Heimskringla - 23.03.1916, Side 6

Heimskringla - 23.03.1916, Side 6
BLS. 6. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 23. MARZ 1916. KYNJAGULL SAGA EFTIR C. WERNER Trenmann, sem var acS heilsa frænda sínum, sneri sér viS hryggur á svip. "Ernst er farinn frá Gernsbach”, sagSi hann. "Hann er alveg óskiljanlegur. HugsiS ySur: aS eins mílufjórSung héSan mætti eg honum einsöml- um og gangandi. Eg nam staSar og spurSi hann, hvaS um væri aS vera. HvaSa svar fékk eg? AS hann væri á leiSinni aftur til Heilsberg, en hefS, skiliS vagninn eftir handa ySur. Hann gat ekki beo- iS, varS aS flýta sér heim, áríSandi störf, - og svo hleypur hann af staS. HvaS ætli frú von Meien- dorf hugsi? Og ySur skilur hann líka eftir. Frændi minn er orSinn eins óbilgjarn og hann getur orSiS . ; Hartmut leit á gamla manninn meS gletnislegu brosi. Ernst hafSi sagt honum þenna morgun, aS J þegar kveldiS kæmi, yrSi ekki lengur nafn hans duliS, sem höfundar flugritsins, fyrir íbúum Heils- berg. Majórinn afréSi nú aS skemta sjálfum sér. “Þér verSiS aS fyrirgefa honum þetta núna”, '< sagSi hann. "Ernst er í rauninni önnum kafinn; — hann hefir líklega fengiS símrit frá Berlin”. "Símrit frá Berlin?” endurtók Trenmann undr-1 andi. "Já, en hvaSa viSskifti á hann viS Berlin?" "ÞaS fáiS þér brátt aS heyra. KveldblöSin í Berlin koma í fyrramáliS, og þá verSur öll sagan borin á borS fyrir ySur viS morgunverS. En samt sem áSur getur Ernst ekki variS þaS, aS hans eigin móSurbróSir skuli heyra þetta löngu seinna og þaS af blöSum”. Max fór nú líka aS veita þessu eftirtekt; en Trenmann hristi höfuSiS vandræSalegur. "Eg skil ySur ekki, hr. majór”, sagSi hann. — "HvaS er á ferSum meS Ernst?" "ÞaS ættuS þér þó aS vita”, svaraSi Arnold. J "Þér fóruS beina leiS til ‘Gylta ljónsins’ meS Max I til aS drekka skál hans. ÞaS hefSuS þér getaS gjörtí fyrri, því hann stóS fyrir framan ySur í garSinum. En þér atyrtuS hann bara, og sögSuS aS hann kæm- j ist aldrei áfram í þessum heimi, — og svo nefnduS j þér hann St. Georg, og hrósuSuS honum mikiS, —J þessum höfundi ‘Kynjagullsins’." “ÞaS er þó líklega ekki E—ernst?" stam- j aSi ungi málarinn, svo æstur var hann. "Jú, einmitt E—ernst”, hermdi majórinn eftir honum. “Þér geSjast líklega ekki aS þessu, Max;l þú ert ekki lengur eini nafnfrægi fjölskyldumaSur- inn. Eg sé, aS þér trúiS mér ekki ennþá, Trenmann, | en eg legg drengskap minn viS, aS höfundur ‘Kynja-J gullsins’ heitir Ernst Raimar, og aS hann kannast viS þetta opinberlega. En nú verS eg aS biSja ykk-| ur aS aísaka, eg verS nú aS finna unnustu mína”. Tvær mínútur skemti hann sér viS aS horfa á, hve hissa þeir voru, en fór svo. Þeir stóSu enn gagnvart hvor öSrum, sem stein- gervingar. Loks spurSi gamli maSurinn: "Max, hvaS segir þú um þetta?" “ÞaS er ekki satt, þaS er ein af glettum majórs- ins”. “Jú, þaS er sannleikur”, sagSi gamli maSurinn, sem nú var farinn aS skilja þetta. “Og þetta er systursonur minn. Max þú verSur aS fylgja mér til bæjarins í dag. 1 kveld er fúndur í Sögufélaginu og þar á eg aS flytja ræSu. Herrar mínir, ætla eg aS segja; eg flyt ykkur mikla nýjung. ViS höfum leit- aS alIstaSar aS höfundi ‘Kynjagullsins’, í Berlin, í Steinfeld; allir hafa leitaS hans og nú er hann þarna. HéSan frá Heilsberg hefir dómurinn falliS yfir Neu- stadt-búa og jarlinn þeirra; mitt á meSal vor kem- ur hann fram, þessi St. Georg, --- og eg er móSur- bróSir hans ’. ÞaS var ekki beinlínis ákveSiS, aS Trenmann ætlaSi aS ljúka ræSu sinni meS þessum orSum; en | nú lét hann þau fjúka, jafn mikiS og hann var upp j meS sér af Ernst. Max sagSi ekki eitt orS; hann vissi, aS hann I var lentur í skugganum. 