Heimskringla - 23.03.1916, Page 8

Heimskringla - 23.03.1916, Page 8
'BLS. 8. H E I M S K R I N G L A WINNIPEG, 23. MARZ 1916. Fréttir úr Bænum. \lr. Joseph Thorson er kominn aftur frá Morden og Brown P.O. og kveðst hafa fengið viðtökur hinar beztu, og býst við liðsmönnum nokk- urum frá sveitum þeirn, er gangi í 223. herdeildina. Mr. Thorson býst við að fara til Langruth og Amar- anth til að safna liðsmönnum hjá Islendingum i þeim sveituin og verð- ur hann um vikutíma í því ferða- lagi. Til Sölu gott land (% sectíon) 2 mílur norð- ur af Winnipeg Beach, hálfa mílu | frá vatni. Landið er inngirt, gott hús á því, og nógur heiskapur og viður. Ágætt frir familíu sem vildi byrja búskap og reisa nokkra gripi. Snúið ykkur til G. J. Goodmundson, 696 Simcoe St., Winnipcg. FagnaðarhátíS. 1 næsta blaði kemur skýr og góð fréttagrein frá Magnúsi Guðlaugs- syni á Grand Prairie í Peace River dainurn, fróðleg mjög. Kom of seint fyrir þetta blað. Mr. H. F. Daníelsson, District Re- presentative, biður fólk að athuga breytingu á áritan sinni. 1 stað Ár- l>org verður hún : lst Field Ambu- lance Depot, Vaughan St., Winnipeg Stúdentafélags fundur verður haklinn i Sunnudagaskólasalnum í fyrstu Lútersku kirkjunni, næsta Laugardagskveld kl. 8. Jarðarför Eggerts heitins Yatns- dals fór fram frá Union kyrkjunni í Wadena, Sask., ]rann 17. þ.m. að viðstöddum flestum bæjarbúum. í kyrkjunni töluðu síra Itögn. Péturs- son frá Winnipeg og Rev. Morton prestur við Union kyrkjunna f W'adena. Á laugardagskveldið kemur þann 25. þ.m., verður haldin ókeypis skemtisamkoma f Únítara kyrkj- unni og stendur safnaðarnefndin fyrir því. Auk ýmsra skemtana sem þar verða liafðar svo sem söngvar, ræður, kaffiveitingar og £1. verður farið stuttlega yfir störf safnaðarins frá því á áramótum og skýrt frá hvað fyrir höndum liggi að gjöra. Er það almenn tilfinning að alt of lítið sé af því gjört að láta almenn- ing vita hvað félag.sskapurinn sé að gjöra og þurfi að gjöra, og leita þannig almennari hluttöku í starf- inu en átt hefursér stað. Forstöðu- nefnd, hvaða félagsskapar sem vera skal, er ekki nema framkvæmdar nefnd, er vinna á samkvæmt fyrir- mælum félags heildarinnar, og á sama tíma ætti að vera aðstoðuð við verk sitt af öllum félagsmönnum Skorti eitthvað á það, er félagsmál- um hætta búin. Reynt verður af fremsta megni að hafa samkomu þessa eins ánægju- lega og framast er unt, og óskar nefndin eftir að sem allra flestir er á einhvern hátt eru hlyntir starfi safnaðarins, eða vilja vinna að frjálslyndi í trúarefnum meðal fólks, gjöri henni þá ánægju að koma. En sérstaklega er safnaðarfólk mint á að koma. Sanrkoma þessi er tilraun til þess að efla nánari félagsskap rneðal fólks er að einhverju leyti hneigist að hinum frjálslyndari trúarskoðunum, og til að auka við- kynningu inn á við, meðal félags- manna. Ætti því safnaðar-fólkið ekki að liggja á liði sfnu. Samkoman byrjar kl. 8 e.h-í fund- arsalnum, og er óskað eftir að sem flestir vyerði komnir á tfma. Prógram: 1. Forseti: Ávarp. 2. Söngur: Söngflokkurinn. 3. Upplestur: Þ. Þ. Þorsteinsson. 4. Fjármál: St. Pétursson. 5. Instrumental: Mrs. S. B. Stef- ánsson. 6. Útbreiðslumál: lt. Pétursson. 7. Söngur: Söngflokkurinn. 8. Upplestur: W. Kristjánsson. 9. Nefndarstarfið: Fr. Swanson. 