Heimskringla - 30.03.1916, Side 5

Heimskringla - 30.03.1916, Side 5
WINNIPEG, 30. MARZ 1916. II E I M S K R I N G L A BLS. 5. að herða á þeim; og ef á þarf að halda, jafnvel berja á honum liggj- andi, svo hann komi ekki meiru illu til leiðar. Yfirleitt virðist mér yfirlýsing nefndarmanna ekki bæta málstað þeirra: Að þykjast styðja og styrkja vínbannsmenn, en rétta þó hjálpár- hönd til vinsalanna, og segja sem svo við þá: “Legðu i lófa karls-karls, karl skal ekki tilsjá”, er andstyggi- legt í mínum augum. Allir sannheið- arlegir menn vinna að nauðsynleg um framförum og umbótum í mann- félaginu, án þess að taka tillit til peningahagnaðar; þeir gjöra það af góðvilja til meðbræðra sinna, og reyna að halda krókalaust í áttina að hinu fyrirhugaða takmarki, og víkja ekki af hinni réttu leið, iþótt hinn “almáttugi” dollar sé á aðra hönd. — Það var mjög óviðfeldið, að Gol- umbia prentfélagið eða stjórnar- nefndin, skyldi ekki vera einlægari í vínbannsmálinu, en yfirlýsingin ber vitni um. Og það er eftirtekta- vert: að annar eins bindindis-ber- serkur eins og Sig. Júl. Jóhannes- son hefir ávalt verið, skyldi finna hjá sér köllun til að verja slíkt. Því i raun og veru mun hann vera sann- ur bindindismaður og vinna íyrir það málefni af áhuga og einlægni. — En öllum getur yfirsést. — Eg átti heldur ekki von á öðru en ljúf- mensku og litillæti af honum. Þvi kom mér alveg á óvart það stæri- læti og fyrirlitning, sem kemur frám gagnvart ritstjóra Heimskringlu, þar sem hann ræðir um: “oss minni menn” og “andleg elliinörk”. -— Það er ekki í vorum verkahring að dæma um það, hverjir eru “oss minni menn”. Ef vér og breytni vor væri lögð á metaskálarnar, og alt tekið til greina, með og mót, svo að öll kurl kæmu til grafar, er alveg óvist, hvort nokkrir eru “oss minni menn” — Og sízt af öllu gjörir stærilæti og fyrirlitning gagnvart öðrum oss að betri eða meiri mönnum. En það getur heldur aukið manngildi vort, að auðsýna öllum Ijúfmensku og li.t- illæti, og láta sem mest gott af oss leiða. Vinna með bróðurhug og kær- leika til allra manna, — samhuga að velferð og uppbygging þjóðfé- lagsins. Að endingu leyfi eg mér að taka það fram: að þessar fáu linur eru ekki ritaðar af óvildarhug til no'kk- urs manns, heldur að eins til að beina athygli leiðandi manna og blaðaútgefenda, að þeim mikils- verða sannleika: að við alþýðu- mennirnir lokum ekki allir augun- um, og gleypum svo i blindni það, sem að oss er rétt, — hvort heldur það er i ræðu eða riti. Vér viljum reyna að gjöra oss ljósa grein fyrir öllum atvikum og kringumstæðum viðvikjandi velferðar- og áhugamál- um vorum. Vér krefjumst þass: að allir komi þar fram sem sannir heiðursmenn, hvort heldur þeir eru nteð eða móti. Þvi vér fyrirlítum yfirskyn, óeinlægni og allan tví- skinnung, og sjáum fljótt, hvar fisk- ur liggur undir steini. Tökum að eins gott og gilt það, sem unnið er af einlægni, og með óskiftum kröftum, framfaramálum vorum til eflingar og uppbyggingar, svo þau komist spm fyrst í framkvæmd, þjóðfélag- inu til heilla og hagsælda. Með vinsemd og einlægni Árni Sveinsson. ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada og Norðvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu ati já et5ur karlmaður eldri en 18 ára, get- ur tekið heimilisrétt á fjórðung úr section af óteknu stjórnarlandi í Mani- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi eröur sjálfur atS koma á landskrifstofu stjórnarinnar, eöa und- irskrifstofu hennar í því héraði. í um- bofti annars má taka land á öllum landslcrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undir skrifstofum) meti vissum skil- yrtSum. SKYLDl K:—Sex mána'ða ábút5 og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa metS vissum skilyrt5um innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru- hús vert5ur at5 byggja, atS undanteknu þegar ábút5arskyldurnar eru fullnægtS- ar innan 9 mílna fjarlægtS á öt5ru landi, eins og fyr er frá greint. í vissum hérutSum getur gót5ur og efnilegur landnemi fengit5 forkaups- rétt, á fjórtSungi sectionar met5fram landi sínu. Vert5 $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDllIli—Sex mánatSa ábút5 á hverju hinna næstu þriggja ára eftir at5 hann hefir unnit5 sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og auk þess ræktat5 50 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengitS um leit5 og hann tekur heimilisréttarbréfit5, en þó met5 vissum skilyrt5um. Landnemi sem eytt hefur heimilis- réttl sínum, getur fengit5 heimilisrétt- arland keypt í vissum hérutSum. Vert5 $3.00 fyrir hverja ekru. SIvYLDl'R:— VertSur at5 sitja á landinu 6 mánut5i af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virt5Í. Bera má nit5ur ekrutal, er ræktast skal, sé landit5 óslétt, skógi vaxit5 etSa grýtt. Búpening má hafa á landfnu i stat5 ræktunar undir vissum skilyróuin W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior Blöt5, sem flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fyrir. Bændur og verkamenn. Fyrir tæpu ári slðan atvifraðist það, að verkamenn þessa lands (Canada) stóðu mjög ráðaleysislega frammi fyrir bændum og öðrum verkveitendum og gátu naumast fengið nokkra atvinnu. Af þessu leiddi það, að sumir bændur og aðrir, er verk þurftu að kaupa, urðu hreint ekkert seinir á sér með að brúka þetta ástand verkalýðsins sér til eigin hagnaðar, með því að færa kaupgjald niður fyrir alla sanngirni, — vitandi það vel, að nú væri þeirra tækifæri, og neyðin kendi verka- mönnuin, að taika hvað liágt kaup, sem þeim þóknaðist að bjóða. Þarna var allri samvizku eða sannsýni stungið í vasann, en ágirndin færð í sín beztu spariföt. Auðvitað ætla eg að taka það fram strax, til að fyrirbyggja allan misskilning viðvikjandi þessari sma- grein, að til eru í landi þessu stór- heiðarlegir bændur og fleiri, semjá- valt borga sanngjarnt kaup, og söinu- leiðis gefa gott fæði og aðra góða aðhlynningu; en hinir eru margir, sem það ekki gjöra, og er leiðinlegt til þess að vita. Nú breytast atvikin á ný, sem stafar af hinni yfirstandandi styrj- öld, að nú næstkomandi vor lítur út fyrir mikla manneklu, ef marka má hinar inörgu umkvartanir í hér- lenduin blöðuni. Vilja nú liinir fyrst töldu, bændur og fleiri, sem gjörðu sér svo injög ant um, að færa niður kaup i fyrra, taka sér fram i ár og bjóða mönnum gott kaup, góðan við- urgjörning og sömuleiðis gott við- mót? Þetta þrent verður að fylgjast að, sérstaklega á þeim árum, sem um manneklu er að fæða. Skyldi þessi aðferð ekki verða þeim að liði, og dálitið heppilegri? Auðvitað myndi það ganga nokk- uð nærri mönnum, sem eru sýnkir að eðlisfari, og sem alt af eru reiðir út i verkalýðinn, og álíta hann geti lifað undir líkum skilyrðum og grip- ir. Horfandi einhliða á sinn eigin hagnað. Hugsandi sem svo, að engin önnur stétt manna eigi eins sannan rétt á að lifa eins og bændur og aðr- ir verkgefendur. — Því