Heimskringla - 26.06.1913, Page 8
8. BXSj
WINNIPEG, 26. JÚNÍ 1913.;
HEIMSKRINGLA
Það borgar sig að
vera viss í
PÍANO KAUPUM
Það borgar sig að Kaupa
bjá vel f>ektum félögum
sem ábyrgjast það sem
þau selja.
THE
House of Mclean
Veljið
Victor
Records
úr
byrgðum
vorum
ábyrgest hvert hljððfæri
sem f>eir selja
Með því að kaupa þar
ertu fullviss um að fi f>að
besta.
| UmræÖuelni í Únítarakirkjuntti
|næsta sunnudagskvield ; Eru ó-
sannindi afsakanleg undir nokkrum
j krinvumstæöum ? — Allir vel-
komnir.
Ilarry Preece, unglingspilturinn,
isem varð undir biíreið hér um
: daTÍnn, og slasaðist svo að honum
; var ekki lif ætlaö, er nú samt á
svo góðum batavegi, að hann er
talinn úr hættu. Áverkinn var
mjög- alvarlegur ; viöbeínið slitn-
aði frá bringubeininu og tvö rif
hrotnuðu ; auk þess særðist hann
í andliti og- á höfði. En það, sem
bjargaði lífi hans var, að hann vat
ekki skaðaður að mun innvortis.
Séra Hjörtur J. Leó messar i
Skjaldborg næstkomandi sunnu
dagskveld á venjulegum tima.
J. W. KELLY. J. REDMOND og W. J.
RÖSS, einka eigendar.
Winnipeg stærsta music-búðin
Cor. Portage Ave. and Hargrave Street.
Fréttir úr bænum
íslenzkir Goodtemplarar fóru
skemtiför til Gimli á þriðjudag-inn
og fjölmentu. Var mikið um fagn-
að þar neðra, ræðuhöld, söngur,
leikir, dans, sund og ljúffengar
væitingar. Skemtu þeir sér mjög
vel, er þátt tóku í förinni.
Usgmetinafélag Únítara heldur
fund fimtudagskveldið 26. þ. m. :
samkomusal Únítara. Allir rnieð
limír ^Snir að mæta.
THOS. JACKSON 3 SONS
selur alskonar byggingaefni
svo sem;
Sandstein, Leir, Reykháfs-Múrstein, Múrlím, Mulið
Grjót (margar tegundir), Eldleir og Múrstein,
Reykháfspípu Fóður, Möl, ‘Hardwall PlastÆ’,
Hár, ‘Keenes’ Múrlítn, Kalk (hvítt og grátt og
eldtraust), Málm og Viðar ‘Lath’, ‘Plaster of
Paris’, Hnullungsgrjót, Sand, Skurðapípur,
Vatnsveitu Tígulstein, ‘Wood Fibre Plaster’. —
Einnig sand blandað Kalk (Mortar), rautt, gult,
brúnt og svart.
Aðalskrifstofa:
370 Colony Street. Winnipeg, Man.
8imi, 62 off «4
Otibú:
WEST YARD borni á Ellice Ave. og Wall Street
Sími ; Sherbrooke 63.
ELMWOOD—Horni & Gordon og Stadacona Street
Sími,: St. John 498.
FORT ROUGE—Horninu á Pembina Highway og
Scotland Avenue.
Miss Lilly Benedictson, frá Graf-
ton; N. Dak., kom hingað til borg-
arinnar fyrra þriðjudag, og ætlar
að dvelja hjá systur sinni, Mrs
Cain, Suite 6, Wingolf Blk., um
þriggja mánaða tíma.
Hitar miklir haia verið undan-
farna daga, og bera tnargir sig
aumlega undan þeim. En kærkomn
ir eru hitarnir landbóndanum, ekki
sízt þar sam regnfall hefir verið
þessu samfara öðru hvoru.
Á miðvikudagsnóttiin.a var komu
hingað til borgarinnar 26 islenzkir
vesturfarar, flestir af Suður- og
Vesturlandi. Sögðu þeir fátt
markvert til tíðinda, nema hvað
ferðin hefði giengið vel, og að mik-
ill vesturferðahugur væri í mönn-
um þar heima.
Hingað komu á föstudagsmorg-
uninn frá Reykjavík Guðmundur
Jónsson klæðskeri, er heim fór í
fyrra sumar, og Jón Ólafsscxn,
báðir til langdvalar. Ennfremur
Jóhann Jóhannesson kaupmaður, í
kynnisför. Hann er bróðir Dr. Sig.
