Heimskringla - 04.07.1912, Page 7

Heimskringla - 04.07.1912, Page 7
HEIMSKRIN GLA WINNIPEG, 4. JÚLt 1912^ 7. BLS4 ’ ---------- ■ ' ■ tU Einokun. (Niöurlag frá 6. bls.)- eöa jainvel talsvert meiru, en tekj- ur landssjóös af einokuninni. *) J>að er meira að segja ekki ólík- legt, að landssjóður yrði í þokka- bót að hækka að mun styrkinn til strandferðantia, því sennileg^a feng- ist enginn til að halda þeim uppi gegn núverandi tillagi, jafnvel þó bæði farmgjöld og fargjöld væru liækkuð töluvert. Og að menn væru bundnir við eldri samninga, gæti ekki komið til tals. Eins og allir vita, þurfa lands- búar á ýmsum tegundum kola að halda, sem eru harla mismunandi að gæðum, t. d. ofnkol, eimskipa- kol, gaskol, smíðakol o. s. frv. En þar sem nefndin einmitt hefir sam- ið ,við eiganda að kolanámu , er hætt við, að mestmegnis verði ot- að að mönnum kolum úr þeim námum, og að miklum erfiðleikum geti orðið bundið, að fá jafnan þær tegundir aðrar, sem menn þurfa á aS halda. þetta kemur og fyllilega í Ijós í frumvarpi nefndar- fnnar, því samkvæmt því þarf ein- ■okunarkaupmaðurinn ekki að hafa nerna eina kolategund til sölu {Rosslyn Hartley kol eða önnur kol jöfn þeim að gæðum, sem kvað vera allgóð ofnkol, en óbrúk- leg sem eimskipakol). Allar aðrar kolategundir er hann því að eins skyldur að flytja, að þær séu fal- aðar hjá honum fyrirfram og pönt- unin komin á einokunarskriistof- una í Rvík fyrir 1. júlí ár hvert. Er því svo að sjá, sem ekki sé hægt að panta nema einu sinni á ári, en hve lengi kaupmaðurinn má draga að afgreiða pöntunina, verður ekki séð. Er það ekki dá- indis þægilegt að tarna, að í hvert sinn, sem menti þurfa að fá sér mola af smíðakolum, til dæmis, þá verða menn að panta þau frá Englandi með margra mánaða fyr- irvara og ársforða í einu ? Og ef nú aumingja smiðurinn, sem -smíðakolin þarf, er svo óheppinn, að eiga heima í Bolungavík, Hnífs- dal eða Ölafsvík, þá verður hann að panta 150 smálestir, þviminna ■er einokunarkaupmaðurinn ekki skyldugur að flytja þangað í einu. Ögn skár er hanu settur, ef hann á heima á Svalbarðseyri, Hjalt- eyri, Hrísey, Flatev eða Vík, því þá getur hann þó sloppið með að taka 50 smálestir í einu, enda kynni það nú aS reynast nægilegt fyrir einn fátækan smið á voru landi íslandi! Og góð uppskipun- artæki verður hann að hafa, og allir þeir, sem kol panta á þessum stöðum, því þar verða kaupend- urnir sjálfir að annast um land- flutning á sinn kostnað. Einkennilegt er það við taxtann, að hann er ekki færanlegur nema í aðra áttina. Upp á við eru hon- um engin takmörk sett ; veröið ó- takmarkað, ef kolaverð hækkar erlendis (eins og t. d. síðastliðinn vetur), eða ef hækktin veröur á farmgjaldi, sem, eins og fyr var sýnt, er óumflýjanleg afleiðing af einokuninni sjálfri. En niður á við er taxinn ekki færanlegur ; hvað mikið, sem kol k}-nnu að falla í verði erlendis, þá kemst kolaverð- ið á íslandi aldrei niður úr 20—25 kr. á lélegri tegundunum. En á betri tegundunum á söluverðiö að vera þeim mun hærra, sem inn- kaupsverðið á þeim er hærra í hvert sinn á Enplandi. Enað