miður á svona lagaður hugsunarháttur sér stað. Samt i fáum tilfellum, sem bet- ur fer; enda þyrfti alveg að kasta honum útbyrðis. Hvaða afstöðu hafa nú íslenzkiv bændur viðvíkjandi þessum mál- um? Rorga þeir allir gott kaup? Gefa þeir allir góða aðhlynningu? Hvern- ig er viðmót þeirra gagnvart verka- mönnum sinum? Þarna eru fjórar íhugunarverðar spurningar. Það er enginn skyldað- ur til að svara þeim; en samt vairi ekkert á móti því, að sumir isler kir bændur legðu þær á minnið. En ef að ætti nú að svara þessum spurn- ingum af sannsýni, þá held eg að út- koman yrði hin sama og hja ölluin þorra bænda þessa lands, og í sum- um tilfellum hreint ekkert betri, ef ekki lakari. Það er alkunnugt, að sumir islenzkir bændur hér i Can- ada raga kaupgjald verkamanna nið- ur úr öllu hófi, ef þeir geta komið því við. Þeir eru grútar að upplagi, og lifa sjálfir mesta sultarlífi, og það sumir, þó þeir séu vel efnuni búnir, og þess vegna er það einnig hneykslunarverðara. Þarna kemur fram hugsunarleysi og nízka, sem hittir sig sjálfa á hausinn, með því, að bóndinn tapar vinnumnnninum, kanske þegar verst gegnir, og fær svo engann til að fara til sín aftm'. Verður síðan að vinna al-einsamall, og getur því ekki orðið þjóð sinni og öðrum eins nytsamur bóndi og annars (verður að búa litlii búi). — Oft er svona bóndi andlega nakinn. Hann getur ómögulega séð, 'nv ' i vegna hann skuli ekki geta fengið mann, þegar hann þarf hans með. Svo er annað: Þessi sami maður er einmitt maðurinn, sem er helzt mögulegur til að vaða að vinnu- mönnum sinum ineð miður völdurr og marg-krossuðum blótsyrðum, ef eitthvað smávegis út af ber. Og svo ofan á alt þetta er hann vís til að láta vinnumann sinn liggja i ein- hverjum útihússkofa með lítið i kringum sig. Aftur er öðru máli að gegna með suma stórheiðarlega islenzka bænd- ur, sem eru auðvitað miklu meiri hlutinn. Þeir vilja eigi vamm sitt vita í neinu og allra sízt gagnvart sjálfum sér og hjúum sínum. Þeir einir uppfylla öll góð skilyrði við- vikjandi mönnum sínum. Og eins og það er gott fyrir þjóðlifið, er það einnig ána'gjulegt fyrir þá sjálfa. Virðingarverðir eru þeir. Og engan fá þeir óvin. Þeir umgangast menn sína með brosi á vörum og tala á- valt máli þýðleikans. Þetta virða hjúin svo mikils, að enginn getur, ef til vill, unnið nógu hart fyrir swna bændur. Trúleika eiga þeir á- valt skilið. Eg ætla nú að vona, af því sem að frainan er sagt, að enginn mis- skilji þetta þannig, að verið sé að fara með ósannindi gagnvart bænd- um, þó til þeirra hafi verið talað meira. Eg ætla því að fara nokkrum orð- um um verkamenn þessa lands líka. Verkamenn eru, eins og svo marg- ir vita, mjög misjafnir. Sumir jafn- vel ósannsýnir, ónýtir, latir og svik- ulir. Vilja fá hátt kaup fyrir sem minsta vinnu. Þetta er samt engin afsökun fyrir efnaðan bónda, sem gefur slæma vist og lítið kaup. Það réttlætir hann ekkert. Svo eru enn aðrir verkamenn sér- deilis fjölmennir' meðal íslendinga. Þeir eru sannsýnir, duglegir og trú- ir. Væri nú ekki vel til vinnandi, að gjöra vel til svona manna? Því þess- ir menn, þótt þeir séu góðir, eru eins vísir til að ganga úr vist, ef þeim er misboðið á einn hátt eða annan. Það er deginum ljósara, að til er þessi framannefndi mismunur á verkamönnum, og því er eins gott fyrir bóndan.n og fleiri, að þekkja til þeirra manna, sem hann ræður til sín, og þó þeir séu kaupdýrari, en hinir óþektu, ætti bóndinn eigi að fá