Heimskringla - 30.03.1916, Side 2

Heimskringla - 30.03.1916, Side 2
BLS. 2 HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 30. MARZ 1916. Tjón sem er stærra enn uppskeru brestur. Enginn Canda maður getur neit- að því, sem hér skal frá skýra, svo að hann sé ekki fátækari eftir. Bæklingur þessi fjallar um for- réttindi þau, að gæta farsældar og velmegunar þinnar eigin, barna þinna og komandi kynslóða. Á hverju ári — þessu einnig, sem nú er að líða — brennum vér þre- földum eða íerföldum við móti þvi, sem skógarmenn höggva til sögunar og eldiviðar. Hugsaðu þér hvar það lenti, ef að þú træðir niður á akr- inum þrefalt meira af uppskerunni, en þú dregur heim i hlöðu þína. — Þessi dæmi eru hvort öðru lík, nema að því leyti, að það kostar svo marg- falt meira, að koma upp nýjum sög- unarvið i skógi, en sá korni i akur- inn. En hvorttveggja eru hlutir eða gjörðir, sem ekki settu fyrir að koma. Meira en 12,000 skógareldar, smá- ir og stórir, koma fyrir í Canada á hverjum 12 mánuðum, og nálægt 1,400 á mánuði millum snjóa. Þar fara peningarnir þínir upp í reyk. Þetta er alveg ómögulegt að hrekja. En nú kant þú að segja: Hvaða þýðingu hefir þetta fyrir mig? Það hefir þá þýðingu, að þarna fara upp í reyk milíónir dollara, sem þú og skyldfólk þitt átt svo og svo mikinn þátt i. Þú getur ekki sett upp nýjan skóg fyrir brunninn á vikutíma. Timbur, eða sögunarvið- ur þarf 60 eða 100 ár til þess að þroskast. Ætlar þú að fresta hlut- töku sonar þíns í þessum peningum, sem þar felast i, um svo langan tíma. Þú getur stöðvað eða koinið í veg fyrir flesta af þessum skógareld- um, ef að þú einsetur j)ér það. Mikill hluti af Bandaríkjunum, alt Svissara- land og Frakkland vita ekki hvað skógareldur er, eða hafa hugmynd um, hvernig hann lítur út. En hvern- ig stendur á því? Það kemur af þvi, að fólkið og fulltrúar þess á löggjaf- arþingunum hafa komist að þvi, að skógareldurinn er þjófur og rænir skógarhöggsmanninn atvinnu sinni, bóndann markaðinum; eyðileggur frjósemi landsins í kring; veldur flóðum í ám; þurkar upp ár og læki og hleypir upp verðinu á sögunar- við fyrir hvern borgara landsins. En nú segja margir sljófhugsándi menn: Eg er enginn skógarhöggs- inaður. Iíg á ekkert Iand. Það snert- ir mig ekkert, hvort ár og lækir eru fullar af vatni eða þurrar. Mér er alveg sama, hvort skógurinn stend- ur eða fellur. En við skulum nú spjalla dálitið frekara um það. — Tveir þriðju af hverjum dollar í viði, sem skógar- höggsmenn draga út úr skógunum, lenda i vasa verkamannanna, sem kaup. Og þetla kanp er haft til þess, að kaupa fæðu, kJæði, skófatnað og þúsund aðra hluti, sem svo aftur veita járnbrautunum og gufuskipun- um tekjur þeirra og dreifast út með- al allrar þjóðarinnar. Dollarinn úr skógnum hjálpar til að viðhalda þér sjálfnm, jafnvel þó að þú búir á skóglausri sléttu. Taktu i burtu .