Heimskringla - 04.09.1913, Page 3

Heimskringla - 04.09.1913, Page 3
HEIMSKRINGI/A WINNIPEG, 4. SEPT. 1913. BLS. Islands fréttir. Frá Alþingi. kennara vantar vi5 Mikleyjar skóla No. 589, frá byrjun september til nóvember- loka næstk., og- frá byrjun marz til júniloka 1914. Umsækjendur veröa a5 hafa kennarapróf og sendi tilboð sín til undirritaös og nefni kaup þaÖ, sem þeir vilja fá. W. Sigurgeirsson, Sec’y-Treas. Hekla P.O.., Man., 31. júli 1913. Eru hinir stærstu og bezt kunpu húsgagnasalar í Canada GÓLFDÚKAR og GÓLFTEPPI, TJÖLD og FORHENGI, Marg fjölbreyttar. KOMIÐ EÐA SKRIFIÐ: CAHADA FURNITURE MFC CO. wiMKirm • i •’Sherwin - Williamst P AINT fyrir alskonar húsmálningu. ** Prýðingar-tfmi nálgast nú. ** .. Dálftið af Sherwin-Williams .. ** húsmáli getur prýtt húsið yð- •• l! ar utan og innan. — B r ú k i ð 4* ekker annað mál en þetta. — «» S.-W. húsmálið málar mest, ** ** endist lengur. og er áferðar- .. ,. fegurra en nokkurt annað hús ** • • mál sem búið er til. — Komið * * inn og skoðið litarspjaldið.— •• CAMERON & CARSCADDEN QUALITY HAIÍDWARE jt Wynyard, - Sask. ©QO Íþrótta áhöld af beztu tegund. u Vér höfum á boðstúlum als- konar áhöld sem að íþrótt- um lúta, innan húss og utan. Gem”, byssur og skot- færi. Verkfæri fyrir veiðimenn, ferðamenn og landmælinga- menn. Vér ábyrgjumst vörurnar og að gera alla ánægða. Reynið og sannfærist Aðsetur íþrótta verkfæra er hjá oss. P. J. Cantwell & Co.Ltd. 346 Portage Ave. Phone Main 921 Vantar vinnukonu. Þarf að vera þrifin og dugleg og vön húsverkum. Gott kaup í boði. Þeir sem sinna yildu tali við húsfreyjuna að 39 Arlington St. IIRAKFARIR RÁÐIIERRA. það á ekki út að aka fyrir ráö- herra á þessu þingi, því hvar hrakförin rekur aðra, og virðist nú sem all-íles t aí frumvörpum þeim, sem hann lagði fyrir þingið, verði molduð, og má það dacrna- laus't heita. 1 neðri deild er ráð- herra í auðsæum minnihluta, og harla tvísýnt, hvort hann heíir meirihluta í sam.einuðu þingi. Neðri deilclin liefir leikið hann hart,, fvrst með því að lýsa van- þó'knun sinni á afskiftum hans af lotterí-málinu, og þar næst m©ð því, að drepa frumvörp hans hvert á fætur öðru,, og ]rað þrátt fyrir það, að hann lagði sig allan í framkróka til að fá þeim fram- geuigt. Eaunahækkunarfrv. hans fengu hina örgustu iitreið, scm nokkur frumvörp geta fengiö, — ílest 1 eða 2 meðatkvæði. En þó £ékk ráðherra öllu eftir- minniletrri útreið í þinginu þann 4. ágúst, er báðar deildir þingsins evddu fvrir honum 8 frumvörpum, í ofanálag á alt, sem á undan er gengið, og það ílest frumvörp, er ráðherra lagði afarmikla áherslu á og áleit mjög áríðandi að fengi framgang. í neðri deild lognuðust ut af öll skattafrumvörpiii, 7 talsins, sem stjórnin lagði fyrir deildina. Frumvörpin voru þessi : 1. Um fasteignaskatt. 2. Um tekjuskatt. 3. Um skattanefndir. 4. Um jarðamat. 5. Um laun hreppstjóra. 6. Um verðlag. 