Heimskringla - 23.03.1916, Blaðsíða 7

Heimskringla - 23.03.1916, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 23. MARZ 1916. H K I M S K R I N G I. \ BLS. 7. Æskuminningar. Framhald frá 3. bls. Var hann töluvert upp me<5 sér og miklaðist af ætterni sínu. Þess vegna var hann líka oft að “snakka” dönsku og syngja danskar visur. En sú skcmtun það kveld! Plúm byrjar og segir: “Kan du ikkje at snakka dansk, rýjan mín?” — “Nei”, segir Jún. — “Tá kan dú seigje gú mor- en”. — “Nei”, anzar Jón, og bætir við: “Þú miklast af því, sem þú ætt- ir að skammast þín fyrir; þér þykir skömm að móðurmálinu þínu”. — “Je har ikkje moersmaal, min far var dansk köbmader, og mo min vætti 'seng min fars, so hun fór vekk fra han. At snakke dansk kan du ikkje, din ræfil”. — Nú reiddist Jón og segir: “Væri eg yngri, skyldi eg gefa þér á hann, b..montarinn þinn. Talaðu islenzku! "Nei, þú kant ekki svo mikið, ómyndin þín. Eg hefi aldrei verið montinn. Ef eg hefði flakkað um landið með full- orðna stelpu í viðbót, þá hefði eg skammast mín. Gjörðu eitthvað, mannskratti! Þú nennir bara að gaula bjagaðar danskar visur. Spurðu húsbóndann hérna að þvi, hvort nokkurt orð sé rétt hjá þér í dönskunni”. — Þá segir Plúm: “Eg er að kenna börnunum hér nokkur orð i dönsku. Að ‘dúkka’ niður, er sama og synda á sjónum; að ‘svömme’ sama og að sveima”. Síð- an fór hann að syngja: “Jeg er mun- ter, jeg er glad, jeg er glad og mun- ter”. — Þessarar skemtunar aftraði ekki pabbi, og við vorum öll orðin máttlaus af hlátri og faðir minn lika. Slika skemtun höfðum við ald- rei haft, og óskuðum, að hana þryti aldrei. Þeir áttu að samrekkja um nótt- •ina, Plúm og Jón r.vtja. En þegar þar að kom, byrjaði annar þáttur leiksins. Sagði þá Plúm, að aldiei hefði hann sofið hjá niðursetu. Jón lieyrði lítt, en grunaði af útliti Plúms, hvað um væri að vera, og segir: “Hálfdanskur narri, hafðu hægt um þig, þvi Jón gamli gæti, ef til vill, lamið i ])ér hvert bein”. — Stúlkurnar komu hlæjandi og spurðu, hvar Plúm ætti að sofa. Þá sagði pabbi: “Þar sem ykkur sýnist, þá í hinu rúminu”. Þær fóru og sögðu Plirni að fara nú að hægja á sér við Jón gamla, því hann gæti gjört hann að ketti eða hundi. Eór þá Plúm að liátta, og ætlar upp i hjá Jóni, þvi hann var orðinn hræddur um, að Jón myndi annars gjöra sig að dýri. En þegar hann stigur á rúmstokkinn, þá vild Jón ekki sjá hann, og segir: “Skriddu nú í danskinn þinn!” Varð Plúm þá auðmjúkur, en alt kom fyrir eitt, þvi Jón lét sig ekki. Var Plúm þá fengin önnur rekkja, en dóttir hans var háttuð hjá annari vinnukon- unni. Þannig endaði samvera þess- ara gagn-ólíku manna. Plúm var heimskingi, en Jón gamli var greind- ur vel. Lengi bjuggum við ungmenn- in á heimilinu að þessu skemtitega kveldi. Þá var eg ekki syfjuð, og fékk lausn frá prjónunum. Eg man það, að Jón vildi aldrei heyra Plúm nefndan, og fussaði og sveiaði, er eg var að syngja bjöguðu dönsku vísurnar hans. Þá er eftir að minnast betur á flökkufólk undan Jökli. Friðrik Plúm kom aldrei á sumrin, og veit eg ekki, hvar habn hefir þá alið manninn. Líklega hefir hann þó ekki unnið neinum til gagns, nema hann hafi nent að snuðra kringum búðarmenn í ólafsvík. En á sumrin komu aumingja flökkukonur undan Jökli, og fóru flestar inn i Breiða- fjarðardali um sláttarbyrjun. Þær komu ætíð við hjá okkur, og sumar Goiumbia Grain Co., Limited 242 Grain Exchange Bldg. WINNIPEG TAKIÐ EFTIR! Vér kaupiim hveiti og aðra