Heimskringla - 20.08.1914, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.08.1914, Blaðsíða 1
Giftingaleyfisbréf seld Vel gjört5ur letur gröftur. Th. Johnson Watchmaker,Jeweler&Optician X Allar viögeröir fljótt og vel af hendi + leystar. 248 Main Street X ?hone Muin 860« WISNIPEC, MAN. X ♦♦♦♦♦♦ ^ PáitS upplýslngrar um t DUNVEGAN : PEACE RIVER HÉRAÐIÐ OG ^ framtíöar höfuöból héraösins >. : HALLDORSON REALTY CO. f t 710 McINTYRE BI.OCK t Phone Main 2844 WISÍNIPEG, CAN. XXVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA FIMTUDAGINN 20. AGÚST 1914. Nr. 47 Fréttir. Norðurálfu stríðið. 12. ágúst. — ÞaS er ekki gott að fá fréttir af stríði þessu, þvi að allar fregnir eru\ bannaðar af öllum þeim þjóðum, sem að stríðinu standa, og blöðin fá ekki að flytja nema óverulegar smáfréttir og óáreiðanlegar. En það sem hér um bil er víst, er það, að nú berjast menn þvert og endilangt á landamærum Frakka, Belgja og Þjóðverja og líklega Svissaralands; á landamærum Austurrikis og Serv- iu, Croatiu, Montenegro; á landa- mærum Austurrikis og Rússa, og Þjóðverja og Rússa; i Galiziu Polen og Slesiu, og um alt Eystrasalt og Norðursjó, og ef til vill í Kattegat, norðan við dönsku eyjarnar og Skagann. 1 Belgíu og Elsas er nú einna harð ast. Vilhjálmur er nú sjálfur kominn á stað; þykir honum þeim seint sækj ast liðum sinum. Hann ætlaði hinn 3. ágúst að vera kominn til Brussel, höfuðborgar Belgiu, og nú að sitja sem sigurvegari i Paris. En Þjóð- verjar ráku sig á snaga illan, þar sem borgin Liege var, virkjjihringur Belga með 12 kastölum utan um borgina. Þar sóttu Þjóðverjar að með ofurefli liðs, og dundi skothríð- in á þá Belgana nótt og dag og oft gjörðu Þjóðverjar áhlaup. En Belg- ar börðu þau öll af sér. Um tíma var sem Þjóðverjar hefðu lamað tvo af kastölunum og í borgina komust þeir um stund; en hún var þeim ónýt, þegar þeir náðu ekki virkjunum. Og nú loksins, eftir meira en viku töf og mikið mann- fall, eru Þjóðverjar að taka lið sitt þaðan og halda áfram bæði fyrir sunnan borgina og norðan. Stefna þeir aðalliðinu vestur á leið til Brussel og er sagt, að það séu 400 þusundir manna. Með þvi liði fer Vilhjálmur keisari og hefir i heit- ingum við Belgi. En nálægt Brussel og gamla or- ustuvellinum Waterloo, standa Bclg- ar og Frakkar og Englendingar og búast til að taka á móti. Enginn veit, hvað mikið lið Englendingar hafa sent yfirum, en líklega eitthvað á annað hundrað þúsund, og Belg- ar hafa þar víst hundrað þúsund. ir. Eru þeir nú orðlagðir fyrir vörn- ina i Liege um heim allan. Þarna í Belgíu mætast þeir á hundrað milna breiðri spildu og það er vig- völlurinn. Geta margir hlutir gerst á svo stóru svæði, og þó að aðrir hvorir biði ósigur til dæmis á 30— 40 mílna svæði, þá geta þeir aftur unnið sigur annarsstaðar á 40—50 mílna svæði. En báðir hafa tugi og hundruð þúsunda hermanna að baki sér. Og þegar ein sveitin . er fallin, og þó hún sé strádrepin nið- ur, þá getur ný sveit komið óþreytt i hennar stað, kannske harðari og veigameiri. Af þessu má sjá, að þeir geta barist þarna dag eftir dag og viku eftir viku, meðan