Heimskringla - 28.10.1915, Side 4

Heimskringla - 28.10.1915, Side 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 28. OKT. 1915. HEIMSKRINGLA. (StofnuS 188«) Kemur út á hverjum fimtuðegl. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blaUsins i Canada og Bandaríkjunum $2.00 um áriS (fyrirfram borgatS). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rábsmannl blatSsins. Púst etSa banka ávis- anir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, RátSsmatSur. Skrifstofa: 729 SHERBROOKE STREET, WINNIPEG, P. O. Box 3171 Talnlml Garry 4110 Verðlaunagjafir Þau fylgjast að fylkin Manitoba og Saskatchewan, i þvi efni, að reyna að koma búskap bænda á það hæsta stig, sem mögulegt er. Þetta seinasta ár hefir Manitoba stjórn verið að senda út útlærða menn og konur af búnaðarskólanum til þess að leiðbeina yngri sem eldri út um sveitirnar, í öllu þvi, sem að búnaði lýtur. Hreyfing þessi stafaði af heim- sókn banka- og verzlunarmanna til Norður Dakota sumarið 1914, til þess að kynna sér framfarir í bún- aði. Og er þeir komu norður aftur, voru þeir svo hrifnir af öllu því, er þeir höfðu séð suðurfrá, að þeir hétu að vinna að þvi af kappi, að koma búskapnum á það hæsta stig hér i þessum góðu og frjósömu lönd- um í Norðvesturlandinu. Saskatchewan fylki réði það af, að leggja til grundvallar aðferð þá, sem höfð var i Norður-Dakota, með þeim breytingum, sem nauðsynlegar væru á þessum og þessum stað, og eru þeir nú að gjöra út hóp af field agents, eða umferðar-kennurum, til þess að senda þá út um sveitirnar, til að upplýsa bændurnar, eldra fólk og yngra, og vekja hjá þeim áhuga c v benda þeim á alt, sem þeim megi að gagni koma. Er stjórnin einhuga í þvi, að styrkja þetta eins og mögu- lcgt er; þvi að allir sjá, að þetta getur haft feykilegan árangur fyrir bændurna og þar af leiðandi alt 1: lkið. Þegar bankamennirnir vöktu máls á þessu við Manitoba stjórn, þá var hún |>egar farin að gjöra ráðstafanir til þess og búin að undirbúa og senda út fimm umferðarkennara (field agents), til þess að fara um sveitirnar og leiðbeina bændum á allan hátt. En eins og hvað annað,í heimi þessum, hlýtur þetta að kosta eitt- hvað, og tii þess að standa straum af kostnaðinum, þá verður hver sveit (municipality) að leggja fram til þess árlega $1200, annars sendir Saskatchewan stjórnin engan mann út til þeirra, og er ætlast til, að þetta verði nálægt 50 prósent af fyrsta árs kostnaði. En ef að kostnaður verð- ur meiri, þá er svo að sjá, sem fylk- isstjórnin ætli að bera hann, — en lcggja ekki ineira á sveitirnar. Þetta ár hefir Saskatchewan fylki scnt tíu menn út um sveitirnar; en vonar að geta sent 25 menn næsta ár og 40 árið þar á eftir. Álitið er, að bezti vegurinn til að koma þessu vel á stað sé sá, að vekja áhuga fyrir því hjá öllum hinum uppvaxandi drengjum og stúlkum, og þar af leiðir, að umferðarkennar- ar þessir þurfa að gefa sig mikið við kiúbbum stúlkna og drengja og fá hina ungu til að keppa hver við nnnan um hitt og þetta á sýningum innsveitis, á fundum og samkomum op mótum öðr: jn, er sveitarmenn koma saman á. Saskatchewan stjórnin hafði séð fyjkinu fyrir ágætum akuryrkju- skóla, þar sem lærisveinar gátu fcngið hina beztu kenslu alveg ó- kcypis og fæði og húsnæði við litlu vcrði. Og nú vildu þeir ieita fyrir sér, hvort peningamennirnir vildu nú ekki leggja eitthvað af mörkum. Þeir sendu því “Weed Inspector” Harry Thompson til Winnipeg, til þess að