Heimskringla - 20.06.1912, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.06.1912, Blaðsíða 5
LEIÐRÉTTING. Sxi prentvilla varö í jjrein Járn- perðar Sijrurðsson, að AVinnipeg Beach, í síðasta blaði, að talin eru 23 gjaíadagsverk, og jafnvel fleiri, en átti að v,era 2—3 dags- verk og jafnvel fleiri. Lesendur gæti þessa. TIL LEIGU. Stórt og vandað framherbergi, með eða án húsgagna, fæst til leigu að 677 Maryland St. STÚLKU VANTAR út á land. Gott tækifæri fyrir stúlku, sem vantar heilnæmt vatnaloft ; má hafa með sér barn. Upplýsingar fást að 393 Beverly Street. ELDAVÉL TIL SÖLU lítið brúkuð, að 670 Alverstone st. FŒÐI OG HÚSNŒÐI. selur Mrs. A. Arngrímsson, 640 Burnell Street, með vægu verði. Ice Cceani AidnJ, sætind?, svalardrykki, vinda ok vindlintfa.bezt f r í bnr^inni-einnÍJt móltíöir seldar. OpiO ó sunnudÖKum JOE TETI, aldinasali. 577 SARGENT AVE. WINNIPEG SÉRSTAKT TILBOÐ til þess að gera Islending- X uni kunnar vörur vorar. X Hver sá sem færir okkur þessa auglýsingu fær 5 pund blikk kns^a af keffi, sem kostar 40c pundið, fyrir $l .50. Vór gerum alla ánægða City Tea & Coffee Company 624 Ellice, Cor. Maryland Talsímí Sherb. 436 EF þAÐ KKMUR FRÁ B.J.WRAY M ATVÖRUSALA. þA ER þAD GOTT. iðskifti íslendinga óskast. BÚÐIN Á HORNI íotre Dame & Home Talsími : Garry 3235. Winnipeg-sýningin. Nú er verið í óða önn að undir- bíía hina árlegu iðnaöarsýningu, ‘‘Canadian Industrial E.xhibition”, hér í borginni, sem haldin verður dagana frá 10. til 20. júlí, að báð- um dögum meðtöldum. Útbúnað- ur allur og fyrirætlanir gefa vissu fyrir, að sýningin í ár ber af öll- um áðurhöldnum sýningum hér,— og má því vænta, að aðsókn verði mjög mikil. Merkast við sýningxxna í ár er, að hún verður aðalhátíð til minn- ingar um landnám Selkirk lávarð- ar og manna hans, sem eins og kunnugt er, var upphaf til land- náms og bvggingar Vestur-Canada — og á sýningunni verður sýnd saga og framfarir Winnipeg-borgar frá upphafi vegar fram á þennan dag. Annað markverðasta við sýning- una verður, að hún verður opnuð af Canada landsstjóranum, Ilans Ilátign hertoganum af Connaught. Er það í fyrsta sinn, sem Winni- peg hlotnast sá heiður, að fá heimsókn hans ; auk þess sem frú hans og dóttir, prinsessa Patrica, verða í fylgd með honum, ásamt mörgu stórmenni öðru. Má vænta að mörgum manninum veröi for- vitni að sjá konungsfólkið, því slíkir gestir eru sjaldséðir hér um slóðir. þriðja merkilegast við sýning- una verða flugmennirnir. þeir verða tveir, sem nxi sýna list sína, og báðir nafnkendir flugmenn. 1 fvrra var Frank Coffyn flugmaður aðal-aðdráttaraflið að sýningunni, og tókst honxxm, sem kunnugt er, mæta vel. þeir, sem nú ætla að þreyta Axig, eru Bandaríkjamaður- inn Jimmie Ward, sem frægð mikla lilaxit í kappfluginu í Grand Park við Chicago í fyrra ; lxann er tal- inn með allra hugdjörfustu flug- mönnum Bandaríkjanrta. Ilinn flugmaðurinn er franskxxr og heitir George Mestach ; hefir hann unnið sér frægð mikla í Suður-Banda- ríkjumiim og víðar fyrir þol og á- ræði. Hjann var fvrstur manna að fl.jxiga kringum Quebec borg, og núna fvrir fáum vikxxm vann hann það (læmafáá þrekvirki, að fljúga umhVerfis New Orleans, fullar hundrað mílnr i þrumustormi og óveðri, og þótti það meistaralega