Heimskringla - 16.03.1916, Síða 5

Heimskringla - 16.03.1916, Síða 5
WINNIPEG, 16. MARZ 1916. HEIMSKRINGLA. BLS. 5. að dyrura eftir dagsetur, heldur átti a8 guða á glugga og segja: “Hér sé guð!” ®ögðu þá þeir, sem inni voru: “Blessi hann guð!” Svo var farið fram og lokið upp, og komumanni boðið inn i baðstofu eða stofu, eða hvað það nú var. Væri hann votur i fætur, fór einhver kvenmaðurinn að taka í manninn, þ. e. draga af honum sokkana, og einnig brækur, væru þær votar eða freðnar. Það var siður í ungdæmi mínu, að hver vinnukona tók í þann mann, sem henni bar að þjóna, hvort sem hann var votur eða þur i fæturna. Faðir minn lét þó aldrei taka í sig, nema ef hann vöknaði i fætur, sem sjald- an kom fyrir; þvi hann gekk ekki að stritvinnu að jafnaði, en stjórn- aði þó öJtum útiverkum. Já, þegar eg fór að stálpast, of- bauð mér að sjá stúlkurnar, sem komu úr sömu vinnu og húskanlar, votar í fætur eins og þeir (t. d. af engjum), leggjast á hnén fyrir fram- an þá, til að taka í þá; en þeir fleygðu sér flötuin upp í rúm og sögðu: “Taktu i mig!” Þá komu þær htaupandi og gjörðu það, — auðvit- að ekki ætíð án möglunar; því nú áttu þær eftir sjálfar að fara úr votu, síðan að þvo sokkana sína og þeirra og Ieggja þá á felhelluna eða hlóða- grindina, ef ekki var þerrir. Að fcla eldinn var þannig gjört, að þegar búið var að elda og glæður voru miklar, þá var tekinn vænn mókögg- ull og honum var brugðið undir glóðina, og ösku dreift ofan á. Þá var tekinn hellusteinn, mátulega stór, og lagður ofan á þessa glóðar- hrúgu, sem auðvitað hitnaði og gat þurkað sokkana alla nóttina. Hlóða- grind úr járni var stundum höfð, og þá engin felheUa. En þá gat alt brunnið. Þegar þessum verkum var lokið, voru húskarlar sofnaðir. En þá var eftir að bæta skóna, ef þeir voru í sundur, og það urðu stúlkurnar líka að gjöra um kveldið. Þvi oftast var risið snemma úr rekkju, ekki síðar en um miðjan morgun (kl. 6). Borð- aður var morgunmatur á dagmálum (kl. 9), miðdegisverður á nóni (kl. 3), drukkið kaffi um miðaftan (kl. 6) og kveldverður á náttmálum (kl. 9), nema verið væri að bjarga heyi undan rigningu, eða flytja heim af engjmn langan veg. Voru hættur þá seinar, hér um bil kl. 11. Miðmundi var kallað að væri, þegar kl. var 1%, og jöfnu báðu hádegis og dag- mála var oft sagt. Var sólin þá á svo kölluðum Svartahnúk i Grundarfirði og stóð það heima við klukkuna (kl. 10%), þegar heim var komið. Sagt var og: “Það er um jöfnu báðu há- degis og nóns” (þ. e. miðmundi), og stóð það einnig heima við klukkuna (kl. 1%). Enginn átti þá sigurverk (úr) á mínu heimili, nema faðir minn. Hann átti þrjú ógnarstór og þykk sigurverk. Ekki fengum við systkin sigurverk í vasann á fermingardag- inn okkar. Bræður mínir fengu ’ir 18—19 ára gamlir, en mér var ekk- ert úr gefið. Kvenfólk bar aldrei úr á sér, því það átti þau ekki til. En mér er óhætt að scgja, að ekkert barn fermist svo nú, hvort sem það er fátækt eða ríkt, að ekki fái það úr. Já, og meira að segja, silfurfesti við, sem hangir um hálsinn i log- andi lykkjum. Oftast fá þá stúlkurn- ar líka armhringi og hvitt “líf”. Mig undrar þetta síður um kauptúnsfólk. En þó “fínheitin”, sem