Heimskringla


Heimskringla - 28.10.1915, Qupperneq 1

Heimskringla - 28.10.1915, Qupperneq 1
RENNIE’S SEEÐS a. HEADQUARTERS FOR SEEDS. PLANTSjpl B, BULBS AND SHRUBS PHONE MAIN 3514 FOR CATALOOUE Wm. RENNIE Co, Limited 394 PORTAGE AVE. - - WINNIPEG Flowers telegraphed to all parts of the world. THE ROSERY FTBtuSTS ._Night and Sun- Sntebjörn Olson jan. lo r 26g7 TÍOX 453^mKET, WINNIPEG XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 28. OKT. 1915 Nr. 5 Bréf frá Vilhjálmi Stefánssyni. Prófessor Hobbs í Ann Arbor, Mich, kveðst hafa fengið bréf frá Vil- bjálmi Stefánssyni, þar sem hann var i vetrarbúðum sínum á Banks- 'eyju í fshafinu, eitthvað á 73. breidd argráðu. f bréfi þessu talar Vilhjálmur um hæð íshryggja, er myndast við það, að lagis brotnar við sprungur, eða þegar ísflákar skrúfast saman og risa jakar þá oft á rönd upp, sem menn sjá hér á vötnum á vetri hverjum. I>eir Nansen og Peary höfðu aldrei séð hærri íshryggi en 30 feta. En Vilhjálmur hefir séð þá miklu hærri. Svo getur Vilhjálmur þess og að hann hafi fundið ferskt vatn á Beau- fort ísunum. Bréf Vilhjálms Stefánssonar er þannig: Kæri Mr. Hobbs. Á þessum smáferðum mínum, meðan sólin sást ekki, hafði eg þó ineð mér bók yðar: “Earth Featur- cs”, til þcss að hafa þó eitthvað gagn legt að lesa, þegar eg einhverra or- saka vegna verð heima að sitja. Eg get reyndar ekki fundið stað- inn núna; en eg ætla að þér talið einhversstaðar um, að Nansen geti þess, að íshryggir, sem myndast af þrýstingi tveggja ísfláka, verði ald- rei hærri en 30 fet, — og man eg eftir því úr bók Nansens: “Farthest North”. En eg hefi séð marga ishryggi þannig myndaða 60 feta háa. Og eg hefi tekið ljósmynd aT manni uppi á ísjaka einum, sem var yfir 60 feta liár. Eg þekki líka marga hvalveiða skipstjóra, sem segja að það sé al- kunnugt, að hryggir þessir geti orð- ið jafn háir krosstrjánum (crows nest) á möstrum skipa þeirra. En það er 85 fet, — 100 fet yfir sjávar- mál. Það lítur svo út, sem Nansen hafi aldréi séð — og Peary ekki heldur — ishryggi, scm komast ná- lægt þessum ishryggjum langt norð- ur af Atlantshafs ströndum. ísinn er þar oft svo ójafn, að laus hundur, þó að hann sé óhindraður, getur ekki fylgt manni, sem fer um ísinn líkt og íbúar Alpafjalla fara um bygðir sínar. Upprunalega er flóa-ísinn á Beau- fort hafinu saltur; en verður ósalt- ur eftir tveggja ára rek, svo að tunga manns getur enga seltu af honum fundið. Fjarðaís verður ósaltur eft- 5r eitt ár. Þúsundir fermílna bæt- ast við Canada. Vilhjálmur Stefánsson hefir nú sent til stjórnarinnar i Canada skýrslu um hina nýju landafundi sina seinustu 2 árin. f nafni Canada veldis dró hann þar upp hinn brezka fána og helgaði löndin þannig Can- ada veldi. Skýrslur þessar er sam- bandsstjórnin nú nýbúin að fá. Hið nýja land, sem Vilhjálmur fann, liggur norður og austur af Prince Patricks eyju. Eina 3 daga var hann í landinu, og ætlar að það nái einar 300 mílur austur, en ef til vill langt vestur. Til norðurs nær það langt, því að hann sá einlægt fjöll í norðurátt, svo langt sem aug- að eygði, reglulega fjallaklasa. Mik- ið var þar af dýrum, þó að hvergi yrði hann þar var við moskus-uxa. Aftur var þar mikið af bjarndýrum, og karibou-nautum. Mikið var þar af fugli, og sá hann