10. Söngur: Söngflokkurinn. 11. Kaffi. 12. Samtal. “Hkr.” hefir boriist heiman frá ís- landi skrá yfir stórt bókasafn ís- lenzkt sem til sölu er í Reykjavík. Hefir ]>að að geyma flest allar merk- ari íslenzkar bækur er út hafa verið gefnar. Skráin er til sýnis hér á skrifetofunni Jieim sem þess kynni að óska. Um verð og annað við- komandi safninu snúa menn sér til hr. ættfræðings Jóhanns Kristjáns- sona í Rcykjavík. Á ársfundi Únítara safiiaðarin3 á Gimli, er haldinn var þann 5. þ.m. voru þessir kosnir f safnaðarnefnd fyrir yfirstandandi ár: B. B. Olson, A. B. Olson, Guðni Thorsteinsson, Sigtryggur Jónasson og Björn Pét- ursson. Biblíufyrirlestur verður haldinn 1 804j4 Sargent Ave. (milli Arlington og Alverstone stræta) fimtudaginn 23. marz kl. 8 sfðdegis. Efni: Hvað virðist yður um Krist? Var hann sá sem hann sagðist vera eða var Iiann aðeins maður? Sunnudaginn 26. marz kl. 4 ah. verður umræðuefnið: Heigidómur- inn. Hinn mikli friðþægingardag- ur. Kristur sem vor æðsti prestur. fnngangur ókeypis. Allir velkomnir. Davíð Guðbrandsson ísfenzku Goodteinplara stúkurnar eru að undfrbúa til stórrar gleði samkomu í Good Templara salnum j efri, næsta Mánudagskveld. Yerða ! þar haldnar stuttar ræður og söng- j ur og liljóðfærasláttur alt af því ! besta sem íslendingar geta boðið, hsvo vel má búast við ágætri skemt- j an, enda er yfir frægum sigri að j fagna í herbúðum Good Templara, I og almennings yfir höfuð. Samkom- j an er frí og, engin samskot verða i heldur tekin. Allir íslendingar vel- j komnir. j Yér gátum þess í seinasta blaði að skjótlega yrði mynduð félög j kvenna til að leiðbeina hennönnum >eim hinum íslenzku sem heim koma úr stríðinu. Undireins og konurn- ar yngri og eldri s(iu að hér var starf fyrir þær að líkna og hjálpa, þá koma þær fram, mynda félag og fara að starfa. Það ér fagurt af ! þeim og vér óskum þeim allra heilla. og erum sannfærðir um að þegar fram í sækir muni margur maður- inn verða þeim þakklátur. Heillir og hamingja fylgi starfi þeirra. Félag þetta hið nýstofnaða kalla þær “Jón Sigurðsson” eftir Jóni for- seta Sigurðssyni, «wn öllum íslend- ingum er svo kær og er það vel til j fallið. Líkn og umsjá hefði hann viljað sýna veikum, særðum her- mönnum, ef hann hefði nú á lífi verið. Um starf og framkvæmdir félags- ins verður frekara auglýst í blöðun- um síðar. Söngflokkur Tnítarakyrkjunnar er beðinn að mæta í kyrkjunni, fimtu- dagskveldið 23. Marz, klukkan 7. e.h. til æfingar, til undirbúnings fyrir safnaðarsamkomuna þann 25. ]i. m. Hekla býður öllum Templurum á næsta fund sinn þann 24. Marz. Hversvegna? Af því að þar verður fluttur fyrirlestur af Prófessor Jóh. G. Jóhannssyni. Einnig verða fleiri skemtanir. RANGHERMI. j Heiðraði Ritstjóri: Viltu gjöra svo vel að ljá eftirfar- ! andi leiðréttingum rúm í “lögbcrg” | Eg sá nýlega fréttagreín í “Lög- J bergi” sem hljóðar svo: “Kristján Jósepsson, frá Elfros, og Rósa Stefánson frá Wynyard, systir Vil- hjálms Stefánssonar, voru gefin saman f hjónaband 29. Des. 1915, af Síra H. Sigmar. Þau héldu tafar- laust af stað hingað til Winnipeg, og svo til Argyle, til skyldmenna og kunningja Ivietjáns.” Fyrsta ranghermið í þessari rnerk- isgrein er, að kona Kr. Jósepssonar heitir Sigurrós, en ekki Rósa: og er hún systir Vilhjálms Stefánssonar j