það nefnir svo, séu orðin ægileg i kaupstöðum, þá kveður þó enn meira að þeim í sveitunum. Það sýnir sig lika bezt á því, að margir bændur hafa sagt mér, og fleirum, þegar þeir eru beðnir um skyr, að það fáist nú ekki lengur í sveitinni, af því að vinnu- konurnar séu hættar að fást til að mjólka ærnar. Að fara ofan í kvíar, —■ nei, þær vistast ekki nema með því skilyrði, að þurfa aldrei að stíga þar fæti. Það var “ófínt”, svo bónd- inn hættir þá að færa frá, enda skapast ekki dilkakjöt úr fráfæru- Iðmbum. Svo litur út, sem bændurnir séu farnir að fallast á allan þennan “fina móð”, og kjólana með; þvi allur heliningur af þeim sveitastúlk- um, sem eru nú farnar að strunsa suður í Reykjavik til lærdóms — “á verkstæði”, segja þær, “i sölubúð”, “á símastöð” o. s. frv., — eru kjól- kla^idar, eða jafnvel flestar, og með úr í löngum festum. En séu þær svo heimskar að vera í íslenzkum húfu- fötum, mega menn eiga það vist að silkisvunta dinglar framan á þeim. Og þegar þær koma i land, sjást á þeim skýrar rósir, bæði af spýju og bleytu, sem slezt hefir á þær á þess-' um “fínu sjótúrum”. Og þó eru þær svo hjartans ánægðar á svipinn, rambandi með þetta skraut framan á sér; þvi þessi bleyta er ekki úr kvíum, og þvi vel þolandi. Og þó fæturnar séu eitt forarendemi, og pilsin líka, þá hefir sú bleyta eða óþverri ekki myn-dast í kvíum, held- ur í þarfir sjálfra þeirra, til þess að fullnægja hinni innri hvöt, nfl. að sýnast. Mér verður stundum gramt í geði, er eg sé slíkt og þvilíkt. En heið- ardegar undantekningar eiga sér þó stað; þvi eg þekki stúlkur, sem ald- rei tildra sér svona fram. En þegar eg hugsa um hinar, þá dettur mér i hug það, sem dr. Hjaltalin sagði við mig þingsumarið 1867, þegar verið var að tala um að rýmka frelsi vinnufólkis og leysa vistarbandið. Eg kom þá á þing einn dag, og tg heyrði, að hann hafði mikið á móti því, að vistarbandið væri leyst. Eg átti þá heima hjá honum, og var það vani hans, þegar hann kom heim af þingi, að segja mér, hvaða mál hefðu verið á dagskrá. Svo fór hann að tala um vistarbandið, töluvert æst- ur. Þá segi eg: “Eg er hissa á því, að þér skuluð vilja hefta frelsið”. — Þá svarar hann: “Þú sérð skamt fram í timann”. — “Hvað verður :þá?” spyr eg. — “Það, að skörin fer upp i bekkinn”, segir hann. “Vinnu- meðurinn þykist jafnsnjall húsbónd- anum og vinnukonan húsmóðurinni, og endirinn verður sá, að fólk hrúg- ast í kauptúnin, og bóndinn verður i vandræðum með að fá vinnufólk, hversu hátt kaup, sem hann býður”. Svo bætir hann við og segir: “Jæja, Anna min, þú lifir það, að þetta verður. Fólkið fær frelsið of fljótt. Það kann ekki að fara með það enn, nýkomið úr viðjunum gömlu”. Hvort nokkur annar -sé búinn að þreifa á, að þessi ummæli dr. Hjalta- líns hafi ræzt, veit eg ekki; en eg hygg, að þau séu fyllilega fram komin, eins og eg þegar hefi lýst. Og eg býst við, að eg hafi þar ekki orðum aukið, því margt mætti til tína fleira, sem bendir á algjört gá- leysi hjá mörgum. Til dæmis má benda á hagnýting ýmsra hluta, sem áður voru hafðir til matar. Innvols kvikfénaðar liggur í þessu hallæri (sem mér finst ekki sé ofnefnt þetta ár) ónotað hér í fjörunni