Heimskringla - 30.03.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.03.1916, Blaðsíða 1
XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA^FIMTUDAGINN, 30. MARZ, 1916. ' NR. 27. Stórmerkilegur fundur. Briand forseti Frakka stýrir honum Bandamenn eru a?5 halda fund í Parísarborg núna, sein er vafailaust hinn merkilegasti fuindur ’eða sam- koma manna síðan stríðið hðfst. — Fundurinn byrjaði hinn 27. marz, og voru þar samankomnir margir hinir mestu herforingjar þjóðanna, og hinir fremstu stjórnmálamenn. Á fyrsta fundinum ifluttu þeir ræður um hermál Bandamanna: General Joffre, Kitchener jarl, Gen- eral Sir Douglas Haig, Lieutenant- General Cadorna greifi frá ítalíu, General Castelman og General Boq- ues, hinn nýji hermálaráðgjafi Frakk. Þar eru einnig til staðar: Ráða- neytisforseti Breta H. H. Asquith, Lloyd George og General Robertson. Á fundinum verða einnig stjórnar- formenn ítala, Belga og Serba pg Sir Edward Grey. En fyrir hönd Rússa eru þar M. Iswolsky, utanríkisráð- gjafi þeirra, og General Gilinski. Japan hefir þar sendiherra sinn í Paris og fyrir Serba verður Alex- ander Serbaprins. | Fundurinn gengur ú< á það, að verða nú fyrst verulega samtaka í sókn og vörn á hendur Þjóðverjum, og segja margir, að það sé hinn lang- merkasti fundur, sem nokkurntima hafi haldinn verið í Evrópu. Skal hér grundvölliinn leggja til einingar þjóðanna. Héðan af verður stefnan ein: í hermálum öllum, stjórnmál- um og fjárhagsmáium. Tíminn er líka hinn hentugasti, þvi að nú er gangurinn af Þýzkum. Þeir rákust svo illa á við Verdun, að vafasamt er, hvort þeir nái sér aft- ur, og öll likindi til, að stríðið fari að snúast, þó að margir og harðir bardagar séu eftir. Og fullyrða miá, að aldrei hafi einingin og áhuginn milli Bandamanna verið jafn sterk- ur og tryggur sem nú. Og þetta er hin fylsta trygging fyrir því, að eng- in þjóðanna leggur niður vopnin, og engin semur frið við Þjóðverja fyrri en jneir eru algjörlega á kné komnir og ganga að öllum þeim kostum, sem Bandamenn setja þeim. Þarna á þessum fundi verður út- gjört um örlög Þjóðverja og Austur- ríkismanna, og hvað sem þeir sjálf- ir segja eða gjöra, þá hefir það litla þýðingu. Þeir eru margbúnir að brjóta af sér allan rétt og Guðs og manna lög hafa þeir fótum troðið. Skapadómurinn kemur bráðum. Bretar hrekja Þjóðverja Bretar taka fremstu og aðra skot- grafaröð’Þjóðverja á G00 yards aust- an og vestan við St. Eloi, en það er 27 miiur suður af Ypres. — Það hef- ir sjaldan verið talað mikið um Breta í Flandern um tíma. En þeir nudda við það, og eru svo þungir, þar sem þeir eru komnir, að Þýzkir geta ekki rótað þeim. Þarna lyftu þeir fyrst upp skotgröfum og her- mönnum Þjóðverja með námum, einni eða tveimur, .sem þeir höfðu grafið, og svo runnu þeir á og stönz- nðu ekki fyrri en við aðra skotgrafa röð Þjóðverja. Þeir bjuggu þar um sig. Einlægt eru jiar stórskotaliðs- og sprengivéla-ibardagar, þó ekki fari miklar sögur af. Menn eru orðnir