hins víðfræga norðurheimsskauta- j fara, en ekki einhvers og einhvers I Vilhjálms Stefánssonar einhverstað- ! ar í heiminum. Annað: Síra Jakob Kristinnson en ekki Síra H. Sigmar, gipti þau Mr. og Mrs. Jósepsson. Þriðja sú athöfn fór fram þann 27. Desember 1915, en ekki þann 29. Fjórða: Mozart, en ekki Elfros er pósthús Mr. Jósepssonar, og fimta; bau hjón fóru fyrst tl Argyle, og svo I til Winnipeg, svo að eiginlega er j kkert rétt herrnt hjá þeseum kirkju félagslega fréttasnata, nema það I eitt að við vorum gift. S. J. * * * * Háttvirti Ritstjóri Heimskringlu: Viltu vera svo góður að ljá hér- meðfylgjandi Skýringum rúm í hinu vnsæla blaði þínu, ]iær fengu ekki rúm í Lögbergi, ]>ví hinum hágáf- aða (?) 'ritstjóra Jæss blaðs þókti það svo vitlaust af mér, að eg skyldi taka það fram að eg væri systir hins víðfræga norðurheimsskautafara V. Stefánssonar, hann var svo viss um að það væri enginn annar til með því nafni. Eínnig var hann svo göfugmannlegur að slá því að hann hafði ekki verið kallaður til íslands til þess að vottfesta prestsvígslu Síra Jakobs Kristinnssonar. Eg er viss um að Síra Jakob, er of samvizkusamur maður til þess að hann geri nokkuð á móti lögum lands þess er hann lifir í, enda er erra ritstjórinn eins langt frá sann- leikanum í þessari aðdróttan sinni til okkar beggja, eins og reynzlan hefir sýnt hvað langt hann er frá mannlega sjálfstæðri lífsskoðun. En það hefir líklega verið frétta- snata nafnið í grein minni sem hon- um varð óglatt af, en ekki það, hvað vitlaus hún er. Til sölu eða leigu. % Section umgirt gott heyland, góður skógur, með byggingum, V-i mílu frá fiskivatni, 6 mílur frá járn- braut, — til leigu eða sölu eða leigu- skift eða fasteignaskifta í vestur- bænum. E. EGILSSON, 1642 Arlington St., WTnnipeg. 25-27. Phone: St. Jolin 953. Séra Steingrimur N. Thorláksson prédikar í Skjaldborg næsta sunnu- dag, klukkarí 7 að kvöldi. Mr. S. G. Magnússon í Keewatin, Ont., óskar að komast í bréfasam- band við einhvern liðlegan mann, sem þarf atvinnu fyrir sumarið (segjum í 5 mánuði), og er vanur fiskiveiðum. Hver, sem vill sinna þessu, snúi sér til hans sem allra fyrst. Box 73, Keewatin, Ont., Can. Kappskák. Síðastliðinn miðvikudag var kappskák háð á milli Y.M.C.A. og íslendinganna. Eftirfylgjandi tafla sýnir hverjir tóku þátt í þeim og hver útkoman varð: y. M. C. A. lcehmdic. Alexander..Vi Paul Johnson..Vi Irwin..o S. Sveinsson . . 1 Rheubottom . . 1 G. Kristjánsson . . 0 Quirk. .1 J. Júlíus. .0 Burrows. . 1 .1. Gottskálksson . . 0 Cook. . 1 Bergþórsson.. 0 Eins og menn muna, hafa Iþessi félög reynt með sér áður; þá unnu íslendingarnir fimm af sex, svo að nú verður útkoman þannig, að Is- lendingarnir eru að eins Vi skák á undan; eg segi að eins, þó að það megi gott þykja, að félag, sem enga æfingu hefir, “er að verða til”, skuii standa sig þó þetta vel, á móti fé- lagi, sem stöðugt hefir æft í mörg ár. Því þó að Islendingarnir hafi góðum mönnum á að skipa, þá viu; allir, sein eitthvað þekkja inn i tafl, að það er ekki einblítt, ef æfinguna vantar; en úr því ætti taflfélagið “Friðþjófur” að bæta. Það væri þess vegna æskilegt, að allir þeir, sem eitthvað kunna í skák, hvort sem það er mikið eða lítið, vildu ganga í það ifélag, bæði til að styrkja fé- lagið og efla sjálfa