12. KAPITULI. Ernst Raimar hafSi snúiS aftur til Heilsberg, og sent majórnum skilaboS. Hann vildi ekkrhindraj hann viS bónorSiS til Vilmu, en samt sem áSur gat hann ekki skiliS, hvernig lán vinar hans fór vaxandi, ! á sömu stundu og hann misti alla von. Hann sat nú í starfstofu sinni og studdi hönd undir kinn. "Þér hafiS líklega ekki búist viS aS sjá mig( hér?” sagSi Ronald. “Nei!” sagSi Ernst kuldalega. "En þér gizkiS máske á hvers vegna eg er hing-| aS kominn?” “ÁreiSanlega. Opinberun nafns míns er í dag! komin ti! Berlínar, og verSur auglýst í kveldblöSun- um, ySur hefir aS líkindum veriS símritaS þetta. j Mér kom alls ekki til hugar, aS þér munduS koma J hingaS sjálfur, en fyrst þér eruS hér”.-----Hann benti á stól. Ronald gaf hrokafulla, neitandi bend- ingu. “Þökk fyrir, viS eigum hægra meS aS tala sam- an standandi. Eg viSurkenni þaS, aS þaS vakti undrun hjá mér, aS heyra aS þér væruS höfundur ‘Kynjagullsins’. Stundum datt mér þaS í hug, en eg fleygSi því frá mér aftur, — eg hélt, í sannleika1 sagt, aS þér væruS ekki fær um aS skrifa jafn snild-j arlega árás. Eg verS aS segja ySur álit mitt eins og þaS er". Hann talaSi meS köldu háSi og í allri fram- komu hans lýsti sér hroki. Augun hans töluSu ann- aS mál, í þeim brann einhver ógeSsleg glóS. EruS þér aS eins kominn til aS segja mér þetta?” spurSi Ernst rólegur. “Nei, eg áleit þaS gagnlegt, aS viS töluSum saman undir fjögur augu, áSur en viS finnumst op- inberlega fyrir allra augum. Þér veitiS mér eflaust heimild til þess. ViS erum gamlir óvinir”. "ÞaS erum viS”. "Snúum okkur þá aS efninu. HvaSa áform haf- iS þér meS þessa árás? ViljiS þér eySileggja mig? ÞaS er all-djarft áform, sem eg ræS ySur frá”. Ernst studdist viS skrifborS sitt, krosslagSi hend- urnar á brjóstinu og horfSi í augu mótstöSumanns síns, meSan hann svaraSi rólega: "Eg vil eySileggja þaS kerfi, sem þér eruS stofn- andi og stjórnandi aS, og sem nú þegar er orSin ó- gæfa margra, þó þá gruni þaS ekki enn. Augu þ'eirra eru of seint opnuS. YSar aS útliti til svo mik- ilhæf og risavaxin fyrirtæki, sem hafa boriS nafn yS- ar út um alheimimi, eru bygS á foksandi. Þau styS- ur og heldur enn uppi fjöldans blinda traust til ySar og þeirra hæfileika ySar, aS geta breytt steinúm í gull; þetta traust, sem ávalt veitir ySur nýjar upp- sprettur, þegar þær gömlu eru þornaSar. Fari fyrir- tækin aS skjálfa eSa nötra, falía þau öll, verSa aS falla, — þaS vitiS þér bezt sjálfur”. "Er þaS svo?” spurSi Ronald meS háSskum hlátri. “ÆtliS þér aS kenna mér fjárhagsfræSi, hr. skjalaritari frá Heilsberg? Hvar hafiS þér numiS þess konar vizku?” "1 Steinfeld hefi eg numiS hana, þaS er ekki langt í burtu”, svaraSi Raimar, án þess aS gefa háS- inu nokkurn gaum. “Þar er hiS fyrsta af hinum