fuglabreiður fljúga norður; og benti það á, að mikið land mundi þar til norðurs vera. Vilhjálmur segir, að sér hafi liðið ágætlega og félögum sinum. Þeir voru allir í bezta útliti eftir vetur- inn og voru i betri holdum, þegar þeir komu úr ferðinni, en þegar ]>eir lögðu af stað. Segir hann þó, að þessar ferðir séu ekki hentar þeim, sem heimti brauð og smjör þrisvar á dag. En þeir höfðu ein- lægt nægtir af selalýsi, bjarnaslátri, dýrakjöti og fiski. Einlægt skutu þeir sér til matar. Hefir Vilhjálmur Stefánsson sýnt það í ferðinni, að eina ráðið er að lifa þar að háttum Skrælingja og hugsa ekkert um, að hafa niðursoð- inn eða hvitra manna mat með sér. Enda sé ferskt kjöt nauðsynlegt til að varna skyrbjúgnum, sem þar er svo hættulegur. Og aldrei veiktist neinn þeirra þriggja af sýki þessari. Þeir töpuðu ekki einu sinni hundi á ferðinni, og þótti það ótrúlgt og eins dæmi í Otta\M% Þegar Vilhjálm- ur kom til Hershel eyjar, þá heyrði liann fyrst, að inenn höfðu talið liann af. Þótti honum það leitt, að vinir sínir hefðu verið hugsjúkir út af sér. Og kvaðst hann ekki geta séð neina ástæðu til þess, að þeir skyldu undrast um sig. Vilhjálmur er vel út búinn að öllu, sem hann þarf, og fór hann seinast á skipinu Polar Bear að flytja sig lengra norður. Seinasta vetur var Vilhjálmur Stef- ánsson á 72. gráðu norðlægrar breiddar; en nú ætlar hann að setja vetrarbúðir sínar á 76. gráðu, eða góðum 250 mílum norðar, til þess að eiga skemra frá höfuðbólinu til að kanna landið um Beaufort sjóinn.— Helzt vill hann vera á Prince Pat- ricks landi, ef hann kemst þangað með vistirnar, annars norðan til á Banks landi. Bæði ætlar hann að kanna lönd þessi, er hann fann og leita að öðrum nýjum, því að þarna er alt ókunnugt, og enginn hvítur maður hefir áður stigið þar fæti sín- um. Með skýrslu Vilhjálms kom einnig slcýrsla frá Anderson til sjóflotadeild arinnar. Hann var einn af félöguin Vilhjálms upphaflega, og var með ínönnum sínum að mæla land og strendur miklu sunnar, við Corona- tion Gulf. Störfuðu þeir veturinn allan, vorið og sumarið, og könnuðu landið langt upp frá ströndum. — Fundu þeir margt um eðli landsins, og söfnuðu mörgum gögnum um ætt- ir og kynferði Skrælingja, sem þar bjuggu. En þar var það, að Vil- lijálniur fann hina hvítu Eskimóa. Alla þá gripi, sem þeir hafa fundið þar, sendu þeir svo Canadian Na- tional Museum í Ottawa. Til Islendinga í Winnipeg. Allir þeir, sem vildu hjálpast til mcð, að leggja eitthvað til i Jóla- Boxin handa íslenzku hermönnun- um, eru beðnir að mæta í fundarsal únítara kyrkjunnar á fimtudags- kveldið í þessari viku, þ. 28. þ. m. Eftirfylgjandi er það, sem helzt óskast eftir: Kerti, ritblý, pappír og umslög Candy (heimatilbúið), Fruit Cake, Súkkulaði, Malted Milk Tablets, Borð Rúsinur, Cheiving Gum, Cigarettes, fíeykjarpipur og fíeyktóbak, Itár- greiður og Kambar, Smokkar, Trefl- ar, Vetlingar, Sokkar, .Handsápa (carbolic), Skeggsápa, Handklæði og Vasaklútar (khaki-litur). Einnig óskast eftir peningum, þvi kostnaðurinn við útbúning og flutn- ing verður töluverður. , Ungmennafélagið lofast til að taka vel á móti öllum sem konia, og gjöra sitt itrasta til, að kveldið verði sem skemtilegast. Það verður gott musik prógram og kaffiveitingar, frítt lianda