Heimskringla - 23.03.1916, Síða 4

Heimskringla - 23.03.1916, Síða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGL A WINNIPEG, 23. MARZ 1916. HEIMSKIUNGLA (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum Fimtudegi. Tírtgefendur og eigendur: THB VIIvING TIIKSS, LTD. Verí blafJsins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árið (fyrirfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borga«). Allar borganir sendist rábsmanni blatS- sins. Póst et5a banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON; Rábsmaóur Skrifstofa: 729 SHERBROOKK STREET., WINNIPEG. p.O. Hojc 9171 TiilHÍmf’ Garry 4110 S. A. Bjarnason, B.A., B.S.A. —O— Heimskringla hefir nú um tíma flutt grein \ eftir grein frá Mr. S. A. Bjarnason, hinum fróða og fjölhæfa unga landa vorum, sem siðan hann lauk með heiðri prófunum á háskóla og bún- aðarskóla fylkisins, hefir verið aðstoðarmaður við Horticulture deildina í Brandon, og sýnt j þar stakan áhuga í greinum þeim, sem hann j stundar, og er hann vafalaust hinn fróðasti j maður um búskap allan í flokki íslendinga hér vestra, og hinn mesti áhugamaður, að vinna sem mest og bezt að öllum málefnum bænda og láta þekkingu sína verða sem flest- um að notum. Hann er þar vakinn og sofinn við, sem menn segja, að vekja áhuga bænda fyrir þessum iwálum. — Fyrir hönd Heims- | kringlu og fyrir hönd lesenda blaðsins vottum vér honum þakklæti vort og þeirra fyrir það, sem hann þegar er búinn að gjöra. Nú fer hann frá Brandon, þar sem hann hefir verið á tilraunabúi sambandsstjórnarinn- ar, til Morden, í suðvestur Manitoba, og tekur þar við stjórn allri á Experimental Farm fyrir j Dominion stjórnina. Hún keypti nýlega bú- ; garð þar, rétt utan við bæinn Morden, j og i fyrra lct hún plægja þar eitthvað 100—200 ekrur, og sá hinn fyrverandi eigandi um ait j saman. — En nú þurfti stjórnin að fá góðan i raann þangað til að lita eftir öllu og stjórna öllum tilraunum, og var Stefán til þess kjör- 1 inn, og er það heiður bæði fyrir hann og landa ' hans. Enda mun valið hafa verið hið heppi- i legasUi. Hann fór þangað núna á mánudaginn, og gat þess við oss, að fyrst yrði þar aðal- áherzlan lögð á garðrækt, blómarækt, aldina- rækt og trjára»kt, skrautplöntun (landscape gardening). Þetta verður hin eina “Dominion Horticul- tural Station” hér í Vesturlandinu. Stefán gat þess við oss, að hann myndi ekki geta svarað fyrirspurnum bænda sem undan- farið. Þeir yrðu að senda þær til Brandon. —--—o------ J H. F. Danielsson, B.S.A. —O— Annar ungur landi vor, sem lesendum : Heimskringlu ér kunnur orðinn sérstaklega af | “Æákulýðs-dálkunum” í blaðinu, er Hjálmar F. ] Daníelsson, búfræðingur og District Represen- | tative fyrir búnaðarskóla fylkisins. Ilann er einlægt að verða kærari yngri sem eldri fyrir hinn staka áhuga og staðfasta vilja, að upp- fræða yngri sem eldri, að verða fólkinu að j gagni, bæði hinum eldri og yngri; að vekja líf j og fjör og félagsskap og framkvæmdir út um sveitirnar; að fá unga fólkið, konur sem karla, j til að reyna sig og sýna hvað það geti. Á skömmuin tíma er hann búinn