Heimskringla - 06.04.1916, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 6. APIiíL 1916.
H E I M S K P. I N G L A.
BLS. 7.
Iraforinginn Redmond.
Hann segir, að írar standi nú með
Bretum, Iwað sem á dynur.
Fregnritinn Edward Marshall
finnur Redmond og segir frá.
John Redmond virðist ekki verða
eldri, þó að árin fjölgi. Hárið hefir
dálítið hvítnað siðan eg sá hann fyr-
ir 15 árum, segir Marshall, en hann
er eins léttur á fæti og fjörugur i!
anda, eins og hann var á bezta |
skeiði æfi sinnar.
■
Eg fann hann á litlu skrifstofunni
hans undir þinghúsinu, og þar fékk
eg hjá honum söguna, sem eg var að j
leita eftir. — söguna um írland hið
gamla og stríðið. Skrifstofan hans
var eini staðurinn, þar sem eg sá
engan mann í hermannabúningi.
— Hvaða þýðingu hefir stríðið
fyrir írland? spurði eg.
— Það hefir stórmikla þýðingu
fyrir írland, svaraði hann hiklaust.
1 fyrsta sinni í sögu frlands, er ír-
land nú sjálfstjórnandi hluti Breta-
veldis. Og allur hagur og framtíð ír-
lands er nú óaðskiljanlega bundið
hag og velferð alrikisins á komandi
tímum.
ófarir Bandamanna myndu eyði-
leggja Irland.
— ef að Bandamenn yrðu undir í
stríði þessu, þá myndi iþað steypa
algjörðri eyðileggingu og volæði yf-
ir írland.
írland er nú ekki hið sama land
sem hin núlifandi kynslóð franna i
Bandaríkjunum flúði frá. Á sein-
ustu 40 árunum hafa írar fengið gef-
ins landið til ábúðar og frjáls og
kauplaus mentun á öllum stigum
hefir vcrið stofnuð í öllu landinu, og'
þar á meðal háskólamentun.
Nú i dag er stjórnin á írlandi eins
frjáls og fullkomin eins og liar sem
bezt er í hcimi. Allir írskir verka-
menn geta nú lifað sómasamlega, |
hvaða stöðu sem þeir hafa. Nú loks-
ins hafa frar fengið fullkomna sjálf-
stjórn í orðsins fylsta skilningi.
Ef að Þjóðverjar yrðu ofan á, þá
myndu þeir óefað svifta fra öllum
þeirn réttindum, sem þeir svo lengi
eru búnir að berjast fyrir með erfið-
leikum og íþrautum.
Þeir myndu taka af þeim löndin
og leggja á þá þungar herskyldur og
skatta. Og skjótlega myndu þeir
tapa öllu sinu nýfengna frelsi, og að
engu myndu verða allar þessar stór-
kostlegu framfarir, sem þeir nú eru
byrjaðir á.
— En ef að Bandamenn sigra?j
spurði fréttaritarinn.
Meira frelsi.
— En fari svo, að Bandamenn
sigri, mælti Redmond, þá vex vellíð-
un íranna og heldur áfram að vaxa,
því að þó að þeir geti tæplega með
lögum fengið meira frelsi, en þeir
nú hafa fengið tryggingu fyrir,, þá
verða áhrif og afleiðingar menning-
ar þeirrar, sem þeir nú eru farnir
að njóta, svo mikilfengar og blessun-
arrikar, að þeir þegar fram líður
verða aðnjótandi hins mesta frelsis,
sem hægt er að hugsa sér — andlegs
frelsis (intellectual liberty). En
bregðist menningar-starfsemin eða
falli niður, þá færast þeir aftur á
bak og niður; þeir sitja þá þar, sem
þeir voru áður en hreyfingin byrj-
aði.
Columbia Grain
Co., Limited
242 Grain Exchange Bldg.
WINNIPEG
TAKIÐ EFTIR!
Vér kaupum hveiti og aðra
kornvöru, gefum hæðsta verð
og ábyrgjumst áreiðanleg við-
skifti. Skrifaðii eftir upplýs-
ingum.
TELEPHONE MAIN 1433.
