Heimskringla

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1906næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Heimskringla - 04.01.1906, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.01.1906, Blaðsíða 1
XX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 4. JANÚAR 1906 Nr. 13 i I ---------------------------------* Arai Eggertsson Land og Fasteignasáli Útvegar peningalán og tryggir lí£ og eignir Skrifstofa: Roora 210 Mclatyre Blocfc. Tuleplione 8861 Heimili: 67l Ross Avenue Telephone 3033 ♦------------------------- Frcgnsafn Uarkverðustu viðburðir hvaðanæfa. Maður að nafni Lewis ritar til konu sinnar, sem b/r f Spokane, Wash., og mælist til pess að liún komi til sín til canadiska Norð- vesturlandsins, f>ar sem hann dvel- ur nú. Lewis var áður dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir nautaþjúfnað, en d(3 skömmu síðar og var grafinn í fangelsisgarðinum. En nú kem- ur pað upp, að þetta var að eins uppgerðardauði og var það gert að undirlagi fangavarðarins. Enn veit enginn nú hvern enda þetta hefir, því kona Lewis giftist í Spok- ane árið eftir að f>essi ímyndaða greftrun manns hennar fór fram. Hún býr ánægð með sfðari manni sfuum og fer ekki frá honum; en vænta má, að yfirvöld Bandarfkj anna reyni að ná þessurn Lewis svo hann fái að úttaka sína 12 ára hegningu. — Chas. M. Crouse, millíóna eigandi í New York, hetír fengið 2 hótunarbréf um,að hús hans verði sprengt upp með dynamiti og fólk hans drepið, nema hann skilji 400 dollara eftir á ákveðnum stað, svo bréfritarinn geti náð þvl á nætur- þeli. Þessi náungi kveðst tilheyra övarthandarfélaginu. — Tvö hundruð manns drukn- uðu n/lega af smáum fiskibátum við strendur Japans. Stormur mikill kom snögglega og gerði svo n^ikið sjávarrót að bátunum hvolfdi Aour en f>eir náðu landii Að eins 4 bátar komust með heilu og hfildnu til lands. — Flotaforingi Rojestvenski hef- ir sagt Rússum, að Japanar hafi náð sigri í sjóbardaganum mikla fyrir það hve góð vopn þeir höfðu og hve vel f>eir kunnu að bei'a þeim. Hann segir Japana vera svo rólega í hernaði, sem |> ir gætu inest verið ef þeir væru við máltið í heimahúsum. Engin þjóð f öll- um heimi kynni þá list nema þeir einir. — Roblin 8tiórnin hefir lofað að borga allan kostnað við r;mnsókn á starfsemi York County félagsins hér f fylkinu. Dómsinálastjóri Campbell hefir þegar gert ráðstaf- anir til þess, að viðskiftafólk fé- lagsins tapi ekki þeim peningum, sem f>að hefir lagt inn hjá félag- inu. Allmargir Islendingar hafa lagt peninga inn hjá þessu félagi og að sjálfsögðu verða þeir eins og aílir aðrir að bfða all-lengi eftir peningunum. — Samningar hafa tekist milli Japana og Kfnverja. Flest af þeim kröfum’ sem Japanar fóru fram á, hafa verið samþyktar óbreyttar, en þó eru sum atriði ekki algerlega útkljáð enuþá. En svo uiikið má þó fullyrða, að Japanar hafi hér eftir mn óákveðinn tfma þau s'imn yfirráð ytír Manchurfu. sem Rússar höfðu þar fyrir stríðið. Að eins er sá mnnur þar á, að landið á að vera opið fyrir verzlun allra þjóða. Það má þvf f raun réttri svo heita, að Japanar liafi bætt bæði Kóreu og Manchuríu við landeign sfna, sem afleiðing af Rússastríðinu. — N. C. járnbrautin hefir lækk- að far og flutningsgjöld milli