að koma miklu til Jeiðar, og vér vitum, að lesendur blaðisins eru honum mjög þakklátir fyrir það, sem hann er búinn að gjöra. En nú erum vér að missa hann i bráð. Hann gat ekki staðist það, að sitja heirna, þegar svo margir fóru að berjast fyrir landinu, sem tók oss opnum örmum, fyrir Bretaveldi, sem vér höfum átt að þakka, að vér höfum setið hér í ró og næði, að berjast með Bretum fyrir frels- inu, fyrir mannréttindunum, móti harðstjórn og drotnunarvaldi. Hann sagði það væri skylda sín að fara. Og hann fór á spítalann og lét skera sig upp til þess að geta boðið sig fram. Vér kveðjum hann með virðingu og hlýjum hug. Allar heillir fylgi honum og komi hann heill á húfi aftur! Af því hann að Iíkindum fer ekki til Eng- lands fyrri en í sumar, vonum vér að Iesendur Heimskringlu eigi eftir að sjá eitt og annað frá honum áður. -----o----- Vínbanns-aldan. —0--- Hún hefir verið að smámyndast, eins og öldur á vatni eða sjó. Fyrst koma gárur hér og hvar um sjóinn, svo fer undiraldan að mynd- ast og loks veltur hún áfram strandanna eða bakkanna á milli. Nýja Skotland er nú þurt; Prince Edward eyja hefir verið vínbannsland nokkur ár; í Nýju Brúsvík á að fara að bera vínbannslög undir atkvæði almennings. í Quebec eru Frakkar enn á móti vínbanni með miklum meirihluta, þó að töluvert sé þar af vínbanns- sveitum. — í Ontario er uppgangur vínbanns- manna svo mikili, að albúið er, að vínbann komist þar á bráðlega. f Manitoba eru 2 á móti 1 með vínbanninu. 1 Saskatchewan tók stjórnin að sér sölu alla á víninu, og féliu þá mörg hótel, og hver maður gat séð, að fólkið lifði, þó að hótelin og brennivínsborðin færu, og nú er mjög líklegt, að innan skamms kom- ist þar á algjört vínbann. í Alberta er alþýða manna búin að greiða atkvæði um, að banna vinsölu í fylkinu, og verður það að lögum 1. júlí, eða mánuði eftir að lögin ganga hér í gildi. í British Golumbia á að leggja Macdonald- ilögin fyrir kjósendurna við næstu kosningar, sem líklega verða í sumar. Og svo kemur Dom- inion þingið með lög um, að aftaka allan inn- flutning víns í fylki þau, sem vinbann hafa, hvernig sem það kann að fara. En aldan er hér og er þung, hvort sem Que- bec fylki getur staðið á móti henni eða ekki. En það ætlum vér, að hún færi frið og farsæld, ánægju og blessun yfir þetta fríða og frjósama land og alla þess íbúa. Þegar menn komast upp á það, munu menn sjá, að þeir geta haft gleði og skemtun miklu ríkari og fyllri af mörgu öðru en víninu. Og sannarlega þurfa menn eða konur ekki að deyja, þó að þeir missi þess; — en þó að svo væri um einstaka menn, þá væru þeir betur dauðir en lifandi, ef að líf þeirra væri undir vininu komið. ------0-------- Dr. Chas. W. Eliot um stríðið. —o---- Hinn heimskunni vísindamaður Dr. Char- les W. Eliot frá Harvard, forsetinn gamli, skrif- ar langt og mikið bréf i New York Times um hluttöku Bandaríkjanna í striði þessu. Segir hann, að nú sé svo langur tími liðinn síðan stríðið byrjaði, að hver borgari Bandaríkjanna . liafi getað fengið nógan tima til að hugsa sig vandlega um, hverjar hafi verið orsakir striðs- ins og með