Júl. Jóhannessouar í Wynyard, og
einn af stærstu “business" mönn-
um í Reykjavik, sérstaklega í fast-
eignasölu. Maðurinn er framtaks-
samur atorkumaður, og hefir hver-
vetna látið mikið til sín taka þar
sem hann hefir komið við, en það
hefir víða verið. Vér bjóðum þenn-
an tróða gest velkominn, og von-
um að honum lítist vel á lands-
háttu og þjóðarbrag hér í Canada.
það var glatt á hjalla á heimíli
þeirra Mr. og M,rs. J. Th. Clemens,
660 Home St., á miðvikudags-
kveldið var, 18. þ.m. þá þyrptust
þangað, öllu heimilvsfólki að óvör-
um, um 50 manns, og gengu menn
inn óboðnir með söng og gleðilát-
um og gerðu sig beimakomna.
Voru þetta nokkrir af vinum og
kunningjucn hr. Th. J. Clemens,
yngsta sonar þeirra Clemens-hjóna,
sem komu þangað í því skyni að
árna honum fararheilla, því þeir
höfðu fregnað, að hann væri á
förum úr bænum. Eftir að menn
höfðu skemt sér góða stund við
söng og hljóðfæraslátt og samræð-
ur, kvaddi hr. Th. H. Johnson sér
hljóðs ; kvað hann menn hér sam-
ankomna í því skyni, að sýna hr.
Cletnens vináttuþel sitt og virð-
ingu og árna honum fararheilla,
því vinir hans vildu ekki, að hann
færi svo úr bænum, að þeir sýndu
honum ekki nokkur merki váiáttu
sinnar og hlýhugs. Hann hefði með
framkomu sinni allri áunnið sér
velvild og virðing fjölda íslendinga
hér í bæ, — miklu fleiri en hér
væru viðstaddir í kveld. Að end-
ingu .afhenti ræðumaður hr. Th. J.
Clemens demantshring, sem gjöf
frá hinum viðstöddu vinum hans
ocr nokkrum öðrum, er ýmsra or-
saka vegna ekki gátu verið þar
viðstaddir. Hringurinn var hinn
bezti gripur. — Hr. Clemens stóð
þá upp og þakkaði fyrir gjöfina og
hlýhug vina sintia. — Eftir það
tóku menn á ný að skemta siér á
vmsan hát't, og konurnar báru
fram ágætar veitingar, er þær
höfðu haft meðferðis, og voru gest-
ir þar lengi fram eftir nóttu við
dans, spil og annan fagnað. Sam-
sæti þetta var hið myndariegasta.
— Hr. Th. J. Clemens, sem undan-
farið hiefir stundað fasteignasölu í
sambandi við The West End Rea-
altry Co., thr í vikunni vestur í
land, og bjóst jafnvel við aö fara
alla leið til Kyrrahafs.
Látinn er að Cedar Spur, Minn
unglingsstúlkan Elenor Smith, eít
ir tveggja ára legu í tæringu. —
Hún var af íslenzku foreldri og
hin efnilegasta og bezta stúlka
Hún varð að edns 16 ára. Foreldr-
ar luennar, Mr. og Mrs. Pétur
Smith, eiga nú heimili í Cedar
Spur, en bjuggu áður um all
mörg ár að Warroad, Minn.
Eftir 1. júlí liður pósthúsnafnið
Moose Horn Bay undir lok og
kallast framvegis Silver Bay. Mun
það nafn hafa þótt fegra og betur
sæmandi. Allir þeir, sem bréfavið
skifti eiga við einhverja á Moose
Ilorn Bay, verða eftir mánaða
mótin að skrifa Silver Bay.
Mr. og Mrs. Ólafur Thorlacius
Boldbourne, og Eyjólfur Sveins
son, frá Oakview, voru hér á ferð
fyrir helgina.
Borgfirðingafélagið hefir áform
að að hafa “picnic” þriðjudaginn
1. iúlí næstkomandi í Cdty Park.—
í ráði er, að liafa um hönd ýmis-
lega leiki og sömuLedðis veitingar
Allir tslendingar velkomnir!
Mr. og Mrs. Guðjón Thomas
fóru vestur til Saskatchewam
laugardagskveldið, og verða þar
um þrigtrja vikna tíma.