7. Um tíma þann, er manntalsc þing skulu háð. Tveim fyrstu £rv. hafði fleyzt til þr Öju umræðu fyrir sérstaka náð ; hin 'vöru öll til annarar umr. Umræðurnar urðu snarpar og all-langar um fyrsta frv. Öótti ráðlierra það mcð ofurkappi, að fá frv. samþy'kt. þótti þar mest sæmd sín við liggja. Ilafð honum tekist, að telja eitm bændaflokks- mann (Tryggvá frá Kothvammi), er andvígur var frv. til þess að greiða þvi atkvæði til e.d., svo það yrði rætt þar betur, í því trausti, að það kæmist ekki lengra en þangað. E.P.: Var á móti, að frv. væri samþ., þar það væri ekki nægilega undirbúið. Og þótt frv. væri nú felt, þyrfti ekki að taka það sem vantraust við stjórnina. K.D.: Lög þessi verða illa þokk- uð hjá þjóðinni, ef þau ganga í gilcli. I/.H.R. sagði frv. hafa verið áður C'flofað af meðhaldsmönnum þess. Tók dæmi af manni í kaup- stað, er ætt'i 5 þús. kr. hús, á því hví’ldu þinglesnar skuldir 4 þús. kr., nú þyrfti hann að borga ai þessari eign sinni í landssjóð 1 kr. 50 au., en eftir frv. 10 kr., og af 700 ferálna lóð, sem fvlgdi, gildi hann nú ekkert, eftir frv. 2 kr., — eða alis 12 kr. f stað kr. 1.50 ; gerði hann manninum 1900 kr. tekjur, — hann ætti 3 börn, við það drægist frá eftir frv. 300 kr., eftir væru 700 kr. — þá yrði hann að 'rjalda í tekju- og eignaskatt alls kr. 14.85. Enn tók hann dæmi af sjálfseignarbóuda, er ætti 20 hndr. jörð og 10 hndr. í lausafé. Eftir núgildandi lögum borgaði þessi bóndi kr. 9.90 i landssjóð, en eftir frv. mundu gjöld hans verða kr. 36.00. Ekki næg sönnun fyrir kostum þessa frv. að vitna til annatra lánda. Hann væri á móti þessu frv. sjálfs sín vegna, af því það væri ranglátt og óþarft. T.eikslokin urðu þau, að frv. var felt með 12 atkv. gegn 12, að við- höfðu nafnakalli. Já sögðu : Einar Jónsson, H. Hafstein, Jóh. Tóh., J. Magn., Hr. J., Magn.'Kr., Matth. ól., ól. Bri- em, Pétur, Sig. Sig., Stef. Stef. og Trvggvi. Nei sögðu : Eggert Pálsson, Jón sagnfr., Ben. Sv., Bjarni, Bj. Kr., G. Eggerz, Halldór Steinsson, Kr. Daníelsson, L.H.B., Sk. Th., Val- týr og þorleifur. Jón ólafsson greiddi ekki arkv., þótt hann teldi frv. ganga í rétta átt í sjálfu sér, með því að nauð- svn til tekjuauka handa landssjóði væri ekki fvrir hendi. T>ví næst tók ráðherra aftur hin frumvörpin sex, en Björn Krist- jánsson tók upp frumvarpið um jarðamat. Fyrsta grein þess var feld með 13 atkv. vegn 3 og frumvarpið þar með fallið. Bjarni Jónsson .tók upp frv. um verðlag, og var fyrsta gr. þess feld með 10 atkv. gegn 3. Frv. þar með falKð. Svo voru stjórnarfiðar ruglaðir I or&nir, aS sumir þeirra sjálfra greiddu atkvæði inóti þessnm tveim stjórnarfrv. Ekki voru hrakfarir stjórnarinn- ar úti með þessu, beldur tók efri deild sig til sama daginn og feldi með níu atkvæðum gegn ]>remur stjórnarfrumvarp um takmörkun á réttS ólöglærðra anna til þess að flytja mál íyrir undirréttd. Já sögðu : Steingr., G.B. og J. Ilafsteen. Nei sögðu : B. þorl., sr. E. J., Eir. Br., Hiákon, J. Jónatansson, Jósep, Sig. Eggerz. Guðjón og þórarinn greiddu ekki atkv., taldir með meirihluta. Deildin feldi og íræðslumáLrfrv. stjórnarinnar nokkrum döguttr áð- ur. Ráðheirra fann sér þá huggun í þessu andstrevmi, að einhverjir þingmenn höfðu sagt, að þeir greiddu ekki atkvæði móti frum- vörpunum til að sýna ráðherra mótspyrnu, heldur sgkir þess, að þeir væru frumvörpunum sjálfum andstæð’ir. En í þesstt felst einmitt liin þvngsta vantraustyfirlýsing til stjórnarinnar, þar sem öll verk hennar eru talin svo herfilega bág- borin, að þeim verði ekki, jafnvel með bezta vdlja, nokkur liðsemd léð. * Móti efling Landsbankaíis (á bann hátt, að landssjóð«ir taki að sér ábyrgð á sparisjóðsfé hans, svo að bankinn gæti haft varasjóð sinn í veltu) greiddu