Heimskringla - 30.03.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.03.1916, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. MARZ 1916. HELMSKKINGLA ( Stofim 18S6) Kemur út á hverjun) Fimtudegi. Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver’ð blatSsins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rát5smanni blat5- sins. Póst et5a banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTAS.ON, Rát5smat5ur Skrifstofa: 720 SHERBKOOKE STHEET., WINNIPEG. P.O. Box 2171 Talslmi Garry 4110 Ritstjóra-þvotturinn. —o--- Það fara að verða all-mikil mál þetta, og er þeim líkt farið og Saskatchewan málunuin, að því meira, sem er grafið, því meira kemur upp, — eki af gulli samt. Þegar Heimskringla var búin að minnast á það, að Lögberg — bindindisblaðið Lögberg — hefði eða væri grunað um, að hafa prentað brennivíns-pistlana góðu, þá féll öllum þorra bindindismanna, sem stóðu með blaðinu og höfðu það fyrir málgagn sitt, þetta mjög illa. Menn urðu óánægðir, — óánægðir við Heims- kringlu, að hafa opinberað þetta; óánægðir við Lögberg, að hafa framið það. Þessi ó- ánægja kom fram i áskorun, sem borin var upp í báðum stúkunum, Heklu og Skuld; en áskor- unin gekk út á það, að rannsaka málið, til að vita, hvar sökin lægi, og þá náttúrlega að sækja hina seku að lögum, þvi að öðrum kosti var rannsóknin þýðingarlaus og flónsleg. Þá sáu Goodtemplarar, að þetta athæfi var ilt og ó- þolandi, því að í annari stúkunni var þetta samþykt með öllum atkvæðum á móti einu; en. í hinni með meiriMuta, vér vitum ekki hve miklum. Nú kemur Lögberg út, og stjórnendur blaðs- ins jiáta s i n n hluta sakarinnar sem ærlegir menn, og vér viljum ekkert meira um það tala. En stúkurnar -— bindindis-stúkurnar — taka þvottaþursta og gólfjmrkur sinar og fara að þvo og þvo í gríð og ergi, — þvo stallagoðann, ritstjóra Lögbergs; þvo og skrobba hann frá hvirfli til ilja. Þá langar svo til að sjá ásjónu goðsins hreina og fagra, án þess að hafa nokk- urn blett eða hrukku. — En þetta dugði ekki lengi, því að þegar tveir eða þrir dagar liðu, þá sjá stúkumennirnir, bindindismennirnir, brennivínshatararnir, sem stóðu með Lögbergi og vissu af útgáfu eða prentun brennivíns- pistlanna, — að þetta var ekki nóg. Málið kom aftur fyrir stúkurnar, og nú eru hinar fyrri samþyktir tugðar, þeim er kyngt og þær eru étnar aftur. Þeim finst að þvott- urinn hafi ekki verið nógu góður. Vér segjum hér ekki eitt orð um það, hvort þörfin hafi verið svona bráð og nauðsynleg, að.þvo rit- stjórann. En það liggur í augum uppi, að bindindismönnunum, stúkumönnuuum, hefir þótt það alveg óumflýjanlegt, — þegar þeir vilja vinna það til, að gjöra sjálfa sig að at- hlægi meðal allra íslendinga, sem nokkuð vita um þetta, ekki einungis nú, heldur um langan tíma framvegis. — En svo er það Mka athug- andi, að goðinn þarf að vera hreinn uppi á stalla sínum, og vér erum þeim alveg samdóma um það, að hann er aldrei of vel þveginn og verður aldrei of vel þveginn. Þetta kemur alt af eðlilegum ástæðum: Ritstjóri Lögbergs er postuli bindindismanna og fræðari þeirra. Þeir drekka í sig kenningar hans, sem þur og skrælnuð jörðin drekkur í sig regn af himni. Þeir eru lærisveinar hans og taka hverju orði, sem út gengur af hans munni eða rennur úr penna hans, eins og sann- ir dýrkendur eiga að gjöra. En kenningarnar, sem til grundvallar liggja fyrir allri þessari fræðslu, eru að finna i Lög- bergi, sem margt annað gott, er runnið hefir úr penna