sig, “því enginn veit, hvað inni fyrir býr fyr en á reynir. Taflfélagið “Friðþjófur” kemur saman í samkomusal Únítara safnað- arins á hverju þriðjudagskveldi fcl, 8. — Komið allir og komið með kunningja ykar. S. Sueinsson. Þórður Þórðarson i Charleston, Wash., aldraður'maður, dó úr hjart- veiki (valvular heart trouble), að heimili sínu þar hinn 29. febrúar si. Var jarðaður frá Bremerton föstu- daginn næstan hinn 3. marz. Ðkkja hans lifir eftir ineð tveimur fóstur- börnum, er þau tóku sér í barna stað. Heimskringlu hafa verið sendir 820.00 frá Mary Hill skólahéraði, er eiga að ganga til Rauðakrossins. Kvenfélag Únitara ætlar að halda skemtisamomu í kveld (miðviku- dag 22. marz) i samkomusal safn- aðarins. — Þar verða ræðuhöld, söngvar, hljóðfæraspil og upplestur, og svo talar hver við annan á eftir og kaupir bögglana og solur þá, eða býttar þeim á eftir, eða gefur þá vin- uin sínum, sem honum eru kærastir. Komið og vitið, hvort ]jað verður ckki gaman! ‘ IÐUNN” UPPSELD. Nú hefi eg ekki eftir eitt einasta eintak óselt af “Iðunni” (get ékki afgreitt pantanir, sem komú til mín eftir þann 18. marz); en eg býst við að fá meira af ritinu að heiman um miðjan apríl, ef útg. eiga nokkuð eftir til að senda. Ættu því allir, sem óska að kaupa hjá mér 1. árg. “Ið- unnar”, að bíða rneð að senda pant- anir sínar og peninga, þangað til eg auglýsi að ritið sé komið. Útsölumenn og aðra, bæði hér í borg og annarsstaðar, sem ekki hafa sent mér andvirði “Iðunnar”, bið eg svo vel gjöra, að senda það sem fyrst því eg vildi geta sent útgefendunum peningana um miánaðamótin. Bezt að senda P.O. Money Order, en ekki peninga. Winnipeg, 22. marz 1916. Stefán Pétursson, 696 Banning St. (eða Box 3171). KENNARA VANTÁR fyrir Ralph Connor skóla No. 1769, 12 mílur vestur af Ashern, — í mánuð; eins mánaðar frí. Kensla byrjar 1. maí. Umsækjandi verður að hafa Second eða Third Class Pro- fessional Certificate. Umsókn, er taki fram kaupgjald, sein óskað er eftir og æfingu við kenslu, sendist fyrir 15. apríl til: H. Baker, Sec’y-Treas. Zant P.O., Man. Til Sölu ágæt rafurmagns eldavél (Range) og tvær minni meðfylgjandi. Verður seld fyrir minna en hálfvirði, þó hún megi heita sama sem ný„ sök- um þess að eigandinn flytur bráð- lega úr bænum og verður að selja. Þeir, sem þessu boði vilja sinna, komi til 500 Victor St. YFIRLÝSING. “Um leið og stúkan Skuld Nr. 34 færir bróður Stórtemplar, Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, hjartans þakkir fyrir mikla og ágæta starfsemi i þarfir bindindismálsins hina síðast- liðnu mánuði, sem og alla þá liðs- krafta, sem hann alt frá barnæsku hefir látið því málefni í té, — lýsir hún því hér með y.fir, að hún telur og er sannfærð um, að allar þær að- dróttanir, er honum hafa verið gjörðar, um samvinnu við andbann- inga, eru með öllu marklausar og rangar, og c inungis sprottnar af per- sónulegu hatri.’eða barnslegu skiln- iugsleysi þröngsýnna óvildarmanna. Winnipeg, 15. marz 1916. Gunnl. Jóhannsson. rit. st. Skuld. * * * * í Vér setjum hér yfirlýsingu þessa frá stúkunni Skuld, en ekki formál- ann, sem ljóslega sýndi, að hann var frá ritara stúkunnar Gunnl. Jóhanns syni. Um yfirlýsinguna segjum vér ekkert að svo stöddu, — en slitnar það, sem oft er þvegið, og bognar bak á