gert. þessa tvo frægix flugmenn fá mi sýningargestirnir að sjá á degi hverjum meðan sýningin stendur yfir. Ward flýgur í ‘‘Curtis biplane’ og Mestach í ‘‘Borel-Maraine mon- oplane”, sem erxx gagnólíkar hver annari, o,g jafnframt frábrugðnar flxxgvél þeirri, sem Frank Coffyn flaxxg í í fyrra. Kappreiðar fara fram á sýnitig- xxnni, bæði á hestum og bifreiðum, einnig á miótorhjólxim, og verða há verðlaun veitt vinnendum. En auk þessa verða nú sem áð- ur sýndar allar afurðir og iðnaður Vestur-Canada, og til þess er sýn- ingin aðallega. Má þar sjá margt fagurt og girnilegt, bæði frá mannahöndum og náttúrunnar. —• Menn og> konur sýna listaverk sín og heimilisiðnað ; kaupmenn sýna vörur sinar og bændur afurðir sín- ar og úrvalsgripi. Verða verðlaun veitt fyrir allar tegundir iðnaðar °g gfipa og annara afurða, sem beztar eru. Margvislegar og fjölbreyttar skemtanir fara og fram á sýning- unni. Verða þar meðal annars her- HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. JÚNÍ 1912. 5. BLS4 ii'fingar xmdir eftirliti hertogans. þar verða og frægir listamenn,sem sýna bæði íþróttir og leiki. Sér- staklega er vert, að geta um hinn fræga Besse’s hornleikaraflokk, sem er viðurkendur að vera ein- hver s,á allra bezti á Bretlandi, og hefir verið kvaddur til að spila fyrir brezkxx konungshjónin og að launum hlotið nafnbótina ‘‘hinn konunglegi Besse’s hornleikaflokk- ur”. Listamenn þessir koma beina leið frá Englandi til að láta sýn- ingargestina heyra til sín. Af þessu, sem hér er drepið á, geta menn fengið dálitla hugmynd um mikilfengi sýningarinnar. Enda mun það engum efa bundið, að önnur eins sýning hefir aldrei áður verið haldin í Canada, sem þessi verður. Landar viðsvegar að ættu að koma á sýninguna, því auk skemt- ananna er þar margt og mikið, sem læra má af og nauðsynlegt er að vita. Heimskringla ráðleggur löndum heilt, }>egar liún hvetur þá til að fjölmenna á þessa árssýn- ingu í Winnipeg. Le Pas. þangað seinna í sumar, en ekki til fiskiveiða. Ég sé ekki nauðsynlegt, að svara fleirum spurningum enn þessum. Kr. Ásg. Benediktsson. þeg.ar ég skrifaði greinina um Le Pas gerði ég það að eins í þeim tilgangi, að v.ekja athygli ís- lendinga á þeim stað. Ég skoða skyldxt hvers góðs drengs, er fylg- ix framfara og umbreytinga öldum tímans, að benda mönnum á nýja, arðsama framtíðarstaði, þá blöð- in hirða ekki um þess háttar um- ræðuefni. Af því nokkurir hafa skrifað mér o,g spurt eftir ýmsu viðvikjandi Le Pas, þá bið ég Heimskringlu að flytja þeim þessi svör : 1. Ég er ekki umboðsmaður fyr- it' nokkxirn mann né félag í Le Pas ; hefi xitvegað mér þekkingu bar á eigin spýtur. 2. Leiðin frá Winnipeg til Le Pas er 412 mílur, fargjald $12.40. Lestina má taka í Winnipeg, Por- tage la Prairie, Dauphin, Swan River og Whachee, eða á milli- stöðvum. það er líka hægt að fara frá Selkirk með gufuskipi Stepháns Sigurðssonar norður á Grand Rapids. þaðan erxi xim 100 hundrað mílux vestur til I.e Pas, eftir Saskatchewan ánni. Axtðvit- að verður maður að fara 10—12 mílur, upp fvrir strengina, þangað sem gufubátar fást að vestan. 