$200,000,000, sem Canada skógarnir stinga í vasa landsbúa í beinhiirðum peningum á hverju ári; en þú myndir þá skjót- lega heyra kvartað um harða tíma. Þú getur ekki komist undan hagn- aðinuin af standandi skógum, og þú getur ekki komist undan lapinu af brendum skógum. En hvers er skuldin? Við skulum nú reyna að komast eftir þvi, hverjum þessir árlegu skógareldar eru að kenna. Hér um bil æfinlega koma skógar- eldarnir af mannavöldum. Eldingar kveikja nokkra, en þeir eru fáir. Nýlendumenn eru valdir að 25 pró- sent eldanna, sem brenna upp skóg- ana í Canada. Þeir brenna afhöggið lim í þurk og vindi, og hafa eldana nærri hinum standandi skógi, og svo breiðist bálið út. En nú eru þau lög komin í Quebec og British Col- umbia, sem banna nýlenduinönnum að kveikja eld í skógi, nema þeir liafi leyfi skógarvarðarins. Þetta er ágæt varúðarregla, og ætti hvert fylkið að hafa þessi hin tömu lög og fylgja þeim stranglega fram. Þá eru allir þeir, sem í tjöldum liggja, svo sein campers, prospec- tors, surveyors, river drivers og aðrir fleiri orsök i þúsundum elda, er þeir slá glóandi ösku úr pípum sínum, eða kasta frá sér logandi eldspitu eða vindilstúf í þurran skóginn, eða skilja við lifandi elda sína. En í þurru veðri er skógurinn líkastur púðurtunnu. Eins augna- bliks hugsunarleysi getur valdið ó- bætanlegu tjóni og gjört hópa af mönnum eignalausa. Skildu því ald- rei við óslöktan eld eða neista í skógi úti. Á einum degi getur neisti sá verið búinn að eyðileggja heilt township. Hefir það oft komið fyrir. 5 mínútur á móti 720 mánuðum. 12,000 skógareldar á hverju vori og sumri og hausti. Já, það er ljót saga og engu betra en að eyðileggja viljandi akur heil- an af þroskuðu hveiti. Miklu verra. Þú getur sáð hveit- inu aftur og fengið fulla uppskeru eftir nokkra mánuði. En uppskera skóganna kemur ekki fyrri en eftir 720 mánuði. Nú skaltu vega 5 mín- lítna skeytingarleysi á móti 720 mán- aða bið. Hugsaðu um ]>að næst, þeg- ar þú kveikir á kerti í rjóðrinu, sem þú hefir höggvið, eða þú fleygir frá þér logandi spítu, eða sviftir tjaldi, þar sem þú hefir legið um nóttina, og skilur glóðina logandi eftir. Og gjörðu meira en að hitgsa um það! En svo er annað: Það verður að borgast fyrir hvern skógareld. Og fyrir hvern dollar, sem það kostar þig nú, verður sonarsonur þinn að borga þrjá. Ef að þú trúir þessu ekki, þá líttu í reikninga föður þíns fyrir hvíta furu. Hann borgaði $15 fyrir þúsundið, en ])ú verður að borga $35. En þó verður sonarson- ur þinn að borga margfalt meira. Því að aðalástæðan fyrir hinu háa viðarverði ,er sú, hvað lítið er nú til af viðnum. Hleyptu ekki upp prísunum á viðnum, sem þú þarft að kaupa. Hver einasti stórskógaeldur hleyp- ir upp verðinu á viðnum, og hann gjörir meira. Þvi að hinn brendi skógur verður sem tundur fyrir ann- an, þriðja og fjórða eldinn. En eftir það vex þar enginn skógur, hvort sem það er á einni fermílu, eða 20 eða 200 fermílum, og landið eða fylkið hefir ekkert upp úr þessu skóglandi framar. En vér þörfnumst engra eyðimarka hér í Canada. Og því skuJum vér reyna, að láta hvern blett landsins bera sína uppskeru, hvort heldur það er hveiti eða hafr- I ar eða balsam viður. En þú getur komið í veg fyrir skógareldana. Fyrst og fremst verð- I ur þú <áð gæta allrar varúðar, hvar sem þú ferð um skógana. Svo verð- j ur þú að lita eftir nágranna þínum, : að hann fari varlega með eld í eða | nærri skógi. Svo þarft þú að talá um þetta við fulltrúa þinn á hinu löggefandi þingi, að bændurnir þurfi og heimti