kornvöru, gcfum liæðsta verð og ábyrgjumst áreiðanleg við- skifti. Skrifaðu eftir upplýs- ingum. TELEPHONE MAIN 1433. I voru hjá okkur um tíma, og voru vanalega með 1—2 börn, sem þær reiddu í bak og fyrir. En að sjá |klæðnaðinn! Konurnar voru í j prjónapeysum, mórendum, og í pils- ■ görmum með sama lit, og yfirleitt j var búningur þeirra og barnanna l móleitur. Kom það til af fátækt, þvi þetta fólk gat ekki keypt lit. En eins og áður var skráð, þá litast sortu- liturinn upp við slitið. Mér er það í minni, hvað mér varð starsýnt á þetta fól'k, einkum [ börnin, og var eg þó ekki eldri en 6 vetra, er eg fyrst sá þessa sjón. I Eg var niðri á árbakka, og sagði þá einhvgr, að kona með barn væri ' komin og yrði í nótt. Fyrst hlakk- aði eg til. — það voru þó börn, og við systur urðum öllu fegnar. En þegar við sáum þessi börn, féll okk- ur atlur ketíll í eld. Nei, þetta leizt [ okkur ekki á: Móleit skotthúfa á höfði; en stundum voru þó skott- húfurnar röndóttar, og afdrei sást neinn léreftsklútur, nema þessi kolb | hetta yfir húfunni. Eg var nú yngst, í en eg man, að eg var hálfhrædd við þessi börn, og aldrei lék eg við þau. En það man eg, að eitt sinn kom eg hlaupandi til ömmu með svuntu- bleðil, sem eg átti, og spurði, livort eg mætti ekki gefa illa klæddu börn- unum hana. Jú, eg mætti það. En þá vantaði kfút, og hann fékk eg hjá pabba i búðinni. Nú var eg montin, að geta gefið sinn hlutinn hverju barni. Oft man eg það. að þegar þessar konur voru komnar á bak, þá þekli eg einhverja flik af mömmu minni utan á þeim, og get eg ekki sagt, hvað eg var ánægð með sjálfri mér, er eg sá það. Ljósmóðir mín sagði, að eg hefði eitt sinn komið upp til i sin og sagt: “Því gefur hún mamma konunum föt? Er það guði að þakka, segir hann henni að gjöra það? Gjör- ir hún mamina ekki neitt nema það, sem guð vill?” Þá kvaðst ljósmóðir mín liafa sagt: “Fátt er það, sem hún gjörir á móti honum”. — “Jú, sagði eg, “hún strýkti mig einu sinni af því eg var aldrei kyr um Iestur- inn”.— “Það átti hún lika að gjöra”, sagði ljósa mín. — Eg segi það satt, j eg man aldrei tif, að hún gjörði það i nema einu sinni á æfinni. Því eg vildi heldur vera þæg, en fá slíkt. Eitt sinn kom eg inn og bað móður mína að liýða Stebba bróður minn; hann hefði barið mig, stritt mér og j meitt mig. Hún tekur Stebba, leysir ! ofan um hann og ætlar að hýða hann. Þá hfjóp eg í ofboði til henn- j ar og sagði, að hann liefði ekkert j gjört mér, og hélt báðum höndun- j um undir vöndinn. Hún hætti óðara, j tók okkur bæði á kné sér og talaði fögur áminningarorð til okkar. — Svona vorum við öll, ef við komum klagandi, sitt undan hverju, að við I þoldum atdrei að sjá hirtingu af okkar völdum í garð hvers annars. Þá man eg enn eftir einni kerl- ingu undan Jökli. Hún hét Þuríður og var einkar skemtileg og greind. Hún var mánaðartíma hjá okkur, og var mjög þokkaleg kona. j Eg var 8—9 vetra, er Þuríður { gamia vildi eitt sumar fara til grasa j með okkur börnunum. — Til grasa! i Að fá nú að fara aftur til grasa! [ Og fyirr mánuði síðan vorum við ; búin að fá að fara á grasafjall með I mömmu. Sá, sem í fyrsta skifti fer j á grasafjall, og finnur grös, verður [ hrifinn. Eg veit ekki, hvaða tilfinn- ; ingar gripu mig, þ. e. a. s., eg get ekki gjört mér ljósa grein fyrir þeim; en það eitt man eg, að eg fyltist óþektum unaði, er gagntók mig svo, að eg vildi aldrei hætta að tina grösin. Lyktin, þessi ilmandi lykt úr