Heimskringla - 30.07.1914, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 30. JÚLÍ 1914.
HEIMSKRINGIA
Bls. 5
11 M B U R
SPÁNNÝR VÖRUFORÐI
Vér afgreiöum yöur fljótt og greiölega og
gjörum yöur í fylsta máta ánægöa. Spyrjiö
þá sem verzla viö oss.
THE EMPIRE SASH AND DOOR CO., LIMITED...
Phone Mam 2511 Henry Ave. East Winnipeg
Frakkar vinna Tazza.
Þeir vinna eitt hið sterkasta vígi eða
kastala Mauránna -i Afriku.
■••'
Hann er i suðurhlutá Morocco þessi
kastali og kallaður Tazza. í kastala
þessum höfðust við ræningjar, og
þar sem hann var á alförn-
ustu leiðinni frá. Oran til vestur-
strandarinnar, og mátti heita að ó-
fært væri um veginn, ög þar sem
þetta var lengst uppi i fjöllum, þá
hafði kastalinn verið stöðugt hæli
uppreistarmana. Frakkar höfðu
gjört margar tilraunir til þess, að
ná honum, en hvað eftir annað orð-
ið frá að hverfa. En það voru vand-
ræði mestu að láta þá sitja þarna,
Maurana.
Borgin Tazza var í eina skarðinu,
sem þar var á Atlas fjöllunum á
löngu svæði, og það var ómögulegt
að fara imi fjöllin bæði að norðan
og sunnan við skarðið. En kyn-
flokkur sá, sem hélt skarðinu, var
einhver hinn viltasti og grimmasti
af öllum Maurum; og oft höfðu
Frakkar haft verri hlutann í við-
skiftum sínum við þá.
Lyantcy heitir yfirhershöfðingi
Fraka á þeim slóðum og er reyndur
og góður herforingi. Hann vandaði
alt til fararinnar og sendi á stað
tvær hersveitir, aðra að austan en
hina að vestan. Þær fóru hægt og
þokuðu sér frá þorpi til þorps og
bygðu járnbraut um landið jafnóð-
um og þær fóru um það, og settu
upp málþráðarstaura og lögðu á
þræðina. Þetta var að austan og var
langur og torsóttur vegur. Yestan
við skarðið höfðu Frakkar haft her-
flokka i nokkurra mílna fjarlægð,
en aldrei getað komið nær þeim en
þetta; svo voru þar torfærur miklar
um fjöllin og klettana, en byssu-
kjaftar ræningjanna ginu við af
hverjum kletti og snös.
Borgin Tazza var bygð á kletti
einum þverhniptum er skútti nær
300 fetum yfir ánni Tazza, er féll um
skarðið, og var það hið eina veru-
lega vatnsból þeirra. Eitthvað 4000
manns voru i borginni og laut hún
að nafninu veldi Morocco soldáns,
en þeir, sem eru hinn eiginlegi kyn-
flokur Maura, sem Riata nefnist,
eru viltir, grimmir og herskáir.
Þeir höfðu borgarmenn sem
þræla. Enginn í borginni mátti út
fyrir múra liennar fara, ekki einu
sinni að sækja vatn í ána nema Ri-
ata hermaður fylgdi honum og létu
þeir borgarbúa gjalda ríflega fyrir
vatnið. Þeir Riata menn voru si og
æ vopnaðir, og settust upp á borg-
armenn og létu þá fæða sig og
klæða. En uppi á kletti þessum var
land gott og garðar miklir og rækt-
aðir pálmaviðir og aldini. Enginn
óvinur hafði nokkru sinni komist
upp á klett þenna.
En nú koma Frakkar og senda á
undan sér flugmenn fjóra á drekum
tveim og höfðu sprengikúlur. Þeir
sóttu eftir ránflokk einum. Höfðu
Maurar gjört úthlaup og náð bæði
fé og mönnum og haft með sér.
Flugmennirnir svifu hátt í lofti
uppi yfir skarðinu og kendu vigið
og umbúnað allan og létu nokkrar
sprengikúlur falla niður á Riata-
fiokkinn, en þeim varð felmt við, j
erþessir fljúgandi englar eða djöfl-
ar spúðu eldi og eyðileggingu af
himni ofan, er sprengdi þá og tætti
alla sundur. Þeir, sem aldrei höfðu
fyrir óvinum hörfað, flýðu nú und-
ir eins, alt hvað fætur toguðu, og
gleymdu því, er þeim aldrei hafði áð
ur láðst, að láta greipar sópa um
reitur borgarbúa, og ræna þá öllu,
sem laust var, áður en þeir flýðu.
