Heimskringla - 28.10.1915, Síða 7

Heimskringla - 28.10.1915, Síða 7
WINNIPEG, 28. OKT. 1915. HEIMSKR1U61A. BLS. 7 Eimskipafélag Islands. Stjórn Eimskipafélags íslands auglýsir í nýkominni ísafold á þessa leið: — Stjórn Eimskipafélags íslands hef- 3r ákveðið að stofna til nýrrar hluta fjársöfnunar i þeim tilgangi, að fé- lagið geti svo fljótt, sem kringum stæður leyfa, útvegað sér vöruflutn- ingsskip, er sé um 1500 smálestir að stærð. Hefir félagsstjórnin þvi sam- þykt að auka hlutaféð um alt að 300 þús. kr., er skiftist í hluti samkv. íélagslögunum (25 kr., 50 kr., 100 kr„ 500 kr„ 1000 kr„ 5000 kr. og 10,000 kr.). Ástæðan til þessa er aðallega sú, að síðan félagið tók til starfa, hefir það hvergi nærri getað híllnægt óskum manna um vöru- flutninga og haft beint og óbeint tjón af því á ýmsan hátt. Ennfremur hafa félagsstjórninni borist áskor- anir viðsvegar af landinu um það, að hefjast nú þegar handa í þá átt, að útvega félaginu vöruflutninga- skip, og sú reynsla, sem þegar er orðin um rekstur félagsins, þó stutt sé, og kringumstæðurnar sérstaklega óhagstæðar vegna Norðurálfustríðs- ins, bendir ótvirætt í þá átt, að nauð synlegt og gróðavænlegt sé fyrir fé- lagið að eignast shkt vöruflutninga- skip, sem hér er um að ræða, enda hefir sú hugmynd frá öndverðu vak- að fyrir stjórn félagsins. Samkvæmt 4. grein félagslaganna jiær hlutaútboð þetta eingöngu til manna búsettra á íslandi, enda vænt ir félagsstjórnin þess fastlega, að fyrir áramótin verði nægilegt bluta- fé fengið innanlands. Eftir 1. janúar 1916 geta menn, búsettir i öðrum löndum, einnig skrifað sig fyrir hlutum samkvæmt hlutaútboði þessu. Ætlast er til, að hlutaféð verði borgað með áskrift, en með þvi að svo mikil óvissa er um það, vegna ófriðarins, hvenær mögulegt verð- ur að útvega skip fyrir hæfilegt verð, þá verður aukningarhlutafénu baldið sérstöku fyrst um sinn og verða mönnum greiddir af því venju legir sparisjóðsvextir, frá þvi að féð er innborgað til skrifstofu félagsins í Reykjavík og þar til byggingar- samningur um skipið verður undir- ritaður, en frá því að lokið er smiði 1 þegar færinu skipsins fá hinir nýju hluthafar hlut-! jArrUÍS er heitt deild í ársarði félagsins samkvæmt félagslögunum. Félagsstjórnin hefir nú eins og þegar fyrst voru boðnir hlutir i fé- laginu, snúið sér til málsmetandi manna i öllum bygðarlögum lands- ins, með tilmælum um, að gangast fyrir hlutasöfnuninni og telur sig í'æga treysta þvi, að þeir menn verði við þeim tilmælum. Skorar fé- lagsstjórnin á landsmenn, að styðja með ríflegum hlutakaupum að þvi, að þessi nauðsynlega og eðlilega aukning á starfskröftum félagsins geti komist i framkvæmd. Auglýsing þessi er dagsett hinn 4. september, og undirrituð af: Sveini Björnssyni, ölafi Johnson, Halldóri Danielssyni, Jóni Gunnars- syni. Olg. Friðrikssyni, Eggert Cla- essen og Garðari Gíslasyni. að slikt skyldi vera ómögulegt i okkar fátæka landi. Þeim bjartsýnu fanst þetta myndarlegt og reynandi vegur, en töldu það þó ókleift með öllu, að hér í landi gæti safnast alt þetta fé. Menn gjörðu sér góðar vonir um drjúgan skerf frá löndum vestan hafs, sem heldur ekki brást, eg jafnvel frá útlendingum. Síðan eru liðin hálft þriðja ár. Á þessprn tíma hefir safnast til félags- ins hér i landlnu rúm 400 þúsund krónur, eða nokkru meira en þeir bjartsýnustu gjörðu