jörðunni, hafði endurnær- andi áhrif á mig. Og áfergjan í að ná sem mestu! Eg man ekki til, að eg væri eins ánægð við nokkra vinnu. Já, nú fóruni við með Þuriði til j grasa upp á Grundarfjall. Við rið- uin upp undir fjallið, og upp í hina svokölluðu Sneiðgötu. Svo komu tveir stallar, sein drengirnir hlupu upp. En það gat eg ekki, svo þeir urðu að draga mig upp. Við höfðum ( nesti í poka, köku, mjólkurost, sem kallaður var kjúka, og smjör í dálitl- um öskjum úr skíði, með útskornu loki, og jafn marga kandísmola og við vorum mörg. Þá áttum við að hafa í staðinn fyrir kaffi. Nú fórum við upp i svo kallaðan Mjóvadal, síðan up i Hróksdal, þaðan upp i Vatnaborg, og svo niður á Fossa- ; kletta. En þar var ekki grasblað að j sjá. | Dimmviðri var valið til þess, að taka grös. Ekki var mikið um grös á Grundarfjalli; en þó var þetta gjört á hverju ári. En nú mega grös- in eiga sig óáreitt, bæði á Grundar- fjalli og annarsstaðar, liklega af þvi, að velmegunin er meiri en þá. Eg | hehl að menn nú kunni ckki að lifa á öðru en aðkeyptum mat. Nú þyrsti okkur eftir matinn, en nóg var af lækjum, giljum og ám. En Þuriður gamla vildi ráða, hvar við drykkjum, og lét okkur drelrka i gegnum hvítt léreft. því annars gætu farið ofan í okkur vatnskettir, brúnklukkur og ótal, ótal kvikin li. Við trúðum öllu, sem Þuríður g vnta sagði, og gjörðum eins og hún I igði fyrir. Og alt af var hún að segja okkur sögur um huldufólk, og að það væri meinlaust. Svo þegar pok- arnir voru fullir, forum við til hest- anna. Og þegar heim kom, fórum við að hreinsa allan mosa úr grösunum. Og svo fengum við grasavelling úr tómri mjólk, sem er ágætismatur, hollur og nærandi. Einnig fórum við oftsinnis með Þuríði á berjamó. Þar var að óttast lyngormana og gefa gætur að köngu- lónum, og segja svo við þær: — “Könguló, könguló, vísaðu inér á kolsvartan berjamó, eg skal gefa þér gull í iSkó, ef þú vísar mér á kol- svartan berjamó!” Áttum við þá að hafa strangar gætur á, hvert hún hlypi, í hverja átt; og það brást ekki, ef við fórum í sömu átt, þá ifundum við ber. Þetta var trú Þuríðar gömlu. Nú var eftir að taka blóðbjörg (blóðberg). Það gjörði Þuríður einn dag, en eg tók alt sumarið einsömul blóðbergið, dag og dag, en ekki svo langt frá mönnum sanit, að eg ekki ávalt sæi húsið heima, eða fólk á túninu. Huldufólk var i stóra stein- inuin í stekkjarhvamminum, sagði Kristín vinnukona mér, því þar hefði hún heyrt strokkhljóð og skelt aftur kistu. Eitt sumar vorum við öll systkinin að taka blóðbjörg i þess- um sama hvammi, og heyrðist okkur þá hringlað í lykluin þar inni í steininum. Var steinn sá einkenni- legur, kolsvartur allur. Stebbi bróð- ir minn fann það út, að steinninn gaf hljóð frá sér, ef kastað var á hann steini. Nú fórum við öll að steininum, og höfðum sinn steininn hvert okkar í höndunum, og börð- um steininn fast. Eg segi fyrir inig, að það gjörði eg með hálfum huga. Það söng i hpnum, satt var það. Kristín vinnukona var við stekkinn, kallar á okur og segir: “Hættið þið þessum Ieik, þvi þið vitið ekki, nema eitthvað komi út úr honum”. Þá kom pabbi til skjalanna og sagði: “Fyrir löngu vissi eg, að málmblend- ingur var i steini þessum, og þó mest járn”. Eftir það urðum við ald- rei hrædd við stóra, svarta stein- inn. Blóðbergs-te var drukkið við öll- umkvillum. Ef við fengum kvef og höfuðverk, vorum við i rúminu dag- langt, og drukum blóðbergs-te i sí- fellu, til þess að svitna. Þetta