Heimskringla - 18.08.1910, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.08.1910, Blaðsíða 1
XXIV. ÁR jan 10 NR. 4t> WINNIPEG, MANiTOBA, FIMTUDAGINN, ÍS ÁGÚST 1910 ______j Mrs A B Olaoo GOTT 0G TRAUST REIÐHJÓL Þar? hver sá að hafa, semr tekur þátt í kapp hjólreiðum. Eg heti nú á boðstólum hin traustustu og beztu “ racing ” reiðhjól, sem til eru bíiin í Canada BRANTFORD OG BLUE FLYER Landar, sem taka œtla f>átt í kapp-hjól- reiðum eða á s é r s t ö k um langferðum geta fengið sér- sthk vildarkjör hjá mér á þessum ágæta reiðhjólum, sem eru traust og endingargóðen f>ó létt og lipur. West End Bicycle Shop Jón Thorwteinsson, elgandi 475—477 Portage Avenue. TALSIMI: SHERB. 2308 Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. — Bandarfkin og Japan liafa nýskeð gert nýja og traustari verzl- unar samningja sín f millum og með þeim léttir ófriðar bliku þeirri er sveimaði milli rfkjanna. Aðal inntak samninganna er það, að Japan opnar allar sinar hafnir fyrir Bandamönnumog veitir f>eim frjálsan aðgang til verzlunar. Bandarfkjin aftur að móti viður- kenna yfirráð Japana yfir Koreu og Manchuríinu og lofa að blanda sór ekkert f uiálefni þau sem Jap- ðnum varða, f>ar austur frá—Aftur komust fulltrúar rfkjanna að engri niðurstöðu hvað fólksflutningi Jap- ana til Bandarikjanna áhrærir og situr f>vf þa> við það sama og áður f>ó innflutninga lögin scn all ströng á Japönum, en skóla-réttur var þeim veittur — þó fjöldi Banda- manna vildi bola þá frá skólum sfnum. — Florance Nightingale kven- hetjan frá Krímstrfðinu andaðist að heimili sfnu f London, sfðari hluta laugardagsins — 13. þ. m- rúmlega nfræð. — Hún var hinn fyrsti kvenmaður sem fylgdist með hersveitum sem hjúkrunarkona og var henni fyrir f>á starfsemi veitt auknefnið — „Krfmarengillinn”. Hún barðist fyrir að koma á fót sjxikrahúsum fyrir hermenn og skóluui fyrir hjúkrunarkonur og ritaði fjölda bóka um það efni. — Lfknarstarfsemi henuar hefir bjarg- að þúsundum hermanna og nafn liennar mun blessað af enskum hermönnum öld eftir öld — þvf henni eiga f>eir öllum fremur að f>akka fyrir góða hjúkrun, ef sær- ast á vfgvellinum. — Miss Nightin gale var fyrst allra kvenna gerð, heiðursborgari í Lundúnum og sú eina kona sem hlotið hefir the „Order of Merit” sem er önnur virðingarmesta orðan sem Eng- lands konungur getur veitt, enda leikur enginn vafi á, að við lát hennar á England að baki að sjá einu sínu mesta mikilmenni. — — Nicholos Montenegrofursti hefir með leyfi stórveldanna tekið sér konungsnafn, eftir hálfraraldar rfkisstjórn sem fursti. — Monten- egro er því hér eftir kouungsrfki. — Kfna er nú að koma sér upp herskipaflota eftir sniði Európu- þjóðanna. Sjá Kfnverjar nú að eini vegurinn til að halda sjálf- stæði sfnu og löndum, er að semja sig sem mest eftir menningar þjóðunum og kröfum nútímanns. Tvö stærðar herskiperu nú í smfð- um fyrir Kínverjar á Euglandi. — William J. Gayn'or, borgar- stjórinn f New York. sem getið var um f sfðasta blaði að sko'ið hefði verið