Heimskringla - 23.03.1916, Side 5

Heimskringla - 23.03.1916, Side 5
WINNIPEG, 23. MAR2 1916. HEIMSKRINGLA. BLS. 5. uga döllar, sem þeir vilja eklci vi'ð sig skilja, nema þeir séu vissir um ábata, eða að minsta kosti jafngildi hans í aðra hönd. Þessir menn virS- ast mér þjóSfélaginu til skaSa; því þeir geta staSiS i vegi fyrir hugsjóna ríkum og heiSvirSum borgurum, er vilja vinna aS heill og efling þjóS- félagsins í öllu tilliti, þótt þaS kosti þá hundraS þúsundir dollara. Væru allir menn eigingjarnir og nærsýnir nurlunarseggir, sem aldrei legSu fram efni eSa peninga í frjálsan fé- lagsskap og samvinnu, ættu engar framfarir sér staS í heiminum. Því það er einmitt fyrir óeigingirni, framsýni og dugnaS ýmsra ágætis- manna, að hinar miklu uppfynding- ar og stórkostlegu framfarir nutim- ans hafa komist í framkvæmd; svo samgöngufærin liggja nú þvert og endilangt um ihinn mentaða heim. Vér getum þvi ferðast á tittölulega stuttum tíma kringum hnöttinn, og sent símskeyti til vina vorra og vandamanna í öðrum heimsálfum. Og með málþráðunum getum vér tál- að yfir meira en hundrað mílna fjarkegð. Og alt þetta eigum vér að þakka réttsýnum og óeigingjörnum mönnum, og frjálsuin félagsskap. Auðvitað njóta nurlunarseggirnir sömu þæginda; en þeir taka þar hlut á þurru Iandi, að svo miklu leyti, sem þeim er mögulegt. Það má ganga að því visu, að slíkir menn leggi ekki mikið fé fram til hjálpar fátækum og nauðlíðandi, eða til styrktar góðgjörðastofnunum og hjálparfélögum; slíkt láta þeir sig vanalega litlu skifta. Þessi nærsýnis- flokkur er á mjög lágu stigi, og allir skyldu varast að tilheyra honum. Því þess fleiri, sem tilheyra honum, þess minni verða hinar frjálsu og þjóðlegu framkvæmdir. En hins veg- ar ættum vér, með samvinnu og góðri fyrirmynd, að reyna að koma þeim á rétta leið; svo allir geti ver- ið samhuga og samtaka til að vinna að heill og hagsæld almennings eða heilla þjóðfélagsins yfir höfuð að tala. Svo s*kal eg nú taka til ihugunar réttsýni eða réttsýnis flokkkinn. Það er þó ekki meining mín, að þeir menn, sem honum tilheyra, sjái og breyti æfinlega rétt; heldur hitt, að þeir séu næstir þyi takmarki. í hon- um tel eg vera alla þá menn, sem yfirvega með sanngirni og nægju- semi mannlfefið og alt eðlislögmál náttúrunnar og reyna að gjöra sér og öðrum Ijósa grein fyrir orsökum og afleiðingum í riki tilverunnar; og taka með ró og stillingu því, sein að höndum ber. Gjöra sitt bezt til að afstýra slysum og óláni; og beina góðuin áformum og framkvæmdum — sínuni og annara — í hagstæða átt, almenningi til hagsælda, en þjóðfélaginu til framþróunar og upp- byggingar. Reyna að koma sem mestu góðu til leiðar, meðan þeirra lif endist; því enginn veit nokkiK um tækifærin hinu megin, þegar líf- ið hér er útrunnið. Ekki einu sinni, hvort það heldur áfram, eða hvort framlenging lifsins er möguleg. Og þar sem óvissan er svo mikil, er sjálfsagt að vinna af öllum mætti í góðgjörða- og framfara-áttina; og það er stefna og áhugaverk réttsýnu mannanna. Enda eru það þeir, sem í raun og veru viðhalda og koma í framkvæmd menning og mentun, og öllum hinum stórkoptlegu verklegu framförum þjuðanna. Það er því einlæg ósk og von mín, að sem flest- ir tilheyri þeirra flokki; og að þeir, sem standa utan við hann, sameinist að vinna að ölluin mætti að frjálsum félagsmálum og framkvæmdum, — mannkyninu til uppbyggingar og blessunar á framfara brautunum. Eg hefi nú fljótlega yfirfarið og