listamannsins. Það var skömmu eft- ir að stríðið byrjaði, að hinn þýzki andi goð- ans blés honum í brjóst, hvað ófrjálslegt, ó- réttvist, ósanngjarnt og óguðlegt það væri, að fara að safna mönnum hér í Canada til að berjast með Bretum á móti Þjóðverjum. Það ætti þá líka að safna Þjóðverjum hér og senda þá heim, til þess að berjast með Þjóðverjum, og þá náttúrlega til þess, að drepa þá, sem héð- an fóru til að hjálpa Bretum. Þetta muna margir lesendur blaðanna. — Þetta er siðferðiskenningin, sem ritstjóri þessi færði Lögbergi. Stjórnendur blaðsns fengu hana óbeðið með honum, þvi að hún var sam- gróin eðli hans, og hafa þeir í fyrstu meira lit- ið á mælgi hans en kosti. Nú, þegar hliðarnar koma tvær á brenni- vinsmálunum, þá hlaut eðli ritstjórans að koma fram, að vera með báðum, að hamast á brennivínssölunum og sökkva þeim í afgrynni niður, — en rétta þeim aðra hendina, hjálpa þeim til að sökkva bindindismönnum og mál- um þeirra í djúpin og gefa þeim bezta tæki- færi, að vinna sem flesta á sitt mál. Þennan tvískinnungshátt hafa karlar og konur í stúk- unum svo greinilega skrifað undir, af þvi að þeir hafa verið búnir að drekka í sig teygana af mælsku og siðferðiskenningum ritstjórans. Þannig stendur málið nú, og þvi er ekki furða, þó að seint sé of vel þvegið og bökin bogni við þvottinn þann. Og þó að seint gangi að þvo þessar kenningar út úr Lögbergi, þá gengur þó seinna að þvo þær út úr ritstjóra þess, — þvo þær út úr samvizkum og siðgæð- is-hugmyndum allra karla og kvenna, sem í stúkunum eru. En sé það ekki gjört, þá fer illa ,og einlægt ver og ver; því að stúkurnar sýna það, að þær eru sýrðar, sósaðar og eitraðar af huginyndum þessum, og þær ganga til bölvun- ar og siðaspillingar í ætt til afkomendanna í þúsund liðu, ef að ekki er aðgjört í tíma. Skrifta þurfa Þýzkir ineð. Heimskautafararnir tveir. —O— Lieut. Sir Ernest H. Shackelton og Vilhjálmur Stefánssson. —o— Sir Ernest H. Shackleton og félagar hans fóru frá Lundúnum litlu eftir byrjun stríðsins, eða hinn 18. september 1914, til að kanna lönd- in kringum suðurheimskautið. Og ætlaði Sir Ernest að fara þvert yfir landfð. Allur útbún- aður var svo góður, sem vísindin og reynslan höfðu kent mönnum; vistir og forði nógur fyr- ir fleiri ár. Nú kom loftskeyti frá honum hinn 24. marz til Sydney i New South Wales, að hann væri kominn aftur til skipsins við suðurísinn, eftir því, sem blöðin sögðu fyrst á föstudaginn. En þœr fregnir reyndust.ósannar. Skeytið kom, en efni þess var alt annað, nefnilega það, að skip- ið “Aurora”, sem þeir höfðu, hefði rekist á haf út með ísnum og væri töluvert brotið og á leið- inni til Nýja Sjálands; en 10 menn úr förinni hefðu orðið eftir á ísnum upp við landið. Og hið annað, að Shackleton væri ókominn úr landferðinni og vissi enginn um hann. Og li.tl- ar eða engar líkur til, að nokkuð heyrist frá honum fyrri en í nóvember í fyrsta lagi. Eregnin hljóðaði þannig: — “Skipið reyndist mjög í ísnum; losnaði úr honum 14. marz á breiddargráðu (suðlægri) 64, 30 mín., en lengdargráðu austur 161. Var búið að hrekjast gOO mílur. Sent loftskeyti um hjálp í Vetur. Ekkert svar. Á landi voru eftir: Mr. Gase bryti, Riehards læknir, Hay- ward skrifari og Jack líffræðingur og 6 aðrir”. Allir vinir og skyldmenni og yfir höfuð al'l- ir Englendingar eru mjög kvíðafullir yfir af- 'drifum Shackletons og félaga haris og óttast, að þá muni mat skorta og frjósa í bel á ísunum. En samt voru byrgðir allmiklar á tveimur