Heimskringla - 23.03.1916, Side 3

Heimskringla - 23.03.1916, Side 3
WINNIPEG, 23. MARZ 1916. HEIMSKRINGLA BLS. 3. Heimilis spurningin—og ótvírætt svar Því hafa þeir sem selja matvöru, hérumbil eins mikið til- lit til umbúðanna eins og þess sem í þeim er? Vegna þeiss að fyrirtaks vörur verða bráðlega skemdar vörur ef umbúðirnar era ekki góðar Eigendur BLUE WBBON TEA hafa lengi verið að reyna að fá umbúðir sem væru öllum betri fyrir Te. Nú hafa þeir fundið þær. Nýja Blue Ribbon loft-heldu, rik-varnandi, likt-varnandi og hérumbil óbrjótandi um- búðir, veita fyrirtaks Tei fyrirtaks vörn. Peningum verður skilað aftur ef nokkuð er hægt að finna að vörunni. Portúgal. 1 500 ár eða siðan árið 1373 hefur Portvigal verið í bandalagi við Breta Pá gjörðu ríkin samning sín á milli um að standa hvort með öðru var þá Ferdinand konungur í Portúgal en Játvarður III. í Englandi. Og alla tfð síðan hefur samningur þessi staðið og vinátta haldist milli ríkj- anna. Enda hefur sfcefna utanríkis- mála þeirra ætíð farið saman. Við byrjun átjándu aldar börðust Brefcar með Portúgalsmönnum í hinu spænska erfðastríði, og í byr- jun nítjándu aldar þegar Napóleon var é ferðinni þá yfirgáfu Bretar ekki þetta litla ríki, heldur börðust með þeim til þrautar. Par þreytti Wel'lmgton glfinuna við bestu mar- skálka Napóleons; Junot og Mass- ena og Soult. Torres Vedras mun iengi lifa í minni Breta og Portúgals manna. Og hvenær sem Portúgal hefur f vanda verið hafa Bretar staðið með þeim. Ráðgjafi Portú- galsmanna Viscount de Alte segist einlægt hafa verið reiðubúin að fara á stað með Bretum livenær sem þeir kölluðu. Nú loksins hefði kallið komið og nú skyldi þeir gjöra alt sem í j)eirra valdi stæði til að hjálpa þeim því að þeir ættu það marg- faldlega skilið. Æskuminningar. Eftir önnu Torlacius. (Eimreiðin). (Framhald). Eitt var undarlegt, hún skildi mik- ið í vísunni, og sat hugsi alt kveld- ið, unz faðir minn ávarpaði hana og spurði, hvort hún væri reið. Nei, öðru nær, hann svona stór maður og mikill að yrkja um sig. Þá kunni hún hendingar úr vísunni, og stal engu það kveld. Það var alveg ó- mögulegt, að kenna henni Faðirvor, né aðrar bænir. Þegar hún skóf pottana, sem var hennar verk, þá tautaði hún í sífellu: “Skel, krækl- ingur, svei!” Hún skóf pottana með skel, eins og þá var títt; þvi hvorki voru keyptar sköfur í búðunum, né heldur settust fslendingar við að smíða þær. En þeir smíðuðu þvör- ur, og með þeim var hrært i pottin- um, svo ekki brynni við botninn. En nú var eftir að fá sér ádrepu. Ádrepa er víst gamalt orð, ef mig minnir rétt; en þessi “ádrepa”, sem eg á við, er þannig, að tekin er mat- arausan, og bakinu á henni dýft of- urlítið og snögt ofan í grautinn, og síðan sleikt með tungunni. Þótti þetta gott, ef mjólkurgrautur var i pottinum, eða kjötsúpa. Gjörðu elda- ‘konur þetta oft, og gáfu smalanum með sér, ef hann kom kaldur heim. Umskiftingar voru þá 2 í sveit minni. Hét önnur Ingunn, en hin Fáðu það núna Það er eitthvað við og í þessum Bjór sem gerir hann að mat. Fát5u hann hjá verzlunarmönnum e?»a rakleitt frá E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg. var Stina rauða. Ingunn var blind og mállaus. Eg sá hana tvisvar. Móðir