nú um slátrunartimann, sem þó væri nógur matur á marga hesta. Nú er vömbin ein hirt, en hinu fleygt í sjóinn. En garnirnar kaupa mentuðu þjóðirnai- og selja aftur dýrum dómum. Á hvað bendir annað eins annað en skrílshátt, sem þjóðin því miður er ekki enn orðin alveg laus við? Það væri sannarlegur velgjörningur, ef einhver tæki sig til að koma í veg fyrir annað eins háttalag. Og mér finst að það stæði sveitarnefndunum næst, að hefjast handa í því efni. Því mér hefir verið sagt, að þetta sé orðið alsiða um landið. Hér í Stykk- ishólmi hafa tvær konur tekið sig saman og látið hirða úr fjörunni, það, sem sjórinn skilar, og hafa það siðan handa hænsum sínum. Er eg önnur þeirra, og erum við búnar að fiá 2 tunnur af þessu slangi. En held- ur var nú hæðst að þeim er gjörðu þetta, og nóg af glósum um, hvað það væri “simpelt”, að vera að hirða þetta innvols og rusl. Og svo er hróp að fjöllunum hærra: “En hvað fólk- ið er fátækt!” En mér er spurn: Bendir þetta eiginlega á fátækt? Sveitarómagar, fáráðlingar og um- skiftingar. Mikið var um sveitarómaga í þá daga, og en fleira er nú. Fullorðnar stelpur voru á sveit, og eins strákar, en þeir voru þó færri. Eg man eftir tveimur Ingibjörg- um, er voru á sveit, og var önnur 18 ára, en hin 20. Var hin fyrri auk- nefnd “padda”, og hafði faðir henn- ar gefið henni það na-fn. Var hún að flækjast um flesta bæji í sveitinni, og vildi enginn ljá máls á þvi að taka hana, nema með meðgjöf. Lagði þá hreppstjórinn að foreldrum min- um, og létu þau loks tilleiðast. Nú kom Imba og kunni hún ekki aðra innivinnu, en að greiða ull. En úti- vinnu hafði hún lært þá, að moka flór og sækja vatn. Tók nú móðir mín að reyna að kenna henni eitt- hvað, að kemba og spinna. En hún gjörði alt illa, var vond í skapi og kallaði alla b.... orina, sem henni þótti við, nema pabba og mömmu. Þolgæði hefir víst þurft til að kenna henni, en svo var þó komið, að Imba sat á stól og sþann á rokk ein- hvern stagþráð. Nú bar svo til ein- hvern dag, að faðir hennar, er hét Jón, a-uknefndur “básaskál”, kom framan úr sveit, veður inn í stofu og heilsar á vanalegan hátt slíkra manna í þá daga, sem var sá, að lyfta upp hattbarðinu eða húfuder- inu að framan og kyssa al!a. Nú ætl- ar han nað heilsa móður minni á sama hátt, en i þvi rekur hann aug- un í Imbu dóttur sína, og gleymir þá að heilsa, en segir: “Nei, hvað s_ eg! B.... stelpan, hún Imba, situr hún ekki á stól,\og er að spinna á rokk, nærri því við hliðina á mad- dömunni”. Svo skellihlær hann og segir við móður mína: “Hvern'g getið þér haft þetta nálægt yður?” og bendir á hana um leið. — “Nær varð maður að ganga, meðan verið var að kenna henni að mylkja og snúa rokknum, en það gjörðu börn- in til skiftis”, sagði móðir min. Við höfum snúið hlaupastelpunni með höndunum, svo Imba gæti lært að stíga rokkinn”. — Hann varð alveg hissa. Þá segir móðir mín, að hún eigi ekki að vera á sveit lengur. “Nú er það sona!” segir karl. Eg man að eins, að móðir inín tók dálítið ofan í við hann, en ekki mikið samt. Þegar Jón básaskál kom til Helga kaupmanns, er einnig bjó á kamp- inum, sagði hann honum að geta, hvað hann hefði séð í húsinu hjá honum