sér vonir um, að hægt væri að safna meðal allra íslendinga, hér á landi og í öðrum löndum. Og þó er það fjöldi manna, sem telur eigi nóg gjört enn. Félags- sljórninni hafa borist hvatningar úr ínörgum áttum um að halda áfram hlutafjársöfnun; flestir óska, að hælt sé við einu skipi, vöruflutn- ingaskipi. Nú hefir félagsstjórnin afráðið, að verða við þessum hvatningum. Hyggjum vér, al þetta sé vel ráðið einmitt nú. Reynslan hefir þegar sýnt það, að því fer fjarri, að GULLFOSS og GOÐAFOSS geti fullnægt flutnings- þörf þeirra, er við félagið vilja skifta. Skipin hafa fullfermi í hverri ferð og verða að neita flutningi, svo miklu nemur. Úr jiessn mundi að mestu bætt, ef félagið hefði rúm- mikið vöruflutningaskip. Slikt skip mun og borga sig betur en hin hrað- xkreiðu wlks- og vöruflutningaskip, sem félagið nú hefir, og því hjálpa tii að gjöra fyrirtækið arðvænna. Hins vegar árar nú svo i landinu, að fjöldi manna hefir allgóð pen- ingaráð. Þegar fyrri hlutafjársöfn- unin fór fram, hittist svo á, að viða um landið var hart i ári. Mörgum var því ekki mögulegt að taka hluti í félaginu eða taka svo mikið, sem þeir hefðu oskað. Nú gefst þeim tækifæri til þess að komast með og til þess að styðja enn betur þetta grða mál. Það mun verða mörgum ánægja, að fá þetta tækifæri. Stjórnin mun líta svo á, að tíminn sé nú óhentugur til skipakaupa, vegna þess, hve skip eru í afarháu verði. Hins vegar er nauðsynlegt, að hafa alt undirbúið, þegar batn.r [í ári um skipakaup, þegar verðfall- |ið keinur, svo að hægt verði að sæta og “smíða meðan Eimskipafélagið markar spor í sögu vor (slendinga, eitt af stærstu sporunum. f því spori má sjá eina af fegurstu myndunum, sem brugðiö hafa fyrir í þjóðlífi voru. Það er nyndin af samtaka skilningi á þörf- um landsins, samtaka áhuga að bada ur þeim þörfuin, samtaka vilja, að láta verkið komast i framkvæmd og samtaka ást á hinu góða fyrirtæki. Þetta er myndin, sem sýnir oss, að oss eru allir vegir færir, ef samtökin vantar ekki. Nú reynir á, hvort samtökin ná til þess, að halda fyrirtækinu við, að gefast ekki upp. Vér erum þess fulltrúa, að reynsl- an muni verða góð i þvi efni. Máttur Breta. Út af þessari auglýsingu er þann- ig lagt i sama blaði fsafoldar: A'ý hlulasöfmm. Nýtt skip.—Eins og lesendur blaðsins sjá á auglýs- ingu í blaðinu i dag, hefir stjórn Eimskipafélagsins ákveðið að byrja nýja hlutafjársöfnun i þeim tilgangi að afla sér þriðja skipsins. Er ætl- ast til að það verði skip, sem aðal- lega sé til vöruflutninga, vænt skip, 1500 smálestir og smíðað af nýju við hæfi viðskiftaþarfarinnar. Vér gjörum ráð fyrir þvi, að hluta- [ útboði þessu verði ekki eingöngu tekið vel, heldur beinlínis með á- nægju af landsmönnum. Það er gaman að renna augunum yfir sögu þessa unga félags við þetta tækifæri. í marzmánuði 1913 eða fyrir hálfu þriðja ári síðan, var það að nokkrir menn i Reykjavík höfðu hug til þess, að snúa sér. til íslenzku þjóðarinnar með áskorun um, að leggja fram 385 þúsund kr. í Eimskipafélag. Slíkt hafði aldrei heyrst fyr. Þeir svartsýnu sögðu að þetta væri óðs manns æði. Þeir grá- sýnu tóku á sig alvörusvip yfir því Mörgum þeim, sem ræða um þátt- töku Bretaveldis í þvi mikla stríði, sem stendur yfir, finst að Bretar vera svo mannfáir og liðléttir í sam- anburði við Rússa og Frakka, að lít- ið muni um afskifti