Win- nipeg og Edmonton að stórum mun við það, sem áður var, meðan leið lá gegnum Calgary. Félagið lofar að flytja kol úr námunum f Ed- monton héraðinu svo ódýrt. að þau geti orðið seld hér í Manitoba með talsvert lægra verði en áður var og vðrður það stór hagnaður fyrir þetta fylki. — Kvennaskóli Bandaríkjanna f Const.antinopel áTyrklandi brann til kaldra kola þann 18. þ. m. Líf- tjón varð ekki. — Stjórnin í Egyptalandi hefir ákveðið að byggja flóðgarð mikimi í Nfl ána hjá bænum Esnek. um 100 mflum neðan við Assoan borg og er kostnaðurinn við það verk áætlaður 12 millfónir dollara um það flóðgarðurinn or i'ullger. Er svo til ætlast, að hleypa megi nægu vatni á 24,000 ferhyrningsmílur lands r>g gera það arðberandi sem alt fram á þenna dag hefir verið auðn ein. — Eldur kom upp 1 kolanáma einutn f Mexico á aðfangadag jóla, og létu þar 30 manns lífi. Þeir köfnuðu flestir í reykjarsvælunni. Eldurinn varaði nokkra daga og gerði mörg þús. dollara eignatjón. — Það hefir nýlega komið upp, að LeópoldBelgfukonungur kvong- aðist leyrtilega fyrir ári síðan ekkju einni af lágum stigum. Hann sæmdi lmna síðar lieiðurstitlum og heldur hana á einni af búgörðum sfnum nálægt Niceborg. — Svo er sannfæring Washing- ton stjórnarinnar sterk um að Kfn- verjar muni hefja árás á útlend- inga þar f landi. að hún hefir sent herdeildir til Manila til að vera til taks að vernda Bandaríkjaþegna f Kfna ef á þarf að halda. — Rothchild lávarður f Lundún- um hefir boðist til þess að senda á sinn kostnað 200 brezkar fjölskyld- ur til Canada á næsta vori. Hann hefir þegar lagt fram nokkurn hluta af íargjöldunum. — Akuryrkjudeild Washington- stjórnaiinnnr hefir gert ftrekaðar tilraunir með pressað tegras og er nú komin svo langt áleiðis, að hér eftir verður alt te, sem lagt er til hermáladeildarinnar, hvort held- ur á skipum eða á landi, f pressuð- um töflum á ýmsri stærð. Það er og fullyrt, að innan skams eigi al- menningur hér í landi kost á að kaupa te sitt þannig útbúið, nefni- lega f töflum og er eiu smátafla nægileg í einn bolla af tei. Með þessum útbúnaði er teið handhæera i öllum flutningi, því það tekur upp minna rúm oggeymist betur, held- ur krafti sínum, hversu lengi sem það er geymt, — James A Pratt, 40 ára gam- all maður, sem fyrir nokkru skildi við konu sfna pg börn f bæilum Flnshing, R. I., hefir sfðan erft 1 millíón dollara og hefir hatis verið leitað sfðan en ekki fundist enn. Búast menn helzt við, að maður þessi hakli sig einhversstaðar hér'í Norð vesturlandinu. — Áttatíu þúsundir uppreistar- manna frá Baltic rfkjunum æða nú um landið áleiðis til Pétursborgar. Þeir brenna og eyðileggja alt sem fyrir verður á leið þeirra, húa, fólk og fénað. Mannfjðldi þessi er vel vopnaður oghygstaðná Pétursborg á vald sitt áður en lýkur. Uip 100 mflur af járnbrautuin eru nú þegar undir yfirráðum þessara uppreist- arflokka og enginn veit.hve öflugir þeir kuuna að verða er fram lfða stundir. Allmargar konur eru með uppreistarmönnum, Borgin Mos- cow er nú einangruð; engitin veit með vissu, hvað þar gengur á, en lá til 20 þús. manna voru þar ým- ist fallnir eða særðir er síðnst frétt- ist. Sngt að stjórnin sé algerlega ráðþrota að stemina stigu fyrir uppreistarmönnum. — C, P. R. félagið