þvottakonum. -— fíitstj. Ritsjá. Kæri vinur M. J. Skaptason. Viltu gjöra svo vel, að lána mér horn af Heimskringlu, til að segja stuttlega mitt álit um það, sem eg kalla aðalmerg í hinum þreniur heft- um, sem út eru komin af nýrri “18- unn”, sem er ritsmiðuð af þremur jörlum íslenzkra bókmenta, ,þeim Ágúst II. Bjarnasyni, Einari Hjör- leifssyni og Jóni ólafssyni. Hvað ytri frágang ritsins snertir, þá er hann vel viðunandi; pappír og prófarkalestur í bezta lagi. En kápan er ósmekkleg og illa sett, enda alt of mikið mál á framsíðu. Efnisyfirlitið færi mikið betur, tiil dæmis, á annari eða fjórðu síðu kápunnar. Önnur íslenzk smekkleysa er það, að sniðskera ekki svona rit, þegar búið er að hefta, isvo að menn þurfi ekki að vera að busast með vasa- kuta til að opna bókina. Eg hefi ekki séð eitt einasta tímarit á ensku máli, þar sem þessi kurteisi er van- rækt. Þetta og þviumlíkt kostar ekk- ert, en gjörir ritið miklu aðgengi- legra og fallegra. Svo vík eg að efninu. Miðvikudaginn og Fimtudaginn Little Mary Pickford, í “THE FOUNDLING” Föstudaginn og Laugardaginn “THE GREAT DIVIDE” og 4. þáttnr af leiknum “GRAFT” Komið öll.---------------------------Komið snemma. róstusamt og viðburðaríkt, í tveimur álfum heims. “PENINGUM FLEYGT í SJÓINN”, eftir Jón ólafsson. Þetta er stutt mál, en áreiðanlega í tíma talað. Fjallar ritgjörð þessi uin vátrygging fyrir sjávarháska á skipaflota ís- lendinga. Sýnir höf. frain á, að síðastliðin 8 ár hafi ÍSlendingar borgað til út- lendra vátryggingarfélaga nær þrjár millíónir króna, og lítið sem ekkert fengið i staðinn. Hér er þó að eins átt við vátrygging á botnvörpuskip- um og veiðarfærum, og mætti bæta við afarstórri upphæð fyrir trygging á afla, sem fluttur cr til útlanda. Jón sýnir mjög skýrlega fram á, hve af- armikil nauðsyn sé fyrir þing og þjóð að hefjast handa og stofna i þessu skyni innlendan vátryggingar: sjóð, og fyrirbyggja það afartjón, sem leiðir af þessum feikna gull- straum út úr landinu. “LANDSSPÍTALI”, eftir Guðmund Björnsson land'læknir. Þetta er all- ítarleg og vel rituð hvöt til þjóðar- innar um að koma á stofn lands- spítala, er fullnavgi nútíðar kröfum. Gefur hann margar góðar bending- ar um fyrirkomulag og kostnað við að koma á fót og viðhalda slíkri nauðsynja stofnun. Segir hann það hafa verið á alþingi 1845 — fyrir 70 árum síðan —•, að Jón Sigurðsson var hinn fyrsti hvatainaður að þessu Einnig er i sama hefti Iðunnar snjöll hvatning eftir frú Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrir hönd íslenzkra kvenna um þetta spítalamál. Og heit- ir hún þvi, að kvenþjóðin á Islandi muni berjast fyrir því, þar til heppi- leg úrslit séu fengin. Þetta er afar- mikið nauðsynjamál fyrir hverja þjóð, og þá ekki sízt fyrir fslend- inga, eins og þeir eru settir “yzt á ránarslóðum”. ™! DOMINION BANK Hornl Notre Dome or: Sherbrooke Street. Hft/utlstðll uppb......... $6.000,000 VaraHjOður ................ $7,000,000 Allar elgrnlr..............