eða fleiri stöðum, og áreiðanlega verður skip sent til að leita þeirra með haustinu, því að þá byrj- ar sumarið þar. Og það er enginn efi á því, að mikill mannskaði er að Shaokleton, þvi að hann er framúrskarandi maður og var sæmdur aðalstign af konungi. En ef dæma má af ferðum Vilhjiálms Stef- ánssonar, þá er langt frá, að menn þurfi að bú- ast við dauða Shackletons eða manna hans. ----Vilhjálmur fór að leita að landi, sem enginn vissi að væri til. Skipið sleit frá hon- um og hann sá það aldrei aftur. Hann var allslaus uppi á auðri ströndu. En það raskaði ekki ró eða áformum Vilhjálms. Allslaus, mat- arlaus, verkfæralaus hélt hann áfram. Út á ísana fór hann og fann lándið, þegar allir álitu hann dauðan fyrir löngu. Hann hefir tifalt eða hundraðfalt minni útbúnað en Shackleton. En enginn íslendingur er hræddur um hann. Hann kann að deyja sem aðrir úr sjúkdómi eða slysum; en hann deyr ekki úr sulti; hann frýs ekki í hel; hann ferst ekki fyrir vandræði eða ráðaleysi. Og hví skyldi þá ekki Shacleton komast af eins og hann? ------o------ Maðurinn, sem ekkert átti föðurlandið. r —o— Saga ein gengur nú um mann einn ungan og hraustan, sem óvægur vill berjast móti Þjóð- verjum og hnefaréttinum og hermannavaldinu og aðalsmannastéttunum þýzku. Hann er kom- inn til Englands og vill fá að berjast með Bret- um, en fær ekki, því að hann á ekkert föður- land, eða veit ekkert, hvaða föðurland hann á. Hann situr því um borð í skipinu, sem hann kom á til Englands, og verður að leggja út á sjóinn aftur í þungu skapi, í stað þess að fara til vígvallanna. Hann veit ekki annað um hina fyrri æfi sína en það, að þegar hann var barn, var hann á ferðum á Indlandi með föður sínum og fóru þeir með leikaraflokk (circus). En aldrei vissi hann hverrar þjóðar faðir lians var. Svo kom hann barn til Svissaralands, og þar varð hann þýzkur Svisslendingur og tók upp tungumál og htáttu hinna þýzku Svisslendinga, en gjörðíst þó ekki borgari þar. Þaðan fór hann til sjávar og kom til margra landa, og dvaldi i sumum þeirra, þangað til hann lærði málið. Hann segir, að enska sé móðurmál sitt; en hann getur ekki sannað það. En foringjar ensku sveitanna heyra undir eins þýzka keim- inn í frarnburði hans. Hann viildi gjarnan berjast fyrir ítalíu, Eng- land og Frakkland; en ekkert þessara landa þiggja hann. Svíþjóð lítur ekki við manni af annarar þjóðar kyni, þegar allar meginþjóðir Evrópu eru að berjast fyrir tilveru sinni. Hann getur hvergi fengið vegabréf frá einni þjóð til annarar. Hann verður að vera utanhjá, hversu mikið sem hann langar til að hjálpa þeim til þess að sigra Þýzkaland, — landið, sem var orsök í því, að mál hans var svo einkennilegt, að allir gruna hann um, að vera af þýzku bergi brotinn. Öll hans skjöl og skilríki sýna, að hann hefir komið fram sem góður drengur og dugandi; en það hjálpar honum ekkert; grunurinn ligg- ur á honum, hvert sem hann fer og hvar sem hann er staddur. Ilann er sem föður og móð- urlaus vesalingur, sem enginn vill hafa og hvergi fær inni. “Samt skal eg verða brezkur þegn, þó að síðar verði!” Þessi hugur er sí og æ vakandi fyrir honum. Það er hin sterkasta löngun hans og von. ---- En hve margir eru þeir ekki, sem not- ið hafa verndar Breta, sem lifað hafa sem syn- ir landsins, og daglega tekið hvern bita af borði einnar eða annarar nýlendu Breta, en hika þó eigi við, að færa alt á verra veg fyrir þjóðinni, sem hefir verndað þá, og níða vernd- ara sína og velgjörðamenn niður