öllum. Alþingi slitið. Miðvikudagskveldið 15. sept. sl. var Alþingi íslendinga slitið. Áður en næsta alþingi kemur saman fara fram almennar kosningar, og sam- kvæmt nýju stjórnarskránni verða kjósendur mikið fleiri en áður. Mest umvarðandi starf þingsins voru fjárlögin, og gat forseti sam- einaðs þings þess i þingslitaræðu sinni, að sérstök viðleitni hefði ver- ið gjörð af þinginu að fara eins varlega og sparsamlega með fé lands ins og unt hefði verið. Tekjur landssjóðs fyrir fjárhags- tímabilið voru áætlaðar í fjárlögun- um 4,208,200 nrónur, en útgjöldin 4,496,169 kr. 42 au., og er tekjuhall- inn þannig 287,969 kr. 42 au. Útgjöldunum er skift þannig nið- ur: — Greiðslur af lánum lands- sjóðs................... 491,221.12 'íil æðstu stjórnar .... 117,000.00 Alþingiskostnaður .. .. 72,000.00 Yfirskoðun landsreikn. 3,600.00 Dómgæsla og lögreglu- stjórn .............. 302,340.00 Læknaskipunar........... 446,155.80 Samgöngumála.......... 1,408,900.00 Kyrkju- og kenslumála 732,290.00 Vísinda, bókmenta, lista 214,552.50 Verklegra fyrirtækja .. 501,910.00 Skyndilána handa em- bættismönnum .. . . 6,200.00 Eftirlauna, styrktarfjár og tillags í ellist.sjóð .. 167,000.00 óvissra útgjalda...... 30,000.00 Útgjöld áætluð alls kr. 4,496,169.42 Heimiluð voru ýms lán úr við- lagasjóði. Meðal annars 20,000 kr. til liurrabúðarmanna til jarðræktar og húsabóta, og 12,000 kr. lán til Guðm. E. Guðmundssonar til að starfrækja kolanámu. Meðal hinna merkari laga, sem af- greidd voru, má telja: Lög um bráðabirgða verðhækkun- artoll á útfluttum íslenzkum vörum. I.ög uin dýrtíðar-uvipbót handa cmbættis- og sýslunarmönnum lands- ins. , Lög um verkfallsbann opinberra starfsmanna. Lög um breytingu á vínbannslög- v.num, er gefa læknum kost á að fá i lyfjabúðum hin algengustu lækn- ingavin. Lög um dýralækna, er ákveða að einn slíkur læknir skuli vera í lands- fjórðungi hverjuin (4 alls) með 1500 kr. laun hver. Lög um bann gegn tilbúningi ál fengra drykkja í landinu. Vörukaup landssjóð. — Nefndin, sem sameinað þing kaus til að end- urskoða reikninga yfir þau, gaf með- al annars svohljóðandi yfirlit yfir verzlunina: 5364.85 tonn kol......... 186,531.4 Hermods-vörur frá Ameriku................ 388,981.99 92.5 tonn salt............. 5,038.91 50 tonn síldarmjöl....... 7,733.50 70 tonn hafragrjón með Gullfossi.............. 14,337.28 156 tonn sykur............ 79.686.95 Kostnaðarverð samtals kr. 682,312.09 Hreinn ágóði af verzlaninni fyrir landssjóð varð kr. 18,591.24. Þingið vottaði velferðarnefnd- inni, sem annaðist um verzlun þessa, þakkir fyrir starf hennar. Vfirskoðunarmaður Landsbank- bankans var kosinn Jakob Möller með 24 atkv. Bened. Sveinsson alþ. fékk 15 atkv. fíankaráð fslandsbanka. — Stefán Stefánsson skólastjóri var kosinn með 19 atkv. fyrri bankaráðsmaður. Sigurður Gunnarsson prófastur kos- inn síðari bankaráðsmaður (1918— 1920) með 20 atkv. Yfirskoðunarmenn Landreikning- anna fyrir 1914—-1915 voru kosnir ir bundnum kosningum: Benedikt Sveinsson, Matth. ólafsson og Guðm. Hannesson. Því var mótmælt i n. d. af Skúla Thoroddsen og Hannesi Hafstein, að ólöglegt væri að kjósa nú þegar yfirskoðunarmenn, sam- kvæmt hinni nýju stjórnarskrá, þar sem hún var eigi komin i gildi. En með 25:14 atkv. ákvað þingið að láta kosninguna fara fram. Gjöf Jóns Sigurðssonar.