skógarverði til að passa skógana, og að þeir standi með honum og vilji líta eftir fram- kvæmd laganna, þegar þau eru fengin. En ekki skaltu gjöra það af því, það borgi sig, heldur af því að þat er hið eina rétta. Um blómarækt. —•— : Kæri kunningi og ritstjóri Hkr. Vildir þú gjöra svo vel og ljá mér rúm í þínu heiðraða blaði fyrir fáeinar línur. Það liefir verið mikið skrifað í blöðin um kornrækt og garðrækt, og allar þær greinar, sem eg hefi séð, hafa verið ágætlega vel skrif- aðar og uppbyggjandi fyrir almenn- I ing. En hvernig stendur á, að það hef- ■ ir aldrei, svo eg hafi séð, verið rit- { að um blómarækt? Er islenzka þjóðin eins mikið 1 hneigð fyrir blómin og náttúrufeg- | urð eins og hún kveður um? Mér hefir oft dottið þetta í hug, þá eg hefi séð vísu um fjólu eða fífil. Út af þessu mætti ræða stórt mál, en eg ætla ekki að fara út í það og ekki ætla eg heldur að vera neitt persónulegur, því það er ekki til- gangur minn, að meiða tilfinningar eins eða annars, heldur hið gagn- stæða, “að glæða, lífga, hressa, hjálpa hugum ykkar að vorblóm- um”. Kstnaður við blómarækt er ek'ki stór fyrir smá heimili, og ætlast eg til að heimilisfeður gjöri verkið sjálfir í frítímum sinum, ef þeir eru nokkuð hneigðir fyrir blómarækt; eg þekki marga, sem hafa gaman af að horfa á blómin, en vilja ekki vinna neitt að ræktun þeirra. Einn- ig þekki eg aðra, sem hafa sagt mér: “Ja, mér er sama, þótt eg sæi aldrei blóm; það er ekkert upp úr þeim að hafa, nema fyrirhöfn eina; en það kanske væri gjörandi að rækta þau, ef það væru dálitlir peningar í þeim”. Svona hugsandi menn meðal þjóð- ar vorrar eru fáir, því fer betur. Því hvað er meira yndislegra og hress- andi fyrir hinn þreytta daglauna- mann, þegar hann kemur heim eftir erfiði dagsins, en að hvíia sig í kveldkyrðinni úti við, í hinu hreina og angandi lofti, sem er í kringum heimili hans? En af hverju er loftið svo angandi og hressandi í kringum heimilið? Hann er búinn að rækta grasbala fyrir framan húsið sitt með blómabeðum i, og nú eru vorblómin að springa út og senda nú út frá sér sinn angandi ilm, sem gjörir loftið svo heilnæmt og hressandi. Hann er nú kominn út að blómabeðunum. Nú koma börnin til hans, og hin yngri fara aö spyrja um blomin. En hin eldri standa hjá og taka ná- kvæmlega eftir öllum hans hreyfing- um við blómaræktunina. Þar kemur kona hans út, auðsjáanlega mjög þreytt eftir langt dagsverk. “ó, hvað það er hressandi að koma út” segir hún uin leið og hún sezt niður hjá einu blómabeðinu, með bros á vör- um og ánægjusvip á andliti. Börnin hoppa og hlaupa til hennar, og fara að segja henni frá blómunum, auð- sjáanlega öll hrifin af fegurð ]>eirra. Hún horfir svo hjartanlega ánægð yfir blessaðan hópinn sinn; þar næst á blómin, sem klædd eru í mis- munandi glitskrúð. “Eg meina þctta blóm, mainina. Hvað heitir það?” — “Það heitir crocus, og er fallega blár litur þess. Það var fyrsta blómið, sem við sáum í vor. En þessi guli fifill á háa stönglinum heitir duffo- dils. En hvíta blómið ]>ar rétt hjá er narcissits”. — “En, mamma, hvað heitir litla hríslan eða brúskinn þarna við tröppurnar, með gulleitu blómunum, sem lykta svo gott?” — “Það er ivall floiver. En