hennar hét Metta, mesta mynd arkona. Hún hélt hún yrði læknuð, og sýndi móður minni hana. Þessi Ingunn var þá 17 ára (og eg þá 8), en út ileit hún isem sextug væri. Tennur hafði hún 3—4, svolitlar gemlur, og á milli þeirra eins og kol- svarta brodda. En tennurnar voru öskumórauðar, eins og í sumum gamalmennum. Hún var lagleg i and- liti, og mjallhvít, og eins voru hend- urnar. Ekki hafði hún geitur, en nærri því hárlaus. Tunglamein, sem svo var kalllað, höfðu sumir i höfði, en aðrir sögðu það geitur vera. Tunglamein kom af þvi, að kona, er nýlega var orðin vanfær, glápti í tunglið, þegar það var fult. Svona var trúin, skáld- skapurinn, eða hvað eg á að kal.la það Geitur voru þvi miður til, og á því fékk eg að þreifa. Á einu vori dóu á bænum undir KyrkjufelJi bæði hjónin. Þau voru fátæk og áttu 6 börn, er ekkert gátu komist. frá bænum. Þegar menn af næstu bæj- um fór að furða, að hvorugt þeirra hjóna væri á ferð, þá fóru tveir ung- lingar út að Hlein. Svo het bærinn. Lágu þá bæði hjónin dauð í rúmun- um, en börnin hljóðandi af hungri. Þau höfðu dáið nóttina áður. Var þá að vörmu ispori brugðið við og börnunum komið fyrir. Og lenti þá ein stelpan, Kristín, hjá foreldrum mínum. Eg var þá fjarverandi, er hetta skeði, og mest af sumrinu ekki heima. Um haustið sagði mamma, að nú vildi hún helzt, að eg tæki Stinu að mér, til að þrífa hana og reyna að halda henni hreinni. Eg skoðaði höfuðið og segi, hvort það viti ekki, að það sé stálhúfa af geitum í höfði barnsins. — Jú, það vissu allir, að hún hafði þær, því það hefðu öll börnin frá Hlein. “Því er ekki búið að ná þeim úr henni?” segi eg. Ilelga vinnukona átti að gjöra það, Móðir mín vildi ekki gjöra það, af þvi hún fór með allan mat isjálf. Helga fer að lilæja og segir, að það sé naumast, að eg fái “hupplegheit- in”, er eg komi heim, og bætir við, að svona fín stúlka, eins og hún Anna sé, fari víst aldrei að þrífa geitur éir niðursetu. Þá segir mamma! “Alt af kallið þið hana fina, og þó gengur hún oftast í sömu vinnu og þið, nema frekar sé, því hún þvær Uka gólfin”. Eg tók telp- una að mér, þótt á sveit væri, en erfitt gekk að ná iir höfði hennar. Nær því eitt ár var eg að því, og hæddist Helga að mér fyrir alt l>að basl. En þegar telpan var 9 ára göm- ul, liafði hún hár ofan á herðar, og var ekki trútt uin, að Helga öfund- aði hana. Óknyttamenn og flækingar, grasa- ferÖir og fleira. Eitt var það i æsku minni, setn mér fanst mikil brögð að, og það voru þessi þjófnaðarmál, sem fyrir komu á hverju ári. Annaðhvort hef- ir fólk verið stelvísara þá, eða sýslu- menn og ahnenningur hafa haft næmari tilfinningu fyrir réttlæti en nú. Því nú reka menn upp stór augu, ef það heyrist, að einhver sé kom- inn í fangahúsið. Og vanalega standa þau tóm út um landið, af hverju scm það er. |Ig man einkum cftir einum hjón- um, sem höfðu stolið einum sauð, og voaru dæmd til hýðingar, hann 25 og hún 20 vandarhögg. Árni sál. Thorsteinsson í Krossanesi var þá sýslumaður, og sagður harður við alla þjófa. Eg var svo ung, að eg að eins man eftir því. öll þess konar athöfn var framin á þingstaðnuin í Grundarfirði, úti í pakkhúsi, og mátti þar enginn nærri koma, nema sýslumaður, böðullinn og 2 vottar, sem ávalt