Heimskringla - 20.06.1912, Side 6

Heimskringla - 20.06.1912, Side 6
€. BLS. WINNIPEG, 20. JÚNl 1912. ■ ■ i ' ■■■ ----- HEIMSKRIH GL A MARKET HOTEL 146 Princess St. A móti BQarkaOQQm P. O’CONNELL. etgandf. WINNIPEQ Bezta vlofÖDg viodlar og aóhlyoDÍQg góó. Islenzkur veitÍDgama&nr P. S. AodersoD, leiöbeÍDÍr lsleodÍDgQm. JIMMY'S HOTEL BEZTD VÍN OQ VINDLAR. VÍNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINQDR. : : : : : Jamos Thorpo, Eigandl Woodbine Hotel 466 MAIN ST. 8t»rsta Billiard Hall 1 NorövestnrlandinD Tlu Pool-borö.—Alskooar vfuog viodlar Qlstlng og fieÖI: $1.00 á dag og þar yfir Lennun & llebo Eigeodar. Landskjálftarnir. Að minsta kosti 30 bæir hrundir. Eins Ojr lesendum Isafoldar er kunnugt, lögöum við séra ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur af stað austur á landskjálftasvæðið í síð- ustu viku. — Við komum heim aftur í gærkveldi. Við ^átum ekki, eins og öllum hlýtur að skiljast, komið á alla landskjálftabæina. En við höfum fengið fulla vissu um það, að 30 bæir að minsta kosti eru sumpart gjörhrundir, sumpart með öllu ó- bygfilegir, þó að eitthvað af þeim hangi enn uppi, á efri hluta svæð- isins vestan frá þjórsá og austur undir vesturhluta Eyjafjalla. Auk þess eru stórkostlégar skemdir á bæjum og útihúsum, þar sem hrunið er ekki algert. I Hafíð þör húsgögn.til söln r1 The Starlight Furniture Co. borgar hæsta verð. 593—595 Notre Dame Ave. Sími Garry 3884 A. H. NOYES KJÖTSALI 'V Cor, Sargcnt & Beverley Nýj’ar og tilreiddar hjöt teaundir fiskur,'fuglar og pylsur o.fl. SIMI SHERB. 2272 13-12-12 ) Fæði og húsnœði |j - ;-lur- • lí Mrs. J0HANNS0N, j J 794 Victor St. Winnipeg j JJ 0 |Sáí/ 0 ÉG HREINSA FÖT I Holtum. Fyrsti hrunbærinn, sem við séra ólafur Ólafsson komum að, er Brekkur í Holtum. þar er tvíbýli. Hjá öðrum bóndanum hafði fall- iö eldhús, fjós, smiðja og tveir kjallarar voru stórskemdir. íffls útihús, önnur en.þau, er þegar eru nefnd, voru mikig biluð. Hjá hinum bóndanum hafði hrunið eldhús, bæjardyr, skemma Og- fjós. Fleiri útihús biluð. Annar bóndinn mat það efni, sem hann yrði að kaupa, á 400 kr. minst, hinn á 250 kr. Við það bæt- ist flutningskostnaður og vinna við að koma húsunum upp. Annars höfðu menu enga áætlun gert um tjónið, enda höfðu menn víða óljósa hugmynd um, hve miklar bilanirnar væru, þar sem húsin höfðu ekki alveg fállið. þá héldum við upp eftir Holtun- um austanverðum, og komum fyrst að Árbæjarhjáleigu. þar voru fallin búr, eldhús, bæjargöng og fjós, og mörg eða flest útihús skemd. og pressa og geri sem ný og fyrir miklu lægra verð, en nokkur annar i borg- iuni. Eg ábyrgi^t að vanda verkið, svo að ekki geri aðrir betur. Viðskifta yður óskast. a GUÐBJÖRG PATRICK, 757 llome Street, WINNIPEG 3 j Legsteinar 1 A. L. MaclNTYRE selur alskyns legsteina og mynnistöflur og legstaða grindur. Kostnaðar ftætlanir gerðar um innanhús t'glu- skraut Sérstakt athygii veitt utan- héraðs pöntunum. A. L. HacINTYRE 231 Notre Dame Ave. WINNIPEQ PHONE MAIN 