Hermenn Frakka hröðuðu sér nú
upp skarðið, og er þeir komu að
kastalanum, voru allir flúnir.
Alla tíð siðan 1884 höfðu íbúarn-
ir verið að biðja Mahómet að likna
sér og senda þeim Frakka til þess að
losa þá undan ánauð og þrældómi
Riata flokksins. Það liðu 30 ár, og
einlægt báðust þeiir fyrir, og loksins
varð þeim að trú sinni og fengu
bænheyrslu, þó að þeir væru Ma-
hómetstrúar.
BRJEF A HEIMSKRINGLU
Skapti B. Brynjólfsson.
Albert Goodman.
A. B. Sigurðsson.
S. J. Hliðdal.
Pétur Jónsson.
íslandsbréf —
Hjörleifur Björnsson.
Jón Halldórsson.
S. J. Austmann,
Mrs. Stefanía Sigmundsdóttir.
Mr. Kristján G. Snæbjörnsson.
G. Z. Halldórsson.
HERBERGI TIL LEIGU — með
annari stúlku, að 627 Agnes St.
Lög um vínsöluleyfi.
Eftirfylgjandi beiðni um vin-
söluleyfi hefir verið veitt móttaka
og verður athuguð af vínsöluleyfa-
nefndinni fyrir leyfishérað No. 4 á
skrifstofu aðalumsjónarmanns vín-
söluleyfa, að 261 Fort St. Winnipeg,
kl. 8 e.m. föstudaginn hinn 7. ágúst
1914.
Flutningur á leyfi Gimli Hotels í
Gimli bæ frá Julius Lots til
Thomas Shore, og nefnist hótel það
hér eftir: “The Como House”.
Dagsett í Winnipeg hinn 22. júli
1914.
M. J. JOHXSTOXE,
aðalumsjónarmaður vínsöluleyfa..
BANFIELD’S ÁGÚST SALA
Hefur verið svo mikdsvarðanch í mörg ár, aíS menn hafa litiS fram til þeirrar stundar og telja meíS
gildum ástæðum Ágúst mánuð besta mánuðinn allra að kaupa sér húshluti. Þetta ár verður salan
niklu meir en áður. Auk húsbúnaðar verður nú. selt gólfdúkar, ábreiður, olíudúkar, linoleums,
gluggatjöld, o.s.frv. Prísa-afsláttur meiri en nokkru sinni áður. Ef þú ætlar að fá þér húsbúnað
á þesu ári, eða kaupa eitt eður annað af því tagi, þá borgar það sig vel fyrir þig að gjöra það nú.
VEGGTJÖLD
FYRIR
KOSTABOD
Fyrir staka hep-
íi getum vér gefi'ð
yöur feykilegan
afslátt. Merceri-
sad veggtjöld 50
þuml. breitt metS
gildum frunsum
aö ofan og smærri
aö neöan. Eitt
hit5 besta sem vér
höfum haft. Gót5-
ur olíugrænn litur
og svo fagurlega
brúnn.....96.90
NOTTINGHAM
LACE CURTAINS
Afslftttur 25 p.c.
Annaö tjaldit5
hefur 1 ítit5 eitt
volkast, en afslátt
urinn meira en
bætir þaT5 upp og
þaö er eins gott
til slits, sem nýtt
væri. Þau eru
vanalega frá $1.25
ti $8.50 parit5 og
vert5ur nú slegiö
if þeim 25 prósent
hverju pari.
Komið snemma, eftirsókn er mikil. Munit5 þaö, 25
prósent afsláttur af hverju pari.
gluggablæjir
Þær bestu sem boðnar hafa verið i Winnipeg fyrir
etta vertS. I>ér getið valið um grænar eða rjóma-
f.
ft:
——
LÉTTl'R BARNAVAGN.
Vafinn úr tágum, fagurbúinn,
togleður á hjólum; góðar
fjaðrir. Vanaverð $31.00.
Ágúst verð ............. 918.95
itaðar, stærð, 36 þuml. og 6 feta langar, með góðum
keflum og hespum og nöglum. Ekki meira en 12
handa hverjum manna. Hver.................28^c.