voru faðir minn og Jón bróðir hans. Eitt sinn báðu bræður minir um, að fá að vera við slíka at- höfn. En þeir fengu fljótt nei hjá Árna sýslumanni. Hann liafði sagt, að hcr væri ekkert barnagaman á ferðum. Það eitt man eg, að fegnir urðu þeir eftir á, að sýslumaður hafði neitað þeim um beiðnina, er þeir sáu hjón þessi koma út grátandi og mjög auinleg. Eg man, að þau komu inn til okkar bæði grátbólgin og að mamma gaf þeim stóra kaffi- bolla af sætu kaffi og brauð með. Og eg man enn, hvað hún sagði við þau, er þau þokkuðu fyrir kaffið. Hún sagði: “Eg vona, að þið látið ekki svo vondar hugsanir ráða yfir ykkur aftur. Guð hjálpi ykkur til þess!” Þau grétu og þökkuðu henni fyrir, og báðu guð að launa henni alt gott. Og þau stálu aldrei framar. Margt kom annað fyrir hjá ýmsum. og stundum var það smátt, er stolið var; en alt af dundu vandarhöggin. Nú kemur til sögunnar Sölvi Heigason, er rnargir hafa heyrt nefndan sein flakkara, og um pass- ann góða. Árni sýslumaður sagðist engum trúa jafn-vcl fyrir honum og föður mínum. 1 það sinn varð hon- um það að sök, að hann hafði skrif- að sér þennan alkunna falska passa, og rambaði tneð hann um landið. Honum var ekki um pabba sem. fangavörð sinn; en hann sat á sér lengi vel, og mátti heita, að hann sæti jafnan á sér við föður minn. En hvað eg man vel eftir greyinu honum Sölva. Eg var þá 7 vetra og man, að hann var alt af að mála. Hann var látinn sitja i þingstofunni. En þar var kalt, og var hann að skreppa inn í hina stofuna til okk- ar, til að verma sér á höndum, og sagði, að þetta væri köld vinna. Fóru þá sumir að gjöra gys að hon- um og sögðu, að honuin væri nær að smíða meisa, eða vinna eitthvað, er honum hitnaði af. Þá spurði hann aftur á móti, hvort þeim sýndist, að sinar fíngjörðu hendur væru skap- aðar til stritvinnu. Á borðinu hjá sér hafði hann margar flöskur, full- ar af ýmsum lit, og með honuin var hann að mála alla daga. Hann mál- aði andlitsmyndir af ölluin höfð- ingjum hins mentaða heims; og ald- rei man eg til, að sæist annað en eintómar mannamyndir, flestar of- an undir mitti. Eitt sinn man eg þó eftir, er móðir min var að knipla, að hana vantaði uppdrátt til að knipla eftir, og fékk hann lijá Sölva. Eg man líka, að bæði mamma og ljósa urðu forviða yfir, að þær gátu báðar kniplað eftir honum, og þótti snoturt. Þegar eg gekk um stofu Sölva, flýþi eg mér jafnan inn í dagstofu. Þingstofan var á milli gangsins og dagstofunnar. Sagði faðir minn, að við ættum ekki að dvelja hjá Sölva. Eitt sinn hljóp cg fram hjá stól hans, sem ætið stóð fyrir fraimfn málara- borð hans; þá sagði hann þægilega við mig. “Komdu, Anna litla, eg skal vcrma þér”. Eg kom utan að, og þorði ekki að hlaupa burt, þorði heldur' eki að láta han ssitja undir mér. En hann tók mig og setti mig á kné sér og var mér þá nóg boðið, og fór að reyna að sináinjaka mér ofan af hnéu, en fann að fast var fyrir. Fór eg þá að kjökra, því eg var hrædd við hann, þó undarlegt væri, þar sem hann iagði aldrei til mín. Loksins slepti hann mér, og þá manVg að aumingja greyið sagði: “Allir forðast mig, og þú,* blessað barnið, líka; blessuð farðu”. Og feg- in varð eg að sleppa. Þegar kalt var, át hann í dagstofu, við annað borð, og