Henri Bourassa, leiðtogi Nation-
alistanna, dvaldi hér í borginni
nokkra daga um og eftir helgina
Hann hélt fyrirlestur í Manitoba
Hall á föstudagskveldið “um
skvldur vorar við ríkisheildina
og var sá fyrirlestur fluttur aif
meiri málsnild en hér hefir alment
hevrst, en innihald hans var ekki
eftir því kjarnmikið. Hann vildi að
Canada legði ekkert af mörkum
til varnar alríkinu, og vildi heldur
ekki, að Canada kæmi sér upp
fiota meðan það væri háð öðru
ríki. Lýsti sér gegnum allan fyrir-
lesturinn, að skilnaður frá Bretum
var etst á baugi í hugskoti ræðu
manns. Hann skammaði og Bor-
den og Laurier á víxl, en Borden
þó öllu meíra. — Bourassa var
gefið gott hljóð, en lítið var um
samhygð hjá áheyrendunum, og
mátti marka það á því, hve fáir
klöppuðu. — Næsta dag flutti Mr.
Bourassa annan fyrirlestur hjá
löndum sínum í St. Boniface, og
var hann gestur “Franska félags-
ins’’ svokallaða, þar til hann fór
héðan á þriðjudaginn. — Henri
Bourassa er merkilegur maður fyr-
ir margra hluta sakir. Hann talar
flest-öllum betur, og það með þeim
eldmóði, samfara hæversku, að £á-
dæmi má telja. Engin furða, þó
hann hafi mikil áhrif meðal landa
sinna í Quebec. En þar, og hvergi
aanarstaðar í Canada — á hann
heima.
Hr. Andrés Skagídd, Hove P.
O.., var hér á ferð um helgina.
SAFNAÐARFUNDUR Á GIMLI.
Fundur verður haldinn í Únítara-
söfnuðinutn á Gimli á sunnudag-
inn 7. júlí, að lokinni messu. Séra
Rögnv. Pétursson messar, og hefst
messugerð kl. 2. — Aliir safnaðar-
meðlimir eru ámintir vím að mæta,
því mjög mikilsvarðandi málefni —
prestskosning — liggur fyrir fuud-
inum.
0TBOÐ
Tilboðum verður vedtt móttaka
af undirrituðum upp til 5. júlí fyr-
ir veitingaleyfi á Íslendindadaginn
2. ágúst í sýningargarðinum. Til-
boðin geta verið bœði fyrir veiting-
ar og máltíðir, eða fyrir annað-
hvort. TiLboðunum verður að
fylgja, hvaða matartegundir verði
á boðstóluni og áætlað verð þeirra
Frekari upplýsingar fást hjá
Ó. S. THORGEIRSSON,
ritara nefndarinnar.
Kirkjuþing Lúterana.
Hið tuttugasta og áttunda þing
hins íslenzka lúterska kirkjufélags
var haldið á Mountain, N. Dak.,
dagana 19. til 24. þ. m. Voru þar
samankomnir allir prestar kirkju-
félagsins, að tveimur undanskild-
um, og fulltrúar frá fiest-öllum
söfnuðum. Sátu þingið fullir fjórir
tugir manna.
Margt ver til meðferðar, en hvað
helzt gerðist í hverju máli höfum
vér ekki enn frétt.
Fvrirlestra fluttu ; Séra Friðrik
Ilallgrímsson og séra Guttormur
Guttormsson, og séra N.S. Thor-
láksson hóf umræður um “Tíma-
bæra prédikun”. Tóku nokkrir aðr-
ir til máls þar um, og voru flestir
þeirrar skoðunar, að það eitt væri
tímabært, sem biblían kendi.
Stjórn kirkjufélagsins var öll
endurkosin, nfl.:
Forseti—Séra Björn B. Jónsson.
Skrifari—Séra Friðrik Kall-
grímsson.
Féhirðir—Hr. J. J. Vopni.
Varaforseti—Séra N. S. Thor-
íThorláksson.
Varaskrifari—Séra K. K. OlaÆs-
son. 1
Varaféhirðir—Hr. Friðjón Frið-
rtksson.
þinginu var sem áður er sagt
slitið á þriðjudagskveldið.
Flestir af kirkjuþingsmönnum
hér úr nágrenninu komu hingað til
borgarinnar í dag.
fram mjög rausnarlegar veitingar
og stóð samsætið yfir í eina 3—4
kl.tíma, og fór alt mjög myndar-
lega fram.
