Heimskringla


Heimskringla - 28.10.1915, Qupperneq 6

Heimskringla - 28.10.1915, Qupperneq 6
BLS. 6 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 28. OKT. 1915. —Hver var hún?— ‘Þetta segið þér upp i opið geðið á mér!’ hrópaði hann. ‘Gætið þér yðar að fara ekki of langt. Eg er nýkominn frá Englandi og frá Pionald Gharleton. Hann sagðist hafa fengið tvö bréf frá yður, sem segðu hon- um, að þér væruð honum tryggar; en þar eð eg er meðbiðill hans, og barúninn Vill ekki samþykkja gift- ingu ykkar, kvaðst hann vilja sleppa yður, ef hann fengi 5000 pund hjá mér’. ‘Þetta er lýgi!’ sagði Helen. ‘Þér haldið það? Eg fékk honuin peningana og hann fór samstundis úr Englandi. Skuldheimtumenn hans leita hans allstaðar; en hann er sloppinn frá þeim. Sko, hér er auglýsing, sem einn þeirra hefir sent út um Lundúnaborg, í þeirri von að finna hann, og hér getið þér sjálfar séð, hvað blöðin segja um hvarf hans’. Jarlinn rétti henni eina af auglýsingum Hartons, þar sem boðin var borgun fyrir að segja, hvar hann væri. Hclen fölnaði meðan hún las þetta. Svo rétti jarlinn henni fáein ensk blöð, þar sem minst var á hvarf Ronalds. Eitt blaðið sagði, að það væri einkenni Charlewick ættarinnar að hverfa; nú- verandi jarl þeirrar ættar hefði týnst í 20 ár; annað blaðið taldi líklegt, að hann hefði fyrirfarið sér, þar honum hefðu brugðist vonir um að erfa Charlewick; þriðja blaðið, að hann hefði ekki þolað þau vonbrigði, að trúlofun hans og ungfrú Helen Clair hefði verið ó- nýtt; og fjórða blaðið kvaðst hafa fulla ástæðu til að ætia, að hann hefði farið til Ástralíu, til þess að byrja að nýju’. Helen las þetta þegjandi og sneri baki að honum á meðan. Jarlinn sárlangaði til að sjá framan í hana; en gat það ekki. Hann gjörði sér samt von um, að yfir hana mundi liða. En það leið ekki yfir Helenu; hún sneri sér að honum og sagði: Hvar er hann?’ ‘Hver? Ronald?’ ‘Já, hvar er Ronald?’ ‘Hvernig á eg að vita það? Hann fékk peningana hjá mér og fór, liklega til Ástralíu’. ‘Eg spyr aftur: Hvar er hann? Þér getið máske fengið aðra til að trúa þessari sögu yðar; en mig ekki. Eg þekki Ronald. Kain, hvar er hann?’ ‘Þér kallið mig Kain, og ásakið inig fyrir að hafa myrt hann?’ ‘f huga yðar eruð þcr morðingi hans; og í raun- inni eruð þér það líka, ef þér eruð ekki of mikil gunga. Þér vitið, hvar hann er; þér hafið falið hann ein- hversstaðar. Þetta er þá orsökin til þagnar hans!’ ‘Stúlka, sem er yfirgefin, getur líklega fyrirgefið. Eða, er það svo erfitt fyrir stúlku að viðurkenna, að hún sé svikin og yfirgefin? F.g hefi sagt yður sannleik- ann, Helen —’ Unga stúlkan benti honum að þegja. ‘Eg fer til föður míns’, sagði hún. ‘Við verðum undir eins að fara til I.ondon’. Að þessu sögðu hljóp hún inn í höllina. Jarlinn hljóp á eftir henni. Helen þaut inn í reyk- ingaherbergið. Barúninn sat þar á stól og reykti vindil. Þegar Helen kom hlaupandi inn, þaut hann á fætur segjandi: ‘Hvað gengur —’, en þegar hann sá jarlinn koma á eftir henni, hrópaði hann: ‘Eg skil, eg skil Þér eruð kominn aftur Charle- wick, og — og —’ ‘Ó, pabbi’, greip Helen fram i. Ronald er horfinn, við verðum strax að fara til Lundúna, þú og eg. Þó þú viljir ekki leyfa mér að giftast Ronald, vona eg að þú viljir reyna að finna hann. Eg skal vera tilbúin, að 15 mínútum liðnum’. ‘Hvað þýðir þetta, minn góði jarl?’ spurði barún- inn. ‘Hvað hafið þér sagt henni?’ ‘Að Ronald hafi yfirgefið skuldheimtumenn sína og farið burtu úr Englandi’, sagði jarlinn. ‘Hún vill elta hann og flytja hann aftur undir sömu kringum- stæðurnar’. ‘Helen!’ sagði barúninn. Þessi hegðun er ósam- boðin ungri stúlku. Fyrirgefið þér henni, lávarður, og íhugið að hún er móðurlaus’. ‘Lestu þessa auglýsingu og þessi blöð, pabbi. Lestu þau núna!’ Barúninn lét að beiðni hennar, og gleðin skein í andliti hans, þegar hann var búinn. ‘Ronald er hygginn, að leynast í burtu, og mér þyk- ir vænt um, að hann er farinn. Helen, sýndu nú að þú sért skynsöm og láttu þenna betlara eiga sig1. ‘Pabbi, hann hefir ekkert farið af ekgin hvötum, án þess að finna mig. Hann elskar mig og veit að eg elska hann. Jarlinn hefir lokað hann inni, drepið hann eða sent hann burtu með skipi’. ‘Ágæt hugsun’, sagði jarlinn; ‘en mér hefir ald- rei komið hún til hugar’. ‘Helen, þú móðgar gestinn minn!’ sagði barúninn. ‘Það er líklega satt, sem blaðið segir, að hann hafi fyr- iríarið sér af missi ástar’. ‘Það er ómögulegt! Hann veit, að eg elska hann’, sagði Helen ákveðin. ‘En eg náði í bréfiu þín til hans’, sagði barúninn, sem áleit bezt að eyðileggja allar vonir strax. ‘Þegar hann fékk ekkert bréf frá þér, og vissi ekki hvar þú varst, hefir hann komist að þeirri niðurstöðu, að þú vildir ekki giftast honum’. Helen leit ásakandi augum á föður sinn en sagði ekkert. ‘Viltu ekki fara með mig til Englands núna strax. Ó, pabbi, eg verð að fara og reyna að finna hann!’ ‘Eg sé enga ástæðu til að breyta áformum mínum; eg ætlaði að verða hér i sumar, og eg verð hér’. Engar bænir dugðu, og þá sagði Helen: ‘Vagninn, sem jarlinn kom í, er hér enn; eg fer í honum. Eg fer til London að finna Harton og hjálpa honum til að finna Ronald, sem hefir orðið fyrir ein- hverju illu’. ‘Þú sýnir mér þverúð, Helen. Eg kom með þig hingað í þeim tilgangi, að þú giftist jarlinum, og þú yfirgefur ekki Frakkland, nema sem kona hans’. Hann leit svo vonzkulega á dóttur sína, að hún varð skelkuð. 25. KAPÍTULI. fíonald kemur. Helen hröklaðist frá dvrunum af skelfingu; hún var fangi, og faðir hennar var fangavörðurinn. Hugs- unin um hinn elskaða Ronald gjörði hana ennþá ó- rólegri. ‘Letty, hvað eigum við að gjöra; við erum lokað- aðar inni ’ hrópaði hún örvilnuð. Þernan gekk að dyrunum, fullvissaði sig um, að þær voru læstar, og settist svo á stól, alveg hissa. ‘Það gjörir okkur enginn neitt ilt; það er faðir yðar, sem hefir lokað okkur inni’. Helen svaraði ekki. Það var satt, að faðir hennar hafði lokað hana inni. En hafði hahn nokkurn tíma verið henni sannur faðir? Gjörði hann ekki móður hennar ófarsæla? Sveik öhann ekki loforð sitt við Ronald? Vildi hann ekki að hún giftist