hefir hækkað laun allra. verkamanna sinna fyrir austan Fort William. LaunaviA bótin nemur 5 centum á dag til nl- gengra verkamanna og 10 cts. t.il verkstjóranna. Þó þetta sé lftil hækkun þýðir hún samt $125,000 ú ári úr sjóði fölagsitis. — York County félagið, sem ný- lega varð gjaldþrola er sagt að geti borgað 66 per cent af iunstæðu fé hluthafanna. Hitt hefir gengið í eyðslusemi og líklega mikið í ó- þarfa tilkostnað. — Brezka gufuskipið “Pass” strandaði við Vancouver eyjuna í sl. viku og fórst þar öll skipshöfn- in, 25 manns. — Vinir Gr. W. Ross, fyrrum stjórnarformanns f Ontario, hafa skotið saman 35 þús. dollurum, er þeir gáfu honum f jólagjöf. Senator Cox fæj-ði honum gjöfina. — Roosevelt forseti hefir látið það boð út ganga frá Hvftahúsinu, að þó hann telji það ánægjulegan vott urn vinSttuþel þjóðarinnar til sín, ef hún gæfi dóttur sinni brúð- kaupsgjöf, er safnað væri til með almennum samskotum, — þá sé |>að ósk sfn, að það verði ekki gert og hann vonar fastlega, að þjóðin verði við þeirri ósk sinni, að gera engin slfk samskot. — Brezkur auðmaður hefir gefið Salvation Artny félaginu eina mill- fón dollara til þess að hjálpa áfram fólksflutningum til Canadaog koma fótum undir fólkið. — Alice Roosevelt.dóttir Banda- rfkjaforsetans, ætlar að gifta sig í febrúar næstk. þingmanni og mill- fóneiganda nokkrum, N i c h o 1 a s Longworth að nafni. Nú hafa nokkrir menn í Oregon rfki tekið upp á þvf, að safna peningagjöfum handa konu þessari. Samskotin eiga að halda áfram til 8. febr. nk. og er ætlast til þau verði 800 þús. dollarar, og á að afhenda Miss lloosevelt þetta fé á giftingardegi hennar. — En faðir brúðarinnar hefir nú afbeðið þessi samskot, eins og frá er skýrt á öðruui stað, '— Sex náungar, alvopnaðir, gerðu tilraun til þess að ræna fjár- munum af fólki, sem var að ferð- ast með strætisvagni í Chicago á jólanóttina. En leikur*sá endaði þannig, að 5 voru handsamaðir af lögregluuui, en 1 komst undan. — Allan Line skipið “Corinth- ian” var af yfirvöldunum tekið lög. taki í Halifax fyrir nokkrum dög. um og ekki slept fyrri en yfirmenn þess borguðu 500 dollara sekt fyrir að hafa flutt þar á land Kínverja einn, sem ekki hafði landgönguleyfi frá Dominion stjórninni. — Flestum kaupmönnum f Can- ada ber saman um, að aldrei f sögu landsins hafi jólaverzlun verið eins tnikil og í ár. I Toronto varð liún 2 millíónir dollara á dag, og hér í Winnipeg meiri miklu en nokkru sinni áður. FRÉTTABRÉF. Hnausa, Man., 15. des. 1905. Hey urðu bæði góð og mikil eftir sumarið lijá mönnum liér, enda ekki vanþörf á, þvf gripir fjölga óðtnn; verst hvað markaðurinn er bágur fyrir þá, og landið enn ekki vel bú- ið undir akuryrkju í stórum stfl; en þrátt fyrir þetta er Vðan manna hér góð og fer árlega batnawdi. Haustið var rosasatnt og gæftalítið fyrir fiskimenn og afli hér um slóð- ir með rýrara móti. Vatnið lagði fyr en varði og vant var, urðu því /msir fiskimenn fyrir ertiðleikum með að kornast norður á vatn til veiða, og margir sem ekki komust þangað sem þeir ætluðu vegna fga. Yeiði nú sögð misjöfn að norðan; máske ekki að uiarka ennþá. Kr. Ftnnsson hefir sagað 'um 000,000 fet af borðvið og |>. h. í sumar f sögunarmyllu sinni hör, og má heita að allur sá viður sé far- inn til bæjanua og bænda hér í kring. Slysfarir: Sigurður Pálsson, Hnausa P. O., varð fyrir raðsög, 27. september, í sögunarmyllu Kr. Finnssonar og uiisti 2 fingui*. 