4422 6-12-12 Á Árbæ hafði fjósið bilað og kirkjugrunnurinn skemst. þá vorum við komnir á austur- enda Holtanna. En sagnir höfðum við af tveimur bæjum í þeim hreppi, í Marteinstungu, Götu og Bjálmholti. Bóndinn í Bjálmholti sagði okkur sjálfur, að hjá sér væru öll hús að mestu fallin, — nema baðstofan. í Götu væru líka talsverðar skemdir. Jafnframt fengum við fregnir af því, að víða væru í þeim hreppi hús biluð, þótt ekki væru mjög tnikil brögð að því. Á Landi. Snjallsteinshöfðahjáleiga var næsti bærinn á leið okkar. Konan sat þar inni í óþiljuðum skála út iir bæjardyrum með börnitr, og var döpur í bragði. Jtangað voru rúm- in komin, enda hvergi kostur á að vera annarstaðar í bænu . flg átti tal við konuna stundarkorn. Hún hafði verið ein inni í bað- stofunni með 18 ára stúlku og 5 börn, tvibura á 2. ári, þriðja barnið á 3. ári, hin eitthvað eldri, þegar kippurinn kom. Maðurinn var að heiman við sjóróðra, en kom heim kveldinu áður en við komum, fjórum sólarhringum eftir landskjálftann. J>ær þorðu ekki út úr baðstofunni meðan á hræring- unni stóð, af því aö lætin voru svo mikil í göngunum. J>egar kipp- urinn var um garð genginn, fóru þær út og sáu, að fjósið var hrun- iö ofan á kýrnar. Konan bjóst við þeim dauðum, en ekki hafði meira að orðið, en að ein kýrin hafði rif- brotnað og særst nokkuru meira, hella dottið ofan á hana. Konan varð að flytja sig úr baðstofunni í þennan skála, þó að baðstofan héngi uppi, því að þar var lífs- liætta að vera, og enn hættulegra að fara um göngin. Eld hafði hún úti í smiðju, því að hvergi var unt að vera með hann í bænum, og samt var alt annað en hættu- laust að vera í smiðjunni. Kýrnar voru hafðar í stórskemdu lamb- húsi. Konan kvaðst vera afar- lirædd, einkum fyrir þá sök, að hræringar héldu áfram næstum daglega. Og þjáningarsvipurinn á andliti hennar leyndi sér ekki held- ur. Öll hús á þessum bæ, þau sem •uppi hanga, eru svo skemd, að J>au verður að rífa, nema ef vera kj nni skálinn, sem fólkið hefst við í. Hjónin eru sögð bláfátæk. Næstur var Snjallsteinshöfði. — J>ar var með ölfu fallin heyhlaða fyrir 600 hesta, fjós og fjögur hest- hús. En öll bæjar- og utanbæjar- hús eru meira og minná skemd, og mörg liggja við falli. Vafamál, hvort fresta má til næsta vors, að taka allan bæinn. J>ar eru efna- menn og dugnaðarmenn miklir, — tveir bræður. J>eir kvörtuðu ekki undan eignatjóninu, og er það þó afarmikið. Hitt var þeim ekki llóst, hvernig þeir og aðrir, sem í þessu hafa lent, eiga að fá vinnu- kraít til þess að koma öllu því í verk, sem nú er fyrir hendi. þá héldum við upp að Austvaðs holti til Ólafs hreppstjóra Jóns- sonar. Ekkert hús var fallið. En smiðja og skemma voru stórbilað- ar, grunnurinn skektur undir íbúð- arhúsinu, heyhlaða gengin úr grein- um og ílest hús að einhverju leyti biluð. Eftir dálitla viðdvöl þar héldum við upp að Hyammi til Eyjólfs Guðmundssonar hreppsnefndarodd- vita. þar er tvíbý'i og tvö timb- urhús. Ekki höfðu þau skemst stórvægilega. lín