stóru fyrirtækjum ySar, og þaS fellur líka fyrst. Þér ætliS raunar ekki aS bíSa eftir því, en ætliS aS verja yur meS hlutafélaginu, — en þaS verSur nú naumast mögulegt héSan af”. “Þér eigiS viS vegna flugritsins ySar?" hrópaSi Ronald. "Þér hafiS raunar lýst Steinfeld mínu eins og eins konar morSingjabæli, þar sem hinir verstu glæpir eru framdir og gjaldþrotiS bíSur viS dyrnar. Sannanirnar fyrir þessu hafiS þér enn ekki komiS meS. Hr. skjalaritari, þér gjöriS ySur hlægilegan meS slíkum staShæfulausum tilgátum. Steinfeld námarnir eru öllum opnir; þar eru þúsundir verka- manna, hundruS umsjónarmanna. Þér haldiS því raunar fram, aS eg hafi gjört þá blinda og heyrnar- lausa meS galdralist minni, — en viS lifum þó ekki í neinum æfintýraheimi”. “Nei, viS lifum í alt öSrum heimi, en galdra- þulan er ávalt hin sama. Hún er: hræSsla og hlut- tekning í afbrotunum. Eg get ímyndaS mér, aS hinir æSstu ráSsmenn ySar og umsjónarmenn þegi; þeir eru auSvitaS ekki svo heimskir, aS bregSa sjálfir hnífnum á barkann; en allir hinir eru þrælbundnir, og nú, þegar álögin gilda ekki lengur, fara þeir aS tala”. "Eftir aS þeir finna jafn ágætan talsmann, sem kennir þeim, hvaS þeir eiga aS segja, — máske. Slíkar manneskjur eru alt af viS því búnar aS berj- ast á móti þeim, sem árum saman hafa gefiS þeim lífsviSurværi. Og þér takiS aS ySur meS kappi miklu, aS gjörast málsvari hinna kúguSu. Þér vökt- uS mikla eftirtekt á ySur, þegar þér gjörSust mál- svari hinna fyrstu verkfallsmanna, er þeir voru dregnir fyrir dóm; nú getiS þér variS mælsku ySar til aS verja sjálfan ySur. Eg verS líklega aS höfSa mál út af bakmælgi ySar, viS því hafiS þér eflaust búist?” * “AuSvitaS, — þaS var tilgangur minn. StríS eins og okkar verSur aS fara fram fyrir augum al- mennings”. Ronald gekk skyndilega til hans og mældi hann meS augunum fyrilitlega frá hvirfli til ilja. "Máske þér haldiS, aS eg hræSist ySur?” “Já, þér hræSist mig — annars væruS þér ekki hér", sagSi Raimar og leit á hann á sama hátt. “Þér viIjiS fá aS vita, hve langt þekking mín nær á fyrir- tækjum ySar, og yfir hverju eg þegi ennþá. GjöriS ySur ekkert ómak. Gagnvart slíkum mótstöSumanni sem þér eruS, þá er maSur á varSbergi". V I því falli breytir maSur rétt. ÞaS er enginn hægSarleikur, aS berjast viS mig, — eg heiti Felix Ronald!" Hann teygSi úr sér og stóS þar svipdimmur og hótandi; en í orSunum lá meira en uppskafnings- ins almenni hroki. Þau lýstu hinu volduga sjálfs- trausti, hinni seigu kappgirni, sem hafSi gjört mann- inn miklan og boriS hann upp á hæSir almennings- alitsins. Hann stoS þarna eins og honum væri auS- velt aS troSa alt niSur í skarniS, sem veitti honum mótstöSu. En hér mætti hann jafningja sínum, sem ekki vék undan eitt einasta fet, og augu hans skutu eld- ingum líka, þegar hann sagSi kalt og djarflega: “Og eg heiti Ernst Raimar!" “Raimar — jæja! NafniS mun máske gjbra yS- ur gagn í augum hins opinbera. Gegn ySur sjálfum er ekkert aS athuga; en samt sem áSur munu menn naumast veita ySur heimild til, aS koma fram sem málsvari hins algervilega stöSvardepils og til aS verSa siSferSis-prédikari”. OrSin hittu ekki. Ernst hrökk einu sinni ekki viS. Hann var rólegur. “Þér eigiS viS, aS