nokk- ttr eigi a*ð hafa eftirlit með því, að rétt sé sagt til ttm þann verö- mun, verðuf ekki séð, og kvnni þá að vera, nð einokunarkaupmann- inum yrði stundum á að krita lið- ugt. Auk þess gildir þessi taxti ekki nema á 37 stöðum, en á öll- um öðrum stöðum á söluverð kola að vera ‘‘samningamál”. þar getur einokunarkaupmaðurinn með öðrum orðum sagt við fólkið : *‘þú getur fengið kol hjá mér, góð- urinn minn. með því verði, sem ég til tek, annars færðu ekkert, og þú veizt, að enginn má selja kol í landinu nema ég”. Heldur en ekki tilhlökkunarefni fyrir neyt- endur kolanna, að eiga að semja um verðið á þeim grundvelli, eða hitt þó heldurll Gagnvart útlendum skipum 4 einokunarkaupmaðurinn að hafa alveg frjálsar hendur, og má þar setja hvaða okurverð á kolin, sem lionttm kann að þóknast. þetta er hvorki viturlegt né sæmilegt. Eng- *) Samkvæmt verzlunarskýrsl- unum var þungmagn aðfluttrar og útfluttrar vörtt 1909 145,000 smá- lestir. þó maSur gerði nú ékki ráð fyrir nema 1-20 evris hækkun á pundi, eða 1 kr. á hverri smálest, þá mundi það nema 145,000 kr. á ári. þegar svo hér við bættist hækkun á farmgjöldum milli ís- lenzkra hafna og hækkttn á öllum fargjöldum bæði innanlands og að og frá landinu, þá er auðsætt, að upphæðin mundi að öllu samtöldu geta orðið ósmá, þó hækkunin á hverri smálest og hverjum farseðli næmi ekkl miklu. i in þjóð getur án skammar og skaða fyrir sjálfa sig, gert slíkan tnun á útlendum og innlendum mönnum. Og allra sízt ætti ís- lenzka þjóðin, að láta slíka skömm í um sig spyrjast, — hún, sem getið i hefir sér frægðarorð víða um lönd 1 fyrir gestrisni sína. Peningar eru góðir, því neitar enginn. En sóm- inn og æran eru líka nokkurs virði. Og ofan 4 alla þessa agnúa, og marga fleiri, sem oflangt yrði upp i að telja, bætist svo sú ráðstöfun J nefndarinnar, að selja einokunar- ' réttinn kolafélagi í öðru ríki. því af þeirri ráðstöfun gæti sjálfstæði i Islands verið stórhætta búin. Að ; ekki muni verða skortur á ágrein- | ingsefnum milli einokunarfélagsins og Landsbúa, fremur en forðum daga, er víst öllum ljóst. Og hve auðgert er að ná rétti sínum gagn vart slíkum burgéisum, ætti saga liðinna alda að hafa kent oss. Og i þá var þó við innanríkisfélög um i að eiga, sem jafnan urðu að lúta dómsvaldi voru og stjórn, ef til þeirra kasta kom og í harðbakka sló. En hér er ekki eintt sinni full trvgging fyrir, að félagið hlíti i dómsvaldi voru og stjórnarráð- ! stöfunum, þar sem það hefir að bakhjarli jafnvoldugt ríki og Bret- land hið mikla, sem vant er að j gæta vendilega hagsmttna þegna sinna, jafnvel þótt tvísýnt hafi þótt á - stundum, hv’ort þeir hefðu réttinn sín megin. Og eigi allsjald- an hefir það að borið, að Bretar hafa notað éinmitt þess konar á- greining, sem ástæðu til þess, að fara að hafa hönd í bagga með smáþjóðum, op hefir þá sjálfstæði l þeirra Vanalega ekki átt langan j aldur. Svo var ttm Búa, Og svo I hefir verið um margar aðrar þjóð- ir. Og ekki muni þetta síður geta i hent Island, sí svo óvitttrlega er í garðinn búið, sem hér er til stofn- J að. Jón boli