atkvæði í tteðri deild fvrrverandi og núver- i andi bankastjórar íslaiidsbattka, | þeir Ilannes Hafstein ráðherra og Kristján Jónsson dómstjóri, og ennfremur trygðatröllin, bæjarfó- getarnir Jón Magnússon og Jóhs. Tóhannesson. Nokkrir greiddu ekki atkvæði, b. e. lögðust í rauninni á móti málintl, þar á meðal ýmsir bændaþingmenn, svo sem SÁg. Sig. er líklega telur nú Ámesinga ekki burfa á bankafé að halda, — held-r ur eigi latidssjóður að leggja þeim það til, er þá vanhagi utrt (nú síð- ast iárnbraut, með þeim vildar- kjörurn, sem kunn eru orðin). Eins og sést hefir hér í blaðinu, kom nefndin í Landsbankamálinu og fram með annað frumvarp um, að landssjóður leggi bankanum tíl árlega 100 þúsund' krónur á ári í 20 ár, til að greiða 2 milión króna lán T.andsbankans, þó bannig, að I>ankinn greiði vexti lánsins. 1. þinvmaður Arnesinga, Sig. Sig., vill nú endilega (ásamt Pétri J.), að bankinn haldi áfram að greiða landssjóði háa vexti, þótt lánið, sé greitt. Sýnir það, að hann er í hverju einu andvígur stofnuninni, hvort sem það kemtir til af kaia til hentiar eða af fvlgispekt við ráðherra II.II. * Björn Kristjánsson ber fram frumvarp í neðri deild um skoðun veða, og kom það til umræðu 5. ágúst. B.K.: þörf á skoðun veðanna, þau geta gengíð úr sér. Söfnunar- sjóður lætur skoða sín veð á 5 ára fresti. Skoðunin ekki dýr, ætti að nægia trvggilegt vottorð, er lántakandi útvegaði sér, samkv. ósk bankastjóra ; ef hann ekki yrði við þeirri ósk, ætti bankastjóri að hafa rétt til að skoða veðið iá kostnað lántakanda. V. G.: Frv. óskýrt, kostnaður við veðsmat ætti að vera setm minstur. Samkvæmt þessu frumv. gætu bankamenn gert lántakanda mikinn og óþarfan kostnað. E. J-: Hvað hefir bankinn að gera við alla sína starfsmenn ? Grúska þeir í gömlum skjölum ? því sagt er of lítið starfsfé. Menn bankans ekki gætt hags bankans sem vera bar við ýtns tilfelli, t. d. í Ólafsvík fyrir nokkru, og við Bakkabúð í Reykjavík. J. ól.: Benti á það um daginn, að bankamettn hefðu nóg að starfa. J. M.: Hygg að þingið vart hafi leyfi til, að leggja nýjar kvaðir á lántakendur, er þegar hafa fengið lán. Bankinn getur án nýrra laga sett þau ákvæði fýrir lánveitingu, sem þörf er á viðvíkjandi skoðun veða. Yísað til bankanefndar. * Frumvarpið um rétt reykvíkskra | kjósenda til þess að kjósa borgar- I stjórá, var vísað til 2. umr. með I öllum þorra atkvæða. Fjórir menn greiddu atkvæði gegn þessu rétt- láta frumvarpi : Jóhannes, Magn. Kr., Sig. Sig. og Valtýr. * Járnbrautarfrumvarpið er nú merkilegasta frumvarpið, sem fyr- ir þinginu liggur, og eru forlög þess mjög svo óviss. — Fjárlögín koma til umræðu um miðjan ágúst, og verður þá fyrir alvöru rifist. — Álit manna er, að ráðberra- skifti muni ekki verða á þessu þingi. Andstæðingar ráherra gera sig ánægða með, að drepa fyrir honum frumvörpin, og láta þar við sitja. En illa mun H.H. falla, að fá engu af áhugamálum sínum fram komið, og mun það dæma- laust mega heita um ráðherra. Guðlaugur Guðmunds- son látinn. Um hádegi þriðjudaginn 5. ágúst andaðist á Akureyri eftir langvar- andi vanhetlsu Guðlaugur Guð- mundsson, sýslumaður Eyfirðinga og bæjarlógeti Akureyrar, tæpra 57 ára að aldri. Llann var fæddur 8. des. 1856 í Ásgarði í Grímsnesi, og voru for- eldrar hans Guðmundur ólafsson, bóítdi