Heimskringla


Heimskringla - 23.03.1916, Qupperneq 2

Heimskringla - 23.03.1916, Qupperneq 2
 BLS. 2 HEIMSKRING I. A. WINNIPEG, 23. MARZ 1916. Spursmál sem snerta akuryrkju í Vesturlandinu ÞaíS þarf a?S rækta jöríSina betur til að auka uppskeruna. ÞatS er Þörf á betri “business” aÖferÖum í IandbúnaíSi. (Útdráttur úr ræSu, sem Prof. J. Hracken, frá Saskatchewan skólanum, flutti á ftindi Bændafélaganna, sem hald- inn var i M. A. C. í februar. há- Fyrir hér um bil 300 árum byrjaði hvíti kynflokurinn að rækta landið hér í Norður-Ameríku........Fyrir rúmum hundrað árum byrjaði inn- flutningur fyrst inn í Vesturlandið, en það var ekki fyrri en eftir árið 1850, að landið fyrir vestan R tuð- ará og Missisippi ána (og alt vestur að Klettafjöllum) fór að byggja-t að mun. Landafræðisbækurnar kölluðu þetta “Hina stóru eyðimörk Ame- ríku”. En á síðastliðnum 40 árum hafa 1,500,000 manna tekið sér b 1- festu á norðari hluta þessarar svo- kölluðu “eyðimerkur”. Eg á við fylkin Manitoba, Saskatchéwan og Alberta. Margir hafa grætt fé hér, margir hafa að eins lifað og sumir hafa ekki einu sinni getað lifað. Það cru mörg erfið spursmál að fást við, svo sem frainleiðsla, samgöngur og útsala, sem enn hafa ekki verið út- kljáð. Eg ætla að minnast á þrjú spurs- mál að eins: I.) Framleiðslu. II.) Ágóða. III.) Varantega akuryrkju. I. Framleiðsla. Til þess að junir gcti vaxið, þarf að sjá þeim fyrir því, sem þær þurfa með. Náttúran sjálf leggur til flest af þvi i rikum mælir, en maðurlnn á að bæta up það, sem á vantar, með vísindalegum rannsóknum. Það er hans “business” að gjöra það. Og til þess að geta dregið næringar- efnin úr skauti jarðarinnar og snú- ið þeim i uppskeru, þarf hann að skilja tvent: — a) Þau öfl, sem hafa áhrif á vöxt hvcrrar jurtar. b) Þau tœkifæri, sem maðurinn hefir til að stýra þessum öflum og stjórna þeim sér i hag. a) Öflin, sem hafa áhrif á vöxt jurtanna, eru: — 1) Fræið, það þarf að vera gott, hreint og lífvænlegt (viable); ann- ars spírar það ekki og þá er úti um uppskeruvonirnar. 2) Næringarefnin i jörðinni, eru algjörlega nauðsynleg. Hér er jarð- vegurinn fjarska rikur. Vér þurfum að rækta jiirðina vel, svo að næring- arefnin séu til reiðu, þegar plönt- urnar þurfa þeirra með. 3) Væta. — Vatnið er i sjálfu sér næringarefni. Þar að auki uppleysir það allar fæðutegundir, sem plönt- urnðr lifa á. Annars yrði plantan að svelta. í röku loftslagi er nægilegt regnfall, en hér er lítið regn, á ári hverju. Alt það vatn, sem úr skýjun- um kemur árlega, nemur að eins 12 til 22 þumlungum (á móti 50 til 100 þuml. í votu loftslagi). Jurtir þurfa að fá frá 250 til 1000 pund af vatni, til þess að byggja upp eitt pund af þurrum efnum (dry matter). Þess vegna þarf bóndinn að kunna að geyma svo vel vætuna ár frá ári, að sem minst dampi upp. 4) Hiti. — Allar plöntur þurfa yl til þess að geta þróast. Sumar þola meiri kulda enn aðrar. Hér í Vestur- landinu er hætt við frosti. Þess vegna verðum vér að rækta þær teg- undir, sem eru harðgjörðar og bráð- þroska. Vér getum ekki ráðið yfir veðráttunni. 