litli Iwúsk- inn þarna út við hliðið er thyme eða thymus, “blóðberg” á íslenzku. Komdu ekki við plöntuna; það var uppáhaldsblómið mitt heiina á fs- landi, þótt þessi planta sé ekki það- an”. Um leið stendur konan upp og gengur yfir að blóðbergs brúskan- um. “Og æfinlega er það eins hress- andi, að koma til þín”, se0ir hún um leið og hún tekur smágrein af brúsk- anum og lyktar af. “En sá blessaður angandi ilmur!” — Á meðan að kon- an og börnin eru að tala saman, er maður hennar á hnjánum, að reita smá illgresi úr blómabeði, er stend- ur í miðjum grasbletti, annars vegar við gangstéttina, er Iiggur upp að húsinu. Hann fer hægt, en gjörir verk sitt vel. Það er bros á andliti hans og hann er ánægður. Hann hefir tekið eftir öllu samtali kon i sinnar og barna. En alt i einu kall- ar hann til konú sinnar, að koma fljótt og sjá, hvað hann hafi fundið. Þau fara að skoða grænan stöngul, er þá nýskeð hafði vaxið upp úr jörðinni, svo hann sást vel. “ó, þetta er hvíta Iiljan mín; hún heitir mörg- um nöfnum, og er hún ýmist kölluð: secret, velvet eða sacred lilja, en oft- ast kalla eg hana flauels liljuna. Það er æfinlega svo góð lykt af henni, þegar hún er í blóma. En þarna i þessu horni er orange lilj- an; svo er japanese liljan beint á móti henni; en tiger liljan er þarna i horninu hjá þér Rósa”.-------En mamma, manstu hvað þetta blóm heitir? Það vex upp eins og laukur eða laukgras hérna í miðjunni á þessu beði”, segir Rósa. — “Nei, eg man það nú ekki”. — Faðir Rósu, sem er þar rétt hjá, lítur upp bros- andi og segir, að það séu margir, sem haldi því fram, að lslendingar séu komnir frá Irum og Norðmönn- um. En Rósant litli, 13 ára gamall, hafði veitt öllu nákvæma eftirtekt; hann kallar upp, eins og börnum er títt og segir: “Það heitir iris; ineð stórum, heiðbláum blómum, með Ijósgular skálar í miðju”. — “Já, segir faðir hans; en það eru til þrjár eða fjórar mismunandi tegund- ir af iris, og margir mismunandi lit- ir í hverri þeirra; þær heita: jap- anese iris, germah iris, spanish iris og english iris, og er inndælt að horfa á þær allar í sinu glitskrúði, því þar sér maður alla liti regnbog- ans. Það eru margir, sem hafa sumt af þessum tegundum, en kalla þær flagg Jiljur, en eru aðallega af iris familíunni”. Nú ganga þau öll þangað, sem Rósant litli er að mæla út smá blóma beð hjá húshliðinni. “Pabbi, viltu lofa mér að hafa hérna svolit- inn garð. Mig langar svo mikið til að ikaupa tvær plöntur íhjá honum Mr. Pearl; það vaxa fjarska falleg blóm á þeim. Á annari eru fögur rauð blóm, en á hinni snjóhvit, og blómin verða eins stór eins og und- irskálin á fallega bollaparinu þinu; þessar plöntur heita paeonies; en svo hefir Mr. Pearl marga fleiri liti af þessum paeonies. Mig langar svo mikið til að gefa Rósu systir aðra plöntuna, og svo ætla eg að passa þær í sumar. Mr. Pearl er búinn að segja mér, hvernig eg á að setja þær niður. Fyrst sting eg upp garðinn og myl vel moldina. Síðan gref eg holurnar eftir stærð plantanna, og set þær svo djúpt, að það séu ifjórir til fimm þumlungar ofan á þær”. —- “En þú veizt ekki, hvernig þú átt að setja plönturnar niður, iþótt að þú sért búinn að grafa holurnar”, segir