SVEPNHERBERGISKISTA FYRIR 95.75
Vér viljum gjöra kistu þessa 3 feta með örmum á
endum báðum, stoppaðar eins og vera ber og veljið
' ér sjálfir cretonne dúkinn á hana upp að 35c. yarðið.
auðsynleg í herbergi hverrar stúlku. Sérstakt verð
WALDO WOODROCK VERANDA VlRSK^Ll
Betri að öllu leiti en hin gömlu sóltjöld. Hin nýja
hugmynd er að hleypa fersku lofti inn á pallinn í
stað þess að loka úti og byrgja útsýni alt. Hin feg-
urstu sólskýli, sem nokurn tíma hafa séðst .
Ágúst sala, stærð 6x8 fet.................95.15
stærð 8x8 fet....97.15 stærð 10x8 fet.. .99.15
. ELDASTÖ.
. Coionist. — með
lágu verði, en úr
góðu stáii; vel
set saman; nett-
leg; vinnur vel.—
Má hafa bæði fyr-
ir við og kol, og
sýður og bakar
einsog stór með
tvöföldu verði. —
Vanaverð $44.00
Nú . . . . 933.50
.MAIL ORDER
KAUPENDUR
Efþér sendið til
vor pantanir eftir
þessum lista, þá
mun yður ekki
iðra þess
FöGl'R KOMMÖÐA
1 Nvcfn hcrbergi.
tfr. Almi, eikarmál;
tvær skúffur smfiar
«g 3 atörar; 34 þml.
ft breidd kasinn. 8peg
ill .sporöskjulagaður
Vanaverð 917.00
Nö ............912.75
LITTU A ÞESSA
KOMMÖÐU fyrlr 923.25
Þessi fagra kommóða,
úr eik eða mahóní, 40
þml. breið; stór spor-
öskjulagaður spegill 22
x28, ágætlega pólerað-
ur. Vanaverð $30.00.
Nú..........923.25
SKRIFSTOFUSTÖLL
trr völdum harðvið; póleraður
Vanaverð $2.75. Nú. . 91.65
HLAUPIÐ EKKI YFIR ÞETTA TILBOÐ
Vér getum látið yður fá Velour Curtains úr besta
frönsku Velour skreytt með silki strengjum niður
hliðarnar og að neðan og króka alt í kring að hengja
þau upp fyrir...............................915.75
SÉRSTAKT I GLUGGTJALDA NETUM
Hin bestu bresku og ameríköusku net hafa verið
verðlögð á ný fyrir ágúst söluna. Þau geta verið
sérstök fyrir hvert herhergi í húsinu, annatihvort
hvít, eCa fílabeinslitutS eha rjómalitutS eha arabisk.
Vanaverí upp ah 66c. yarSiti, nú. 2»c
VanaverS upp aS 76c yarSiS, nú........... 3j,c
VanaverS upp aS $1.25 yarSiS, nú............79C
J. A. Banfield
492 MAIN STREET
WINNIPEG
1
I
I
ÍI
I
1
I
I
li
II
-f.
“Islendingar viljum vér allir vera”
ÍSLENDINGA-
DAGURINN
verður haldinn í Sýningargarðinum
Laugardaginn, 1. Agúst
Forseti dagsins: TH0MAS H. J0HNS0N, M.P.P.
1;
♦
1
Forstöðunefndin hefir nú lokið öllum undirbúningi og ekkert til sparaí. — Aí eins eitt
er nauðsynlegt til að gjöra daginn þetta ár þann bezta íslendingadag, sem nokkurntíma hefir
verið haldinn í Winnipeg, — þaÖ, aÖ sem flestir Islendingar sæki hátíðina. . Sjálfsagt sækja
hana allir tslendingar, sem heima eiga í Winnipeg, og einnig er búist viÖ, aÖ mesti fjöldi úr
íslenzku bygíunum heimsæki okkur og taki þátt í skemtununum. Tilraun hefir veriÖ gjörÖ
til þess, aÖ gjöra daginn skemtilegan ekki aÖ eins fyrir Winnipeg-lslendinga, heldur sérstak-
Iega fyrir alla aÖkomandi gesti
Bifreiðar prósessía.
Skemtanir byrja föstudaginn 31. júlí —
Þá fer fram skrúðför með skreyttum bif-
reiðum, sem allir þeir Islendingar, sem bif-
reiðar eiga, eru beðnir að taka þátt í. 1
fararbroddi verður lúðraflokkur (The
lOOth Grenadiers Band), og svo víkinga-
skipið, það sama og í fyrra, með Fjallkon-
unni og víkingunum, alt Ijómandi skreytt og
upplýst. Nefndin gefur $10.00 verðlaun
þeim, sem hefir skrautlegustu bifreið í skrúð-
förinni.
