Heimskringla - 16.11.1916, Side 2

Heimskringla - 16.11.1916, Side 2
pj£>. 2 HliiMsiiKiJNGLA WÍNNIPEG, 16. NÓVEMBER 1916 Nokkrar frœðandi leksíur um nœringu og heilsu DR. Eftir EUGENE CHRISTIAN, New York. NÍUNDA LEKSÍA. AS velja og blanda fæðuna í réttum hlutföllum viÖ aldur manna. — Sýnishorn af máltíðum. ÆÐUNNI má skifta í þrjá flokka: vanalega fæðu, fæðu til að verjast sjúkdómum (preven- tive) og læknandi (curativé) fæðu. Til þess að fá fulla grem á þessu, þurfa menn að fara nákvæmlega eftir reglum þeim, sem eru í fyrstu leksíu um að velja fæðuna og blanda henm saman í rettum hlutföllum. óefað hafa margir hraustir menn og konur vaxið upp án þess að vita nokkuð um náttúrnulögmál þessi. En þessir menn og konur — nær æfinlega — hafa verið reglusamir í breytni og hófsemdarmenn, hvað nær- ingu snertir, að minsta kosti á yngri árum. Þeir hafa ósjálfrátt fylgt eðlishvötinni. Séu menn 3—3 stundir uti undir beru lofti á degi hverjum á hreyfingu, eða við vmnu, þá fær líkaminn tækifæri til að hrinda frá sér, eða brenna með “oxy- gen” miklu af fæðu þeirri, sem menn hafa neytt um of; einnig ver líkaminn þá oft næringarefnum þeim til eins eða annars, sem náttúran samkvæmt lögum efnafræðinnar, eiginiega ætlaði alt annað með að gjöra. En bezt er það jafnan, að láta náttúruna ráða sem mestu og fá henni hin réttu efni til að starfa með. En hvað val fæðutegundanna, samblöndun þeirra og hluttföll snertir, þá er meginatriða þeirra getið í fyrstu leksíu. Aðkenning sjúkdóma og úrval fæðutegunda (Diagnosis and Selection). I sumum tilfellum er hver líkami sinn eigin lög- gjafi; en þó eru nokkur grundvallarlög, sem gilda æfmlega. Ef að menn t. d. eta of mikið af línsterkju- fæðu, þá er hætt við, að hún framleiði of mikla gall- sýru (uric acid), og veldur hún gigtveiki æðaherð- ingu og elli fyrir tíma fram. Neyti maður of mikils af sætindum, eða svæfandi eða æsandi lyfja eða drykkja — þá fer maginn af stað að búa til of mikið af klór- vatnssýru (hydrochloric acid). En það veldur aftur ólgu mikilli, gasi í þörmunum; æsingu slímhúðarinn- ar bæði í maga og þörmum; taugaveiklun, óreglu- legum hjartslætti, svefnleysi, þunglyndi og blóðleysi. Þegar menn kjósa sér eina eða fleiri fæðutegund ir til matar, þá ættu menn aidrei að gleyma því, að algjörðar, snögglegar breytingar eru á móti lögum náttúrunnar. Af þessu leiðir, að menn geta orðið sjúkir, ef að menn snögglega breyta um fæðutegund- ir, þó að fæðan, sem maðurinn neytir, sé í alla staði heppileg og rétt. En vanalega er þetta að eins fyrst, eins og þegar menn snögglega hætta við víndrykkju, eða nautn svæfandi lyfja. Þeim, sem ekki búast við þessu, verður oft bylt við þetta og hugsa ekki út í, að þetta lagast von bráðara. Varasamir skyldu menn ætíð vera, að segja, hvað að manni gengur og íhuga vandlega öll sjúkdómsein- kenni. Einkenni þessi eru tungumál líkamans, og eins og þau eru hið vandasamasta við læknisfræðina, eins eru þau einnig hið vandasamasta, þegar ráða skal úr, hverra fæðutegunda menn skuli neyta. Fyrst skyldu menn reyna að finna þær fæðuteg- undir, sem