þér ætliS aS hvetja alla á- hangendur ySar og blöSin, sem eru í ySar þjónustu til aS veita mér mótspyrnu? Þér ætliS aS snúa vopn- in úr höndum mínum meS því aS sýna heiminum, aS eg hafi enga heiminld til aS bera vopn?” "HvaS eg gjöri, kemur mér einum viS”. "Alveg rétt, en hvaS eg gjöri þá — Felix Ron- ald, þaS er ekki í fyrsta sinni, aS viS finnumst á þenna hátt. Þannig stóSum viS líka gagnvart hvor öSrum fyrir tíu árum síSan, og þeim orSum, sem þá voru töluS, hafiS þér ekki gleymt fremur en eg”. “Nei, en þér ættuS ekki aS minna mig á þetta”, sagSi Ronald kuldalega; hann var alt í einu orS- inn rólegur. “Þér voruS þá viti ySar fjær af örviln- an, og gagnvart vitfirringi sýnir maSur umburSar- lyndi, — annars hefSi eg hegnt ySur fyrir þá stund”. “Nú, eg vissi þá, aS maSur má ekki bera fram ásakanir, heldur sannanir fyrir heiminum”. Ernst talaSi í hálfum hljóSum; en hreimur raddarinnar og útlit hans sýndi, aS hér var um ótta- legt efni aS ræSa. "ÞaS, sem eg ræSst á og tala um í riti mínu, mun Steinfeld sanna; en eg endurtek þaS: stjórniS blöSum ySar! YerSi hiS ímyndaSa afbrot föSur míns notaS sem vopn gegn mér; ef menn enn einu sinni opna þetta sár hlífSarlaust, þá eru menn sjálfir orsök þess, aS eg fer út fyrir takmörk gætninnar. Þá, þaS veit guS almáttugur, sveifla eg því, sem aS eins einu sinni hefir komiS yfir mínar varir, út í heim- inn án sannana. Nú getur skeS, aS menn samt sem áSur trúi mér". Þetta var hiS síSasta stjórnlausa uppþot hinn- ar sáru kvalar, sem borin hafSi veriS í kyrS. Ronald svaraSi ekki einu einasta orSi; enginn vöSvi hreyfS- ist í andliti hans; en í augunum logaSi djöfullegt hatur, og hægri höndin þreifaSi eins og af tilviljun viS brjóstvasanum á treyjunni hans. Raimar sá þaS og hopaSi á hæl. “HvaS á þetta aS þýSa?” spurSi hann hörku- lega og hátt. Ronald birtist átta sig; hann lét hendina síga meS hægS. “ÞaS er satt, þaS er ekki gott, þegar viS tölum saman einslega, þaS gæti valdiS óhappi. Hitt ann- aS verSur aS velta eins og þaS vill. Jæja — hitt- umst heilir aftur". Svo gekk hann út hnarreistur, sté upp í vagninn og kallaSi til ökumanns: "Til Gernsbach!” Ernst Raimar var einn einn eftir; en hinn dreym- andi, þunglyndi svipur hans var horfinn. Þessi sam- fundur hafSi sýnt honum, aS nú var enginn tími til aS syrgja yfir glötuSu láni. Hann stundi þungt, en þaS var eins og hann fyndi sig frjálsari og liSugri um leiS, og meS hárri röddu sagSi hann: “Út í bardagann — út í lífiS!" 13. KAPITULI. Majór Hartmut var kominn til bæjarins aftur sem gæfuríkur brúSgumi, og Trenmann gamli var farinn af staS, ekki lítiS kátur yfir nýjunginni, sem hann varS fyrstur til aS opinbera í Heilsberg. Max hafSi fylgst meS móSurbróSur sínum, en í mjög þungu skapi yfir missi frú Vilmu. Engan þeirra grun- aSi, aS Felix Ronald væri í lokaSa vagninum, sem ók fram hjá þeim. ÞaS var fariS aS dimma, þegar hann kom til Gernsbach. Þau heilsuSust í viSurvist húsfrúarinnar, og svo gengu hjónaefnin inn í herbergi Edithar, og nú, þeg- ar þau voru einsömul, faSmaSi Ronald hana aS sér meS miklum ákafa. "Þökk, kæra þökk!” sagSi hann. "Eg vildi ekki biSja þig um samfundi hérna, en án þinnar ákvörS- unar hefSum viS orSiS aS fresta