Heimskringla


Heimskringla - 04.07.1912, Qupperneq 5

Heimskringla - 04.07.1912, Qupperneq 5
HEIMSKRIN G L A WINNIPEG, 4. jtÍLÍ 1912. 5. BL'S, Kosninga-þrœta. 'Frá Saskatchewan hefir Heims- krinela veriö beðin að svara þeirri spurningu ; Hvers vegna hefir Scott stjórnin ekki trygt sér yfir- umráð á far- o;r flutnings-gjöldum, með járnbrautaáamningum síuum þar í íylkinu, eins Og Roblinstjórn- in hér í Manitoba gerði með járn- brautasamningum sinum við C.N. R. félagið fyrir Manitoba ? Heimskringla getur ekki svarað þessu. Hún veit ekki í hugarfar Mr. Scotts. þingmannaefni Scott stjórnar- innar neita, aS Roblin stjórnin hafi fengið umráð yfir fra- og flutnings- gjöldum. En sú neitun er þýðing- arlaus. Samningarnir sýna, að Roblin trygði fylkinu lækkun. Og svo var þetta ljóst, að Edmonton Bulletin, blað Hon. Frank Olivers, sagði um það (dags. 25. febrúar 1901, að Manitoba stjórnin með því að gerast ábyrgðarfull fyrir byggingakostnaðinum, hefði trygt sér yfirráð yfir far- og flutnings- gjöldum. þetta segir Bulletin, að sé “fair to investor s” og einnig “fair to the people of the province” sem nú g«eti haft iqjöldin eftir eigin vild, svo lengi s®m vextir af láni brautarfélagsins séu goldnir, — hvaðan sem bor)gunin komi. Blað- ið viðurkennir, að Roblin stjórnin hafi með þessum samningum trygt fylkinu ekki að eins lækkun flutn- ings og fargjalda með brautum fé- lags þessa, sem samið var við, heldur með öllum keppibrautum innan fylkisins og sem fylkið ekki hafi bundist neinum á byrgðum. Blaðið viðurkennir einnig, að ekki sé líklegt, að fylkið þurfi nokkurn- tíma að borga nokkuð af ábyrgð- um þess, af því að brautin borgi allan starfskostnað og vexti af inn stæðuíénu. Blaðið viðurkennir líka það, að til tryggingar ábyrgð sinni liafi Roblin stjórnin tekið fyrsta og annan veðrétt og ennfremur löghaldsrétt á brautakerfi C.N.R. félagsins í Manitoba. þetta er viðurkenning Edmon- ton Bulletin, sem segir ennfremur, að með þessum samningum sé ráðið fram úr járnbrautar vanda- máli Manitoba fylkis. Vegna 4>ess, hve járnbrautasamn- ingar þessir eru langt mál, er ekki rúm til að setja þá hér, ,en þeir eru í öllum aðalaeriðum eins og Edmonton Bulletin segir þá vera. Stráksleg ummœli. Lögberg síðasta er með háðs- glóðsum og svívirðu aðdróttunum i garð Sir Rodmond Roblins í sambandi við riddaratignina, er Bretakonungur sæmdi hann ný- verið. Ummæli blaðsins eru stráksleg og sýna, að smá-sál hefir ritað. Ritstjórinn ekki heima, svo að- stoðin hans mun eiga heiður- inn(! ! ) Hún ætti þó að vita, því á svo marga skólana gekk hún, að kon- ungur Breta veitir ekki aðalstign öðrum en merku og mikilhæfum mönnum ; og að það er stór mun- ur, að fá slika tign en dannebrogs- krossinn hjá Danakonungi, sem hver hestasveinn getur hlotið. — Einnig ætti aðstoðin að vita, að meðal Breta er aðalstign enn í hávegum, þó í mörgum öðrutn löndum þyki hún léttvæg [á metun- um. Hon. Roblin var veitt riddara- tignin, sem viðurkenning frá kon- ungi fyrir verkin hans hin miklu, er hann hafði unnið í þarfir Mani- toba fylkis. Og hverjum ærlegum manni er það ætíð fagnaðarefni, þegar verðugir menn íá verðuga viðurkenningu fyrir störf sín ; og það munu allir sanngjarnir menn játa, að enginn stjórnarformaður hefir unnið meira og betra