þeirra af ófriðn- um, og að úrslitin hljóti að verða svipuð því, sem orðið hefðu, þó þeir hefðu engan þátt tekið í stríðinu. Þeim finst svo lítið muna um þess- ar þrjár millíónir manna, sem Bret- ar hafa nú þegar undir vopnum og með öllum nauðsynlegum útbúnaði, — að einu megi gilda, hvort jieir laki þatt i xtriðinu eða láti það af- xkiftaliust. Þessari skoðun svarar blaðið Ol- taiva Journal á mjög skilmerkilegan og sannfærandi hátt. Það segir: “Setjum svo, að Bretar hefðu ekki lagt út i stríð þetta. Hvernig væri þá ástandið nú?? Hvað hefði gjörst? Ilvað lægi framundan? 1. Herdeildir Þjóðverja og Austur- ríkismanna hefðu frá upptökum stríðsins sýnt meiri yfirburði yfir herdeildir Rússa og Frakka en raun hefir á orðið. Eru börnin farin að læra aí spara PENINGA ? Hver uppvaxandi sonur þinn og dóttir ætti að hafa persónulegan sparisjóðsreikning á Union Banka Canada ásamt nægum tækifærum til að spara stöðugt peninga og leiðbeiningu í því að fara hyggilega með þá- Svo- leiðis uppeldi í sparsemi og góðrl meðferð efna sinna er ómetanleg seinna meir. LOGAN AVE. OG SARGENT AVE., 0TIB0 A. A. Walcot, bankastjóri 2. Þjóðverjar hefðu verið herrar á sjónum. Herfloti þeirra var iiflugri, en saineinaðir flotar Rússa og Frakka. 3. Bjargarlindir meirihluta heims- ins, að meðtöldum Bandarikj- unum og brezka veldinu, hefðu orðið Þjóðverjum notfærar gegn peningum þeirra, i stað Frakka og Rússa. Hergögn og fæðuteg- undir hvaðanæfa hefðu gengið til Þýzkalands; en Rússland og Frakkland hefðu verið útilokuð frá þeim. 4. Verzlun Rússa og Frakka við útlönd hefði verið eyðilögð og veikt, að sama skapi varnar- möguleika þeirra. 1. Japan hefði ekki sagt Þjóðverj- um strið á hendur. . ftalía hefði ekki sagt Þjóðverj- um stríð á hendur. 7. Tyrkir hefðu lagt Þjóðverjum lið miklu fyrri en þeir gjörðu, og ráðist með miklu afli móti Rússum. 8. Búlgaría liefði gengið í lið með miðveldunum og Grikkir hefðu ekki þorað að mótmæia því. 9. Rússar og Frakkar hefðu ekki fengið peningalegan styrk frá Bretum. Tiltrú þeirra hefði orð ið vafa söm allstaðar, jafnvel meðal þeirra eigin fólks. 10. Þýzkaland, Austurríki, Tyrk- land og Búlgaría væru ekki að eins að sigra á hervellinum, heldur væru þau fjárhagslega, verzlunarlega og iðnaðarlega fær um, að reka striðið til þrautar, þar til andstæðingar jieirra væru orðnir örmagna, ef ekki beinlinis sigraðir, og gætu því sett þeim hverja þá friðar- og herkostnaðarkosti, sem þeim sýndist. Þýzkaland tæki Belgíu og hluta af norðurströnd Frakk- lands, og nokkrar eða allar ný- lendur Frakka; einnig herflota Frakka og Rússa og hluta af Vestur-Rússlandi, og hluta af Póllandi. Austurriki tæki Ser- biu og þann hluta Póllands, sem Þjóðverjar létu þeim eftir. Búlgaría tæki Constantinople. Frakkland og Rússland yrðu kramin undir þunga herskaða- bóta til sigurvegaranna. 