þá var hann stundum að inasa um ýmislegt, með- al annars um dónaskap og ómensku. En það þoldi Jón bróðir minn illa; hann var okkar elztur, 12—13 ára. Sló stundum í liart á milli þeirra, og kom þá faðir minn stundum að, pg eitt sinn mælti hann fram vísu þessa, um þá báða, Jón sáluga og Sölva: Heilræðin eg hygg að nýta, heimskum faiit til jafns að kýta, cr sig hleður skönun á skömm. Lengi hefir æft hið illa, á því bágt með kjaftinn stilla, unz hann hirting hittir römm. Sölvi þagnaði fljótt að vanda, er pabbi lét til sín heyra, og varð ætíð þögull lengi á cftir. Það var í einu rökkri, að hann gekk í dagstofu að vanda, því pabbi hafði skipað svo fyrir, að hann ætti þá að vera inni. Var Sölvi það kveld eitthvað upprif- inn og kátur. og fer að lasta Eyr- sveitinga og hvernig alt sé þar í sveit. En enginn gegnir honum. Þá segir Sölvi: Eyrarsveit þá verstu eg veit á Vesturlöndum, full er hún af fúlum öndum. Og var nú hreykinn af að geta ort um óvini sína. Þá svarar pabbi: Eyrsveitingar eru vist iðjusamir flestir; en friðland hjá þcim finna sizt flökkusnatar verstir. Varð Sölvi þá hljóður alt kveldið, anga-greyið. Oft gaf Sölvi okkur myndir af kongum og spekinguin, sem hann málaði. Hann dró og upp allskonar uppdrætti, sem hann sagði að væru ‘skatterings-inunstur’ og ‘bródering- ar’. En faðir niinn sagði um þessa uppdrætti, að hversu nákvæmlega E. J. O'Sullivan, M- A. Pres. sem leitað væri með logandi ljósi, þá væri ómögulegt að fá nokkurn snefi.l af viti úr þeim. Eg hafði þá ekkert vit á þess konar, en heyrði, að móðir mín sagði að þeir væru o- ikir náttúrunni; þvi engin blóm væru þannig. En eg man, að mér þóttu þau falleg. Sölvi var allajafna vel klæddur, og hélt sig að heldri manna sið í búningi. Sá eg hann aldrei öðruvisi en í dökkum klæðisfötum, með dökkgræna klæðishúfu á höfði, er hann hafði sjálfur sniðið eftir sin- um smekk, að því er hann sjálfur sagði. Man eg enn vel, hvernig húf- an var. Hún var lág að aftan, en tor hækandi fram eftir höfðinu, og var allrahæst að framan. Lítið der var á henni, og í báðum vöngum lét hann hanga skúfa, úr stórum gulum gler- tölum, er einhver hafði gefið hon- um. Hann vildi ekki “svína sig út”, sagði hann oft. Ekki man eg, hvaða verk það var, er hann átti eitt sinn að vinna með piltunum, föður mín- um og drengjunum, bræðrum mín- um. Hann fór með þeim, en kom brátt heim aftur, og sagðist vera ó- vanur saurverkum, eða að ata út föt sin. Eg man, að móðir mín sagði þá, að hún skyldi 'ljá honum önnur föt á meðan. En ekki sagðist hann klæðast í annara manna föt, svo mikili maður sem hann væri. Verkið mun hafa verið að setja tvo báta upp; í naust; en annar báturinn var ný- bræddur og var ekki orðinn vel j þurr. , Sölvi var vel vaxinn, miðmjór og herðabreiður, og hafði oftast báðar hendurnar á mjöðmum sér, til þess að sýna hinn undraverða vöxt sinn. Han nmátti heita laglegur maður: ( hátt og breitt enni, nefið beint ogj hafið ögn upp að framan, augun blá, og ekki smá, hvelfdar brýr og hak^ an nokkuð löng, og toginleitur. Skegg ýmist topp á höku, eða þá fult vangaskegg. Sundurgjörðarmaður var hann í meira lagi, er sjá mátti á vasaklútnum, sem ætíð hékk úr buxnavasa hans ofan á mitt læri. Það gjörðu