eitthvað stendur eftir af hermönnunum og þeir eru óuppgefnir, og meðan þeir ekki eru rutlaðir orðnir af svefn- leysinu og vökunum; því að eitt af þvi, sem verst fer með þá, er það, að þeir eru á sífeldum hergöngum, í sifeldum bardögum, — svefnlitlir eða svefnlausir og matarkortir. Suður frá Liege, frá Metz og þar um hefir stór flokkur eða margar herdeildir Þjóðverja komist inn yf- ir landamæri Frakka. Þar hafa þeir mætt Frökkum á 20 milna breiðri spildu og taka Frakkar hraustlega á móti og tefja fyrir þeim gönguna. Smábardagar eru þar á hverjum degi. Austar og sunnar, meðfram Rin- arfljóti að vestan, liggur Elsas, sem Þjóðverjar tóku af Frökkum 1870 og 1871. Þar hafa Þjóðverjar kastala mikinn við Rinfljótið og ógrynni hermanna. Elsas er fjöllótt, þegar upp frá fljótinu dregur. Liggja þar Yosges fjöllin norður og suður á landamærum. Þar sóttu Frakkar yf- ir nýlega og komust einar 70 mílur inn i landið og tóku borgina Kol- mar og Muhlhausen. Hrukku Þjóð verjar undan i fyrstu; en fljótt komu aðrar hersveitir til þeirra og urðu Frakkar þá að láta siga undan og mistu drjúgt manna. En ekki fóru þeir langt, og settust að á hæð um nokkrum og urðu Þjóðverjar frá að hrökkva. Sendu nú hvorir liðstyrk sinum mönnum, Þjóðverjar frá Strassburg og Joffre hershöfð- ingi að vestan. Og við það situr. Frakka og alt það, er daglega safn- ast saman, og getur hann þaðan sent lið öllum þessum þremur hóp- um: norður undir Brussel, mið- hernum sunnan við Luxemburg og Frökkum í Elsas. Hvaðan þarna koma fyrst tíðindi, getur enginn sagt. En hvað á sjónum gjörist, veit enginn maður; nema að Englending- ar segja, að hættulítið sé að-sigla um Norðursjóinn, og að greið væri skipaleið frá Englandi til Esbjerg á Jótlandi, og flytja mætti kol norður til Noregs, likléga samt helzt á vest- urströndina, til Stavangurs og Björgvinar. Frakkar panta 67,500 tunnur af mjöli frá Ogilvie hér í Canada. Þjóðverjar hafa á landamærum Frakklands þenna her og byssur: 1,275,000 hermenn; þar af er 783,- 000 fótgöngulið, 65,000 riddaralið með 4,416 fallbyssum og 1,488 mask- inubyssum, er spýta kúlnastraumn- um úr sér einsog vatnsslanga send- ir gufuknúða vatnsbununa i sífeld- um, látlausum straumi. Auk þessa eru að baki þeim her- sveitir, sem nú er óðum safnað sam- an um alt Þýzkaland og sem eru til taks að fylla upp í skörðin, hvenær sem til þyrfti að taka. 13. ágúst. — Fréttir um stríðið sáralitlar. Það er einsog Þjóðverjar séu heldur að draga sig saman í hópa frá kastal- anum Metz og alla leið norður um Luxemburg og norður fyrir Liege, og þá norðaustur um Belgíu til Brussél. Þar á svæði þessu er barist á hverjum degi og mætast þar tvær miliónir manna að minsta kosti. — Þetta svæði er um 200 mílur á lengd og vita menn ekki til, að nokkurntíma hafi barist verið á jafnstóru svæði síðan sögur hófust. En ennþá er það alt smáir bardag- ar, og tilkomulitlir. Ekki eru Þjóð- verjar hættir við Liege. Þessar 70—- 100 þúsundir, sem sótt hafa þau vígi hingað til, hafa verið sendar á aðra staði, og nú sækja að kastala- virkjum þeim nýjar og óþreyttar sveitir eða herdeildir, og