létu foreldrar mínir alla gjöra á heimil- inu. Og daginn eftir var vanalega öllum batnað. Enginn drakk önnur eins ókjör af þvi og pabbi. Það hafa vist verið 20 bollar á dag, og varð þvi að taka mikið af því, ef veikindi kynnu að koma. En vanalega var það ekki haft í stað vökvunar, þvi nóg var mjólkin. Læt eg svo staðar numið í þetta sinn; en meira hefi eg samt i poka- horninu af æskuminningum, ef menn óska. Að eins þarf eg að bæta við, hvers vegna eg fór að dirfast að rita i Eim- reiðina, eða nokkurt blað, er á prent kemur. Mér kom það aldrei til hug- ar, að tildra mér svo, hvorki í því né öðru. Því sannleikurinn er sá, að eg hefi aldrei verið nein tildurrofa. Eg hafði ritað eitthvað af ferðasögu minni til Rvikur, og bar þá svo við, að góðkunningi minn sá það, scm eg var búin með, og segir: “Haltu á- fram, Anna, og skrifaðu minningar frá æskuárum þínum”. — “Held- urðu”, segi eg, “að mér detti í hug að láta prenta svona bull?” — “Það er vel skrifað”, segir hann. — “Ertu að tala alvöru?” segi eg. — “Já, þú mátt trúa mér, þú færð borgun fyrir það”, segir hann. — Og fyrir for- tölur þessa góðkunningja míns, réð- ist eg í að senda dr. Valtý ferðina tit Rvíkur. Þessi góðkunningi minn er Ágúst Þórarinsson, verzlunarstjóri Tangs- verzlunar í Stykkishólmi, sem er bæði vel greindur og álitinn að hafa skarpa dómgreind. Stykkishólmi, 23. nóv. 1914. Anna Thorlacius. Orðasaga og önnur. Framhald greinarinnar Njarðfræði. Orðabækur telja líklegt að orðið jörð (Erde; Jord) beri að rekja að rótinni ar (Kluge) eða er (Ealk og Torp) sbr. erja, plægja. Sé svo, þá er jörð fyrir örð, og virðist næsta líklegt að það sé rétt um orðið jörð í merkingunni land, sem búið er á; örð þýðir: plægt land, plæging, og það sem í hinu plægða landi grær, sbr. arður. En þrátt fyrir þetta er þó vert að athuga gyðjunafnið Ner- thus, sem mjög líklegt er að hafi ver. ið Njörð eða Nerð.—Það eru fleiri en ég sem halda það. — og Taeitus segir beinlínis að Nerthus sé móðir jörð (N. id est terram matrem). Pró- fessor Mogk segir í goðafræði sinni, sem er afbragðs rit, að Nerthus muni hafa verið kona hins forngermanska himinguðs, og sé Njörð sama sem Jörð. Kemur það vel heim við það að Snorri segir Jörð hafa verið konu Alföður. Jörð í samband við plægingar. Vildi ev heldur setja það heiti í samband við oiðið aur, sem þýðir geisli eða ljómi. Mundi þá orðið Jörð, sem gyðjuheit, þýða hin ljómandi, eða líkt og Aurboða. En svo hét móðir Gerðar, sem var svo björt, að “er hon tók upp höndunum ok lauk hurð fyrir sér, þá lýsti af höndun- um hennar bæði í lopt ok á lög ok allir heimar birtust af henni.”--- Virðist mér næsta eftirtektarvert, hvað þessi saga um að, sérstaklega hafi borið birtu af höndum Gerðar, kemur vel heim við það sem sumir menn halda nú, að lífskrafturinn geisli mjög af fingrunum (samanb. handfaralækningar, svafning með strokum (passes) og einnig sumt í lafmagnsfræðinni). Lfkt og Aurboða, mun þýða iöt- unsnafnið Aurnir;. og jötunsnafnið Iði hygg eg sé dregið af streymand anuin eða iðinu í ljóshjúpnurc (aura', sem var í kringum hinar irnir á jörðu hér. Verða í öðrum ’heimum mörg “tíðendi ok greinir bæði á jörðu ok í lofti,” fleiri en á jörðu hér. Orðin “ok í lofti” verða skiljanlegri nú, cr einnig mennirnir hér á jörðu, hafa lært að gera sér útbúnað til þess að líða í loftinu; verða nú tíðindi í lofti bæði mikil og ill. Ræðir þar um þesskonar framfarir, sem kalla má að sé í hel- vítiis-áttina (the line of infernal evolution); aukin vélakunnátta er þar sakir ónógrar þekkingar á eðli og tilgangi lífsins, notuð til að tefja fyrir sönnurn framförum. Per svo á þeim hnöttum, þar sem hefur, eins og á jörðu hér, mjög skort bæðVvit og vilja til að sjá hvár best greri i réttar áttir, og að þar liggur hið mesta við, að þess konar nýgræðing- ur sé ekki troðinn niður. Að Éddusögurnar byggjast ekki á tómum heilaspuna verður mönnum skiljanlegt ef þeir vita, að eins með- vitund getur komið fram í huga goðkynjuðu verur, sem fornmenn annars, orðið að annars meðvitund; II. En hvað sem þessu líður, stoðar l'held eg ekki, að setja gyðjunafnið og einkum þeir sem spámenn vorit kallaðir og skáaldar þóttust skynja. En jötnarnir voru nokkurskonar goð, og mun jötun þýða hinn mátt- ugi, eða sá sem getur, vera leitt af að geta, en etoki af að eta, eins og hald- ið hefur verið; sbr. jóti og goti. — Eins liygg eg að nafn Iðunnar Braga kvánar,” sem eplin varðveitti verði að setja f samband við geislun gyðjunnar; ættu vel saman nöfn þeirra hjóna, ef svo er sem eg hygg, að Bragi þýði einmitt líkt og Iði. Það er talað um að norðurljósin bragi, og gei'slastreymið kringum hinar lýsandi verur, minnir einmitt mjög á norðurljós. Hef eg sjálfur greinilega séð það, meðan eg sá of- sjóiiir fyrir nokkrum árum, og kem- ur, þegar ræðir um hvernig skýra skuli goðanöfnin, ekki til greina, hvort ofsjónir þessar eru heilaspuni tómur, eða öðruvísi til komnar. Orðið að braga, sem þýðir að lýsa (á sérstakan hátt), mun fyrst hafa táknað liljóð samafara ljósi, og bendir einmitt það, að orð þetta er sérstaklega haft um norðurljósin, sterklega til þess, að þeir hafi rétt fyrir sér sem segja að ljósunum fylgi stundum hljóð nokkurt. III. Orðið aur er, eins og kunnugt er, nú á dögum ekki haft til að tákna ljóma: hefur fyrnst yfir þá mcrkingu orðsins. Og í merkingunni ljómi virðist ]iað annars mest hafa verið notað í goðheimum. En í látínunni var heiti guilsins (aurum) af ljóman- um dregið. Aur er leitt af að vaða, sem þýðir af fara hart, geisa, streyma (sbr. vatn, sem er fyrir vaðan og þýðir í fyrstu straum; hér má lfka niinna á að orðið hávaði mertoir í fyrstu sérstaklega tegund af straum- falli). En aur var áður vaður (eða vaur, va-ur). Menn skilja glöggar þýðingu orðsins aur, ef þeir gæta þess, að geisli er leitt af að geisa. Það skiftir mjög í tvö horn um merkingu orðsins aur, og hefur það valdið istundum skrítnum misskiln- ingi, hvor merkingin hcfur verið mest tíðkuð á jörðu hér. Og um misskilning hygg ég að sé að ræða, þar sem segir 1 Völuspá, að askur Yggdrasils sé auri ausinn: Ask veit ek ausinn, heitir Yggdrasill hárr baðmr heilagr, hvíta-auri; eða að minsta kosti hefur Snorri misskilið Jietta, þar sem hann segir að nornirnar taki aur þann, er ligg- ur um Urðarbrunn og ausi upp yfir askinn (ásamt vatni úr brunnin- um). Það virðist heldur ekki beint líklegt, að því tré þurfi að vatna; cn Snorra hefur þótt það undarlegt, væri askurinn einungis auri ausinn ftir þeirri merkingu, sem liann lagði í orðið, og þess vegna bætir hann þvf við að honum sé vatnað. En mér virðist líklegast, að aur sá sem hér ræðir um, sé gcisJar sólar. Er sólskinið í goðheimum hvítara og bjartara miklu en hér hjá oss. Vit- um vér af Alvíssmiálum, að sólin heitir hjá Ásum Alskír; er með því orði tátonað, að á þeirra sól séu eng- ir blettir. Má jafnvel nofiia sólar- heiti þetta, til að styðja þá skoðun, að