dag eftir dag? — Mega slíkir menn ekki blygðast sín? Þeir heimta réttina af borðinu, en igjalda smán og óþökk fyrir. Því betur fara þeir fækkandi, enda er þeim illa farið. ------o------- Sígur fyrir Þýzkum. —o--- . Það mun tæplega fjarri sanni, að taka það fyrir satt, sem er á allra vörum, að Þjóðverjar séu nú að verða vonlausir um, að geta nokk- urntíma unnið fullkominn sigur á Bandamönn- um. Þeir kunna að vinna smá-sigra, kunna að ná hinum fremstu skotgröfuin frá Frökkum eða Bretum, og máske öðrum og þriðjn, ef þeir vilja leggja nóga menn í sölurnar; 'en því lengra, sein þeir komast, þvi verra er það fyr- ir þá: mannfallið í liði þeirra hlýtur þá að verða svo hroðalegt, að sjálfa þá mun óa við. Hermennirnir, hinir óbreyttu liðsmenn, eru að digna; foringjarnir eru farnir að sjá, að þeir geta ekki brotið hergarðinn í ki^ngum sig. Þjóðin heima er að verða órólegri með degi hverjum, og peningamennirnir eru orðn- ir hræddir, — þvi að markið þýzka er einlægt að falla i verði. . Vanalega þegar þjóðirnar hafa barist, þá hefir einhver Ijóstýra lýst úr horni einhverju, þó að myrkrin hafi legið þung á þjóðunum, og þó að þjóðin ein eða önnur hafi ósigur beð- ið, og séð það glögglega, að ekki var um ann- að að gjöra, en að lúta sigurvegaranum og biðj- ast griða og friðar. Og þegar striðin höfðu komið af misskilningi, þá voru friðarskilmál- arnir sjaldan svo harðir fyrir hinar sigruðu þjóðir, að þeir þryktu þeim niður um langa tíma. > - /• Japan og Rússland háðu voðastríð í byrjun aldarinnar, og sömdu síðan frið, og var frið- urinn engin niðuriæging fyrir Rússa, og samt voru Japanar ánægðir. Voru þó liarðir leikar milli þeirra áður en stríðinu slotaði. En þetta hið mikla strið — hið lang-voða- asta, sem heimurinn nokkru sinni hefir séð —, það er ekki sprottið af neinum misskilningi, ekki af neinu smáræði. — Stríðð er glæpur og var glæpur, fyrir löngu fyrirhugaður og yfir- lagður, mannsaldur fram af mannsaldri, á síð- ari tíma með djöfullegri slægvizku. Þyí að öll- um vitsmunum, öllum hinum beztu vitsmun- um heillar þjóðar, allri andlegri menningu þjóðarinnar, var varið til þess ár eftir ár, frá ræðustólum heimspekinganna, prófessoranna, prestanna, ráðgjafanna, stjórnvitringanna, — v?(rið til þess, að leggja grundvöllinn. Á há- skólunum, á barnaskólunum, í blöðunum, á leikhúsunum, í fyrirlestrum háskólakennar- anna, í sögum og ljóðum skáldanna þýzku, í verksmiðjunum, i vopnabúrunum, á hermanna- æfingunum, — var einlægt verið að búa sig undir þenna dag, — hinn nú orðinn þjóð- kunna “Der Tag”, sem var standandi skál í veizlum hermannanna og víst stúdentanna líka. Þessi dagur var dagurinn, þegar þeir brytu undir sig gamla England, en þá var að sjátlf- sögðu allur heimur fallinn um leið. Öllum auði, öflum, heila eða vitsmunum Þjóðverja var til þessa varið. Þúsundir spæj- ara voru sendir út um lönd öl.l; leyndarmál smærri og stærri ríkja voru keypt og notuð, — notuð með öllum hinum fúlustu brögðum, sem hinn skarpasti mannsheili gat fundið upp, til að véla hinar þjóðirnar. En á meðan voru börnin ungu tekin heima og búin undir “dag- inn”; hinni þýzku föðurlandsást var blásið í brjóst þeim; grundvallar-kenning réttlætisins var hnefinn. Samvizka var ekki til,, þvi að sálin var engin — það sögðu heimspekingarn- ir —, mennirnir voru dýr og sterk- asta dýrið átti að ríkja yfir öllum hinum, yfir öllum heimi. á þessum grundvelli var maskín- an bygð, snildarlega bygð; því að hver einasti Þjóðverji