ætla nú Þjóðverjar að láta skjótlega til skar- ar skríða. Um Englendinga heyrist ekkert, en vist munu þeir vera þar með Frökkum og Belgum. Nokkuð er það, að Þjóðverjar hafa ekki komist áfram sem þeir vildu. Serba^ og Svartfellingar eru nú komnir ínn i Bosníu og berja þar á Austurrikismönnum, enda er lands- lýður allur með þeim. Þá hafa og Svartfellingar ráðist á Albaniu fyr- ir sunnan sig og tekið Skutari, sem Þeir tóku i stríðinu seinast, en urðu að sleppa aftur, er friður var sam- inn. Rúmanar og Búlgarar sitja á sér ennþá, en sýður i báðum. Austurríkismenn skjóta á þær borgir Svartfellinga, sem við sjó eru, hvort sem þær eru kastalar eða ekki. Herskip Þjóðverja eru að flækjast hér og hvar um höfin: Kyrrahaf, | Atlantshaf og Miðjarðarhaf. í Mið- ! jarðarhafi gjörðu 3 þeirra usla tals- j verðan á Afrikuströndum; en Bret-, ar náðu þeim og söktu einu, en 2 lögðu á flótta. Voru þau svo hrað- j skreið, að ekkert skip Breta, sem þar j var, komst nærri þeim. Eftir það j fréttist um stund til þeirra hér og; hvar um Miðjarðarhaf; en nú eruj þau sögð komin inn um Hellusund, j og hafa flúið á náðir Tyrkja; en j vist þykir, að Englendingar loki sundunum og láti þau eigi sleppa.— Þetta eru beztu skip og vilja Tyrkir kaupa, en Bretum er ekki meira en svo um það. Sagt er, að floti Vilhálms i Eystra salti sé að'berja á flota Rússa þar og hafi hrakið hann inn á finska flóann og fylgt á eftir og skotið á Sveaborg, sem er kastali mikill á suðurströnd Finnlands og herskipa- lagi, en skerjagarður fyrir utan. Þar hjá er höfuðborg Finnlands, Helsingjafors, og er það sagt, að Þjóðverjar hafi þar sent lið á land og vilji ná borginni og kastalanum. 1 Elsas horfast þeir i augu, Frakk- ar annarsvegar og Austurríkismenn og Þjóðverjar hinsvegar. Frakkar gjörðu þeim grikk, þar sem þeir hlupu þar inn og svo að segja klufu Elsas i sundur og tóku Muhlhausen, borg eina inni i landi. Þjóðverjar drógu þegar að sér lið mikið og urðu yfirsterkari. Hörfuðu Frakk- ar frá litið eitt upp i hæðirnar, og er Þjóðverjar sóttu að þeim, fengu þeir ekki á unnið, og sitja Frakkar þar á tindum, hryggjum og i skörð- um Vasges fjallanna og búa þar um sig Joffre, yfirherforingi Frakka, er einlægt á ferðinni í bifreið sinni, Joffre situr þar með meginher [ 0g finst Frökkum hann vera alstað- ar nálægur og lofa hann mjög. Ottawa herðir á búnaði hersveita þeirra, er sendast skulu í striðið. Rider Haggard talar iim stríðið. Það var i veizlu einni i St. John, N. B., að Bider Haggard stóð upp til að flytja ræðu; en hann mun öll- um Islendingum kunnur fyrir sögur sinar. Fyrst talaði hann um viðbúnað Þann, sem hann hefði séð hér og undirbúning til liðveizlu við Breta, og gat þess, að sér sýndist það alt fara fram með gáska og gleðilátum, einsog þetta væri gamanleikur einn. Spurði hann svo tilheyrendur sína, hvort þeir hefðu hugmynd um eða skildu það, sem hér væri um að tefla. Ef að Þjóðverjar og Austur- rikismenn ynnu sigur, þá væri veldi Englands lokið, — hið mikla riki brotið upp, og menning sú, sem nú er, eyðilögð og ætti ekki viðreisnar von um langa, langa tíma. Hann