endurfundum okk- ar ennþá lengur. Eg get enn ekki yfirgefiS Steinfeld, og kem líklega ekki fyrri en aS hálfum mánuSi liSn- um til Berlin. Eg er þér þakklátur fyrir, aS þú ^rt komin, Edith mín”. Rödd hans lýsti ánægju. Edith leyfSi hoinum aS faSma sig, án þess aS endurgjalda ástaratlot hans. En nú losaSi hún sig fljótlega og sagSi: “Eg varS aS tala viS þig, Felix; skriflegk gat eg þaS ekki. Þú hefir nú meira aS gjöra en nokkru sinni áSur, og eg vildi ekki kvelja þig meS spurn- ingum. En segSu mér nú, hvaS þú hefir áformaS”. Hún ætlaSi aS fá hann til aS setjast hjá sér á legubekkinn, en Felix stóS kyr. Hann hafSi eflaust búist viS öSru á fyrstu stundinni eftir margra mán- aSa aSskilnaS, heldur en þessum óþolinmóSu spurn- ingum. Hann spurSi því bæSi hörkulega og kulda- lega: ViS hvaS áttu? Eg skil þig ekki”. Edith leit á hann alveg hissa. ViS hvaS eg á? En, Felix, er nokkuS annaS, sem vekur athygli okkar og áhuga fremur en flug- ritiS, sem hótar þér svo miskunnarlaust?” Hótar? Mér?” endurtók hann jafn kuldalega. Þú virSist veita þessu málefni óverSskuldaS at- hygli- ÞaS er undirferli, sett af staS af öfundssjúk- um mótstöSumönnum í fjárhagsheiminum, og fyrst og fremst beint aS hlutafélaginu. Menn vilja um fram alt koma í veg fyrir, aS þaS verSi myndaS. AuSvitaS er ráSist á mig og Steinfeld um leiS; en þaS hefir enga þýSingu. Eg hefi nú þegar búiS alt undir, og ætla ekki aS láta svariS vanta”. Edith horfSi á hann rannsakandi augum, eins og hún ætlaSi aS sjá, hvort þessi rósemi væri eSli- leg, eSa til málamynda. Loks sagSi hún: "Pabbi leggur mikla áherzlu á þetta málefni, --- þaS veiztu líklega?” "Já, eg veit þaS". Ronald ypti öxlum fyrirlit- lega. “ViS höfum rætt ítarlega um þetta áSur en eg fór til Steinfeld. Hann var alveg utan viS sig yfir þessu. FaSir þinn er viSskiftamaSur af gömlu teg- undinni, er ekki þekkir slíka viSburSi, enda á hann enga óvini. Eg hefi hingaS til getaS mætt hatri ó- vina minna. ÞaS mun eg einnig geta nú, — reiddu þig á þaS”. “Málefni þetta snýst um meira en mótstöSu og óvináttu”, sagSi Edith áköf. “Menn ráSast ekki göngu á fyrirtæki þín, en einnig á sjálfan þig og drengskap þinn. ÞaS getur og má ekki standa þér á sama. Þú verSur aS eySileggja þessar árásir tafar- laust, ef þú vilt ekki verSa í minni hluta". ÞaS virtist særa Ronald aS heyra þessa hvöt frá vörum unnustu sinnar; en hann svaraSi meS á- herzlu: "Vertu róleg. Eg skal eySileggja þær og óvin minn um le;S. En eg sé, aS faSir þinn hefir haft á- hrif á þig; þú metur þetta málefni of mikils. ÞiS hafiS líklega skrifast á um þetta, og þá hefir hann sjálfsagt tilkynt þér, aS eg hafi fallist á uppástungu hans”. “HvaSa uppástungu?” spurSi Edith undrandi. ViS hvaS áttu?” “Nú, viSvíkjandi trúlofun okkar. ÞaS átti aS opinbera hana innan skamms; en þaS vill faSir þinn ekki nú; hann krefst, aS henni sé haldiS leyndri. Hann er og verSur ávalt hinn hyggni viSskiftamaS- ur, og hefir eflaust látiS þig skilja-aS maSur verSi aS bíSa —”. “Felix, þér skjátlar”, greip Edith fram í; en hann gaf orSum hennar engan gaum. “Eg sé, aS þetta er alveg eSliIegt; en eg álít, aS þaS hefSi veriS réttara, aS leyfa mér aS koma meS þessa uppástungu. ÞiS máttuS óhult