sér það til. Enginn góður bóndi þarf að hafa vondann vinnu- mann til lengdar, ef hann á annað borð er þektur að þ,ví, að vera gud- ur húsbóndi og reiðilegur með kaup- gjald. Hann getur látið hann fara, og ávalt fengið sér góðan mann. í stað þess, að bóndinn, sem gefur vonda vist og er hrotti við menn Þú hefur skyldu gagnvart sjálfum þér —Fáðu McKenzies “Red Guide Book’’ <U V o a 3 «3 3 a ^"3 c <u > s2 3 s-. :> V0RIÐ ER K0M1Ð Alvarlegt viðtal til þeirra er sá frægi Pakki af Frægi er í sjálfu sér lítill, en afar uppspretta ánægju og gróða þeim sem sáir. McKenzie fræ gera garðinn þinn fagran af blómum og skaffa þér gnægð af nýjum og gómsætum garðávöxtum allt sumarið. McKenzies fræ í smápökkum er til sölu hjá öllum leiðandi matvörusölum í Vestur-Canada. — Spurðu kaupmannin þinn í dag. Beans — Beets — Celery — Cabbage — Carrot — Corn — Cucumbers — Lcttuce — Onion — Peas — Radish —Tom- atoes — Sweet Peas — og annað blóma fræ — allt í 5 centa pökkum og upp. A. E. McKenzie Co. Ltd. Brandon, Man. Calgary, Aka. McKenzies 20th Annual — Þeirra bezta á 20stu öldinni Lauslegar þýðingar úr ensku. I. Brjál mannheims. II. Hvítu ljósin. “Hann er vitskertur, verður að hneppast Skáldið, sem orti þetta kvæði, var vélastjóri í varðhald”, þú segir við mig. með jíírnbrautartestiim. Ei hvernig né hvar hann varð þannig, ■ * en hver það sé ekki, spyr þig. Svo oft er vél mín áfram þaut Vor veröld er vitskertrahæii og ókunn leiðin var þar vitfirring mannkyns er böl, eg gætti þess, er beygðist braut. það geggjast af gleði og hjátrú hvað biði okkar þar. er geðveikt af ástríðu’ og kvöl. 1 gegn um húmið ferða-frjáls við fleygjumst — út eg lít Hvert ungbarn sem æsist við myrkrið, og líð svo fram á línum stáls, hver æskusál töfruð við ljós, hver kona sem mest dýrkar móðinn, ef ljósin eru livít. hver maður sem dauðans kýs hrós, Ið bláa ljós er “biluð lest ’, hver nyrfill sem aurana eltir, ef blikar grænt “hæg reið”, hver eyðslukind sóandi gnótt, við rautt ljós “hér er hættan mest”, hver lærisveinn blindur við bóknám, við hvítt ljós “örugg leið”. hver biðill sem vakir um nótt. Um opið land við leggjum þá.— Ef Ijósbjört nótt hér var Hvert skáldið sem heldur alt hugsjón, eg hvelfdan stjörnuhimin sá, hver hatursál nefnandi’ alt fals — hver óþroskun gálaus og glysgjörn, en hvaða ljós er þar? hver guðstrú með orðið tii sals — Oss sögðu ekkert sálir þær, hver kierkur sem eigingjarn krunkar, sem svifu guðs á fund; hver kyrkjunnar efandi sál, þeim lengdist ekki líf oss nær hver haiur sem hlæjandi masar, að Iýsa dauðans stund. hver hryggur með bölsýnis-mál. Lífs endastöðvar enn ei sá, sem einhverntíma lít — Hvort sem að við gáskafull gleðjumst, sú ljúfa von mér lifir hjá, eða gremjumst, í mannfélags höll við göngum í grimmustu blekking að ljósin verði hvít. jafn geggjuð og hugstola öll. O. T. Johnson. sina, verður oft að gjöra sér það að góðu, að hafa lélegan mann, og ao endingu fær liann alls engan. Margir munu segja, að þetta se erfitt að laga, og eg býst við þvi. En fari svo ,að mennirnir batni og fái að skilja hvern annan til hlýtar og sömuleiðis venji sig á, að viðhafa ávalt sannsýni, þá getur það orðið hugfast öllum, að gjöra aldrei við annan það, sem þeir vildu ekki sjálf- um sér láta gjöra, — og þá fyrst er heimurinn orðinn það, sem hann á að verða. Erl. * # # Alhs. ritslj. við greinina ‘‘Bændur og verkamenn”. Kaupgjald er hærra hér en nokk- ursstaðar annarsstaðar í heimi, sér- staklega