10. okt. hljóp skot úr byssu hjá Marteini Jónssyui, Framnes P O., gegn um hendina á honum. Báðir þessir'menn eru nú uudir læknis- hendi f Winnipeg. 21. okt. dó barn þelrra Mr. og Mrs. Þorsteins Kristjánssonar, Ár- nes P.O., af afleiðingutn af bruna. Qimlitsveit var skift f 6 deihlir (Wards) úr 4 í sumar, sökum út færzlu bygðariniiar af stöðugum innflutningi af nýjum landtakend- um. Éóru útnefningar til sveitar- ráðsins fram 5. þ. m. og urðu þá 12 menn til þess að sækja uud með- ráðamanns-stöðu alls yfir, en þeir kaupmennirnir Guðni Thorsteins- son og Sv. Thorvaldsson sækja utn oddvita sætið; halda þeir opinbera fundi víðsvegar um sveitina, rétt eins og á sér stað við æðri kosn- ingar. Ivosningarnar fara fram 19. þ.m. O.O. A. Fornfræði 012: fyrir- burðip. Eftir Kr. A. Benediktsson. í þann tfma var ár gott í land- inu. Friður tryggur og bjargir góðar. Bar þó ærið margt til tfð- inda, er undarlegt þótti og gamlir menn hafa fært í letur, öðrum til yndis og ánægju, eða fróðleiks og aðvörunar, og má hver skilja og þar af læra eins og lionum er þæg- ast. Það var á einhverjum postula- tfmum, sem saga sú gerðist, er Postularfma er orkt út af. En ei er það gjörlegt að ákveða, hvaða ár og daga, er sú hin mikla saga hefir skeð á. En svo mikið er áreiðan- legt, að hún hefir gerst löngu eftir daga postulanna og Krists, sem fluttu boðskapinn út frá Gyðinga- landi, Eftir þvf sem er fáanlegt og læsilegt af Postularímu, hafa þessirPálspostular ekkiverið nema fimm, að lionum meðtöldum. Ovfst er, liver rfmu þessa hefir orkt, Að sumu leyti virðist orð og setningar bend’i til, að höfundurinn hafi þekt hið eldra kyrkjumál (úr katólskri tfð) til muna. Sumir ætla, að ein- hver helgimaður muni hafa orkt rlmuna. En hvað sem þvf líður, þá er skaðinn mestur, að ríman skuli ekki finnast öll, þvf lesarinn fær ekkert að vita um Þórgrfði grænsku. Það er augljóst, að hún hefir verið kvenskörungur mikill og eigi ólfk þeim Bergþóru og Hallgerði. Rfman nær aftur þar, að Végeir er flúinn frá Páli post ula til lieimskauta landanna, og lfklegt að hann finni Þorgríði grænsku þar. Bæði voru fjölkunn- ug og forneskjur miklar. Svo lftur út, sem þessir postular hafi upphaf- lega verið sáðmenn, sáttir og sam- lyndir og kent og stundað fræði sfn með föstum og bænahakli. Þeir hafa einnig fengist við ljóðlist og fagurfræði. Þessar vísur benda til þess: “Sálarfraiðin sögð var þar Svffa f háu lofti, Þegar Páll og postular Puntuðu ljóða bygðirnar”. Þessi vfsa sýnir, að þeir hafa fengist við ljóðlist og kveðskap. Þessi vísa sýnir aftur á móti. að Páli hetír fengist viðgras eða garð- rækt: “Oft er Páll með plóg og ljá Að plægja f grasgarðinum, Sveittur Hrólfur sífelt má Signa §ig og bæna þá”.j Þessi vísa sýnir, að þeir hafa þekt drauga og átt f taki við þá, að minsta kosti þessi postuli, sem hér er nefndur: “Við drauginn Gísli, Dettiás, Daga og nætur glfmir; Mýla ’ann vill á myrkrabás Og mellu klemma undir lás”. Þessi vísa bendir á, að þeir hafa lifað að sumu leyti katólsku kirkju- lffi. Orðið “Kárfna” kemur óviða fyrir nema innan vébanda katólsku kirkjunnar- “Ivárínur og kynja^öld Kristjáni að sækja. Syngur bœnir seint um kvöld.