5) Birla. — Sólskin er eins nauð- synlegt eins og hitinn, þvi annars gætu plöntur ekki melt fæðutegundir þær, sem ræturnar taka úr jörðinni. 6. Loft. — Jarðvegurinn þarf að vera svo vel plægður, að loft komist ofan í hann. Það er bóndans “bus- ness” að sjá um þetta. Einnig verð- ur að sjá um, að jarðvegurinn sé ekki svo deigur, að alt kafni í hon- um. b) Þau tækifæri, sem maðurinn hefir til að skipa þessum öflum og stjórna þeim sér í hag. — Bóndinn gjörist samverkamaður náttúruaflanna, og bætir upp það sem þarf til þess að uppskera hans geti orðið góð og arðvænleg. 1. Hann velur að eins þær teg- undir af jurtum, sem geta þrifist i því loftslagi, og á þeim jarðvegi, sem hann lifir við. Hver einasti skynsamur bóndi veit þetta, og get- ur fengið frekari upplýsingar um æskilegar jurtategundir á næsta til- raunabúi. 2) Hann meðhöndlar rétt — fræ- ið, akrana, og uppskeruna: sáir á réttum tíma, sáir mátulega djúpt; fyrirbyggir plöntusjúkdóma; hirðir akurinn eða garðinn vel, og upp- sker á réttum tíma. Vér höfum næga reynslu fyrir oss i öllu j>essu. Eng inn ætti að þurfa að gjöra nein “feil”. En mismunandi aðferðir þarf að hafa í hverju nágrenni fyrir sig. 3. Hann bætir tegundirnar, ár- lega. Alt af er hætt við afturför i út- sæðinu, — sökum illgresis, þurks, frosts, sjúkdóma, úrkynjunar o. fl. Bóndinn við hefur vísindalegar að- ferðir til að varna þessu. Hann velur gott útsæði eða kaupir það. Hann eyðileggur illgresi, skorkvikindi og plöntusjúkdóma með hæfilegum meðulum, svo uppskeran verði góð og fræið nái fullum þroska. 4. Hann við hefur framræslu eða vatnsáveitji, eftir því sem við þarf. Ef jarðvegurinn er of rakur, og fúll, er ómögulegt að fá góða uppskeru nema veita frani vatninu. Ef lofts- lagið er þurt (eins og i Suður- Alberta), þá þarf að veita vatni inn á akrana. 5) Hann ræktar vel moldina. Þettta er eitt stærsla atriðið, og und- ir því er lukka bóndans að svo miklu leyti komin. Það þarf að rækta jörðina vel: plægja djúpt; hreyfa oft, og viðhalda moldar- mykju á yfirborðinu. Góðar rækt- unar aðferðir (thorough tillage: 1) Gcyma vætuna í moldinni með því að breiða moldar-mylsnu ofan á. — 2) Greiða fyrir því, að vætan geti komið að notum, með því að losa harðan jarðveg, eða þjappa niður lausum jarðvegi. — 3) hafa áhrif á hitann, sem í moklinni geymist, og varna uppdömpun. — 4) Þroska plönturnar fljótt, með því auka eða minka næringarforðann, sem er til reiðu. — 5) Eyðileggja illgresi og gras, — þegar plægt er í þurkatíð. — 6) Eyðileggur illgresi á akrinum með þvi að hreyfa vel moldina (cul tivate), — 7) Varna því að fina moldin fjúki, með því að setja mold- ina í smáhryggi. — 8) Eyðileggja rusl og illgresi með því að plægja það niður, svo það fúni. II. ÁgóSi. Fæstir eru að fást við búskap rétt sér til heilsubótar. Menn þurfa að sjá ágóðann af starfi sínu. Eftir að bóndinn er búinn að uppskera 40 bushel af hveiti af ekrunni þarf hann að reiksa út, hvað mikið er af- gangs tilkostnaðinum. Það er svo margt, sem getur klipt skarð í ágóðann, svq sem: 1) 111 gresi, sem stela vætu og næringar- efnum frá ræktuðu plöntunum. 