eyða kvillum eða sjúkdómum, sem menn hafa, svo sem gasi í þörmum, eða ólgu. Á undan þessum kvillum hefir maður oft stýflu í þörmunum, eða algjört hægðaleysi. Ættu menn því fyrst, að neyta þeirrar fæðu, sem kemur fullu lagi á óreglu þessa, og er þá fyrst að draga af sér og eta ekki nema það allra minsta. Þetta getur oft gjört manninn heil- an heilsu. En—sé maðurinn árum saman búinn að lifa á röngum og skaðlegum fæðutegundum, þá geta menn verið vissir um, að líkami hans berst á móti öll- um breytingum, þó að til betra séu. Þess vegna er það ekki ætíð rétt að segja, að þessar nýju fæðuteg- undir eigi illa við magann, því að það er einmitt mag- inn, sem á illa við fæðuna. Þetta ættu menn æfin- lega, að láta sjúklingana skilja vel, svo að þeir séu undir það búnir, ef að hinn illa vandi líkami fer að hafa mótmæli á móti breytingum þessum. sykur. Hinn ungi, vaxándi maður, neytir mikils, bæð: af línsterkju og sykri, án þess að verða nokkuð meint við; og kemur það af því, að hann þarf svo rrtikið efni til að byggja upp beinin, brjóski# og tennumar. Þetta byggingarefni líkamans er kallað: “phosphate of lime ’, og er eitt af aðal-efnunum í línsterkju-fæðu- tegundunum, emkum korntegundum (svo sem hvciti, maís, rúgi, byggi, höfrum eða hrísgrjónum). Eftir 30 ára aldur eru bein og tennur fullmynduð og þurfa menn þá minna af efni þessu, að eins nóg til endurbóta, en gamlir menn, frá 70—100 ára, svo sem ekkert. Ofmikil nautn línsterkju-efna og sætinda er að líkindum orsökin til helmings allra sjúkdóma í maga og þörmum hjá fullvöxnum mönnum. Aftur geta ung.börn og vaxandi notað þrefalt af efni þessu við fullorðna menn og þó kemur það oft fyrir að smábörn þjást af sjúkdómum þessum, sem orsakast af of mik- illi nautn sykurs og línsterkju-efna. Hvað líkaminn gjörir við afgang fæðunnar, þegar hún er of mikil. Hver agnarögn af fæðu, sem líkaminn getur ekki notað, verður annaðhvort að kastast út úr líkaman- um í einhverri mynd, eða leggjast fyrir í honum til geymslu. 1 síðara tilfellinu verður líkaminn að fara með það, sem annarlegt, aðkomandi efni og verður það þá orsök til eitrunar Iíkamans. Náttúran losar líkamann við afgang línsterkju- efnanna á margan hátt. Mikill hluti þeirra fer til lungnanna og þar brennir súrefnið þann hlutann upp í andardrættinum. Sumt gufar út úr líkamanum; sumt verður að krystöllum, fer inn í blóðið og sezt í slímhimnur slagæðanna. Afleiðingin af því verður æðaherðing (arteriosclerosis), stirðnun liðamótanna, gigt af mörgu tagi, “brights” sýkin og elli fyrir ald- ur fram. Máltíðir þær, sem nú skulu tilgreindar, eru bygð- ar á meðalmanns þörfum. Geta menn séð, að hinum ungu er ætlað ríflegt af sykri og línsterkju-efnum; miðaldra mönnum lítið, en gömlu fólki svo sem ekk- ert. Einnig eru fáar tegundir tilteknar til hverrar mál- tíðar; en þó svo, að þær hafa í sér alla þá fæðu, se^n menn þarfnast, því að af langri reynslu höfum vér orðið þess vísari, að því einfaldari, sem fæðan er, því betri er hún. Að haga fæðunni eftir aldri mannsins. Æfinlega, þegar líf er að myndast, leggur