Heimskringla - 30.03.1916, Page 8

Heimskringla - 30.03.1916, Page 8
■BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. MARZ 1916. Fréttir úr Bænum. Jón J. Westman, að Clarkleigh, Man., andaðist að heimili sínu lað morgni þess 27. marz. Hann var 62. ára gamall og einn af íslenzku frum- byggjunum hér. Hafði leitað hingað til lækninga fyrir skömmu, en ekki fengið bót meina sinna. Mrs. Guðbjörg Magnússon áTor- onto Street hér í borg, dó að morgni hins 26. þ. m., úr hjartaibilun. Guð- björg sál. var kona Oddbjörns Magn- ússonar, hálfbróður Sigurðar skálds Jóhannessonar. Hennar verður frek- ar minst síðar i blaði þessu. Utanáskrift hr. J. Hrafndals John- sons, sem áður var 1439 Pembroke St., Victoria, B. C., er nú: Box 818 Prince Rupert, B. C. 1 greininni við “Ranghermi” i sið- asta blaði hefir fallið úr lína, sem fylgir: — Einnig var hann svo göf- ugmannlegur, að slá því út, að eg myndi ekki vera löglega gift, af þvi að hann, o. s. frv. SYRPA, 1. hefti af 4. árgang, verð- ur innan fárra daga sent kaupend- unuin og til umboðsmanna. Árgang- urinn $1.00. Borgist fyrirfram. Heft- ið 30c. Ritið er nú prentað á góðan pappír og til þess vandað að öllu leyti. — Útgefandinn. liiblíufyrirlesttir verður haldinn í 804*4 Sargent Av. (millli Arlington og Alverstone St.) fimtudaginn 30. marz. kl. 8 síðdegis. Efni: Spádómar og fagnaðarboð- skapur. Striðið mikla milli sannleik- ans og villunnar, sem lýst er af spá- manninum í Opinberunarbókinni 12. kap. — Sunnudaginn 2. april kl. 4 e. h. verður umræðuefnið: Gata dauðans. Hvar er sálin milli dauð- ans og upprisunnar? Er kenning andatrúarmanna í samræmi við kenning biblíunnar? — Inngangur ókeypis. — AHir velkomnir. Uavíö Guðbrandsson. FYRIRTAKS KJÖRKAUP PIANOS,— PLAYERS,— ORGANS VI« höfum mikiö af hljó«færum á hÖndum sem hafa verið tekinn í skift- um eða sum hafa veriö leigð út, sum hafa veriö keypt og aö nokkru leyti borguö og skilaö aftur. — Hvert hljóö- færi er ábyrgst að vera í bezta lagi. Hver sem kaupir eitt af þessum hljóö- færum sparar sér mikla peninga. $ 45.00—CHICAGO CITY ORGAN, 5 octave cabinet, mjög laglegt hljóöfri í bezta lagi, $45. $ 50.00—KARN ORGAN, SIX OCTAVE Piano case, svart, 21 stops, sel- st fyrir $50. 9 70.00—BELL & CO. ORGAN, PIANO case, walnut, vandaöur frá- gangur, hérumbil nýtt, meö spegli aö ofan. $76. 9120.00—THOMAS & CO., ORGAN, piano case, ekta mahogany, meö nýjustu endurbótum alveg nýtt, einkar gott á $120. 9215.00—DU CHARME PIANO, BURL- w'alnut, fullkominn stærö,--- mjög laglegt case; eins gott og nýtt, kostaöi $500 veröur selt fyrir $215. $220.00— HEINTZMAN CO., f GÓÐU ástandi, vanaverð $500, selst fyrir $220. $250.00—NEWCOMBE, — MAHOGANY case, nýjasta sniö, kostaði $450, brúkaö í tæpt ár, til sölu fyrir $250. $200.00—KRYDNEIt CO., í FUMED oak case, leigt í nokkra mán- uði alveg eins gott og nýtt, vanaverð $350, selst fyrir $260. $285.00—EVERSON & CO., MAHOGANY case, útflúrislaust, stórt, hefir verið brúkaö til sýnis í búö- inni, vanaverð $425, til sölu fyrir $285. $320.00—WILLIAMS NEW SCALE í Walnut case, borgað á parti, brúkaö svo sem eitt ár, í hér- umbil fyrirtaks ástandi, vana- verð $450, selst fyrir það sem eftir er aö borga $320. $464.00— EVERSON & CO., PLAYER Piano, dökt Mahogany Louis XV. sniö mjög fallegt, hljóö- færiö kostaöi $700, þaö hefir