— Synda þetta reiknast gjöld”. Ekki er það sjáanlegt af þessu ríuiubroti, að þeir haá verið eigin- PIANOS og ORGANS. Heintxnian & Co. Pianos.-Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafhorgunarskilmálum. J, J. H- McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEQ. legir trúpostular, heldur að eins verslegt postulafélag, sem ekki var bundið öðru en glamranda og srnáti áliti. Það er ótvfrætt, að Páll post- uli liefir fundið að við hina post- ulabræðurna, og viljað vanda líf- ernisháttu þeirra og auka starfssvið þeirra En við það skeður hið satna, sem í himnaríki forðum daga, að úr þvf verður hin mesta sundr- ung og óeining og sló að sfðustutil fulls fjandskapar. Páll liefir verið vinnumaðnr og kjarkmaður, því hann verst að sfðustu hinum fjór- um einsamall. Végeir hefir síðast- ur yfirgefið hann af postulunum, en þorði ekki að haldast við fyrir því, að Páll eða hinir mundu vega að sér. Þess vegna, segir ríman, að hann hafi flúið norður til heim- skauta landa. Þessí vfsa bepdir á það: “Þó vopnin góðu í Völuspá Végeir forðum sækti, Vandræða liann valt í gjá Varð að fl/ja Páli frá”. Sá fimti lieitir Jósephus og virð- ist hann liafa verið austur í Meso- potamfu,þegar ágreiningurinn kom upp á milli bræðranna. Það er ekki hægt að komast fyrir, hvernig á honum hefir staðið, Skinnið er svo máð, þar sem helzt er talað util hann, að það er ólesandi. Það gæti vel verið hugsandi, að Þorgrfður grænska hafi verið fóstra hans og tekið hann að sér norður 1 löndum. Þó er það alveg óvíst. Hann hefir óefað verið farmaður og víða kom- ið. Hann var skriftlærður og óef- að langmesta skáldið í þessu post- ula félagi. Einnig lfefir liann skilið fuglamál eftir því sem þessj vísa segir: “Skrifaði og skáldaði vel, Skildi fuglamálin, Hrepti stundum hrfðarél A Heljardal og Kaldamel”. (Meira). Landnemin ii. Langt úti á sléttunni stóð ný- byggjara kofinn, og landneminn hafðist þar við með konu og lítið barn. Fyrir hálf-öðru ári sfðan höfðu þau skilið við vini ogvanda- menn, og bundist liinu helga hjóna- bandi, til þess að fylgja hvort öðru f og gegn um lffið, til þess að þola blftt og strftt saman og vorða hlut- takandi hvort f annars gleði og sorg. -Langt frá allri mannabygð voru þau komin, til þess að geta eignast þar landsblett og heimili, sem þau gætu kallað sitt eigið. Sumjtrið var bráðum á enda og alt hafði gengið vel. Bóndinn var búinn að snúa við æði stórum bletti á landeign sinni og liann gerði sér von uui góða uppskeru þar næsta ár. En veturinn nálgað- ist, og það útheimti peninga að vera undir hann búinn. Og eini vegurinn til þess að ná í þá var að fara í þreskiogu. Einn góðan veðurdag snemma um hau’tið kvaddi hann konu og barn og lhgði af stað með uxaparið sitt f vinnnna, f von um að get afl- að sér nægilegt af hinum nlmátt- uga dollar til nð getn haldið hnner- inu út úr kofanumyfir kölduvetrar niánuðina. Vinnan gekk vel. En erfitt var það fyrir hann að geta e'kki frétt af konu og barni, sem sátu ein lieima langt frá mannabygð. Dag- arnir liðu og það fór að kólna, svo það var farið að verða knlt að liggja úti eftir 15 tfma erliðis-vinnu. Og marga nótt