er ekkert lamb að leika sér við, og því ekki vert að gefa honum meira fang á sér, en I full nattðsyn krefur. Nefndin leggur til, að lögleiða nú þegar einokun á kolum og stein 1 olíu og undirbúa einokttn á tóbaki. En dettur nokkrum manni í httg, | að hér verði látið staðar numið, ef einu sinni er lagt út á þá braut- 1 ir.a, að afla landssjóði tekna á þennan hátt ? Auðvitað líðttr ekki á löngu, áður en nauðáynlegt verð ur að útvega landssjóði enn meiri tekjur, því þar sem um einhverjar framfarir er að ræða, hljóta líka ! útgjaldakröfurnar að fara sívax- ! andi. En ef stjórn landsins einu : sinni er komin á einokunarspen- ann, þá er hætt við, að hún reyni að fá hann til áð mjólka betur, I orr grípi þá til fleiri vörutegunda til að bæta með fóðrið. það er svo brotalítið og handhægt, að auka tekjur landsins á þann hátt, : og ekki víst, að ætíð sitji í stjórn- 1 arsæti öllu meiri hupvitsmenn eða h’agspekingar, en nú sátu í einok- unarnefndinni, sem tekin var líka að geifla a saltinu. Hfir væri því lagt út á flughála skriðbraut, sem enginn sér fyrir endann á, en sem attgsýnilega sfiefnir í áttin til g-löt- unar á því dý-rasta hnossi, sem ís- j lenzka þjóðin á til í einu sinni : 1 verzlunarfrelsinu. Jón Sigurðsson skoðaði verzlun- arfrelsið sem undirstöðu og lykil Jalls annars, bæði stjórnfrelsis og allra annara framfara (MJS. 114). Og i einni af ritgerðum sínum um verzlun Islendinga segir hann : | ‘‘Allir þeir, sem ritað hafa um \ erzlun á íslandi frá því 1770 og til aldamótanna, hafa verið sam- ; dóma um, að einokunarverzlunin haíi komið Islandi á nátrén, og ! tneðan henni linti ekki, væri engr- ar viðreisnar von” (NF. III, 5—6). Og á öðrum stað í sömu ritgerð segir hann : ‘‘Ef til íslands er litið, þá er | það margkunnugt, og ekki dregið í hlé af neinum, að landið sé hart og gæðalítið og íátækt sem stend- ur ; og víst er það, að margar nauðsynjar vantar landið, og verð- ur að fá annarstaðar að, t. d. járn og steinkol, kornvöru og við, að miklu leyti. þar við bætist, að llandið liggur norðarlega og fjærri öðrum löndum og verzlun Norður- álfunnar. En þegar aftur er sann- að off alkunnugt, að þegar verzl- anin var frjáls í fornöld, þá var landið í mestum blóma, og var þó kunnátta, handiðnir og skiptikost- ur og aðdrættir til sjávar allir j margfalt minni meðal þjóðanna, ! en nú er ; þegar alkunnugt er og | af öllum játað, að einokunarv.erzl- anin ltaíi drepið niður íólk og fé, ■ og við því búið, að hún eyddi landið ; þegar reynslan sýnir, að landinu hefir farið býsna mikið ; fram á seinni árum, og framfarir | þessar verða ekki raktar lengra en ! til þess 1787, enda verður heldur engin breyting sýnd á stjórn lands ins, sem þetta gæti leitt ai, nema verzlanin, — þá verður ekki annað fyrir, þó til einkis sé litið nema landsins sjálfs, heldur en játa, að verzlunarfrelsið ætti að vera sem rnest, og meðan nokkrir annmark- ar eru slíkir eftir, sem vanir eru að fylpja verzlunaránauð, þá eru þeir hver um sig en sterkasta á- stæða frelsisins, sem reynst hefir að öllttfn vonum. ísland á hægast með, að £á nauðsynjar þær, sem það þarfnast, með því, að leyfa öllttm, seon áað geta, að færa sér þær, hvort sem þeir taka sjálfir þátt í því eða ekki. Atvinnuvegir landsins dafna sv'O bezt, ,að værzlan itt sé setn frjálsust, og með þeim einum hætti geti kaupstaðir kom- ist á fót, svo í lagi fari. Alt ásig- komulag Islands mælir þess vegna með verzlunarfrelsi”. (NF. III. 71). þannig ritaði Jón Sigurðsson, þegar hann vmr að hefja baráttu sína fvrir algerðu verzlunarfrelsi, og hann lét aldrei vopnahlé á verða, fyr en það var fengið. Og nú höfttm við notið }>ess í rúmlega hálfa öld, og allar spár hans um þá blessun, sem af því mundi leiða, hafa f_vllilega ræzt. Honum mundi því sízt hafa til hugar kom- ið, að aldarafmælis hans yrði minst með því, að vega að óska- barni hans og landsins, verzlttnar- frelsinu. Og þó hefir þettá iyrir komið. En sem betur fer á þing Og þjóð eftir að fjalla um þessa fáránlegu einokunarflugu. Og þó ötullega sé nú tekið að gylla hana i blöðun- um, beggja þingflokkanna, þá er vonatidi, að ekki finnist eins marg- ir golþorskarnir i landinu til að gína við henni, eins og einokunar- nefndin heíir búlst við og til ætl- ast. Enda v^æri það lika hentast, því þegar betur er að gáð, munu menn sjá, að það, sem reynt er að láta Uta út sem gylling, er ekkert annað en spanskgræna. En hún er cins og allir vita, baneitrað óféti, og ílugan sjálf sú mesta óheilla- fluga, sem nokkru sintti hefir beitt verið fyrir fáfróðan almúga síðan alþingi var endurreist. En þó alþýðan íslenzka sé fá- ! fróð um margt, og henni geti þvi oft orðið vilt sýn, þá er hún ekki svo gleymin, að hún muni ekki : lengur einokunina fornu og alla þá óblessun og hörmungar, sem hún leiddi yfir landið. Hana mun því lítt fý-sa, að ganga sjálfviljug und- ir nýtt einokunarhelsi, og kunna vel að sjá, hvert stefnir, þegar far- ið er'að vega að verzlunarfrelsinu. því þ á e r vegið að fjöreggi landsins. V. G. (Eimreiðin). Syrpa. þriðja heftið af Syrpu er nýlega : útkomið og færir lesendunum fjöl- breytilegt efni, bæði skemtandi og fræðandi. Er þetta bezta heftið, , sem enn hefir birst, þó hin bæði hafi verið góð. Útgefandinn, herra Ólaftir S. Thorgeirsson, gerir sér auðsjáanlega far um, að gera rit- ið sem allra bezt úr garði, svo að kaupendurnir fái fullvirði cent- anna, er heftin kosta. þetta þriðja hefti er vert þess, að því sé sér- | staklega getið, og viljum vér því ' dæma innihald þess með fáum orð- um. Fyrst í heftinu er ‘‘þorrablót ’, saga eða skáldlýsing af Helga magra þorrablóti hér í Winnipeg. 1 Höfundurinn þorsteinn þ. þor- steinsson skáld, sem er vafalaust í fremstu röð ljóðskálda vorra hér | vestanhafs, slær hér á talsvert ó- líka streugi, en víða er frásaga hans sníellin og fjörug, og lýsingar prýðisgóðar, þó að skáldlegu gildi standi sagan hans ‘Tllagil’, er birtist í fyrri heftum Sj'rpu, fram- j ar. Hér er raunar alt annar blær á öllu ; í fyrri sögtmni alvaran, liér háðið ; og efalaust er það, að inargur mun hafa gaman af að j lesa Jiorrablótið. þar er danslok- ! ttnum lýst svona : “ Undir það seinasta hafði