En stefnan, sem írar tóku í stríði
þessu hefir að mestu leyti sópað
burtu öllum fordómum og misskiln-
ingi, sem margir menn hafa haft
hvað íra snertir.
Enginn hlutur er jafn áreiðanleg-
ur i heimi jiessum sem það,að
“Home Rule” verður látin sitja o-
högguð á stjórnarskrá íra til eilífð-
ar, án þess að þar á verði nokkur
breyting á komandi árum og öldum,
nema svo ótrúlega kunni til að bera,
að Þjóðverjar sigri og það fyllilega
Þetta eru ástæðurnar til jiess, að
tilfinningar mínar æsast og hitna,
þegar mér er sagt, að i Bandariicj-
unum séu nokkrir — eg vona ekki
margir — landar mínir, sem eru á
gagnstæðri skoðun og eg um .hin
stórvægilegu málefni, sem undir
stríðinu eru komin.
En það er ekki gott að leggja á þá
mjög harðan dóm. Þeir hafa ekki
verið hér mitt i málastappinu milli
fra og Breta, eins og eg. 1 full 40 ár
hefi eg verið að berjast og vinna
fyrir frelsi franna, og hlýt því að
vera miklu kunnugri ástæðum öll-
um, heldur en menn þeir geta verið,
sem fluttu héðan fyrir mannsaldri
síðan eða meira.
Og það hlýtur að vera og er ó-
hjákvæmilegt og óhugsandi annað,
en að vér, sem hér höfum verið og
unnið og starfað baki brotnu, verð-
um og hljótum að vera betri dómar-
ar um ástandið, en írsku Ameríku-
mennirnir, sem sagt er að hafi verið
foringjar hreyfingarinnar í Banda-
ríkjunum á inóti Bretum. Margir
þeirra hafa aldrei séð írland og hafa
enga hugmynd um ástandið eins og
það er nú. Þeir byggja skoðanir sín-
ar og sannanir allar á sögum og
sögusögnuin um ástand manna hér,
sem fyrir löngu er horfið og undir
lok liðið.
Enginn vafi á þvi, hvar Irar standa.
Enginn minsti vafi er á því með
hverjum írar eru i striðinu. Undan-
tekningarlaust, frá hinum æðsta til
hins lægsta, frá þinginu á frlandi,
sem menn voru kosnir til af þjóð-
inni, til sveitastjórnanna, bæjarráð-
anna, sóknarnefndanna — hefir
hvert einasta félag og hver einasti
maður í opinberri stöðu lýst þvi yf-
ir, að þeir séu á sömu skoðun og eg
liefi haldið fram. Og þeir hafa gjört
það ótilkvaddir, af isjálfsdáðum, án
þess að nokkur maður lokkaði eða
fengi þá til þess.
Ekki eitt einasta kjördæmi i öllu
landinu, hvorki til þings eða sveita-
stjórnar, myndi gefa nokkrum ein-
asta manni tækifæri á að ná kosn-
ingu, hversu mikinn veg og hylli
manna sem ihann hefði áður haft, ef
að hann léti þá skoðun í ljósi, að
skylda írlands væri önnur en sú,
sem eg hefi látið i Ijósi. Enda efast
eg um, að nokkur maður myndi
reyna það.
Er Mand með stríði þessu? —
Þessi spurning er hin hlægilegasta
fjarstæða og vitfirring hverjum
manni, sem hér er nú og tekur eftir
stefnunni, sem nú er, ekki þeirri, er
var fyrir 25 árum síðan.
Embættisskýrslur stjórnarinnar
sýna það, að nú höfum vér á vig-
völlunum 145,000 manna, sem safn-
að hefir verið á írlandi, án þess að
telja með alla írana, sem eru á flot-
anum, og þeir eru margir, eða þá,
sem eru í stórskotaliðinu eða í “Ar-
mory Servrce Gorps”, eða í “Medical
Corps” og mörgum öðrum skyldum
deildum auk þessa.
Og ótaldir eru Mka foringjar í öll-
um þessum deildum, og er þó nærri
hver einasti foringi írskur í öllum
'hinum írsku sveitum.
Irland hefir lagt til hálfa milión
manna.