verk fyrir Manitoba fylki, en Sir Rod- LÍTIL PENINGA FRAMLÖG GERA OFT MIKINN GRÓÐA í flestum stóöum þar sem hæet er aö prœða fé fljótlega A byffgingar lóöum hefir Inter* national Security'CompaDy starfstöövar. Félag þetta nefir orö á sér fynr aö veija þær ágwtustu ló^irl Vesturlandinu, orfrómurinn byggist á því hve viöskiftameun þesa hafa grætt á lóðakaupum þess. Nú hefir félagiö ágætar léöir til sölu í MacLEOD JÁRNBRAUTA MIÐSFÖÐ SUÐUR ALBERTA. Aðrar 9tórborgir horfa til baka þangaö sem vöxtu þeirra hófst, þegar framfarir uröu svo miklar aö það trygöi frnmtíö þeirra. Þetta kom fynrl Macleed þegi r C, N. Fy. geröi bæin aö brautarskiftistöö fyrir suöur hluta fyikisins, meö braut frá Calgary og vestur yhr fjöllin. V^r keyptum snemma 1 Macleod og getum selt þar meö iágu veröt þá iand stlgi þar daglega 1 veröi. KAMLOOPS INNLANDS HÖFUÐBORG BRITISH COLUMBIA. Kamloops e- stærsta borgin milli Calcary og Strandarinnar,—mi8stö6 ftgæts héraBs, aukninp jftrnbrauta innlendis 1 B. C. opnar ftaætsvæöi fyrir griparækt og akuryrkju nftma i8na6ar timtiurgerC. Landie erlikast þvi umhverfis Spokane sunnan linunnar, sem fyrir fram frft járnbrauta hefir vaxi8 úr smftbæ 1 borg meö 100 þús. jbúum. Ló8ir i Kamloops kosta Um 8125.00 og $150.00 hver, meB gó5um kjðrnut. BRANDON H ',’EITIBORGIN Svo hafa blöÖÍD auglýst vel hækkun lóöa þar 1 borg aö ekk þarf aÖ ræöa það hér. Félag vort hefir eitt ágæta^ta tírandon áthvei fl. Vantar umboðsmenn. Vér höfum atvinnu fyrir skarpan íslenzkan agent og vér höfum margar eftirspurnir eftir fasteignum. Leitiö til herra Raven, Room 840 Somerset BIock. Fáið fullar upplýsingar ókeypis. Vér sendum lýsingu bæklinga er sýna hvernig landkaupendur græða i Macleod. Kam- loopsog Brandon og annarstaöar i vestrinu meö litlum fjárframlögun. The International Securities Company, Ltd. 8th Floor Somerset Block Winnipeg, Manitoba mond Roblin, og enginn hafi því verðskuldað heiðursviöurktnningu írekar en hann. Ærlegir menn úr Liberalflokkn- um gloddust yfir þessum heiðri Roblins engu síður en Conserva- tívax. “Winnipeg Free Press, aðalmál- gagn Liberala og rnjög óvinveitt Hon. Roblin að jainaði, íór mjög hiýlegum orðum um hann við þetta tækifæri, og sagði að heiður hans væri heiður fylkisins. Leiðtogi Liberala hér í fylkinu, T. C. Norris, sendi Sir Rodmond mjög hlýlegt símskeyti og óskaði honum til heilla með maklega feng-in heiður. Margir aðrir Liberalar fóru eins að. Lögberg er eina undantekningin. þegir fyrst um fregnina og kemur svo síðar með smánar-ummæli út af því, að Hkr. hafði kallað það fagnaðartíðindi, að æðsti maður fylkisins hefði hlotið maklegan lieiður af konunginum. Slík blaðamenska — aldrei að unna mótstöðumanni sínum sann- mælis — er lúaleg og skaðleg. Og það veit Lögbergs aðstoðar- ritstjórinn, engu síður en aðrir, aS Manitoba fylki hefir aldrei átt meiri dugnáðarfrömuð i stjórnar- forsætinu en Sir Rodmond Roblin. Sú tilgáta blaðsins, að Sir Rod- mond sé í þann veginn að leggja stjórnarformenskuna niður, er auðvitað rakalaust þvaður, sem en,ginn flugufótur er fyrir. Ferðapistill. Ilr. ritstjóri Hkr. Mig lángar til að fara að dæmi þeirra mörgu, sem á liðnum tim- um hafa sent blaði þínu línu til þakklætis þeim, sean vel hafa við þá gert á ferðalögum þeirra um bygðir Islendinga