—Nefndin sem ákveður verðlaunin þau var endurkosin: Björn M. ólsen prófes- sor, Jón Jónsson dócent og Jón Þor- kelsson skjalavörður. Gæzlustjórar Söfnunarsjóðsins— hafa verið endurkosnir þeir Maguús Stephensen fyrv. landshöfðingi og Tryggvi Gunnarsson fyrv. banka- stjóri. Milliþingaforseti i efri deild var kosinn Guðm. Björnsson landlæknir með 10 atkv. Þrir seðlar voru auðir. Fréttir frá stríðinu. Siðastliðinn föstudag Jeit hálf illa úl fyrir Bandamönnum, einkum á Balkanskaganum. Það leit út fyrir, að Þjóðverjar og Austurríkismenn myndu viðstöðulítið vaða yfir Ser- bíu að norðan og Bulgarar fara þvert yfir landið sunnan við Nish, og þar, i hinum þrönga Moravadal, voru þeir búnir að ná járnbraut- inni, víst á einum 20 mílum norðan við Vranya, sem sjá má á kortum mörgum. Þeir sýndust því vera klemdir inni þarna, Serbarnir, og voru tveir Þjóðverjar um hvern einn þeirra, áður en Búlgarar komu til sögunnar; en lítt mögulegt fyrir Bandamenn að senda þeim nokkra hjálp að sunnan, þegar ekki var unt að nota járnbrautina ofan eftir Mor- avadalnum. En á laugardaginn fréttist, að Serbar hefðu snúist við sem ljón á öllum norðurkantinum. Allstaðar höfðu þeir tekið svo á móti Þýzkum, er þeir sóttu fram, að þeir höfðu orðið að hrökkva fyrir og látið all- mikinn hlúta manna sinna. Þeir liafa orðið að gefa upp aðsóknina að Serbum fyrst um sinn, þangað til þeir fengju meira lið. Og sunnan til, við Uskup og Kumanova og Istib og Jón V. Dalmann. Nú stafar geislum kvöldiS kyrt me8 kall af fjarri strönd; en holditS sefur, hljótt og stirt, í húmsins vafiS bönd. AS baki gengin ljómar leiS, þar lifir minning hans, er hefir sigraS hinstu neyS og hlotiS friSar krans. Já, fáir reynast þeir sem þú í þraut og gleSi hreinn, meS drenglynt hjarta, trygS og trú sem tældi aldrei neinn. Hve sælt þar heimsins enda ár, en .eilíf byrjar ró, aS hafa engum höggviS sár, en haldiS velli þó. ViS gengum saman langa leiS, meS lífsins hret og skjól, og blómin gréru himin heiS mót helgri dagsins sól. Þín orS og verk ei voru tál, meS vinfast geS í þraut, þú áttir glaSa, göfga sál, er geislum skreytti braut. MeS glögga sjón viS tímans tafl þú tæpa mældir leiS. Vor feSra göfgi gaf þér afl, aS ganga manndóms skeiS. Já, Dalmann þú varst drengur trúr viS daga þinna starf. Nú ert þú feigSar fjötrum úr meS friS og ljós í arf. 1 nafni Th. Thórarinssonar. M. Markússon. Veles, höfðu Serbar tekið svo á móti Búlgöruni, að undrum sætti; og íregnir frá Aþenuborg segja, að Búl- garar hefi þá enguin þessara borga náð; en þær eru allar í Vardar- dalnuni, skamt fyrir norðan landa- mæri Grikkja og Serba. Bandamenn hafa einlægt verið að lcnda liði bæði í Saloniku og svo austur hjá ános. En það er sem cin- hver hulda hafi legið yfir þvi, hvað þeir tetli að gjöra þar. Grunar margj an, að lið ])að, sein lendir i Búlgaríu hjá Enos, eigi að inæta Rússum, er komi frá Svartahafinu, og taka Adrí- anópel, sem er eitthvað 45—50 míl- um norður af Enos, og taka samtím- is þessa einu járnbraut frá Sofíu til Miklagarðs. En vant er þar að geta til, hvað verða kunni. Góð fregn frá Hellusundi. Þá kom og frétt frá Hellusundi á laugardaginn, að Bretar hefðu unn- ið þar mikinn sigur, og hafði hún ]>au