móð- irin.til afkvæmi sínu alt það bezta og fullkomnasta, sem hún á til. Stefna náttúrunnar er einlægt upp á við, til æðri andlegra hæfileika og fullkomnari lík- ama. Af þessu kemur það, að börnin eru vanalega heilsubetri en foreldrar þeirra. Og allir kraftar nátt- úrunnar leggja saman til þess að varðveita líf hinna ungu. Þetta er lögmálið, sem ræður viðhaldi og þroska mannlegs lífs. En oft vill þetta verða öðru- vísi, og er það ein sláandi sönnunin fyrir því, að oss vantar þekkinguna, að fæða hina ungu. Til hægðarauka viljum vér skifta lífinu í þrjár deildir eða flokka: Iíf hinna ungu, hinna miðaldra og h’nna gömlu, og sýna rétti hæfilega fyrir hvcrn flokkinn. Aðalefnið í fæðu manna er kallað: kolahydröt (carbohydrates), — erT það eru línsterkju-efni og^ Máltíðir fyrir börn sex til tíu ára að aldri. MORGUNVERÐUR.—Prunes eða Peaches; mjólk; hrísgrjón eða haframjöl; rjómi og ögn af sykri. MIÐDAGSVERÐUR.—Mjólk eða egg; kartöflur eða maís, meyr vel eða mjúkur; ísrjómi. KVELDVERÐUR.—Peas, String Beans eða Carrots; maís eða kartöflur, Junket (osthlaup) eða ost- ur; rúsínur eða dates. (Neyta skyldu börnin kveldverðar að mmsta kosti tveimur stundum áður en þau fara að sofa). Máltíðir manna frá 10 til 22 ára að aldri. MORGUNVERÐUR.—Grapes, Prunes, eða Peaches eitt egg; Corn Hominy (maís-grautur), hrís- grjón eða haframjöl; mjólk. MIÐDAGSVERÐUR.—Kartöflur, sætar eða hvítar Peas eða Turmps; brauð úr heilmöluðu hveiti eða maís; mjólk. KVELDVERÐUR.—Vegatable Soup; Corn (maís) eða kartöflur; Peas eða Asparagus; fiskur egg eða mjólk; Bran Meal Gem eða Corn Muf- fin (maís-kökur) ; Plain Custard (eggja-mjólk) eða ísrjómi. Máltíðir fyrir menn frá 22 til 35 ára að aldri. .. .Ósúr ávöxtur einhver, þegar menn fara á fætur. MORGUNVERÐUR.—Egg eða mjólk; Whole Wheat Gem eða Corn Muffin; Bananas (vel móðnað ar), rjómi og rúsínur. MIÐDAGSVERÐUR.— Egg Sandwich; maísbrauð; mjólk. KVELDVERÐUR.—Vegetable eða Cream Soup; Let uce eða Celery; kartöflur, brauð úr maís eða heilmöluðu hveiti; áfir (Buttermilk) eða fisk- ur; Gelatin eða ísrjómi. Máltíðir fyrir menn frá 35 til 65 ára aldurs. Ósúrir ávextir, svo sem Peaches, Plums, Grapes eða Melons, þegar menn fara á fætur. MORGUNVERÐUR.—Eitt egg; maís ‘muffins’ eða maís kökur; bakaðar sætar kartöflur eða ban^ anas. MIÐDAGSVERÐUR.—Súpa; fiskur eða mjólk — mjólkbetri; kartöflur. KVELDVERÐUR.—Salad, nýjar hnetur; bakaðar kartöflur; Omelet (eggjakaka) limsoðin eða fiskur; Endive eða Celery; ísrjómi eða Gelatin. Máltíðir fyrir menn frá 65 til 95 ára aldurs. MORGUNVERÐUR.—Cantaloupe eða tvær bakaðar bananas, rjómi; Bran Meal Gems; Cocoa eða Chocolate. MIÐDAGSVERÐUR.—Celery eða Lettuce; Creamed Onions; kartöflur eða bakaðar Beans. KVELDVERÐUR.