íhugað: bjartsýni, bölsýni, nærsýni og réttsýni, eða mennina, sem gædd- ir eru þessum eiginleikum, og í þvi sambandi afstöðu þeirra og fram- komu í þjóðfélagsheildinni; og dylst mér ekki, að stefna og framkoma réttsýnimanna er liin lang-eðlileg- asta og affarasælust fyrir alt mann- félagið, hvar sem er í heiminum. — Auðvitað er eg með bjartsýni og á- lit að hún hafi góð áhrif á inenn. Hún gjörir menn ánægða og-eykur lífsgleðina, jafnvel þótt hún stund- um geti orðið öfgafull. — En böl- sýni er þreytandi, bæði fyrir bölsýn- ismennina sjálfa og aðra samferða- menn þeirra. Hún stendur i vegi fyr- ir nauðsynlegum framförum, og dregur úr lifsgleði þeirra, sem hún hefir áhrif á. En varla mun hún eins skaðleg og eyðileggjandi, fyrir fram- farir og framkvæmdir í almennum velferðarmálum, eins og nærsýni, eigingirni, nurlunarháttur og þröng- sýni. Auðvitað álit eg lang-farsælast — eins og þegar hefir verið tekið fram —, að allir gangi í réttsýnis- flokkinn. Taki þar saman bræðra- höndum; og vinni i anda og sann- leika að sameiginlegri hagsæld og framförum mannkynsins, sem einn maður eða ein þjóð, með eitt tungu- mál fyrir allan heiminn, eins og J. Frímann tekur svo vel og greinilega fram í sinni ágætu ritgjörð, sem birtíst í Heimskringlu annan marz, nieð yfirskriftinni: “Hvert stefnir?” Með vinsemd og virðingu. Arni Sveinsson. Inngangur. Efiir Hermann Jónasson. (Úr timaritinu “Leiftur”). Þótt eg hafi tekið að mér ritstjórn á tímariti þessu, dylst mér eigi, hve miklum erfið leikum það er bundið að safna þjóðsögnum, og eigi sízt dulrænum nýjum sögnum, sem verða inun aðalstefna ritsins, og velja svo úr að viðunandi sé. Eg hafði allmikið hugsað um, að safna einungis nýjum dulrænum sögnum, en fara ekkert út á þjóð- sagnasviðið, og efna til sérstakrar bókar, er efninu væri flokkað niður i. Fljött sá eg þó, að ástæður leyfðu það eigi, því að stofna til slíkrar bókar kostar að jafnaði mörgum sinnum meira en að þýða eða rita frá sjálfum sér. Það er margt, sem komið getur til greina. Oft má viða fara og hlusta á fjölda af sögnum, án þess þó að finna nema örfáar sagnir, sem vert er að hirða. Stund- um eru þær i sjálfu sér lítils eða einskis virði, eða þá að altar heim- ildir vantar. Verra er þó, að oft gengur svo með þær sagnir, er æski- legt væri að birta, að sögumaður veitir enga heimild til þess. Mega þetta teljast jafnmcstu erfiðleikarn- ir, því að oft eru það kynlegustu og I kjarnmestu sagnirnar. Sögumaður vill einungis þylja og þylja til að heyra lálit á sögnunum. Þá er það margoft, að sleppa verður sögunum vegna einhverra annara, sem eigi næst í til að fá leyfi hjá til birting- ar, eða þá nauðsynlegar heimildir. Einkuin ber þetta við, þegar um svip sýnir og ýmsar þær sagnir er að ræða, sem trú og skáldgáfa þjóðar- innar þyrfti eigi langan tima til að gjöra að kjarngóðum draugasögum. Og svo kemur loks að því, að þær sagnir, sem ákvarðað er að taka, heimta oft ferðalög og miklar bréfa- skriftir, svo að þær fáist sem sann- astar og með sem beztum heimild- um. Þó að i rit þetta verði teknar ýms- ar vel valdar sagnir, sem áður hafa hér og þar verið færðar í letur, þá verður þó reynt, að hafa sem mest af nýjum sögnum og áður óprentuð- um. Margir skoða allar þjóðsagnir fá- nýti og hemisku. Til eru líka þeir, sem fyrirlíta dulrænar sagnir ogi jafnvel hata. Álíta að af þeim leiði hjátrú og spilling í trúarefnum og fleiru. Flestir hugsandi menn sjá þó veil, hve mikið gildi