jarlinum? Var hann ekki singjarn og tilfinningarlaus? Hún sá nú á fáum augnablikum, hvers konar mað- ur faðir hennar var; mundi nú eftir öllu því illa, sem hún hafði heyrt um hann, og hverjar þjáningar hann olli móður hennar. ‘Pabbi sleppir okkur liklega, þegar vagninn er far- inn; hann heldur að öllum líkindum, að eg hafi ætl- að að strjúka’. ‘Þá sleppir hann okkur strar, þvi vagninn er að fara, ungfrú Helen’, sagði Letty. Helen þaut að glugganum og sá vagninn hverfa. En enginn kom að ljúka upp, þó vagninn færi. Þegar dagverðartíminn nálgaðist, bjóst Helen við að faðir sinn mundi Ijúka upp; en tíminn leið og það var orðið dimt, þegar upp var lokið. Barúninn kom inn með mat, og lét hann á borðið við dyrnar, um leið og hann gægðist inn í stóra herbergið. Tunglið sendi geisla sína inn um gluggann, á Hel- enu, þar sem hún sat eins og svipur manns. ‘Þið sitjið þá í myrkrinu’, sagði barúninn. ‘Um hvað ertu nú að hugsa, ungfrú Clair?’ ‘Nær ætlarðu að sleppa okur út héðan?’ spurði Helen. ‘Þegar þú hlýðir skipan minni — ekki fyrri’, sagði barúninn alvarlegur. ‘Faðir’, sagði Helen ákveðin, ‘eg giftist jarlinum aldrei, — nei, þó eg verði að missa lífið fyrir það. — Viltu neyða mig til að giftast manni, sem eg hræðist, fyrirlit og næstum hata?’ ‘Skoðun þin á ástinni er heimska. Peningar, miklar eignir og frelsi til að gjöra það, sem maður vill, er það eina eftirsóknarverða í heiminum, og alt þetta getur jarlinn veitt þér. Jarlinn er laglegur, gáf- aður og ríkur maður’. ‘En er hann góður maður? Hvað veizt þú um hvarf hans í 20 ár?’ ‘Hvað kemur hin liðna æfi hans okkur við. Ef þú ferð að hnýsast eftir æfiatriðum annara, verður þú hötuð’. ‘En þú veizt ekki, nema hann eigi konu lifandi’. Barúninn blótaði. ‘Eða hann sé glæpamaður?’ ‘Hættu nú!’ sagði barúninn. ‘Heldurðu að hann vildi gjöra sig sekan um tvíkvæni? Heldurðu að erf- ingi jarls vildi gjörast glæpamaður? En nóg um þetta. Þú verður að giftast jarlinum, — og því fyrri, því betra’. ‘Og þú vilt ekkert hugsa um Ronald?’ ‘Nei, alls ekki. Mér þykir vænt um, að hann er horfinn. Þú skalt vera fangi i þessum turni, þangað til þú lofar þvi að giftast jarlinum. Á hverjum morgni skal frú Binnet koma að þjóna þér; matinn færi eg þér sjálfur, reglulegan fangamat’. ‘Þú getur haldið mér í fangelsi, en ekki Letty; — hún er ekki dóttir þín’, sagði Helen beiskjulega. ‘Valdið ræður’, sagði barúninn. ‘Eg ætla að loka hana inni ásamt þér; hún getur ekki kært mig fyrri en hún er orðin frjáls. Þú þarft ekki að vera fangi lengur en þú sjálf vilt’. Svo fór hann og læsti dyrunum á eftir sér. Letty stóð upp og þreifaði fyrir sér eftir eldspít- um; kveikti tvö Ijós og færði Helenu matinn, sem var fremur óvandaður. ‘Þetta er dagverður fyrir bændur’, sagði Letty. ‘Ef bændur geta borðað hann, þá getum við það líka’, sagði Helen. ‘Meðan við höfum heilsu, getum við veitt óvinum okar mótstöðu; en verði líkaminn veikur, verður viljinn líka veikur. Við skulum borða og hugsa um, hvernig við eigum að sleppa’. Eftir að máltíðinni var lokið, fór