um þreskingar- og upp- skerutíma. Sanngirni, hvað kaup snertir, hlýtur að miðast við það, sem maðurinn afkastar. Vér höfum séð menn vinna í þreskin.gu fyrir 4 dollara kaupi á dag og eiga það; en aðra vinna fyrir ° dollara kaupi og gjöra ekki hálft verk þess, sem fékk fjóra. Álíka tilfelli höfuin vér séð í skógi og við heyskap og í sög- unarmyllum. Hjá öllum þorra íslendinga mun fæði betra, en hjá ýmsum hinna þjóðflokkanna, sem hér hafa saman safnast. Og kemur það þó nokkuð af því, að menn eru ekki vanir fæðu- tegundum þeim, sem þeir hinir út- lendu menn nota. Hið bezta til að koma í veg fyrir það, sem greinarhöfundurinn telur vankvæði, er það, að gjöra ákveðna og greinilega samninga . Enginn verkveitandi vill missa ötulan og dyggan vinnumann, þvi að þá tap- aði hann mest sjálfur; en ókosta- inenn vilja allir losast við. Islandsfréttir. Lögrétta, 23. febrúar. Eggert Stefánsson söngvari hefir nýlega verið á ferð i Stokkhólmi og söng þar opinberlega kveldið 21. f. m., i Visinda-akademíinu. — Hefir Lögr. séð ummæli nokkurra Stokk- hólmsblaðanna um sönginn, og láta þau vel yfir honum. Þau geta um, að hann hafi sungið lag Sigf. Einars- sonar við “Gígjuna” oftir Ben. Grön- dal og lag Árna Thorsteinssons við “Kyrkjuhvol” éftir Guðmund Guð- mundsson. Segir eitt blaðið, að i þessum lögum séu skandinaviskir þjóðlegir tónar, hlýjir og innilegir, í ætt við þá norsku. Eggert söng is- lenzku textana, en á söngskránni voru þeir í þýzkri og enskri þýð- ingu. Blaðið segir, að það hafi ver- ið málfræðingunum unun að heyra framburð fornsagnamiálsins í söng. En veikara var það í framburði en menn höfðu búist við, segir blaðið, og var þó auðheyrt, að þar kom til greina sérkennileiki söngvarans. Mest bar á hinum hörðu 1-hljóðum, sem sænsk eyru helzt vilja tileinka fjörugu sveitamáli, en þykja síður eiga heima i fáguðu bókmentamáli. Lögunum var vel tekið, segir blað- ið, og lýsir svo með velvilja meðferð söngvarans á þeim og helztu ein- kennum hans. Annað blað, “Stokkhólmstíðindi”, talar um, að rödd söngvarans sé ekki ! sterk; en hrósar henni samt ekki i litið, og segir meðal annars, að hann | hafi sungið “Svaninn” eftir Grieg, “Gigjuna” og “Kyrkjuhvol” af mik- illi tilfinningu og innilegum skiln- ingi. Þriðja íslenzka lagið sem hann söng, var “Sverrir ikonungur” eftir Sveinbjörnsson, og þykir blaðinu þar helzt um sérkennileik að ræða. “Berlingatiðindi” frá 14. janúar í vetur geta um, að Eggert hafi sungið ásamt fleirum á samkomu í Khöfn, sem blaðið gekst fyrir til þess að safna handa íátækum fyrir Jólin, og lætur það mjög vel yfir söng hans. Þar söng hann ýms íslenzk lög, en einnig “Brcit uber mein Haupt” eft- ir Strauss, “En Svane” eftir Grieg, ogitalska serenade eftir Paola Tosti, og segir blaðið, að öllum lögunum hafi verið mjög vel tekið, en sér- staklega hinu síðastnefnda. I I — Forseti bæjarstjórnar Regkja- víkur var nýlega kosinn Sighvatur Bjarnason bankastjóri i stað Júns; Magnússonar bæjarfógeta, er baðst! undan endurkosningu. .. — ‘‘Sálin vaknar” heitir skáld- sagan, sem Einar Hjörleifsson hefir nú nýlokið við, og las hann upp nokkra'kafla úr henni síðastliðinn; sunnudag i Bárubúð. Sætin voru út-l seld, og aldrei hefir sögu-upplestri | eða fyrirlestri verið betur tekið hér! í bænum. Segja það margir, sem j heyrðu. að þessi saga muni taka fram öllum eldri sögum hans. — Mannalát. — Hinn 22. febrúar andaðist í Reykjavik frú Ida Ann- ette Nielsen, móðir