3. ' Ef rnenn fara þessa síðari leið, þá fara þeir eftir endilöngti Ceder vatninu, sem Sashatchewan áin fellur í 23 mílur austan við Le Pas. en út tir þvi aftur 16 mílur vestan við Grand Rapids. Ceder vatnið og Moose vatnið, skamt norðan við hið fyrnefnda, eru lang stærstu vötnin austanvert við Iæ Pas. Sikeram vatnið er vestan- vert við Le Pas, og rétt innan við nýju fvlkislínuna. Aftur eru vötn vestar og norður frá læ Pas í Sas- katcliewati fylkinu. Stærst og mest er Cumlxerland vatnið. Ég veit ekki betur enn að vetrarveiði sé stunduð í öllum þessum vötn- um, og fleiri, sem hér eru ekki talin. É.g man ekki nafnið á fiski- veiða eftirlitsmanninum, en það hlýtur að vera létt verk að hitta hann, þá þar kemur. 4. The Armstrong Trading Co. kaxipir vetrarfisk og selur veiðar- færi. Ég veit ekki enn þá af öðru fiskifélagi þar. 5. það getur skeð, að ég skreppi íslendingadagurinn. Nefndin í ár ætlar ekki að liggja á liði sínu, að 2. ágúst verði sem allra skemtilegastur og íslenzk- astur. Hátíðin verðxir haldin í River I Park, sem er án efa eini staðxir- j mn, sem er vxðunanlegur. þar er | staður fyrir allar mögulegar í- þróttir, og það er eini staðurinn, i sem hægt er að hafa kappsund.— I þeir hcrrar A. Kristjánsson og Fr. Kristjánsson ætla að gefa $10.00 í peningum fyrir 1. verðlaun fyrir | sund, auk bikarsins, er þeir gáfu fyrir tveimur árum síðan, og sem | sá fær, er bezt reynist. Auk þess gefur nefndin 2—3 verðlaxxn fyrir ' sund, og öll góð. — Ungir menn, æfið ykkxir sem bezt í þessari n^iiÍTsynlegxi og fögrxi íþrótt fyrir 2. ágxist, og munið þetta : Allir, sem taka vilja þátt í sundinu, veröa að !áta mig vita fyrir t u t t u g a s\ a j ú 1 í (20. júlí). — Gott væri að menn vildu æfa sig í íslenzkri glímu fyrir daginn, og láta mig vita fyrir sama dag. Lík verðlaun og að xindanförnxt verða gefin fyrir hlaup og stökk, fvrir yngri og eldri, konur og karla. — Bezta danssalinn í River Park liöfum við leigt. Ræðumenn og skáld fyrir hin ýmsu minni munum við gera okk- ur far um að velja sem bezt, og ckki horfa i kostnað, þó við verð- um að sækja þá langt að. Nöfn þeirra atiglýsum við eins fljótt og hægt er. Meira næst. R. TH. NEWLAND, ritari nefndarinnar. Heimili : Roblin Hotel. Offiee : 310 Mclntyre Blk. Fleiri orð frá Edmonton Einhver glámskygn náungi, — eða maðtir, sem lætur sér í léttu rximi liggja, hvaða sannleiksgildi orð hans hafa —, hefir rutt sér fram á ritvöllinn í Lögbergi 6. þ. m. með fréttapistil frá Edmon- ton. 1 þeim tilgangi, að efna lof- orð við ritstjóra j>ess blaðs, sezt liann niðxir og lýgxir hann fullan. Bvrjar hann ritsmíði sitt með leiðinda-væli miklu xim, hvað sér lítist illa á sig hér í Edmonton, og hvað sig langi til að losna héðati. — Slíkt og þvílíkt! því fer hann þá ekki, mannskepnan, eitt- hvað burtu ? Ekki munu þeir Ed- monton-Islendingar, sem ég þekki hér, kveljast mikið af söknuði við burtför þess manns — sem þeir vita engin deili á, og sem — eftir lians eigin orðtim að dæma — heldur sig á þeim stöðum, þar sem hann ‘‘sér mest af” fólki með margvislega litu hörundi og öllu ‘^nauðaljótu”! Næst byrjar hann svo að lýsa bænum, eftir því, sem hann ke xtr h'onum fvrir axtjtu- Nokkurnvegin rétt er lvsing hans á bæjarstæð- inu. En lítið er hann snortinn af fegurð þess, sem þó er mjög mikii, áð dómi allra óhlxitdrægra og Jð i 1 Aí v // Fimm kostaboð á brúkuðum Pianos Hvert þeirra liefir fenjíið ágæta viðgerð og [>vf í bezta standi, og endast firum saman Henry Ward......