dans- ! inn orðið fjörmestur. Svo er það J oftast. þegar tíminn er á enda, þá finna menn bezt, hvers virði hann er og reyna að hagnýta sér hann sem bezt. þreytan hvarf hjá fólkinu, þegar I það hugsaði um, að nú væri skemtistundin eftir lítinn tíma lið- in á braut eins og ljúfur draumur. J Og hver og einn vildi halda dauða* haldi í þessa stuttu stund og njóta j hennar sem allra bezt áður hún j hyrfi og svefn næturinnax og ann- I ríki morgundagsins tæki við. Andardrátturinn varð þvngri og j tíðari og brjóstin urðu hvelfdari ' og hærri og komu betur saman. ! Handtökin urðu þéttari og inni- legri. Fæturnar liprari og mýkri og samtökin betri. Höfuðin höll- uðu sér nær hvert öðrit, svo heit- ur og ilmríkur andardrátturinn I lék um andlitin, við og við, eins J og angandi sunnanblær á sóldegi. I Samtölin urðu lægri, orðin færri, J en dýpri og viðkvæmari. Svörtu fötin urðu enn þá dekkri en nokkurn tima áður, eins og angur-hrygð skilnaðarins legðist yfir þau með öllum sínum sorgar- þunga. Og hvitleitu kjólarnir urðu fölari og fölari með hverri mínút- unni sem leið, líkt og bliknandi lilja í náköldum haustnæðingi. J>að var eins og aumingja fötin skildu, hvað fvrir dyruin beið. Að nú áttu þati að skilja fyrir langan — láitgan tíma Qg vera látin hvert í sínu lagi inn í myrka fataklefa með ýmsum öðrum spjörum, sem þau höfðu aldrei haft neina á- nægju af að vera með, — miklu frekar viðbjóð og leiðindi. þaS var þó raundöpur tilhugsun! Og hve- nær mundu þau svo sjást næst og fá að vera satnan eins og í nótt. Fá að strjúkast hvert við annað og fitla saman með kitlandi til- finningu ? — Hvenær ? — Máske aldrei ? Og örvæntingin sár og döpur hvíslaði að þeirn í hásum rómi : ‘‘Aldrei, aldrei! ” — En þá kom vonin, lítil og ljóshærð, tylti sér á tá og sagði við þau í bros- andi rómi : ‘‘Einhverntíma! Má- ske næsta þorrablót! ” Og orð vonarinnar dró mikiö úr áhrifum örvæntingarinnar og mý'kti sár liinnar svíðandi skilnaöarstundar vesalings fatanna”. Gullvel að orði komist, eða finst ykkur það ekki ? Næst kemur ‘‘Orustan við Hast- ings ’, eftir Pál sál. Melsted, tekin upp úr Tímariti hins ísl. Bók- mentafélags. Vel og satt sögð saga, eins og búast var við úr þeirri átt. þá kemur ‘‘Sagan af fingurlát- inu”. Er það japönsk smásaga, ! næsta fögur, og gott sýnishorn af því, hvernig Japanar innræta J börnum sínum dygðir og dáð, og j hafa ekki til þess neinar trúar- j kreddur. i’ ‘‘H'var er Jóhanm Orth, kon- í ungborni flakkarinn?” kemur þar [ næst. Segir þar frá 'æfintýrum austurriska erkihertogans Jóhanns 1 Salvadors, er lagði tign sína nið- ttr og kvongaðist söngmær, og j flakkaði síðan víða undir nafninu JJóhann Orth. Hargar sögur ganga af því, hvort hann sé lifandi eða j dauður, og er hér sagður ferill hans. Frásögnin er spenn*ndi. þá kemur “1 sýn og þó fallinn sýn”. Sönn saga þýdd, er segir frá, hversu enskur trésmiður ! stalst farbréfslaus vestur um haf, og komst klakklaust á land í Can- ada. Ilér er góð lýsing á meðferð- J inni á vesturförum með fólksflutn- ingaskipunum. Annað í þessu hefti er ‘‘Smá- i