11. Miðvelda-sambands þjóðirnar, með feykilega aukin rikjatak- mörk þeirra, með mikillega aukinn herflota, með fjárhirzlur fvltar af skaðabótafé og með heimsþjóðirnar óttaslegnar við afl þeirra, — mundu næst gjöra up reikning við vort einstæða Bretland. Er ekki þetta þannig? , Þetta slríð er hræðilegt starf. En þátttaka Bretlands í því var verndun fvrir siðmenning og frelsi, að með- taldri frelsun brezka veldisins”. Prestlegar aðfarir. í Heimskringlu frá 30. f. m. stóð svohljóðandi fyrirspurn: “Hafa nokkrir af ‘Falcons’ hockey leikurum gengið í heriiin, eða nokk- urir af glímumönnunum? Spyr eg af þvi, að flest ef ekki öll iþróttafé- lög ensk hafa sent sina “represen- tatives”, og jafnvel allir meðlimir sumra þeirra hafa gengið í herinn. Það er ekki frltt við, að þessir is- lenzku íþróttamenn dragi sig nokk- uð mikið til baka. Vonandi eru þeir þó ekki þýzk-sinnaðir. Pte.” Með fyrirspurninni skrifar svo ritstjórinn langt mál með sínum vanalega rithætti. Hann kveðst eigi vita til, að nokkrir íslendingar, sem í herinn hafi gengið, séu félagar í- þróttafélaganna; en er þó svo kur- teis, að biðja “góða menn að leið- rétta það”, ef rangt sé. Fyrst í jtað ieit eg svo á, að ekki væri eyðandi pappirsörk þessu til leiðréttingar, þvi inér virðist það engu skifta, hvort þeir íslendingar, sem til stríðsins hafa farið, eru félagar i- þróttáfélaga, kyrkjufélaga eða ein- hverra annara. Þeir hafa farið sem félagar þessa þjóðfélags, og það er aðalatriðið. En við nánaci yfirveg- un gat eg eigi betur séð, en að fyrir- spurnin og það sem henni fylgdi, væri ætlað að rýra gildi félaganna i augum ahnennings; enda sé eg nú gjörla, að sú ályktun hefir verið rétt, -— bjóst eg því við, að þetta yrði af hinum sömu notað seinna til þess að kasta skugga á þau, svo' eg taldi rétt- ara, úr því þess var beðið, að segja til þeirra íþróttamanna, er eg vissi, að hefðu gengið í herinn, og sendi því svohljóðandi einkabréf (prívat- bréf) til ritstjóra blaðsins: ö “Carberry, 10. okt. 1915. ‘‘Herra rilstjóri M. J. Skaptason! “1 tilefni af beiðni þinni í Heims- kringlu, útgefinni 30. f.m., til góðra manna, er þér kynnu að vera fróð- ari um hluttöku íslenzkra iþrótta- manna í Evrópu-striðinu, vil eg hér með skýra þér frá, að 4 þeirra, er komist hafa til stríðsvallarins, þeir Jóel Pctursson, Pétnr Jónasson, Kon- ráð Jónsson og Pétur Breiðfjörð, teljast til þeirra, er þú nefnir glimu- menn og teljast til iþróttafélagsins Sleipnir, Winnipeg. Að vísu hafa 2 liinir fyrnefndu eigi skrifað undir lög félagsins enn, því þeir voru komnir til Englands, er þau voru lögð fram til undirskriftar; en báðir voru þeir áhugasamir starfsmenn llokks, er undirbjó þá félagsstofnun, en sökum fjarveru gátu eigi setið hinn eiginlega stofnfund. Eg skýri þér frá þessu samkvæmt beiðni þinni, en ekki vegna þess, að j eg telji félaginu þar að nokkurn sóma, eða viðurkenni íslenzkum í- þróttafélögum bera nokkra skyldu til að senda fulltrúa (representa- tives) til þessa strí-ðs, enda fer eng- inn þeirra fjögra með umboð félags- ins.. Virðingarfylst Gnðm. Siyurjónsson”. (Eg bið lesendur að fyrirgefa,'að eg tek svo mikið upp af þvi, sem áð- ur hefir birst i blaðinu og þeir kunna að hafa lesið. Eg tel það ó- hjákvæmilegt, af þvi eg veit, að margir þeirra, er þetta lesa, hafa annaðhvort ekki lesið það, sem á undan er gengið, eða gleymt því, og gætu því eigi fylgst með). — Bréfið birti hann í Heimskringlu og gjörði all-illgirnislega útúrsnúninga og ó- svífnar ályktanir við niðurlagsorð þess, —- er koma mér til að skrifa i Heimskringlu gegn vilja minum. Það, að eg tók það fram, að félag- inu bæri ekki sóminn af för þeirra, kom til af því, að eg vildi fyrir- byggja, að ritstj., sem er innbyrl- ingasamur, fengi þá flugu í höfuðið, að eg væri að miklast af þessu. En þessi varúð hefir engan veginn reynst