því svo vanir, að menn telja það sjálfsagt og geta því ekki um það. Bardagi í Norðursjónum Smáskip Breta hitta vopnaða troll- ara þýzka undan eyjunni Sylt við Jótlandssíðu og verður slagur. Tvö þýzk skip sukku, en hiu komust undan inn á sundin, en inörg í báli. Skipin tvö hin þýzku, sein sukku, hétu Braunschweig og Otto Rudold. — En svo sendu Bretar vatna- dreka 5 til að finna ioftskipahjalla Þjóðverja, nálægt Töndern á Suður- Jótlandi. Engar áreiðanlegar fregnir eru komnar af þeim, en sagt er að 3 hafi verið skotnir niður við eyjuna Sylt. Eftir þvi hafa þeir að likindum verið búnir að finna hjallana við l’iindcrn og verið á heimleið, þegar þeir urðu að lenda i Töndern. Svo koma fregnir frá Esbjerg, hafnstað Dana sýðst á Norður-Jót- hindi, að um miðjan dag hinn 26. hafi vcrið slagur milli herskipa Breta og Þjóðverja þar undan landi. Gnnur fregn kemur um það, að Þýzkir hafi haldið undan suður með landi. Danir segja, að í flota þessum hafi verið 20 torpedóbátar og fimm hrynskip (cruisers). Tyrkir farnir að falla úr sulti og óþrifum. Þesar fregnir koma í blöðum frá Saloniohi og Miklagarði. Kveður sv mikið að sultinum, að blöðin eru farin að ráða fólkinu, bæði í Mikla- garði og í strandborgum Litlu-Asíu, að leita upp i landið til að bjarga líf- inu, því að þar sé meira um mat- væli og fæðu. En þar er þó verið að berjast, og færast Bússar einlægt vestar, en reka hjarðirnar undan ser af Tyrkjum. Er því skammgóð mat- arvon þar. Blöðin Tyrkja segja, að fólkið sé að uppgefast á stríðinu. Þýzkir létu greipar sópa um matvæli öll, sem þeir náðu í, bæði í Búlgaríu og Tyrklandi i Evrópu, og drógu einn- ig til sin úr Litlu-Asíu það sem þeir gátu. Þetta fluttu þeir alt norður á Þýzkaland ogborguðu með bréfseðl- um. En þeir falla svo í verði, eð enginn veit eiginlega, hvort þeir eru nokkurs virði. — Og- nú, þegar sult- urinn kreppir að Tyrkjum, og fólk- ið er farið að falla í borgunum, þá senda Þýzkir þeim skólabækur í staðinn fyrir mat, — þýzkar skóla- bækur. — Er þetta ekki visinda- legt? En í Miklagarði ráða Þýzkir nú öllu, og þegar alþýðufólkið hnapp- ast saman á strætum Miklagarðs og biður um brauð, þlá skjóta Þýzkir fólkið niður, eða hleypa riddara- sveitum á hópana, sem höggva fólk- ið niður, en hestarnir troða það und- ir hófum sínum. Þetta er hin þýzka aðferð. Bréf frá hermanni. Bevan Hospital, Sandgate, Kent, England. 7. niarz 1916. Kæra móðir: — Eg skrifa þér að eins fáeinar Hn- ur til að liáta þig vita, að mér líður vel. Eg er farinn að geta gengið dá- lítið, og vona að verða rólfær innan fárra daga; en leitt er að hafa engan skilding, og þætti mér mjög vænt um, ef þú gætir sent mér eitthvað með telegraf. Eg fæ passa á hverj- um degi að fara út; en maður getur lítið gagn haft af þvi, þegar maður er alveg peningalaus. Eg á nóga pen- inga inni, en þegar eg lenti á Eng- landi, þá tóku þeir borgunarbókina mína og sendu liana á borgunar- skrifstofuna i London, og fæ eg hana ekki fyrri en eg