þjóðsagnirnar hafa fyrir menningarsögu þjóðar- innar, og þá engu síður fyrir sálar- fræðina. Það er fróðlegt að athuga, hverjum breytingum trú, hugmynd- ir, listsmekkur o. fl. tekur í skáld- skap og hugsjónum þjóðanna við myndun og meðferð þjóðsagnanina. Jónas ikveður: “Flúinn er dvergur, dáin hamratröll”; en eins má segja um margt fleira. Tilberarnir eða gömlu snakkarnir eru einniig dauðir, sömuleiðis finngálkn og ófreskjur, skoffin og urðarmáni, og svo margt fleira. Enginn á nú orðið Papeyjar- buxur eða Finnabuxur né viðlíka þarfagripi, og mannsýstruna hafa aillir gleymt að hagnýta sér. Þá eru heldur eigi lengur til jafnskörulegir piltár, sem þeir Glámur sálugi, Skeljungur, Klaufi. Þórólfur bægi- fótur og rnargir aðrir þeirra jaifn- okar. Þorgeirsboli, Húsavíkur-Lalli, Skottur og Mórar og fleiri þesskonar hjú, hafa einnig flest, að meira eða minna leyti, gengið sér til húðar- innar. Ætlunarverki þeirra er og flestra lokið, sem var að fyligja viss- um ættum í 7.—9. lið. Og útlit er fyrir, að engir ætli að verða til að fylla i skörðin; enda kann nú eng- inn lengur að vekja upp draug, svo að mynd sé á. Það er nú svona. “Öllu fer aftur”, sagði karlinn. “Útilegu- menn við ódáðahraun” eru og horfnir. Huldufóikið virðist einnig í þann veginn að flýja landið. Er það illa farið, því að margt var þó vel um.það sagt. Þá eru og flestir galdramennirnir liðnir undir lok. Sumir þeirra voru þó “karlar í krap- inu” og vissu “lengra nefi sínu”. Lengi hafa flestir reynt, að berja niður alt sem dulrænt virtist. Var það dæmt sem “úalandi hjátrú”. En “þótt náttúran sé lamin með lurk leitar hún út um síðir”. Þannig hefir þvi farið með duirænu efnin. Athug- anir á þeim fara nú mjög vaxandi uni hinn mentaða heim. Fjöldi af .Skynsömum mentamönnum og vis- indamönnum hika nú ekkert \«ð að ræða þau mál eins og eitthverf ann- að efni, sem rannsaka þarf. En nú koma þjóðsagnirnar fram i mildari og hlýrri búningi en áður fyr. Nú vekja þær eigi lengur hræðslu og ó- hug, heldur afnvel hið gaignstæða, og er það vel farið. Þrátt fyrir þetta liafa þó gömlu dulrænu þjóðsagn- irnar sitt mikla gildi alt frá þvi að sögur hófust. Fjöldinn af þeim er líka vel skiljanlegur, þegar þátima ruddaskapar- og vanþekkinigarskurn er utan af þeim brotið. Margar þær sagnir mega því ekki líða undir lok. Verða því ýmsar þeirra smátt og smátt birtar í riti þessu, og það engu síður, þótt þær hafi lítið annað til síns ágætis en frásagnarsnild eða þá skáldskapargildi. Hið sama er að segja, þó sagnirnar kunni að hafa erlendan uppruna, ef búningur þeirra er með öllu íslenzkur orðinn. Fyrir nýrri sögum verða færðar þær heimildir, sem unt er. En þar sem þess er enginn kostur, en ástæða virðist þó að flytja þær, einhverra hluta vegna, verða þær taldair sem lausasagnir. En þess ber að gæta, að enn sem komið er verður fæst af sögnunum hægt að vottfesta eða veita þeim fult sönnunargildi, þótt kunnugir viti, að þær séu sagðar eins satt og rétt og viðkomanda virt- ust þær bera fyrir sig. Að svo stöddu getur það ekki orðið ,til- gangur ritsins, að reyna að koma ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttariönd í Canada og NorSvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu aö já etiur karlmatSur eldri en 18 ára, get- ur tekiti heimilisrétt á fjórtiung úr section af óteknu stjórnarlandi í Mani- toba, Saskatcliewan og Alberta. IJm- sækjandi eríur sjálfur aö koma á landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrifstofu hennar i því hératii. í um- boöi annars má taka land á öilum landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undir skrifstofum) meti vissum skil- yrtium. SKYLDUR:—Sex mánatía ábútS og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa meö vissum skilyröum innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru- hús veröur aö byggja, aö undanteknu þegar ábúöarskyldurnar eru fullnægö- ar innan 9 milna fjarlægö á ööru landi, eins og fyr er frá greint. í vissum héruöum getur góöur og efnilegur landnemi fengið forkaups- rétt, á fjóröungi sectionar meöfram landi sínu. Verö $3.00 fyrir ekru hverja SKYIiDL'Iti—Sex mánaöa ábúö á hverju hinna næstu þriggja ára eftir aö hann hefír unniö sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og auk þess rsektað 60 ekrur á hinu seinna iandi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengiö um leiö og hann tekur heimilisréttarbréfiö, en þó meö vissum skilyröum. Landnemi sem eytt hefur heimilis- rétti sínum, getur fengiö heimilisrétt- arland keypt í vissum héruöum. Verö '$3.00 fyrir hverja ekru. SlvVI.DUR:— Verður aö sitja á landinu 6 mánuöi af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 viröi. Bera má niður ekrutal, er ræktast skal, sé landiö óslétt, skógi vaxiö eöa grýtt. Búpening má hafa á landlnu i staö ræktunar undir vissum skilyróuin. W. VV. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöö, sem flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrir. með vísindalegar sannanir, er hafi jafnt gildi út á við seni inn á við. Markmiðið er að skenita, og svo að vekja áhiiiga og athygli manna á þvi að reyna að athuga sitt eigið sálar- líf og svo annara. Ef þetta tækist, myndi það stuðla til þess, að frani- vegis sjái menn, hve mikið gildi það hefir fyrir sálarfræðina, að öil mik- ilvæg dulræn fyrirbrigði verði þeg- ar skrásett, sem nákvæmast og rétt- ast, og vottfest eftir föriigum. Hjá ölluni þjóðum hefir drauma- trú verið mjög rikjandi frá því sög- ur hófust. Biblian og fornsögur vor- ar og annara þjóða sanna það bezt. Hve mikið Forn-Grikkir hafa lagt upp úr draumum sést ljóslega á þvi, að enn er við líði draumur Sókrat- esar, er hann dreymdi nóttina áður en Platon kom til hans. Sá draumur er þó ekki ber og hefði gengið at- hiigalaust fram hjá fjöldanum. Spak- ari og fegurri líkingadraums getur þó naumast. Sókrates dreymdi, að mjallahvitur álftarungi kæmi og sett- ist á kné bans. Þegar vængirnir voru' fullþroska, hóf unginn sig i loft upp og sveif á braut með söng. Á síðari timum hefir mikið verið reynt til að berja drauinatrú niður, sem aðra markleysu. En það er fá- sinna, að segja að allir draumar séu endurkallaðar endurminningar. -— Þeir, sem halda því fram, sýna að þeir þekkja eigi til draumspeki, hvorki fná sjálfum ,sér né öðrum. Að sönnu er mestur h'luti af drauminn • markleysa og endurminningarugl. En eigi er svo fátt af þeim, sem ganga alveg oftir, og sem eigi verður séð að standi í sambandi við það, sem liðið er. Mótlætið er, hvæ sjald- gæft það er, að draumar séu þegar skrifaðir upp og vottfestir. Og þó að jafnaði sé heppilegast, að taka litið mark á draumum, geta þeir engu að síður haift mikið gildi fyrir sálar- fræðina og dulspekina. Nú virðist drauinatrúin aftur vera farin að styrkjast. Er það fyrir skyn- samlegar athuganir og órækt gildi sumra drauma. Enguin sögnunn er heldur jafnauðvelt að safna, sem draumsögnum; svo mikið er til af