Nú sem stendur heila stórdeild
(Army Corps) franna, og auk þess
hinar gömlu írsku herdeildir (regi-
ments), sem til voru áður en stríðið
byrjaði.
Eg hefi vandlega grafist eftir því,
hvað margir Irar hafa i herinn
gengið yfir alt Bretland og Skotland,
og get því fullyrt það, að í ensku og
skozku herdeildunuin (regiments)
séu í það minsta full 200,000.
Og i>á verður það ljóst, að írarnir
i hernum nú sem stendur geta ekki
verið færri en 350,000, en eru lík-
lega fleiri, og ef að vér bætum við
segjum 20 prósent af herdeildunum
frá Canada, Astralíu og Nýja Sjá-
landi, þá má treysta því, að írar eru
búnir að leggja til fulla hálfa milíón
manna.
Og þetta er þó ekki nema hálfsögð
saga, því að þeir eru svo ákafir og
fjörugir að berjast með Bretum og
láta eitt yfir báða ganga. Og auk íra
þeirra, sem eg nú hefi talið, eru 28
Battalions heima á írlandi, sem nú
er verð að safna til, og eiga þær að
vera til þess, að fylla upp í skörðin,
sem verða, þegar landar þeirra falla
á vígvöllunum.
Það er ekkert hik á mönnum á ír-
lJandi að ganga í herinn. Oft vilja
fleiri fara en herdeildirnar geta við
tekið. — Það sézt á þessu, að írar
hafa fullan vilja á því, að styðja að
og hjálpa til þess, að Bretar og aðrir
í bandalagi þeirra vinni sigur.
Kemur ekki heim við það, sem vinir
Þjóðverja segja.
Þetta kemur ekki vel heim við
það, sem þýzksinnaðir menn segja,
bæði í Bandaríkjunum og víðar, að
frar séu Bretum ótrúir og vilji þa
feiga.
Það var auglýst í blöðunum, að
ástæðan fyrir þvi, að herskylda var
ekki lögð - írland, þegar hún var
lögð á Breta og Skota, væri sú, að
írar myndu hafa á móti þvi. En það
var ekki hin rétta ástæða, þvi að
hún var sú. að á írlandi þurfti enga
herskyldu, — írar lcomu sjáifir af
fúsum vilja.
frarnir elska frelsið heitara en
nokkur önnur þjóð í heimi, og þeir
eru sannfærðir um, að nú er verið
að berjast fyrir frelsinu, og ef að
Bandamenn bíði ósigur, þá sé frels-
ið farið.
Það er blóminn og bezti kjarni
hinnar írsku þjóðar, sem nú hefir til
vopna gripið. Og á írlandi heyrist
nú ekki annað <yi háðs-og smánar-
yrði til manna þeirra af írsku kyni
í 3000 mílna fjarlægð, sem svo hrap-
arlega hafa misskilið írana Iieima
og tilfinningar þeirra, og verið svo
blindir að sjá ekki, að alt, sem írum
er kærast, er fastlega bundið við
málstað Bandamanna; en málefni
Þjóðverja hata þeir.
Framtíð frlands.
— Eg bað svo Mr. Redmond, segir
fréttaritarinn, að segja mér, hvað
hann hugsaði um framtið Írlands.
— Ef að stríðið endar með því,
að Bandamenn vinna sigur, mælti
hann, þá er eg fylMlega sannfærður
um það, að undir heimastjórn ír-
anna fer vellíðun þeirra vaxandi
með hröðum skrcfum, svo að alla
mun furða á því.
Menn verða að gæta þess, að ír-
land er hinn eini hluti Bretaveldis
heima fyrir, sem enn sem komið er
hefr lítið eða ekkert liðið við þetta
voðalega stríð.
írland er akuryrkjuland því nær
eingöngu, og allar afurðir akuryrkju
hafa, siðan striðið byrjaði, verið í
hærra verði en nokkurntíma áður.
Bændur á írlandi hafa aldrei stað-
ið sig eins vel og nú. Það er reynd-
ar dýrara, að lifa yfir höfuð; en
verðhækkunin á öllu, sem jörðin
gefur af sér, er svo mikil, að það
meira en vegur upp á móti því.
