Heimskringla - 16.11.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.11.1916, Blaðsíða 4
*L£. 4. HEIMSKRINGLA HEIMSKTíTNÍtLA (Slofnuft 1SS«> Kemur út á hverjum Fimtudegi. Crtgefendur og eigendur: .THfci VIKING PRBSS, LTD. Verti blatSsins í Canada og Bandarikjun- um $2.00 um áriti (fyrirfram borgatS). Sent Ul lslands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rátismanni blatS- «lns. Póst etSa banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjórl S. D. B. STEPHANSON, rátSsm itSur. Skrifstofa: 728 SHERBROOKE STREET., WINNIPEG. P.O. Bm »171 Talsíml Garry 4110 R SKULUM A LD R E I SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búm að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. ------o------ Hin alvarlega ábyrgð Canadamanna. Ræða Hon. Rob. Rogers, er hann flutti á liðs- söfnunarfundi Gyðinga í Montreal hinn 8. nóvember sl. 0 Mr. Rogers fórust meðal annars orð á þessa leið: Eigum vér að berjast nú eða seinna? — Nú getum vér barist til sigurs. Ef að vér lát- um það bíða, er sigurinn tvísýnn. En bardagann getum vér ekki með nokk- uru móti umflúið. Nú þegar hafa nærri 400,000 af hinum beztu og hugdjörfustu sonum Canada komið fram til að berjast fyrir land og lýð og varna því, að Þjóðverjar leggi á oss aktygi hins þýzka hermannavalds. Vissulega eru þetta hörku-tímar og leggja þeir á herðar hverjum Canada-manni þunga og alvarlega ábyrgð í þessu mikla veraldar- stríði, — ábyrgð, sem vér berum bæði fyrir sjálfum oss og menningu heimsins. En vér höfum einnig ævarandi skyldu við minningu þeirra, sem búnir eru að leggja lífið í sölurn- ar; því að vér verðum að koma svo fram, að þeir hafi ekki lagt fram sitt dýrmæta líf til ónýtis. Þetta er fyrir mínum augum vafalaust hin fyrsta skylda hvers einasta Canada manns, sem er landi og þjóð sinni hér trúr og tryggur •— og vanræki hann hana nú, þá sviftir hann sjálfan sig tækifærinu til eilífðar, að gegna þeirri skyldu. Þegar menn skoða þetta réttilega, þá er eg sannfærður um, að þeir fallist á áskorun stjórnarformannsins til Canada-manha og að þér fallist iíka á nefndina, sem kosin var til að vinna að þessum málum og veitt var fult vald til þess, að grafa upp, svo framarlega sem hægt væri, tölu og nöfn allra þeirra manna í Canada, sem færir væru um, að vinna eitthvað í landsins þarfir og vinna stríð þetta á svo skömmum tíma, sem hægt er. Betra langt stríð en ótryggur friður. Vér þráum allir friðinn. En eg hika mig ekki við að segja, að margfalt betra væri það að hafa langt stríð, en fáráðlegan og óákveð- mn frið. Því að þegar þjóð ein hefir aðrar eins hugsjómr og hugmyndir sem Þjóðverjar, þá eru menn neyddir til að svifta hana mætt- inum til að gjöra ilt. Það verður einnig að svifta þá mættin- um að sá drápsvélum um skipaleiðir allar. Það verður að svifta þá hermannavaldinu, svo að þeir ógni ekki lengur nágrönnum sín- um og siðmenningu alls heimsins. Það verður að svifta þá mættinum til að myrða í þúsundatali sjúkar og varnarlausar konur og ungbörn, bjargarlaus, sem ekkert geta hjálpað sér sjálf. Heiminum nægir enginn friður, sem ekki er bygður á þessum meginatriðum. Og hið mesta lán og blessun, sem hugs- anlegt var að félli Geirmönnum (Germönum) í skaut, er einmitt sú, að þeir biðu algjörðan ósigur, og að höfðingja-stjórn þeirra yrði nið- urbrotin. Því að fyrir hana ræður keisarinn öllu þar í landi með fámennri hermanna- klíku. Og þá, þegar hún væri farin, mætti gróðursetja hjá þeim álíka stjórnarfar og vér höfum hér, þar sem fólkið ræ$ur öllu undir verndun fána þess, sem viðurkendur er um allan heim, sem einkenm og ímynd frelsisins og mannréttindanna, hvar sem hann blaktir fyrir vindi í öllum álfum