fer út af spit- alanum. Eg fékk bréf frá Gunnari i dag og fer hann í skotgrafirnar að nakkrum dögum liðnum. Og ef að þú sendir honum eitthvað, þá láttu hann fá nóg af sokkum og skyrtum. Hann er nú með Arthur (Árna) og liður vel. Þú skalt ekki vera hrædd um hann; hann kemst af, sem margur annar, því að han hefir góðar taugar og sterkar, og það er það, sem mest á ríður á vígvödlunum. Eg sá það oft, þegar skothríðin var sem hörðust, að sumir urðu æstir og fór þá alt i handaskolum fyrir þeiin. Fóru þá sumir að hlaupa frá sprengikúlun- um, en það varð einmitt til þess, að 'þeir urðu fyrir þeim. Eg hafði einlægt trú á þvi, að vera kyrr, þar sem eg átti að vera. Eg færi ekki freinur fyrir það. En það skrítnasta af öllu er það, að eg hefi ekki orðið hræddur. Eg var cinlægt viss um það, að kúlurnar myndu sneiða hjá mér. Ilér er nú maður einn úr 90. herdeildinni, sem þekti Sammy (Sigurstein) vel. Eg spurði hann um Corporal Ness; en hann sagði, að hann myndi hafa fallið við St. Julicn, þegar bardaginn stóð við Ypres. Þá var það, að Sammy var tekinn fangi. Hann var heppinn. — Þeir fara heldur.vel með fangana, Þjóðverjarnir. Eg er á V. A. D. spitala og held að hann sé einn af beztu spítölunum. Hjúkrunarkonurnar fá enga borgun; þær eru stórríkar og fara prýðisvel með akkur og fara með okkur á leik- hús og i samkvæmi. Jæja, móðir mín, eg man þá ekki meira að skrifa, nema við tókum fanga þrjá og hétu allir Hjálmar, hver þeirra. — í öllum hamingju bænum láttu engan lifandi mann vita, að eg heiti Hjálmar, og skrif- aðH það aldrei utan á bréf til mln, því að þá halda þeir að eg sé þýzk- ur------spæjari. Vertu svo sæl og blessuð, móðir góð! Þinn Halley. I 439 Fcrry Road, St. James. Hermenn 223. her- deildarinnar. Stríðs -f réttir Eftirfylgjandi nafnalisti er af þeim sem innritast hafa í 223. Skandina- visku heideildina: Officers: Lt. Col. O. Albrechtsen, O. C. Lt. H. M. Hannesson, Lt. P. C. B. Schoiler, Lt. Skuli Hansson. Lt. T. Lund. Lt. Jón Einarsson. Lt. Walter J. Lindal, Saskatoon. Pte. Alfred W. Albert, Winnipeg. Pte. Herbert Axford, Winnipeg. Pte. Harvey Benson, Winnipeg. RúsSar hafa einlægt verið að síga áfram i fjöllunum í Litlu-Asiu. Um þann 20. tóku hersveitir Judenichs Rússaforingja kastalahorgina Mainá- khatun á hæðum mikluin nærri 43 miiur suðaustur af Erzingan. Tyrk- ir ætluðu að veita jiar viðnám, jivi; að þar fvrir vestan tók við slétt-1 lendið Erzingan. Höfðu Tyrkir j)á safnað mikinn þarna og vörðust með snerpu mikilli. Judenichs þessi Stýrir miðher Nikulásar. Sendi hann þá Siberíu-sveitirnar á Tyrki; en þeir hlupu upp hæðirnar og komust i návigi við Tyrkjana. Urðu þar um-j skifti skjót og flýðu Tyrkir.’en hinir! héldu á eftir og tóku borgina Kotur, I sem stendur við Euphrates, þar sem áin Tuslu kemur í fljótið. Pte. V-aldimar Bjarnason, Wild Oak Pte. Olafur G. Björnsson, Winnipeg Pte. Saimuel Cai'son, Winnipeg. Pte. Sturlaugur Crawford, Winni- pegosis. P. Sergt. John Davidson, Winnipeg