Einn af gestunum
Eldstó til sölu.
Lítið brúkuð eldstó til sölu að
Suite 21 Verona Blk., fyrir hálf-
virði.
FÆÐI OG HÚSNÆÐI.
Fæði og húsuæði selur Mrs. Arn-
grítnsson, 640 Burnell St. Sérstak-
lega óskað eftir íslendingum.
Tveir eða þrír reglusamir menn
?eta fengið fæði og húsnæði að 640
Burnell St. fyrir sanngjama borg-
un- Mrs. Ben. Johnson.
Að kaupa sumarvarn-
ing er vandamál.
EITT af þeim vandamálum sem sumarið hefir í för með
sér er varningskaup.
Það er ekki auðráðið fram úr því. Margt að kaupa, marg-
ar teguudir að velja úr. Oft lftið um peuinga, og efni og
verðgœði mismunandi.
Engim furða þótt fólk kvíði fyrir sumarkauptfðinni, allra
helzt f hitatfð.
Hver sá sem þannig er ástatt fyrir, hver sá sem vill fá
góða vöru á lfku verði, hvað helzt sem það er, til hans er
Eatons Mail Order Specials
ómissandi. Póstpöntunarfyrirkomulag vort er til þess ætlað
að viðskiftamaðurinn, þótt hann sé mörg þúsund mflur í
burtu, geti gert kaupj sín jafnhaglega og þó hann væri staddur
sjálfur hér f Winnipeg. Nútíðar aðferðin að kaupa er með
tilhjálp vörulista vors — með pósti.
Vér höfum undirbúið að gefa þeim sem í fjarlægð búa
hagnað af sumar verzlun vorri. Til þess þurfið þér að fá
miðsumar-aölulista vorn og panta eftir honum snemma,
Það er yðar hagnaður að panta vörurnar í Júlf, meðan
byrgðirnar ern fullkomnar hjá oss.
Hálfsárs auka vörulisti vor, með myndum og upplýsing-
um, er um það að verða tilbúinn til útsendingar. SKRIFIÐ
EFTIR UPPLÝ8INGUM. Það kostar ekkert,
Lítið eftir auglýsingu frá oss á þessum stað í næstu viku.
Þá segjum vér yður meira viðvíkjandi miðsumar sölu vorri.
Það borgar sig vel að taka vel eftira uglýsingum vorum.
^T. EATON CO.
WINNIPEG,
LIMITEfl
CANADA.
Tvíbökur
er hollur o? hentugur brau&matur
alla tíma ársins, en einkum í hit-
um á sumrin. Seljast og sendar
hverjum, sem hafa vill í 25 punda
kössum eða 50 punda tunnum á
11 cents pundiS. Einnig gott
hagldabrauð á lOc pundíS.
Aukagjald fyrir kassa 30c, fyrir
tunnur 25c.
G. P. THORDARSON.
1156 Ingersoll St
Dr. G. J. Gíslason,
Physlclau and Surgeon
18 South 3rd Str,, Orand Forks, N.Dah
Athygli veitt AUONA, ETRNA
og KVERKA SJCKDÓNUM ð
SAilT 1NNV0RTI8 SJÖKDÓJM-
UM og UPPSKURÐI, —
TIL LEIGU.
Stort herbergi, nieS eða áu hús-
gagna, eftir því sem óskast, er til
leigu, fyrir einhleypa, aS Suite 21
Verona Blk., horná Victor & Well-
ington.
Eitt silfurbrúðkaupið enn.
Á sunnudaginn 15v þ. m. t6k
stór hópur a£ vinum og vanda-
mönnum Árna Gottskálksssonar á
Gitnli og Petrínu konu hans sig
saman um, aS heimsækja þau al-
vejr aS þeim óvörum, í tilefni af
25 ára hjónabandi þeirra.
Prestur safnaSarins, séra Carl
Olson hafði orð fyrir gestum og:
hélt rajög- lipra ræSu. Síðan varj
sunginn einn sálmur. þar næsti
talaSi Benedikt Frímannsson fyrir
minni brúShjónanna og afhenti |
ieim gjöf, rúma $40.00 í peningum
á silfur-brauðdiski ; og ennfremur
ermahnappa og brjóstnál handa
brúSgumanam, og hálsfesti og
men handa brúSurinni,
Næst talaSi Ásbjörn Eggertsson
fvrir hönd brúðhjónanna. þakkaSi
öllum hjartanlega fvrir heimsókn-
ina og gjafirnar, sem hann sagSi
aS þau findu sárt til aS þau hefðu
ekki verSskuldað.