áhrif, að hveiti féll um 2 cents á markaðnum hér i Winnipeg; en liveiti og peningar eru oft áreiðan- legasta barometrið í þessum málum. Á Grikklandi situr við það sama. En bvað Grikki sncrtir, þá hefir c-inlægt verið stapp mikið ineð þá. Þeir neituðu að efna samninga sína við Serba, en segjast skulu vera hlut lausir. En Bretar treysta þeim ekki, og blöð á Englandi segja, að ef Bandamenn yrðu fyrir hnekki nokk- urum þarna, við Búlgara eða Tyrki, þá mættu þeir búast við því að Grikkir stykkju á þá líka. En hvað sem því líður, ])á gjörðu Bretar Grikkjum þá kosti, — að þeir skyldu afvopna herlið sitt og senda það heim áður en þessi mánuður væri úti, — eða þeir skvldu gjöra rögg á sig og halda samninga þá, er ])eir gjörðu við Serba, og koina þeim nú til hjálpar, ]iegar þeim liggur lifið á . ítalir sækja hart fram. Á Italíu hafa Italir sótt hart fram á öllum hergarðinum i Alpafjöllun- um og meðfrain Isonzo. Þeim vinst nokkuð á, en ekki niikið. En Austur- ríki þarf fremur að bæta þar við mönnum, en taka þá burtu þaðan. Rússar ganga einnig vel fram. Hið sama gjörir Rússinn. Þeir hafa sótt fram á allri linunni, Rúss- arnir. Og gengur þó bezt syðst, þar sein Ivanoff er fyrir, i Galiziu, við Styrfljótið. Hann braut þar her- garðinn og hleypti Kósökkum á skot- grafir Þjóðverja, er hann var búinn að lama þá með skothrið í gröfun- um. Kósakkarnir þeystu i löngum fylkingum á grafirnar á harða stökki og fóru þeir yfir þrennar graf irnar í sprettinum. Yar þar hver röðin bak við aðra. Það þarf ekki að efast um frágang þeirra. — Þeir sópuðu þær allar, svo að þar stóð enginn Þjóðverji uppi. Þarna urðu Þýzkir að flytja her- garðinn allan aftur, færa hann vest- ur lengra, og það var ekki einungis þarna, heldur einnig alla leið norð- ur að Pripct flóunum. Og Czerno- vitz, höfuðborgina í Búkóvínu, urðu þeir orustulaust að gefa upp eða að yfirgefa; þeir treystust ekki að halda henni. En norðurfrá var Hin- denburg gamli að berjast um að ná Ilvinsk og Riga. Viku eftir viku var hann búinn að reyna við Dvinsk; ])ar voru stórorustur á hverjum degi, og hröktust ])eir fram og aftur um völluna vestur af Dvinsk og unnu ýmsir signr. Stundum komust Þýzkir að brúarsporðunum yfir Þjótið Dvinsk: en þá gaus svo mik- il eldhríð á þá, að þeir urðu að liverfa frá aftur, og nú upp á síð- kastið ráku Rússar þá einlægt dá- lítið lengra og lengra, og inn á milli vatnanna þar suður af hröktu þeir þá hér og hvar, og hjá Baranovichi, suður undir Pripet flöunum, langt til unnu Rússar mikinn sigur á óvin- um sinum. En norðurfrá hélt Hindenburg gemli einlægt áfram, að senda her- sveitirnar þýzku á eldana Rússanna. Og þegar ekkert gekk hjá Dvinsk, þá reyndi Hindenburg norðar. Þar er svo landi háttað, suður af Riga, vestan Dvinsk fljótsins, að skamt fyrir sunnan borgina byrjar skógur mikill á vesturbakkanum og nær einar 30—40 mílur suður með ánni að vestan. Þetta eru alt saman fen, — fen og tamarak-skógur. Þar er engin bygð og engir vegir, og hefir ætíð þótt ófært öllum nema fuglinum fljúgandi. En þarna einhversstaðar komst þó Hindenburg að ánni, og ætlaði að fara að setja flotbrú á hana. Járnbrautin var á austur- bakkanum út og suður með ánni, og hana máttu Rússar ekki með nokkru nióti missa. Þeir urðu að flytja her- ntenn