var fáorður, en fullur alvöru, og hlust- uðu menn á hann með önd í hálsi, og vildu ekki tapa einu einasta orði, er hann útmálaði fyrir þeim, hvað i húfi væri og skýrði öfl þau, sem hér væru að berjast um völdin, og sýndi þeiin, hvilíkt lifsspursmál það væri fyrir Canada, og að ekk- ert offur væri afstórt, ef að með því væri hægt að afstýra voða þeim, er fyrir hendi lægi og héngi sem raf- þrungið þrumuský i lofti yfir höfð- um þeirra allra. Vilhjálmur dregur að sér 26 her- deildir og eru 40 þúsund i hverri, og er það auk alls þess liðs, sem er i Klsas. Þessu liði safnar hann sam- an j Luemburg, og heiir þar vinstri arm liðsins, en hinn hægri í Belgíu, hált á annað hundiað milna svæði. Stöðugur bardagi um Liege. Í4. ágúst. — Það var í öllum blöðum hér að herskipið Rainbow frá Vancouver væri hertekið af þýzkurum eða sokkið, því ekkert fréttist til þess, en þýzk herskip tvö höfðu verið þar á ferðinni meðfram vestur- ströndum Ameríku, miklu stærri, öflugri og hraðskeiðari en Rainbow, það voru skipin Leipzig og Nurn- berg. En það var alt öðruvísi. Rainbow fór frá Vancouver alla leið suður til Sanfrancisco að sækja smáskúturnar ensku Shearwater og Algerine, sem þar voru, og kom þeim með sér alla leið norður til Vancouver. Eór Rainbow nokkuð djúft með landi fram og Shearwater með, en lét Algerine fara sem næst landsteinum. Mælt er að Leipzig hafi ekki verið langt f burtu. En heilu og höldum komu þau 3 norð- ur og þykir vel gjört. Danskt gufuskip fór rétt núna norður með Englandsströndum og norðan við Humrumynni, á grynn- ingum nokkrum sáu þeir standa upp möstrin af sjö herskipum, stóð- u möstrin ein upp og hélt kapteinn- inn að þau hefðu óefað þýzk verið. mm allir eftir stríðinu milli Rússa og Japana fyrir alda- mótin, og hinum fræga hershöfð- ingja Japana Nogi, sem sótti að Port Arthur, kastala Rússa, sem öllum þótti óvinnandi. Nogi vann kastalann eftir langt umsátur og látlausar hríðir. Þá var það einu sinni í samtali að minnst var á þjóðverja og gat þá Nogi þess, að ckki mundi langt líða áður en þjóðverjar myndu fara í stríð við Erakka, og mundu Eng- lendingar og fleiri styðja Erakka og brjóta þá niður ofdamb þeirra og hroka, myndi stríð það voðalegt og margar fleiri þjóðir við riðnar. Seinna kvað hann mikið stríð myndi verða milli Japana og Amer- íkumanna og myndu Japanar sigra. Fyrri spádómur hans er að rætast, en ekki ólíklegt að föðurlandsást hans hafi gjört honum missýningar í viðskiftum landa sinna og Amer- íkumanna. Þegar keisari Japana dó seinast tóku þau bæði líf sitt, Nogi og kona hans, og vildu ekki láta keisara fylgdarlausan í nýjum heimi, og svo vildu þau sameinast sonum sfnum tveimur, sem í stríð- inu féllu. * * * 15. ágúst. — Um alla Canada er áhugi manna mikill með stríði þessu, — eg tala nú ekki um i Austurfylkjunum, sem mest eru bygð Englendingum og Frökkum. En það er líka í Vestur- fylkjunum öllum. Stórir hópar raanna bjóðast fram í hverri af hin- um stærri borgum: Vancouver, Cal- gary, Edmonton, Brandon og nátt- úrlega Winnipeg. Sumstaðar eru menn lagðir á stað, og hvar sem menn sjást á götu, er