Rósa, auðsjáanlega hrifin af hugulsemi bróður síns. — “Jú, eg veit það víst; Mr. Pearl sagði, að eg skyldi passa að greiða vel úr öll- um smárótum, en ekki að láta þær kiprast saman undir plöntunni; það kreinkir þroska hennar og blóms- ins. Fyrst skal láta tveggja til þriggja þumlunga þykt lag af fínni mold o’g þrýsta að; síðan skal láta jafn þykt lag af gömlum haug, og þjappa vel að. Síðan á að bleyta vel, og svo skal fylla með allri plönt- unni og þjappa vel saman um leið og fylt er upp; en ekki skal þjappa að moldinni yfir plöntunni sjálfri, nema litið eitt”. — “Þetta er satt, sem þú segir”, sagði faðir Rósants litla, “hérna eru centin, og látið þið ykkur koma vel sainan, er þið lítið eftir blómunum. Ef eg sé að þið get- ið passað þessi blóm í sumar, þá skal eg lofa ykkur að passa öll þessi blóm næsta ár; því eg er að hugsa um, að fá inér fleiri tegundir af blóinum og kanske eina eða tvær rósir. En svo er nú nógur tími til að tala um það. “Nei, það er þá orðið svona frarn- orðið. Eg íetlaði að skrepi>a niður í bæinn. Eg held eg hætti við það; tiininn hefir liðið-mikið fljótara, en eg bjóst við hjá blessuðum vorbíóin- Unum”. -----Gefið þið börnunum og ung- lingunum tækifæri að vinna við blómarækt. Það eykur og glæðir feg- urðartilfinning hvers eins fyrir blómadýrðinni. Flnn þá mætti nefna nokkrar teg- undiriaf vorblómum, sem algeng eru — til dæmis daisies, primroses, pansies og lulips, sem taka sig mjög fallega út í framröð á blómabeðum, og blómstra þesar tegundir æfinlega snemma að vorinu; fyrir utan þao, að pansies og daisies eru i blóma meiri part sumars. Eitt af því fall- egra, sem eg hefi séð, er beð af tul- ips. Þar mátti sjá alla hugsanlega liti, bæði sér og sambiandaða. Að horfa á það glitskrúð, þar sem að vaggandi daggardroparnir glitruðu eins og miliónir demants^geislabrot í sólarljósinu! Er það þá ekki virki- lega þess vert, að vorblómunum sé veitt eftirtekt? Að endingu vildi eg óska, að sem flestir tækju þátt i blómara“ktun,.af þessum ástæðum sérstaklega: 1. Vegna Iþess, að slíkt starf eykur ánægju. 2. Það er holl breyting frá daglegu starfi. 3. Það opnar augu hinna ungu fyr- ir fegurð og dýrð þeirri, sem rit- uð er á náttúrunnar blöð. Hulinn. Gróði í sauðfjárrækt. ---•--- Bóndi nokkur við Sidney, Man., segir: — “Eg keypti fimtiu ær og borgaði $262.50 fyrir. Með þessari hjörð hefi eg leitt í ljós hvað sauðfjárrækt- in er arðsöm. Eg seldi i haust fim- tíu lömb fyrir $6.50 hvert, en geyini 18 af þeim beztu til að auka hjörð- ina. Hver þessi gimbur er að minsta kosti $8.00 virði. Ullina seldi eg (i fyrra) fyrir $2.07 að jafnaði. Reikn- ingurinn stendur þá þannig: — Ull (fimtiu reifi) ........ $103.50 Lömb seld (fimtíu) .... 325.00 Lömb geymd (átján) .... 144.00 Samanlagt............$572.50 Frádregið verð þeirra 50, sem keyptar voru í fyrstu................. 262.50 Ágóði á einu ári........