Danielsen. “Idi-di-di” var kækur eða viðkvæði gamla Helga, og segist hann ekki geta gizkað á, hvað það hefði verið. Þá segir Jón: “Og ekki nema það, að b.... stelp- an hún Irnba sat á stól og var að spinna á rokk rétt við hliðina á mad- dömunni”. Hafði Helgi þá tekið ó- þyrmilega ofan í lurginn á honufin og sagt, að hann ætti að skammast sín, og þakka guði fyrir, að barnið hans væri komið í slíkan stað, þar sem hún lærði að vinan sér brauð. Og svo bætti hann við: “Slíkir feð- ur sem þú og hann ólafur i Móabúð, ídi-di-di, kunna aldrei að skammast sin”. Ólafur þassi átti 2 dætur, gjaf- vaxta að aldri, á sveit. Imba padda var 3 ár hjá foreldr- um mínum, að mig minnir, og þá farin að taka kaup. En þá kemur önnur Imba til sögunnar, er kölluð var “rás”. Hún var 19 ára, stór og sterk, en kunni að eins að greiða ull, en dugleg úti. Henni var komið til okkar, og henni var hægt að kenna. Eftir eitt ár spann hún í óvandaðan vef. Til þess að koma slikum börn- um af sveit, var það vani, að biðja foreldra mína eða sýslumannsmad- dömuna í Krossanesi, að taka þau, og eftir eitt ár fengu þau dálítið kaup, því þá var biíið að kenna þeirn að vinna. Okkur börnunum var nú farið að leiðast þóf þetta, að vera að kenna þeim að snúa rokk. En það var betra að kenna Imbu rás, en Imbu pöddu; því hún gjörði alt vel og var sú bezta fjósakona, er mamma hafði haft, enda var hún hjá þeim í 12 ár. Þá fór hún að næsta bæ, n undi þar ekki, og bað gömlu hús- bændur sína að taka sig aftur, sem þau og gjörðu; og úr því dvaldi hún hjá þeim alla þá stund, er þau a> o a 3 <ti 3 S c <S £ X-, 'H 2 >- Þú hefur skyldu gagnvart sj^lfum þér —Fáðu McKenzies Red Guide Book VÖRIÐ ER KOMIÐ Alvarlegt viðtal til þeirra er sá frægi Pakki af Frægi er í sjálfu eér lítill, en afar uppspretta ánægju og gróða þeim sem sáir. McKenzie fræ gera garðinn þinn fagran af blómum og skaffa þér gnægð af nýjum og gómsætum garðávöxtum allt eumarið. McKenzies fræ í smápökkum er til sölu hjá öllum leiðandi matvörusölum í Veistur-Canada. — Spurðu kaupmannin þinn í dag. Boans — Beets — Oelery — Cabbage — Carrot — Corn — Cucumbers — Lettuce — Onion — Peas — Radish —Tom- atoes — Sweet Peas — og annað blóma fræ — allt 1 5 centa jmkkum og upp. A. E. McKenzie Co. Ltd. Brandon, Man. Calgary, Alta. z C' 3 3 Cu ot X) 0> 3 McKenzies 20th Annual — Þeirra bezta á 20stu öldinni bjuggu. Eg man, að hún sýndi okkur í kistuna sína, og var hún full af föt- um, þegar hún fór til Stefáns bróð- ur míns. Systir Imbu rásar hét Guðrún, og var henni komið í Krossanes; þá var henni borgið. Hún komst í hjóna band, en Imba mátti aldrei heyra það nefnt. Þótt systur þessar væru fáfróðar, kunnu þær ógrynnin öll af bænum, bæði lúterskum og kat- ólskum, og auðvitað signingum. En nú er ekki verið að tefja sig á þess konar kenslu. Að minsta kosti kunna nú örfá börn Faðirvor; það er kom- ið ofan á neðstu hillu. Þau kunna einhvern graut innan um það, og signinguna þekkja þau ekki. En þau kunna götuvísur. En undantekning- ar eru auðvitað frá þessu. Hverjum er þetta nú að kenna, að börnin eru isvona? Sumir kenna börnunum það, en eg ætla að sökin sé hjá foreldr- um þeirra. Fyrir 30 árum byrjaði