Þessa árs uppskera hefir verið á-
gæt, og nú heyrist hvergi nokkurs-
staðar talað um fátækt á irlandi.
í borgum og bæjum er ekki nokk-
ur maður óvinnandi. Og iðnaður,
svo sem skipasmíðar, er rekinn af
mesta kappi, og eru hergagna og
skotfærasmiðjurnar látnar ganga
dag og nótt. En á þeim vinna marg-
ir tugir þúsunda manna.
— En verður þá ekki atvinnu-
skortur, þegar stríðið er búið og
hergagnaverksmiðjunum öllum verð-
ur lokað? spurði fregnritinn.
— Þvert á móti, svaraði Mr. Red-
mond. Þetta bendir á ve'lliðun á
komandi tímum, þvi að þá er fólkið
búið að læra iðnaðinn, og sá lær-
dómur verður ekki til ónýtis. Fólk-
ið venst á það, að lifa góðu Mfi í alls-
nægtum, og þegar stríðinu er lokið,
þá getur það aldrei orðið ánægt með
gamla ástandið.
Iðnaðarbyltingin til góðs.
Núna er stjórnin búin að koma á
fót á frlandi tveimur vopna- og skot-
færa-smiðjum, annari í Belfast en
hinni í Dýflinni. Þær eru reyndar í
bernsku, því að töf hefir orðið á, að
koma vélum ýmsum þangað. — En
samt vinna þar nú 12,000 manns fyr-
ir háu kaupi. Og mér til ánægju get
eg sagt, að mikið af þeim vinnend-
um eru kvenmenn. Og innan fárra
vikna verður tala þeirra þrefölduð,
sem þarna vinna.
En auk þessara verkstæða stjórn-
arinnar hafa komið upp margar aðr-
ar verksmiðjur einstakra manna um
alt landið, og hefir stjórnin stutt
menn til þess og hjálpað þeim. — í
þúsundatali eru sprengikúlur smíð-
aðar í Waterford, i Wexford, i Cork,
í Limerick, í Kilkenny, og nærri í
hverjum bæ eða borg á norður, suð-
ur og vestur írlandi.
Og allar þessar verksmiðjur kenna
írum að vinna og venja þá við iðn-
aðarlífið, og þegar stríðið er búið,
þá er frland útbúið ótal verksmiðj-
um, þar sem smíða má nærri hvaða
hlut, sem menn geta hugsað sér.
Þarna sér maður, að stórkostleg
iðnaðarbylting er komin á um alt
frland. Það er ætlun mín, að stjórn-
in haldi áfram vinnunni á vopna-
og skotfæra-smiðjunum, þegar stríð-
ið er búið. En verksmiðjum ein-
stakra manna verður breytt til að
smíða eitt eða annað.
Eg heyri sagt, að mestur styrkur
Þjóðverja, hvað skotfærasmíði við-
víkur, sé í því fólginn, að þeir höfðu
smiðjurnar til, þegar stríðið byrjaði,
og gátu undir eins breytt þeim og
látið þær smíða vopn og skotfæri,
þó að þær áður hefðu smiðað alt
annað, og það með lítilli fyrirhöfn.
En hagnaðurinn fyrir frland verð-
ur fólginn í því, að vopna- og skot-
ffærasmiðjur þeirra eru svo bygðar,
EFTIRMÆLI
GUNNAR GUÐMUNDSSON
Fæddur 10. Júlí 1856. Dáinn 2. Marz 1909.
1. Lífíð.
Hverfult er lífið
Á hveli jarðar,
Æska sem elli
Örlögum hlýtir,
Alvaldsstjórnaoda,
Sem öllu stýrir.
II. Órar.
Það skyggir, það dimmir, það dunar svo hátt
Og draumfylgjur gjöra mig snortna.
Hvað boða þau undur um helkaida nátt ?
Hve fádæmi í augum mér sortna?
Eg get þau ei skilið, en getspeki dís,
Og grunsemdar-órar mig beygja.
Eg hræðist þær fréttir, já, hugur mér rís,
Ef hraðfregnir föðurlát — segja!
III. Bréf.
Hvorki fyrir stund né stað
Stillir tíminn harma,
Sárkalt nístir sorgarbað,
Svella tár um hvarma.