vegis” ; ýmiskonar fróðleikttr og gaman. þetta hefti kostar að eins 25 ; cents, en hiu tvö heftin hafa kost- : að 35 cents hvort. AuÖveldlega ættu allir að geta séð af jafn lít- ' illi upphæð, og betur yrði henni j ekki varið, en til að kaupa Syrpu. Hlún er réttnefnd dægradvöl og | ætti að komast inn á hvert vest- ur-íslenzkt heimili. MHMIQM—WH • O W»M> EF þAÐ KEMUR FRA B.J.WRAY MAFVÖBUSALA. þÁ ER þAÐ GOTT. | Viðskifti íslendinga' óskast. BÚÐIN Á HORNI Notre Dame & Home Talsimi : Garry 3235. ••••« SÉRSTAKT TILBOÐ til þess að gera íslending- um kunnar vörur vorar. Hver sá sem færir okkur þessa auglýsingu fær 5 pund blikk-kassa af kaffi, sem kostar 40c pundið, fyrir $1.50. Vér gerum alla ánægða City Tea & Coffee Company ! 624 Ellice, Cor. Maryland Talsímí Sheeb. 436 omm INBlSTklÁL E/HIBITION WINNIPEÍ&1 ~ WESTERN CANADA’S Centenary THE.GREATEST YEAR OF THE WEST’S GREAT FAIR JtJX IO“-20a EXCURSIONS FROM EVERYWHERE NATICNAL ENCAMPMENT CANAOIAN BOY $C0UT$ x>ocxxxxx Mooeoott f ÓKEYPIS BÓK UM * MANITOBA AKURYRKJU og innflutninga deildin mælist til sauiviuuu allra fbúa fylkisi'is til þess að tryggja aðsetur í þessu fylki, nokkurs liluta þeirra mörgu innflytjenda sem nú koma til Vestur-Canada. Þetta fylki veitir^duglegum Jmönnum ðviðjafnanleg tækifæri. Her eru þúsundir ekra af ágætu landi til heimilisrettartöku ásamt með stórum land svæðum sem fúst keypt á lágu verði. Margar ágætar bættar bújarðir eru fáanlegar til kaups með sanugjörnujverði, og aðrar bújarðir fást leigðar gegn peninga borgun eða árlegum liluta uppskerunnar. Gröða möguleikinn f Manitoba er nákvæmlega lýst í nýju bókinni, sem akuryrkju og inuflutninga deildin hefir geíið út og sem verður send ókeypis hverjum sem um hana biður. Allir þeir sem láta sér annt um framfarir Manitoba ættu að senda eintak af bók þessari til vina sinna og ætt- ingja f heimalan Jsins, ásamt með bréti um líðan þeirra og framför hér. Slfk bréf ásamt með bókinni um “Frosper- ous Manitoba” mun suglýsa þúsundum komandi inn- flytjenda kosti þessa fylkis. Skrifið f dag eftir bókinni til undirritaðra sem svo senda yður hana tafarlaust, J. J. OOLDEN. Deputy 3finister of Agrículture, Winnipeg Jíanitoba JOS. BUHKE, 178 Logun Avenue. Winnipeg, Manitoba. JAS. IIARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ontario, J. F. TENNANT. Gretna, Manitoba, IF. IV. UNSWORTII. Emerson, Munitoba; og allru umboðsmanna Dominion stjórnarinnar utanríkis. Meö þvl að biðja æflnle$a nrn ‘T.L. CIGAR,’’ þáertu vissaö fá ágætan vindil. T.L. (CXIOX MAfíE) Western Uigar i'aetory Thomas Lee, eigandi Winncipet? TlieWinniiiegMeWoite LIMITED 50 Princess St, Winnipeg VERZLA MEÐ Nýja og brúkaða öryggis skápa [safes], Ný og brúkuð “Casli Registers” Verðið lágt, Vægir söluskilmálar, VÉR BJÓÐUM YÐUR AÐ SKOÐA VÖRURNAR. \/ITUR MAÐUR er varkár með að drekka ein- V göngu hreint öl. þér getið jafna reitt yður á. DREWRYS REDWOOD LAGER þaö er léttur, freyðandi bjór, geröur eingöngu úr Malt og Hops. Biðjið ætíð um hann. E. L. DREWRY, Manufacturer, WINNIPEG.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.