2) Fuglar, skepnur og skorkvikindi, sem eta korn, ávexti og hálfvaxnar plöntur.— 3) Plöntusjúkdómar, sem lifa á jurtunum og eyðileggja þær.— 4) ofviðri og stormar, sem feykja moldinni, brjóta niður plönturnar og hrista kornið úr hýðinu. — 5) Það kostar of mikið, að framleiða hvcrt bushel af korni. Tilkostnaður- inn þarf að minka, og söluverðið verður að hœkka. Ilvernig á að auka ágóðann? - mætti þá spyrja. Svarið er: 1) Með því að framfylgja rcgl- um þeim, sem gefnar eru undir lið (b) hér að ofan (nfl. nota tækifær- in til að stýra náttúruöflunum sér í hag). 2) Með því að hafa “crop rota- tion”. 3) Ala upp kvikfénað. Þessar tvær aðferðir eiga samleið. Með því að rækta mismunandi -teg- undir, getur hóndinn eyðilagt ill- gresi, kostnaðarlaust. Fóðurjurtir eru ómissandi í þessu tilliti. Alidýr- in þrífast á þeim, og gefa af sér góð- an ágóða. Eins er áburðurinn mikils virði á akrana, og sumar fóðurteg- undirnar, (svo sem smári og al- falfa) gjþra jarðveginn ríkari fyrir framtiðar uppskeru af korni. Hver maður getur fengið upplýs- ingar um hæfilegar “rotations” á næsta tilraunabúi. Það kostar girð- ingar, fjós og fleiri útgjöld, að konia af stað “mixed farming”. En það verður að ganga fyrir sér, og með tímanum taka allir bændur upp þá aðferð. 4. Með því að beita ströngum “business” aðferðum, við með- höndlun á landi, skepnum, vélum, vinnukröftum, og öllu öðru, sem að búnaði lýtur. Það var sú tíð, að bóndinn þurfti ekki að vera “busi- ness”-maður. Hann framleiddi sjálf- ur flest það, sem hann þurfti til að lifa á. En nú gjörir hann það ekki. Hann þarf að verzla. Menn þurfa að læra meira í reikningslistinni, og bókfærslunni. Þeir þurfa að læra að komast af án agenta og millimanna. Ágóðinn, sem bóndinn hefir eftir árið, er mismunurinn milli inntekta og útgjalda; hann reiknast ekki eftir því að eins, hvort inntektirnar eru miklar. Svo þurfa bændur meiri samtök í öllu. Vér dáumst að Grain Growers félaginu, og öðrum slikum félögum. Vér vonum, að þau eflist og aukist í þarfir þjóðarinnar. III. Varanleg akuryrkja. Vér heyrum mikið talað um, að jarðvegurinn sé að tæmast af frjó- efnum. Aftur segja aðrir, að jarð- vegurinn hér vestra sé ótæmandi.— Hver er sannleikurinn? Fyrst og fremst: Hvað er frjósemi? Frjó- semi er eiginlega næringarefni, hiti, væta,- og alt annað, sem hlynnir að þroskun jurtanna. Alt þetta þarf að vera tii reiðu, ef uppskeran á að fást. Það er nóg köfnunarefni í efstu 6 og tveimur þriðju þumlunguin moldar- innar í Saskatchewan, til að fram- leiða 50 bushel af hveiti i 125 ár samfleytt. En að eins 2 prósent af þessum forða eru til reiðu (avail- able) ár frá ári. Ef vér reyndum að rækta hveiti á sama blettinuin í 125 ár samfleytt, mundi samt mikið vera eftir af köfnunarefni, — en jarðvegurinn væri löngu orðinn ó- frjósamur, eins fyrir þvi. Þetta er spursmálið, sein oss varðar. Vér þurfum að hafa nægan forða af “availablc” næringarefnum í mold- inni á hverju einasta ári. Vér þurf- um að passa að ha-fa næga vætu, hreinan (illgresislausan) jarðveg. sem ekki fýkur í vindinn, og sem hefir nóg af jurtafæðu. Með öðrum orðum: Vér þurfum að sjá svo til, að akuryrkjan geti orðið varanleg í þessu landi. Eitt stærsta skilyrðið er þá það, að ganga ekki of langt með hveitií ræktina eingöngu. — Vér erum að selja næringarefnin alt of ódýrt, — 25 cents fyrir hvert bushel af hveiti! Næringarefnin i hverri ekru 6 og 2 þriðju þuml. yfirborðsins) eru $1250 virði, eða nægilegt til að framleiða 5000 þushel af hveiti. — Sumir mundu vilja grípa þetta upp á einu eða tveimur árum, en for- sjónin bannar það. Vér getum ekki tæmt jarðveginn, en með óforsjálni getum við gjört hann ófrjósaman, svo uppskeran geti alls ekki sprott- ið. — Reynslan hefir sýnt á Englandi, að í 60 ár sámfleytt hefir uppskeran af hveiti verið 13 bushel af ekrunni. En þar, sem skift hefir verið á með turnips, barley, clover og hveiti, hef- ir hveitið jafnað sig upp í 25.6 bush., fyrir jafn langt tímabil. Sama má segja um maís rækt í Ameríku: — 1) Samfleytt maís i 29 ár gaf 27 bushel. 2) Til skiftis við hafra fyrir hið sama timabil gaf maís 46 bushel af ekrunni. 3) Til skiftis við hafra og smára, 58 bushel af ekrunni af maís. 4) Sama og nr. 3; með áburði í viðbót — 81 bushel af mais af ekrunni. Þessi dæmi sýna, að heppilegt er að rækta tegundirnar á víxl, ef frjó- magnið á að haldast við. Að rækta vel, velja hæfilegar teg- undir; beita “business” aðferðum við búskap; nota réttar “crop rot- ations”, og ala upp búpening jafn- frarnt þvi að stunda akuryrkjuna, — öll þessi atriði gjöra oss mögulegt, að framleiða meiri ágóða. Og það er alveg-áreiðanlegt, að vér þurfum að rækta baunagrös (svo sem smára, og alfalfa), til að bæta upp það, sem kornið tekur úr jörðinni. Ofantalin atriði eru öll nauðsynleg. ef akuryrkjan á að komast á fastan fót, og vera varanleg. Ef akuryrkjan er ekki varanleg i þessu landi, þá eru framtíðarhorfurnar alt annað en glæsilegar. —B.— Æskulýðurinn :—) inn. Bak við tjöldin. ----•---- “Upp, upp, þú unga þjóð! Áfram í jötunmóð brunaðu framfara brautir!” Ef maður gengi um listasafn og skoðaði með nákvæmni hin undur- samlegu listaverk, sein listamaður- inn hefir framleitt, þá myndi mað- ur spyrja: hvað stæði á bak við þetta; hvaða yfirnáttúrlegt afl það væri, sem stýrði hönd listamanns- ins, og gjörði honum mögulcgt að framkvæma þessi verk. Þessu er eins varið á öllum starf- sviðum. Ef vér litum í kringum oss veitum vér iþví eftirtekt, að einum verður vel ágengt í starfi sinu, hann afkastar afar miklu; en annar er ó- nytjungur. Hvers vegna? — Að svari við þeirri spurningu verðum.vér að leita í æfisögum listamanna og ann- ara mikilmenna, er afkastamestir hafa orðið um dagana, — manna, sem hátt hafa koinist í menningar- stiganum. Vér s-jáum af lestri þeirra, að allir slíkir menn hafa haft háar hugsjónar-ímyndir, sterkan vilja- kraft, brennandi áhuga og óbilandi þolgæði. Þeir hafa verið sistarfandi; hafa upnið með óbilandi viljaiþreki að þvi, sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur að gjöra. Þeir hafa ekki hætt við