á og hættulega særður, er nú talinn úr allri hættu. — En maður sá er skaut á borgarstjórann er talið að muni fá 10 ára fangelsis- vist fyrir tilræðið. — — Dr. Crippen og miss Ethel Le Neve sem sökuð eru um morðið á Belle Elmo e, konu læknisins — voru tekin áleiðis til Englands á þriðjudaginn eftir 15 daga dvöl f fangelsi í Quebec. Einn af beztu málafærslumönnum Englands hefir tekið að sér að verja þau og má [>vf búast að hart verði aðgengið að fá þau sýknuð. —- Antiars er alment álitð að miss Le Neve s<" algjörlega saklaus af allri hluttöku f glæpnum og Crippen neitar öllu þó að honum berist böndin. — Hin mikla fleyti - vél Magnet Rjómaskilvinda No. 6 fleytir 1000 pund á kl. stund BÖRN STJÖRNA HENNI MAÍtNET rjóma?kilvindan aöskilur þúsuud pund 6 kl. stund, barn gota aonast um mjólk úr 50 kúm. Bóndin moð fjölda gripa hefir beö- iö oftir þossu. Engin þörf á gasolin eöa gufu vélum, og þarfuast ekki maun. Hin hefir MAGMET Square gear útbuönaöin, Stóra stólskál studda beggja vegua. Magnet höm- ln, einstykkis fleyti, hæg hreinsuö aöskilureins fljóttoglO geta mjólkaö Svo traustgerö aö hún endist mans- ældur MAGNET erá 6 stæröum, all- ar passa á sama fót og höfn sama hreyfi gear. F. W. Hodgon, fyrrum gripaum- boösmaöur segir.”—Kg hef reynt vél yöar á ýmsum stærðum og álít yöar 1000 pd. á kl. stund st.ærö skara fram úr hinnm stærðunum af auö- skildum óstæðum. Ef þér haflö margar kýr. Skriflö oss, og þaö kostaö yönr ekkert aö komast aö raun um hve léttilega MAGNET aösWilur mjól^ yöar. MAGNET eyðist ekki á 50 árum. THE PETRIE MFG. CO., LIMITED WINNIHEQ, MAN. ÚTIBÚ : Calgary, Alta., St.John, N. B., Montreal, Que., Vati- couver, B.C., Regina, Sask^, Victoria, B.C., Hamilton, Oat. Royal Household Flour Til Brauð og Köku Gerðar Gef ur Æfinlega Fullnœging EIXA MYLLAN í WINNIPEG,—LÁTIÐ HEIMA,- iðnað sitja fyrir viðskiftum yðar. Aðvörun. — Paulhan, franski fluggarpur- inn hlaut fim þúsund dollara verð- launin setn stórblaðið Daily Mail hét fyrir samanlögð lengdarflug — sfðastliðið fligár, sem endaði sl. laugardag. H fði hann flogið 851 mflu, en Englendingurinn Grahant White sem uæstur honum komst flaug 75'.» milur. — — W. K. Myeis — sko hallareig- andi f Chicago sýndi skotfimi sfna sl. föstudag er liann skaut konu sína, son sinn, tengdafíiður og sj if- an sig á eftir — skaut öll fjögur f fjóruin skotum. — — í Popin,Mo, giftu sig nýskeð ekkja ein H8 ára g'iuiul sem Anna Miller hct og ekkjillinn Robert Steinson 70 að aldri, en eftir sólar- hrings hjónaband skildu f>au aft- ur — höfðu fengið nóg af samvist- inni. — KerlingaTsauðurinn liafði att 3 eiginmenn áður og Steinson hafði sömuleiðis verið fjórkvæntur, svo hvorugt voru hjónabands ný- græðingar. — — í Urkraine á Austur-Rúss landi er sá siður að kvennfólkið biður Karlmannanna. — Fái stúlka ást á manni fer hún heim til hans og skýrir honum frá ást sinni og sc hann viljugur fellur alt 1 Ijúfa löð, en vilji hann ekki sinna henni sest hún að f húsi hans og reyuir á f>aim hátt að þrfingva