og vistir eftir henni. Ef að þeir hefðu tapað járnbraut þessari, þá hefðu þeir þurft að liörfa langt austur, áður en þeir gátu snúist á móti aftur. En nú var Hindenburg fnrinn að skjóta á járnbrautina, og l:..nn var kominn nær Riga en nolck- uru sinni áður. Það var þvi orðið ískyggilegt þarna, og Rússar voru farnir að tala um að yfirgefa Riga. Það voru reyndar ekkcrt annað en bermenn þar, því að fólk alt var burtu flutt f.vfir löngu. Þarna var eini staðurinn, sent þýzkum gekk nokkuð, enda beitti Hindenburg þar öllu afli sinu. — En núna seinast var Rússurn farið að ganga svo vcl þarna, að menn voru enn einu sinni óhræddir um Riga. Þeir höfðu sent Þýzkum ]>ar svo harðar sendingar, Rússarn- ir, að þeir komust ekki áfram. Þeir hrundu niður í svo miklum hópum, að sjálfum Hindenburg lcizt ekki a það. Hann og hinir þýzku herfor- ingjar mega nú bráðum fara að spara það, sem þeir aldrei hafa áð- ur sparað, en það eru líf hermann- anna, því að einlægt verður þeim erfiðara og erfiðara að fá nýja her- menn i stað hinna föllnu og særðu. Og Rússar cru farnir að sækja sig svo á sjónum, að þeir eru farnir að gjöra skothríðar af af herskipunum á vígi Þjóðverja og borgir þær, sem ]>eir halda á Kúrlandi, og geta Þýzk- ir ekki að gjört, því að tregir eru þeir að treysta herskipum sinum á sjó út, síðan Bretar fóru að fara með botni um þvert og endilangt Eystra- salt. Enn um afstöðu Grikkja. Grikkir hafa verið fremur þungir undir árum. Þeir brugðust nú Bret- um og Frökkum, sem þeir áttu þó frelsi þjóðarinnar að þakka í strið- inu langa frá 1821—1830, þegar Byron skáld fór að hjálpa þeim með öllum eignum sinum og dó hjá þeim i borginni Missoloughi 1827. Þeir liafa brotið eiða og svardaga sína við Serba: að hjálpa þeim, ef að Búlgarar réðust á þá. Og þeir hafa komið Bandamönnum liætt nú, og er ekki þeim að þakka, þó að ekki hljótist verra af. En nú er talið vist að Bretar sýni þeim í tvo heimana. Þeir heimtuðu af þeim, að gjöra annaðhvort, að af- vopna liðið, áður en þessi inánuður er liðinn, eða fara strax og hjálpa fóstbræðrum sínum. Gjöri þeir hið siðara, þá geta þeir strax fengið Kypros ey, sem Bretar hafa haft sið- an 1878, og fengu þá af Tyrkjum, á- samt fleiri af eyjunum i Grikklands- hafi. Vilji þeir liorugan þenna kost taka Grikkir, þá koma Bretar með flota sinn að Grikklands ströndum, og verður þá að skeika að sköpuðu. — En af Rúmenum heirnta Bretar, að þeir lofi Rússum að fara með her i gegnum lönd sín. , SííSari fregnir frá víg-völlunum. Bardagar hafa verið ákafir á öll- um vígstöðvunum: Á Frakklandi og i Belgiu; á allri hinni löngu linu Rússa, frá Riga til landamæra Rúm- eníu; í Armeníu fjöllum; upp með Tigris fljóti og i Serbiu. Hefir það gengið erfitt fyrir Þýzkum allstað- ar, nema i Serbíu. Og var varla von að svo fámenn þjóð gæti staðið fyrir iiðru eins flóði, þegar Þjóðverjar og Austurrikismenn sækja að vestan og norðan, en Búlgarar að austan og sunnan. , Búlgarar hafa einlægt verið að sækja á Serbana í Timok-dalnum. En bann er norður og austur af Nish, sem nú er höfuðborg Serbanna; og rennur áin Timok norður i Dóná og fylgja á þeirri landamærin milli> Serbíu og Búlgariu, norður að Dóná. Þar sló þeim, Serbum og Búlgörum, fyrst saman, við Kniashevatz, og þar börðu Serbar