treysta minni háttlægni ”. Hann talaSi rólega, en beiskjuSvipur hvíldi á vörum hans. Nú skildi Edith fyrst viS hvaS hann átti; hún stóS snögglega upp og sagSi ákveSin: “Pabbi hefir ekki skrifaS mér neitt um þetta, og eg hefSi heldur ekki samþykt þaS. Eg sé enga á- stæSu til aS breyta hinni upprunalegu ákvörSun, og eg álít, aS viS eigum aS fylgja henni. Undir eins og þú kemur til Berlin opinberum viS trúlofun okkar og sendum heimboSsspjöldin af staS”. Felix hoppaSi upp af kæti, og meS afarsterkri ástríSu hrópaSi hann: "Edith, þaS vilt þú? Einmitt núna!” “Hefir þú efast um þaS?” sagSi hún stolt og ró- leg. “Mín staSa er nú ViS þína hliS, eg þekki skyldu mína”. Ronald hafSi búiS sig til aS taka unnustu sína í faSm sinn; en nú lét hann hendurnar síga, og gleSi- geislinn í augum hans sloknaSi eins’fljótt og hann hafSi kviknaS. “Skyldu þína?" endurtók hann í breyttum róm. “Já, þannig —’’. “Já, faSir minn er þessu máske mótstæSur”, sagSi hún, án þess aS látast hafa tekiS eftir rödd- inni; "en hann verSur aS slaka til, því í þessu tilliti erum þaS viS tvö, sem ráSum. Eg fer til Berlin aS morgundeginum liSnum. Á eg aS gefa nokkuS í skyn, eSa vilt þú aS þaS bíSi komu þinnar? Eg er viSbúin öllu”. “Eg sé þaS”, svaraSi Ronald gramur. “öllu, aS eins ekki því eina, sem eg hefi vonast eftir síSan viS urSum alein, — einu hlýju og innilegu orSi af vörum þínum. Ef þú hefSir sagt viS mig: faSir minn segir satt, viS skulum þegja; þangaS til róst- urnar eru umliSnar; en eg verS þín, Felix, eg elska þig. — Eg skyldi hafa þakkaS þér, — þakkaS þér eins og magnþrota maSurinn, sem maSur réttir hressandi drykk. Og nú stendur þú fyrir framan mig svo ókunnugleg, og köld, eins og óendanlegt undirdjúp aSskilji okkur, og býSur mér ískalda skyldufórn, sem eg skeyti ekkert um. Eg tek ekki á móti ölmusu göfuglyndisins, sem mér er boSin á þenna hátt”. Edith stóS sem sneypt og særS; en hann sneri sér frá henni reiSur mjög og gekk aS glugganum. Ásökun hans var sönn; þaS fanst enginn ástarneisti í orSum hennar. Þetta eina orS, sem hann þráSi, gat hún ekki nefnt, — þaS var eins og djúp jökul- gjá aSskiIdi þau. “Þú gjörir mér rangt til", sagSi hún loks meS hægS. “Eg ætlaSi ekki aS særa þig, en eg — þú getur ekki veriS öSruvísi", sagSi Ronald um leiS og hann sneri sér viS. Þú segir satt, og eg ætti nú loks aS vita þaS. En eg hélt aS ástarákafi minn mundi vekja samtkonar tilfinningar hjá þér; eg vildi ná því meS valdi, sem eg fékk ekki óbeSiS, — aftur og aftur reyndi eg þaS, en ávalt hittist ís og eldur. Þú getur alls ekki elskaS, átt engar hlýjar tilfinningar. ÞaS er ekki þér aS kenna, þaS eru forlög mín, aS eg verS aS elska þig, einmitt þig”. ÞaS var næstum hatur og reiSi í rómnum, og þó elskaSi hann hana svo innilega. ÓveSriS, sem í vændum var, fanst honum ekkert í samanburSi viS skortinn á ást hennar. Unga stúlkan hrökk viS. "Þú getur ekki elsk- aS! En hún vissi betur, og svaraSi blíSlega: “ViS skulum ekki binda okkur viS eitt einstakt orS. Eg sýni þér meS framkomu minni, aS eg er þín, og held áfram aS vera þaS. Hvers vegna kem- ur þú meS þessa beiskju og þessar ásakanir? Mér sárnar aS heyra þaS”.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.