Pte. Alfred Donnely, England. Pte. Walter Eggertson Winnipeg. Pte. Paul Gísli Egilson, Oalder Sask. Pte. Eiríkur Sigfússon Einarson, Hnausa, Man. Pte. Arnolfur Kristinn Einarsson, Winnipegosis. Pte. Vilhjálmur Svanfred Einai’feon, Lögberg, Sask. Pte. Valdimar Erlendson. Pte. Peter Eyvindsson, Westbourne. Pte. Filipus Filipusson, Winnipeg. P. Sergt. Agust Féldsted, Arborg. Pte. Albert Lawrenee Freeman, Winnipeg. Pte. Herbert Andrew Freeman, Winnipeg. Pte. Hans Tlieodore Agust Gíslason, Winnipeg. Pte. Carl William Goodman, Wpg. Pte. John Goodman, Winnipegosis. Pte. Ole Olsen, Hageviken, Wpg. Pte. Paul Hallstrom, Winnipeg. Pte. Sigliór Henriksson, Winnipeg. Pte Ernest Alfred Hoar, Calder Sask P. Sergt. Martin Hoel, Winnipeg. Pte. Peter Nielson Holm, Graham- dale P. O. Man. Pte. James Jensen, Grahamdale P.O. Pte. Konráð Jóhannesson, Wpg. Pte. Valdimar Jóhannesson, Arborg Pte. Frederick Johnson, Winnipeg. Pte. Guðni Johnson, Hnausa P. O. Pte. Jon Lindal, Winnipeg. Pta Gísli P. Norman, Winnipegosis Pte. Bjorn M. Paulson, W'innipeg. Pta Guðm. Oliver, Framnes P. O. Pte. John Oliver, Winnipegosis. Pte. Johann Hannibal Paulson, Winnipegosis. Pte. Charles Rasmussen, Oak Point, Manitoba. Pta Chris Rasmussen, Oak Point. Pte. Henry Rasmussen, Oak Point. Pte. Elias Sigurdsson, Arborg, Man. Pte. Magnús Sigurdsson, Arnes P.O. P. Sergt. Martin Skogheim, Har. disty, Alta. Pte. Paul Sölvason, Winnipeg. Pte. Vigbald Stevenson, Wrinnipeg- osiA. Pte. Walter Stevenson, Winnipeg- osis. Pta Henry Thorbergson, Winnipeg Pte. Aðalsteinn Thorsteinsson, St. James. Pte. Steingrímur Thorsteinsson, — Winnipeg Beach. Pte. Thorsteinn O. Thorsteinsson, Pte. Barney Walterson, Selkirk.Man Pta Carl Emil Albrectsen . Pte. BiTnjölfur Anderson. Pte. Christian Anderson. Pte. Arni Arnason. P. Sergt. Kristján Jónsson Austman. Pte. Carl Baldwin. Pte. Robert John Benson. Pte. Henry Cleveland Bjarnason. Pte. Fusie Bjarnason. Pte. Andrés Jónsson Björnsson Pte. Walter Josepli Clarkson. Pte. Hjálmar August Emerslund Pte. Emil Gunnar Erikson. Pta Sigurjón Eyjólfsson. P. Sergt. Wrarner Heggmar. Pte. John C. Johnson. Pte. John Kvelsted. Pte. Christian Peter Julius Larson. Pte. Magnús Valdimar Magnússon. P. Sergt. Cliarles Avery Nord. Bugler Guðmundur Olafsson. Pte. Jóhannes Olafur Olson. Ptc. Anton WTilhelin Peterson. Pte. Jóhann Peterson. Bugler John Franklin Powell. Pte. Eyólfur Sigurdsson. Pte. Ingi Sigurdsson. Pte. John Axel Stevenson. P. Sergt. Joseph Thorarinn Thorson Pte. Tliomas Tryggstad. Pte. John August Eggertson. Við þetta fór að sneiðast um víg- in fyrir borginni Erzingan, og 2 dög- um seinna fréttist, að Tyrkir hefðu flúið þaðan, því að þeir sáu að þeir gátu ekki haldið henni. — Rússar eru farnir að lireyfa sig og koma nú upp úr flóunum á Rússlandi, o-g hafa þeir víðast gjört vart við sig á þessari 800 mílna löngu linu frá Riga og suður til Czer nowitz í Bukóvína. Þein börðust við Plakinen nálægt Riga og við Dalen eyju, við