honnm til að ganga að eiga sig — og er mannin- um ekki annað fœrt, annaðhvort að ganga að eiga hana eða að fara að heiman og vera á burtu meðan hún dvelur f húsum hans, þvf ræki hann hana út muiidu ætt- mehn hennar hefna slfkrar smánar grimmilega. — — Tveir vitskertir morðingjar sluppu úr geðveikrahælinu f Ham- ilton á mánudagsnóttinaoger hald- ið þeim hafi tekist að sleppa suð ur fyrir landamærin. — Annar morðingja þessara hafði myrt konu sína; liinn sem var hermaður, myrti yfirboðara sinn, en báðir sluppu við g dgann, vegna J>ess J>eir voru taldir ekki með öllum mjalla. — — Heimsýningin í Brussel í Bel- gíu, sem nú stendur yfir, varð fyrir stórtjóni af eldi á mánudaginn. Branu (>ar mikið af s/ningarmun- um og fjöldi dý<a voru skotin nið- ur af hermönnum — fjörutfu hús brunnu og tveir menn biðu bana eu um þrjátfu urðu fj'rir nieiðsl- um. — Brezka, belgiska og franska deild sýningarinnar biðu mest tjón. Allur var skaðinn metiun um 75 miljónir dollars. — — I járnbrautarslysi við Royan á Fjakklandi létu 13 lffið og 58 særðust. — Flest voru f>að skóla- stúlkur sem fyrir áfallinu urðu. — Baronessa Vaughan sem gift var Leopold Belgiukonungi til vinstri handar og átti með honum tvo sonu, ráðgerir nú að giftast á ný, auðugum kaup^ianni sem Em- manuel Durieau heitir og liefir verið ráðunantur hennar í fjarmál- um — Hefir þessi ráðagerð baron essunnar vakið gremju rneðal ætt- menna hins látna konungs, því þó hann væri ekki við einafjölfeldur í ástamálum, telja |>eir lftt sæmandi fyrir kvenmann sem notið hefir konunglegar hylli og gifst honum, skuli nú flegja sér f faðin á kaup- manni—og börn þeirra ef nokkur yrðu,liálfsyskíni konnngs sonanna. Kona ein í Creston, Iowa hefir höfðað skilnaðarmál gegn eigin manni sínum, segir hún hann hi-.fi hægt sé að finna að karlmanni. Þau giftu sig fyrir rúmum tveim mánuðum, var brúðurin (58 ára en brúðguminn 78. Konan átti all- miklar eignir og segist húu hafa orðið að ala önn fyrir manni sfnum allar þann tíma sem þau hafi gift verið og jafnvel greiða all- an kostnað er af brúðkaupinu leiddi. — .Tohn Redmond, liinn alkunni leiðtogi íra f breska þinginu er væntanlegur til Canada f fynr lest- rar leiðangri seinni hluta þessa máðaðar. Meðal annar heimsækir haun Winmpeg. — Vatnavextir miklar treysa í Japan og lnifa ollið stórtjóni. Hafa f>orp og borgir gjörsamlega sópnst á burtu en flestir af íbúun- um björguðn sér á viðar-flekum en bjargar skortur er mikill og liggur við að fólkið verði hungur morða því afur örðugt er að koma matar byrgðum þar sem jarnbrautir flest- ar stórskemdust í * vatnagangi þessum. — Sögnnarmylla og all mikið af unnum við.eign Fort FrancisLumb- er (o. brann á mánudaginn og er tjónið talið nm sextíu þúsund doll- ars. —Spanska gufuskipið Marlos fórst á Þriðjndaginn við Afriku strendur n*dægt Toritf og drukknuðu þar 39 uianns þar af 32 farþegar. Þetta vildi til í níða þoku á þann hátt að annað gufuskip rakst á Marlos— og sökk hann á svipnustundu að kalla. Yflrstórstúku- • þing Kanada. Yfirstórstúka Kanada (Nationai Grand Lodge of Canada) hélt ann- að þing sitt f fundahúsi fslenzku stúknanna Heklu og Skuldar f>. 