og fleiri, og þótti “mont” Hann vildi einnig hafa hvitt hálslín, og gjörði það, er hann gat. Eg man, að daginn sem Sölvi átti að fara, — þá fyrst, en fyr ekki, — sást, að hann var ekki sneyddur allri tilfinningu. Því stúlkurnar bentu mér á hann frammi i dyrunum ogj sögðu: “Nei, hann Sölvi hefir grát- ið!” Þær sáu það i augum hans. Alla j___________ kvaddi hann með kossi og handa-j bandi, og var mjög dapur. Kendu verið hafa. þá allir í brjósti um hann. Síðan fór hann út í Krossanes, og þaðan með sýslumanni út í ólafsvík, og þar var hann hýddur tvennum 27 vandar- höggum fyrir passann góða. En rúm- fastur hafði hann legið á eftir í 3 daga. Hafði þá sýsluniaður gengið til hans, og átti víst bágt með að sjá Möre Bread and Better Bfead” Members of the CommerciaJ Educators’ Association W'L’W/PEG ^1 ESTABL/SHED 1882. Stærsti verzlunarskóli f Canada. Býr fólk undir einkaskrifara stöðu, kennir bókhald, hrað- ritun, vélritun og að selja vörur Fékk hæstu verðlaun á heimssýningunni. Einstaklingskensla. Gestir velkomnir, eink- um kennarar. Öllum nemendum sem það eiga skilið, hjálpað til að fá atvinnu. Skrifið, komið eða fónið Main 45 eftir ókeypis verðlista með myndurn. THE WINNIPEG BUSINESS COLLEGE 222 Portage Ave...Cor. Fort Street. Enginn kandídat atvinnulaus. ÞAÐ VANTAR MENN TIL AS læra Automobile, Gas Tractor Ibn í bezta Gas-véla skóla í Canada. Þab tekur ekki nema fáar vikur ab læra. Okkar nemendum er fullkcmlega kent at5 höndla og gjöra vi'ð, Automobile, — Auto Trucks, Gas Tractors, Stationary og Marine vélar. Okkar ókeypis verk veitandi skrifstofa hjálpar þér aö fá atvinnu fyrir frá $50 til $125 á mánuöi sem Chauffeur Jitney Driver, Tractor Engineer eöa mechanic. Komi'ð eba skrif- iö eftir ókeypis Cataiogue. Uinn nýji Gds Engine Skóli vor er nú tekinn til starfa i Hegina. Hemphills Motor School <(43 Main St. Winnipeg Að læra rakara iðn Gott kaup borgaö yfir allan ken- slu tímann. Áhöld ókeypis, at5- eins fáar vikur naut5synlegar til aö læra. Atvinna útveguö þegar nemandi útskrifast á $15 upp í $30 á viku et5a vit5 hjálpum þér at5 byrja rakara stofu sjálfum og gefum þér tækifæri til at5 börga fyrir áhöld og þess háttar fyrir lítit5 eitt á mánut5i. í»at5 eru svo hundrut5um skiftir af plássum þar sem þörf er fyrir rakara. Komdu og sját5u elsta og stæt5sta rakara skóla í Can- ada. Varat5u þig fölsurum.---- Skrifat5u eftir Ijómandi fallegri ókeypis skrá. Hemphills Barber Coliege Cor. lvingSt. niul I'nclflc Avenue WINNIPEG. Crtibú í Regina Saskatchewan. Hefir hann eftir því hann heyra, nema Jón bróðir minn. seint látið af brellum sínum. | því á honum hafði karl miklar mæt- Nú kemur karl til sögunnar, er eg; ur, og hann gat talað við hann nærri man vel eftir. Hann hét Jón, auk-1 því hljóðskraf. nefndur “rytja”. Var hann niður-j Einu sinni í rökkrinu herti Jón seta á 2—3 bæjum í sveitinni, og bróðir upp hugann og sagði vjið vildu aliir hafa karlinn, þó gamaJl j hann: “Þú fórst með galdra, Jón væri, því hann var vinnusamur, og'minn, áður fyr?”