þeirn. Það má telja einkennilegt, hve lit- ið er til á prenti af dulrænum kynja- heyrnum, ekki fátiðari en þær þó eru. Menn hafa reynt að álita þíer allar sem misheyrnir, er sjáifsagt væri að vísa á bug sem annari mark- leysu. Á síðustu órum eru þó að verða nokkrar breytingar á þessu. Margir sjá nú orðið, að engu ómerk- ari cru dulheyrnir en svipsjónir. Auk þess eru þær iniklu algengari, og oftar ber það við, að samtímis hafa fleiri en einn dulheynnir en svipsjónir eða aðrar duLsýnir. Mér væri þvi kært, að fá sagnir um ó- skiljanlegar heyrnir, en þó einkum þær, sem fleiri en einn hcyra sam- tímis. Einnig er það sérkennilegt, hve lítið hefir geymst af Ijóssögnum, eigi ótíðari en þau fyrirbrigði þó eru, og það i margvíslegum mynd- iim. Menn sjá t. d. mannlaus hús eða herbergi allýst um svartanætur, þótt ekkert vanalegt Ijós geti þar verið né endurskin frá ljósum annarsstað- ar frá. Má í sambandi við þetta geta vitrunar Karls 11. Svíakonungs. Þá eru og sagnir um, að ljós hafi sézt loga yfir likum, þótt engin hafi þau fyrir verið. Einnig má benda til sagna um eldglæringar og eldhnetti, er menn hafa þótzt sjá þjóta yfir með yfirborði jarðar, eða velta þar áfram. Alkunnar eru og sagnir um það, að í náttmyrkrum og hríðum hafi menn, er voru hikandi um stefnuna, séð Ijós, er þeir stefndu á, og fóru fyrir það út af réttri leið. Og hve margir kunna að hafa farist fyrir þau atvik, er enginn kominn til að segja. Geta mætti þess til að orðið: “vil'liljós” eigi rót sina að rekja til slikra kynjaljósa. En engu færri eru þær sagnirnar, er greina frá því, að þessi kynjaljós hafi orð- ið til liðs og bjargar. Mjög kært væri mér að fá glöggar sagnir um yfir- náttúrlegar Ijóssýnir. Að sönnu er ekkert yfirnáttúrlegt lengur en með- an það verður eigi rétt skilið. Mér er kunnugt um það, að eigi er svo lítið til af sögnum um svipsjón- ir eftir skepnur, þótt sára fáar af þeim hafi verið færðar i letur. Er það þó illa farið. Ait, sem getur stutt að því, að glæða þá trú eða skoðun manan, að skepnurnar liafi ódauðlega sál, myndi stuðla til betri meðferðar og samúðar gagnvart þei'rn. ' Væri mér þvi hin mesta á- nægja að fá góðar sagnir dulrænar um skepnur.. Eg vil minnast á eina tegund dul- rænna fyrirbrigða, er nefna mætti sjónhvarf. Það er þegar mönnum virðast inenn og skepnur eða hlutir, sem þeir horfa á, hverfa þeim sjóni um, þótt ekkert beri á miMi, er á geti skygt. Enn fremur, þegar menn verða þess alls eigi varir, sem er rétt fyrir augum þeirra, þótt í björtu sé. Eg ininnist þess eigi, að eg hafi séð nokkuð skrásett um þessi fyrir- brigði. En þó eru þau til. Hefir það komist imn í þjóðtrúna, að sá, er hyrfi á þenna hátt sjónuin annara, væri feigur. Þó er það alls eigi ein- 'hliitt að svo sé. Það er að eins cinu sinni, að þetta hefir borið fyrir mig, og boðaði það eigi feigð. Hvort það hefir verið fyrirboði annars, læt eg ósagt, þótt mér þyki það eigi ólik- legt, þegar eg lit til þess ástands, er hugur minn var í, þegar sjónhvörfin urðu. Eg segi frá því síðar í frá- sögninni: “Kveldið fyrir brunann mikla i Reykjavík nóttina 25. apríl 1915”. Og með fleiri sögnuni verður síðar gjörð nákvæmari grein fyrir þessu. Ef einhverjir hefðu ábyggi- legar sagnir um sjónhvarf, væri mér mjög kært að fá þær. Gagnstætt sjónhvarfi er það, sem nefna mætti sýnir. Þegar þær bera við, sézt það, sem eigi er raunveru- legt á þeim stað, er sýnin ber fyrir. Hefir þjóðtrúin fært það undir feigðarboða, en