$78,000,000 Vér óskum eftlr viílskiftum verz- lunarmanna og ábyrgjumst a?J gefa þeim fullnœgju. Sparisjót5sdeild vor er sú stœrsta sem nokkur banki hef- ir í borginni. Ibúendur þessa hluta borgarinnar óska aó skifta vitJ stofnum sem þeir vita a?5 er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutlelka. ByrjitJ sparl innlegg fyrir sjálfa ytJur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáSsmaður rilONE GARRY 3450 Iíg fer svo ekki fleiri orðum um efnið í þessum þremur heftum af “Iðunni”. Þar er fjölda margt ann- að gullfallega sagt í bundnu og ó- bundnu máli. Einstaka léúmeti er þar að finna, einkum þýðingar á út- lendum sögustúfum, sem mér finsl að gjarnan hefði rnátt stinga undir stól. En yfir höfuð er þessi nýja “Ið- unn” afbragð í sinni röð, bæði fróð- leg og skemtileg, og á eflaust fyrir höndum, að ná mjög mikilli út- breiðslu. Hún ætti að vera keypt af ölium íslenzkum bókavinum hér vestra. Það er þó eitthvað frábrugð- ið moldviðrinu, sem vér eigum að venjast frá vestur-íslenzkum Leima- högum. Magnús Pétursson. Stríðs-fréttir. Framhald frá 1. bls. “HEIMSMYNDIN NÝJA”, eftir prófessor Ágúst H. Bjarnason, er ó- efað lang-merkasta ritgjörðin í þess- um þremur heftum. Er þar leitast við, á strang-vísinda'iegan hátt og út- úrdúralaust, að fræða lesendur um uppruna og breytingu frumefnanna, samkvæmt siðustu og fullkomnustu rannsóknuin. Má segja, að þar séu lesendum sýndir nýjir heimar, — fræddir um hinn undursamlega kraft, sem öllu veldur, og mörgu því af stalli varpað, sem fávizka manna hafði áður kallað órjúfandi sann- indi. Er þesvsi ritgjörð svo alþýðlega í stýl færð, að hver meðalgreindur maður, sem kominn er til vits og ára, ætti að geta skilið hana. Málið og öll meðferð á þessu afar vanda- sama efni, er prýðilega hugðnæmt og Iipurt, eins og alt sem þessi ágæti mentainaður ritar. Þessi ritgjörð er í tv'eimur fyrstu heftunum, og þó að eins komin byrjunin. “ÚR ENDURMINNINGUM ÆFIN- TÝRAMANNSINS, FRÁSÖGN HANS SJÁLPS”, eftir Jón Ólafsson. Þessi ' ritgjörð er framhaldandi í öl'lum þremur heftunum, og þó að eins komin byrjunin. Segir Jón svo í for- málslínum: “Þetta er hvorki ætlað til aðj vera nein æfisaga, né samfeld frásögn, heldur að eins meira og minna sundurlaus brot af endur- ininningum, og nota eg þær, þeg- ar 'svo ber undir, fyrir umgjörð um smámyndir af mönnum, við- burðum eða háttum”. Einhverjir lcsendur kunna ef til vil'l að setja það út á, að sumstaðar í þessari ritgjörð séu óþarfa orða- lengingar, eða jafnvel mælgi, og litt merkum atburðum hampað of mjög. En ekki skal eg að því finna, því eg hefi æfinlega yndi af að lesa hvað eina frá penna þessa okkar gamila sniliings. Þeir eru fjölda margir hér vestra, sein kannast við bæði sögu- staði, mannlýsingar og ýmsa at- burði, seip þarna er lýst, og mun þeim öllum bugðnæmt að rifja upp þær gönilu minningar. Það er eins og að Jyfta frá fortjaldinu og skygn- ast um, hvað þar sé á bak við. Þess- ar “endurm.inningar” verða óefað langt máL því margs er að minnast, þegar rakið er 66 ára skeiðhlaup, j “SÓI.IN f SIRIUS”, eftir Magnús Stephensen, fyrverandi landsböfð- ingja. Þetta er einkar imerkileg rit- gjörð og er prýðiilega vel sett í al- þýðlegan búning. Það ætti að vera öllum hugðnæmt að öðlast svolitla nasasjónar-fræðslu um hinn ómæl- andi geim og allan þann grúa af hnöttuin eða stjörnum, sem í hon- renna brautir sínar. Og fyrir þá, sem annars vilja fræðast um siíkt, er þessi ritgjörð hreinasta gull, svo iangt sem hún nær. “DVÖL MÍN 1 DANMÖRKl! 