hér vestra. Eg hefi, eins og* þér máske er kunnugt, dvalið um sl. 5 mánuði hjá Jóni J. Vestdal, bróður m n- um og börnum hans, á landi þeirra í grend við Wynyard, Sask., og er nú nýkomin þaðan að vest- an hingað til borgarinnar, sem ég hefi gert aö aðseturstað síðan ég kom til þessa lands. Alt þetta 5 mánaða tímabil, sem ég dvaldi vestra, var mér unaðs- ríkt og upporfandi. það léttir af manni stórborga þreytunni, að mega dvelja un» stund úti í fögru sveitahéraði og njóta þar hvíldar og gleði. Eg ferðaðist víða um- hverfis Wynyard bæ og heimsótti ýmsa kunningja. þeir búa þar í myndarkgustu húsum og við hina mestu r'ausn. Sköromu áður en ég fór að vest- an heimsótti ég uppeldissystur mína, sem nú er gift Einari Granda. Mætti ég þar alúðlegustu viðtökum, og alt eins hjá ná- granna þeirra, herra Arna frá Víð- hóli á Hólsfjöllu , og konu hans Helgu, systur ólafs Hall og þeirra systkina. Eg hafði þekt þau hjón á Islandi og hafði mikla ánægju af, að heimsækja þau. þa'ð er jafnan ánægjulegt, að sjá gamla og góða kunningja, sem brosa framan 1 mann eftir mörg ár. Ég varð hrifin af gestrisni fólks í Wynvard. það var einatt að gera okkur heimboð, og svo voru við- tökurnar hvervetna rausnarlegar, að ég hugsa um þær með undrun. Meðala annara þáðum við, Jón bróðir minn, fjölskylda hans öll og ég, heimboð hjá þeim hjónum Páli Jobnson Og Snjólaugu konu hans, irá Gardar bygð í Norður Dakota- Alls voru í því boði um 20 manns, og veitingar allar hinar rausnar- legustu. Allir skemtu sé þar hið bezta fram undir morgun. M(ér er ómögulegt, að telja þá alla, sem voru búnir og boðnir til þess, að taka á móti mér á þess- ari löngu veru minni þax vestra. Að eins skal ég geta þess, að ég þáði heimboð hjá Helga Dþlgasym tónskáldi. Við J ón bróðir minn fórum þang-að eftir messu á hvíta- sunnudag, og slóust þá fleiri í ferðina, svo við urðum 5 alls. Hr. Helgason var að vanda einkar al- úðlegur og skemtinn. þar þáðum við iðilgott kaffi með brauði ög nutum skemtana. — það, sem sér- staklega vakti athygli mína á þessum stað var afarmikið pípu- orgel, sem herra Helgason er að smíða, í hjáverkum, og hefir hann þegar lagt mikið verk á það- Or<r- e! þetta er svo stórt, að það er hæíilegt fyrir kirkju, og er lista- verk, Isknzka þjóðin hefir ástæðu til að hlakka yfir því, að eiga slík- an völund í hópi sínum hér vestra sem Helgason. Svo langt er hljóð- færi þetta ko’mið, að ég heyrði tóninn í því, en get að öðru leyti ekki lýst því einsog vert væri að gera. Hjjá Elfros bæ er stórbýli eitt, sem ég var búin að lofa að koma á, og þangað kom ég>, er ég fór austur frá Wynard, þann 15. júni ; og þá stóð svo á, að margir voru þar saman komnir að skemta sér. Meðal þeirra var nýgift kona, dóttir Eiríks Sumarliðasonar, og liafði ég þekt hana hér í borg. Bóndi hennar er í hópi efnilegustu ungmenna þar um slóðir, sonur þeirra alkunnu heiðurs- og sóma- hjóna Kristínar og Guðvalda frá Hámundarstöðum í Vopnafirði, se... búa tvær mílur frá Elfros bæ. þar var okkur Rúnu, bróðurdóttir minni, tekið einkar hlýlega og gist- um við hjá ungu hjónunum um nóttina. þau eiga ágætt hús í grend við heimili Guðvalda, föður utiga bóndans, og svo vel uppbúið, að ég kom ekki í fínna hús á allri ferð minni þar vestra ; og kann ég þeim hjónum beztu