$310.00 “Þá er að gjöra grein fyrir til- kostnaði. Þær gengu úti nærri því á hverjum degi, allan veturinn. Hey- ið og hafrarnir, sein þær átu, kost- uðu ekki ýkja mikið, og sauðahúsið var skýli 125 fet á Iengd og 14 fet á breidd. Yfir þetta setti eg strá til skjóls. “Eg gef þeim þannig nóg pláss og nóg ferskt loft. Dyrnar á byrginu eru víðar, svo kindurnar geta hlaup- ið út og inn eftir vild. Hundar ættu aldrei að koma nærri þeim, því þeir elta kindurnar og gjöra þær hrædd- ar. Þeir eru Jíka oft skaðlegir og drepa lömb og fullorðið fé. “Eg ætla að kaupa fleiri ær i haust. Eg er sannfærður um, að eng- ar skepnur borga eins vel uppeldið eins og kindur”. Æskulýðurinn. V.______________________ Skólagarðar. (School Gardens). II. Saskatche wan. Skýrslurnar fná 1914 sýna, að alls voru 370 skólagarðar í Saskatche- wan. Tveir menn hafa á hendi að stjórna þessum görðum, með til- hjálp eftirlitsmanns og kennara. — En árið 1915 voru garðarnir orðnir 1500. Auðvitað gekk ekki öllum vel. Sumir pössuðu þá illa; hjá sumum skemdu “gophers”, eða þá þurkarn- ir voru of miklir. En margar sýn- ingar og góðar voru þó haldnar um haustið. Það hefir lukkast bezt, að sam- stemma lærdóminn og garðræktina. Börnin hafa sótt skóla betur og lært mikið meira. Hér er ágrip af skýrslu Mr. Mea- doms, kennara við High School í Qu’Appelle: “Börnin kusu þing sín á milli og höfðu stjórn, sem leit eftir öllum framkvæmdum i skólagarðinum. — Fimm raðir i garðinum hétu eftir fimm kjördæmum í fylkinu. Hverri röð var skift í tólf reiti. Það barn, sem var þingmaður fyrir hvert kjör- dæmi fyrir sig. fékk heilan reit í sínu eigin kjördæmi, en hin börnin féð gefið i Þjóðræknissjóðinn (Pat- riotic Fund) eða Rauðakrosssjóð- inn. Börnin læra margt með þessu móti. Þau stunda skólanám, læra að rækta lifandi jurtir og skilja nátt- úruöflin, — æfast í opinberri starf- semi og stjórnmálum, og læra að leggja fram sinn litla kkerf til þess að fósturlandið geti haldið uppi sin- um hluta í þessu veraldar-striði. Feitu kálfarnir. Þetta er ekki sagan um týnda son- inn og feita kálfinn, sem segir frá í biblíunni. Það er bara saga eða frásögn um atburð, sem gjörðist í Brandon, 8. og 9. marz þ. á. Banka- haldarafélagið í Winnipeg tók á sig rögg í fyrra og bauðst til að gefa $500.00 verðlaun til drengjanna í fylkinu, sem gætu sett á vetrarsýn- inguna i Brandon beztu kálfana, sem þeir hefðu sjálfir alið upp. — Manitoba stjórnin gaf aðra $500.00; svo verðlaunin voru $1000.00 aJls, og þar að auki prisar frá einstakl- ingum. Sýningin fór vel fram i fyrra, og margir drengir fóðruðu feitan Jðálf og settu á sýninguna. En nú var hún miklu betri. Þrjátíu og þrir drengir, frá 9 til 17 ára, komu til Brandon, dagana 6. og 7. marz, og leit þó illa út fyrir þeim, sem þurftu að koma með járnbraut langa leið, þvi blind- bylur var þann 6. Samt komust allir í tíma fyrir sýninguna og settu gripi sína í Sýningarhöllina. Það voru kálfar, innan eins árs, spikfeitir og sællegir. Drengirnir höfðu sjálfir annast þá fná því þeir fæddust og teymdu þá að lokum inn á sýning- arsviðið. Fyrstu verðlaun voru $100.00, og hlaut þau Holtby J. Moffat, 10 ára drenghnokki, fyrir Hereford kálf. Önnur verðlaun voru $90.00, og hlaut George English, 12 ára, fyrir Shorthorn kálf. Þriðju verðlaun 80.00, hlaut Rich- ard Leech, 16 ára, fyrir Shorthorn kálf. Fjórðu verðlaun $75.00, hlaut Roy Bird, fyrir Hereford kálf. Fimtu verðlaun $70.00, lilaut Phil- Gott Tækifæri. fengu hálfan reit hvert. Hvert