Bréfið komna—blóðga und
Ber í skauti sínu:
Festi faðir—banablund!
Blæðir hjarta mínu.
IV. Minning.
Minning þín ætíð
Mun í hugargeim
Dýrstur faðir dvelja.
Einlægur varstu
Öllum, sem þektu
Iturlund þína.
Trúfastur vinur,
Tryggur ættlandi,
Þektir þjóðskyldu,
Og kærleiksríkur
Konu og börnum,
Og hreinn í hjarta.
L
Þrautseigju áttir,
Þrótt sálar barstu,
Stórhuga, stórvirkur.
Hopaðir aldrei
Á hæli fyrir
Fylking flysjunga.
Vildir mein bæta
Meðbræðra þinna,
Líkn var ljúf geði,
Græddir nauðir með
Góðmensku-þeli.
Drengskap dýrstan mastu.
V. Kveðja.
Sofðu vært í svölum foldararmi,
Svifinn burtu, laus frá böli og harmi.
Við sjáumst seinna friðarins á landi,
Þar sæludrauma — öll við tengjumst bandi,
Og andar vorir æðri heima byggja;
I eilífðinni harmar ei á skyggja.
Ó! hinstu kveðju, hjartans faðir góður
Oss hljóttu frá, og okkar dýru móður!
Svanbjörg Gunnarsdóttir.
(Dóttir þess látna).
K. A. B.
að þegar ekki þarf lengur að smíða
skotfæri, þá verður mjög létt að
breyta þeim til að smíða eitthvað
annað.
Þýzkir varast að koma nærri hin-
um írsku skipum, er þau flytja
skotfærin.
Verksmiðjan i Arklow, í Wicklow
County, býr til hin sterkustu sprengi
efni, og er nú hin stærsta verksmiðja
í heimi af þeirri tegund, að undan-
tekinni Krúpp-smiðjunni á Þýzka-
landi.
Á hverri viku eru þar búin til
mörg hundruð tonna af sprengiefn-
um og vélum. Og er þetta flutt á
smáum skipuni yfir sundið; en samt
hafa Þjóðverjar aldrei reynt að eiga
nokkuð við þau, og munu forðast
það sem lengst; en ástæðuna til
þess heyrði eg um daginn.
Áreiðanlegur maður, sem öllu
þessu er kunnugur, segði mér þá, að
væri einu af þessum smáu, irsku
skipum sökt með torpedó eða
sprengikúlu, þá myndi það eyði-
leggja livaða neðansjávarbát sem
væri innan 7 inílna fjarlægðar.
Eyðileggingin orsakaðist ekki ein-
ungis af hinum voðalega loftþrýst-
ingi, sem yrði við sprenginguna,
heldur af þynningu loftsins (vacu-
um) við sprenginguna, og straumum
inn í tómið á eftir, eða svelg þeim
hinum mikla, er þá sylgi alt og tor-
tímdi, sem nærri væri. Ef að Þýzkir
væru þá nærri, þá “fengju þeir það
að framan og aftan”, eins og Ame-
ríkumenn segja.
En Jiegar þessu er þannig varið,
þá hygg eg að skip þessi hin smáu,
með sprengiefninu, séu nokkurn-
veginn óhult. Væri betur, að eins
væri farið farþegaskipunum stóru,
sem Þjóðverjar hafa verið að
sökkva með hundruðum og þúsund-
um saklausra manna.
Og þegar við írarnir erum farnir
að sitja á hinu fyrsta þingi voru, þá
veit eg, að öM Bandaríkin óska okk-
ur með einum inunni til hamingju,
eins fúsir og menn þar hafa verið
til að hjálpa okkur á hinum' erfiðu
og þungu dögum baráttunnar.
En þó að frar hafi vanalega gam-
an af tuskinu, og þó að þeir liafi
barist í striði þessu með fyrirtaks
hreysti, þá er samt engin þjóð til í
heimi, sem meira hati alla þá bölv-i
un og foráttu, sem leiðir af her-
mannavaldi.