útihús öll voru stórskemd, flest svo, að þau verð- ur að rífa, enda gerði Eyjólfur ráð fyrir því, aÖ reisa öll s'n útihús úr timbri. Við báðum hann að lýsa land- skjálftanum að svo miklu leyti, sem hann hefði getað athugað hann. Hann kvaðst liafa verið að borða með sóknarpresti s'num, séra Ófeigi Vigfússyni, þegar land- skjáfftinn hófst. J>á finst honum eins og húsið verði alt lifandi, og það reisist á rönd, Fyrst áttaði hann sig ekki á því, hvað þetta væri. En þá byrjaði brakið og hristingurinn. J>eir stukku upp til ]>ess að hjálpa konunni og börnun- um. Gangan var þó torsótt um húsið, eins og á skipi í stórsjó. Móðir Eyjólfs er á níræðisaldri. Ilún var úti í: fjósi, var að fara út úr því. í sama bili, sem hún steig út á þröskuldinn, kastaðist hurðin á hana, af því að veggirnir innan við hurðina voru að hrynja sam- an. Ilefði konan verið eimt fót- máli innar, er óhttgsandi annað en að hún hefði beðið bana. Synir Eyjólfs voru inni í þröngri tótt, hlaðinni úr torfi og grjóti. þeirn er ekki ljóst, hv.ernig á því . stóð, að J>eir þutu alt í einu út úr lienni, finst sem komið hafi að sér felmtur, og að þeir hafi á því attgnabliki ekki gert sér þess grein við hvað þeir hafi orðið hræddir. 1 sama bili, sem þeir stigu út úr tóttinni, hrundi hún inn, og vafa- laust hefðu þeir beðið bana, ef þeir hefðu ekki verið komnir út. Töluvert algengt virðist það, að mönnum hafi ekki verið full-ljóst, hvernig landskjálítastundin leið, vita að minsta kosti ekki, þegar frá líður, eftir hverju þeir hafi tekið. Sumir hafa orðið sljóir af angist, aðrir hálf ringlaðir af ó- sköpunum, sem á gengu, þó að þeir hafi ekki orðið verulega hræddir, eða viti ekki af því eft- ir á. Yið spurðum Evjólf, hve langur liann héldi að kippurinn hafi verið. Hann kvaðst ekki hafa athugað það, en bjóst við, að geta mælt það nokkurn veginn nákvæmlega með því að fara sömu leiðina inn- an um húsið með sama hætti eins og í hræringunni. J>að gerði hann og komst að raun um, að kippur- inn mundi hafa verið rétt um eina mínútu. Á sama máli voru aörir, sem við töluðum við um þetta. Um kveldið héldum við að Fells- múla, til séra Ófeigs Vigfússonar, og vorum þar um nóttina. J>ar voru alfallin fjós, fjárhús Og hey- hlaða. Önnur hús meira og minna skemd. Ekki þótti ráðlegt, að bjóða okkur inn í gestastofuna, svo lasburða var hún orðin. Prestskonan, frú Ólafía, systir samferðamanns míns, og synir hennar voru inni, þegar húsið tók að hristast. J>au leituðu útgöngu, en gátu ekki staðið, ultu hvert ! um annað. Út úr bæjardyrunum komust þau í ofboði, um Leið og þær hrundu. Kýrnar voru inni í fjósinu, þegar það ' hrundi, en skemdust þó ekki. Morguninn eftir héldum við á- fram upp Uandsveitina. Eyjólfur í Hvatrumi fylgdi okkur allan þann dag, ofan að Kirkjubæ. J>ann dag- inn var mest að sjá af örðugleik- um fólksins. h'j'rst stóðum við við á I.eiru- bakka. Alfallin voru þar fjós, hey- lilaða, bæjardyr og göng. Öll úti- hús þau, sem ekki voru alfallin, voru