vita, hvað stóru mennirnir vildu leggja fram til “Scholarships”, til þess að gefa verðlaun drengjum og stúlkum í sveitum þeim, sem umferðakennararnir (fiehl agents) færu um. Fyrst hitti Mr. Thompson menn- ina á Grain Exchange, — og þá var ferðinni lokið, hann þurfti ekki að fara lengra. Þeir töluðu um þetta sin á milli og gjörðu fljótlega út um það, að þeir skyldu lcggja fram 1000 dollara þetta ár, 2,500 dollara næsta ar og 4,500 dollara þriðja árið, alt til þessara verðlauna, sem þeir kalla Scholarships. Verðlaunum þessum átti svo að útbýta eftir þessum reglum: 1. Þau skyldu að eins veitt í sveit- um þeim, sem hefðu Agricultur- ul Secretaries, sem hefðu veitt forstöðu mörgum kappraunum milli drengjanna og stúlknanna. 2. Allar kappraunir skyldu fram fara og verðlaun gefast við sýn- inga sveitaskóla. Dómara við sýningarnar skyldi akuryrkju- máladeildin í Regina leggja til, eða búfræðisskólinn i Saskatoon, kostnaðarlaust fyrir bændur. 3. Samkepnin væri að eins milli ungmenna frá 13 til 18 ára ald- urs. 4. Hver keppinautur yrði að keppa í 5 mismunandi greinum. f eftirfylgjandi greinum er stungið upp á að kept sé um: Aö d:rmu um lifandi gripi. Að dœma um bezta hálftamið tryppi (halter broken). Að diema um gæði korntegunda. Safn af 50 plöntum og fræi. Itezta sýnishorn korntegunda ræktað með vissum skilyrðum. fíeztu tiu skúfar af hveitikorni, ræktaðir með vissum skilyrð- um. fíeztu þrjú kornbindi og séu tólf stönglar i hverju. fíezti “peck” (% bushcl) af kart- öflum. Fjórar tegundir af garðmeti úr skólagarðinum, allar til sam- ans. fílómasýning frá skólagarðinum. Beztir tveir hœnsnaungar að vori heimaaldir (crate fattened). fírjú eins punds stykki af mótuðu smjöri. Þrír hleifar af brauði. Kappsaumur slúlkna, citt hnappa gat. Þriggja mínútna ávarp um eitt- hvert akuryrkjumálefni. fíitgjörð, að lengd 300 orð. Hæsta mark, sem veitist fyrir þetta er 100. 5. Hver keppinautur verður að skrifa ritgjörð, sem ekki sé lengri en 300 orð, um eitthvert atriði, sem hann keppir um. Ritgjörð þessi verður að leggjast fyrir ak- uryrkjudeildina í Regina, þegar skólasýningin er um garð gengin, ásamt öllum þeim mörkum sem drengirnir og stúlkurnar hafa fengið í hinum ýmsu greinum, sem þau hafa um kept. Og á þessu skal svo úrskurðurinn byggjast, hver eða hverjir verð- launin hljóti. 6. Jarðyrkjuskrifari sveitar hverr- ar getur valið um, hvað af þessu skuli kept um á sýningunum og getur bætt við greinum, eftir samráði við akuryrkjudeildina. 7. Einum mánuði fyrir skólasýn- inguna, skal jarðyrkjuskrifarinn leggja fram fyrir akuryrkjudeild- ina áætlun um “prógram” fyrir skólasýninguna og tiltaka, hvað margar verði greinarnar að keppa um. 8. Verðlaun gefast þeim lærisvein, sem hæst hefir mörkin. Eftir að verðlaun hafa verið á- kveðin í hinum ýmsu sveitum, verð- ur þeim útbýtt á þenna hátt: $100.00 verða lagðir inn á banka í sameiginlegan reikning þess, sem verðiaunin hlýtur og “deans” jarð- vrkjuskólans í Saskatoon. Af þessari upphæð takist $50.00 þegar vinnandi skrifar sig inn á akuryrkjuskólann í Saskatoon, til horgunar fyrir kenslu i ‘‘regular as- sociate or domestic science course”. Það, sem eftir verður, liggur á bankanum þangað til vinnandi inn- skrifast til annars námsárs á skólan- um í ‘‘associate or domestic science course”. Leiðinda framkoma. “Sýndu mér mann, sem setur upp auglýsingu á vöru sinni: ‘Made in Canada’, og þá get eg sýnt þér mann, sem ætlar sér að græða