heims. Og það er fyrir þá sök, sem vér hér í Canada berjumst | nú með Bretum og Bandamönnnum, að Eng- | land og allir Bandamenn eru að berjast fyrir | frelsinu og réttindum hinna smáu sem hinna i stóru. Eg trúi og treysti því, að vér allir erum stoltir af hinum hugdjörfu hermönnum frá Canada, sem með hreysti sinm hafa unnið sér heiður og sæmd og gjört nafn Canada-veldis ódauðlegt í sögu mannkynsins. Vér höfum líka fullan rétt til þess, að bú-. ast við þessu, þegar vér minnumst þess, að þeir, sem draga að sér hið hreina, ferska loft á hinum víðlendu sléttum Vesturfylkjanna — þeir hljóta að elska frelsið meira en alt annað í heimi. Hin mest varðandi spurning. En hvernig sem því er varið, þá legg eg nú fyrir yður, menn frá Montreal, menn frá Quebec, menn frá Canada — þessa hina mest varðandi spurningu á þessari hátíðlegu stundu — eg legg hana fyrir yður, sem eruð hraustir á líkama og hafið þó ekki enn íklæðst her- mannabúningi, — eg legg hana fyrir yður og þér verðið að svara henni eftir að hafa hver og einn ráðgast um við samvizku yðar! En spurningin hin mikla er þessi: Getið þér heiðarlega ráðgast um við samvizku yðar um það, hvort þér eigið að sitja hjá í þessu mikla stríði voru; getið þér það og gjört yður um leið vonir um það, þegar friður kemur, að njóta blessunar friðarins með jöfnum rétt- indum við þá, sem barist hafa, — þá, sem staðið hafa hlið við hlið manna þeirra, sem leiðir lögðu niður í skuggadali dauðans, til þess að varðveita fyrir komandi kynslóðir alt það frelsi, öll þau réttindi, alt það lýðfrelsi, sem með blóði og þrautum hefir unnið verið á umliðnum öldum. Eg er stoltur yfir því á þessu kveldi, að ávarpa yður, sem hér eruð saman komnir, af- komendur hins heimsfræga hermanns Júdas- ar Maccabeusar, er látið hefir eftir sig nafn, sem frægt hefir verið frá einni kynslóð til annarar, fyrir það, að berjast fyrir frelsi ög réttindum þjóðar sinnar. Hann fann og skildi það, eins og þér gjörið, eftirkomendur hans, að orðið ‘frelsi’ bindur í sér annað og meira en eintóman rétt- inn að lifa og hjara. Það nær líka yfir rétt- inn til þess að hugsa og trúa og halda á lofti trúnni forfeðra yðar, sem mæður yðar elsk- uðu og feður yðar til forna létu lífið fyrir. Mig undrar það því ekki, er eg kem hér á þennan fund, að sjá afkomendur Makka- beanna sýna jafn mikinn áhuga og hluttöku í stríði þessu. Hverjir eru þeir, sem eins og þér geta J fundið til með hinum hörmum slegnu, niður- j þryktu og nauðstöddu Belgum ? Hverjir geta eins og þér skilið hið mikla meginatriði, sem vér erum að berjast á móti: hnefaréttinum, að “might is right”, að sá hafi j réttinn, sem sterkastur er? Hverjir geta eins og þér skilið það, að vér erum að berjast fyrir því að hinir veiku og máttarlitlu. hafi jafnan rétt til að njóta geisla sólar og gróða jarðar við hina sterku og voldugu. Með þessu hinu mikla og voðalega stríði og engu öðru getum vér reist hið mikla musteri menningarinnar: mannréttindi og réttlæti. Það á sérstaklega vel við, að þeir af yð- I ur, sem eruð líkamlega til þess færir og allir í eruð frömuðir menningarinnar, takið upp vopnin til þess að verja það, sem Gyðinga- þjóðin á undanförnum öldum lagði alt í söl- urnar fyrir. Þetta fremur öllu öðru er vert að berjast fyrir: æruna og trúna. En yður, sem nú eruð á leiðinni til víg- vallanna, vil eg segja það, að eg get ekki lýst því, og get ekki fundið orð til þess að Iýsa því, hvað eg er stoltur yfir áformi yðar; yfir trygð yðar við land og þjóð, við fánann og , hið gamla Bretaveldi. Þetta mun ávinna yður fof og hrós hjá öllum hinum mentaða heimi. Þér ávinmð yður ekki einungis verðskuldað þakklæti þeirra, sem þér berjist fyrir, heldur