eg að kenna fyrst, og hefi haldið þvi á- frain síðan í heimahúsum. Þá kunni hvert barn Faðirvor og las það með guðrækni. En svona er breytt á 30 árum. Eiga þetta að heita framfarir? Ætti eg að telja upp öll auknefni, sein menn og konur höfðu í ung- dœmi roinu, þá mundi langur uppi verða. Þó má geta nokurra. Ein kerl- ing var t. d. kölluð Gunna “grilla”, og hafði hún mikið skegg beggja megin við hökuna. Eg man það eitt, að engan mann sá eg, er gjörði mig eins tryllinglega hrædda eins og Gunna grilla. Þegar hún stóð í dyr- unum og eg þurfti að komast út, þá hljóp eg eins og örskot fiit. Eg var þá 6—7 vetra En grilla var barngóð og vildi ná i mig, en mér þótti þá dauð- inn víis. Alt var á eina bókina lært, málrómurinn var skrækur einn hjá henni, og flámælt var hún líka. Þá voru og Guðmundur “hjú-hjú”, Siggi “Jausi”, Ranka “pú” og Magnús “götusöngur”. En trúgirnin! Það trúði öllu, þétta fólk, því fáfræðin var svo mikil. Þvi fór sem fór, er Jón á Eiði fór eitt sinn inn i Stykk- ishólni. Eiði stendur við Kolgrafar- fjörð, svo þaðan er miklum mun styttra en frá Grundarfirði. Þvi frá Eiði þarf ekki að fara svo nefndar Bollaleiðir. Þegar Jón fór í þetta sinn inn i Stykkishólm, báðu bræð- ur minir hann að kaupa fyrir sig nokkur bréf af eldspítum. Þær voru þá ekki iseldar i stokkuin, heldur í bréfum, og mátti kveikja á þeim hvar sem var. Jón gjörði það, og skal síðar frá sagt, hvað þeir gjörðu við þær. Þessi Jón á Eiði var ómissandi maður i sveitinni. Því fyrst og fremst var hann smiður á flestan málm, og úrsmiður var hann líka. Gjörði hann ofit við fínustu "anker- gangs” gullúr, en hafði þó hvergi lært og aldrei í neinn iskóla gengið. Hann gjörði og við katla og könn- ur, potta og pönnur. Hann smíðaði og kertapipur og marga fagra smið- isgripi úr járni, og beizlisstengur úr hvaða málmi sem var, og var snild. Hvers manns hugljúfi var hann, þótt lífskjörin hans gengju skrykkjótt. Aldrei æðraðist hann, hve mikið, sem að honum barst af smíðitsgrip- um. Og þó varð þessi litli, en þraut- seigi maður, að sinna búi sínu, gæta þess, að ekki flæddi fé o. s. frv. Hann átti niörg börn og átti jafnan í vök að verjast með að hafa nqg fyrir sig og sína. Allir komu til hans að biðja hann fyrir pinkla og pjása, þegar hann fór i Stykkiishólm; og allra bæn gjörði Jón. Hinar fyr nefndu eldspitur, sem bræður inínir báðu Jón á Eiði að kaupa fyrir sig, fcomu til okkar i einu rökkrinu, og vissi enginn, að þær væru til, nema við systkinin. Nú fóru þeir að kveikja á spitunum. Eg man, hvað Imba varð hrædd og Halla gamla. Við heyrðum þær hvisla hvora að annari: “Er þetta hrævareldur. ó-nei, það er fylgja einhvers, sem kemur i kveld, eða að reglulegur draugur er á ferð, og þetta augun”. Má nærri geta, að kát- um piltum var skemt með þessu. Þetta gjörðu þeir í þrjú kveld; en þá varð pabbi var við hræðslu stúlknanna og sögur um, að drauga- gangur væri svo inikill, að þær sæju þetta og ýmsar forynjur bæði nótt og dag. Svo sögðum við honum upp alla söguna og fengum óþökk fyrir. Hann sýndi stúlkunum eldspiturnar og lét þær kveikja á þeim sjálfar. Þá urðu þær hræddar, en það fór brátt af þeim. Svona fór ætið fyrir