. Tók þá karl að gat smiðað dalla og aska. Hann var blása, sem vandi lians var, er honum hann; því Árni sýslumaður var ein-i ætíð mánuð hjá okkur, og sat inni í! var mikið niðri fyrir, og segir: "Lít- stakt góðmenni, enda þótt dómar j stofu, að smíða smávegis, og tálgaði j ið lét að þvi”. Þá segir Jón: “Þú hans þættu harðir. Mun hugsun hansj alt með kutanum sinum, vindutré og varst að hjálpa honum Eggert h'jeld- hafa verið likt háttað og Matth. | Sinástokka með renniloki, til að sted einu sinni til að vekja upp Jochumsson lætur Lárenzius sýsiu-j geyma í smádót. l'ékk eg einn undir; draug í Flatey”. Karl þegir, en bróð- mann segja í “Skuggasveini”, þegar fífukveikina mina, og annan fyrirjir minn heldur áfram: “Já, en því hann er i efa um, hvort hann eigi pjötlur, sem eg saumaði úr pjötlu- j hættirðu við galdrana, skarst úr að dæma Harald sekan: “Nei, rétt- vasa. Þeir voru svo gjörðir, að klipt- leik, og varst ekki með félögum þín- lætið skal feta beint fram og lítaj ar'voru ferstrendar pjötlur, sín með i um?” Karl blés mjög og mælti: “Eg hvorki til hægri né vinstri”. — Kkki j hvorum lit, saumaðar siðan saman ! átti fyrir sálu að sjá, og þess vegna svo illa sagt af skólapilti, og sýnirj og látið fóður undir, höfð rifa að yfirgaf eg þá pilta”. Hélt karl að all- leikritið, livað i piltinum bjó. Ekki ofan, svo hönd kæmist ofan i; siðan j ir svæfu, eins og þá var títt í rökkr- held eg neinn verði, né hafi nokkrul settur strengur á og bönd, og bund- inu, og var hávær; en við vorum sinni verið, samdóma Bjarna gamlaj ið um mittið. Var vasinn hafður vakandi og hhistuðum með athygli á rektor, sem sagt var, að hefði sagtj hægra megin, og höfðu allar konur, þettta samtal. ungdæmi mínu, en IÞað brást ahlrei, við Matthías: “Þú skalt ekki i- mynda þér, drengur minn, að þú verðir skáld, þó þú hafir búið til þetta ‘pródúkt’.” — Þykir sú spá Bjarna lítt hafa ræzt, enda inan eg, að oft hló dr. Hjaltalín að þessari setningu hans, og bætti þá við, að hann væri eins “prósaiskur” og hann væri stór, en rektor væri hann góður. Mörgum árurn seinna, þegar allir héldu Sölva dauðan, kom á Vestfirði maður ókunnur öllum, er nefndi sig Sylvíus, og héldu menn það Sölva svona vasa skáru ekki göt á pilsin, og settu ekki vasapoka þar i, eins og nú er titt. Pjötluvasinn hékk utan á pilsinu undir svuntunni. Jón gamli rytja var ættaður norð- að karl nokkur utan úr Ólafssveit kæmi á hverjutn vetri til okkar, og víðar um sveitina. llann var af dönskum ættum og hét Friðrik Plúm. Og oftast var hann með dóttur sina með sér, stóra og an af Hornströnduih, og hafði feng-j sterklegá telpu, um 14—15 ára, er ist við galdra í ungdæmi sinu. Var ! Friðrikka hét. Eitt sinn man eg eftir hann stundum kallaður Jón galdrq-j því, að þeini lenti saman, Jóni rytju karl; en aldrei hafði hann verið við og Friðriki Plúm. Það var um vök- kvenmann kendur. Satt var það, að í una. Jón var að tálga eitthvað að Jón var ákaflega forn í skapi, og oftj vanda, cn Plúm að ganga um gólfið. var hann stirður i luiid. Hann heyrði ---------------------------_________ og illa, og eiginlega gat enginn látið (Framhald á 7. bls.) 223rd Canadian Scandinavian Overseas Battalion Lieut.-Col. Albrechtsen O.C. KEADQUARTERS: 1004 Union Trusl Bldg, Winnipeg Æðri og lægri foringjar og hermenn verða Scandinavar. Sveitina vantar hermenn. Skrifið yður í hana.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.