langt er frá því, að það sé ætíð rétt. Oft er að ræða um einfalda fyrirboða, eða þá tvifara, ef til eru. Loks iniá geta þess, að nú cr “spir- itismi” að verða að nýrri og sér- stakri fræðigrein. Þó að andatrú og ýms önnur dulrænistrú sé jafngöm- ul mannkyninu, þá er það þó ekki fyr en á tveimur síðustu mannsöldr- unum, að slíkt hafi verið tekið til visindalegra rannsókna. Mér væri þvi mjög kært, að fá góðar og vott- festar sagnir frá tilraunafundum. Einnig sagnir um tvifara, svefn- göngur, svefntöl, þungahvarj, sjón- hvarf, ósjálfráða skrift Ijóðagjörð eða aðrar framkvæmdir i leiðslu. Enn fremur sagnir unr hugskeyti, hugboð, ratvísi, fyrirboða, aðsóknir. svipsýnir, forspár og yfirleitt alt. sem dulrænt er, meðan það verður eigi skilið sem eðlilegur atburður úl frá núverandi þekkingarstigi.Treysti eg, að mér og ritiini verði sýnd sú velvild, að se.ndar verði til min góð- ar sagnir úin þessi efni með fiillu niaifni þess, er sendir, og að til allra heimilda sé vandað svo vel sem unt er. Eigi iþar.f að setja fyrir sig, þótt áfátt kuni að vera með stafsetning og stikfærslu. Mega menn vera þess fullvissir, að þótt orðum og niður- röðun verði litið eitt vikið við, þá verður þess vandlega gætt, að efni breytiist að engu. En aðallega ber að leggja áherzlu á það, að rétt og ná- kvæmt sé frá öillu sagt. Verði menn við þessum tilmælum, treysti eg þvi. að ritið verði nú og síðar vinsælt og reynist þarft. Þá munu og við og við koina i rit- inu nýjar, merkar og vottfestar er- landar sagnir um dulræn efni, og fræðandi ritgjörðir um þau. Eg leyfi mér að vara menn við þvi, að fara illa með heftin. Flestir munu á sínum tíma vilja binda þau saman. Upplagið verður eigi stórt. Ftjótt geta því einstök hefji orðið ó- fáanleg. Það hlýtur að fara eftir atvikum, hve ört heftin koma út. Sagnirnar liggja alls ekki á hraðbergi. Isabel Cleaning and Pressing E»tablishment J. \V. auisnv, elfsandl Kunna manna bezt að fara með LOÐSKINNA FATNAÐ Yiðgerðir og breytingar á fatnaði. Phone Garry 1098, 83 Isabel St. horni McDermot Hospital Pharmacy Lyfjabúðin sem ber af öllum öðrum.--- Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. -— Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frímerki og gegnum öðrum pósthússtörfum 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670—4474 Ein persóna (fyrir daglnn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunvert5ur, $1.25. Máltííir, 35c. Herbergi, ein persóna, 50c. Fyrirtak í alla staói, ágæt vínsölustofa í sambandi. Talsfmi Garry 2252 R0YAL 0AK H0TEL Chns. (■ u.stafsson, elgandl Sérstakur sunnudags mitSdagsvertS- ur. Vín og vindlar á boröum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta aö kveldinu. 283 MARKET ST. WINNIPEG Hvert stefnir. Eða fáar athugasemdir við grein, sem birtist nýlega í fíkr. undir þessu nafni. Þó tilgangur greinaxinnar sé auð- sjáanlega góður, og þær hugmyndir, sem þar koma fram, vel meintar, þá hefir höf. ekki, frá roinu sjónarmiði, fundið ráðning þeirrar gátu, hvern- ig þjóðirnar — eða þeir einstakling- ar á meðal jijóðanna, sem æskja þess — eiga að koina á heimsfriði. Það munu færri verða greinarhöf. samdóma um jiað, að tungumálin séu úndirstöðusteinar mestrar ó- gæfu mannkynsins, né að eitt tungu- mál , sameiginlegt öllum þjóðuim, yrði til þess að fyrirbyggja allan misskilning og útrýma missáttum þjóða á millum, og ekki heldur yrði það til þess, að aftra hinum vold- ugri þjóðum frá því að