okkur, ef við ætluðum að hafa gam- an af fávísi annara, því þá kom pabbi i veg fyrir það. Mamma var ekki eins mikið á móti því, en við áttum að segja fólkinu rétt frá seinna. , Nú dettur mér i hug liún Stina “rauða”, er var sú cina, sem mamma gat ekki gjört að inanni. Ilún var isögð umskiftingur. Huldufólk lætur sem sé kerlingar og karla inn í bæj- ina í mannheimi, en tekur ungbörn í staðinn. Þessi Stina var ómynd i öllu, en þó ekki neitt frámunalega vitlaus. Hún gat lært visur og lang- ar þulur, en ekki ba’nir. Ef hcnni var sagt, að hún væri huldukona, sagði hún já, hún myndi vel eftir þvi, að kona leiddi hana út um dyr. Og svo bætti hún við: “Ekki er von, að eg geti lært af maddömunni hérna, fyrst þetta er satt. Nei, hún Kata gamla er nú móðurmyndin min, sú hin sama, sem hrapaði nið- ur af hjallanum lá Kyrkjufelli”. Fór þá fólk alt að hlæja að Stínu, en hún sagði þvi að þegja, þvi nú kæmi hún mamma. Aldrei talaði hún átak- anlega bjánalega, þótt liún gæti ekk- ert lært. Einu isinni sagði pabbi við hana: “Viltu visu, Stina min?” — “Já, fyrir guðs mun”. — Þá mælti hann þetta fram: Getin í gráum björgum, gríður þar fæddi jóð. Heimili meður hörgum hafði fyrst auðarslóð, þar til með þungum móð barnslíki varð i vöggu, vammir komst i og kröggur, viða um landsins lóð. (Framhald). Hiti í mönnum syðra. Hinn 13. þ. m. að kveldi var stór fundur haldinn í New York og stóð fyrir fundinum American fíights Committee, — nefndin sem berst fyrir réttindum Bandarikjamasna. Það var í Carnegie Hall, og voru þar þúsundir sarnan komnar. Var fund- urinn heitur með Wilson forseta og heitur með Bretum og bandamönn- um þeirra. Þar höfðu Þjóðverjar og vinir þeirra slæðst inn og vildu gjöra óspektir; en lögreglumennirn- ir tóku hvern jafnóðum og ráku á dyr eða settu inn. Sagði lögreglu- maður einn, að þeir hefðu tekið 15 menn út á hverri mínútu, sem fundurinn stóð yfir. FRA VERDUN. Úr Mail and Empire. I)uc de Rohan (hertogi) var tvis- var særður í orustunni við Verdun og varð að fara heiin til Parisar- borgar. Var hann þingmaður þegar stríðið byrjaði, en fór undir eins með hersveit sinni sem Lieutenant, og varð fljótlega kapteinn fyrir hreysti og góða framgöngu. Sierðist hann við Douaumont hinn 28. febr. og fór kúla í gegnum nefið á honuin, cn sárið var ekki hættulegt og hélt hann áfram að berjast. En 2. marz var skotið af honum annað eyrað; var það sprengikiila eða kúlubrot. En sprengingin var svo nærri, að han biltist um og hlóðst ofan á hann aur og grjót, svo að hann varð ekki vigfær. Þegar fregnritinn sá hann i Paris, bað hann frgenritann að minnast ekki á sig, heldur á hina óbreyttu liðsmenn Frakka, sem hefðu sýnt af sér svo frábæra hreysti, að allir for- ingjar þeirra væru fullir undrunar og aðdáunar yfir. Kvaðst hann eng- in orð eiga til að Iýsa þeim og liefði Þjóðverjum i’.la brugðist álit siit á þeim. Kvað hann alla hina hraustu Brandenborgar hermenn einskis- verða á móti þeim. Þeir rynnu fram til ábtaupanna með byssu- j stingina á lofti, syngjandi fullum rómi um sigur og frægð; en andinn og hetjumóðurinn, sem i brjó tum jjeirra byggi, kauni bezt i ljós, er orðin níst.:sí frain niilli tanna beirra: “I>rir (nfl. Þjóðverjarnir) skulu aidrei, aldrei garoinn irjótai” t> ið var 2. dag marzmánuðar, sem þeir gjörð.i áhlaupið á Douaumont, Þjoðverjarnir. á meira en 5 kiló metrum (ríunum 7 milum). Það byrjaði kl. 4 um daginn eftir voða- le 1 skot’irið. Sendu þeir þá fram tvn r n . jar, óþreyttar “divisions” (40 þúundir), og sýndu þær svo ! mikla þreysti og hugrekki, sem nokk : ur::m inönnuin . r mögulegt að sýna. j E11 hennennirnir frönsku mættu j þeim og h-.'idu cnn á ný uppi sinni j fornu fnegð og hrcysti. Þeir hrundu i hinnm tröllauknu Þjóðverjum af ! höndluu sér. og lágu dyngjur og rastir líka þeirra við gaddavirsgirð- ingar skotgrafanna, eða héngu i röð- i um og flekkjum á virunum sjálfum. Á sunuun stöðum höfðu fylkingar Frakka og Þjóðverja runnið saman og var mannfallið þar ennþá meira, j og haugar Hkamanna þéttari og j hrúgurnar stærri. Af þessum tveim- ur “divisions” Þjóðverja voru svo j Eáir iifandi, þegar búið var, að o- hugsandi var að halda áhlaupinu a- fram; en klukkan sex um kveldið komu Þýzkir samt aftur og réðust . viggrafirnar, en þeir fóru alveg sömu förina og hinir fyrri. “Eg særðist i áhlaupinu”, segir Duc de llohan, “og varð að fara af vígvellinum, þegar því var lokið. “Við létum marga menn í áhlaup- um þessum, en þó hálfu færri en Þjóðverjar. Hjá okkur var mann- fallið mest í skothriðinni á undan áhlaupunum. En við þurftum ekki einu sinni að kalla á varaliðið til þess, að reka af höndum okkar síð- ara áhlaupið. Við lentum i orust- unni 21. febrúar um miðnætti, þegar við tókum aftur þann hluta skot- grafanna i Herbebois skógunum, er Þýzkir höfðu náð, og var það hin fremsta röð grafanna. Við tókum þar 63 fanga, og voru þeir sárfegnir yfir þvi að vera nú lausir við strið- ið. Einn foringi þeirra reyndi þó að komast undan, en varðmaður okkar stakk hann á hlaupunum. Herbebois skógminn er þéttvax- inn ungur skógur, með stórum eik- um hér og hvar. En Þýzkir sendu svo mikla skothríð á hann, að þeir brutu niður hvert einasta tré, og var þar ógreitt yfirferðar, og urðum við að búast um Frakka megin við hann i holum eftir sprengikúlurnar. — Sprengikúlurnar hinar stærri fara 8 og 9 fet i jörð niður, og rífa upp holu, sem er um 20 feta víð að ofan. — Á milli þessara liola urðum við svo að grafa skotgrafir og hauga upp varnargörðum. Það mokaði nið- ur snjónum nóttina þá, og má geta nærri, h\-ort það hafi verið sældar- dagar. Aðfaranótt hins 12. febrúar byrj- uðu Þjóðverjar skothriðina aftur og mátti heita, að hvert skot hitti þar, sem þeir höfðu ætlað þvi. — Svo reyndu þeir að ráðast á okkur; en við hröktum þá tvöfalda burtu. Ver gekk þó fyrir þeiin hinn 23., þá byrjuðu þeir með voðalegri skot- hríð, og þegar hún hætti, þá sendu Þýzkir eina Battalion (1200 menn) til að ráðast á okkur. Liðsmenn okkar biðu þangað til þeir áttu ekki eftir nema 50 yards til okkar, þá létu þeir skotin skella á þeim, hverja hríðina eftir aðra. En raðir Þjóð- verjanna Jögðus t út af eins og vall- gresi þétt fyrir sláttuvél. En á með- an voru 75 millnnetra fallbyssurnar að baki voru staríandi og sendu sprengikúlna-drifuna yfir höfuð vor og komu þær niður að baki óvin- anna beint úr lofti ofan og