Jakobs- stadt og í skógunum austur af Aug- ustovo; vestur af Dvinsk og suður af Dvinsk, við Mintzimy-Tiret, Sekly, — við Vileta og Molieke, smábæji norður af Postavi, en það er rúmar 50 mílur suður af Dvinsk. Þá börð- ust þeir og 20 milum sunnar, við Miadsíol, og enn 10—20 mílur þar suðvestur, við Narocz-vatn og tóku þar á annað þúsund fanga og tölu- vert af hergögnum. Næst þar fyrir sunnan börðust þeir við Smorgon, einar 30 mílur suðvestur af Narocz; þá langt fyrir sunnan, við Kolki, sunnan við Pripet flóa. En einna harðaíf iicfir ]iað verið suður við Dniester í Galiziu. Þar ýttu þeir svo á Austurríkismenn, að þeir urðu undan að hörfa, og er sagt að þeir hafi ekki treyst sér að halda borg- inni Czernovitz, höfuðborginni i Bukóvínu. Er það hættulegt fyrir Austurríkismenn, ef að Rússar kom- ast lengra vestur, en þeir eru nú, 30 mílum norðan við Czernovitz; því að þá verðaþeir kvíaðir af, sem fyr- ir sunnan eru. Af þessu má sjá, að Rússar eru ekki kyrrir þarna. Þeir hafa hér og hvar gjört árásir með 20—30 mílna millibili, nema í sjálfum Pripet fló- unum, á 100—150 mílna svæði; það- an heyrist ekkert um neina viður- eign. Hættulegast yrði Þýzkum ef að Rússar hertu á sókninni norðan- til og aftur syðst. Ilinn 25. marz kom sú fregn í blöð unum, að Verdun væri að brenna, og héldu sumir, að nú væri það loks ins búið — nú væru Þjóðverjar bún- ir að sigra. En þetta kemur af van- þekkingu. Verdun var þarna við ána Meuse, innan í kastaiahringnum. voru þetta 3, 5 til 8 mílur frá gömlu borginni og borgin ckki stór. Undir eins og árásin byrjaði, fyrir nærri 6 vikum síðan, þá var fólkið látið fara úr borginni og stóðu húsin að mestu auð og varla sást þar hermaður. Þeir voru allir í víggröfunum 3—8 mílur i burtu. Það hefir þvi verið ákaflega létt fyrir Þjóðverja að kveikja í borginni með sprengikúl- um úr hinum stóru fallbyssuhólkum sinum, 12—14 mílur i burtu, eða steypa sprengivélum niður af flug- drekum eða Zeppelinum. — Þeir kveiktu í Parísarborg Þjóðverjar og .í Lundúnaborg, eins og Bretar og Frakkar eru einlægt að kveikja í borgum þeirra úr lofti ofan og sprengja upp brýr og járnbrautar- stöðvar og lestir og vopnabirgðir.— Þetta er nú alt, sem Verdun bruninn hefir að þýða. — Þjóðverjar hafa einlægt verið að reyna að brjóta hergarðinn vestra, einkum vestan við Verdun; en það kemur alt fyrir eitt. Frakkar tka svo á móti þeim, að þeir komast ekki nema fáeina faðma frá sinum eigin gröfum. Eldhríðin franska nær þeim undir eins og þeir eru rétt komnir á hlaupin. Stundum komast þeir að fremstu gröfum Frakka og þar hrynja þeir niður. Þessir hinir mörgu sópar Maxim-byssanna taka þá. Stöku sinnum ná þeir fremstu gröfum Frakka, helzt ef þær eru i skógartoppum. Og liggur þá röstin Þjóðverja framan við grafir Frakka; en mjög sjaldgæft er ])að, að i-^zkir haldi gröfum þessum sólarhringinn út. Frakkar koma aftur og taka þær. Fyrir velvild og tilhliðrunarsemi Lt.Colonel George H. Bradbury, hefur 223. Canadian Skandinaiska herdeildin feng- ið leyfi til þess að safna hermönnum í Selkirk kjördæmi. Liðsöfnuðar-fundir verða haldnir á þessum stöðum: Á Gimli, Fimtudaginn, 30. Marz, 1916. Arborg, Föstudaginn, 31. Marz, 1916. Lieut.