fullnægjandi sóttvarnarmeðal gegn innbyrlinga-sýki hans, þvi með þessum ummælum segir hann mig tara með aðdróltanir, dylgjur, gjöra tilraunir lil að koma mönnnm til að i>cra óhng til málefnis bandamanna, i'cra með Hjóðverjum og sigla undir fölsku flaggi. Eg þykist ekki þurfa að eyða orðum um þessar aðdrótt- anir, því eg veit, að hver einasti maður, sem ekki hefir látið blindast af ofstæki, viðurkennir, að engin þeirra verður með réttu dregin út úr þeim ummælum, er sögð voru blátt áfram. Þeim fjórum ber sjálf- um heiðurinn allur og óskiftur, eða i Jiað minsta ber Sleipnir enginn hluti hans. Eg kvað svo að orði, að eg viður- kendi ekki iþróttafélögunum bera skyldu til, að senda fulltrúa til striðs ins, af þvi fyrirspyrjandinn kvað ensku félögin hafa gjört það og rit- stjórinn stagaðist á “skyldunni”, og ætlaðist eg til að hann findi háðs- keim að setningunni, þótt eg ekki skréytti hana með háðsmerki. Satt sagði eg, þó i háði væri, og það er fjarri mér, að draga nokkuð úr þeim ummælum nú. Nei, — cg endurtek þau, og lýsi uin leið fyrirspyrjand- ann, hvort sem hann er ritstjórinn sjálfur eða einhver annar, fara með ósannindi, þar sem hann segir, að fiest ef ekki öll ensk íþróttafélög hafi sent fulltrúa til stríðsins. Ekk- ert Jjeirra mun viðurkenna, að nokk- ur hafi verið sendur til stríðsins í nafni Jieirra. Hver sá, sem héðan fer til striðsins, fer sem fulltrúi hins brezka þjóðfélags, en ekki hinna ýmsu félaga innan þess. Þó athugasemd ritstjórans beri með sér svæsnustu illgirni, |iá skin engu siður út úr henni fávísi og hræsni, og skal eg benda á nokkur atriði með hans eigin orðum, Jiess- um fullyrðingum til staðfestingar. 1. “Þvi fer hann þá ekki og berst með Þjóðverjum?” — Veit hann þá ekki, að frjálsræði ibúa þessa lands er svo takmarkað, að enginn fær að fara héðan til hjálpar Þjóðverjum? 2. “Vér óskum að maður þessi komi hrcint út”. — Þannig farast honum orð, eftir að hann hefir komist að þeirri niðurstöðu, að eg sé með Þjóverjum. Ilann veit )já ekki einu sinni svo mikið, að ástand sjálfs hans er þannig, að hann þorir ekki að láta sjást eitt einasta orð i blaði sinu Þjóðverjum í vil. , 3. “Vér höfnm ekkert á móti Þjóð- verja, sem kemur hreint og beint fram”. — Annaðhvort er hér um ó- tviræða hræsni að tefla, eða J)á að ritstjórinn er að kingja Jieim ógeðs- legu ummælum, sem hann skreytir flest blöð Heimskringlu með og sem eru gagnstæð þessum frjálslyndu orðum. , 4. “Og ef honum er svo vel til Þjóðverja og illa við Breta, sem eins og angar út nr grein hans”. — Það er sagt, að af saurnum leggi fýlu, en luinanginu angati. Er það þá tilfell- ið, Jjrátt fyrir alt og alt, að angan lcggi fyrir vit hans, þegar honum virðist talað hlýlega til Þjóðverja, en illa til Breta? Nú vil eg spyrja: Hvað gekk rit- stjóranum til að birta bréf mitt í blaðinu, úr þvi hann lagði. Jiann skilning í J>að, sem að framan er greint? Bréf mitt var einkabréf, án nokk- ura tilmæla um, að það væri birt, svo það gaf að skilja, að honum var heimilt að geta um leiðréttinguna með sínum eigin orðum, og gat því hæglega komist lijá, að láta almenn- ing sjá mitt orðalag, er honum fanst svo voðalegt. Hann hefir eigi að [eins heimild, heldur einnig skyldu, til að visa frá blaðinu þvi, sem hon- um finst óviðeigandi. Já, — hvað haldið Jjið, góðir les- endur, að honum hafi gengið til að birta það? Finst ykkur ekki liklegt, að hann hafi verið sér Jiess fyllilega meðvitandi, að ef þessi uinmæli hans um mig yrðu þýdd i Telegram, eða eitthvert ensku-prentað blað, hlyti afleiðingin að verða sú, að eg vrði samtimis fluttur til hins veglega húss Stony Mountain, án Jiess nokkr- um vörnum yrði við komið? Hann skyldi þó ekki hafa leikið eitthvað svipaðan leik þessu áður? Hr. ritstjóri Magnús Skaptason.