bar, og koná hans þórdís Maguúsdóttir. Haustið 1870 kom Guðlaugur í latínuskólann í Rvík, og útskriíaðist þaðan með I- ein- kunn sutnarið 1876. Sigldi sam- sumars til háskólans í Khöfn og tók að stunda lögfræði, o>g tók embættispróf í þeim fræðum 12. jan. 1882, með II. eink. Var satn- snmars settur sýslumaður í Dala- sýslu.' Fékst síðar við málffærslu- störf í Reykjavik um tíma, og var skipaðttr málfærslumaður við yfir- réttinn 11. ágúst 1886, og gegndi hann því e.mbætti þar til hann var skipaður svslutnaður í Skaftafells- sýslu 17. júní 1891. Var hann þar um 13 ára skeið, eða þar til 20. júlí 1964, að hann fékk veítingu fveir Evjafjarðarsýslu og bæjarfó- geta embættinu á Akureyri. Hann var gerður að forseta í amtsráði Norðuramtsins 23. september satn a ár. þingmaður Vestur-Skaftfellinga var hann frá 1893—1908, og þing- maður Akureyringa var hann kos- itm 1911, en sat að eins á einu þingi fyirir þá, ett varð að afsala sér þingmensku á sl. vort vegna vanheilsu. Guðlaugur Guðmundsson var m'erkilegur maður fvrir margra hluta sakir. Hann var hæfileika- I maður, og manna mælskastur, svo hann átti fáa sína líka. Var þvíj eðlilegt, að mikig bæri á honum á bingi, og hann færi þar framiarlega í flokki. En þó var það svo, að hann hafði þar minni áhrif, en margur annar, óg kom það af Myndasamkepni opin fyrir alla Manitoba búa því, að hann þótti all-reikull í ráði og ekki við eina fjölina feld- ur. Bindindisfrömyður var Guðlaug- ur í meira en fjórðung aldar, og stórtemplar um eitt skeið. En hin síðustu ár æfi sinnar var hann orð- inn Bakkusar-liði, og vfldi, á því síðasta þingi, sem liann sat, fá bannlögin afnumin, en áður hafði hann manna mest barist fyrir þeim. Sem embættisrnaður var Guð- laugur röggsamur, en vinsældum átti hann .ekki að fagna, að minsta kosti ekki á Akureyri. þótti Akurevringum hann of ráð- ríkur og ofsaíeiigiiin, en þeir dáð- ust að honum íyrir mælsku hans. Á yngri árum sínum var Guð- laugur gleðimaður mikill og manna skemtilegastur, og var hann svo jaftian eituiig á efri árum í sinn hóp. Hanu var unnandi leik- list, og hafði gott vit á öllu, er að leikmensku laut, var og sjálfur góður leikari. En það var með hann eins og svo ótal marga fleiri, að það er sitt hvað, gæfa og gjörfugleiki. Honum voru flestir hlutir ósjálf- rátt vel gefnir, en hann bar ekki gæfu til að notíæra þá sem s'kyldi. Hann var óláusmaður og l'fið var honum alt antiað en sólskdnsheim- ur. En hann var karlmenini, og hann bar sig vel — “herðarnax lúnar, þó héldi’ hann sér beinn, og hjartað, þó lifði’ hann, sem kclbrunninn steinn, var smogið af eitruðum orm- un". Kvæntur var hann sænskri konu, sem Olivia Maria heitir, og eiga þau 7 börn á lífi. Er ein dóttir þeirra gift Jóhaititiesi Jósefssyni glímukappa. J. WILSON LADIES' TAILOR & FURRIER 7 Campbell Bloök Cor. Main & James St. Phone Garry 2595 Úlfabjöllur Heimskringlu. (Sbr. kvæðið “ísland’’ í iieim*. kringlu nr. 47 þ. á.). Álfabjöllur um is og snjá fljttlandsins — var mig að dreymai En góði prentari, grein mér frá, Ganga úlfar með bjöllur heima?! Guttormur J. Guttormsson^ KENNARA VANTAR fvrir Minerva S. D. No. 1045. Kensla bvrjar 1. okt. og varir þrjá mánuði. Fjögra mánaða kensla eft- ir nvár, sem byrji eftir samningi. Tflboð, sem tiltaki mentastig og æfingu, ásamt kaupi, sem óskað er eftir, sendist til undirritaðs fyr-. ir 20. sept. 1913. Box 331, Gimli Man. 11. ágúst 1413. S. Einarsson, Sec’y-Treas. Borgið Heimskringu. ÓDÝRT ER AÐ SJÓÐA VIÐ GAS oit ólíku hægra heldur en e:(?a við kola eða víðarstó, því er gasstó- in vinsæl af öllura húsfreyjura. ('lnrk Jewel <«hm Kaii|{e hetir marga kosti fram yör aðrar stór sem nú eru seldar. QAS STOVE DEP‘T WINNEPEG ELECTRIC RAILW. CO Slain St. IMi II. *.»