9., 10. og 11. þ. m. Þingið var sett að kvöldi þess 9. og við það tækifæri héldu ræður: W. S. Ewans borgarstjóri, sem bauð gestina vel- komna fyrir hönd bæjarins; Dr. Jones Bandarfkjakonsúll, er tal- aði til alþjóða stórkanslara, G. F. Cotterills þingmanns frá rfkinu Washington; Cervinsky, er var mættur fyrir liönd Royal Templ- ars; Mrs. Chisholm fyrir hönd W. C- T. U; séra McLean fyrir hönd prestafélags bæjarins og W. W. Buchanan fyrir hönd Moral og Social Reform Council. Borgarstjóri Ewans sagði f ræðu sinni. að sér fyndist sérstök ástæða að bjóða f>etta þing velkomið til bæjarins, þar sem til þess væri stofnað f alvarlegum tilgangi. Hon- um fórn8t mjög vingjarnlega orð í garð bindindismálsins, og var gerður góður rómur að ræðu hans. Ræður hinna ræðumannanna .oru allar góðar og tóku fram nytsemi bindindisstarfseminnar. Sérstak- lega lagði Dr. fones áherzlu á þýðingu bindindism<»lsins í sam- bandi við samkomulag svertingja og hvftra uianna í suðurfylkjum Bandarlkjanna. Starfsfundir þiugsins voru hald nir á miðvikudag og fimtudag þ. 10. og 11. Á miðvikudagskvöldið var opin fundur, og töluðu f>ar G. F. Cotterill, sem var mættur á fnnginu fyrir hönd hástúkunnar og séra J. A, Sínith yfirstórtempl- ar Kanada. Auk ræðuhaldanna voru ýmsar skemtanir. Sama dag- inn var farið með gestina nm bæinn á bifreiðum og gekst framkvæmdarnefnd stórstúkunnar fyrir því. Á fimtudagskvöld höfðu undiistúkurnar f Winnipeg skemti- ferð með bátnum Winnitoba nið. ur eftir Rauðánni til Hyland Park og tóku margir Goodtemplarar. enskir, fslenzkir og sænskir þátt f henni. En daginn áður en þingið byrjaði, á mánudagskvöld hafði um dæmisstúka Winnipegbæjar geng- ist fyrir samsæti í Goodtemplara- húsinu- Embættismenn fyrir næsta ár voru kosnir: Y.E.T. J.A. Smith frá Nova Scotia Y.S.K. O.P. Lambourne Winnip. Y.S.V.T. Mrs. W. L. Scott Waskida, Man Til kaupenda Heimskringlu. Herra Stefán Péturson," sem um margra ára tfma hefir stflsett blaðið, á stflsetningavél þess, hefir nýlega sýkst af taugaveiki og þvf ekki fær um að starfa að blaðinu um óftkveðin tfma. En með þvf að hann er eini maðurinn fáanlegur hér f borg sem stflsett getur með vél blaðsins,og méð þvf að nú sem stendur, á blaðið völ eingöngu á lítt vönutn prenturum. Þft geta ekki komið út meira en 4 síðnr á viku um nokkrar komandi vikur. Við það verða kaupendur að una og útgáfunefndin ber það traust til þeirra að þeir taki svo tillit til kringumstæðanna að f>eir standi fast með blaðinu á tímum neyðarinnar. Vitandi að bót verður ráðin áþessu ástatidi eins fljótt og kringum stæðurnar leyfa f>að. Y.S.R. J.V. Jackson.Moncton N. B. Y.S.G. G. G. Miller, Fort William, Ont. Y.S.G.U.G. Mrs J. V, Jackson, Moncton.N. B. Y.S.G K. C. W. Whitaker, B. C. Y.S.D. J. Colvin, Winnipeg. Y.V.K. Mrs. Dickey, N. S. Y.S A.R. Mrs. J. Jobannsson. Winnipeg. Y.S.A.D. G. G. WiUon, Ninga Man. Y.S.V. G. Arnason, Winnipeg. Y.S.