þakkir fyrir viðtökurnar. Sagt var mér, að þeir feðgar væru með öflugustu bændum og hefðu bezt húsakyimi umhverfis Elfros bæ. Ég fæ ekki bundist þess, að votta hér með ekki eingöngu Jóni bróður mínuirn og fólki hans, hcld- ur einnig öllum þeim, er ég kyut- ist þar vestra, mínar beztu þakkir fvrir meðferðina alla og hlýleik- ann, er mér var sýndur, hvar sem ég fór meðal fólksins. ösk mín er, að velgengni bygðarbúa fari vax- andi með ári hverju og að upp- skera ðar á næsta hausti verði eins væn og nú er útlit fyrir. Ak- uryrkjan er þar aðalatvinnan, og menn þar leggja mikið erfiði á sig við hana. Ég vildi óska, að þeir sæju ávöxt þess erfiðis. Með beztu kveöju til allra, er ég kyntist þar vestra og þökk fyrir alúðar-viðtökur. Mrs. Anna Johnson. Mikil auðœfi fundin við Athabaska-ána. Fyrir hér um bil ári síðan lögðu þrir ungir Norðmenn, Henry John- Fimm kostaboð á brúkuðum Pianos CR0SS, GOULDING & SKINNER m* ! I i | \ r son, Elias Larson og Ole Nelson, upp frá Edmonton í rannsóknar- ferð til Salmon Creek. Menn þess- ir voru allir reyndir námamenn og vanir slikum svaðilförum, sejm þess konar rannsóknaríerðir að jafnaði eru. Örðugleikarnir fældu þá ekki ; þeir vildu verða fyrstir á staðinn, þar sem C.N.R. og G.T. P. mætast, því þar var viss von um framfarir «>g gróða. Ekkert heyrðist frá mönnum þessum fyr en í september sl.„ þeg- ar þeir komu aftur til Edmonton og heimsóttur International Fin- ance Co., I,td., og skýrðu þar írá, að þeir hefðu fundið auðugar kola- námur, og að starffé væri það eina, sem vantaði til að gera þær að hirium bezt framleiðandi og arðmestu hámum i Canada. Mr. J. B. Carlson, forseti Inter- national Finance Co., Ltd., varð svo hugfanginn af sögu náma- manna, að hann lagði af stað sjálfur að skoða svæðið og hafði í för með sér náma-séríræðinga. Og rannsókn sú hafði þann árangur, að sannfæra þá um, að alt væri satt og rétt, sem námamennirnir þrír höfðu sagt, og Mr. Carlson veitti strax talsvert fé til að mynda félag, er starfrækt gæti námurnar. Félag þetta var svo löggilt undir nafninu “The Peace River Collieries Co., Ltd.”, og Mr. J. C. Risvold, velþektur fjármála- maður frá Grafton, var kjörinn forseti, en Mr. Carlson varafor- seti ; og margir aðrir fjármála- menn, er mikið orð hafa á sér fyr- ir hagsýni og fyrirhyggju, eru eð- stjórnendur og hluthiifar, svo fyr- irtækið hlýtur að verða happa- drjúgt og arðberandi. Fyrir umboðssala hér í Winnipeg fékk félagið Thornstad, Roed &. Lidhokn, hina velþektu fjármála- tnenn hér í borginni. Mr. Lidholtn var í fjögur ár ritstjóri og ráðs- maður “Svenska Canada Tidnin- gen”, og síðar gegndi hann ábyrgð armikilli stöðu fyrir Grain Grow- ers Grain Co, þessir inikilsvirtu Skandínavar gera nú Islendingum kost á, að gerast meðeigendur í námunum, sem þeir eru vissir um, að verður til stórhagnaðar fyrir hvern hlut- hafa. Lesendur þessa blaðs eru boðnir og velkomnir á skrifstofu þeirra félaga i Bon Accord Block, að fi43 Main St., og þar veitast allar frekari upplýsingar greið- lega. Eins og þér sjáið af auglýsingu félagsins hér á öðrum stað í blað- inu, þá seljast hlutabréfm nú fyrir að eins 35 oents ; en þetta lága verð varir ekki lengi, og þess vegna ættn menn að hraða kaup- tinu sem mest. Fé það, sem ke ur inn við hina fyrstu