Æsir eigi heima í öðru sólkerfi en þessu; sbr. ritgerð mína “Guðir menn og apar” í Morgunblaðinu 31. okt. 1915. Það stoðar etoki að vera eins gleyminn á það og mörgum hættir við, «em Brúnó kendi mönn- unum fyrst, þó að engan fengi hann til að trúa því, að fleiri sólkerfi eru til en þetta eina. Og þó að sól vor sé ágæt mjög, bá getur hún samt ekki Alskír kallast; er hún, eins og kunnugt er, í tölu þeirra sólna, sem farnar eru að kólna og gulna og koma blettir á. VI. Eddukviðurnar sogja held eg allar af öðrum heimum, som að vísu eru í öðru sólkerfi, eða öðrum sólkerfum, en ekki hvergi staðar. Menn fara ekki að meta kviðurnar fullkomlega að verðleikum né skilja rétt efni þeirra, fyr en þeim verður þetta ljóst Mætti rita langt mál til að sýna fram á, að í Eddunum segir af mannkynjum ýmsum, sem lengra miklu eru komn að lífsafli, en menn- en til eru góðar athuganir, sem sýna að slíkt getur átt sér stað (sbr. rit- gerð mína “Á annari stjörnu,” Ing- ólfur 1914). Á vísindalegum grund- velli verður því ekki neitað, að hér á jörðu kynni að mega liafa vitn- eskju af því sem lifað er í öðruin sól- kerfum. Og nefna mætti rannsókn- ir, sem glögglega sýna, ’ef þær eru rétt metnar, að til eru á öðrum hnöttum verur, sem miklu framar eru að viti en mennirnir á jörðu liér. Framtíðin mun líta svo á, sem þetta hefði átt að vera oss í augum uppi fyrir löngu. V. Þegar þeir menn, sem goðar voru nefndir, fóru meJS goðorð, sem kall- að var — eg nota hér þann talshátt í sinni fyrstu merkingu — þá j “mæltu þeir hendingum” og sögðu tíðindi af guðunum; töluðu jafnvel stundum sem væru þeir sjálfir guð- ir; (sbr. það sem segir af fornþjóð þeirri, sem Þrakar nefndist eða Þrekar, að einsetumenn vóru þar j þeir þóttust vera orðnir að; er þetta þess vert, að rita um það langt mál, I ]>ó að það sé ekki hér gert; en minna má hér á það, sem segir 1 Hávamálum: ; Veitk at ek liokk vingameiði á nætr allar níu, geiri undaðr ok gefinn Oðni sjalfr sjalfum mjer. Til er líka fornindversk saga um Krisna, sem stóð á fjallstindi nokk- rum sem sýnilegur guð; en á sama tíma gekk Krisna upp fjallið sem i hjarðsveinn, til ]>ess að tigna ann-! an hluta sjálfdar sinnar — sjálfan ] sig sem guð). Veða hygg eg það hafi verið kall- að sem goðinn kvað, þegar hann var [ í goðmóði, var vaði eða vóði, sem , seinna var gert úr Óðinn; sbr. vates í latfnu, sem þýðir skáld og spá- maður; í staðinn fyrir veða var síð- ar sagt kviða (gveða!) og óður. Veda er eins o gkunnugt er, ind- verskt orð, og þýðir held eg upphaif- lega einmitt l>að sem hér er sagt, iclgikviða, þó að orðið vit fengi líka I indversku !>essa mynd. Úr veða varð síðan orðið Edda; liygg eg að þannig sé það orð til komið; þykir mér það líklegra en tilgáta Kiríks heitins Magnússonar, að Edda sé leidd af Oddi. VI. Það mál, sem nú heitir íslenzka, er eldra miklu cn lialdið hefur verið, ] g virðist mér mcga leiða sterkar lík-; ur að þvf, að ]>ar sé ágætasta tunga i jarðar vorrar. Kkapaðist ]>að mál samtfmis því er kom npp ný mann- tegund, eða afbrigði iiiannkynsins, er framar var að afli, fríðleik og viti, en áður hafði verið á jörðu hér. Var þar vaxtarbroddur mannkynsins í áttina til guðanna. Vaxtarbroddur j mamnkynsins var á níundu og tf-1 undu öld í Noregi og á íslandi, og ; líklega var harín enn á Islandi í j kring um 1200, er skapaðist það sem j af mestri snild hefur verið ritað í mannkynssögu á jörðu hér. I Vaxtarbroddur mannkynsins