ekki um ann- að talað en strið. Menn vilja hjálpa Englandi gamla móti yfirgangi Vil- hjálms. England er landið, sem tek- ið hefir við þeim opnum örmurn, sem veitt hefir þeim aðgang að nægtum sínum, og hingað eru þeir komnir til að leggja grundvöllinn að komandi velferð afkomenda sinna. England þetta hér vestra er þeirra nýja fósturjörð og nú bjóða þeir móðurlandinu alt, sem þeir eiga, féð og lifið sjálft, ef hún þarf á að halda. Nú eru héðan að fara hersveitir í stríðið, og eru þar i Islendingar, en ekki vitum við nú hve margir. — Hefði verið skemtilegast, að hafa þá í hóp út af fyrir sig, en landinn er oft seinn á sér, og gættu menn þess ekki fyrr en um seinan. Einn þeirra, hr. Thor. Blöndal, hefir lof- að að senda Kringlu fregnir þegar hægt er. Hann hefir verið hermað- ur Bandarikja á Filippseyjunum, er af Blöndals-ættinni úr Vatnsdaln- um, ungur maður, gjörvilegur. Eiginlega engar fréttir frá strið- inu, enda hefir lávarður Kitchener, fyrirboðið blöðum og fregnritum, að birta nokkrar stríðsfréttir, nema með leyfi frá skrifstofu hans, her- málaskrifstofunni. Eru blöð öll und- ir herrétti og má loka prentsmiðjun- um, gjöra blöðin upptæk og taka rit- stjóra fasta, ef útaf er brugðið. Og séu mikil brögð að gaspri þeirra, eða hvetji þeir menn til að ganga i óvinaflokk ríkisins, má draga þá fyrir herrétt, og er þá hætt við, að þeir verði skotnir. Hin borgaralegu lög ná þar ekkert til. Ríkið þarf að vernda sjálft sig, og það er gjört á þenna hátt, þegar mikil hætta vofir yfir.» Nýlega var lávarður Kitchener spurður, hve lengi strðið mundi standa. Átján mánuði, er sagt hann hafi svarað. Þeir berjast þarna á degi hverj- um á 200 milna breiðu svæði. Enn- þá standa Belgar fyrir þeim Þjóð- verjunum, og komast þeir ekki á- fram. Ennþá verst Liege og dynur þó kúlnahriðin yfir kasatalana sem regn úr lofti. Eru sum virkin farin að brotna, en Belgar sitja í rústun- um, og þó að Þjóðverjar ætli, að lieir séu nú búnir að vinni einhvern icastalann og ekki sé annað eftir en taka hann„ og þó að þeir sendi þús- undir manna í áhlaupi, að gjöra út af við þá, sem eftir tóra, þá vita þeir eki fyrri, en kúlnahríðin dyn- ur yfir þá úr rústunuin, svo að nið- ur hrynja heilar raðir þeirra, og komist þeir upp að rústunum, þá risa þar upp Belgar, blóðugir, rifn- ir bg tættir, og hafi þeir ekki ann- að vopna, snúa þeir við byssunum og tvihenda þær sem kylfur, og láta ganga óspart á höfðum og hjálmum Þjóðverja. Og hversu mörg áhlaup, senl þeir hafa gjört Þjóðverjarnir, þá hafa þeir einlægt orðið frá að hrökkva, en látið margd; og þykir þeim að þar sé við tröll að eiga, sem Belgar eru, þó að ekki séu þeir háir á velli. Verður vörn sú minnisstæð Evrópu þjóðum i mörg hundruð ár, og óefað margar sögur af henni sagðar. í Belgíu og Norðaustur-Frakk- landi eru báðir einlægt að flytja til sveitir sínar. Þeir eru að búast und- ir hinn mikla slag, sem í vændum er. Stundum flögra sveitir Þjóð- verja norður um höfuðborgina Brussel i Belgíu, ekki lengra frá lienni en Selkirk er frá Winnipe. Alstaðar er loftið fult af flugdrek- um; þeir fljúga þar yfir