svo stórskemd, að þau verð- ur að rífa þegar. Baðstofuhús úr timbri lafði uppi á skemdum grunni og sprttngnum og föllnum kjallara. Fólkið hafði flutt út í t jald, en var nú komið inn aftur í baðstofuna. Ástæður þeim nttin örðugri, sem bóndinn lá þungt haldinn af brjósthimnubólgu, þeg- ar landskjálftinn kom. Samt var hann í afturbata, þegar við kom- um þangað, en ekki kominn á fæt- ur, og engin von um, að hann mætti neitt á sig reyna fyrst um sinn. Rétt við túnið á Leirubakka er Vatnagarður. J>ar eru öll bæjar- hús ýmist algerlega fallin eða 1 ita ónýt ttppi. — Af heyhlöðu var fall- inn annar veggurinn. Fjósið var fallið opr hesthús, og önnur útihús tneira og minna skemd. Fólkið lá í tjaldi á túninu. Og ofurlitlum skúta hafði það komið sér ttpp fyrir hlóðir. Bóndinn var ekki heima, þegar við kofflum. En ■við hittum húsfreyju, unga, glað- lega, þingeyska. Séra Ölafur þekti hana, og spurði hana, hvernig henni liði nú. ^ 1 — Mér líður ágætlega, sagði kon- an og hló. Á henni gat enginn maður ann- að séð, en að alt léki í lyndi. Eg spuröi hana um landskjálfta- atviKin, uö svo mndu ieyti, sem hún gæti frá þeim skýrt. Hún kvaöst hafa veriö ein inni í baöstofu með barn. Hún ætlaöi iram göngin, en datt í baöstofu- dyrunum. J>að varð henni til þjargar, þvi aÖ í sama bili hrundu gongin fyrir framan hana. Steinn straukst við höfuðið á heuni og meiddi hana. Stúlka var komin fram í göng- in. þau hrundu beggja megin við hana, fyrir aftan hana og fyrir framan hana. H<ún stóð þar i #jálf- lieldu. En hana sakaði ekki. Kona var að vefa úti í hlöðu. Illaðan hrundi, vefstóllinn brotnaði — en konan komst af. Hún veit ekki, hvernig það atvikaðist, man óljóst eftir sér síðustu augnablikin í nlóðunni ; en virðist hafa verið komin upp í stiga, sem lá upp úr henni, þegar hrunið varð. Vatnagarður var síðasti bærinn, sem við komum að á Landi. En áður en ég skýri frá því, sem fyr- ir aug*un og eyrun bar hinumegin Ytri-Rangár,—minnist ég á þá bæi í Uandsveit, sem við komum ekki á, en höfðum fregnir af. Ráðsmaður húsfreyjunnar á Galtalæk kom að' Vatnagarði, þcg- ar við vorum að fara þaðan, og varð okkur samferða fram eftir deginum. Hann sagði bæinn alfall- inn. En sú er bót i máli þar, að bæinn átti að rífa í sumar. Jarðrask varð þar nokkurt.— Sprunga sú, setm getiö verður ná- kvæfflar síðar, er þar skamt frá bænum, og sprungur margar út frá henni, svo að spell hafa orðið á engjum. Lækur fyrir austan bæ. inn breytti stefnu að nokkru leyti, jöröin ljdtist upp, svo að tjörn myndaðist eða fióð, áður en læk- urinn náði aftur framrás. Á Skarðseli eru öll hús meira og minna skemd og sum fallin. A Skarfanesi er íbúðarhúsið lítið skemt, nema kjallarinn. Fjósið er falliö og önnur útihús allmikið biluð. í Ósgröf laía húsin uppi, stór- skemd, óbyggileg mönnum og skepnum. — Fólkið (hjónin, upp- komin stúlka og tvö börn) flúin þaðan að Skarfanesi. Á Irjum cr tvíbýli. Viö hittum .annan bóndann þaðan í Vatna- garöi. Hann sagði öll hús á