veriö nokkuö borgað niður í því, til sölu fyrir þaö sem eftir stendur $464. $500.00—WILLIAMS NEW SCALE, — Player Piano, fumed Oak, brúk aö svo sem tvö ár, seldist fyrir $820, borgaö á parti, selst fyrir afganginn $500. $525.00—WESTER BROS., ELECTRIC Player, í Mission Oak, búiö til af nafnfrægu Ameríkonsku félagi kostaöi $1000 tekið í skiftum, til sölu fyrir $525. Kaupskilmálar sem eru haganlegri /yrir kaupanda, fást ef kaupandi æskir þess. SkrifaÖu eða komdu viö og fáðu frekari upplýsingar. Enn láttu þaö ekki bíða, svo þú hafir tækifæri að velja úr. CROSS, GOULDING & SKINNER 323 Portaífe Avenue. WinnipeK, Mnn. Getiö þess, aö þér sáuð þessa aug- lýsingu í Heimskringlu. Til Leigu. gott land (% section) 2 mílur norð- ur af Winnipeg Beaeh, hálfa mílu frá vatni. Landið er inngirt, gott hús á því, og nógur heiskapur og viður. Ágætt frir familíu sem vildi byrja búskap og reisa nokkra gripi. Snúið ykkur til G. J. Goodmundson, 696 Simcoe St., Winnipeg-. Jón B. Johnson, frá Dog Creek, gainali kunningi vor, kom til borg- arinnar nýlega. Hann lætur hið bezta af öllu þar nyrðra. Býr hann á eyju einni i suðurbluta Manitoba- vatns og hefir þar björg nóga bæði af vatni og landi og hefir gott bú. Bréf frá Edwin G. Baldwinson, ritað á Fraklandi 8. marz sl., biður þess getið, til leiðbeiningar þeim, sem kynnu að vilja rita honum, að áritun hans sé: Pte E. G. Baldwinson, M 2—153341, lst Base M. T. Depot, • Rouen, France. Jafnvel þótt Wonderland hafi vanalega fult eins góðar sýningar eins og sá næsti. Þá skarar þó sýn- ingin “Jewel” fram úr öllum öðrum. Leikurinn er í fimm þáttum og verður sýndur á mánudaginn og þriðjudaginn i næstu viku. Bæði börn og fullorðnir ættu að sjá leik þenna, því hann er bæði lærdóms- rikur óg skemtilegur. Leikkonan Ella Hiall hefir aldrei komið eins vel fyrir eins og i þessum myndum. — Þeir Philip Smalley og Louis Weber hafa getið sér góðan orðstír fyrir ljómandi smekk og fyrir það, að leikir þeirra eru ætíð vel leiknir. Mr. S. G. Magnússon í Keewatin, Ont., óskar, að komast í bréfasam- band við einhvern liðlegan mann, sem þarf atvinnu fyrir sumarið (segjum í 5 mánuði), og er vanur fiskiveiðum. Hver, sem vill sinna þessu, snúi sér til hans sem allra fyrst. Box 73, Keewatin, Ont., Can. IÐUNN er nú uppgengin, eins og eg hefi áður auglýst. Þá, sem hafa sent mér peninga, en ekki fengið ritið, bið eg að vera þolinmóða. Þeir fá annaðhvort ritið eða dalinn aftur. Bezt að senda ekki peninga með pöntunum fyrri en eg augiýsi að ritið sé hingað komið. Stefán Pétursson, 696 Banning St. W’peg. Til Sölu ágæt rafurmagns eldavél (Range) og tvær minni meðfylgjandi. Verður seld fyrir minna en hálfvirði, þó hún megi heita sama sein ný,, sök- um þess að eigandinn flytur bráð- lega úr bænum og verður að selja. Þeir, sem þessu boði vilja sinna, komi til 500 Victor St. Merid, Sask., Marz 20., 1916 Háttvirti herra:— — Viltu gera svo vel og útvega mér eitt form “Attestation Paper” frá 223. Skandinava Herdeildinni. Hér vestra rennur víkinga blóð í æðum manna og áhugi mikill að komast í herinn til að hjálpa landi og líð. Eg vil fara f þessa deild; svo treysti eg þér til að senda mér þetta með fyrstu ferð. Með virðingu, G. G. Bjarnason. Bréf á Heimskringlu . Victor Anderson. Sigurjón Johnson (3). Miss Valgerður Friðriksd. Mrs. Elin T. Stephensen. Mrs. F. Pálmason.' Roy Carson. S. Borgfjörð. Sigfús Pálsson. Snjölfur Austmann. S. Hlíðdal (2) Guðmundur Jónatansson Mrs. Jónína T. Ágústsson (2). S. T. Hördal. Til sölu eða leigu. % Section umgirt gott heyland, góður skógur, með byggingum, % mílu frá fiskívatni, 6 mílur frá járn- braut, — til leigu eða sölu eða leigu- skift eða fasteignaskifta í vestur- bænum. E. EGILSSON, 1642 Arlington St., Winnipeg. 