borgum og bæjum, af báðum flokkum, sem hrafnar á haustdag yfir sláturvelli. En nú eru þeir farnir að fara hátt, einkum yfir borgum og virkjum, ekki lægra en 2000 fet; þvi skotið er á þá hvenær sem færi gefst; svo fara þeir líka oft að berjast í loft- inu, og gengur skothriðin þar sem á jörðu niðri. Eru menn orðnir þvi svo vanir, að þeir kippa sér ekki upp við það. Hvenær slagurinn verði, veit eng- inn. Blöðin hér hafa veri að geta sér til, að hann mundi verða frá 16. til 24. þ.m. En það er getgáta ein. Og þó að þeir fari saman, þessar tvær miliónir manna, sem þar standa hvor á móti annari, þá eru engar líkur til, að það afgjörist á einum eða tveimur dögum. Slagur- inn getur staðið yfir heila viku eða ineira og rnilión manna fallið, og þó alt verið óafgjört. Einlægt geta nýj- ir menn komið i stað hinna föllnu af báðum flokkum. Og þó að Þjóð- verjar hörfi undan heim í lönd sin, sem vonandi er, þá er ekki þar með búið. Það er rétt aðeins byrjað. 1 Elsas halda Frakkar enn öllum skörðum og fjallatindum, og sækja þó Þjóðverjar fast að þeim með of- urefli liðs; en Frakkar eru hinir á- köfustu. í einni orustunni hjá Muhl- hausen urðu Frakkar svo æstir, að yfirmenn þeirra réðu ekkert við þá. Ein sveitin Fakka hljóp fram til á- hlaups, er þeir sáu Þjóðverja á hæð einni. Var yfir slétta völlu að fara og ekki langt, en raðir fallstykkja og byssukjafta ginu við þeim af hæðinni. Frakkar ruddust fram og sungu Marseillu-sönginn, og urðu svo tryltir, að sumir fóu með vopn- lausir; en skothríðin skall von bráð- ar á þá, og fóru þar 1600, en að eins komu aftur 300. Þetta var að eins eitt áhlaup; en alls hafa Þjóð- verjar látið þar drjúgum fleiri menn en Frakkar. Og ekkert kom- ast þeir áfram ennþá inn í lönd Frakka; en alt landið þarna, Elsas, er Frökkum vinveitt, en hatar Þjóð- verja. Til austurs frá Þjóðverjum eru Rússar. Er nú sagt, að þeir séu bún- ir að safna 5 milíónum hermanna, og hafa þeir sent hálfa milíón á landamæri Rúmena, til að sjá um„ að þeir hafi sig hæga. En þeir vilja einlægt stökkva á Serba, og hefðu verið komnir af stað, ef að Rússar hefðu ekki staðið ógnandi yfir þeim. — Tvær milíónir hafa Rússar á landamærum Austurríkis og voru komnir inn í Galiziu norðan Karp- atha fjalla á leið-til Lemberg. Hinn heraflann allan senda Rúss- ar móti Þýzkalandi og eru þeir þeg- ar farnir að berjast þar viða, þó að engir stórir bardagar hafi verið. Þjóðverjar voru komnir inn í Polen og óðu yfir landið, en nú hafa þeir mætt Rússum þar. Á Finnlandi sunn- anverðu er sagt að Þjóðverjar hafi sent hersveitir á land nálægt kastal- anum Sveaborg og höfuðborg Finn- lands Helsingfors; er það frammeð Finska flóanum að norðan- En Rússar hafa sáð sprengivélum um götur og stræti borganna, um stigu og leiðar á landi úti, og herafla hafa þeir þar mikinn i landi. En eftir því, sem sagt hefir verið, eru skip þeirra kvíuð inni á flóanum innan hafna og skerjagarða. Skotið hafa Þjóðverjar á kastalann Sveaborg, en um tiðindi vita menn litið það- an enn. Tvö herskipin Þjóðverja, sem inn um Hellusund hröktust, ætla nú ef til vill að hlepa öllum