hlutabréfasölu, verður not- að til að kaupa fullkomustu vinnu vélar, svo námagröfturinn gangi sem allra bezt. Vér mælum hið bezta með náma- félagd þessu, þvú það hefir fyrir löngu verið sannfæring vor, a^ Peace River dalurinn væri stór- auðugur að námum, og að þar væri auðvelt að græða stórfé, ef rétt væri á haldið. Sa|gan af Naton persneska 33 brandur mælti ; ‘Banna ég öllum mínum mönnum, að gera þér nokkurt mein, hvernig sem okkar einvígi lýkur’. Síðan gengu þeir saman og tóku að berjast. — iþykist kongur það finna, að Herbrandur er hin mesta hetja. Sóttu þeir í ákafa hvor að öðrutn, og þóttust menn aldrei hafa séð slíkt einvígi. Var Her- brandur bæði stórhöggur og vopnfimur, en konungur varð ekki sár, því dúkurinn og hans góðu herklæði hlifðu honum. Sér hann glögt að Herbrandur muni mæðast, ef þeir berjist til þrautar. Heggur hann þá af öllu afli í hjálm Hbrbrandar og sneið af aðra kinnbjörgina, hljóp þá sverðið á handlegjr hans og var það inikið sár. — Herbrandur heggur þá til kon- nngs af mikilli reiði ; kom höggið á herðar hans og var svo fallmikið og þungt, að kongur riðaði til falls. — Reiddist þá Naton og hjó til Herbrandar, kom höggið á lærið og skar hold inn aS beini, og tók allan kálfann af fætinum. Mæddi hann þá blóð- rás, svo hann gaf upp vörnina. Iæt kongur þá taka hann og færa hann til skipa ; síðan lét hann binda sár hans og veita góða aðhlynning. Tóku menn svo náðir. Tlm morguninn gekk kongur til tals við Herbrand Og mælti : ‘Nú skalt þú þiggja af mér grið og frelsi og fara hvert þú vilt. Er það mikill skaði, ef þín missir við, því þinn lika hefi ég engan fundið’. Herhrandur svarar ; ‘Vita vil ég fyrst, hvernig þú drapst Hergeir brótður minn. Kongur innir honum þá alla atburði um þeirra viðureign. — ‘Ég merki það þá’, mælti Ilerbrandur, ‘að þú hefir eigi drepið bróður minn sem falskur níðingur, heldur sem hug- prúð hetja, og hefir gert það eina, sem þú áttir, því öllum er skylt sitt eigið lif að verja. Hefi ég því ranglega gert, aðf egna þig til bardaga, og vil ég það bæta sem ég má, og með þökkum taka þínu griöa- 34 Sögusafn Heimskrjnglu boði. Og vertu nú velkominn til minnar hallar, með þína drotningu og alla menn þína’. — Síðan býður hann Naton kongi, að senda til borgar eftir vögnurn og hestum, og gerir kongur það. — En er kona Her- brandar fréttir, að hann sé lífs og sátt sé á komin, verður hún fegin og fer með fjölda borg*arlýðs til strandar. Fagnar hún vel Naton kongi og Floridu drotningu, og býður þeim síðan heim til veglegrar veizlu. Situr kongur þar í heila \Tku i mesta yfir- læti og fagnaði. þar eftir hýst hann til burtferðar. Herbrandur mælti þá til konungs : ‘Með engu má ég launa þér lifgjöfina sem vert er. En skip eitt liefi ég látið búa hér við ströndina, hlaðið gulli, eðal- steinum og dýrgripum, og skaltu það þiggja í minn- ingu þess, að við höfum hér fundist’. — En kona Herbrandar gaf Floridu drotningu gullkórónu, alla setta dýrindis eðalsteinum. Síðan skildu þatt, kon- ungur og drotning, við þau Ilerbrand með mest.u kærleikum, og báðu hvorir vel fyrir öðrum. Sigldi kon,gur síðan. á haf út og lé.tti eigi ferð sinni fyr en hann kom heim til Persíu. Varð þá móðir hans og kongur þá um kyrt, en fékk Njóti jarlsdæmi til for- Njótur og allttr