-Colonel Bradbury, eða annar fulltrúi frá 108. herdeildinni og Lieut. H. M. Hannnesson frá 223. herdeildinni flytja þar ræður. ------------Skemtisamkoma í báðum stöðum.----------------- — En það er eitthvað, scm rekur á eftir Þjóðverjum, þvi að þær fregnir koma úr öllum áttum, að Þjóðverjar muni skjötlega gjöra á- rásir á óvini sina á öllum stöðum, — á Frakklandi, Rússlandi, Italiu, Albaníu, Grikklandi (við Salonichi), í Litlu-Asiu, í Persíu og í Mesópóta- miu. Þeir þurfa að vinna einhvers- staðar, og það því fremur sem það er komið rnn alt Þýzkaland, hvernig þeim hefir gengið við Verdun, og mikill óhugur er að breiðast út um Iandið. En nú fyrir helgina hafa Rússar verið að leggjast þungt á garðinn á Rússlandi, bæði syðst norður af Czernovitz við Dniester, á 100 mil- um suður af Dvinsk, og alla leiðina fná Dvinsk og norður að Riga-flóa. Kuropatkin gamli stýrir nú Rússum þar. Hann var bezti herforingi Rúss- anna í Japan striðinií. Nú er hann að laga hérgarðinn Rússa fyrir vor- ið, og reka inn horn öll og tanga og gjöra garðinn beinni og um leið að ýta Þýzkum frá Dvina fljótinu. Það er nú að byrja vorið þar og er búist við flóðum og bleytum í einar tvær vikur. Verður ]>á erfitt að gjöra nokkuð að mun. En eftir tvær vikur fer sumarið að koma. Sagt er, að Vil- hjálms sé von til Vilna þessa dagana, og er þá náttúrlega erindið, að gjöra stórkostlcgt áhlaup á Rússa þarna norðurfrá, og má því bráðlega búast við hörðum kviðum þar eystra. FUNDARBOÐ. Hér nleð tilkynnist, að árs- fundur ISLENDINGADAGS- INS í Winnipeg verður hialdinn í neðri sal Good- templarahússins, McGee og Sargent, á fimtudaginn 6. apríl kl. 8 siðdegis. Tilefni fundarins er að taka á móti skýrslum ncfnd arinar frá árinu 1915 og kjósa 6 nýja inenn i nefnd- ina, i stað þeirna, sem nú ganga úr nefndinni. II. M. HANNESSON, forseti. Otryggir Bretum. Mr. Donald A. Ross, þingmaður fyrir St. Clements kjördæmið í Mani- toba, er nýkominn úr ferð sinni um sveitir Ruthena í Manitoba, og læt- ur hann þannig af ferð sinni, að hann hafi orðið var við hinn ramni- asta óhygðaranda hjá þeim til Breta veldis og Canada. “Ef að stjórnin”, mælti Mr. Ross, “gjörir ekki bráðlega ráðstafanir til að stöðva menn þá, sem eru að pré- dika uppreistarandann fyrir fólk- inu, þiá er áeriðanlegt að ilt verður úr því. “Eg sá og talaði við marga Aust- urríkismenn og Ruthena, og neita þeir þvi opinberlega, að þcir eigi Bretum nokkuð gott að þakka, eða séu ríkinu um neina hollustu skyld- ir. Þeir halda söng- og skemtisam- komur til að safna peningum. En mér var ómögulegt að fá að vita til j hvers peningar þessir ættu að ganga, j þó að líklegt sé, að þeir hafi átt að fara til þess, að halda uppi málun- um um eða út af “bilingual” skólun- um. A