—Vegetable Soup, Carrots, Pars- nips, Turnips, Onions, Peas, Beans (eitthvað tvent af þessu) ; fiskur, egg eða áfir; tvær matskeiðar af hveitibrani soðnar. Sé tregt um hægðir eða stýfla einhver í maga eða þörmum, skyldu menn borða góðan skamt af hreinu hveiti-brani. Börnum frá 6—10 ára skyldu menn gefa 3 tii 6 teskeiðar af því, og meira, ef að þau eru eldri. Fullcrðinn maður getur tekið pela af hveiti- orani á dag, án þess honum verði meint af. Þetta er þó sjaldan nauðsynlegt, því að tvær matskeiðar af brani með hverri máltíð, eru nægar til að koma öllu í lag, þó að hægðateppa sé. Menn skyldu matreiða branið eins og hvern annan kornmat; þannig, að sjóða það 15 til 20 mínútur, og borða það svo með þunnum rjóma eða góðri mjólk. Frá einu til tveggja glasa af vátni skyldu menn neyta með hverri máltíð, þegar menn hafa ekki mjólk með máltíðinni. Einkum sé eitthvað tregt um hægð- ir. En hafi menn vatnskendan jarðargróður í mál- tíðinni, þá þurfa menn rm* af vatninu. Menn skyldu vanda sig að tyggja vel og lengi. Og ekki skyldu menn súpa vatn með fyrri en vel er tuggið. Æfinlega skyldu menn verja að minsta kostí tveimur stundum á dag til verulegra líkams-hreyfinga. Hafi börnin nóg frjálsræði, munu þau sjálfsagt gjöra þetta. En þegar fullorðnir þurfa að sitja við störf sín, þá er þeim oft nauðsynlegt, að taka sér ákveðinn tíma til hreyfinga. Þetta ættu menn að gjöra reglu- lega og láta ekki af bregða fremur en að m .. máltíð. Til þess að hafa fullkomna heilsu, verða menn að gæta þessara þriggja grundvallarlaga lífsins: NÆRINGARINNAR, eða með öðrum orð- um: tilbúningi blóðsins. HREYFINGARINNAR eða úthlutun blóðs ins um líkamann. AÐ DRAGA ANDANN DJÚPT OG Þ U N G T, sem er hreinsun blóðsins. I næstu leksíu verðtfr talað um, að velja fæðuna í réttum hlutföllum eftir störfum og árstíðum. ÍSLAND ERLENDIS. Norrænn stúdentafundur var haldinn í fyrra mánuði á eyjunni Möen f Danmörku. Þar voru nokkr- ir ísiendingar og höfðu Jieir Sigurð- ur Nordal dr. phil. og Sigfús Blön- dal bókavörður orð fyrir Jieim. Um Jienna fund ritar skáldið Yaldemar Rördam all-ítarlega f blaðið Köbenhavn. Sá kaflinn, er hljóðar um ræður íslendinga, er á þessa ieið: “Af fslands hálfu talaði dr. Nor- dal oftar en einu sinni — mcð skáld- iegri andagift. En bak við orð hans var jafnan einhver framkvæmdar- hugur, líka þegar ræðan hneig að skáldskap — nútíðarkröfur og frain- tíðaráform. Þessum kröfum og á- formum lýsti Sigfús Blöndal ekki að eins á fundum stúdentanna, heldur einnig á hinum mikla almenna fundi. fsland vill ekki láta sér lynda frægðarfortíð sína, lieldur vinna «ér sæti meðal Jijóðanna f samkepni nú- tfmans bæði fjárhags- og menning- arlega. Til þess að hagnýta auðsupp- spretturnar þarf fjármagn utan að. Ef það er óumflýjanlegt, Jiá erlcnt fjármagn, t. d. brezkt, cn helzt danskt. Sumjiart vegna þcss, að hjálp frá Danmörku er hættuminst. Sumpart vegna Jiess, að Ilanmörk er nú einu sinni orðin hægasta og næsta leiðin fyrir íslendinga út á við, til Norðuráifunnar. En gagn- vart Danmörku er krafan fuilkomin sjálfstjórn og svo mikið sjálfstæði ríkisréttarlega gagnvart Norðurálfu, sem mögulegt er. Og með Jiessu hlutfallslega sjálfstæði og full- koinn sjálfstjórn með andlegu og efnalegu menningarstarfi sínu vill fsland vcrða talið jafn rétthátt nor- rænu höfuðþjóðunum. Þjóðin sé að vísu minni og fátækari en hinar Jijóðirnar, en fær samt um bæði að taka við