Balkanskag- anum í stríð. Tyrki vildu kaupa þau og er sagt að þeir hafi keypt þau af Vilhjálmi. En Englendingar ætluðu að taka þau þarna og þóttust hafa þau á valdi sínu. En er fregnin barst til Lundúna um að Tyrkir hefðu keyft þau, brugðu þeir við og heimtuðu að þeir segðu upp kaup unum; þvi hefðu Tyrkir fengið þau, hefði undireins orðið slagur milli þeirra og Grikkja, og í þann slag hefðu allar Balkan-þjóðirnar farið, og þá að líkindum ítalía með Eng- lendingum og Frökkum. Þeim þykja ókláraðar sakir þar á skaganum sutmim. Austan við Asiu-strendur er verið að tala um sjóbardaga. 1 gær komu tvö herskip, brotin og brömluð, inn á höfnina í Ilong-kong i Suður- Kina, sem Englendingar hafa umráð yfir. Ekki vissu menn gjörte, hvort 'þau voru ensk eða frönsk. Er þess getið til, að þau hafi barist við þýzku herskipin þar norður með ströndum einhversstaðar. Japanar eru að fara af stað með ! einar 20 þúsundir manna og her- I skip nokkur, að taka hafnstöðina og I virkin Kiaou Kau, sem Þjóðverjar í héldu i Norður-Kina. — Japana fýs- [ ir mjög að ná bólfestu i Kina, en i engum er mikið um það gefið, og ! jafnvel ekki Englendingum sjálfum, | þó að ilt sé við þvi að snúast sem [ stendur. Sagt er, að Austurriki haldist illa ! á hermönnum sínum, þeim einkum ! sem eru af slafnesku eða ítölsku kyni í og vilji þeir strjúka úr hernum, en ! allir eru óðara skotnir sem nást. 17. ágúst. — Engar fregnir berast enn um stórorustur. Servia: 400,000 Austurríkismenn röðuðu sér á landamæri Serba og vildu komast yfir, en hér um bil al- staðar börðu Serbar þá af sér. Ein- hverri smáborg náðu þeir i Bozniu, sem er lítilsvirði, og Bozníumenn eru farnir að rísa upp með Serbum. Rússland er að senda eina milíón hermanna inn i lönd Austurrikis- manna, helzt Galiziu norður af Kar- patha fjöllum, og hálfu meira lið móti Þjóðverjum. Á sjó börðust herskip Austurrik- ismanna við Frakka á Adriatiska- hafinu, kl. 9 f. m. þann 17., og sigr- uðu Frakkar; moluðu og söktu bryn- drekum þeirra tveimur, kveiktu í hinum þriðja, en hinn fjórði flúði á leið til Cattaro. Eru nú herskip Austurríkismanna lokuð i höfnum inni við kastala þeirra, og dirfast ekki út aðleggja. í Elsas veitir Frökkum betur. Hafa þei safnað meiru liði og berj- ast á hverjum degi, en mest i smá- riðlum. Þeir halda hálendinu og skörðunum og hrinda Þjóðverjum af einni liæðinni á aðra. Sækja Frakkar þar fram á þremur stöðum, fara hægt og gætilega, en síga ein- lægt áfram. Orustuvöllurinn er nú 260 mílna langur, frá Basel að sunnan og norð- ur að Hollandi, og verða þar margir atburðir á degi hverjum. Eru báðir einlægt að draga að sér lið, og mun orðið hátt á aðra milíón hjá hverj- um. í Belgíu virðast Þjóðverjar vera að hverfa frá Brussel, en ýtast með hverjum deginum lengra og lengra suður og vestur. Liege hafa þeir ekki unnið ennþá, en þó sitja Þjóð- verjar um kastalana og herða stór- skotabylinn, sem þeir geta. En her- deildirnar þýzku halda fram hjá á leið til Frakklands. Eru þó allar torfærur lagðar á leið þeirra, sem hægt er að hugsa sér, og verður þeim oft skeinuhætt, sem von er. 1 loftinu