samkomum þessum er ekkert sungið annað en þjóðsöngvar Aust- urríkismanna og Ruthena, og eru söngvar þessir kendir börnunum í öllum skólum þeirra. “Mér virtust menn þessir aldrei nógu freklega geta látið í ljósi óhug sinn og fjandskap til allra stofnana Bretaveldis og hins brezka stjórnar- fyrirkomulags, og slyrkir það cnnþá betur sanfæringu mína, að hin nú- verandi Manitboastjórn hafi gjört öldungis rétt, að strika “bilingual”- mdlin út af lagaskrám fylkisins”. Þjófnaðarmáiin í Saskatchewan. Þar er málagangur all-mikill og eru þeir nú að nást, sökudólgarnir, sem flýðu. Er einn þeirra (Brown) fús til að leysa frá skjóðunni og segja frá gjörðum stjórnarinnar um fleiri ár, og kemur þá meira upp en menn grunaði. En alt þetta er flétt- að og flókið, svo að vér kunnum eigi að henda reiður á. Vér erum langt i burtu og litt kunnugir málum, og vildum því heldur að þeir segðu frá, sem kunnugir eru. — En nóg er komið upp til að sýna, að mennirn- ir hafa ekki verið sakaðir að orsaka- lausu. Þinghússmálin gömlu. Dömnefndin (Grand Jury) i þing- húss-málunum úrskurðaði hinn 28. marz að höfða skyldi sakamál gegn þeim Sir Roblin, Howden, Coldwell og Kelly. Svo kvað nefndin á, að mál þessi kæmu fyrir rétt i júní- mánuði næstkomandi. Neðansjávarstarfið. Þýzkir eru nú aftur teknir til að sökkva kaupskipum og flutninga- skipuni, sem þeir geta og hirða lítt um, hverrar þjóðar skipin eru, ]>að er nóg ef það er skip. Á sumum skip- anna hafa verið Bandaríkjamenn og hafa flestir bjargast, sumir þó látið lífið og aðrir fengið meiðsli. — Og nú eru Bandaríkin að elta Villa suð- ur í Mexico ag geta því ekki snúist við Þjóðverjum, sem þau að líkind- um hefðu gjört að öðrum kosti. — Nýlega hafa neðansjávarbátar Þjóðverja sökt 5 gufuskipum Breta og einu frönsku. Yfirlýsing. Eftirfarandi yfirlýsing var sam- þykt á fundi st. Ileklu nr. 33., I. O. G. T., þann 24. marz 1916: “Af þvi að stúkan Hekla er elzta islenzka Goodtcniplara stúkan hér fyrir vestan haf, og sannkölluð móð- ir islenzku Goodtcmplara stúkn- anna og bindindis starfseminnar á meðal okar Jijóðflokks i þessu landi, — ]>á finnur hún sér ba-ði ljúft og skylt að senda öllum bindindisvin- um nær og fjær innilegt þaklæti fyr- ir starfsemi þeirra og stuðning allan að þessum stóra sigri, sem bindind- ismálið vann í Manitoba 13. þessa mánaðar.” Auglýsing tveggja funda í “Jón Sigurðsson” Chapter I.O.D.E. Aukafundur verður haldinn að heimili Mrs. E. Hansson, Suite 5, Alexander Apartments, Cor. Ed- monton & Graham, á miðvikudags- kveldið 29. marz 1916, kl. 8 c. ni. * * * Hinn fyrsti reglulegi mánaðar- fundur félagsins verður haldinn i fundarsal John M. Iving skóla, Gor. Ellice' .\ve. and Agnes St., mánu- dagskvehlið hinn 3. apríl 1916, kl. 8 stundvislega. Salonichi. Bandamönnum, Frökkum og Bret- um, er nq farið að slá saman við Búlgara og Þjóðverja. Ilafa Frakkar tekið af Búlgörum þorpin Macikovo, Karadagh og Kosuna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.