$ 65.00 Frencli Boudior..115.00 Macon & Riseli...165.00 Bell.............220 00 Ntí\v Scale Willinme . .350.00 Fáein göð Orgel frá $25, upp. VÆGIR SKILMÁLAR Fdison Phonogrnphs, Victor Gramophones. CR0SS, G0ULDING & SKINNER 323 Portage Ave. -.1 vandaðra manna, er kunna að meta slíkt. — En það er þegar hann fer að tala um aðalstrætið, að sannleikurinn hjá honum fer al- veg í gönxir og hann missir alveg taum á orðum sínum. þar segir hann að öllu ægi saman, ‘‘hesthus- um, járnsmiðjum og öllum skoll- anmn". Verö ég að segja, að sliht er hauga-uppspuni. Ég er búinu að vera hér rúmar 6 vikur, og hefi oftsinnis farið eftir aðalstræti þessa bæjar endilöngu og ekki séð þ a r eitt einasta h e s t h ú s e ð a j á r n s m i ð j u. Hvað hann á við með ‘“öllu.m skollanum”, veit ég ei, — en sé það það, sem orð hans helzt benda til, og ef hann veit af slíku hér á aðal- strætinu, er skylda lians að gera lögreglunni hér aðvart, því hér er slíkt stranglega hannað með lög- um, — þó það sé liðið í mörgum öðrum bæjum og það, til skamms tima, í Winnipeg. Svo hefir hann harlóms-söng mikinn tim hvað dýrt sé að lifa hér. Tiltekur liann þá fylsta verð hér á ýmsum matvörum. — Svo óhvgjrinn er hann og fyrirhyggju- lítill, að hann kaupir eitt brauð og borgar 10 cents fyrir, þó hon- tipi bjóðist hér allstaðar 4 brauð fvrir 25 cents! — Frekar ætla ég svo ekki að skifta mér af mat- vörukaups-bralli hans. Kn hvi segir hann ekki frá, að kaup hér er hlutfallslega hærra en þar, sem vörur erxx ódýrari. 1 Winnipeg vissi ég algenga verka- menn hafa frá ‘ 20—30 cents á kl.- tímann. Ilér hafa menn, sem að sömu vinnu ganga, 30—35 cents á tímann, og mörg dæmi þeir fái hærra kaup. Sama er um iðnaðar- menn að segja. Er ég var í Winni- peg, var kaup smiða og málara frá 40—45 cents á timanu. Hér hafa þeir frá 50—60 cents á tím- ann. Eftir veru mina hér hefi ég ekk- ert annað en gott af Edmonton- bæ að segja. Fæ ég heldur ei ann- að séð, en hann eigi glæsilegar framtiðarhorfur. Ilver, sem fyrir sig getur komið góðum fótum hér, er hér fult eins vel settur og í nokkrum öðrum bæ þessa lands. Frá því að vera örlítið þorp með fáttm bjálkahtxsum, er þessi bær nú höfuðstaður Alberta fylkis og að stærðinni til hinn fönguleg- íisti, — þegar miðað er við tímann siðan fraxnfarir hófust hér. Ilér getur að líta margar fagrar og reisulegar stórhvggingar og, mann- virki mikil. Vil ég að eins benda á hrú þá hina miklxx, sem nú er hér i smtöum vfir Saskatchewan ána og dalverpin beggja megin við' hana. Er hún reist frá lvkka til bakka, bótt hátt sé (high-level) o<r er eitthvert stærsta mannvirki þeirrar tegundar, sem til er í landi þessu. — Ilefi ég ekki ri'im til að lvsa henni frekar. Læt ég svo staðar numið f þetta sinni. — Finni “M” þessi hvöt hjá sér, aS spilla fyrir og ranghverfa Ed.monton í annnð sinn éo- ekki and.mæda Tionum neitt frekar í hlöðumim, -en leita hann uppi og revna að lokka hann inn á meðíd “hvitra" manna hér, og svna hotoim badnn eins og hann i raiin o,r vern ,er. Má vera hontim snúist þá ögn hugiir. B. S. A. Sagan af Naton persneska 17 ‘Mundir þú nú þekkja dóttur þína’, mælti Naton, ‘ef þú sæir hana lifs?’ Drotninir mælti : ‘Svo oft hefir ásýnd bennar sveimað mér fvrir hugskotssjónum, að hún er mér enn eigi með öllti gley,md’. — Náton gengur þá und- an horðum og kallar Salander á tal við sig, og mælti : ‘Tak með þér tíu af mönnum okkar, gakk síðan f horgina og kaup dýrmætan kvenskrúða, og fær hann Signý. Seg henni að klæðast homim og ganga svo í höllina’. Salander kvaðst það Rera skyldi. Naton gengur aftur undir borð ; líður nú fram undir kveld, og drekka menn glaðir í höllinni. ij>ví næst kemur Salander og leiðir kvenmann við hönd sér. Kongur og drotning þekkja þar Elínu dóttur sína. Standa þau upp úr sætum s'num og falla úm háls henni, en straumar gleðitára falla af augum þeirra, og máttu þau lengi engu orði upp koma. Naton mælti : ‘Ef þetta er ykkar dóttir, þá mun hún bezt geta frætt vkkur á, hver ég er’. ‘Elín mælti þá : ‘þessi er minn sonur, en Sóar, konungur í Persíu, er hans sannur faðir’. — Varð nx'x meiri g’eði, en frá megi segja. — Innir Elín nú öllttm það, sem yfir hana hafði drifið, og hversxt hún hafði í tuttugu ár dvalið hjá Njóti bónda, og konu hans Gerði. Undruðust aillir þessa sögu, og þótti mikils tim v.ert. Naton mælti : ‘Nú vil ég, kongur, að þú sjáir ráð fyrir oss, — hvort vér skulum halda til Persíu, eða annað upp taka. því eig.i er mér geðfelt, að missa ríkis þess, sem ég er arfhorinn til’. Konungur svarar : Vist skulum vér til Persíu halda, og það sem hraðast, meðan kongur er liðfár í landi’. Er m'x búist til ferðar, og á þriðja degi kveðja þeir drotningu, stíga á skip og> l,eg|rja í haf. Var Elín drotning í £er5 með þeim, þar með Njótur I i r • I 18 Sögusafn Heimskrin.glti ov Gerður. Se.gir eigi af ferðum þeirra £yr en þeir koma til Persfu. 7>á mælti Gylva kongxxr : Nxi mun Sóar kongxxr hjóða mér til hallar, og mun ég heim fara með eitt htindrað manna. En þá við eru.m seztir að drvkkju, skuluð þið koma með allan herinn og slá hring um liöllina’. — þetta var fastráðið. þegar Sóar konungur fregnar komu Gylva kon- ungs, sendir hann menn á hans fund, og hýður hon- um að þijTgjb dvra veizlu. Konungur velur hundr- að manns sér til fvlgdar og íer með sendimönnum heim til haflar. Sóar konungur fagnar honum vel, og setur hann hjá sér í hásætið. Er þar gerð á- gæt veizla. En sem þeir höfðxi drukkið um hríð, fara þeir að heivra ha.rk mikið og vopnabrak. þá sjá þeir, að höllin er öll umkringd af vopnuðum mönnum, oo- því næst æða inn í höllina tveir ridd- arar með fjölda liðs. þá mælti Gylva konungur : ‘Nxi eru þér, Sóar konungur, tveir kostir fyrir höndnm : Sá fyrst, að vér hindum þig ; hinn annar, að þú látir okkur fram fara það vér viljum’. Sóar mælti : ‘Svo er nú þrengt kostum vorum, að þér mundtið verða einir að ráðum’. Gvlvi kontingtir býður þá að handtaka Mölvu drotning'i og setja í fjötur. Og sem það er húið, mælti konungur til hennar : ‘Nú er þitt, að segja hið sanna um Elínu drotn- ingu, eða þú skalt kvalin verða með sárum og pint- ingum, og síðan drepin háðxilegum dauða’. Verður Malva þá svo hrædd, að hún segir alt hið sanna um lygi sína og lastyrði gagnvgrt Elínu drotningu. En þá er Sóar kontxngur heyrir það, veröur hann svo hryggur og reiður, að hann hýður sem fljótast að drepa kvenfýlu þessa. — Sagus, son- ur hans, fellur ,þá á kné fyrir