mynd- uðu þar eldgarðinn (curtain of fire) sem gjörði félögum þeirra ómögu- legt að koma þeim til hjálpar. En fjórum sinnum gjörðu þeir þó á- hlaupin þenna dag Þjóðverjarnir. Þau fóru öll saman eins. “Fjórir af miinum okkar stóðu í grafagöngununi, þar sem þær komu saman grafirnar, þessar grafir, se. i vér héldum nú og aðrar grafir, sem Þýzkir héldu enn, af þessuin liinum fremst-u gröfum, sem þeir höfðu enn ekki mist. i tuttugu klukkutíma héldu þessir fjórir uienn gröfunum fyrir öllum áhlaupum Þjóðverja. Reyndar gátu þeir ekki kcnnisit að þeim nema eftir þvergöngunum, en þeir voru einlægt að reyna það. — Þessir fjórir nienn höfðu “hand- grenadic-s” til vopna. í iðsmcnn vorir hegðuðu sér eins og v.cru þeir á æíingum á friðar- tímum. Þeir sáu félaga sína falla við hliðina á sér, en héldu þó áfram að skjóta eins rólega og væru þeir að skjóta til marks. Og þegar vér loks- ins sögðum þeim að halda undan af því að við höfðura tapuð víggröfun- 'iin til hægri handar, sem Þýzkir höfðu náð, og gátu þvi látið hríðina dynja eftir endilöngum gröfum þeim sem við héldum, þá sárbáðu þeir um það, að mega vera kyrrir og fá að deyja þarna. Verður vörn skot- grafa þessara lcngi í minnum höfð, og einhver hinn frægasti þátturinn i sögu herdeildar minnar. í þúsundatali komu þeir Þjóðverj- arnir, ein aldan eftir aðra á okkur þarna; en allar brotnuðu þær og hjöðnuðu niður. En haugarnir og rastirnar hinna dauðu sýndu, hvern- ig á móti var tekið. Enginn híutur gat lamað móðinn og hugrekkið hjá Frökkum, hvorki þreytan eða hin s’töðuga æsing, eða hin voðalega stórskotahríð, eða hriðarbylurinn og frostið”. — Svona var það eins og hertogi Rohan segir fná á ótal stöðum á her- garði Frakka í kringum Vcrdun. Það var allstaðar höfð sama aðferð- in. Þýzkir komu i þéttum fylkingum og þeir voru látnir óáreittir, þangað til þeir áttu að eins eftir 70—100 yards, þá brakaði í lofti og stóðu eldtungur úr hverri byssu, handriifl- um, maximbyssum, 75 millimetra byssum; og þegar skotin skullu á svona þéttum hópum, þá gat ekki öðruvísi farið en fór. Þeir hlutu að hrynja niður, kanske margir fyrir sömu kúlu. Kn sumir fengu 12—15 kúluskot á sama augnablikinu. En 75 millimetra byssurnar grönduðu þeim ekkert, en reistu eldhaf á bak við þá, þar sem ekkert kvikindi gat farið lifandi í gegnum. Uin mannfallið er ómögulegt að segja með nokkurri vissu. Það var mikið hjá okkur Frökkunum, en margíalt fleira hjá óvinunum, og hafa að líkindum 4 roenn fallið af þeim fyrir hvern einn, sem féll af Frökkum. ™E DOMINION BANK HornI Notre Dome og Sherhrooke Street. H»rutlHtAII uppb......... S8,000,000 VaranJOOur .............. «7,000,000 Allar elanlr.............. «78.000,000 Vér ðskum eftlr vltSsklftum verz- lunarmanna og ábyrgjumst atJ gefa þeim fullnægju. SparisJóSsdelld vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- Ir i borglnni Ibúendur þessa hiuta borgarinnar óska «5 sklfta vlfS stofnum sem þelr vlta aO er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygglng óhlutleika. ByrJlO spari tnnlegg fyrir sj&lfa ybur. konu og börn. W. M. HAMILTON, RáðsmaSur IMIONE GARRV S4S0

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.