25-27. Phone: St. John 953. KENNARA VANTAR fyrir Ralph Connor skóla No. 1769, 12 milur vestur af Ashern, — í 5% mánuð; eins mánaðar frí. Kensla byrjar 1. maí. Umsækjandi verður að hafa Second eða Third Class Pro- fessional Certificate. Umsókn, er taki fram kaupgjald, sem óskað er eftir og æfingu við kenslu, sendist fyrir 15. april til: II. liaker, Séc’y-Treas. Zant P.O., Man. Myrkra-hnupl. I æðra ljósi andinn sér aðfarir stórskáldanna: Stephan frá Hallgrími hnupla fer hendingum til að sanna, víti sé bölvað, og bágt að sjá bálþrungnum myrkranna púkum hjá “aðgreimng” milli manna! 11. marz 1916. O. T. Johnson. Birkinesið. TIL SöLU land á vesturströnd Winnipegvatns, rétt fyrir norðan Gimli (B^rkinesið); Yi mílu sund- fjara; ljómandi fallegt fyrir suraar- j bústaði. Upplýsingar fást hjá Gisla j j Sveinsson eða Stephen Thorson, J Gimli, og hjá Joseph T. Thorson, c.o. J j Campbídl and Pitblado, Winnipeg. j Heimskringla óskar, að einhver, sem til þekkir, sendi sér upplýsing- ar um núverandi heunllisfang Guð- mundar Filippussonar. Yfirlýsing. St. Hekla nr. 33 I.O.G.T. vottar hér með stórtemplar br. Sig. Júl. Jó- hannesson þakkir og fult traust fyr- ir framkomu hans og baráttu fyrir framgang bindindismálsins, og hina snörpu sókn hans fyrir vínsölubanni því, er kjósendur Manitoba fylkis samþyktu 13. þ. m. Og jafnframt lýsir stúkan óánægju yfir út af árásum þiem, er téður reglubróðir hefir orðið fyrir í blað- inu Heiinskringlu, út af áfengisaug- lýsingum, sem blaðið Lögberg hefir flutt í ritstjórnartíð hans, þar eð slí’kar auglýsingar eru algjörlega fyr- ir utan verksvið hans Við blaðið Lögberg. Ofanrituð yfirlýsing var samþykt á fundi stúkunnar Heklu þann 24. marz 1916, og ákveðið að birta hana í Lögbergi og Heimskringlu. Jósephína Helga Anderson. 1878—1915. Hve svipleg var hin síðsta stund. — Oss sakir örlög dylja. — Var hún nú lík? Féll hún i blund? Var horfið oss hið mæra sprund, Að dýrum droMins vilja? Sem haustið kvæði’ oss hrygð í sál, Vér horfðum á fölnað blómið. Vor harmúr djúpur hepti mál. f hug dss datt: Er lífið tál? Vort bjarta veikt, sem hjómið? En blunda vært hin blíða snót, Þér blómin vaxi að leiði. Oss hinum er það harma-bót, Að hugðnæm varstu, rösk og fljót, Svo oft varð góður greiði. Vér hörmum þig. En hann þó mest, Sem heit þér ungur tjáði. Þín móðurhygð, þín manndáð sést, Þú minning bjarta eftir lézt, Á gröf, sem geislum stráði. Jón Kernesteð. ‘ Victory” Svo heitir liin mikla borg, sem Bret- ar hafa bygt á Englandi, en heinmrinn veit ekki hvar Oft hafa bæjir og borgir þotið upp á einum mánuði, einni viku, eða kalla má á einni nóttu í Banda- rikjunum; en ekkert er það nema barnaieikur á við það, sem skeð hef- ir á Englandi núna, því að það er í svo feykilega stórum stýl. Kitchener og hermiálastjórn Breta sáu það fyrir í byrjun stríðsins; að stríð þetta myndi verða aðalstarf Breta í marga, marga mánuði og að þar yrðu