og láta í té. Því skal liún viðurkend jafnborin hinum”. Þenna veg lýsti Biöndal, fyrir eig- in reikning óskum og kröfum ís- lands gagnvart Danmörku og Norð- urlöndum. — Nýtt dansk-íslenzkt fyrirtæki. Danska blaðið Politiken skýrir frá J>vf Jiann 27. ág., að Jiá sé nýstofnað félag f Kaupmannahöfn, er keypt liafi víðáttumikið iand í nánd við Stálfjall og trygt sér yfirráð yfir stóruin fossi rétt við og ætli þetta félag að vinna Jiar kol og ullgrjót (asbest). Aðalfrumkvöðull félagsins er sagð- ur yfirdómslögmaður einn Aage Madelung. Verkfræðingur frá félag- inu er sagðu þá farinn til íslands. Stórt firma í Kaujimannahöfn, F. L. Smith & Co., segir blaðið, að sent hafi tvo vorkfræðinga hingað til að rannsaka, hvernig hagar til um ull- argrjótsnámurnar hér. “Svo virðist, segir blaðið, scm mikið traust sé nú alt í einu borið til þess, að liagnýta megi auðsupp- sprettur sögueynnar og dugnaður sá, sem svo snarlcga lætur á sér bera er gleðilegt tímanna tákn”. — Danskt fjármagn til íslands. í danska blaðinu Fyens Stiftstidende stendur svolátandi klausa þann 16. ágúst: “Fréttuhum um brezka járnsands- fyrirtækið á íslandi hiýtur að verða tekið fálega hér í landi, Jiar sem það væri Iang cðlilegast, að danskt fjár- magn starfaði á íslandi, og af því er nóg til hér í landi. En vér höfum þau gleðitíðindi að flytja, að “hér niðri” hafa menn eigi alveg lokað augunum fyrir hinum miklu auðsujijisprcttum á fslandi. Fyrir nokkru fór maður eirin til 'ís- lands, sem hafði góð sambönd og á ættfólk og vini þar í iandi, og var ferðinni heitið til þess, að vinna að Jiví, að korna Jiar upp skijiasmíða- stöð, samvinnuféiagi um fiskisöltun, samvinnusláturíélafesskap og nokkr um öðrum stórfyrirtækjum. Ef fslendingar sinna Jiessu, er hægt að fá rekstursfé 1 Danmörku, cf til vill margar milíónir”. Ifver er þessi maður? JJér hefir hans ekki heyrst getið. (Isafold). Vancouver Victoría /Vew Westminster Sérstök farbréf báðar leiðir DESEMBER—JANÚAR—FEBRÚAR SjáiíJ Canadian Pacific Klettafjöllin í sínum vetrarskrúða og nýju Connaught Jámbrautar-göngin. Allar upplýsingar fást hjá öllum umboðsmönnum Canadian Pacific Railway (Aðal-braut Vesturlandsins). Bæjar Ticket Office: Cor. Main and Portage. Phone M. 37*—1 Brautarstöðva Office: M. 5500 og 663 Main St Pli., M. 326« 8,—15. Til Austur Ganada MEÐ DAGIEGUM LESTUM, ÞARF EKKI AÐ SKIFTA UM Á LEIÐINNI, — HEILAR LESTIRNAR RENNA ALLA LEIÐ. Sérstök farbréf báðar leiðir tii sölu daglega allan desember. WINNIPEG til TORONTO $40 WINNIPEG tíl MONTREAL $45 Farbréf til annara staða hlutfallslega m-SuS við þ* AHar upplýsingar fúslega gefnar af öllum umboðsmönnum t Canadian Pacific Railway (Aðal-braut Vesturlandsins). Bæjar Tieket Office: Cor. Main and Portage. Phone M. 370_1 Brautarstöðva Office: M. 5500 og 663 Main 8t. Ph„ M. 3260 8,—14. BORÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDINGS. ViS höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. Verðskrá verSur send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH <ft DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.