ævarandi frægð, eem geymast mun um aldir eins og endurminning Maccabeanna, forfeðra yðar. Þér farið að berjast öxl við öxl með her- mönnum Breta frá öllum hinum mörgu lönd- um Bretaveldis um heim allan; þér farið að berjast með hinum mikla Gyðinga herforingja í Bretaher, Seigelman hershöfðingja. Þér berjist með vopnum og skotfærum, sem her- málaráðgjafi Englands, E. S. Montague, hef- ir útbúið og smíða látið. Þér farið í sam- vinnu við svo marga hina beztu og mestu menn Bretaveldis, sem óska yður allra heilla, sigurs í stríðinu og farsællar heimkomu. Og þar á vígvöllunum finnið þér frændur yðar frá öðrum löndum og álfum, sem eins og þér eru að berjast fyrir frelsi og mannréttind- um í heiminum. I hinum ensku blöðum yðar hefi eg séð lista yfir þá af þjóðflokki yðar, sem fallið hafa nýlcga í hinum ýmsu herdeildum frá Canada. Þér megið vera stoltir af þeim lista, —því hann sannar það, að Gyðingar frá Can- ada, eins og Gyðingar frá öilum öðrum lönd- um og þjóðum, sem með Bandamönnum eru, leggja sinn hluta fram til baráttu þessarar. — Fylgi yður hamingjan og leiði yður heila heim aftur, frá baráttu þeirri, sem þér berjist í — ekki fyrir yður eingöngu, heldur fyrir heim allan og komandi kynslóðir. , Eins og eg sagði í byrjun, erum vér nú komnir að vegamótum í stríðinu. Þjóðverj- ar treystu því í byrjun, að þeir hefðu meiri afla hermanna og betri; treystu því, að þeir væru þjóðrlsknari og elskuðu meira föður- land sitt en vér, og þess vegna trúðu þeir því fatslega, að þeir myndu geta yfirstigið og brotið undir sig allan heim. En þeir hafa þar á röngu að standa; fara þar eins' villir og þegar þeir héldu, að Belgir myndu leyfa þeim, að nota land þeirra sem vegaspotta, að þjóð- inni nauðugri; eða þegar þeir héldu, að Frakkar væru úrkynjaðir og til einskis nýtir, nema til að dansa og leika sér; eða þegar þeir trúðu því fasllega, að Rússar myndu gjöra upphlaup; eða þegar þeir héldu, að Bretaveldi myndi aldrei fara út að berjast. Þjóðverjar vita alt, sem hægt er að vita um hin þefríku kemisku efni; en þeir vita ekkert um hið rauða blóðið, sem svellur og ólgar í æðum hinna hraustu og hugrökku manna, sem byggja lönd þau, er Bretar og Bandamenn þeirra eru frá komhir. Sjálfir eru þeir grimmir og dýrum líkari en mönnum (inhuman) og þekkja því ekki mannlegt eðii. Þeir vita það ekki og trúa því ekki, að vér munum berjast meðan nokkur maður stendur uppi og meðan nokkur skildingur er til í eigu vorri. Þetta vita þeir ekki, en vér ætlum að sýna þeim að það er satt. Eg hefi sagt, að Þjóðverjar væru dýrum líkir en ekki mönnum (inhuman). Hver neitar því? Þeir létu sér ekki nægja að vaða yfir Belgíu, saklausa, friðsama. Þeir sýndu þar dýrslega grimd og æði, sem er svo hrylli- legt, að því er ekki hægt að lýsa. Þeir lim- lestu börnin ungu. Þeir tóku veikar konur, ungar og gamlar og gamla, farlama menn og ráku á undan sér sem sauðahópa í bardö unum, svo að skotin óvinanna skyldu lenda á þeim, en þeir hefðu skjól sjálfir og hlífð af. Þorpin í Belgíu gjörðu þeir að hinu arg- asta bæli svívirðinganna og ólifnaðarins, svo að hinum mentaða heim hryllir við að heyra og lesa um sögur þær, sem þar fóru fram og svo langt hefir gengið, að viltum mönnum myndi ofbjóða annað eins. Hver einasti maður með mannskap og ærutilfinning í brjósti, er ætíð fús til að berj- ast fyrir varnarlaust kvenfólk, til að vernda það frá svívirðingu. Og þetta er það, sem þér eruð nú kvaddir til að gjöra; kvaddir til að berjast fyr#, þegar skorað er á yður, að ganga í lið með herflokkum þeim, sem eiga að hrekja Þjóðverja út úr Frakklandi, út úr Belgíu, út úr Póllandi! Eg kem ekki til yðar þetta kveld undir neinu fölsku