var hjól í henni. Og svo þegar fylling tímans kom, og liinn krýndi spámaður Drottins sá, að nú var hægt að fara á stað, eða var búinn að búa svo undir, að alt hlaut að fara á stað, þá hleypti hann vélinni á stað, og lét hana slá niður þjóðirnar, eins og þegar sláttuvél fellir gras á engi eða korn á akri. Fólkið lá i röstum og haugum; en hinn þýzki spámaður drottins hló ákaft, þegar hann leit rastirnar eftir sláttuvélina hylja jörðina. Hann byrjaði með því, að rjúfa eiða sina við Belgi. Hann deyddi fólkið, brendi borgirnar, stal öllu, sem laust var og rænti landinu. Hinir þýzku herflokkar óðu yfir löndin. Vér höfum að eins séð lítið sýnishorn af hinum hryllilegu ó- diáðaverkum þeirra, í skýrslum pró- fessors Bryce. En hinar blómlegu borgir, hin ó- bætanlegu listaverk, hin stóru bóka- söfn og háskólar og kyrkjur, sem alt brann til ösku í ljósum loga, — eru í rauninni hið minsta og óverulegasta af öllum þeirra svivirðingum og skömmum. Verkin, sem hermenn- irnir, æðri og lægri, hinir fáfróðu og hinir hámentuðu háskólamenn Þjóðverja, unnu á varnarlausum Belgum og vopnlausu bændafólki Frakklands; á börnum ungum, gjaí- vaxta meyjum og gráhærðum kon- um og körlum. Sannarlega hrópa þau verk Þjóðverja í himininn um hefnd. Og eins og þeir fóru með Belgíu, eins eða ver fara þeir með Pólen og Kúrland og Lithauen og Serbíu, og æstu Tyrki tii að slátra Armeníu-mönnum. Getur nú nokkur lifandi maður, með æx.u og samvizku í brjósti, eða með nokkurri tilfinningu fyrir þeim þeim tárum og veinum, straumum blóðs og röstum líka, sem markað hafa leiðir Þjóðverja, hvar sem þeir hafa farið, — getur nokkur lifandi maður hugsað sér, að þetta megi ó- bætt liggja, og nú sé bezt að hætta, og sleppa þessu og semja frið? Get- ur nokur sá maður verið til, með einhvern snefil af viti 1 höfði, en ekki kvarnir einar, að hann sjái ekki, að það væri að gefa morðingj- unum medaliu, að það væri að gefa Þýzkum færi á, að byrja aftur eftir 10 eða 20 ár, eða í lengsta lagi eftir 50 ár? Nei, hvað sem þeir gjöra nú, — hvort sem þeir hóta eða ógna, eða krjúpa á kné og biðja, þá verður nú að láta kné fylgja kviði og ekki hætta fyrri en hægt er að brjóta nið- ur alt þetta voðalega hermanna- vald þeirra, —- alt Junkara-valdið, alt keisaravaldið, allan þeirra mat- erialismus og militarismus, — taka hvert einasta herskip þeirra, — sprengja í loft upp allar þeirra Krúpp-smiðjur, eyðileggja alla Zép- pelina þeirra. — Þetta er ekki að eyðiieggja þýzku þjó'ðina, það er einmitt til þess að frelsa hana. Og svo þarf að skifta ríkjunum í minni lýðveldi. Láta Ungverja mynda eitt og Serba eitt og Csekka eitt og Pól- verja eitt, og Suður-Þjóðverja eitt og Norður-Þjóðverja eitt, og Danmörku fá suður að Kilarskurði, að minsta kosti. En Belgi austur að Rín-fljóti. En umfram alt, — það þarf að berja hrokann úr Þýzkaranum. — Hann er varasamur, hvar í landi sem hann er, hvort sem það er í Ev- rópu eða Ameríku, i Berlinarborg eða Winnipegborg. Isabel Cleaning and Pressing Establishment J. W. aUINN, elKandl Kunna manna bezt að fara með LOÐSKINNA FATNAÐ Viðgerðir og breytingar á fatnaði. Phone Garry 1098, 83 Isabel St. horni McDermot Sigur bindindismanna í Manitoba. Eftir Árna Sveinsson. Herra ritstjóri Heimskringlu! Eins og eðlilegt var, unnu bind- indismenn frægan sigur hér í Mani- toba síðastliðinn 13. marz. Enda var kominn tími til þess, eftir margra ára stríð og baráttu, sem auðvitað stóð svo lengi yfir mest vegna þess, að óvandir