Heimskringla - 30.11.1916, Side 2

Heimskringla - 30.11.1916, Side 2
/ KLfc. 2. HEIMSKHINGLA. WINNIPEG, 30- No VEMBER 1916 Nokkrar frœðandi Ieksíur um nœringu og heilsu Eftir DR. EUGENE CHRISTIAN, New York. ELLEFTA LEKSÍA. Offita. — Orsakir og lækning. — Með einföldu mataræði. OFFITAN er sjúkdómur, sem orsakast af vissum á- stæðum og lækna má með ákveðnum meðulum. Hæfileg fita er náttúrlegt ástand líkamans. En sé hún of mikil, er hver únza, sem um of er, byrði fyrir manninn og háski fyrir heilsuna. Menn geta tekið það að erfðum, að vera hneigð- ir til holda; en vanalega stafar offitan af því, að menn brjóta lögmál náttúrunnar, eitt þeirra eða fleiri. Og þó að menn taki fituna að erfðum, þá geta menn vanalega haft hana af sér og komið líteimanum nið- ur í venjulega þyngd, ef að menn hlýða lögmáli nær- ingarinnar. Það er ýmislegt, sem getur Valdið offitunsi, og má skifta orsökum þessum í flokka og eru þeir þessir: I. Að eta ofmikið af öllum fæðutegundum. 2. Að eta of mikið af fæðu með línsterkjuefnum. 3. Of litlar líkamshreyfingar. 4. Ofnautn drykkja, einkum maltkendra og ólg- andi, eða áfengis. I öllum tilfellum offitu er orsökin ein þessara, sem hér eru nefndar, eða þá fleiri. Séu menn gæddir góðri meltingu, þá verða menn að takmarka fæðu sína við starf það, sem menn vinna við. Ef að menn gjöra það ekki, tekur líkami mannsins til geymslu allan afgang fituefnanna, ef að maðurinn kynni að þurfa þeirra seinna meir. En sé þessi afgangur ekki notaður, þá verður afleiðingin sú, að það Safnast á líkama mannsins hér og hvar, þó að meira beri á því á sumum stöðum en öðrum. Hin versta tegund offitu er sú, sem orsakast af ofnautn áfengis, allrahanda víntegunda eða bjór- drykkju. Þessi holdsauki veitir manninum engan styrk, heldur það mótsetta. Það er byrði fyrir mann- inn, alveg eiris og hann bæri ‘motur’ eða sand og er stórum gagnminna. Og í sannleika eru allar tegund- ir offitu ekki einungis gagnslausar, heldur hættulegar fyrir líf manna. Þær valda of mikilli þrýstingu á líf- færi mannsins og hindra starfsemi lungnanna og hjartans. Offitumanni er því miklu hættara við að sýkjast (smittast) af sóttnæmum veikindum en öðr- um, og þegar hann er veikur orðinn, þá getur hann miklu síður staðið á móti sjúkdómunum, en hinn, sem holdgrennri er. Eftirfylgjandi tafla sýnir eðlilega þyngd heil- brigðra manna, fullorðinna, og einnig þyngd þeirra, sem offeitir þóttu eftir hinum gamla, gríska mæli- kvarða. Mælikvarðinn gríski. Hæð l>yngd karla í pd. I>yngd kvenna í pd. Fet Þml. Offeitur Eðlilegur Offeit Eðiileg 5 126 110 122 111 5 1 132 115 128 116 5 2 138 120 134 118 5 3 144 125 140 121 5 4 • 149 130 145. 126 5 5 155 135 151 131 5 6 158 138 153 134 5 7 161 140 157 136 5 ' 8 164 143 160 140 5 9 173 150 169 145 5 10 184 155 173 150 5 11 188 160 179 155 6 190 165 185 160 6 1 192 170 187 165 6 2 201 175 196 170 6 3 207 180 200 176 Góð melting er hin mesta blessun fyrir hvern mann svo framarlega, sehi vér böfum vit og þekk- ingu á , að velja fæðu vora og neytp hennar í rétt- um hlutföllum. En ef að vér þekkjum ekki reglur þessar, þá getur þessi góða melting orðið oss til stór- vægilegrar bölvunar með því, að ofþyngja líkamann með fitu. Það, sem menn vanalega kalla vondan eða veik- an.maga er oftast nær hið mótsetta, eða allra-bezta verkfæri; því að hann gjörir oss undir eins aðvart, þegar vér