óvinina af sér. Tvis- var hafa Serbar barist við Búlgara við Negotin, þorp eitt norður undir Dóná, og höfðu Serbar betur í bæði skiftin. Svo leituðu Búlgarar á við Pivot, suðaustur af Nish i Nisava- dalnum þar sem járnbrautin liggur frá Nish til Sofíu borgar. Þetta er einmitt brautin, sem Þýzkir vilja ná. En i bráðina lukkaðist Serbum einnig þar að hrinda Búlgörum afb ur til landamæra sinna. En það var eins og þeir veltust allstaðar yfir landamærin, óvinir þeirra, því að nokkru sunnar i Morava-dalnum komu herflokkar þeirra til Vrania, sem er á járnbrautinni frá Nish til Saloniku. Þeir komust yfir ána og ætluðu að taka bæjinn og járnbraut- arstöðvarnar. Þarna er Morava dal- urinn þröngur og fjöll og heiðar beggja vegna, og er eiginlega hvergi hægt að fara norður og suður um Serbíu nema þarna. — Hermenn Serba. sem þarna voru, og íbúarnir, tóku samt svo á móti Búlgörum, að þeir urðu frá að hverfa. Þeir héldu fyrst, að bærinn væri tómur, eða því sem næst, en þegar þeir komu að yztu húsunum, gaus á móti þeim kúlnahriðin og gátu þeir ekki stað- ist það. Þetta var uin miðja fyrri viku. En svo er fullyrt síðan að ])eir hafi náð járnbrautinni nokkuð norðar i dalnum, og eru þá teptar allar samgöngur milli Nish og Salon- iku. En Bandamenn eiga erfitt, ef ekki nærri ómögulegt, að hjálpa þeim, sem þar eru fyrir norðan og svo yrði það kanske um seinan. En sunnan við Vrania er sem Búlgarar hafi komið úr hverju (Framhald á 5. bls.) Miss Cavell skotin í yfirliði. Hrylling og reiði hefir nú gagn- tekið alt Bretland, út af drápi Miss Edith Cavell í Belgíu. Hún var ensk hjúkrunarkona og var að stunda særða og sjúka í Belgíu. Faðir henn- ar hafði verið prestur í Swardeston í Norfolk héraði á Englandi. Málið kemur óefað til umræðu á þingi Breta. Frændfólk hennar vissi að Þjóðverjar höfðu sett hana í fang- eisi. En móðir hennar hafði ekki heyrt frá henni síðan i aprílmánuði síðastl. , Amtserdam blaðið Daily Mail seg- ir frá aftöku hennar á þessa leið' “Aftakan fór fram i garði einum i Brussel; 6 hermenn og foringi einn höfðu verið teknir til þess, að ráða hcnni bana, og biðu þeir þar meðan aðrir hermenn sóttu hjúkrunarkon- una í næsta hús. Henni var bundið fyrir augu með svörtum klút, og var hún náföl, þeg- ar hún kom; en gekk þó rösklega framhjá mönnunum, sem áttu að skjóta hana; en þá leið yfir hana alt i einu, og hún hné niður 30 jarðs frá veggnum, sem hún átti að standa upp við, er hún væri skotin. Skotin i gegnum höfuðið. Þegar foringinn sá hana liniga þarna niður, gekk hann fram og tók stóra skambyssu úr belti sínu og skaut hana þarna í höfuðið, þar sem hún lá í yfirliðinu, og fór kúlan í gegnum höfuð hennar. Foringi þessi stakk siðan skam- byssunni ofur rólega í belti sitt aft ur og skipaði hermönnunum að bera lík hennar inn í húsið, ])ar sein hún hafði verið. Tóku belgiskar konur þar við því. En spænskur prestur tók að sér að koma henni í jörðina. En Belgum fanst svo mikið til um þetta, er þarna voru, að þeir sögðu að það hefði verið eitthvað hið Ijót- asta og versta niðingsvcrk, sem þeir hefðu séð unnið. Þjóðverjar höfðu sakað hana um • það, að hún hefði hjálpað belgisk- um og frönskum flóttamönnum til að komast burt úr Belgíu.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.