virð- j ist nú á tímum helst vera í Japan. Mannkynið er farið að visna í topp-! inn. Styrjöld eins og sú, sem nú ! stendur yfir, er f sjálfsmorðsáttina; óviturlegra fyrirtæki líklega, þegar á alt er litið, en nokkur styrjöld ; áður. Híð hvfta mannkyn virðist' vera að ryðja brautina fyrir hinum litugu eftirmönnum sínum í umráð- unum yfir þessari jörð. Er etoki að vita, eftir því sem nú fer að, nema síðasta stóra ríkið, “heimsveldið” á jörðu hér verði nokkurs konar Da- homey; en svo heitir, eins og kunn- ugt er, Svertingjarfki eitt, sem farið hafa af ferlogar sögur. En þó virðist mér ekki ólíklegt, að vaxtarbroddur mannkynsins gæti enn orðið á Norðurlöndum, og betur en áður, ef rétt væri farið. En varla fæ eg skilið, að það geti orðið, ef ekki er tekið upp aftur f Noregi og víðar um Norðurlönd hið forn- göfga mál, sem bost er fallið allra mála til að efla og varðveita speki, og enn þá lifir á íslandk Helgi Pjeturss. MARKET HOTEL 1-40 I’rlnoess Street á móti markat5inum Bestu vínföng, vindlar og a?i- hlyning góts. íslenkur veitinga- matSur N. Halldórsson, leitSbein- ir fslendingum. O'CONNEL, Eigandi AVÍnnliieg Sérstök kostabot5 á innanhúss- munum. Komií til okkar fyrst, þit5 munit5 ekki þurfa at5 fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 593—595 XOTIIR DAME AVENUE Tul.sfmi: Garry 3884. Sliaw’s Stærsta og elsta brúkaöra fata- sölubúí í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue GISLI GOODMAN TiivsMimm. Verkstætii:—Horni Toronto St. og Notre Dame Ave. Phone Garry 2Í)SS Helmilis Garry 800 FÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skð vitigerB á metian þú bítiur. Karlmanna skór hálf botn- atiir (saumati) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t sllp) eCa letSur, 2 mínútur. STBWART, 193 Paclfle Ave. Fyrsta búti fyrlr austan atial- strætl. J. J. BIL DFELL PASTEIGNASALI. Union Bank 5tb. Floor No. 2520 Selur hús og lóöir, og anna? þar afl lútandi. Útvegar peningalán o.fl. Phone Main 268.%. PAUL BJARNAS0N FASTEIGXASALI. Selur elds, lffs, og slysaábyrg?5 og útvegar peningalán. WYNYARD, S.ASK. J. J. Swanson H. G. Hinrlksson J. J. SWANS0N & C0. FASTEIGNASALAIl OG lienlngn nilT5lnr. Talsími Maln 2597 Cor. Portage and Garry, Winnlpeg Graham, Hannesson & McTavish I.OGFR.líÐINGAR. 215—216-—217 CURRIE BUILDING Phone Main 3142 WINMPEG Arni Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERS0N LÖGFRÆÐINO \ H. Phone Maln 1561 ®lectric Raiitvtty Chamber* Talsími: Main 5302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. 614 SOMHftSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gis/ason PhyMlcinn an«l Surceon Athygli veitt Augna. Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt innvortis sjúkdómum og upp- skurt5i. 1S Soulh 3r<l St., Grnntl Forkn, \.D. Dr. J. Stefáns son 401 IIOVD BUII.DING Horni Portage Ave. og E<}monton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aö hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. TALSÍMI: MAIN 4742 Heimili: 106 Olivia St. Tals. G. 2315 Vér höfum fullar birgöir hrein- ustu lyfja og meöala. Komiö meö lyfseöla yöar hingaö, vér gerum me'öulin nákvæmlega eftir ávísan læknisins. Vér sinnum utansvcita pöntunum og seljum giftingaleyfi. : : : : COLCLEUGH & CO. Notre Dnme & Sherhrooke St». Phone Garry 2690—2691 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. : : 813 SHERBROOKE ST. Phone G. 2152 WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.