yfirskini; eg kem ekki til yðar til þess að biðja yður að vernda Canada í stríði þessu. Hetjurnar, sem fallnar eru, þær stöðvuðu framsókn Geirmanna á Frakklandi, hafa gjört það, og hinn ósigrandi floti Breta. En eg er hér kominn til þess, að biðja yður að hjálpa til að lægja rostann í þjóðinni, sem myrðir vopnlausa borgara, sem hertekur og flytur í ánauð ungar meyjar frá Lille og fleir- um stöðum, — flytur þær burtu, enginn veit hvert; lægja rostann í þjóðinni, sem treður járnuðum hælum andlit Pólverja, er þeir flat- ir liggja fyrir ofbeldi þeirra. — Eg kem til yðar í þeim tilgangi, a$ fá yður til þess að hjálpa oss, að kenna kúgurum þessum og færa þeim heim sanninn um það, að rán og morð og svívirðingar verða mönnum seint til farsældar. Því að ef vér kennum þeim ekki leksíu þessa nú, meðan vér höfum allan hinn mentaða heim á vorri hhð, þá eigum vér verra með, og verður kanske ómögulegt, að kenna þeim það í næsta stríði, þegar þeir geta ráðist á strendur Canada og farið eins með þær og þeir fóru með Louvain, Lille og War- saw. Ef að þér viljið ekki berjast nú með móð og mannshug í hjarta og meðaumkvun í brjósti fyrir öllum þeim, sem kúgaðir eru og undirokaðir, þá er eg hingað kominn til þess að segja yður, að þér að öllum líkindum verðið neyddir til þess, að berjast snemma á morgun og verja líf og limu, hús og eignir, en konur yðar og börn verða að sæta sömu kostunum og Belgar og Pólverjar með járn- hælinn þýzka á hálsi yðar. Þér getið barist í dag og unnið sigur. — En eg er óviss um sigurinn að morgni, ef að þér bíðið þangað til. — En bardagann get- um vér ekki umflúið. WINNIPEG, 16. NÓYEMBER 1916 Sendið Heimskringlu til hermanna á Englandi og Frakklandi K0STAR AÐ EINS 75 CENTS í 6 MÁNUÐI eða $1.50 í 12 MÁNUÐI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamenn í skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi, með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, ættu að nota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. THE VIKING PRESS, LIMITED. P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg Slagur sálnanna 24,000 fjölskyldur voru mjólkur- lausar á laugardagsmorguninn í Winnipeg. 170 keyrslumenn stórsalanna gjörðu verkfail kl. 4 um morguninn. í’að er slagur mjólkurkeyrslu- mannanna við húsbændur sína - hina vellríku, stóru mjólkursala (Crescent Creamery Co.); smjörbú- in, smjörgjörðarhúsin — eða hvað þeir kalla sig. Annarsvegar er doll- arinn; tröllslegur — þungur, er velt- ur sem voðavél ein yfir alt og mylur alt og alla undir sig’ um leið og hann hleðúr einlægt meiru og meiru af aurj (aurum á latínu: gull) után á sig. — Keyrslumennirnir hata nú gengið í félag til að vernda sig fyrir trölli þessu. En sálin dollarsins vill ekki viðurkenna félagið. Hún er vit- ur, sálin sú; en kærleikslaus og miskunnarlaus hefir hún æfinlega verið. Hún sér það, að félag verka- manna sinna er þeim sverð og skjöld ur og kastalaborg, sem þeir geta flú- ið í sér til verndar; og eðlilega hat- ar hún félagið. Því að hún vill hafa verkamenn sína vopnlausa, verju- lausa, bjargþrota í höndum sér. t>á getur tröilið Mammon í dollarslíki oltið yfir ])á og pressað þá niður í moldina og hlaðið utan á sig meiru og meiru af aurnum og leðjunni. i Þetta er í rauninni sams konar slagur og nú cr háður í Evrópu. — Hið samvizkulausa, sálarlausa al- heimströll: drottinvald Þjóðverja, vill brjóta undir sig heim alian og troða — stálreknum hælum — aila smælingja undir fætur sér. — Það hirðir ekki, þó að bein hinna undir- okuðu brotni og blóðið spýtist undan hælum Mammons. Og eins hirðir auðvaldið í líki hinna stóru j smjörsala og mjólkursala ekki um | ])að, hvað verkamönnunum