stjórnmálamenn tóku saman höndum við vínsalana, til að hjálpa og viðhalda þessum skaðlega atvinnuvegi þeirra. En jafnskjótt sem heiðarleg stjórn tók við völd- um, og almenningur fékik hindrun- arlaust að njóta atkvæðisréttar síns, máttu vínsalarnir og alt þeirra hyski lúta í lægra haldi. Það ættu allir vinbannsmenn að vera ánægðir með úrslitin; þau voru svo eindregin og ákveðin, að enginn getur efast um vilja fjöldans með að gjöra Bakkus alveg útlægan úr Manitoba. Og vér verðum allir að vinna samhuga að því, að Iögunum verði framfylgt; og ennfremur að þvi, að vinkala og víndrykkja verði sem fyrst útilok- uð úr öllu Canadaríki. Já, vinna í bróðerni og eining að þvi, og öllum öðrum nauðsynlegum og uppbyggj- andi þjóðmálum, en láta uilan á- greining og deitur liðinna tíma við- víkjandi vinsölu, falla í gleymsku,_ — nú, þegar sigurinn er unninn. Ekki get eg verið samþykkur yfir- lýsing þeirri, sem stjórnarnefnd Columbia prentfélagsins birti í Lög- bergi 16. marz. Það var ekki við- eigandi eða rétt af þeim, að láta prenta nafnlaus flugrit vínsalanna, nema því að eins, að þeir væru ein- dregið á þeirra bandi. Og þar sem ritin voru nafnlaus, vissu kjósendur ekki, hver samdi þau cða sendi til þeirra, og verða því þeir, sem tóku að sér prentun og útsending þeirra, að bera ábyrgðina á allri þeirri ó- svífni, ranghermi og lygi, sem þar lcemur svo greinilega í ljós. Það er ekkert á móti því, þótt vín- sölumenn noti rétt sinn, ef þeir gjöra það heiðarlega, til að reyna að verja málstað sinn, 'þótt hann sé ill- ur og óverjandi. En þeir eiga enga viðurkenning eða þakklæti skilið, fyrir að hafa lagt fram peninga sína í þá atvinnu, sem er öllu mannfélag- inu til skaða og bölvunar. Og sízt af öllu ættu bindindismenn að rétta þeim hjálparhönd, til að viðhalda slíku, — ef þeir eru ekki einfærir um það sjálfir, þá látum þá falla, eins og nú er framkomið, og sem þeir hafa svo margfaldlega verð- skuldað. Það er mjög auðvirðilegt fyrir menn eða blöð, sem þykjast vera með afnámi vínsölu og víndrykkju, að rétta þeim hjálparhönd, með því að þýða og prenta flugrit þeirra, þótt von sé á nokkrum dollurum í aðra hönd af þeirra óheiðarlega gróða. — Það er engin afsökun fyr- ir nefndina, þótt þeim væri “ómögu- legt að skilja, að málstaður bindind- ismanna væri svo veikur, að honum væri hætta búin af þvi, þótt mót- stöðumenn þeirra fengju að bera fram fyrir almenning sína toálsvörn, oss fanst hann mundi þar á móti græða. Oss var ómögulegt að viður- kenna þá dygð og karlmenskulund, sem viH fjötra mótstöðumann sinn á höndum og fótum”. —- Enda kom ekki til þess; vínsölumenn höfðu jafnrétti við vínbannsmenn til að verja málstað sinn, og voru óbundn- ir meðan stríðið stóð yfir. Nefnd- inni ætti að vera það fuilkunnugt: að andstæðingar ré,tta ekki hverjir öðrum hjálparhönd meðan þeir eru að berjast og stríðið stendur yfir. Og eins er það: að sigurvegararnir binda mótstöðumenn sína. Er slíkt ekki álitin ómenska, lieldur nauð- synlegt, — svo þeir byrji ekki strax aftur á nýjum leik. Hvað skyldu Englendingar og Frakkar gjöra við þann herforingja, sem léti prenta nafnlaus flugrit Þjóðverjum í hag, og útbreiða þau meðal enskra hermanna, til að ná þeim i lið með Þjóðverjum? Skyldi sá herra ekki missa alla tiltrú og jafnvel lífið? Nú hafa bindindismenn sigrað Bakkus og bundið hann. Og ef hann verður nú ekki rólegur, eða reynir að slita af sér böndin, er sjálfsajpt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.