jörð- unni fallin og fólkið fiúið þaðan. Konurnar voru einar heima í landskjálftanum og voru staddar inni í baðstofu. Framgaflaðið féll í einum svip niður fyrir glugg.ann, svo að myrkur varð alt í einu, þær skriðu út um gat, sem kom á þekjuna móti göngunum. En göng- in féllu saman. Engin leið var önnur til útgöngu. Á Skarði hafa skemdir orðiö með minna móti. þar er nýtt og vandað timburhús, en grunnurinn undir því er samt skemdur. Úti- hús eru líka skemd. 1 kirkjunni brotnaði annar ljósa- hjálmurinn, slóst í bita. Orgelið valt um og stórskemdist, svo að óvíst er, hvort það er nýtilegt. Frá Klofa flýði fólkið (hjón og börn) að Skarði, og er þar síðan á nóttum. (Framh. á 7. bls.). Fljót ferð Gufuskipið “PINAFORE” folks og vwruflutnings skip The Armstrong Trading Co. Skipstjóri Asmuodar Freemao fer frá Oak Point, á þriðju- dags og Ffístudags niorgna til Siglunes, Norrows og Bluff. Allar frekari upplýsing- ar við viðvlkjandi tlutningi á fólki og vörum, fást lijá Jóh. Halldórsson ÖAK POINT, MAN. Sherwin - Williamsí AINTf fyrir alskonar liúsmálningu. Prýðingar tfmi nálgast nú. Dálltið af Slierwin-Williams liúsuiáli getur prýtt húsið yð- ar utan og innan. — B rú k i ð ekker annað mál en þetta. — S.-W. húsmálið málar mest, eudist leiigur. og er áferðar- fegurra en nokkurt annað hús mál sem búið er til. — Komið inn og skoðið litarspjaldið.— CAMERON & CARSCADDEN QDALITY UAKDWARE ? Wynyard, - Sask. C.P.R. Lönd til s'ilu, í town- sli ips 25 til 32, Rariges 10 til 17, að báðum meðtöldum, vestur af 2 hádgisbaug. t’essi lönd fást keypt með 6 eða 10 ára borgun- ar tíma. Vextir 6 per cent. Kaupendum er tilkynt að A. H. Abbott, að Foam Lake, H. D. B. Stephaiison að Leslie; Arni Kristinsson að Elfros; Backland að JVlozart og Kerr Bros. aðal 8<">lu umboðsmenn,all8 heraðsins að Wynyard, öask., eru þeir einu skipaðir umboðsmenn til að selja C.P.R. lönd. Þeir sem borga peninga fyrir C.P.R. lönd til annara en þessara framan- greindu manna, bera sjálfír ábyrgð á þvf. Katipið pessi lönd nú. Verð þeirra verður bráðlega sett upp KERR BROTHERS QBNERAL SALBS AQENTS WYNYARD :: :: SASK. Sagan af Naton persneska 21 sauðahjörð og maður hjá. Kongsson gengur til tals við hann, og spyr, hvað land það heiti. — Hann svarar : ‘I.and þetta heitir Dalmaria’. ‘Hver er hér konungur yfir?’ spyr Naton. ‘Vilgeir heitir hann’, svarar hinn. ‘Er hér nokkuð tíðinda ykkar á meðal?’ spyr ■Naton. ‘Mikil og ill tíðindi eru hér’, segir maðurinn. ‘Hversu er þeim varið?’ spyr Naton. ‘Konungur átti sér dóttur eina’, svarar hinn, ‘er Svanfríður hét. Hún var bæði væn og vitur, og öllum kvenlegum kostum prýdd, svo enginn fanst hennar jafui í öllu Grikklands veldi. Unni konungur henni mjög. Ilún fór oft í skóg, að skemta sér með þernum sínum. Eitt sinn, er hún var þar stödd, skall yfir svo niikið mvrkur, að hvergi sást. Kom þar þá jötunn einn mikill, greip kongsdóttir og hvarf með haua í myrkrið. Hefir konungur því heitið, að þeim manni skyldi hann gefa