peninga á minn eða þinn kostnað með þessari auglýsingu”. — — Þetta stendur i apríl-heftinu af Vniversity Magazin, — riti, sem er prentað í Montreal, og er mest lesið og keypt af háskóla stúdentum. Um alla Canada má nú sjá þús- undir auglýsinga, hvar sem vörur eru búnar til eða seldar í heildsölu eða smásölu, og þetta eru menn og félög sem hafa getið sér hinn bezta orðstír hjá allri þjóðinni, og jafnvel víðar. Það er vitaskuld, að þessi auglýsing: “Made in Canada” er til þcss ætluð, að varan seljist, og þá uáttúrlega að seljandi hafi lögmætan liagnað, en ekki tap af henni. — F.n þessi háskólamaður sér ekki ann- að en svik og pretti í þessu. Það er eins og hann ætlist til þess, að vör- ur þær, sem eru tilbúnar í Canada, eigi að seljast með tapi, eða að minsta kosti svo, að seljandi hafi ekkert fyrir ómak sitt. Eða eigum vér að ætla að vörur þær, sem á stóð “Made in Germany” eða ‘iMade in Austria", hafi verið seldar hér svo lágt, að þeir sem bjuggu þær til í Evrópu hafi haft helberan skaða á þeim. Eða eigum vér að trúa því, að menn, sem selja hér vörur úr öðr- um löndum, fái ekkert fyrir ómak sitt og megi kanske borga fyrir að fá að selja þær? Það kemur engum heilvita manni til hugar, að fárast yfir því, þó að þessir menn, sem selja þessar vörur með inarkinu: “Made in Canada", hafi hagnað af því að selja þær. Vér ættuin einmitt allir að gleðjast yfir Jiví, ef að þeir geta haft eitthvað upp úr því. Og vér ættuin einmitt að setja okkur það, að kaupa frem- ur vörurnar, sem merktar eru með þessu inerki, því að með því hjálp- um vér mönnunum, sem eru i sama þjóðfélagi og vér. Vér hjálpum þá félögum vorum og það ætti hver maður æfinlega glaður að gjöra. — Þeir kunna þá kanske að gjálda líku líkt. Og æfinlega J>egar einhver maður í félagsskap einum verður styrkari, þá styrkist um leið allur félagsskapurinn. Það ætti þó að vera deginum ljósara. — (Lauslega þýtt úr “Glenboro Gazette”). Fáein orð til Mr. Sigurjónssonar. Sem svar upp á hina löngu grein hr. Guðmundar Sigurjónssonar vilj- um vér geta þess, að svo framarlega, sem vér höfum gjört honum rangt til í umræddum athugasemdum, Jiá fellur J)að alt saman niður, og sé hann eins sannur Breta-vinur og eins ant um að Bandamenn sigri, sem hann segir í niðurlagi greinar sinnar, þá ættum vér að geta unnið saman sem bræður, Bretum og al- ríkisheildinni til æru og sóma og velfarnaðar landi og lýð. En hvað dylgjur þær snertir, er hann ber á oss, og yfirhöfuð alla greinina, þá sjáuin vér enga ástæðu til að svara J)ví. Það hittir ekki, sem hann segir, — kemur hvergi nærri. Enginn maður hefir nokk- urntima heyrt oss níða leikfimi eða glímur. Vér fengumst nokkuð mikið við leikfimi og glíinur á yngri árum, og væri það undarlegt, ef að vér færuin að níða þær nú. Iívað hinn stóra punktinn snert- ir, sem á að vera rothögg í rósa- niáli, J)á er það broslegt, um birt- ingu greinar i Telegram, og þar af leiðandi vist í Stony Mountain. Vér vitum allir við hvað er átt. Það var verið að saka lifandi menn og dauða um Jietta lengi vel í vetur,, og einn tekinn fyrir á eftir öðrum. Og það skringilega við þetta var það, — að það var engin sök, að fremja brotið, tn að sjá það og taka eftir því, þar í lág sökin! Hálf-skringilegt siðferð- islögmál. En aldrei höfum vér heyrt nokkurn bera það á Magnús Skapta- scn fyrri, að hann hefði svo inikið sem orðið Jiess var. Hvað hermanninn snerti, sem gjörði fyrirspurnina, J)á getum vér ómögulega fundið neitt afbrot hjá honum, þó að hann spyrði svona.