lýðurinn fegið heimkomu hans, og fögnuðu Floridu drotnihgu með allri blíðu. — Siettist ráða. Stýrði hann þvf til elli, Og þótti bezti dreng- ur, en eigi cr þess getið, að þau hjón létu börn eftir sig. Tveim árum eftir það, að Naton kom í land með drotningu sína, komu til hans sendimenn frá Sýrlandi, sem báru þau tíðindi, að Gylfi konungur væri andaður, og vildi því Sagns kongsson, aðNaton konungur ráðstafaði ríkinu eftir vild sinni. Konnng- ur brá við og bjóst til ferðar og sigldi til Sýrlands. Sagus fagnaði honum með öllum virtum, og var þá drukkið erfi eftir Gvlva kong. Og er það var endaö, stefndi Naton kongur til fjölmenns þings ; kom þar Sagan af Naton persneska 35 saman múgur og margmenni. En er þing var sett, stóð kongur upp og mælti : ‘það skal ykkur hér með vitanlegt, að alt þetta konungsríki gef ég Sagusi bróður mínum, og vil ég að hann sé þegar tekinn til konungs yfir öllu Sýrlandi’. — Allir tóku því vel og létu sér það vel lynda ; en Sagus þakkaði konung*i með mörgum fögrum orðum. Nú var Sagus tekinn til konungs. Var þar hald- in mikil krýningarhátíð, og var veglega veitt. — Naton kvaddi nti bróður sinn og allan landslýð. Og siglir hann síðan heim í Persíu og sezt að riki sínu. Svo er sagt, að Naton kongur og Florida drotn- ing hafi átt tvo sonu og eina dóttur ; hétu synir þeirra Sóar og Sintram, en dóttir Elín. Nokkru síðar kvongaðist Sagus kongur og eign- aðist dóttir kongsins af Mesópótamíu. Átti hann með henni þrjá sonu og tvær dætnr, þótt þeirra nöfn séu ekki nefnd f þessari sögu. Svo segja sutnir, aö þá hin kristnu trúarbrögð fórn að útbreiðast um austurálfuna, að þá hafi Nat- og konungur tekið við trú og allur lýður hans. Naton kongur og Florida drotning ríktu vel og lengi og önduðust í góðri elli. En synir hans tóku riki eftir hann. Og endar hér sagan af Naton Persakonungi.. (Eftir handriti Bjarna Björnssonar skrifað á Búð- areyri 10. febrúar 1887. i Bróðurdóttir amtmannsins. I. KAFLI. það var liðið ár frá dauða hinnar öldruðu skóg- varðar ekkju. I.angur tími’ fyrir þá framliðnu, er svo oft vilja gleymast fljótt, og gamla konan liafði enga ættingja átt á lífi ; engin sorgarblæja var keypt eða borin hennar vegna, og hún mvndi íljótt hafa fallið i gleymsku, ef hún í Úfanda líft hefði eigi verið jafn einkennileg kona og hún var, svo menn þeir, er kynni höfðtt haft af henni, gleymdu henni eigi svo fljótt. þess vegna litu þorpsbúarnir í Hirschwinkil á- valt upp í gluggann hennar, er leið þeirra lá fram hjá, til þess að vita, hvort þeir sæu ekki litla, grá- hærða höfuðið, með stálgleraugunum, er alt af leit út um gluggann, er hún heyrði fótatak þeirra ; og hún var ekki lengi að veita eftirtekt, ef óhreinn blettur sást á fötum þeirra, eða ef svipbrigði þess, er fram hjá gekk, gaf til kj-nna, að sá hinn sami ætti eitthvað andstætt. Annaðhvort lann hún að, eða kallaði manninn fyrir sig, og greiddi fram úr vandræðum hans. Daglaunamennirnir, er bjuggu 1 skóginum, og vinnufólk skógvarðarins, saknaði hennar sérstaklega. I.itla konan í skógimtm hafði iðulega heimsótt það. það þekti jafnvel svörtu húfuna, hvíta heklaða sjalið á herðum hennar, litlu fæturnar í hvítu sokkunum, og græna silki-prjónapokann, er hékk á handlegg

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.