alt sitt ríki og þar með dóttur sína, sem hana finnur lífs. þor- ir enginn þess að freista, því enginn veit, hvert henn- ar er að leita’. — Naton kvað hann vel hafa frætt sig, kvaddi hann og fór til skipa. Innir hann nú Salander frá, hvað hann hafi fregnað. Ilann varð hljóður .við og mælti : ‘Illa hefir nú til tekist, því að þessi var sú kona, ,er ég hafði helzt spurn af, og ég hugði mér ai5 biðja með framtíð. Vil ég nú biðja þig að veita mér liðsemd og fylgi, til að leita kóngsdóttur’. ‘Skylt er mér’, sagði Naton, ‘að veita þér það ég má. En hér er úr vöndu að ráða. Og er það hvorugs okkar færi, að ráðast í þetta, ef við njótum ekki annara aðstoðar. Veit ég engan, er geti sagt okkur, hvar hún er niðurkomin, utan ef það væri Dvalin, vinur minn, og skulum við þá fyrst þangað sigla til fundar við hann’. — Draga þeir þá upp l . . 22 Sögusafn Heimsjcringlu segl og halda tif Persíu, að því sama nesi, sem fvr er um getið. Síðan fara þeir til lands, o,g ganga upp til hamranna ; finna hús Dvalins, og drepa á dyr. Dvalin kemur út og fagnar Naton vel, og bið- ur þá inn gamga ; þeir gera svo og setjast niður. Dvalin spj^r um ferðir þeirra, og segir Naton honum alt af létta, — að Salander vilji fara í leit eftir kongsdóttir. ‘Erum við hér komnir’, segir hann, ‘að fá af þér fvlgd og liðsemd’. Dvalin svarar : ‘það mun eigi auðvelt, aS ná henni ; — en segja má ég ykkur, hvar hún er niður komin. Fyrir eynni Carbon, er liggur í Grikklands- hafi, ræður sá risi, er þröstur heitir, hinn mesti ber- serkur o~ bardagamaður. Með homim er frændi hans, er Grípnir heitir, seiðskratti versti og fullur töfra. J>eir urðu eitt sinn missáttir við drj-kkju, svo í milli þeirra kom orðakast og hnippingar, þar til að þröstur steypti úr fullu drvkkjarhorni í and- lit Grípnirs. Ifann varð æfur við, og rak hnefann á nasir J>resti, svo nefið brotnaði og úr hontim hrutu tvær tennur. þá var Grípnir handtekinn og settur í fjötra, en næsta morgun skipaði þröstur að drepa Grípnir. Bað hann þá á alla vegu um líf og íleiri þáSu honum griða. Kom að því um síðir, að þröstur sagði, að hann skyldi lífi halda, ef hann útvegaði sér þá fríðustu kóngsdóttir, sem findist um Austurlönd. þessu lofaði Grípnir og var hann þá leystur. Eftir þa,ð bjó hann skip sitt og sigldi til Daifflaria. Gerði hanp með fjölkyngi sinni þoku og myrktir ; greip síðan kongsdóttir og færði hana J>resti. Vildi hann þá strax gera brúðkaup sitt, en hún vildi með engu móti samþvkkja hans vilja. Sagði hún það væri lög, í sínu landi, að engin kona mætti þar Jgiftast fyr en hún væri 25 vetra. Kvaðst hún heldur láta lífið, heldur en gera á móti lands- lögum föður síns. Skyldi hann bíða sín þrjá vetur, Sagan af Naton persneska 23 og mundi hún þá samþykkjast hans vilja. I.