veitir Frökkum betur; undrar það margan, sem vissi, að Þjóðverjar fóru dult með hin nýju loftskip sín, er áttu að taka Zeppe- lin-skipunum langt fram, og eitt þeirra að geta á einum degi eyði- lagt með sprengikúlum stór svæði á hálfum eða heilum degi, kastala eða flota. En hingað til hefir þeim gengið illa með þau. Frakkar og Belgir fljúga á smádrekum sínum alt í kringum þá, og þó að þeir séu smærri en grátitlingar i saman- burði við örninn, er þeir mæta Zeppelin-tröllunum, þá ráðast þeir á móti þeim, fljúga hátt upp fyrir þau og kasta svo eða skjóta sprengi- kúlu, sem þá vanalega hittir tröllið og rífur það alt i sundur, svo það hrapar niður loftið. Einlægt dynur skothriðin að neðan á flugmenn- ina og eru þeir farnir að hitta þá og mola vélar þeirra 2 til 3 þúsund fet i lofti uppi. Ekkert heyrist um það hvar Eng- lendingar eru, en núna kemur fregn um það, að Þjóðverjar búist við að láta 100,000 manns til þess að geta ýtt Frökkum frá sér. Er það vottur um það, að þeim þyki eitthvað á liggja. En enginn hugsar sér, að það verði gjört á einum eða tveimur dögum, og má vera að þeir megi tvöfalda þá tölu, og þá ekki víst, að þeir verði betur staddir eftir en áður Frétt sú hefir verið í öllum blöð- unum hér, að Sósialista foringinn Liebkneckt í Berlín hafi verið tek- inn og skotinn. Og hafa menn verið tregir að trúa því. Doktor Karl Lieb- knecht er þjóðkunnur maður, for- ingi Sósialista á þingi Þjóðverja, rithöfundur og vel mentaður mað- ur. Hann hélt foringjastöðu í hern- um. En þegar hann var kvaddur til að fara, þá neitaði hann og kvaðst gjöra það samvizku sinnar vegna. En undir eins var send sveit her- manna til heimilis hans, hann tek- inn fastur, dreginn fyrir herrétt og skotinn. Þá var og nafnkend kona ein tek- in og skotin. Hét hún Rosa Luxem- berg og var rithöfundur. Hafði hún sagt, að meðferð væri ill á her- mönnum i stríðinu. Þetta hefir nátt- úrlega verið satt, en dómararnir við herrréttinn skoðuðu það svo, að með þessu ófrægði hún hermanna- stöðuna og aftraði mönnum frá þvi að ganga i hana og eftir herlögun- um var hún skotin. — Þau eru hörð herlögin, þegar þeim er beitt. En hinsvegar ætla margir, að þetta herði á Sósíalistum að risa upp, hvenær sem þeir sjá sér færi. En meðan milíónir þýzkra her- manna eru til taks að skjóta þá nið- ur, verður það álitamál, en ervitt framkvæmdar. Fullyrt er, að Rússland bjóði nú Pólverjum fullkomið trúfrelsi og sjálfsforræði. Vilja þeir nú afla sér vináttu þeirra i stríðinu við Þjóð- verja, því að miklu mundi það nú skifta, ef að þeir risu upp á móti Rússum. Þeir gætu lamað Rússa svo að þeir þyrftu ekki sigurs að vænta yfir Vilhjálmi og sveitum hans. Yfir 100,000 menn bjóðast nú fram i Canada, að ganga i lið með Englendingum, og fjölga einlægt eftir þvi sem lengur dregur. Dag- lega fara sveitirnar héðan austur. í St. Boniface segja menn að ekki séu eftir fleiri en 5 menn franskir frá 21—46 ára aldurs. Hinir allir farnir austur að berjast. En St. Boniface er þó aðallega bygð af frönskum mönnum. (Framhald á 5... síðu) ,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.