hvorri hliðinni Bandaríkin ættu að snúast. Hann segir mcðal annars: Þegar menn taka atburði alla, sem fram hafa komið til yfirvegunar, þá hafa allir hugs- andi menn Baiularikjanna getað séð það ljós- lega, að barátta þessi er stríð á milli einveldis- stjórnar og þingbundinnar stjórnar; milli stjórnar manna, sem segjast hafa stjórnina frá Guði eða kyrkjunni, og stjórnar manna þeirra, sem þjóðin hefir kosið til að stjórna sér; milli stjórnar þeirrar, sem leggur alt valdið i eins manns höndur, og hinnar, sem Iætur einstakl- ingana ráða svo miklu og vera svo frjálsa sem mögulegt er.----------En í slíkum slag hljóta öll Bandaríkin og öll rikin í Mið- og Suður- Ameriku að vera á einni hlið, — með frelsinu en móti einveldinu. Þegar þessu er nú þannig varið, þá kvaðst Dr. Bliot vilja spyrja Bandaríkin, hvort þeim finnist sér ekki bera, að inna af hendi skyldu sína, en skylda þeirra sé sú, að varðveita sig sjálf, hvað sem það kosti, frá innrásum Þjóð- verja og bandamanna þeirra, sem þeir kun a að fá með sér, og það eins, þó að hættan sýn- ist ekki bráð. Og svo segir hann: — En fljótasti, vissasti og áreiðanlegasti vegurinn að gjöra þetta, er sá, að Bandaríkin gangi sem allra fyrst í sóknar- og varnar-sam- band við Breta og Frakka, að halda sjónum opnum fyrir alla þessa þrjá bandamenn, hvern- ig sem velti og bvað sem yfir dynji, og veiti hver öðrum alt það Jið á sjó, sem mögulegt er. í þetta nýja samband mætti svo bjóða öðrum þjóðum, sein nú eru að berjast, eða eru hlut- lausar. En saint þyrfti þess ckki, því að þessi þrjú ríki væru einhlýt. Þýzkaland, Austurríki og Tyrkland gætu þar engan aðgang fengið og mættu ekki fá, þvi að þeim veitir svo létt að rjúfa eiða sina og loforð. Svo kemur Dr. Eliot með ástæður sínar fyr- ir þríríkja sambandi þessu: Fyrst er það, að stríð miLli Bandaríkjanna, Bretaveldis og Frakklands er nú orðið óhugsandi. Þessar þjóðir eru allar eins hugar, hvað snertir trú- arbragðafrelsi og stöðugt og aflmikið stjórnar- fyrirkomulag, og um alla þá andlega hluti, sem þurfa til að mynda traust og öflugt þjóðfélag. Og svo eru hugsanir þeirra og hagur allur hinn sami, hvað frjálsa, óhindraða verzlun á sjón- um snertir, svo allar þjóðir geti látið skip sín sigla óhindrað um sjóinn, og þessar þrjár bandaþjóðir, þó að stríð væri. En sterkasta sönnunin fyrir nauðsyn sambands þessa fyrir Bandaríkin er einmitt sú, að þá myndi engin þjóð dirfast að gjöra árás á þau. Því að ekk- ert það stórveldi er til í heimi, sem gæti flutt yfir höfin henflokka, sem næmu 100 eða 200 þúsundum manna, ef að flotar Breta, Frakka og Bandaríkja stæðu á móti. Þó að aliur hinn hluti heimsins legði saman herskipaflota sina, hvert riki fyrir sig, þá myndu þeir ekki reyna það. Þetta tæki fyrir alla möguleika að nokkur þjóð réðist á Bandarikin, fyrst og fremst. En svo yrði það líka til þess, að halda við friði um heim allan. Þetta samband gæti neytt hverja einustu þjóð heimsins til að haida friðinn og meira að segja: öll félög þjóðanna, sem kynnu að myndast. Þetta samband ætti að vera Bretum kær- komið, því að það hlyti að iétta