En nú er það hin heitasta og hjart-
anlegasta von Iranna ailra, að Bret-
ar og Bandamenn vinni algjörðan
sigur og nioli sundur og fótuin troði
hermannavaldið i Evrópu, svo það;
lyfti aldrei höfði framar.
Flestir með vínbanni.
Siglunes P.O., 23. marz 1916
Vel var sótt liér atkvæðagreiðslan.
— Við næstliðnar fylkiskosningar
hér greiddu 69 atkv. við Dog Creek
kosningarstaðinn. Nú greiddu 65
atkvæði og einn héðan annarsstaðar
(á Lundar?). — Með vinbanninu
greiddu hér atkvæði 47, — en 18
með vininu.
Gleðilegt, hvað vinbannsmenn
unnu frægan sigur viðast.
Á Darwin-skóla (Narrows-póln-
um) voru yfir 20 með vínbanni, en
2 með vininu, og i The Bluff, vestan
við Narrows-inn, voru 20 með vín-
banni, en tveir með víni.
Við hér norðurfrá þykjumst því
hafa svarað viðunanlega því, er
blöðin hafa gjört okkur að umtals-
efni í sambandi við vínbannsmálið.
J. J.
MARKET HOTEL 146 Prlncess Street á móti markatSinum Bestu vínföng, vindlar og at5- hlyning góö. íslenkur veitinga- maöur N. Halldórsson, leitSbein- ir Islendingum. P. O’CONNEL, Eigandl Wlnnlpeg:
Sérstök kostaboö á innanhúss- munum, Komiö til okkar fyrst, þit5 munit5 ekki þurfa at5 fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 503—505 NOTRE DAME AVF.NUE TulMfml: Garry 3S84.
Shaw’s Stærsta og elsta brúkaöra fata- sölubút5 í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue
GISLI GOODMAN TINSMIÐUR. VerkstætSi:—Horni Toronto St. og Notre Dame Ave. Phone HelmlIIs Garry 29S8 Garry 899
FÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. MJög fín skó vit5gert5 á met5an þú bít5ur. Karlmanna skór hálf botn- at5ir (saumatl) 16 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) et5a let5ur, 2 mínútur. STEWART, 193 Paclfle Ave. Fyrsta bút5 fyrir austan at5al- stræti.
J. J. BIL DFELL FASTEIGNASALI. Unlon Ilnnk 5th. Floor No. 520 Selur hús og lót5ir, og annat5 þar at5 lútandi. útvegar peningalán o.fl. Pbone Maln 2085.
PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lífs, og slysaábyrgti og útvegar penlngalán. WYNYARD, - SASK.
J. J. Swanson
H. G. Hinrllcaaon
J. J. SWANSON & CO.
FASTEIGNASALAR OG
penlnna mlVlar.
Talsíml Maln 2697
Cor. Portage and Garry, Wlnnlpeg
Graham, Hannesson & McTavish
LBr.FHÆÐINGAR.
215—216—217 CURRIK BUILDING
Phone Main 3142
WIXMPEG
Arni Anderson E. P. Garland
GARLAND& ANDERSON
LÖGFIIÆÐING A R.
Phone Main 1661
401 Electric Railway Gbamber*
Talsími: Main 6302.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gis/ason
PkyMlcÍtiii flutl SurKfon
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Ásamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skurt5i.
18 South :5r«l St., Grnntl Forks, N.D,
Dr. J. Stefánsson
401 ÍIOYD BUIGDING
Horni Portage Ave. og Edmonton St.
«
Stundar eingöngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er ati hitta
frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h.
TALSIMI: MAIN 4742
Heimili: 105 Olivla St. Tals. G. 2315
Vér höfum fullar birgöir hrein- f
ustu lyfja og meUala. Komit5 Á
meti lyfseöla ytiar hingaö, vér T
gerum meöulin nákvæmlega eftir Á
ávisan læknisins. Vér sinnum T
utansveita pöntunum og seljum J
giftingaleyfi. : : : : t
COLCLEUGH & CO. *
Notre Dnme & Sherbrooke St«. F
Phone Garry 2690—2691 Á
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnatiur sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
mtnnisvart5a og legsteina. : :
813 SHERBROOKE ST.
Fhone G. 2152 WUiNIPES
\