frú Inger öst- lund, konu D. östlunds áður ritstj. og prentsmiðjueiganda hér í bænum. Frú Nielsen hafði legið um tíma að undanförnu og var banameinið krabbi í lifrinni. Hún var fædd 28. okt. 1845 i Brevik i Noregi, en átti j lengstum heima i Kristjaníu þangað til liún fluttist hingað til dóttur sinnar og tengdasonar fyrir eitthvaðj nálægt 10 árum. Nú er I). östlundl ] vestur i Bandarikjum og dætur hansj I tvær, en frú Inger östlund býr hérj enn, og eru synir liennar tveir hjá henni, hinn eldri við náin á Menta- skólanum. Var það ráðgjört, að þær mægðurnar og bræðurnir færu áður langt um líður vestur um haf. Frú Nielsen átti son i Chicago, en þriðja barn sitt, dóttur, hafði liún mist. — Frú Nielsen var mesta myndarkona og merkiskona að öllu leyti. Nýlega er dáin i Reykjavik ung- frú Helga Magnúsdóttir Gunnars- sonar. — Sæsiminn er ekki kominn i lag ennþá. — Aflabrögð eru nú í hezta lagi hér suður með flóanum; eins á Vest- fjörðum. Vélbátar ísfirðinga eru nú að koma hingað suður i flóann til veiða. v — Fisksalan i Englandi. Siðustu fregnir af henni eru þær, að ‘Apríl’ seldi nýlega fyrir 1300 pd. sterling og ‘Maí’ fyrir eitthvað nær 1200. ‘Snorri goði’ seldi fyrir nokkru fyr- ir 860. — Veðrið. Snjór er hér enn yfir alt, en veður hið bezta undanfarna daga, sólskin og frostlaust. — Tuttugu og fimm ára hringjara- afmæli átti Bjarni Matthíasson hringjari við dómkyrkjuna i Reykja- vík 10. febr. og var honuin til minn- ingar um það haldið samsæti af sóknarhefndinni, dómkyrkjuprest- unum og öðru starfsfólki kyrkjunn- ar. — Embættispróf i læknisfræði hefir nýlega tekið hér á háskólanum Halldór Kristinnsson frá Útskálum. — Vélstjóraskólinn. Hinn 31 janú- ar skipaði ráðherra M. E. Jessen for- stöðumann vélastjóraskólans í Rvik. — Hagtiðindi heitir blað, sem ný- farið er að koma út frá Hagstofu Is- lands, og er 1. tbl. komið út. Áskrif- endur að ritum hagstofunnar fá blaðið ókeypis. Tilgangur blaðsins er, að flytja almenningi ýmsar hag- fræðilegar upplýsingar örara, en kostur er á i Hagskýrslunum; skýra fná niðurstöðum rannsóknanna und- ir-eins og þær eru fengnar o. s. frv., en nánari vitncskju fá menn siðar í skýrslunum. !!!§ DOMINION BANK llornl \nlre Dnnte ng Sherhrnoke Street. HfffittSntMI tiitplt.......... £0,000,004) Vnrattjðfitir ................. »7.000,000 \llor elKoir...................Í7N.000.000 Vér óskum eftlr v!t5sklftum verz- lunarmanna og ábyrgjumst a» gefa þelm fullnægju. SparlsjóUsdelld vor er sú stærsta sem nokkur bankl haf- Ir I borginnt. fbiiendur þessa hluta borgarlnnar óska aB sklfta vl8 stofnum sem þelr vlta aB er algerlega trygg Nafn vort er fulltrygglng óhlutlelka. ByrJlTS sparl lnnlegg fyrlr sjilfa your, konu og börn. W. M. HAMILT0N, RáðsmaSur PHONE r.AKIIl 84.10 Ein persóna (fyrir daginn), $1.50 Herbergi, kveld og morgunverbur, $1.25. Máltíblr, 35c. Herbergi, eln persóna, 50c. Fyrirtak í alla stabl, ágæt vínsölustofa í sambandi. Talslml Garry 22.12 R0YAL 0AK H0TEL Clias. Gustafsson, elganill Sérstakur sunnudags mitidagsvertS- ur. Vín og vindlar á bortSum frá klukkan eitt til þrjú e.h. og frá sex til átta atS kveldinu. 283 MARKET ST. WINNIPEG Hospital Pharmacy Lyfjabuðin sem ber af öllum öðrum.--- Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávísanir, seljum frímerki og gegnum öðrum pósthússtörfum 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5676-4474

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.