skalf liaun er hann hnipraði sig saman undir yfirtreyj- unni sinni. Eina mjög kalda riótt eftir langt dagsstrit sofnaði hann. Og liann fór að dreyma heim. Honum fanst konan vera veik svo hún gat ekki farið á fætur til þess að gegna hinum daglegu störf- um sfnum. Ungbarnið var farið að grita af liungri og kulda og móðurin hnipraði sig að því. En það kom fyrir ekki, barnið. grét meir og meir. Honum fanst hann sjá liana reyna að fara á fætur. Hún komst fram á rúmstokkinn; kuldinn nísti hana; hún stóðá fæt- ur, en reikaði vegna veikindanna, greip báðnm höndum um höfuðið og bað guð að hjálpa sér. Kraftur- inn var þrotinn, hún hné niður við rftmstokkinn, fálmaði höndunum grátandi til barnsins og sagði lágt; “Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig!” Bann sá angistina 4 ailt** liti hennar, svo fór krampadráttur um hanajandardrátturinn hætti,— hún var komin í það land hvaðan enginn kemur aftur. Honum fanst hann sjá náinn horfa á sig; linén kreft, augun opin, liárið úfið og hægri hendin krept utan um hand- legg barnsins. Hann vaknaði. Og hvað hann var feginn, að þetta var að eins draumur! Það var farið að hriða um morgnninn. Vinnan var búin og hann lagði af stað heimleiðis. Alla leiðina var hann að hugsa um, livað hann hafði dreymt. Hon- um fanst hann ekkert komast á- fram. Það sló út um hann köldum svita. Hann reiddi svipuna til liöggs af alefli hvað eftir annað. En lxinir hægfara uxar gáfu lftinn gaum að því. Þeir voru orðnir svo þreyttir, að þeir gátu ekki liert ganginn meira. Nær, nær, komst hann og loks alla leið. Og var eins og steini væri velt frá brjósti hans. við vonina um að sjá sina elskulegu konu og fá að heyra, að alt var með bezta lagi. Hann gekk inn og kysti hinn nnga son sinn, sem glaður lá í vöggunni. Hann liafði ekki hina minstu hugmynd um hinn kaldaog miskunnarlausa lieim, sem hlær þegar þú hlærð, en hlær þó mikið hærra þegar þú grætur. Heiminn, sem öfundar þegar nftunganum gengur vel, en hoppar af hjartans gléði, þegar bátur þinn er brotinn og árarnar týndarogþú berst lij&lp- arlaus & Iffsins ólgusjó. Það var einn inorgun seint f des- embermánuði að lnndneminn reis snemma á fætur og bjóst til ferðar f þorpið til þess að kaupa þar mat og fatnað handa hinni litlu fjöl- skyldu sinni, svo að henni gæti liðið sem bezt 4 jólunum og n/ár- inu, sem þá fór f hönd. 4 eðrið um morguninn var kalt og bjart, en snjór varytir alt; hvft- ur o*r harðýðgislegur gaddonnn var það eina, sem fyrir augað bar, nema hér og hvar sást eyðikotí, sem kallaðist á meðal nýbyggjHnna heimilisréttar hús. Enn fiestir af eigendnm þeirra höfðu nú farið á brott til mannabygða til þess að eyða þar vetrarmánuðunum. Einstöku hungraður úlfur sást hér og þar lilaupa eftir gaddinum í von um að finna héra eða eitt- hvert hræ. sem geti orðið til þess nð seðja hungur hans. (Niðurl.) MORGUN ANDVAKA. Þegar gremju myndast mók mfn er sál f veði, en Þorsteins morgunbæna-bók byr til stundar gleði. í henni er Brijgi liæzt á stól, háðslegur að vonum; liún er ágæt sálar sól sannleiks elskendonum. O. J. O.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (04.01.1906)
https://timarit.is/issue/152003

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (04.01.1906)

Aðgerðir: