Heimskringla - 02.08.1911, Qupperneq 2
B. BLS,
WINNIPEG, 2. AGÚST 1911.
HEIMSKiINGCA
Heimskringla
Pnblished every Thursday by The
Hwinskringla News & Fahlisbine Co. Ltd
V«rö blaBsins 1 Canada og Bandar
tS.OO nm áriB (fyrir (ram borgao).
Bent til Islands *2.00 (fyrir fram
borgaÐ).
B. L. BALDWINSON
Editor & Manaarer
Oöice:
729 Sherbrooke Street, Winnipeg
BOX 3083. Talsimi Qarry 4110.
MISSKILNINGUR.
Séra Jóhann Bjarnason hefir í
Lögbergi dags. 27. þ. m. ritaS
andmæii gegn kvæöi því, er nclnist
“Á geðveikrahælinu’’, eftir Jóh.
Húnfjörð, sem fyrir skömmu birt-
ist hér i bfaðinu, og sem prestur-
inn segir að til sé orðið út aí 1 til—
felli, sem komið hafi fyrir í Nýja
Islandi ; og átelur hann höfuudinn
harðlega fyrir afskifti hans a£ máf-
inu.
Við þann hluta greinarinnar hef-
ir Hkr. ekkert að athuga, þvi að
áminningin er verðskulduð, ef höf-
undurinn er sekur. Vitfirringar-
sjúkdómar eru þess eðfis, ao' eng-
inn ætti að álita sig hafa ueinn
rétt til þess, að gera gys að þeim,
eða nota þá sem tilefni tif r.ð særa
tilfinningar ástvina og aðstand-
enda hinna sjúku, og þaö liggur
beint í verkahring herra Húnfjörðs
að hreinsa sig af áburði prestsins,
sé hann ekki á rökum bygður.
En að því er Heimskringlu snert-
ir — og vér sjáum ekki betur en
að presturinn hafi lagt óþarfa
lykkju á leið sína tii að rægja
hana í þessu máli við íslenika les-
endur —, þá er það sannast sagt,
að vér sáum ekkert það í kvæð-
inu, sem til þess benti, að það
væri á virkileikans grundveili bygt
pg sáum þess vegna enga ástæðu
til þess, að synja því um upptöku
í blaðið. Höfundur kvæðisins er
oss alls ókunnur, vitum ekki til,
að vér höfum séð manninn, — þó
svo kunni að hafa verið. Og alls
enga hugmynd hafði blaðið um, að
kvæðið væri samið í þeim tdgangi
“að Ijúga æru og mannorði af öðr-
um’’, eins og presturinn kemst svo
hógværlega að orði. Vér teljum
meira að segja, að hann muni eiga
örðugt með að sýna með gildum
rökum, að kvæðið sé til orðið á
þann hátt, sem hann gefur í skvn
að það sé, og ef þau gögn skortir,
sem til þess þurfa, þá þarf engum
getum um það að leiða, hver það
sé, sem gert hefir sig sekau í, að
•“ljúga æru og mannorði uf öðr-
um”.
Vér fáum ekki betur séð, en að
heill hópur fjölskylda, sem því ó-
láni hafa mætt, að eiga ættingja á
geðveikrahælum, geti með sama
rétti talið kvæði þessu beint að
sér, eins og þeir, sem presturinn
talar fyrir í þessu máli, því ttiarg-
ar fjölskyldur geta verið til, sem
eins er ástatt fyrir eins og þeim,
sem presturinn segir hér eigi hlut
að máli.
Heimskringla verður að álíta,
að birting kvæðisins hafi, frá
blaðalegu sjónarmiði, verið í ívlsta
máta réttmæt, og gefi ekki éstæðu
til þess skilnings, sem presturinn
leggur í það.
ELDUR.
Fyrir nokkrum árum kom hrúð-
ur á tré nokkurt í Níagara hérað-
inu í Ontario, og tafarlaust lagði
ríkisstjórnin fram alla krafta sína
til þess að vernda þetta tré. Skrið-
ormur nokkur lagðist þar á ald-
íni og hópur sérfræðinga var þeg-
ar sendur til þess með vísindalegri
þekkingu sinni að útrýma honum
úr héraðinu. Nautahjörð ein i On-
tario fékk fákendan sjúkdóm og
stjórnin varði margfalt meiru fé
til að lækna þann sjúkdóm, heldur
en öll hjörðin var verð. Allar þess-
ar tilraunir stjórnarinnar og fjár-
útlát úr ríkissjóði mæltust ,*el fyr-
if’t alÞýSa manna var henni
þakklát fyrir frammistöðuua ____
En ár eftir ár tapar þjóð þessa
landn feikna fjárupphæðum, sem
landsstjórnin lætur afskiftalaust,
rett eins og það mikla fjártjón or-
sakaðist af fellibyljum, jarðskjálft-
um eða feikna flóðöldum, eða öðr-
utti nátturuviðburðum, sem inann-
legt hvggjuvit fengi ekki ráðið við
A hverjum degi vex tjón þetta svo
injog-, að upphæðin myndi nægja
til þess, að bæta ölfttm búpenings-
og nldinaræktunar-mönnum lands-
ins það tjón, sem þeir verða að
þola af vöidum sjúkdóma og eyði-
^gTíringiar-orma. Og meiri hluti
þessa tjóns verður fyrir glæpsam-
legt hirðuleysi, og þó er þvi íeyft
að halda áfram, án þess nokkrar
skorður séu reistar gegn því, né
hegning sett við því, frekar en af
þak fyki af fjárhúsi af völdum
vinda. Á árinu 1910 varð Ljón
Canada búa af eldsbrunum nálega
32 milíónir dollars, eða nákvæm-
lega $31,962,552, eða til jat'naðar
90 þúsund á hverjum degi áisins,
eða $3,750 á hverri klukkustund
sólarhrings, — og alt þetta beint
þjóðartap.
En þetta 32. milíón dollars tjón
er þó ekki nema lítill hluti þess
beina kostnaðar, sem þjóðin verð-
ur fyrir í þessu sambandi. Kostn-
aður við vatnsleiðslu eykur út-
giöldin um aðrar 4 milíónir doll-
ars, og slökkvistöðva s - ðhald
kostar aðrar 7 milíónir, og varn-
artæki einstaklinga kosta aöra 2Jú
milíón dollars ; — svo að þó ekki
sé talinn sá skaði, sem rikið bíður
af sléttueldum og skógaeldum, þá
varð Canada fyrir tjóni af eldum
á sl. ári svo nam 61 Jú milíón doll-
ars.
Hagfræðingar mundu segja, að
þessi upphafcð næmi $8.00 á tnann
hvern í landinu. Fjárhagsfræðingar
myndu segja, að skaðinn jafngildi
5 prósenta vöxtum af $164.40 á
hvern mann í ríkinu, eða ai fjár-
upphæð, sem næmi 1230 milíónum
dollars. Tölfræðingurinn tnundi
setja fjártjónssamlíkinguna i:am á
enn annan hátt, en engu síður eft-
irtektaverðan.
petta feikna fjártjón á árinu var
66 prócent meira en næsta ár á
undan, og á einum mánuði (;úlí)
varð skaðinn svo mikill, að hann
nam tveim þriðju hlutum alls þess
fjártjóns, sem varð á árinu 1909,
eða rúmlega 12Jú milíón dollars.—
þessi mánuður (júlí) var skaða-
mesti mánuðurinn sem orðið hefir
í sögu landsins. þá varð bruninn
mikli í Campbellton, N.B., ug skóg
areldarnir miklu í Ontario og Brit-
ish Columbia og milíón doilars
timburbruninn í Braeside í Ontar-
io og sögunarmylnubruninn rnikli
í Golden og Revelstoke bæ junum í
British Columbia. Á árinu 1910
voru yfir 30 eldsbrunar, sem hver
olli yfir 100 þúsund dollars eigna-
tjóni. Af þeim voru 16 í \ustur-
Canada og hinir vestan stórvatn-
anna. Meira varð fjártjónið þó í
Austur-Canada, en mjög varð það
ólíkt í hinum ýmsu borgum ríkis-
ins. Montreal, sem er stærsta
borgin, varð þrisvar á árinu fyrir
100 þúsund dollars tjóni af elds-
voða ; Toronto, næst stærsta borg
in, var sem næst laus við bruna ;
en Winnipeg var fremst í tvennu
tilliti : bæði að því er snerti tölu
brunanna og fjártjóni því, er þeir
ollu. Fimm brunar urðu hér á ár-
inu, sem hver um sig gerði yfir
100 þúsund dollars fjártjón, og alls
varð skaðinn af húsbrunum hér í
borg meira en ljú milíón dollars.
Að eins tvær stórborgir í B.inda-
ríkjunum höfðu stórfeldari bruna
á árinu. í Winnipeg urðu 14 !>run-
ar, sem hver gerði meira cn 10
þúsund dollars eignatjón, o,> liinn
fyrsti mánuður þessa árs \ arð
nærfelt jafn eldskæður. Fvrstu 13
dagana af janúar sl. urðu 77 brun-
ar í Winnipeg, svo að sttmir af
slökkviliðsmönnunum unnu nær-
felt þrjá sólarhringa í einu h\ íldar
og svefnlaust. — Svo er Wiuuipeg
borg orðin illa ræmd f>'rir tiða
eldsbruna, að eldsábyrgðarfélögin
hafa tapað fé á starfi sími hér á
sl. árum. þau hafa því hækkað á-
byrgðargjöld sín að mun á siðastl.
vetri. Á liðnum árum hafa bvttna-
hlutföllin verið söm í Bandarikjun-
um og Canada ; en á sl. áti tók
Canada langt stökk fram iv-rir
Bandaríkiti í brunatjóni, miðað við
íbúatölu beggja ríkjanna. Hér i
j landi varð skaðinn 30 milíónir, en
svðra 204 milíónir dollars, s.'o að
[ Canada bar fyllan áttunda hluta
i af tapinu, en hefir þó að eins cinn
I tólfta hluta íbúanna.
Til þess að komast að niður-
stöðu um það, hvað bezt sé að
gera til þess að koma í veg ivrir
þetta ógna fjártjón af völdum
i elda, verður nauðsynlegt að íituga
hverjar séu aðalorsakir að uppt.ók-
um eldanna. Undirrót þessa má
telja það, hve hús eru óvandlega
i bygð, úr ódýru efni, svo setn
■ timbri, ónóg lagaákvæði og jieim
í lögum illa framfylgt, sem til tru,
| ocr alment þekkingarleysi eða k.eru-
leysi um að við hafa skynsamlegar
j v'arúðarreglur.
J>að er fróðlegt að íhuga upptök
brunanna í sambandi við framan-
| greindar orsakir. Flestir brunarnir
J á síðasta ári, eins og á fyrri ár-
| um, orsökuðust af eldkveikju í
jstóm og hitunarvélum og.af illa
bvgðum reykháfum. Úf þessum or-
sökum urðu 388 húsbrunar ; marg-
ir þeirra eiga rót að rekja til
| plötujárnsstónna, og fyrir lang-
flesta þeirra hefði hæglega mátt'
i bvggja, með því að setja stórnar
rétt niður og á hyggilega staði í
j herbergjunum, og með því að nota
j almennileg ofnrör og trygga reyk-
i háfa. Og margir eldar orsökuðust
af svo mikilli óvandvirkni í bygg-
ingu húsa og hitaleiðslu um þau,
að rétt hefði cerið, að höfða glæpa
mál móti smiðum húsanna. t iðar-
plankar stóðu innum reykháfana
eða eldstæðin. Húseigendurnir, er
borguðu fyrir smíðið, vissu tkki
annað en alt væri ráðvandlega af
hendi leyst, — þar til hús þetrra
brunnu og þeir urðu að bera <>llan
skaðann af því. Einn dómari í
Montreal fann lækningu við þessu
meini þar í borg með því að dæma
smiðinn til skaðabóta útláta.
Önnur orsök til bessara elda
er til skammar þessu landi . A ár-
inu 1910 höfðu ekki færri cn 270
eldar verið kveiktir af ásettu ráði.
En ekki var komið fram hegnmgu
á hendur fleiri en ellefu ef þeim
glæpaseggjum. Ikveikjan cr gerð
af tveimur ástæðum : Að e:tiu
leytinu til þess, að ná ábyrgðar-
fénu, og að hinu til að hefna sin á
einhverjum andstæðingi. II v ort-
tveggja þetta er all-títt, vcgna
þess, hve slælega er eftir því gtng-
ið, að ná í sökudólgana. Eina ráð-
ið til þess, að koma í veg fvrir
framhald þessa ófagnaðar, er að
setja brunarannsóknarmenn, e.ins
og Manitobastjórnin hefir nú gert,
og er það eina íylkið í Canad-x,
sem það spor hefir stigið. Að eins
ætti sá rannsóknari að hafa vt'ð-
tækara vald, en hann hefir, i lík-
ingu við það, sem hann helir í
sumum fylkjum Bandaríkjantta. —
íkveikjan er orðin að list : ividur
í verksmiðju á Enqlandi var rak-
inn til kattar, sem settur var inn
í verksmiðjuna eftir að tnskur
liöfðu verið vafðar um rófu hans
og í þeim kveikt. 1 British Colum-
bia var kveikt í gullstássbúð til
þess að ná í ábyrgðarféð, af þvi
að gullstáss-starfið borgaði sig
ekki. það kviknaði í búðinni, þeg-
ar báðir eigendur hennar voiu
fjarverandi í öðrum bæ, í 12 mi’na
fjarlægð. það komst upp, að eig-
endurnir höfðu smíðað nokkttrs
konar klukku-gangverk, sem or-
sakaði það, að eldspíta nuddaðist
við sandpappír kl. ljú utn nóttina,
og datt svo, er kviknað vor í
hentti, ofan á tusku, sem vætt
hafði verið í olíu. Til allrar Iiikkn
varð eldsins vart svo timaniega,
að hægt var að ákveða upptök
hans.
Margir halda, að elding.xr séu
ein af aðalorsökum til húsbruna ;
en svo er þó ekki. það urðu 152
eldar af þessari orsök á sl. ári, og
samkvæmt reynslu þeirri, sem
fengin er í Ohio ríki í Bandaríkj-
iinum, hefði mátt koma í veg fyrir
flesta þeirra. Af 883 eldum í því
ríki, af orsökum eldinga, bá vToru
að eins 4 af húsum þeim sem
brunnu btíin út með nútíðar eld-
ingaleiðara (Lightning Rods), og í
einu tilfellinu var sannað, að eld-
ingin hafði komið neðan frá. það
er ennþá nægilegt starf og verzlun
fvrir þrumuleiðara kaupmenrt.
Eldar, sem stafa af gasólín-
sprengingum, eru undantekningar-
laust afleiðing af trassaskap og
glæpsamlegu kæruleysi. Gasólin-
heimskinginn er kominn í beinan
ættlegg frá steinolíu-flóninu. Jafn-
vel þó að gasólín sé sá liættuleg-
asti lögur, sem hægt er að kaupa
án einkaleyfis, er þó sú olía með-
höndluð með svo miklu kæruleysi,
að það eykur daglega tölu ekkna
og munaðarleysingja í landi þossu.
það urðu 108 sprengingar, sem
sýna, að alt of gálauslega er farið
með þennan lög. það þarf ekki
nema eina mörk af gasólíni til
þess að gera 200 teningsfet af all-
sterkum sprengilegi. þetta taka
eldsábyrgðarfélögin til greina á
þann hátt, að gasólín-gerðar félag
eitt í Chicago verður að borga
$27.8.0 ábyrgðargjald fyrir hvert
100 dollars virði í eignum sinum,
og má bó aldrei hafa meira en 44
tunnur af gasólíni í verksmiðju
sinni.
Hundrað þrjátiu og einn eldur
orsakaðist af því, að börn léku
sér að eldspítum. Á þessu bera
! foreldrarnir beina ábyrgð, af því
þeir láta börnin ganga alt uf sjálf-
ala og eftirlitslaus. Einnig urðu
100 eldar frá olíulömpum ; 80 eld-
ar orsökuðust af illa lögðmn raf-
lýsingarvírum, og 70 eldar itrðu af
j því, að kviknaði í eldspítum ; þær
i höfðu verið geymdar þar sem eld-
ur komst að þeim. Yindlastubbar
orsÖkuðu 54 elda, og 44 cldar
| kviknuðu af því, að fatnaður var
. hafður svo nálægt eldstæðum, að
í honum kviknaði. ögætileg með-
ferð á eldspítum er ein af aðalor-
sökum margra húsbruna.
Margir telja, að rafijósaþræðir í
húsum, hversu illa, sem frá þeim
er gengið, orsaki ekki húsbruna.
En í bænum London í Ontario
var það sannað, að af 240 húsum,
sem nákvæmlega voru rannsökuð,
voru ljósþræðir að eins rétt lagðir
| í 16 þeirra. Og á þýzkalandi hefir
það verið fullsannað, að tllur frár
1 gangur á leiðslu Ijósþráða í þús-
. um, er orsök fleiri elda þar heldur
en stafa frá gasólíni og steinolíu.
■ Stjórnin ætti að hafa mann í
j hverlum bæ hér í landi til að líta
nákvæmlega eftir þessu, og
myndu þeir á einum mánuði vinna
fyrir árslaunum sínum. — Sufiiir
leita að gasleka með því, að
kveikja á eldspítu og bera logann
að þar sem ætlað er að iekinn
kunni að vera. Sjö eldar kvikattðu
frá pípum þeirra, sem reyktu í
rúmi sínu, og heimskingjarnir, sem
hafa ætlað sér að glæða eld í hús-
stóm sínum með því að hella olíu
í hann, hafa orsakað 15 húsfiruna.
þessi útdráttur er úr ritgerð
um upptök húsbruna, sem nýlega
stóð í tímaritinu “Trail”, sem gef-
ið er út í Winnipeg, og er tnargt
annað fróðlegt og eftirtektavert í
grein þessari. Meðal annars það,
að tjónið, sem landsbúar bíða
eignalega af húsbrunum, sem flest-
ir orsakast af einskæru kæruleysi
og hugsunarleysi, — sé bó 1 sjálfu
sér að eins lítill hluti þess skaða,
sem þjóðfélagið verði að bola af
eldum þessum, þar sem á :-l. ári
ekki færri en 326 manns mistu líf
sitt í eldunum.
Ein orsök til elda, og sem stjórn
ir landanna ættu að skifta sér af,
er það glæpsamlega kæruleysi
margra foreldra, að skilja börn sin
eftir einsömul í húsum, sem á sl.
ári varð 64 börnum að bana.
Feðurnir voru við vinntt, cn mæð-
urnar ýmist fóru á leikhúsin eða
aðra skemtitúra, eftir að hafa
lokað börn sín inni í húsunum. Á
fyrstu 35 dögum þessa vfirstand-
andi árs hafa 7 ungbörn l.runnið
til bana í Montreal borg, sem lok-
uð voru inni í húsunum meðan
mæðttr þeirra fóru út að skemta
sér við að horfa á hreyfimynda-
sýningar. Mörgum öðrum börnum
varð af nábúum þeirra bjargað
frá bráðum dauða af völdum tlda,
meðan mæðurnar vorti úti að
skemta sér. Lögin ættu xð gera
þess konar vanrækslu að fangelsis-
sök. Og þeir, sem nota olíu til að
glæða elda í stóm sínum, ættu
ekki að ganga lausir, — \itfirr-
ingahælin eru hin réttu heimkynni
fyrir þá.
! þetta ástand má með engu móti
lengur líðast hér í Canada. Sljórn-
ir landsins verða að viðhafa saffl-
tök til þess, að stemma stigu fyr-
ir því voðalega eigna- og líf-
tjóni, sem nú er orðið alt of al-
gengt hér í landi af völdum elda.
Eitt bezta ráðið er, að e.ðrar
stjórnir gangi í fótspor Manitoba-
stjórnarinnar í því, að setja elds-
brunarannsakara, sem hafi það
starf, að rannsaka upptök -,llra
elda í þeim tilgangi, að komast
fyrir um upptök þeirra, og að sjá
til, að þeim seku veröi rækilega
refsað, hvort sem sekt þeirra á
rót sína að rekja til kærulevsis
eða annara orsaka. Starf slíkra
manna hefir reynst ágætlega í
ýmsum af Bandaríkjunum ; en ekk-
ert fylki í Canada hefir ennþá sett
menn í þessa stöðu, nema Mani-
toba fylki, og er þó vald hans
helzt til takmarkað. Eitt af Banda
ríkjunum minkaði húsbruna um
fullan helming árlega með því að
setja bruna-rannsakara. Annað
ríki fékk Í2 menn dæmda í fang-
elsi á fyrsta árinu, sem það hafði
slíkan starfsmann ; og í enn öðru
ríki minkaði upphæð eignatjóns af
eldsvoða á 5 ára tímabili úr 17
milíónum niður í 7 milíónir ; og í
öðru ríki voru fleiri brénnuvargar
dæmdir á einu ári, en á öllum
undangengnum árum til satnans.
í stuttu máli að segja, þá hefir
ei"-natjón í þeim hlutum Banda-
ríkjanna, sem hafa eldsrannsakara,
að eins orðið $1.47 á mann, en var
áður $2.47 á mann.
Sveitafélögin hafa á valdi sinu,
að koma í veg fyrir mikið af brun-
um þeim, sem orðið hafa og verða
með bygginga- og eldvarnar-auka-
lögum, sem þau hafa rétt t.T að
staðfesta og láta framfylgja. Með
viðeigandi lagaákvæðum og til-
sjón með að þeim Væri framfylgt,
mætti hæglega á fyrsta árinu
minka eldsvoðatjón þessa fylkis
ttm helfing, og sérhvert sveitar-
félag myndi fúslega semja slík
aukalög, ef þess væri krafist. það
hefir sýnt sig í öllum Evrópu lönd
um, að mikill hagnaður er við það
að hafa góð eldvarnarlög og láta
framfvlgja þeim. þegar þess er
gætt, að eldsvoðatjón í allri Ame-
ríku er $2.51 á mann að jafnaði,
en í 6 aðal Evrópu löndunum ekki
nema 33 cents á mann, þá ætti
vissulega að t<xka alvarlegt tillit
til þessa mikla skaða hér í 'nndi.
Kldsvoðatapið hér í Winnipeg-borg
víir á síðasta ári yfir $10.00 á
mann að meðaltali, en í atta af
stórborgum Evrópu ekki neltia 48
cents á mann. Að e»ns tvær stór,
borgir, París og London, hófðu
meira tjón á slj ári heldur cn hin
litla Winnipeg-borg. Eldslökkvi-
útgjöld í Ameríktt-borgunum ertt
að meðaltali $1.53 á mafin, en í
Evrópu-borgum að eins 20 cents á
mann.
Kaupið lOc ‘plug’ af
Currency
CHEWING
TOBACCO
OG YERIÐ GLAÐIR.
i' *i
Afnám
Távarðadeildarinnar.
Munið eftir íslendingadeginum
á morgun (2. ágúst).
Frumvarpið um takmörkun neit-
unarvalds lávarðadeildarinnar á
Englandi, setn svo miklum hita
veldur um þessar mundir meðal
hinna brezku stjórnmálamanna, er
eitt hið þýðingarmesta frumvarp,
sem nokkru sinni hefir legið fyrir
hinu brezka þingi, því það fer
hvorki meira né minna en f.*am á,
að gjörbreyta fyrirkomulagi þings-
ins, því fyrirkomulagi, sem ríkt
hefir um aldir. Frumvarpið var í
fyrstu samþykt í neðri malstof-
unni með miklum atkvæðamun og
síðar sent til lávarðadeildarinnar.
Lávarðarnir þorðu ekki að fella
það, en breyttu því í tveim mikil-
vægum atriðum, og sendu svo
neðri málstofunni að nýju. það,
sem lávörðunum var aðallega
þ)Trnir í augum, var það ákvæði
frumvarpsins, að öll fjármálafrum-
vörp skyldtt verða að lögum, án
; þe*s að lávarðadeildin hefði nokk-
uð með þau að fjalla. þetta ])ótti
lávörðunum óþolandi, og hitt þó
I verra, að öll önnur frumvörp
skyldu verða að lögum, þó lá-
j varðadeildin hafnaði þeitn, ef þau
væru samþykt af neðri malstof-
unni á þremur þingum — innan
I tveggja ára Með þessu var satna
sem alt vald tekið frá ’ávarða-
deildinni, ef neðri málstofan skifti
ekki um skoðanir á þessum tveim-
* ur árum. Hefðu lávarðarnir því
! samþykt frumvarpið, hefði það
I verið hið saffla og að fremja sjálfs
1 morð á réttindum sínum. Og hefðu
þeir felt það, bar næstum að sama
brunni. þeir tóku því milliveginn
og breyttu því. En nú hefir As-
quith forsætisráðherra lýst J víyf-
ir, að annaðhvort verði lávarðarn-
ir að samþykkja frumvarpið ó-
breytt, eða breyta því þá svo lít-
illega, að það haldi sínu í oJlum
meginatriðum, — því annars láti
hann konunginn útnefna nógu
I marga nýja lávarða, sem sverji
jfrumvarpmu fylgi sitt, og þannig
láta lávarðana sjálfa samþvkkja
það. Asquith segir, að konungur-
inn hafi lofað að útnefna lávarð-
i ana, hvenær sem þess sé óskxð.
Breytingarnar, sem lávarðornir
gerðu á fsumvarpinu, voru tvær.
Önnur var við þá grein þess, sem
ákvað, að öll fjármálafrumvörp
skyldu vera lávarðadeildinui óvið-
j komandi. Breytingartillagan var
þess efnis, aÖ ncfnd úr báðum
þingdeildum skyldi úrskurða, hvað
jværi fjármálafrumvörp ug hvað
j ekki. I stjórnarfrumvarpinu var
forseta neðri málstofunnar cinum
falið úrskurðarvaldið, hvað það
j snerti ; en það þykir lávöro'unum
| ónóg, því að því nær öll frumvörp
imegi gera að fjármálafrumvörp-
Jum, með því að hnýta við þau
jklausu, er dræpi á fjármál xð ein-
j hverju leyti. En sé aftur á móti
skipuð nefnd úr báðum þingaeild-
um með úrskttrðarvald í þessu
efni, þá sé vissa fyrir því, að þau
frumvörp að éins »éu kölluð fjár-
málafritmvörp, sem það eru í raun
réttri. En stjórnin er þessum
breytingum mótfallin, vegna þess
að hún óttast að lávarðxdeil’din
mundi bera þar betur úr býtum.
þess vegna neitar Asquith að sinna
nokkurri breytingu, sem ekki
tryggi að minsta kosti neðri tnál-
i stofunni töglin og hagldiruar í
! nefndinni.
Öllu meiri hita hefir þó hin
breyting lávarðanna valdið. Fer
hún fram á það, að ýms málefnt
séu undanskilin þeirri ákvörðun
frumvarpsins, að frumvarp, sem
j lávarðadeildin hafnar, verði að
lögum, ef neðri málstofan sam-
þykki það þrisvar. Málefni þau,
{ sem lávarðarnir vilja hafa uadan-
skilin, eru þau, sem varða stjórn-
arskipun landsins ; svo sem frum-
vörp um sérstök löggjafarþing fyr-
ir írland, Skotland, Wales og Eng-
land ; og ennfremur þau málefni,
sem liggja fyrir hinni sameiginlegu
nefnd, sem fyrri breytingin fór
fram á að skipuð yrði, — mál,
sem eru svo þýðingarmikil, að lá-
varðarnir álíti að bera skuli undir
atkvæði þjóðarinnar. Ennfremur
ákve?5ur breytingin, að ósamkomu-
lag milli þingdeildanna skuli út-
kljáð af sameiginlegri nefnd úr
jbáðum deildunum.
það er sérstaklega eitt, sem
breytingartillagan síðari ótéíræð-
lega vill koma í veg fyrir, og það
j er, að írar fái heimastjórn. Jtað
er öllttm kunnugt, að lávarðadeild-
in hefir ávalt verið andvíg heima-
: stjórnarfrumvarpi íra, og er það
, engu minna nú. En því er nú svo
varið, að Asquith-stjórnin stvðst
við fvlgi íra í þinginu og gæti ekki
án þess staðið ; og að launum fyr-
ir það fvlgi hefir írum verið tnarg-
jlofað heimastjórn. Jtað er vegna
jþessara loforða, að írsku þing-
mennirnir hafa greitt atkvæði með
fjárlagafrumvörpum Lloyd George,
þrátt fyrir það, þó þau hafi verið
þeim í fylsta máta ógeðfeld. En
þeir hafa marg-lýst því vfir, að
þeir ofruðu bæði sál og sannfæring
fyrir heimastjórn írlands.
Hver endirinn á baráttuuni við
lávarðana verður, er auðsætt, —
stjórnin ber þar sigur af hólmi.
J>að eina óvissa er, hvort lávarð*
arnir láti sjálfir undan sígai eða
hvort Asquith verður að fá kon-
unginn til að hefja nokkurar tvlft-
ir attðmanna upp í lávarðartign-
ina. — Annaðhvort þetta vt-rður
að ske.
En hvað sem því viðvíkur, þá
má segja, að dagar lávarðadeildar-
innar séu taldir, því þó hún standi
að nafninu til, þá verður t ún að
!eins skuggi af því sem áður var :
jVald hennar farið, — en nafnið
einkisvirði.
KENNARI
getur fengið atvinnu við Minerva-
skóla No. 1045 í 7 mánuði, frá 1.;
október til 30. apríl 1912. Ttlboð,
sem tiltaki mentastig, æfingu og
kaup, sem óskað er eftir, sendist
til undirritaðs fyrir 1. sept. 1911.
S. EINARSSON,
Sec’y-Treas.
Gimli, Man.> Öox 331..
K e: 3*T ivara
vantar fyrir A idir skóla No. 1460,
í 31^ mánuð frá 1. september til
15. desember þ. á. Tilboðum, er
tiltaki mentastig og kaup, verður
veitt móttaka af undirrituðum til
19. ágúst næstkomandi.
Vidir, P.O., Man., 24. júlí 1911.
JÖN SIGURÐSSON,
Sec’y-Treas.