Skrúðförin byrjar við hornið á Ellice Av-
enue og Simcoe Street kl. 8; fer norður Sim-
coe til Sargent, austur Sargent til Sherbrooke,
suður Sherbrooke til Ellice, austur Eilice til
Colony, suður Colony til Portage Avenue,
austur Portage Ave. til Main Street, norður
Main Street til William Avenue, vestur Willi-
am Avenue til Sherbrooke St., suður Sher-
brooke til Sargent, vestur Sargent til Good-
templara hússins, þar sem skrúðgangan
endar.
klukkan 8.15
laugardagsmorguninn leggja af stað frá
horninu á Portage Avenue og Arlington St.
og frá horninu á Portage Avenue og Sher-
brooke Street — strætisvagnar, sem flytja
alla, sem vilja, ókeypis út í garðinn, og
ættu sem flestir að hagnýta sér þessa vagna.
Með þeim vögnum fer lúðraflokkurinn
klukkan 9
byrja hlaupin fyrir börn frá 6—16 ára; og
þar á eftir hlaup fyrir fullorðið fólk, menn
og konur, gift og ógift, ungt og gamalt. —
Þeir,. sem voru ánægðir með verðlaunin
í fyrra verða enn ánægðari með þau í ár,
því nefndinni hefir hepnast ágætlega, að fá
góða og þarflega muni, en ekkert glyngur.
klukkan 11.30
byrja íþróttir fyrir drengi frá 14—18 ára;
og skal það tekið fram, að enginn drengur
fær að reyna sig sem 16 ára, ef hann er
kominn yfir 16. afmælisdag. Sama regla
gildir um 18 ára drengi.
Verði það uppvíst, að einhver drengur
hefir sagt ósatt í þessu efni, tapar hann verð-
laununum.
Máltíðir
verða veittar allan daginn af enska kven-
félaginu W.C.T.U., og er það nægileg trygg-
ing fyrir því, að góður matur fæst keyptur
með sanngjörnu verði. En þeir, sem vilja
hafa mat með sér, geta fengið heitt vatn ó-
keypis.
Frá klukkan 1 til 2.30
verða fluttar ræður og kvæði og sungnir
ættjarðarsöngvar, sem æfðir hafa verið af
stórum söngflokk.
Skemtiskrá
^ MINNI ISLANDS.
Ræða—Jón J. Bíldfell.
Kvæði—Stephan G. Stephansson
MINNI VESTUR-ISLENDINGA.
Ræða—Dr. Thorbergur Thorvaldsson.
Kvæði—Sig. Júl. Jóhannesson
MINNI VESTURHEIMS.
Ræða—Síra Jón Helgason, háskólakennari.
Kvæði—Sig. Júl. Jóhannesson.
klukkan 2.30
byrja íþróttir fyrir íslenzka leikfimismenn,
undir umsjón Manitoba deildarinnar af leik-
fimis félagi Canada.
Samhliða við íþróttir þessar fara fram
knattleikir (Baseball) og barnasýning. Og
einnig verða sýndar alíslenzkar glímur af vel
æfðum glímumönnum undir umsjón Guðm.
Sigurjónssonar.
klukkan 7
fer fram aflraun á kaðli, og þar á eftir ís-
lenzk glíma (verður þá kept um beltið).
klukkan 9
byrjar dansinn; spilar fyrir honum Johnson’s
Orchestra. Verðlaun verða gefin þeim, sem
bezt dansa.
1 OOth Grenadiers lúðraflokkurinn spilar
allan daginn.
Enginn fær að fara út úr garðinum og
koma inn í hann aftur ókeypis, án þess að
fá sérstakt leyfi.
I
8
I
I
T -
T:
Forstöðunefnd dagsins:
Thos. H. Johnson, M.P.P., forseti.
Árni Anderson, féhirðir.
H. M. Hannesson.
J. Davidson.
Leifur Oddson.
Rögnvaldur Pétursson.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson.
ó. S. Thorgeirsson, skrifari.
J. B. Skaptason.
J. Baldwin.
H. Skaptason.
W. A. Albert.
H. G. Hinrikson
Skúli Hansson.
♦ »■♦-» -»•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦y+^