undiroka þær minni þjóðir, sem engan veg- inn gætu varist ofbeldi þeirra. — Fyrst, áður en alheimsfriður kemst á, þarf sama siðferðislögmálið að ráða gjörðum heilla þjóða gagnvart hvor annari, sem ræður gjörðum einstakling.sins, sem talinn er þess verður að njóta ótakmarkaðs frelsis í gjörðum sínum; en sú þjóð eða stjórn hennar, sem ekki gæti haldið friðiiin undir þannig löguðum kring umstæðurh, væri álitin álíka virð- ingarverð og hegningarverð og sá einstaklingur, sem með ofbeldi og svikum svifti aðra eignum og fre'lsi. Þannig samningar milli þjóðanna myndii ekki fást nú eins og er; þvi jafnvel þó réttmæti einnar stórþjóð- ar til að kúga aðra þjóð sér minni, væri ekki viðurkent af öðrum en leiðgndi mönnum eða vissri stétt manna hins volduga þjóðfélags, þá þarf eitthvað að breytast til þess — glþýðuviljinn þyrfti frekar að tak- ast til greina — áður en slíku stríði yrði afstýrt; þvi þrátt fyrir það, þó almenningur á meðal bi'ggja þjóð- anna kysi það hver fyrir sig, að út- kljá misklið sína á mannúðlegri hátt, en með blóðsúlhellinguni, þá er valdið i höndum fárra inanan livers þjóðfélags fyrir sig; en þjóð- in sér sér ekki annað fært, en að vera verkfæri í höndum þessara fáu manna. A meðan löggjafarvaldið og fram- kvæmdarvaldið er þannig i hönd- um fárra manna hvers þjóðfélags og þessir menn eru þjónar auðvalds- ins, en ekki alþýðunnar, svo lengi verður almenningur klyfjaður kostn- aðinum af þessúm blóðugu striðum. sem að eins seðja valdafýkn og auð- fýkn fárra manna, og það jafnvel þó allur Iieimur sendi kveinstafi sina til himnanna á sömu tungu með svipuðum orðum; þvi jafnvel þó siðmenning nútimans sé svo langt komin, að flestir myndu æskja þess, að deilmnál þjóðanna gætu útkljáðst án blóðsúthellinga, þá sá enginn veg til að afstýra slíku strlði scm þvi yfirstandandi. Og er það þó ein af óskiljanlegustu ráðgátum þeirra, sem fjöldanum vilja vel, að menn skidi geta lagt svona mikið í sölurn- ar fyrir svokallaða þjóðrækni, fyrst kröfurnar koma frá þeim einstakl- ingum hvers þjóðfélags fyrir sig, cr ætíð troða með tilfinningarlausri hefð yfir allar kröfur, vonir og bctr- unarviðleitni þess fjölda. sem nú er að láta lífið i sölurnar fyrir þá. Að endingu, herra Frimann, finst mér það viðeigandi, að óska þess, að litla eyjan fsland — á meðan enginn útlendur höfðingi eða pen- ingakongur álitur sér hag í þvi að svifta þá eyju frelsi sínu —, að á meðan glati hún ekki frelsi sínu með eigin gjörðum, en haldi heldur á- fram að geyma það, sem bezt er í fari hennar og eigu — tungumálið islenzka og bókmentir islenzku þjóðarinnar. Jóhanna Ingimundard. Þú hefur skyldu gagnvart sjálfum þér —Fáðu McKenzies Red Guide Book v o a 3 o 3 C B rS > V-l '2 4—> 2 k-1 <D > VORIÐ ER K0M1Ð Alvarlegt viðtal til þeirra er sá frægi Pakki af Frægi er í sjálfu aór lítill, en afar uppspretta ánægju og gróða þeim sem sáir. McKenzie fræ gera garðinn þinn fagran af blómum og skaffa þér gnægð af nýjum og gómsætum garðávöxtum allt sumarlð. McKenzies fræ í smápökkum er til sölu hjá öllum leiðandi matvörusölum í Vestur-Canada. — Spurðu kaupmannin þinn í dag. Beans — Beets — Celery — Cabbage — Carrot — Corn — Cueumbers — í.ettuce — Onion — Peas — Radish —Tom- atoes — Sweet Pcas — og annað blóma fræ — allt í 5 centa pökkum og upp. A. E. McKenzie Co. Ltd. Brandon, Man. Calgary, Alta. o* P 3 McKenzies 20th Annual — Þeirra bezta á 20stu öldinni

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.