Helen að rann- saka, hvernig þær gætu losnað. Dyrnar voru svo sterkar, að óhugsandi var að brjóta þær. Út um gluggana gátu þær heldur ekki farið- þeir voru svo langt frá jörðu. ‘Það virðist ómögulegt að losna héðan’, sagði Hel- en. Eg sé nú, að þegar faðir minn valdi mér þetta her- bergi, — þá hefir hann ætlað sér að gjöra mig að fanga. Við verðum að biða og treysta guði, en aldrei skal eg láta undan föður minum’. ‘Eg vil heldur vera hjá yður, ungfrú Helen, en hvar sem er annarsstaðar án yðar’, sagði Letty. — ‘Fangatími yðar verður eins óþægilegur fyrir barún- inn eins og fyrir yður; hann elskar félagslífið, og mun þjást af því, að vera grafinn hér lifandi mánuð eftir mánuð’. ‘Mér eru mikil vonbrigði að hegðun föður míns; eg var farin að treysta honum, en svona reynist hann. Eg gæti nú samt verið ánægð í fangelsinu, ef eg vissi að Ronald væri óhultur’. Letty dró marga húsmuni að hurðinni, svo hún yrði ekki opnuð um nóttina; lagðist svo á einn legu- bekkinn og spfnaði strax. Helen var líka háttuð, en fór ofan úr rúminu aftur, féll á kné og flutti langa og innilega bæn til guðs. Að henni lokinni varð hún rólegri, fór í rúmið aftur og sofnaði bráðlega. Frú Binnet kom til hennar á morgnana, eins og faðir hennar sagði; en á meðan hún var inni, beið hann í stiganum. Sjálfur kom hann tvisvar á dag með matinn. Fyrst brúkaði hann hótanir og skop; en þegar hann sá, að Helen var ósveigjanleg, varð hann daufur á svip og leiðindalegur. Engin breyting var á matnum; svo Hclen varð mögur og föl og Letty líka. Alla þessa daga var jarlinn hjá barúninum, og skemtu þeir sér með matarneyzlu, víndrykkju, reyk- ingum, knattleik á borði og spilum. ‘Já, han sagði mér, að hann ætlaði til hi'ns heims- endans’. ‘Máske hann hafi farið til Suður-Afríku, til þess að komast eftir leyndarmálinu um hina löngu fjarveru yðar?’ sagði barúninn spaugandi. Andlit jarlsins varð eins svart og þrumuský; — hann gat ekki þolað, að minst væri á þessi 20 ár. ‘Hvar sem han ner, þá kemur hann ekki hingað’, sagði jarlinn; ‘þó eg vildi helzt að hann kæmi; hér er svo afar einmanalegt’. ‘Þessi einangrun er bráðum á enda; þverúð Hel- enar er nú á þrotum. En þarna kemur einhver. Má- ske það sé Öróðursonur yðar?’ » Jarlinn hrökk við og fölnaði, og spratt á fætur, þegar vagninn nam staðar. Maður sté út úr vagnin- um, borgaði ökumanni og kom svo til þeirra. Maður þessi var dimmleitur í framan, svipurinn ljótué; han var rangeygður, með snoðið höfuð, en vel rakaður. * ‘Þessi maður er frá Charlewick-le-Grand, sem eg þekti, þegar eg var ungur’, sagði jarlinn. Hann er sonur fóstru minnar, og er mér mjög hlyntur. Hann heitir Pétur Diggs, og bað mig að taka sig í þjónustu mína, svo eg gaf honum áritun mína’. Þegar jarlinn var búinn að segja frá þessu, var maðurinn kominn til þeirra, og stóð nú berhöfðaður frammi fyrir jarlinum. ‘Jæja, góði maður, svo þú ert kominn; eg bjóst við þér og réði mér því engan þjón í Paris. Hvernig líður heima hjá þér?’ ‘Öllu vel, lávarður’, svaraði Pétur. ‘En eg hefi ver- ið óheppinn; annars hefði eg komið fyrri’. ‘Farðu inn í höllina, og bið frú Binnet að fylgja þér til herbergis míns, og þar geturðu beðið þangað til eg kem’. Diggs hneigði sig og gekk inn. ‘Þessi maður er þorparalegur að útliti’, ssagði barúninn. ‘Hann er betri en hann sýnis’, svaraði jarlinn. — ‘Og sé hann það ekki, þá læt eg hann strax fara burtu. ‘Mér er ánægja að sjá nýtt andlit, þó það væri á ljót- um hundi’. ‘Nú verð eg að fara til Helenar. Eg kem brátt aft- ur, með góðar fréttir máske’, sagði barúninn. Þegar barúninn var farinn gekk jarlinn til her- bergis síns. Þar fann hann Pétur Diggs. ‘Nú!’ sagði jarlinn og lokaði dyrunum. ‘Hvert er erindi þitt hingað? Hvaða óhapp vildi þér til?’ ‘Lávarður Ronald er sloppinn’. ‘Sloppinn! Hvernig?’ Pétur Diggs flýtti sér að segja frá öllu viðvíkjandi Ronald. ‘En hann veit ekki, að eg var fangavörður hans, eg var forsjáll’. ‘Nógu forsjáll til að láta hann sleppa’, sagði jarl- inn afar reiður. ‘Því skrifaðirðu mér ekki, að hann hefði sloppið, og varst kyr í Lundúnum til að ná hon- um aftur í gildruna?’ ‘Af því han er ekki í Lundúnum. Eg dulbjó mig og gætti hans. Hann fór beina leið frá Lundúnum til Parísar, og þar er hann nú’ . ‘f Frakklandi? Hann er þá á okkar slóð?’ ‘Ekki held eg það. Hann hefir máske heyrt, að barúninn væri í París; ef hann vissi að hann væri hér myndi hann hafa komið á eftir mér’. ‘Getur verið; en nú er hann frjáls. Er bróðir þinn þjónn hans >.nnþó?’ ‘Jón fór til Parísar með honum; en svo sendi lá- varðurinn hann til Englands aftur í erindagjörðum. — Hann grunar varla, að þjónn hans sé þjónn yðar. Og Jón kemur strax aftur að gæta hans’. ‘Þú verður að fara til Parísar dulbúinn, og gæta hans. Reyndu að fá hann í gildruna aftur; — sláðu hann i rot, eða hvað ar.nað, sem þú vilt. En því léztu vagninn fara?’ ‘Hann fór til fiskimannaþorpsins, fjórar mílur héðan’ ‘Farðu á eftir honum; flýttu þér til Parísar, og leystu vel af hendi erindið, sem eg hefi fengið þér, og þú skalt verða ríkur maður'. Þegar þeir höfðu komið sér saman um áformið til að ná Ronald, fór Pétur fram i eldhús til að fá sér að Jborða, og þegar farið var að rökkva, lagði hann af stað til þorpsins. Kveldið var ljómandi fagurt; tunglsljós og heið- ríkur himinn. Á grasfletinum fyrir framan höllina, sátu þeir barúninn og jarlinn, og litu öðru hvoru á ljós- birtuna í glugga Helenar. ‘Mér þykir vænt um, að þér senduð þjóninn burt, CharleWick; hann var svo ógeðslegur. En hvað er þetta?’ sagði barúninn. Við hornið á liöllinni heyrðist fótatak og jafn- skjótt kom Alfons í Ijós. ‘Herrann sagði mér í dag, að hér væri svo leiðin- legt’, sagði Alfons, ‘og að þið yrðuð fegnir að sjá björn, sem kynni að dansa, — eða þá svínshvolp með 6 fæt- ur. Nú hefi eg fundið svo Tyroler-söngmenn, sem vilja skemta ykkur um stund. Sjáið þið!’ Tveir einkennilega klæddir menn komu inn i garð- inn. Þeir voru báðijr í týrólskum þjóðbúningi, með háa hatta og fjöður í þeim, stuttar flauelsbuxur og slopp; báðir höfðu þeir hljóðfæri, sem héngu i grænu bandi milli axlanna að aftan. Annar söngvarinn var hár og kraftalegur; hinn var lítill og grannur, en eins dökkur og ítali. ‘Láttu þá syngja’, sagði jarlinn. ‘Eg hefi lítinn smekk fyrir hljóðfærasöng, og þó söngurinn sé Ijótur, verð eg þess ekki var’. Alfons bað þá að syngja. Yngri maðurinn söng nú fallegt lag, sem er al- gengt í Alpafjalla-dölunum. Þegar hann var búinn, fleygði jarlinn og barúninn handfylli af smápeningum til hans. Hann týndi þá upp og hneigði sig kurteislega. Svo söng hinn eldri eitt af þessum fjörugu Alpa- lögum, fult af undarlegum, dillandi tnum. Þegar Helen heyrði sönginn, þaut hún á fætur,— gekk að glugganum og kallaði svo til Letty: ‘Þetta er röddin hans! Eg hefi oft heyrt hann syngja þetta lag. ó, Letty, það er hann, — það er Ron- ald lávarður!’ 26. KAPÍTULI. Hún fór út þegjandi og gekk til herbergis sins. Svo hringdi hún klukkunni til að kalla á þernu sína; sagði henni, hvað fram hefði farið, og fór svo ásaint henni að láta niður hjá sér það nauðsynlegasta, tók svo hattinn sinn og yfirhöfnina. ‘Komdu, Letty; við verðum að flýta okkur’, sagði hún. Hún gekk hratt til dyranna, en þær voru Iokaðar og lykillinn tekinn úr skránni. Hún var fangi. ‘Eg hefi alveg gleymt tímanum’.'sagði jarlinn einu sinni. ‘Hve lengi hefir Helen verið fangi? Eina„ tvær eða þrjár vikur? Mig furðar, hve úthaldsgóð hún er’. ‘Hún fer að verða svöng; hún smakkar naumast svarta brauðið’, sagði barúninn. — ‘Hún gefst upp eftir einn eða tvo daga; en hún elskar Ronald jafn heitt og áður, og mig furðar á hvarfi hans. Haldið þér að hann hafi farið til Ástralíu?’ Flókið ástand. Það var verulega fallegt, andlit unga mannsins, sem frú Vavasour hafði gjört arflausan. Engin hinna myndanna gat jafnast við það, — hvorki að fegurð né göfgi. Ennið var hátt og tígulegt, umkringt ljósu, þéttu hári, sem var greitt aftur; augun stór og blá, sem sýndu óbilandi hugrekki; svipurinn um munninn á- kveðinn, en bros á vörum. Myndin var svo fögur og myndarleg, að hún gleymdist aldrei. Geðshræringin, sem greip Eddu við að sjá mynd- ina, var ráðskonunni óskiljanleg. Hún leit á Eddu og myndina á vixl. ‘Hafið þér nokkru sinni séð herra Dugald, ungfrú Brend?’ ‘Já, eg hefi séð hann’. Ráðskonan varð nú vingjarnlegri, af því Edda hafði séð uppáhaldsgoð hennar. ‘Þér þekkið hann þá? Nær sáuð þér hann?’ Síðastliðið haust um veiðitimann. Hann var á veiðum á Yorkshire heiðinni, og dró upp myndir af umhverfinu um leið’. ‘Alveg rétt. Eins og aðrir heldri menn hefir hann gaman af veiðum. Og myndirnar hans, stórar töskur fullar af þeim, eru læstar niður i bókhlöðunni’. ‘Hann sagðist draga upp myndir til að selja þær seinna, af því hann væri fátækur’. ‘Fátækur, — hann, sem er sá rétti erfingi að Ben Storm; en samt sem áður sagði hann satt. Það er að kenna vondu stúlkunni, ungfrú Grétu Cameron, henni sem eg held að ætli að ná í Ben Storm Castle á ein- hvern hátt. En hvernig frúin getur verið hrifin af henni, það skil eg ekki’. ‘Hann nefndi sig Dugald Mack’. ‘Já, presturinn sagði mér það, þegar hann kom frá Lundúnum. Það