— Spyr sá, sem ekki veit. Hjálpið Arna Eggertssyni. Herra Árni Eggertsson er nú bú- inn að opna Committee fíoom á 696 Sargent Ave. Hann sækir, sem allir vita, um að verða kosinn einn af “Controllers” Winnipeg borgar. ■ Vér þekkjuin allir Árna. Hann hef- ir verið i bæjarstjórn áður fyrri og komið þar fram sér og öllum íslend- ingum til sóma. Hann hefir haft við- skifti við fjölda af löndum, og mun öllum finnast eitt um hann, sem nokkuð eru honum kunnugir. Vér höfum þekt hann um fleiri ár og fellur því betur við hann sem lengur liður. Árni er maður skyldúrækinn, starfsamur, réttsýnn og orðinn vel kunnugur málum öllum hér. Hann hefir fengið það bezta orð hjá inn- lendum mönnum. Og ef að nokkuð er i því, að vér viljum hlúa að löndum vorum, þá er þarna inaður, sem liver einasti maður getur haft sóma af að styðja. Vér.megum eiris vel styðja að því, að setja inn góðan Janda eins og Galla eða Þjóðverja eða Frakka eða Gyðing, þegar vér vitum, að maður- inn er hæfur fyrir stöðu J)á, sem hann sækir um. Þeir sem því vildu styðja að J)ví, að koma Árna að, ættu að koma og sjá hann og fulltrúa hans á nefnd- arstofunni á 696 Sargent Ave. Hún verður opin héðan af, Jiangað til kosningar fara fram. Reynzla merkishjóna í Belgíu. fíithöfundurinn Arthur Gleason og kona huns segja frá reynslu sinni með fíauða krossinn í fíelgiu. Þjóðræknin, drengskapurinn og spillingin. Þau eru viðurkend sem rithöfund- ar i Bandaríkjunum hjónin og voru með Rauða-kross sveitunum að likna særðum í Belgíu í vetur; en eru nú heim komin til Bandaríkjanna. Þau eru Sósíalistar og byltingafólk, eða voru það áður en þau fóru; en síð- an þau komu úr stríðinu eru skoðan- ir þeirra nokkuð breyttar. Fréttarritari einn hitti J)au á Washington plássinu í NeW York. Hann kom til Jæirra, er J)au sátu inn an um bókahlaða og blaðabunka á skrifstofu þeirra. Hann var reykj- andi stutta pipu og blés frá sér þykkum reykjarmökkum; en hún sat þar við annað skrifborð, grann- vaxin kona, snyrtilega búin og glað- leg að sjá, en þó full alvöru. Þau höfðu unnið inikið ineðal verkamanna áður en þau fóru á vig- vellina og hefir liklega ekki komið til hugar, að í heiminum væri nokk- ur önnur synd til, en að komast ckki áfram. En hann var nú í nokkra mánuði búinp að bera særða menn af vígvöllunum, stundum í dynjandi skothrið og sprengikúlnaregni, og orðinn vanur að binda til bráða- birgða um stýfðar hendur og fætur; og hún að hjúkra þeiin og vaka yfir þeim. Og bæði höfðu J)au orðið að éta og sofa við drunur skotanna dag eftir dag, og búa saman við inennina sem voru að berjast fyrir lífi sínu, hætta því á hverri stundu dags og nætur til varna og velferðar fóstur- landsins og allra þeirra, sem í því búa. Og alt þetta kom þeim til að hugsa um svo margt, sem þau hafði ekki dreymt um áður, og margt af því var alveg öfugt við hinar sósíal- istisku skoðanir og heimspeki þeirra — sem þau höfðu ætlað að ekkert gæti rótað. Eitt af J)ví, sem þau nú sáu, var það, að Þjóðernisheildin og þjóðar- ástin, tók svo langt fram alþjóða- heildinni, eða bræðralagi allra þjóða Annað var þessi hin gamla hug- mynd, sem kölluð er drcngskapur, æfa, œrlegheit (honor), og hið þriðja var hin meðfædda spilling mannanna (original sin). Þegar GJeason kom í júnímánuði Members of theCommercial Educators’ Association Stærsti verzlunarskóli i Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndum. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. heim aftur af vígvöllunum þarna á Norður-Frakklandi og í Flandern, þá hitti hann söguhöfundinn og skáldið James Oppenheim, og var liann þá svo algjörlega horfinn frá hinum fyrri sósialista skoðunum sínum, sem hann áður hafði prédik- að, að nú sagði hann, að friðurinn væri rangur sem stæði og ekki um liann talandi; en að frá Banda- manna sjónarmiði yrðu þeir að halda áfram striðinu, þahgað til þeir væru algjörlega búnir að sigra; — það væri hið eina rétta, sem þeir gætu gjört. Þau hjónin, Mr. og Mrs. Gleason, sögðu fréttaritaranum frá svo mörgu sem fyrir þau hafði borið og hvað þau hefðu lært af þessu voðalega striði, sem þeim áður hafði ekki til hugar komið. “Þegar eg fyrst kom til Belgíu”, mælti Gleason, “J)á hafði eg þá hina almennu skoðun og sannfæringu Sósialista, að allir menn væru bræð- ur, Mér hafði aldrei komið til hug- ar, að ein þjóð hefði á réttu ináli að standa, en önnur á röngu. Eg trúði ekki á neina þjóða- eða flokkaskift- ingu, og eg var algjörður alþjóða- maður (internationalist eða cosmo- politan). En siðan eg sá strið þetta, hefi eg orðið sannfærður um það, að ein þjóðin hefir rangt fyrir sér, en önn- ur eða aðrar rétt. Og um leið hefi eg séð það, hvað þjóðernisástin og þjóðernisskyldan er inikilsvirði og stendur langt fyrir ofan þessar ó- samrýmanlegu alþjóða hugmyndir. Eg sá og skildi svo skýrt og ljóst hinn franska þjóðaranda, hvað hann var dýrmætur og göfugur og hversu nauðsynlegt það var, að hann lifði siungur og blómgaðist meðal hinnar frönsku þjóðar. Þegar eg fór frá Ameríku, hafði eg ætið hugsað mér Frakka, sem léttúðuga, lausláta, fljót- ráða, alvörulitla og oftlega prett- visa þjóð. En Jægar eg kom og sá þá, þá reyndust þeir mér alt öðru vísi. Þeir börðust einlægt sem hetjur af fyrirtaks hreysti og þeir voru svo þolinmóðir og raungóðir, að það var sem þeir gætu þolað alt: lang- vinna sjúkdóma, hungur og kvalir og vonbrigði, dag eftir dag og inán- oð eftir mánuð”. Þá tók kona hans, Mrs. Gleason, fram í: “Frakkar hafa sannað J)að”, mælti hún, “hvað hún er varanleg þessi brennandi, Iogandi ættjarðarást hjá þeim. Eg var í Parisarborg, þegar stríðið byrjaði fyrstu vikuna. Eg sá hinn ljómandi hugrekkis- og her- inensku-anda, sem þá koin allstaðar i Ijós. Og eg veit það síðan, að ald- rei hefir hann linast; hann hefir verið samur og jafn, hvort sem þeir unnu sigur eða biðu hina miklu ó- sigra og hrakninga fyrstu vikur striðsins. Og á bak við þenna her- mcnsku-anda allra franskra her- manna, stendur kvenfólkið — og jafnvel börnin — alt logandi af á- liuga að leggja alt í sölurnar, líf og tignir, tii þess að geta sigrað hina grimmu, ágjörnu og miskunnar- lausu Þjóðverja. Þessi logandi eld- ur i hjörtum þeirra hefir aldrei sloknað og aldrei niður fallið síðan stríðið hófst. Og þó finst mér stríðið ekki vera liinn rétti vegur til að leysa ráðgát- ur lifsins. En það má ekki misskilja mig, er eg segi Jætta. Menn mega ekki hugsa, að eg vilji frið núna, — eg vil ekki, að nokkur maður ætli það um mig”. “Þér eigið við, að þér viljið nú ckki algjörðan frið?” mælti frétta- j ritarinn. Hún þagði um stund og mælti svo: “Vissulega ekki nú uppá neina skilmála, sem boðnir eru”. Siðan hélt maður hennar áfram eftir li.tla þögn: “Oll þessi nýmóð- ins heimspeki vor hefir blindað augu vor fyrir J)ví, sem vér höfum vanist að kalla synd eða spillingu. Það voru fyrst Þjóðverja, sem gáfu oss