af Bretum nokkru af hinum þungu byrðum, sem þjóðin brezka þarf að leggja á sig til að halda ,við hinum mikla filota sínum. Ef að Bretar mættu freysta því, að flotar Frakka, Breta og Banda- ríkja myndu hjálpa þeim til að halda sjónum opnum og frjálsum, þá ætti það að muna miklu. Og væri þetta gjört nú þegar, þá myndi það flýta fyrir endalokum stríðsins. Dr. Eliot segir, að það sé Htt hugsanlegt, að þjóðir þær, sem nú eru, muni smíða úr sverðum sínum sigðir eða plóghnífa til frið- samrar iðju. Friður á komandi tímum sé lítt hugsandi, nema voJdugar þjóðir gjöri samtök sín á milíi til að halda honum uppi. Bretar og Frakkar munu áreiðanlega gjöra fast og varan- Iegt samband við Rússland, til að varna því, að Þjóðverjar og Tyrkir gjöri þeim skráveifur á Indlandi. Og ef að Bandaríkin kæmust inn í þann félagsskap, þá væru leystar allar ráðgát- ur og vandræði þeirra, hvað herbúnað snertir. En til að sannfæra heiminn um það, að sam- band þetta væri að eins myndað til þess að haJda friðnum við, þá ættu þjóðir þessar að skuldbinda sig til þess, að taka ekki ékru lands með vopnum, og ráðast ekki að fyrra bragði á nokkra þjóð á komandi tímum. ------o----— “Leiftur” —o— Svo þeitir timarit um dulskynjanir og þjóð- sagnir, eftir Hermann Jónasson, er um eitt skeið var skóJastjóri á Hólum og mörgum*er kunnur. Ritið er byrjað að koma út og höfum vér séð 1. heftið. Hermann Jónasson er fróður maður og vel skýr og segir ágætlega sögur og er hinn vand- aðasti og vill ekki fara með annað en.það, sem hann álítur satt vera. Fjöldi hér vestra þekkir hann af ritinu “I>ulrúnir”, og.öllum þeim, scm nokkuð hneigjast að slíkum hlutum, mun geðj- ast að þessu nýja riti. Það er svo margt und- arlegt í heiininum í kringum oss, sem vér skilj- um ekki. Og Hermann er að reyna að leggja sinn skerf til þess að skýra það. Hvernig, sem á þetta er litið, þá benriir þelta fyrsta hefti á það, að ritið muni fróðilegt verða. Þetta lýtur undir rannsókn sálarinnar (Psychical Re- search), sem hinir mestu visindamenn Eng- lands og Bandaríkjanna hafa myndað félag til að halria á lofti. Vér vildum mæla með bókinni og álítuin bezt að láta höfundinn gjöra það sjálfan, og geta menn á öðrum stað i blaðinu lesið “inn- gangsorð” hans til bókarinnar. -------o----- Bardaginn við Verdun. —o---- Þrisvar sinnúm eru Þjóðverjar búnir að gjöra langar hríðar á Verdun, eða nærri Lát- lausa hríð síðan 21. febrúar, og allir þeir, sem þekkja varnir F’rakka þar og hugmóð hinna frönsku hermanna, eru sannfærðir um, að þeir nái aldrei stöðvum þessum . Einhver merkasti fréttaritari heimsins, Richard Harding Davis, ameríkanskur, var í Verdun fyrir nokkrum mánuðum síðan; og segir hann, að það sé ekk- ert annað en morð af foringjum Þjóðverja, að senda hermennina þýzku á móti Frökkum þarna. Og annar fregnriti og rithöfundur, Gouverneur Morris, sem einnig var á Frakk- landi nýlega, segir að það sé algjörlega ómögu- legt og óhugsandi, að Þjóðverjar geti brotist þar í gegn. Og, því lengra, sem þeir komist þarna áfram, því voðalegra hljóti mannfallið að verða í liði þeirra. Sömu skoðun