1871 1872”, eftir sira Matth. Jochumsson. Að eins fyrsti kaflinn af þessari rit- gjörð er enn kominn. Er það aðal- lega lýsing á einu Norðurlanda klerkaþingi, er haldið var í Kaup- mannahöfn, þar sem sniliingurinn Magnús Eiriksson, með sinni frá- bæru djörfung og staðfestu, afneit- aði ýmsum viðteknum kreddum og kenningum hinnar “rétttrúuðu” kyrkju. Var þá reynt að hrópa Magnús niður af ræðupalli, en hann stóð fastur ifyrir sem bjarg, og hrópaði þá snjalt og hvelt þessi minnisstæðu orð : ‘‘Þótt það kostaði mína eilífu sáluhjálp, get eg ckki þaggað niður rödd samvizku minn- ar og sannfæringar”. — Þessi rit- gjörð sira Matthíasar er einkar skemtileg, þó þetta sé að eins byrj- un. Hann ávítar þar síra Hafstein Pétursson fyrir að hafa ritað um Magnús Eiriksson frá hlutdrægu “rétttrúnaðar” sjónarmiði, og þar með reynt að gjöra bann að einræn- ingog afglapa. Hafðu Matthías Þökk og heiður fyrir þessa árétting! “FYRIRBURÐIR”, eftir Einar Hjörleifsson. Þetta er kafli úr fyrir- lestri, er Einar hélt um hinn al- kunna rithöfund W. T. Stead. Fjall- ar hann um andatrú og óskiljanlega fyrirburði. Eg hefi enga trú á slík- um kynjum, en játa það um leið, að eg er næsta ókunnugur kreddum þeirra og “sannanagögnum”. —■» En skemtilega ritar Einar hér sen: endrarnær, og það er víst, að liann er ekki að hræsna fyrir sjáifum sér, en trúir þessum sögum öllum sem “nýju neti” og reynir að sanna þær, svo sem framast er unt. Það er gam- an að stytta sér stund við leslur þessara “fyrirburða”. hlóðust upp alt í kring um þá. Voru þur sumir böfuðLausir og sumum höfðu sprengikúlurnar flett i sund- ur, og var ekki eftir nema hálfur búkurinn. Hitt var farið eitthvað út i loftið. Það var sóðalegt; en við gátum ekki skoðað Þjóðverja sem menn, heldur eins og óarga dýr. Þeir voru allir stórir og hraust- legir menn, og af hnöppunum á klæð um þeirra, sem sumir hermennirnir okkar skáru af til minningar um slaginn, þá sáum við, að ]ieir voru úr varðliði keisarans. Keisara-örn- inn var á hverjum hnapp. I>risvar sinnum gjörðu þeir á- hlaupin eftir þetta um morguninn, og reyndu heir að komast svo nærri, að þeir gætu tekið likin hinna föllnu félaga sinna og hlaðið þeiin á gadda- vírinn til þess að geta komist yfir. En 75 millimetra byssurnar okkar stöðvuðu þá einlægt eftir þetta, og handbyssurnar okkar sáu fyrir þeim, sein ennþá stóðu uppi. Seinasti hópurinn, sera kom, var sýnilega deigari en hinir fyrri. Þeir sungu ekkert og fylkingar þeirra riðluðust talsvert, þegar eldbálið frá okkur skall á þeim. Þetta var góðs viti, því að aldrei fyrri licfi eg séð varðlið keisarans ieggja á flótta. Þeir hafa haldið undan áður, en í góðri reglu og eins og nauðugir. Eg ihefld að mesti vígamóðurinn sé úr þeim. Bnáðum kemur okkar tími. Og þá inun heimurinn sjá< hvaða þýð- ingu það hefir, “að brjóta hergarð óvinanna”. Seinustu stríSsfréttir. Úr ótal áttum koina fregnir um, að friður sé í nánd; en lítt mun fiað að marka ennþá, og fer sem vér fyrir löngu vorum búnir að segja, að nógar myndu friðarsögur, þegar fram í sækti og Þýzkir færu að sannfærast um, að þeir væru að tapa. En fyrri en flotarnir reyna sig er vart að henda nokkurt mark á sliku. — Rússar sitja ennþá að mestu kyrrir á Rússlandi. En Þýzkir eru farnir að verða hræddir um, að þeir fari nú að koma upp úr flóunum og verði þá ekki i góðu skapi.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.