neitt verkefni fyrri en það renni upp nýtt tímabil í sögu vorri, hér í landi, tímabil praktiskrar starfseini. Vér þurfum að læra að starfa; vér þurfum að læra að fram-' leiða allar tegundir búsafurða af beztu tcgund. Fyrst og fremst mundi það auka velmegun vora, og svo rnundi það ennfremur þoka oss í fremstu fylkingararma canadisku þjóðarinnar, í þeim efnum sem öðr- um. Þann vansa, að standa aftar en aðrir í þeim efnum, ættum vér ekki að þola. Til þess að koma þessum æski- legu breytingum i verk, þurfum vér að auka áhuga fyrir fullkomnun i verklegum efnum í öllum greinum landbúnaðarins. Auðveldasti vegur- inn til að koma þessu til leiðar, er sá, að byrja iá unglingunum, sem æfinlega hafa brennandi starfslöng- un, EF þeim hefir ekki verið spilt á einhvern hátt. Því miður er sann- leikurinn sá, að þeim hefir verið spiR, all-flestum. Eina ráðið verður því það, að reyna að skapa áhugann með þvi, að byrja á einhverju verki, er snertir velferð vora, og reyna að sameina allan kraft viljans til að leysa það sem bezt af hendi. Eins og rekjan sameinast í dropa og dropinn holar steininn, eins mundi maður geta afkastað vandasömu verki, ef öllum viljakraftinum væri beint að því einu. Helgi maður verk- inu alla krafta sína, kemur áhuginn af sjálfu sér. Dr. Finnbogason segir: “-------— — ------Nú er þess að gæta, að mennirnir verða eins og þeir breyta. Sá, sem ósjálfrátt hefir fengið áhuga á einhverju starfi, hann verður því áhugameiri um starfið, sem hann helgar því meira af kröftum sínum, og hins vegar hvetur vaxandi áhugi til æ meiri áreynslu. Þar verkar hvað á annað. En það iná lika skapa sér áhuga á starfi, sem engin hneigð var til í fyrstu. Það vinst raeð því að byrja á verkinu og halda því á- fram, hve óljúft sem það kann að vera. Óðara en af veit fer starfs- áhuginn að vakna, verkið að verða hjartfólgið. Það er t. d. alkunnugt, að menn, sem af einhverjutn ástæð- Sýning unglingafélags. hefir náð því sem næst sama full- komnunarstigi og hugsjónar-íinynd þeirra. Eftir því, sem hugsjónar- ímynd þeirra er hærri og fullkomn- ari, eftir því verður verkið full- komnara. Þeir, sem skapa sér engar hugsjóna-ímyndir og reyna ekki að líkja eftir neinum fyrirmyndum, af- kasta aldrei neinu verulegu og verða æfinlega ónytjungar. Albert 'ITior- valdsen, sem var einn af heimsins mestu myndhöggvurum , hafði svo fullkomnar hugsjóna-ímyndir, að hann gat tíkki náð þeim í smiðum sínum fyrri en hann var farinn að reskjast, og kvað hann það vott um andlega afturför. Ef vér athugum ástandið hjá is- lenzku bændastéttinni hér í landi, komumst vér brátt að Jjeim sann- leika, að miklu er ábótavant. Vér er- um svo ófulikomnir í öllu verklegu, er búnað áhrærir, að vér erum í þeirri grein langt á eftir hérlendu þjóðipni. Eitt þvi til sönnunar er það, að tiltölulega fáir Islendingar fá verðlaun fyrir framleiðslu sína á sýningum. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú, að íslendingar Hta niður á bænda- stéttina; álíta það ekki virðingu sinni samboðið, að tilheyra henni, enda þótt þeir neyðist til þess. Það ríkir ó meðal þeirra almcnn óa- nægja með stétt og stöðu. Virðuleiki hverrar stöðu er í beinum hluföllum við hæfileika þeirra, sem skipa stöð- una. Það er þvi á valdi hvers manns, sem er nauðsynlegum hæfileikum gæddur, að gjöra hvaða stöðu sem er virðulega og göfuga, eða réttara sagt: leiða í ljós virðuleika hverrar stöðu sem er í mannfélaginu. Því heiðarleg er hver sú staða, sem er nauðsynleg í mannfélaginu, livort scm hún kallast há eða lóg. Það er þess vegna sök einstaklingsins, sem stöðuna skipar, en ekki stöðunnar, ef hún er óheiðarleg eða svívirði- leg kölluð. Vér íslendingar þurfum að breyta hugsunarhætti vorum og reyna að auka hneigð vora til gagnlegrar starfsemi, er búnaði við kemur. Vér höfum lengi ópraktiskir verið kall- aðir. Nú er timi til kominn, að það um eru neyddir til að fara að safna fé, verða stundum áður en varir svo niðursokknir i, að starfa að þessu, að þeir gæta ekki annars og hafa ekki yndi af öðru. En að hverju, sem maður gengur, þá er frumskilyrði allra framfara í J>vi }>að, að hann sé þar allur og óskiftur, beini að því öllum kröftum sínum. A hverju verða menn sterkari? Á því að reyna sig, og taka sér fyrir liendur þyngri og þyngri raun ;T vfta fyrst “amlóða”, þá ‘Hálfdrættiiigi’, þá ‘Hálfsterk’. Það er undirbúningurinn, sem að lokum veitir kraftana til að valda ‘Fullsterk’. — Á hverju verða menn fimir og mjúkir í hreyfingum? Á því að temja sér mjúkleik. Það kost- ar áreynslu. Á hverju verða menn vitrari? Á þvx, að sl.eppa ekki við- fangsefnunum óhugsuðum framhjá sér, heldur velta þeim fyrir sér, skoða þau í krók og kring, glíma við þau og sleppa þeim ekki fyr en þau blessa mann og birta nýjar hlið- ar. Svona er það i öllum greinum. Áreynslan er móðir framfaran*na, móðir sigurvinninganna. Eins og vöðvarnir vakna og stælast við á- reynslu, Jjannig er um alla hæfileika mannsins. Og ekki tel eg annað veg- legra í eðli manns en það, að hann sé “brekkusækinn”, leiti á brattann, þangað, sem mótstaðan tír mest. Upp brekkuna liggur vegurinn til meira og fegra viðsýnis og hreinna and- rúmslofts. Sá, sem hefir gengið upp á einn hjallann, vaknar næsta morg- un með aukið afl og fótfimi til að komast á næsta hjatla fyrir ofan. Vér íslendingar höfum flest þau skilyrði, sein nauðsynleg eru til hraðfleygra framfara i praktiskri starfsemi; vjr höfum listfengina og Jirautseigjuna. Sumir hverjir hafa hugsjóna-ímyndir til að líkja eftir, cn hinir geta tekið fyrirmyndir frá öðrum. Það, sem okkur skortir aðal- lega er áhuginn og viljafestan. Á- huginn er sterkari hjá unglingunum, og hjá þeim er auðvelt að leiða i Ijós og styrkja þá hæfileika, sem út- heimtast til að afkasta miklu og vönduðu verki. Á engan veg er það auðveldara en Jjann, að mynda — Æskulýðsfélög, og kenna þeim í gegn um þann félagsskap, að afkasta vandasömu verki, að framleiða hluti af beztu og fullkomnustu tcgund. Drengir og stúlkur! Biðjið for- eldra yðar að hjálpa yður til að mynda Æskulýðsfélag (Boys’ and Girls’ Club). Þér fáið verkefni og leiðbeiningar fritt frá fydkisstjórn- inni. Það er miklu úr að velja, svo að þér getið valið eitthvað það, sem verður yður til gagns og hinanr mestu skemtunar á sama tíma.. Skrifið eftir: Bulletin on Boys’ and Girls’ Clubs, Extension Dept., Manitoba Agricultural Cóllege. Þar er mjög itarlega skýrt frá öllu þessu viðvíkjandi. Myndið síðan félag sem allra fyrst, svo að efni það, sem stjórnin leggur til, verði ekki upp- gengið. Hraðið yðnr! —II. F. D.