líður eða börnunum ungu, sem ekki fá j mjólkina sína. En mæðurnar finna * það, þegar hljóð barna þeirra skera | hjörtu |)eirra. Og þær hafa komið! fram og heiintað bót á þessu. Þær j hafa skorað á bæjarstjórnina, að; láta þetta ekki viðgangast. Yér er- um einh'vernveginn svo gjörðir og getum ekki að því gjört, að vér höt- um öll völd; alla kúgara; alla ])á, sem troða vilja aðra undir fótum sér j — og eins og vér hötum Þjóðverja | fyrir drotnunargirnina, samvizku- j leysið og kúgunarþrá lieirra, eins J hötum vér Mammon þenna, sem héi j kemur fram og vill Jirýsta verka- mönnum sínuin niður í aurinn ogj svifta ])á verjum öllum. Yér vonum, að úr þessu greiðist á réttan hátt. OLÍA FUNDIN Á ISLANDI. Norska Bandaríkjablaðið “De- eorah Posten” kemur með þá fregn frá Kaupmannahöfn, dagsetta ])ar hinn 6. nóveinber, að nefnd manna hafi vc'rið send þaðan til fslands til að rannsaka þar olíufundi. Nefndin kom aftur með sýnishorn af olíunni, sem á að vera góð. Frá Kristíaníu í Noregi kemur telegram frá forstjóra olíufélags þar, er segir að á fslandi muni brunnar rfkir og skamt að bora niður á olí- una. - Ekkert vitum vér, hvár þetta á að vera, eða hvað mikið er í þessu hæft. Tökum að eins fregnina eftir blaðinu. Ritstj Hkr. Bríet Bjarnhéðinsdóttir Hver sá, sem hefir kynt sér sögu mannkynsins, veit vel, að í hvert sinn er einhver frelsjs- og framfara- alda leið yfir íöndin, komu iram menn, er öðrum framar beittu sér í brjóstfylkingum framsóknarinnar, og báru hana fram til sigurs. Hver þjóð og liver framsóknarstefna hefir sína brautryðjendur og forvígis- menn. Starfsvið þeirra er misjafn- lega stórt og áhrifin að mörgu ólík, en sameiginlegt mun það þó vera með iífssögu flestra þeirra, að þeir liafi orðið fyrir mótblæstri og að- finslum samtímamanna sinna, stundum, að einhverju leyti, verð- skulduðum, en miklu oftar algjör- iega óverðskulduðum. Meðan þeir lifðu hafa þeir verið vegnir og metn- ir á inisjafnlega óskeikulum metum. Opinber stasfsemi ])eirra og jafnvel persóna heimili og einkalíf hefir ver- ið gagnrýnt og rannsakað og skoð- að í misjafnlega réttu og sönnu ljósi. Brestir þeirra hafa tíðuin ver- ið margfaldaðir óspart, en kostun- um að meiru eða minna leyti gleymt. Mönnum hefir löngum hætt við því að eyða dýrmætum tímum í það, að athuga af mikilli nákvæmni og gjöra nokkurskonar smásjárrann- sóknir á hisminu og umbúðunum. en hefir þá, sem von cr, ósjaldan séet yfir innihaldið og kjarnann. — Oftast nær mua u;n stundarsakir hafa andað fremur svalt að þeim, er ruddu brautirnar og sléttuðu veg- ina og — þó ótrúlegt sé til frásagn- ar — oft og tíðum-hvað kaldast frá ])eim, sem verið var að vinna fyrir. Brautryðjendastarfið hefir því ai- drei verið og mun aldr.ei verða heiglum hent. Enda virðist forsjón- in liafa eitthvert hugboð um, að svo sé. Það er eins og hún viti, að “hið stærsta tak þarf sterkast bak”, og hafi þess vegna gætt brautryðj- endur óbilandi þrótt og dug, mikl- um vitsmunum og bjargföstu trausti og elsku á hugsjónum þeim, er þeir töldu heillavænlegt, að kæin- ust í framkvæmd. Með því móti hafa þeir orkað ])ví, að standa einir og óstuddir, án þess hvorki að bogna né brotna, ár eftií ár og tug eftir tug. Og Ibsen segir, að “sá sé sterk- astur, sem stendur einn”, og er það efalaust rétt mælt og satt. Ein af frelsis- og framfara-öldum þciin, er risið iiafa upp og liðið yfir löndin er kvenréttindahreyfing- in. Og hún hefir eignast sína braut- ryðjendur og forvígismenn, eins og aðrar framsóknarstefnur. Fjöldi merkra kvenna meðal stórþjóðanna hafa fórnað fyrir hana tíma og fjár- munum og jafnvel, að minsta kosti

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.