hefir Jon- as Lippmann, sem verið hefir við blaðið “Jour- nal de Alsace”, en er nú i New York. ABir Frakkar eru afar rólegir og kaldir. Og það kemur ekki af því, að þeir treysti á nokkra kastala eða vígi, að þau séu óvinnan- leg. Því að stríð þetta cr búið að sýna það, að enginn maður getur treyst því, að nokkurt nýtt eða gamalt vígi eða kastali sé óvinnandi. — Sprengikúlurnar geta sprengt hvaða múrvegg eða grjótsteypu, sem mannahendur gjöra, Þær myndu geta eyðilagt pyramidana á Egypta- landi. Og síðan Þjóðverjar brutust áfram um Belgiu, þá treysta Bandamenn ekki á neina kastala, hversu vandlega, sem þeir eru gjörð- ir, og hinir beztu -foringjar þeirra hafa aldrei treyst þeim. Iin þeir treysta á hennennina í víggröfunum; á gaddavírana; á stórskotabyss- urnar, sem þeir leyna í skógartoppum eða gröf- um, 10—15 milur á bak við hergarðinn, og á góða varnarstaði. Og hinir verulegu og áreið- anlcgu kastalar Frakka eru ekki virkin í kring um Verdun, heldur herflokkarnir. 1 kringum Verdun og milli Verdun og Par- ísar eru mörg hundruð mílna af víggröfum, og hver einasta þeirra er jafngóð og eins vel út- búin eins og skotgrafirnar i kringuin Verdun. Og ef að krónprinsinn þýzki (þvi að ennþá er liann þarna) vildi leggja til slátrunar enn eitt hundrað þúsund manna eða tvö, þá er það vel hugsanlegt, að hann gæti tekið Verdun, eða að Frakkar kysu að lofa honum það. En þó að hann næði Verdun, þá næðu fallbyssur Frakka til hans þangað og gætu tekið toll af hermönnum hans. Frakkar hefðu að eins hörfað undan fáeinar mílur, þangað sem þeir Jiefðu eins góðar eða betri vigstöðvar. Og þó að prins- inn héldi áfram þessari sömu hern- aðar-aðferð sinni, og hirti ekkert um það, hvað mikið félli af mönnum sínum, þá gæti hann ef til vill kom- ist í nánd við París. En tollurinn, sem hann yrði að gjalda, yrði að Iíkindum málaégt tvær milíónir manna. Með öðrum orðum: hann hefði þá engan her eftir. Og vér get- um verið vissir um, að hann veit þetta og herforingjar þeir, sem með honum eru, og ráða með honum, —- þeir vita þetta líka eins vel og nokk- ur annar. En hvers vegna var þá krónprins- inn að gjöra þessi áhlaup? mun margur spyrja. Til þess má telja margar ástæður. Ein ástæðan er sig- urvinningar Nikulásar mikla í Asíu. önnur ástæðan er sú, að Þýzkir eru hræddir um, að nú fari Rússar að hreyfa sig á austurkantinum. Þriðja ástæðan er sú, að Tyrkir og Búlgar- ar eru farnir að digna og farnir að leita um frið. Hin fjórða er sú, ða krónprinsinn mun vera orðinn ó- vinsæll á Þýzkalandi. Menn eru nú farnir að sjá, að hann er enginn her- foringi og hugsar mest um sjálfan sig og sina eigin dýrð. Og bæði hann og þó einkum Vilhjálmur faðir hans, mun vera orðinn efins um það, að hann geti haldið völdum eftir Vil- hjálms dag. Og svo er hin siðasta ástæðan sulturinn á Þýzkalandi, upphlaupin kvennanna í Berlin og mörgum öðrum stórborgum lands- ins, er konurnar heimta “brauð”, — heimta feður og bræður og bændur sína heim. — Já, svo er ein ástæðan ennþá — peningarnir, rikismörkin þýzku, eru einlægt að falla í verði. Bjartsýni, bölsýni, nær- sýni, réttsýni. . Herra