sig allir við að gefa og ekk- ert til spara, hvorki menn né fé. En af þessu leiddi það, að stjórnin tók sig til og fór að byggja borg eina mikla, þar sem menn skyldu engu sinna öðru en störfuin stríðsins. Hún sendi út skipanir sínar og þúsundir og tugir eða hundruð þús- unda verkamanna söfnuðust þar að. Og á örskömmum tíma var borgin risin upp, þar sem varla hafði sézt kofi áður. En hvar? Hvar hún sé er leyndar- dómur, sem ekki verður heiminum kunnur fyrri en stríðið er búið. En hún er einhversstaðar á Englandi. Og spádómur fylgir nafni hennar, því hún var heitin ‘“Victory”. Einn fréttaritarinn á Englandi rit- ar um hana á þessa leið: Mér fanst núna, sem ljónið brezka væri að reisa makkann og teygja úr löppunum með berum ljónsklón- um. Eg hefi verið að renna augum fram til ókomna timans og séð þar inarga nýja hluti, og þó eitt merki- legast, nefnilega, að þetta alt er byrjun ein, sem búið er að gjöra og undirbúningur undir það, sem í j hönd ifer. í sjónum þessum hefir mér borið fyrir augu eldstrókur einn, sem gleypa mun alla herskara óvina þjóðanna og gjöra þá að engu. Einn er sá lærdómur, sem vér höf- um visari orðið við stríðið, og er hann sá, að það er að vinna til eink- I is og eyða lífi milióna, að fara að j reka járnið fyrri en það er heitt orð- | ið. En i þessari miklu borg “Vic- tory” læra menn það fljótt, að það tekur töluverðan tíma, að geta látið vitið, þekkinguna, listina, og aflið fylgja högginu eftir, þegar sleggjan er reidd. Bretar eru að búast í striðið, — einlægt að búast. Og eins og hnefa- leikamaðurinn þarf að búast vel og lengi undir viðureignina við mót- stöðumann sinn, þarf um fram alt að vera þolinmóður, þolinmóður um fram alt, — eins er hér. Bretar bygðu “Victory” til að búa sig und- ir að mæta Þjóðverjum, og nú er hún langt komin. “Victory City” er langar leiðar frá — öllum öðrum borgum. Og það munu Þýzkir sanna, eða Zeppelinar þeirra. Hún er tuttugu mílur á hvern kant. Hún nær yfir tuttugu ferhyrndar mílur, yfir hæðir og dali. Mörg, mörg þúsund manna hafa bygt hana og cru enn að ]>ví, og margar þús- undir manna, karla og kvenna, munu búa þar og starfa. Eg sá þar feykilega langar raðir af verksmiðj- um, og var mér sagt, að þær hefðu verið bygðar á þremur vikum. Og stóðu þá múrsmiðirnir svo þétt saman nótt og dag, að sem næst var að stæði maður við manns hlið. Yfir mörg hundruð mílna hafa járnbrautarteinar verið lagðir um borgina; en strætin öll eru lögð granit-björgum, og er ætlast til að þau vari og endist mann fram af manni. Það er eins og landið eða þjóðin brezka hafi sagt: “Héðan af eða þangað til Þjóðverjar krjúpa að fót- um vörum og biðja um frið, þá skai stríðið — hart og blóðugt stríðið — vera vor aðaliðja. Vér skulum halda þvi áfram í hundrað ár, ef að þörf gjörist. En þó að margar hinar stærri byggingar séu af steini gjörðar, þá er það ekki um alla borgina. Til flýtisauka hafa margar þeirra verið gjörðar af tré, en traustu og varan- legu. íbúðarhúsin eru gjörð fyrir fjölskyldur. Smáhýsin (cottages) hafa baðherbergi og eru raflýst. En skálarnir hinir stóru (barracks) eru ætlaðir ókvæntum mönnum, og eru þeir útbúnir öllum þeim þægindum og hreinlæti, sem framast er kostur. Þar eru feiknastórir samkomiu- salir, leikhús, myndasýningaskálar, og grænir, grasgrónir leikvellir hér og livar fyrir