kemur af því, að frúin orgaði á eftir honum eins og villiköttur, þegar hann fór: ‘Farðu burt og láttu mig aldrei sjá eða heyra til þín oftar. Svivirtu ekki nafn mitt, hvar sem þú verður, og láttu ekki aðra vita, að hinn síðasti Mac Fingal vill heldur vera þjónn enskra manna, en húsbóndi í sinni eigin höll. ó, ungfrú Brend, frúin er eins grimm og vnt dýr og alvcg meðaumkunarlaus’. Ráðskonan ])urkaði tárin af augurn sínum. Hún sá ekki rjóðu kinnarnar hennar Eddu, og gat þvi ekki getið sér til, að þetta væri kærasti hennar, — en það var hann. Síðastliðið haust mætti hún ungum veiðimanni á heiðinni, sem spurði hana ýmsra spurninga. Hún var óvön siðfáguðum mönnum, og áleit hann vera frá æðra heiini. Hann var hreinskilinn og kurteis. Innköllunarmenn Heimskringlu: 1 CANADA. F. Firinbogason ...Árborg F. Finnbogason Arnes Magnús Teit Pétur Bjarnason ...Antler St. Adelaird Páll Anderson Brú Sigtr. Sigvaldason ■ Lárus F. Beck ...Baldur ...Beckville F. Finnbogason Bifrost Ragnar Smith ...Brandon Hjálmar O. Loftson Bredenbury Thorst. J. Gíslason ...Brown Jónas J. Húmfjörd Burnt Lake B. Thorvordsson ...Oalgary Öskar Olson ...Churehbrigde J. Ií. Jónasson J. H. Goodmanson „Dog Creek Elfros F. Finnbogason Jolin Januson ...Framnes ...Foam Lake Kristmundur Sæmundsson G. J. Oleson F. Finnbogason Bjarni Stephansson Gimli ...Glenboro Geysir ...Hecla F. Finnbogason J. H. Lirnlal ...Hnausa Holar Andrés J. Skagfeld Jón Sigvaldason ...Hove „.Icelandic River Árni Jónsson ...ísafold Andrés J. Skagfeld Jónas J. Húnfjörð G. Thordarson ...Ideal ...Innisfail ...Keewatin, Ont. Jónas Samson J. T. Friðriksson ...Kristnes . Kandahar Thiðrik Eyvindsson Langruth Oskar Olson Lárus Árnason ...Lögberg Leslie P. Bjarnason Lillesve Eiríkur Guðmundsson ...Lundar Pétur Bjarnason Miarkland Eiríkur Guðmundsson Mary Hill John S. Laxdal ...Mozart Jónas J. Húnfjörð Paul Kernested Gunnlaugur Helgason Andrés J. Skagfeld St. O. Eirikson ...Markerville ...Narrows ...Nes ...Oak Point Pétur Bjarnason Otto Sigurður J. Anderson Jómas J. Húnfjörð Ingim. Erlendsson —Red Deer Wm. Kristjánsson Snmarliði Kristjánsson ...Swan River Gunnl. Sölvason ...Selkirk Runólfur Sigurðsson ...Semons Paul Kernested ...Siglunes Hallur Hallson A. Johnson Andrés J. Skagfeld Snorri Jónsson ...St. Laurent ...Tantallon J. A. J. Lindal Jón Sigurðsson Pétur Bjarnason ...Yictoria B.C. ...Vidir Ben B. Bjarnason Thórarinn Stefánsson Ólafur Thorleifsson ...Wild Oak Sigurður Sigurðsson —Winnipeg Reaeh Thidrik Eyvindsson ...Westbournft Paul Bjarnason WvnvarH 1 BANDARIKJUNUM. Jóhann Jóbannsson Akra Thorgils Ásmundsson Blaine Sigurður Johnson ...Bantry Jóhann Jóhannsson ...Cavalier S: M. Breiðfjörð .„Edinborg S. M. Breiðfjörð Gardar Elís Austmann Grafton Árnl Maenússon Hallson Jóhann Jóhannsson .„Hensel G. A. Dalmann Ivanhoe Gunnar Kristjánnson ..Milton, N.D. Col. Paul Johnson Mountain G. A. Dalmann „Minneota Einar H. Johnson Spanish Fork Jón Jónsson, bóksnlt Svold Siaurður Jónsson UDham

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.