rilstjóri M. J. Skaptason. Kæri herra! Þegar eg virði fyrir mér mannlifið og náttúrulögmálið, sein það er undirgefið, virðist mér að yfirleitt skiftist menn í fjóra flokka, sem að miklu leyti stjórnast af áhrifum gagnstæðra lífsskoðana, nefnilega: bjartsýni, bölsýni, nær- sýni og réttsýni. Mun eg nú reyna með fáum orðum, að útskýra stefnu og framkomu hvers flokks út af fyr- ir sig, í sambandi við þjóðfélags- heiJdina, sem þeir mynda. Tek eg þá fyrst bjartsýnisflokkinn til íhug- unar. Þ. e. a. s., bjartsýnu mennina, sem honum til heyra, — mennina, sem Ilta með gleði og björtum aug- um á lífið og alla tilveruna, svo langt sem þeirra og vor takmarkaða þekking og sjóndeildarhringur nær. Og virða fyrir sér og íhuga allar dá- semdir og fegurð náttúrunnar: Hinn heiðbláa og Ijósum prýdda himin- boga, með sínum fögru og glitrandi stjörnuljósum; og einkum og sér í lagi blessaða súlina, sem lífgar og við heldur öllu lífi á jörðinni, og breiðir sína geisladýrð yfir hana. Já, það er sólin, sem við heldur öllu Hfi og fegurð á jörðunni. Og bjart- sýni maðurinn verður hrifinn af allri dýrðinni, sem speglast í geisla- fjóði hennar. Hinir háreistu tindar, fjölskrúðugu hlíðar, grasi og blóm- um skrýddu grundir, hinar silfur- [ tæru ár og lækir, og spegilfögru stöðuvötnin, sem hin himingnæf- andi fjöll og fjölskrúðugu hlíðar endurspeglast í. öll þessi náttúni- fegurð hrifur huga bjartsýna manns- ins; og gjörir honum lifið inndælt og unaðsríkt, svo hann langar til að lifa, og njóta lífsins fegurðar og kærleika. Og hann reynir, að koma sem mestu góðu til leiðar í mannfj- laginu. En einkanlega er það þó samferðafólkið, sem veitir honum mesta Jífsgleði. Af því hann er bjart- sýnn, nýtur hann lífsgleðinnar, — er glaður og ánægður , kteikir hann ljós og ylgeisla í hjörtum þeirra, sem verða á leið hans; og þeir endurgjalda í sömu mynt. — Þannig verður mönnum lífið á- na'gjulegt og unaðsrikt. AJlir ættu því að reyna að vera bjartsýnir, og efla og viðhalda Lífsgleðinni, til þess að draga úr því mótlæti, sem óhjá- kvæmilegt er að mæti mönnum á lífsleiðinni. Og það er auðveldara, en margur hyggur, þvi þeir, sem eru ætíð reiðubúnir til að sýna öðrum glaðlegt viðmót, umburðarlyndi og góðvild, munu einnig mæta hinu sama frá samferðabræðrum sinum. Ög það gjörir menn bjartsýna og á- nægða með lífið. öðru máli er að gegna með böl- sýni, eða bölsýnismennina; Iþeim hættir svo við, að einblína á dökku hliðina, bágindi og erfiðleika lífs- ins: Fátækt, bjargarskort, veikindi, óhöpp og ástvinamissif; svo þeim verður lífið þungbærara, en það er í raun og veru. Og hér við bætist að heimskulegar kreddur og hjátrúar- kenningar hafa fest djúpar rætur í hjörtum þeirra, svo sem það: Að lík- ami mannsins og lífið hér i heimi sé svo fyrirlitlegt og Jitils virði, að bezt sé að fyrirlíta það og þessa heims gæði, til þess að ná hinu rétta tak- marki: — Sáluhjálpinni í öðru Hfi, þegar hið auma líf hér í heimi tekur enda. Og ekki nóg með það, heldur hafa bölsýnismennirnir einnig kvaJ- ið bæði sál og líkama með alls konar heimskulegum