Naton, timfaðmar fæt- ur h'ans og mælti : Sagan af Naton persneska 39 i Kæri bróðir! Vægðu móður minni, sökum manndóms þins og gæzku’. Naton svarar : *þér Ferst sem góðum dreng sæmir. En móðir mín skal .eiga allan dóm í henn- ar máli’. þá er sent eftir Elínu dretnimgu. En þá er hún kemur í höllina og Sóar konungur litur hana, þá stendur hann upp og fellur um háls hennar, og hiður hana grátandi, að fv'rirgefa sér trúgirni sína og bráðræði. Og kvaðst hann aldrei skyldi framar á móti henni gera, meðan hann lifði. Drotning kvaðst ánægð v.era, fvrst hið sanna væri á daginn komið. ‘En það kann ég þér að .segja’, sagði híin, ‘að þessi maður, Naton að nafni, er minn son, og ert þú hans faðir, því ég hefi engan karlmann þýðst um æfi mína utan þig einan’. Konungur varð við orð þessi yfrið glaður, tók Naton í faðm sér oj^ kvsti hann. Kvað sér sæmd i, að eiga slíkan mann fyrir son. IN. KAFLI. Nú kemur að þvi, er Elín drotning á að segja txpp dóm yfir Mialvu drotníngtrj Hún mælti : ‘Fyrir það, að Malva forlaug mig og saklausan mann við konunginn, svo hann fyrir það vildi slökkva þriggja manna líf, skal hana blinda á öðrtt aiijra svo hún hafi nokkra minningu sinna ill- gjörða. En fýrir það, að htin í tíma lét mig vita ásetning konungsins og réði mér að flýja, svo líf mitt og sonar míns var fyrir það frelsað, skal hún landgöngu. Naton kallar með sér sex manna og 20 * Söj> safn Hejjmskringlu lífi halda, og vera sæmilega haldin til dauðadags’. Allir dáðust að mildi drotningar og samþvktu hennar úrskurð. Var nú svo gert við Malvxx, sem drotning sagði fýrir, og er Malva hér úr sögunni. Eftir þetta lætur komingxir gera fagnaðarát mik- ið og drykkju, vegna heimkomu drotningar og son- ar síns. Og að henni lokinni talar hann til Gvlva konungs og a!lra höfðingja : ‘Með því ég tek að eldast og þar með handsneiddur, er ég illa fær landi að stjórna, eður það að verja. Vil ég því, að Nat- on son minn taki hér v.ið ríki og landsstjórn allri’. Naton svarar : ‘Kg er enn tmgur og ekki fær t 1 ríki að stjórna, og mun ég emn halda í hernað með Salander, félaga mínum. Vil ég að Njótur fóstri minn fái jarldóm hér i landi, o<r sé hann með þér til landgæslii. Kn Sagus skal fylgja Gylva kongi til Sýrlands og vera til landvarnar þar í ríki Ég sjálfur mun fvlgja Salander til Cappadosíu og efla hann þar til rikis, ef með þarf’. Allir untu liontim ráða, og var öllu svo tilhag- að, sem hann fvrirskipaði.— Búast nú Gylva kongur °g Sagxts til heimferðar. Kvöddu þeir kong og drotningu og alla aðra, héldu svo heim t l Sýrlands og settust þar xtm kxrt. J>á bxiast þeir Naton og Salander úr landi með tólf skip og 5,000 manna, létu síðan i lxaf og fengu óskaleiði i fjóra daga. En á fimta degi laust vfir þá þoku og dimmviðri. H’élst það í marga daga, svo þeir urðu viltir og vissu eigi, hvert halda ætti. Loks hófst þokan af. Voru þeir þá komnir undir land eitt. — þá mælti Naton : ‘Ilér munum vér að landi leggja, ef vér gætum fregnað, hvert vér er- um komnir’. — Sjá þeir fvrir sér vog einn og leggja inn á hann ; kasta þeir siðan akkerum og búast til biður Salander gæta skipa. Ganga þeir á land ; en er þeir höfðu gengið um liríð, verður fyrir þeirn t

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.