Ú.Y. G. Robarts. Y.F.S T. W. H. Ltnnbly, Quebec. Akveðið var að halda næsta þing síðustu vikuna í maf 1911 f Moi.c- ton N. B. G, F. Cotterill A. S, K. veitti þessum hástúkustigið, sem er hið hæzta stig reglunuar. G. Johnson, frá St. íslatid G- Árnasou, frá st. Heklu. J. Cain, frá st. Hope of Elmwod. B. Ward, frá st. Brittannia. C. H. Forsyth.frá st Brittannia. Mrs E. Suiith, frá st. Queens Lodge. Mrs. C. Pope, frá st. Brittannia. Áður en þinginu var slitið létu gestirnir í ljósi þakklæti sitt fyrir viðtökurnar bæði til stúknanna hér og til bæjarins. Símskeyti barst frá Mrs. G. Búa- son, sem þá var stödd í Lundúnnm á leið af framkvæmdarnefndar- fundi hástúkunnar, sem haldinn var í Belgiu í júlf. Opinn ræðufnndur var lialdinn í sambandi við þingið uæsta sunnu- dag áður en það h'lfst f ísl. Únit- arakirkjunni og var hann \\>1 sótt- ur af almenningi. Allir hinna aðkonum gesta létu í Ijósi aðdun sfna ytír starfi fsl. stúknanna hér f bænum. Koma þeirra getur verið ísl. bindindis- mönnum hér mikil hvöt til að halda áfram framvegis eins og að undanförun. 011 samvinna þeirra sem vinna fyrir sama málefnið styrkir hvert félag og hvern ein- stakling út af fyrir sig. C. Eymundsson ritar frá Atha- basca Landing dags. 8,þ m. og bið- ur Hkr. að aðvara þá Islend- inga, sem kynnu að hafa í huga að nema lönd f Peace River hér- aðinu um að flytja ekki þangað að svo stöddu, nema f>eir hafi efni á að sjá sér borgið á eigin spýtur þar til járnbraut kemur inn f héraðið. Herra Eymundsson segir að þangað séu þegar komnir margir menn sem ekki geti r^ð að sér nauðsynjum sfnum nema með afar miklum erviðismunum og að enn séu menn að flykkj- ast þangað, svo að vfða megi sjá innflytjendur á norðurleið á vcg- inum frá Edmonton. Hann segir ennfremur að það bezta úr land- inu sé pegar að mestu setið og að nú séu ýmsir að tíytja lengra vestur til aðdragandans að kletta- fjöllunum, British Colunibia meg- in, f>ar sem einnig sé sléttlendi. Svo er að skilja sem Eymunds- son ráði mönnum til f>ess að flytja ekki inn í Peace River héraðið fyr en vissa er fyrir að járnbraut liggi þangað. — Forseti Chile lýðveldisins Pedro Montt, varð bráðkvaddur á þriðjudagsmorguninn, í Bremen á Þýzkalandi. Kennara vantar. TdlboSum um aS benna viS Min- ervu skóla nr. 1045, frá 1. október 1910 til 30. apríl 1911 (í sjö mán- uSi), verSur veitt móttaka af undirrituSum til 1. september 1910 Umsækjendur tdlgredni mentunar- S. EINARSSON, Sec’y-Treas,, 25-8 Gimli P.Ö., Man. Watl Plaster ’ EMPIRE” VEGGJA PLASTUR kostar ef til vill ögn meira en hinar verri tegundir, —en ber- ið saman afleiðingarnar. Vé- búum til: “Empire” \Yood Fibre Plaster “Empire” Cement Wall “ “Empire” Finish “ “Gold Dust” Finisli “ “Gilt Edge” Plaster of Paris og allar Gypsum vöruuteg- undir. — Eiqum vér að sendci O y ður bœkling vorn • búið til einungis hjá IYIAHITOBA CYPSUM CO. LTD SKRIFSTOFUR OG MILLUR I Winnipeg, - Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.