þjáningum, sjálfs- pintingum og kvalræði. Þess voða- legri og kvalameiri, sem meðferð líkamans var, þess meiri laun voru í vændum hinumegin. Þetta stóð nú auðvitað hæst á miðölriunum, með- an kyrkjan var svo að segja einvöld og almáttug og hjátrúarheimskan var á hæsta stigi; enda hafði það hiu skaðlegustu áhrif á hugsunai'hátt og siðferði manna, og stoð i vegi fyrir öllum sönnum framförum, alt svo lengi sem þetta náttmyrkur lvjátrúar og heimsku grúfði yfir mannkyninu. Og Island fór ekki varhluta af þyi; jafnvel góðskáldin þeirra tíma: Hallgrímur I’jtursson og Þorlákur Þórarinsson virtust mjög bölsýnir og lítilsvirða likamann og þetta lif. Og fólkið virtist hneyksla þá með því, að reyna að hafa þokkalegan klæðnað, en sem var bæði grófur og óvandaður; eins og þeirra eigin ljóð bera vitni um. Til dæmis þessar hendingar: “Hold er mold, hverju sem það klæðist”; og ennfremur: “Þó að skorti fæðuföng, fötin sortu- litar”. Sorta var þykk leðja, sem var i^ tjarnabotnum á fslandi. Bg iþekti sortulituð föt á æskuárum mínum. Já, hvílík fínheit! Gróf vaðmáSs og prjónaföt sortulituð! Hvernig íikyldi unga fólkinu Jitast á slikan búning nú? En sem betur fer er sá aldar- háttur, og þeir bölsýnistimar um garð gengnir; og þeirra hugsunar- háttur verður aldrei endurvakinn. því mentun og menning nútímanis gefur honum hvergi griðland. Að visu eru til menn, og verða HkJega framvegis, meðan hjðtrú og hindur- vitni haldast í hendur, sem hneigðir cru til bölsýnis og óánægju með lif- ið og tilveruna. Þótt þeir menn eða þeirra bölsýni sé varla takandi til greina i samanburði við ifyrri alda bölsýnismenn. Eg álít, að bölsýni sé skaðleg, bæði fyrir einstaklingana og mannfjlagsiheildina; því hún stendur í vegi fyrir sönnum f.rain- förum og dregur úr ánægju og Jífs- gleði balsýnu mannanna. Jig óska því að alt af dragi úr henni, |>ar til hún hverfur algjörlega, svo að allir geti verið ánægðir og notið lifsgleð- innar í ríkum mæli. Þá er næst að minnast á nærsýni. Eða þá inenn, sem erp svo eigin- gjarnir og nærsýnir, að þeir ein- blína á sinn eigin hag. Og sjá þó ekki nema það, sem er allra næst þeim í sambandi við hann; — þvi þeirra sjóndeildarhringur er svo smár og þröngur. Þvi miður til- heyra aJt of margir þessum flokki. Eg hefi á lífsleið minni kynst inörg- um, sem tilheyra honum, eða því sauðahúsi. Þeir geta að ým.su leyti verið vænir menn og friðsamir. En þeir Játa sig Jitlu skifta frjálsa og nauðsynlega félagsvinnu, þótt hún sé áriðandi til heilla fyrir land og lýð. Þeirra eigin hagsmunir er þeirra eina hugsjón, svo þeir sjá varla annað; og það er þeim sjálf- um til skammar og óhamingju, en mannfélaginu til skaða. Jafnvel þótt þeir borgi skyldur og skatta til þjóð- félagsins, vegna þess, að Jögin neyða þá til þess. Því það er vitanlegt, að margir þeirra borga ekki sin lög- ákveðnu gjöld fyrri en að því er komið, að eignir þeirra verði seld- ar til að borga þau og innheimta. Því þeirra nærsýni er svo mi'kið, að þeir virðast sjá að eins eitt, það er að segja: — Sinn hjartkæra, almátt-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.