fulla hugmynd um syndina og spillinguna (original sin), — hið trylta grimdaræði manna. Þegar eg sá tólf ára gamla stúlku (sem var ein af þeim ótalmörgu, sem Þýzkir höfðu fyrir skildi í bardögunum), deyja af mörgum sárum eftir byssu- slingi, sem hún hafði verið stung- in með í bakið; og þegar eg sá ör- vasa áttræða konu með sár af byssu- sting i gegnum lærið, — þá skyldi eg, að þetta var sannarleg synd og miskunnarlaus, samvizkulaus grimd. Allar þjóðir eru að nokkru leytf sekar í þessu stríði; en Þjóðverjar eru lang-sekastir af öllum, þvi þeir hyrjuðu það; þeir höfðu búið sig undir það og liugsað það alt út, og þeir hafa beitt grimdinni og misk- unnarleysinu á þess hæsta stigi”. “Hvað meinið þér, Mr. Gleason, þegar þér talið um syndina og spillinguna (original sin)?” mælti fréttaritarinn. Hann hafði áður fyrri verið læri- sveinn Sósíalista foringjans og rit- höfundarins þýzka Karl Marx, og ákafur áhangandi hans. En nú mælti hann: “Við syndina eða spillinguna meina eg, hina með- fæddu tilhneigingu til hins illa, sem sameiginleg er öllum mönnum. Hún kcmur aðallega út hjá oss, sem verziunarkepni (commercialism),— með sinum tveimur greinum: iðn- aðarkepninni (industrialism) og keisara veldinu (imperialism). En sé verzlunarkepninni fylgt fram eins og Þjóðverjar gjöra, þá leiða af þvi stórkostleg morð og eyði- 1' gging heilla þjóða. Sama er að segja um hermanna- valdið, þegar því eru fengin vopn í hendur og tækifæri að drepa og myrða. Alt verður sömu spilling- nni og grimdaræðinu háð”. Mr. Gleason þagnaði nú og kveiktí i pipunni sinni og mælti svo: “Eins og þér vitið vorum vér allir áður en striðið hófst, önnum kafnir við að búa oss til nýjar siðahugmyndir. Vér vorum búnir að kasta öllum hin- um gömlu hugmyndum um siðgæði; en nú er stríðið búið að kollvarpa öllu þessu starfi voru og setja hinar gömlu hugmyndir aftur i hið fyrsta sæti þeirra. Eitt af þessu er þjóðar- hugmyndin og ættjarðarástin, eða sú hugmynd, að hver þjóð stjórni sínu eigin landi eftir sinum hugmyndum en ekki annara. England hefir full- an rétt til sinnar J)jóðernishugmynd.- ar og sama er að segja um Belgíu. Þessi lönd og önnur hafa fullkominn rétt til þess, að haga öllum sínum málum og störfum og leikum eftir eigin geðþótta sínum. Vér höfum verið í Belgíu siðan í september, þegar stríðið var nýbyrj- að, og vorum þar í borgum, sem ald- rei höfðu búist við innrás óvina neinna. Og vér þekkjum alt íif Belga, hvað þeir eru friðsamir og vinalegir við alla og listamenn með liinum beztu”. “Þeir eru heimsins mestu lista- menn”, sagði þá frú Gleason. “Og hinir elskulegustu og við- kvæmustu”, mælti bóndi hennar. En þegar þeir komu til Belgíu, Þjóð- verjarnir, J)á beittu þeir hroðaskap- c-g frekju mestu við Belga, og fóru með þá, sem grimmur og stórsnúð- l ugur húsbóndi fer með börn og und- irtyllur. Eg var um tíma nokkurn i bæn- um Tennonde og stóð þar þá eitt- hvað nálægt tiunda hvert hús. Hin húsin öll höfðu verið brend, ekki allur bærinn i heild sinni, heldur eitt og eitt hús. Áður en Þjóðverjar brendu húsin, fóru þeir í gegnum allan bæinn og skrifuðu sumstaðar á dyr húsanna: “Gute Leuthe woh- nen hier” (Hér búa góðir drengir). 1 Þessi hús voru ekki brend, því í Jæim bjuggu þýzkir spæjarar, eða Fremst að Hreinleika Fínast á bragSiÖ Klnntnkt nti Gæliam. i merkur e?5a pott hylkjum. Tll kaups hjá verzlunarmannl þinum eíia rakleitt frá E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.