ét hann sér þetta lynda, og setti hana í turn einn sterkan, og skyldi Gripnir ábyrgjast, að hún kæmist eigi þaðan. Er nú eftir eitt missiri af þeim tiltckna tíma, og sé ég ykkur ekkert færi að ná henni’. — Salander dró þá digran gullhring af hendi sér Og gaf Dvalin. — Hann mælti þá : ‘Lítið lið má ég ykkur veita, en fara mun ég með )'kkur, og vil ég þá láta mínum ráðum fram fara’. — þeir kváðu svo skyldi vera. X. KAFLI. Dvalin býst nú til ferðar. Kveðja þeir síðan kerlingu hans, halda til skipa og láta í haf. Gaf þeim vel byr, þar til þeir komu f Grikklandshaf. Gerði þá dimmveður og þokur miklar. J>á segir Dvalin : ‘Skip Natons skal fyrst fara, og mun ég sitja í frainstafni og segja leið, en öll hin skipin haldi á eftir’.— Sigla þeir svo hægan byr, með haf- muggu í tvö dægur. Á þriðja degi bauð Dvalin að kasta akkerum, og var svo gert, og sáu menn þó eigi land. þá mælti Dvalin : ‘Séð er það, að tið getum eigi með leynibrögðum sótt vort mál, svo þröstur verði þess eigi vís, því honum kemur ekkert óvart. Er sá einn kostur til, að flytja liðið á land, setja herbúðir ojg fara að hervíking’. — Síðan var nú þetta gert. En er búið var að setja herbúðir, gekk Dvalin í kringum þær allar og las fræði sín. Áðu þeir svo af um nóttina. — Um morguninn tek- Naton með sér tólf menn og gengur heim til hallar. þröstur sat þá yfir borðum. — Naton gengur fyrir hann og mælti : 24 Sögusafn Heimskringlu ‘Salander kongsson af Cappadosía lætur segja þér, að þú, án dvalar, látir senda honum Svanfríði kónigsdóttAir. En viljir þú það eigi, býður hann þér til bardaga strax á morgun, hafir þú heldur manna dug en merar’. þröstur reiddist við orð þessi og svaraði : ‘Svo djarfur hefir euginn fyr orðið, að bjóða mér bardaga og skal hvorki sú mannfýla, eða þú, þurfa að bíða leng.i eftir bana ykkar. Og verið á burt sem fljótast eða ég læt höggva ykkur í stykki til fæðu fyrir hunda mína’. ‘Naton svarar : ‘Fyr munu hmfnar hafa krás af holdi þínti, en að þér vinnist þetta’. — Gengu þeir síðan til búða og sögðu sin erindislok. — þá mælti Dvalin : ‘Beri nú hver maður til min vopn sín, og vil ég sjá, hve hvöss þau eru, því illa mun bíta á þessa berserki. Líka deyfir Gripnir eggjar í vopnum manna’. — Gerðu menn nú þetta. Dvalin hafði krús- eina og rjóðraði um eggjar á sverðum öllum. Eftir það sváfu þeir af um nóttina. — Strax að morgni, er sól reis, æðir J>rostur út af borg sinni, með alt sitt lið. Var það margt biámenn og illþýði. þeir Naton fylkja og liði sínu. Var svo blásið í lúðra og lagt til orustu. Sækja nú hvorirtveggja vel frami með ópi og eggjan. Míkill skógur var þeim á aðra hönd. þá sjá þeir Naton, að Dvalin er það uppi í liárri eik, og skaut þaðan á lið J>rastar og fellur maður fyrir hv'erri ör. Naton sækir nú hart fram, °g heggur hvern á fætur öðrum ; Salander sækir og bardagann fast og drepur margt manna. þykist nú þröstur sjá, að fylkingar hans taka að þynnast. Beljar hann þá á Grípnir og biður hann sækja fram betur. ‘Sýnist mér þú’, segir hann, ‘berjast sljóleg- ar en áður’. Grípnir svarar : ‘þeir liafa einhvern ófagnað í liði sínu, sem bæðt villír minn vísdóm og gerir mér I

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.