karla og konur. Þar eru barnaskólar fyrir þús- undir barna, og kyrkjur eru þar bygðar fyrir 4 eða 5 trúflokka. Þar eru sölubúðir hér og hvar um borg- ina, stærri og smærri, og ætlar stjórnin að leigja þær út vikulega eða mánaðarlega, og hefir þá stjórn- in meira og minna ráð yfir verðhæð varanna, sem seldar eru. — En auk þessara verjílana einstakra manna verða, þar einnig verzlanir, sam- vinnufélaga (Co-ioperative Stores), eða eiginlega ein, en hún feikna stór. Og svo hefir ríkið tekið að sér alla stjórn á vínsölu þarna. En til þess að geta þetta þurfti hún að kaupa út 30 vínsöluhús, sem leyfi höfðu og þarna voru áður á 200 fer- mílnasvæði eða meira. Alt landið undir borginni er 400 fermílur. Er það ætlun stjórnarinnar, að hafa þar svo litla vinsölu, sem hægt er. Þettq,er nú nýjasta borgin, sem fjöldi manna í heiminum veit ekk- ert eða svo sem ekkert um. Annar flugdreka-slagur. Drekarnir voru bæði frá Bretum og Frökkum, og héldu saman 65 og rendu yfir Zeebrugge og vígi Þjóð- verja þar, og hleyptu niður sprengi- kúlum. Allir komu þeir heilir heim. Þetta var einnig hinn 20. marz. Canada’s Finest Suburban Theatre. Föstudaginn og Laugardaginn “THE PRICE OF FOLLY” A swell V.S.L.E. Production —Don’t Miss “JEWELL” á Mánudaginn og Þriðjudaginn.— Bjarmi, Bandalag Skjaldborgarsafnaðar heldur SAMKOMU Þnðjudagskveldið, 4. Apríl, 1916. í Skjaldborg á Burnell St. PROGRAM. 1. Ávarp forseta Sira Rúnólfur Marteinsson 2. Píanó spil. . . . Miss Sigríður Friðriksson 3. Einsöngur... . 4. fíæöa 5. Einsöngur. . . . Miss H. Friðfinnsson 6. Pantomine—í leit eftir hinni sönnu lífsánœgju. \ 7. Fiðluspil . . . Miss Oddsson og Mr. G. Oddsson 8. fíæöa—Vor. . . Mr. S. J. Jóhannesson 9. Einsöngur . . . 10. Fiðluspil .... 11. Upplestur . .. 12. Söngur . . .- Söngflokkur safnaðarins 13. Kaffiveitingar. Inngangur 25 cents. Byrjar kl. 8 Rúmanía. Rúmanir eru að hervæðast. Þeir hafa verið að flytja falibyssur og skotfæri heim til sín frá Rússum, og frá Bueharest, höfuðborg þeirra, kemur sú fregn hinn 20. marz, að þeir séu nú albúnir. Þeir hafa kall- að í herinn alla þá menn, sem áður voru undanþegnir og mörg þúsund menn frá Transylvaníu, norðan við fjöllin. Holland. Einlægt stytiist i spottunum, sem halda Hollendingum heima. Nú fyr- ir helgina var einu iskipi sökt fyrir þeim, stóru, nýju og góðu flutnings- skipi (Tubantia) og kenna þeir Þýzkum um það. Það var skamt undan landi. Þýzkir neita að hafa gjört það, en Hollendingar, sem á skipinu voru, sverja að þeir hafi séð torpedóna vaða sjóinn. Urgur mik- ill í Hollendingum. Var ekki gott samlyndi áður, en nú versnar. Ferð um Miðríkin. Hollenzkur maður ferðaðist ásamt konu sinni um Miðríkin fyrir stuttu. Þegar hann kom heim, ritaði hann ferðasögu í blaðið Telcgraf í Am- sterdam, og er útdrátt-ur úr henni birtur í enskum blöðum. Kveðst hann halda, að hann skýri frá á- standinu á Þýzkalandi og Austurríki, eins og það er, hlutdrægnislaust með öllu. Það, sem maður fyrst veitir eftir- tekt, bæði í lestunum og á járn- brautarstöðvunum, er það, hve mik- ið er allstaðar af særðum hermönn- um. í hverjum bæ og jafnvel í smá- þorpum, blaktir rauði krossinn yfir einu eða fleiri húsum, til merkis um, að þar séu særðr menn. Þá tek- ur maður og fljótt eftir þvi, hve fátt er um miðaldra menn. Á ökrunum sjást næsturn eki aðrir en