— Þú óskar eftir, að eg segi til afstöðu minnar gagnvart striðinu, og er það guð-velkomið, því eg hefi alls eigi farið leynt með liana, — en það skal eg taka fram, að óáreitt verður hver sú aðferð af mér, sem þinn prest- iegi andi kann að blása þér i brjóst þessu til svars, þvi eg virði þig ekki svara framar, hvernig sem þú hain- ast. Eg gjöri ráð fyrir, að ef þú næðir til min, J)á myndir þú spyrja mig hlátt áfram: Vilt þú að sigurinn verði i höndum bandamanna? Og svar mitt er: Amen (“Hvað þýðir amen? Það þýðir: Já, já, svo skal vera”). Guðm. Sigurjónsson. Hreysti og tóbaksiðnaður. Eftir J)ví sem þýzkar hagskýrslur herma er hundraðshluti iðnaðar- manna á Þýzkalandi, sem tækir eru i herinn, frá 56.5 til 11.3. Rannsókn- in nær yfir 50 iðngreinar. Lægsta talan, 11.3 prósent, er meðal tóbaks- iðnaðarmanna. Af 'Jieim er níundi hver karlmaður á bezta aldri ekki svo heilbrigður, að hann sé nýtur tii hernaðar. Tóbaksrækt bönnuð á Þýzkalandi. Rikisþing Þjóðverja hefir eftir á- skorun frá bandalagi þýzkra tóbaks- hindindisfélaga, bannað alla tóbaks- rækt a Þýzkalandi. — Áskoruninni fvlgdu ummæli fjölda visindamanna viðvikjandi skaðsemi tóbaks, þar á meðal frá yfirlækni þýzka flotans. Sextíu manns geta fengið aðganii að læra rakaraiðn undir eins. 't’tl þess að verða fullnuma þarf aðeins 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað meðan verið er að læra .Vemendur fá staði að enduðu nám) fyrir $15 til $20 á viku. Vér höfuro hundruð af stöðum þar sem þér getið byrjað á eigin reikning. Eftir spurn eftir rökurum er æfinlega mikil. Til þess að verða góður rak ari verðið þér að skrifast út frá Alþjóða rakarafélaginu. INTERNATIONAL BARBER COLLEGE. Vlexander Ave. Fyrstu dyr vestan við Main St., Winnieg. íslenzkur ráðsmaður hér. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ. um hcimiiisréttarlönd í Canada NorSvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu aö sjá eöa karlmaöur eldri en 18 ára, get- ur tekiö heimilisrétt á fjóröungr dr *?ection af óteknu stjórnarlandl í Manl- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sœkjandi veröur sjálfur aö koma á landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrifstofu hennar í því héraöi. 1 um- boöi annars má taka land á öllum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undlr skrifstofum) met5 vlssum skll- yröum. SKYLDUR.—Sex mánaöa ábúö og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meö vissum skilyröum innan 9 mílna frá heimills- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt ivöru- hús veröur aö byggja, aö undanteknu þegar ábúöarskyldurnar eru fullnægrö | ar innan 9 mílna fjarlægö á ööru landl, eins ogr fyr er frá greint. í vissum héruöum gretur góöur og efnilegrur landnemi fengiö forkaups- rétt á fjóröungi sectionar meöfram | landi sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja ; SKYLDUR—Sex mánaöa ábúö á hverju hinna næstu