Ennfremur héldu stuttar tölur :
Gottskálksson, bróðir brúSgum-
ans, og Baldvin Anderson.
SíSan bar kvenfélag sainaSarfns
Tvö uppbúin herbergi eru til
Ieigu fyrir reglusama karlmenn, aS
504 Agnes St.
Stórt herbergi til leigu að 1030
Garfield ave., meS öllnm nýtízku
þægindum.
Hestar til sölu.
Tveir keyrsluhestar í ágætu
standi, fimm og sjö vetra gamlir,
eru til sölu.
Hestarnir eru-til sýnis í hesthúsi
A. S. Bardals. Semja má viS
hann eða eigandann.
H. MAUNU550N,
696 Banning Streiee.
n
í
Fort Rouge Theatre
Pembina og Corydon.
AGÆTT HREYFIMYNDAHCS
Beztu myndir sýndar þar.
Jonasson, eigandi^^J
■ Beztu
1 J* J<
JÓN HÓLM
GullsmiSur í Winnipegosis bæ
býr til og gerir viS allskyns
gullstáss og skrautmuni. Sel-
ur ódýr en öflug gigtarlækn-
inga-beltL
*-
Dr. J. A. Johnsnn
PHYSICIAN and SURGBON
MOUNTAIN, N. D.
VICO
Hið sterkasta upprætingarlyf
fyrir skordýr.
Upprætir meðan þú horfir á
öll SKORKVIKINDI, VEGGJALÝ3. KAK"
KERLA( MAUR. FLÓ, MÖLFLUGUH
oa alslans smókvikindi. Þaó eyóilegdur
eflfíin og lirfnna og komur þaanÍM í ve«
fyrir óþægindi.
Það svíkur aldrei.
VICO er hœttulaust 1 meóferó og skommir
engan blut Þólt af ffnustu geró sé.
Selt á ðllnm apóteknm og bói» til af
Parkin Chemical Co.
400 McDERMOT AVB, , WINNIPEG
PHONB GARRY 4254
The Manitoba Realty Co.
310 Mclntyre Blk. Phone M 4700
Selja hús og lóðir í Winni-
peg og grend — Bújarðir í
Manitoba og Saskatchew-
an.—Útvega peningalán og
eldsábyrgðir.
S. Arnason
S. D. B. Stephanson
f
Gleði frétt
er þaö fyrir alla sem þurfa að
fé sér reiöhjól fyri* sumariO, aö
okkar UPERFECT“ reiöhjól
(Grade 2) hafa lœkkaö I veröi um
5 dollars, og eru þó sterkari en
nokkru sinni óöur.
Kf þér haflö cinhvern hlut,
sem þér vitiö ekki hver getur
getur j?crt viö,, þé komiö meö
hann tu okkar,—Eínniar sendum
viö menn heim til yöar ef aö
bifreiöin yöar vill okki fara é
stnð oar komura 1 veg fyrir öll
slík óþægindi,
Central
Bicycle Works,
56Ó Notre Dame Ave.
S. MATHEWS,
Kigandi
CRESCENT ISRJÓMI
er Sviðjafnanlega
BRAGÐGÓÐUR og HOLLUR
Þegar þú vilt gefa kunn-
ingjum þfnum góðgjörðir,
þá hafðu það
RJÓMA frá CRESCENT
Það er betra en nokkurt annað
sælgæti
Talsími : Main 1400.
CANADA BRAUÐ
hreinasta fæða
Þú ert aldrei of varkár með
fæðuna sem þú bordar, Heils-
an er komin uodir hreinleika
fæðunnar.
CANADA
BRAUÐ
inniheldur öl. beatu nærinvar
efni
Biðjið um
t’ANADA BRAII)
5 cent hvert.
TALSÍMI SHERBR. 2017
LYFJABÚÐ.
fig hef birgöir hreinustu lyfja af
öllum tegundum, og sel á sann-
gjörnu veröi, ^ Komiö og heim»ækiö
mig í hinni nýju búö minni, á norn-
inuóEUice Ave-og Sherbrooke St.
J. R. R0BINS0N,
COR ELLICE it SHBRBROOKE,
rhone Slierbr. 4348