kjör- dæmi (röð) lagði til reit handa yngstu börnunum, og annan til að gjöra rannsóknir með maís- og kart- öflurækt. Börnin í Grades I. og II. sáðu ‘beets’, ‘turnips’ og ‘sweet peas’; eldri börnin höfðu úr fleiru að velja, og Grade VIII. meðhöndl- aði ‘tomatoes’, ‘cabbages’ og ‘dahJi- as’. En unga fólkið í Grade IX., X. og XI. gjörði vísindalegar rannsóknir með ræktun á ýmsum garðávöxtum, svo sem ‘carrots’, ‘beans ’ og ‘oni- ons’. “Forsætisráðherrann” (kennar- inn) bauð $12.00 verðlaun því kjör- dæmi, sem beztu röðina liefði eftir alt sumarið. Nefndir voru settar á tveggja vikna fresti til að dæma um reitina, og voru svo allar tölurnar lagðar saman um haustið og verð- launin fóru til þess hæsta. Þannig var garðurinn aldrei með illgresi eða rusli, því allir keptust við, að hafa sitt ‘kjördæmi’ í sem beztu lagi”. 1 Weyburn settu börnin upp sveit- arstjórn, og skiftu garðinum í ‘town- ships’ og ‘sections’. Hvert barn fékk eina kvart-'section’ til að rækta. — Tilraunastöð var austan megin, en alt í kring voru plöntuð tré og búsk- ar, og nefndust skóglendi (forest reserve). f miðjum garðinum var þorp, þar sem fólk verzlaði. Skóla- drengur var kosinn oddviti, og ann- ar varaskrifari; svo kusu börnin sveitarstjórn. Illgresis eftirlitsmað- ur var iíka skipaður, til að líta eftir, að allir pössuðu vel að uppræta ill- gresi. Svona má telja mörg dæmi til að sýna, hvað mikið fjör er í skólalíf- inu hjá Saskatchewan búum. Vanalega hefir hver skóli sýningu að haustinu; og er þá oft mann- margt í kringum skólana. Oft er höfð uppl>oðssala á ávöxtunum, og ip Robinson, 15 ára, fyrir Hereford kálf. Sjöttu verðlaun $65.00 hlaut B. Mitchell, fyrir Shorthorn kálf. Þessir kálfar voru aílir “grades” (ekki fult kyn). Alls voru 20 verðlaun gefin, og fengu þeir fjórir öftustu $25.00 hver, sem borgaði vel fyrir ferðina, þó margir kæmu langt að. Fullorðna fóllkið i Bran’don var forvitið að sjá þessa sýningargripi og koin í stórhópum. Og þá skóla- börnin í bænum! Þau komu með bíékurnar í handarkrikanum, “eftir kl. 4”, til að sjá, hvað frændur þeirra á bændaheimilunum væru duglegir! Þessi “Fat Calf Shoiv” eru haldin árlega í Brandon, og framvegis verða verðlaunin óefað miklu betri en nú, og er það þó gott að fá $100 verðlaun fyrir að sýna eina skepnu. Svo fékk Holtby Moffat $50.00 í við- bót frá Hereford gripafélaginu, eða alls $150.00. Og það, sem hann og allir drengirnir hafa Jært uin fóður- tegundir, kvikfjárrækt og hvað ann- að, með því að reyna þetta, er meira virði enn allir prisarnir til samans. Það borgar sig að livetja ungling- ana til nytsamrar starfsemi. Þeir margborga það, þegar þeir vaxa upp. —B.— P.S.—Síðari frétt í vestanblöðun- um skýrir frá þvi, að Holtby Mof- fat hafi eining fengið verðlaun fyr- ir Hereford kálfinn sinn á sýning- unni í Regina. . —B.— Vér höfum fengið gamanmyndir úr sveita- og búskaparlífinu hjá bl. Farmers Advocate, sem ungir og gamlir munu brosa að. Og birtast þær hér eftir vikulega. Myndin hér í blaðinu sýnir feitan mann gamlan, en drenglhnokki stend ur fyrir aftan Jrann með prik í hend- inni og dauðlangar til að skella þvi aftan á hann.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.