péstnr mun flytja yður lœkningu f EIXS DOLLARS VIRÐI AF Ó- KEYPIS MEDULUM. I»rof. .1. 105 Grand Ave, Wartenstein Milwaukee, Wis. ssmmmwmmw ttmtrnmm*u HEFIRÐU REYNT? npRWPV’.s ^ REDW00D LAGER EDA EXTRA PORTER. Vid áb.vrgjitstutn okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og an als vrugES. _ Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- búniut; þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og LJÚFFENGAST4, sem fæst. Biðjið um þaí avar sem þér eruð staddir Canada, Edwurd L Drewry - - Winnipeg, MRnntartnrer A Imperter, 2444444444444444444444 HINN AQCETI ‘T. L.’ Cigar er lang-t á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : í WESTERN CIGAR FACTORY i Thoa. Lee. eigeiuli. 'WINNIPE&. ■NNN> Department of Agricutture an<l Immigraiion. MANITOBA Mesta liveitiræktarland í heinii. Óviðjafnanlegir möguleikar fyrir allskonar búskap. Millfónir ekra af ágætn landi ennþá fáanlegar. Hundrað þúsusund duglegir landnemar geta strax kom- ið sér upp þægilegum heimilum. Óviðjafnanlegt tækifæri fyrir þá, sem vilja verja fé sfnu f hagnaðarfyrirtæki, sem og fyrir verksmiðjueigendur og allskonar aðra innflytjendur. Fylkisstjórnarlönd fást enn }>A fyrir $3 til $6 ekran. Umbættar bújarðir frá $10 til $50 hver ekra. Upplýsingar um ókeypis heimilisréttarlönd iást á landskrifstofu rikisstjórnarinnar. Upplýsingar um kaup á fylkislönduiu fást á landstofu fylkis- stjórnarinnar í fylkisþinghúsinu. Upplýsingar um atvinnumál gefur «J. *J. GOLDEIV, Provineial Immigration Bureau, 617 Main St., Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.