— “HOME, SWEET HOME!” Þýðing eftir Huldu. ---•---- Þótt leið liggi’ um borgir með Ijómandi skraut, kýs heimkynnið hjartað, og hvers sem þar naut. Sem himins kyrð hetgað alt hugljéift þar var; þó farið sé fjarri það fihst að eins þar. Heim.'heim, hve Ijúfan heimt Ei átthögum líkist neitt annað i heim! Eg útlægur unað við fegnrð eg fæ. ó, gef mér minn sólkyrra, sveillæga bœ, þar smáfuglar snngu án ótta sinn óð. Hve elska eg, bernska, þinn frið og þau tjóð. Heim, heim, hve Ijúfan heim! Eí átthögum líkist neitt annað í heim! -(Skírnir). í-------------------------\ Fréttagreinar og smávegis. V_____________________-J Bændur, lesiS búnaöarblöSin! Enginn ætti að reyna aö búa án þess að hafa eitt cða tvö biinaðar- blöð sér til aðstoðar. Þau flytja fréttir og fróðleik »em bóndanum ríður á að vita. Þrír eða fjórir dalir á ári er ekki stór upphæð, en það getur verið á við Jirjú eða fjögur þú- sund, efti'r þvf sem tíminn líður. Siðmenningin byrjaði þegar menn lærðu að plægja. Hún líður undir lok., Jiegar sú list gleymist. Auðæfi Yesturlandsins eru í jörð- inni. Vér föllum eða stöndum sem þjóð, eftir því hvert Jiessi auður er látinn liggja, eða hvert hann verður grafinn upp. Mjólkurkýrin sem borgar sig bezt er sú sern gefur forsvaranloga mikla mjólk, yfir ellefu mánuði af hverju ári. Akuryrkjuvélar eyðast mikið meira af ryði, enn sliti, þar sem þær eru látnar standa úti alt árið. Búnaðurinn er ekki gullináma, en hann er heldur strit án endurgjalds Það sem þarf, til að landbúnaður borgi sig er, — framsýni, þekking og samtök. * * * * Sum æskulýðsfélög (Boys and Girls Clubs) hafa byrjað á því að rækta hreint útsæði. Þetta er stórt og þarft starf. Árlega tapa bændur vo þúsundum dollars nemur, af því þeir nota óþrosikað, illkynjað, eða óhreint útsæði. Hvert Æskulýðs- félag sem bætir búskapinn í sinni sveit, með þvi að koma á stað “pure seed” framleiðslu, áorkar á mjög fá- um árum meira enn bæridurnir sjálfir hafa getað i verk komið um fjórðung aldar. Hvað lýzt bændum? Borgar það sig að setja á fót Jiessi félög og styðja að Jiví að þau þrífist? * * * * Það fólk sem ekki getur farið í striðið leikur sér að því að kalla þá sein sýnilega eru færir um Jiað, “lyddur” (slackers). Þetta er mjög niðurlægjandi aðferð til að fá fleiri hermenn. Fyrir livern einn “slæp- ing” sesn réttilega á nafnið skilið) eru tuttugu sem eru að gera skyldu sína með því a‘ð vera heima. Mál- efni vort er göfugt— reynum að nota aðeins göfug ineðut til að safna her- nanna liði. Aðdróttanir og vskamm- ir eru vopn þursa og lieimskingja. (Þýtt lauslega úr W’peg. búnaðar- blaði). —B—

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.