** Stjórnardeild landbúnaðar og iunflytjendamála þarf all mikið af j góðurn myndum af stöðumf Mani . toba, setn pretitaðar verðu, og býður húu eftirfarandi Verðlaun. Bezta mynd $15.00 í peningum.j Önnur bezta $10 CO f peningum.j Næstu þrjár $5 00 hver. Næstu fimm $3.00 hver. Næstu tfu $2.00 hver. Næstu tuttujru og timm $2.00 hv. J Sérstök verðlaun. ^ j Fyrir hina beztu myndafnaut-j gripum, sauðfé eða öðrum búpeu-j ingi $10.00 f peningum. , i Skilmálar. 1. Allir fylkisbúar mega senda myndir 2. Hver mynd verður skoðuð sem sérstakt innlegg. 3. Hver og einn má senda svo margar myndir, sem lionum sýnist, og getur unnið eins mörg verðlaun og gæði mynd- anna eru liæf til. 4. Með liverri mynd verður að j fylgja miði, sem gefur fullar| upplýsiugar nm, hvar myndin j er tekin; úafn bónda, nafn og áritan sendarans, og allarj aðrar markverðar upplýsingar, j sem fáanlegar eru. 5. Myndirnar verða eingönguj dæmdar eftir gaiðum — gœð- um þeirra sem mynda og gildi þeirra frá upplýsingalegu sjón- i armiði. 6. Ilvaða staði má velja, sem er sérstaklega óskað eftir: Mynd-J um, sem sýna staði þar sem kvikfé er, hestar, nautgripir,; kindur, svín, alifuglar ofl.—j Myndir af görðum og bújörð- um eru einnig kærkomnar. 7 Stjórnardeildin áskilur sér rétt til, að halda hverri þeirri; mynd, sem henni er send hvert sem hún vinnur veið laun eða ekki. Allar myndir sem ekki eru nothœfar, verða endursendar. Samkepnin endar 18. sept. 1913 og verður listi yfir verðlaunahafa birtur 10 dögum síðar. Senkið myndirnar til : — Photo Competition, Manitoba, Department of Agriculture, Winnipeg, Man. BYGGINGAVIÐUR Af öllum tegundum fæst gegn sanngjörnu verði. The Empire Sash & Door Co., Limited Phone Main 2510 Henry Ave. East. Winnipeg ELECTRIC CQOKO er betri og ódýrari heldur en aðrar raf- eldunar vélar. sem áður hafa fengist NÝ UPPFINDING Aðrar vélar með sömu framleiðslu skilyrðum, eru tvisvar sinn- um d/rari. — Allir sem reynt hafa, ljúka lofsorði á þessa vél Verð $6,00 Til sýnis og sölu hjá : P. JOHNSÖN 761 WILLIAM AVE. Talsími: G. 735. WINNIPEG, MAN. HVAÐ ERU DOLLARARNIR ÞlN R AÐ GERA? HVAÐMARGIR ÞEIRRA IFllEJlLAUSIR? f>ETRA að láta þá fara að starfa. Uppskeruhorfurnar eru ** ljómandi. Lóðir hækka óðum í verði. SWIFT CURRENT —stærsti verzlunarbær 1 byrjun, margfaldar dollarana fyrir yður — Það hefir aldrei verið “boom”, í Svift Current, en um leið og hinar 3 járnbrautir verða fullgerðar, verður SWIFT CURRENT framfara meiri bær heldur en Saskatoon var fyrir fáum árum. Auðæti feugust f Saskatoon. — Auðæfi fást nú í SWIFT CURRENT. Lotin í SWIFT CURRENT liafa hsckkað í verði 100 pro cent síðast liðið ár. PARKSIDE eign vor hefir hækkað í verði á 3 mánuðum meira en 25 pro cent. Sjáið oss eða skrifið viðvfkjandi frekari upplýsingum. SPRINGER & DENNIS, 304 TRUST & LOAN BLDG, WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.