konur, börn og gamalmenni. Eg tók enn- fremur eftir því, að eg sá aldrei gullpening á allri leiðinni. Vorum við þó þrjár vikur á ferðinni. Þegar vð fórum frá Þýzkalandi og heim, þá var gáð í buddurnar okkar mjög gaumgæfilega og spurt, hvort við hefðum gull. Milli Cleve og Kölnar kom þýzk- ur foringi inn í vagninn okkar. Hann var sár. Ilann bar járnkross- inn — eins og flestir þýzkir her- foringjar. — Við tókum tal saman. Hann sagði mér, að hann hefði ver- ið í orustunni við Marne, en ekki sagðist hann hafa vitað það fyr en síðar, að Þjóðverjar hefðu hörfað þar undan. “Það eru tveir hlutir, sem við berum mikla virðingu fyr- ir”, mælti hann, “fyrst og fremst stórskotaliðið Frakka og framganga Englendinga í bardögum”. Eg sagði, að enski herinn hefðij þó oft verið kallaður málalið og fleiri óvirðingarnöfnum; en hann svaraði: “Það stendur á sama, þeir berjast hraustlega, þetta eru alt ‘sportsmenn’.” Stórskotalið Frakka gat hann ekki nógsamlega lofað. öllum er kunnugt um það, af blöðum og flugritum Þjóðverja, að á þá var um eitt skeið runnin sigur- víma. Þegar þeir höfðu tekið Ant- werpen, sögðu þeir: “1 næstu viku förum við til Calais”, o. s. frv. Nú er sú víma runnin af þeim; þeir eru nú ekki ofsakátir, þeir virðast iniklú fremur vera svartsýnir. Þeir láta auðvitað mikið af því, hve langt þeir séu komnir inn í óvinalöndin; þeir hafi tekið alla Belgíu, þriðj- unginn af Frakklandi, stóran skika af Rússlandi, og nú séu þeir á leið um Serbíu til Tyrklands og þaða-n suður til Suez-skurðsins. En bak við þetta leynist þó hjá þeim efi um það, að vel muni fara. Ef sagt var við þýzkan mann í fyrra, að svo gæti farið, að Þýzka- land yrði undir, þá brást hann reið- ur við og kvað það óhugsandi. En nú segir hann: “Guð má vita, hvernig þetta fer”. Ef talað er um það, að ómögulegt sé að sigra Eng- land og Rússland, ef þessi lönd haldi ófriðnum til streitu, þá er svarið nú: “Getur það átt sér stað?” En i fyrra: “Við skulum og ■ munum sigra”. Oft vorum við spurð að því, hvort ekki mundi hægt að byrja friðarsamninga, ef allar hlutlausar þjóðir óskuðu þess og findu ráð til að hrinda þeim á stað. Kaup- maður, sem var í vagninum, sagði: “Sjáið, hversu margir eru fallnir og særðir — og hvers vegna?” og tók siðan að forniæla “die grossen Her- ren” (stórmennunum). Við komum til Kölnar um nónbil- ið og átum miðdegisverð skamt fná járnbrautarstöðinni. Hann var á- kaflega rýr, kostaði þó 9.50 mörk fyrir okkur bæði, þar með talin tvö glös af öli og þjórfé. Það var auð- séð á útstrikuninni á matarseðlin- um, að maturinn hafði hækkað í verði. Okkur var sagt, að síðustu þrjár vikurnar liefði verð á mat- seðlinum verið endurskoðað einu sinni í hverri viku. Ekki gátum við fengið steiktar kartöflur, þvi feitina þurfti að spara. Á leiðinni til Frankfurt kom fyrir okkur atvik, sem sýndi prússnesk- an anda. í vagni okkar voru sæti handa fjórum og við vorum fjögur í honum. 1 ganginum stóðu tveir ungir hermenn, báðir sárir og fölir i framan. Þegar við vorum sezt nið- ur, opnaði prússneski herlæknirinn hurðina og spurði, hvort autt pláss væri í vagninum. Við kváðum nei við því, það væri ekki nema fjórum mönnum ætlað sæti. “Þar sem fjór- ir gcta setið, geta fimm setið”, sagði læknirinn og settist niður. (Niðurlag)

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.