þriggja ára eftir j aÖ hann hefir unniö sér inn eignar- ! bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og auk þess ræktaö 50 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leiö og hann tekur heimilisréttarbréfiö, en þó meö vissum *skilyrÖum. Landnemi sem eytt hefur heimilis- rétti sínum, getur fengiö heimilisrétt- arland keypt í vissum héruöum. VerÖ $3.00 fyrir ekru hverja. SKYLDUR— Veröur aö sitja á landinu 6 mánuöi af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 viröi. Bera má niöur ekrutal, er ræktast skal, sé landiö óslétt, skógi vaxiö eöa grýtt. Búpening má hafa á landinu 1 staö ræktunar undir vissum skilyröum. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöö. sera flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrir. Columbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupum hveiti og aðra komvöru, gefum hæsta verð og ibyrgjumst áreiðanleg viðskifti Skrifaðu eftir upplýsingum. TELEPHONE MAIN 1433. J. J. BILDFELL FASTEIGNASALI. Inion Bank 5th. Floor No. S20 Selur hús og lóöir, og annaö þar aÖ lútandi. trtvegar peningalán o.fl. Phone Maln 2685. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrgö og útvegar peningalán. WYNYARD, - SASK. J. J. Swanson H. G. Hinrlksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALAR OG penlnga mlölar. Talsími Main 2597 Cor. Portage and Garry, Winnlpeg Graham, Hannesson & McTavish LÖGFRÆÐINGAR. 907—908 Confederation Llfe Bldg. Phone Maln 3142 WINMPEO Arni Anderson E. P. Garl.nl GARLAND& ANDERSON LÖGFRÆÐINGAR. Phone Main 1661 601 Electric Railway Chamberi. Dr. G. J. GISLASON Phyaiclan and Surgeon Athygll veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Asamt innvortis sjúkdómum og upp- BkurÖi. 18 South 3rd St.. Grand Forka, N.D. Dr. J. STEFÁNSSON 401 BO\ D BI ILDING Hornl Portage Ave. og Edmonton St. Stund&r elngöngu augna, eyrna. nef og kverka-sjúkdóma. Er aÖ hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl 2 til 5 e.h. TnlNfml MuId 4742 Heimlli: 106 Ollvia St. Tals. O. 2S16 Talsímf Maln 5302 Dr. J. G. SNÆDAL TANNLÆKNIR Suite 313 Enderton Block Cor. Portage Ave. og Hargrave St. Vér höfum fullar birgölr hreinn^tu lyfja og meðala, Komiö meö iyfseöla yöar hing- aö vér gerum meöulin nákvæmle^a eftir ávlsan læknisins. Vér sinnum utausveita pönnnum og selium giftiugaieyli, COLCLEUGH & CO. Wotre Dame Ave. A Sherbro«>ke 9t. Phone Garry 2690—2691 hÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó viögerö á meöan þú bíöur. Karlmanna skór hálf botn- aöir (saumaö) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) eöa leöur, 2 mínútur. STEWART, 103 Paclftc Ave. Fyrsta búö fyrir austan aöal- strætl. S H A W ’ S Stærsta og elsta brúkaöra fata- sölubúöin í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue GISLI GOODMAN HNMMIU W VerkstæÖi: — Horni Toronlo St. og Notre Dame Ave. Phone llelmllla Garry 2088 <i«rry 809 A. S. BARDAL ! selur líkklstur og annast um útfarlr. Allur útbúnaöur sá besti. Ennfrem- ' ur selur hann allskonar minnisvaröa • og legsteina. 813 Sherbrooke Street. Phone Garry 2152 WINNIPEG. MARKET HOTEL 146 Frincess St. 4 mdti marka.tllnum Bestu vlnföngr vlndlar og aöhlyn- lng góö. íslenzkur veltlngamaV- ur N. Halldorsson, lelöbernlr ts- lendingum. P. OTOSSEL, elaandl WIVMPKU

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.