drýgjum einhverja vitleysuna og vill ekki leyfa oss að eta meira, en vér getum melt. Af þessu kemur það, að þeir, sem magaveikir (dyspeptic) eru, Iifa að jafnaðai lengur en þeir, sem feitir eru og sæl- Iegir. Fitumyndandi fæðutegundir. inn þarf til að mynda eða bæta upp slit á vöðvum' eða öðrum líkamspörtum. Öll þessi efni valda fitu í líkamanum; en þó að svo sé, þá er langt frá, að menn eigi að hætta að neyta þeirra. En menn ættu að minka nautn þeirra og borða ekki meira af þeim, en líkaminn hefir veru- lega þörf fyrir. Vér viljum taka til dæmis, að það var gamall siður lækna við “diabetes”, eða sykur- sótt, að banna mönnum algjörlega að smakka lín- sterkju-fæðu eða sykur. En þetta er að fara of langt — og er hófleysa, eins og að eta yfir sig. Þegar men vilja lækna sykursótt, þá skyldu menn, eins og við alla aðra sjúkdóma, hafa það hugfast, að láta manninn fá í fæðunni öll þau efni, sem líkami hans þarfnast í réttum hlutföllum. Tilgangur eða áhrif allra fituefna, svo sem smjörs, rjóma, olive oil, hnota og fitu í kjöti eru þau, að framleiða hita í líkamanum. En sé meira tekið af fit- unni inn í líkama mannsins, en hann þarf, til að halda sér heitum, þá verður afgangur þessi allur að fitu. I Lækning við offitu. Þyngd líkama mannsins og hold byggist á þrem- ur grundvallarlögum: 1. Næring. ✓ 2. Hreyíing. 3. Sýring og “oxidation ’ eða öndun. Vilji menn lækna eitthvað, þá er fyrst að leita or- sakanna og nema þær burtu. Menn verða að velja rétta fæðu og neyta hennar í réttum hlutföllum, svo að líkaminn fái öll þau efni, sem hann þarfnast og réttan skamt af hverju. En það getur farið eftir aldri, loftslagi og vinnu þeirri, sem maðurinn starfar að. Fita sú, sem maðurinn borðar, ætti að fara eftir loftslaginu; eftir því, hvort það er sumar eða vetur. Þegar menn eru úti í köldu veðri, þarf 150—175 punda þungur maður þrjár únzur af fitu á hverjum 24 klukkustundum, og leggur hann þá ekkert af því fyrir til geymslu. En sé veðrið hlýtt, þá þarf hann enga fitu. Hvað feita menn snertir, þá er það nærri algild regla, að fitan er nóg í líkama þeirra til allra þarfa líkamans og hitunar hans, svo að þeir þurfa aldrei að neyta neinna fituefna í fæðunni. Feitt kjöt og alla dýrafitu skyldu menn forðast, nema þá einstöku sinnum fisk eða hvítt hænsnakjöt. Hvað kolahydröt snertir, þá skyldu menn ætlast á það svo nákvæmt sem menn geta, hvað menn þurfi af þeim. Þau veita manni, starfsþrek, fjör og vilja. En varast skyldu menn, að neyta of mikils af þeim. gjöri maðurinn þetta, þá hættir hann að bæta fituefn- um við sig. Þeir, sem hneigðir eru til offitu, ættu mest að hafa til matar hnotur, ávexti, salöd og nýjan garð- mat, svo sem: carrots, parsnips, turnips, beets, peas, beans, onions, cauliflower, asparagus, cabbage, egg- plant, brussels sprouts, squash, lettuce, celery, ro- maine, parsley, turnip tops, beet tops, radish tops og watercress, en Iítið af mjólk og eggjum Einu sinni á viku gætu þeir borðað lítinn skamt af fiski eða ali- fuglum, til þess að svelta sig ekki að próteinefnum. Hafi menn tekið fituna að erfðum og sé lystin góð og heimti meiri fæðu, en maðurinn þarfnast, þá léttist hann lítið við mataræði þetta, sem hér hefir verið frá greint. Hann má þá hvorki smakka mjólk eða egg, fisk eða fuglakjöt, og ætti einungis að lifa a hnotum, ávöxtum, nýju garðmeti og saladi, og Iitlu af einhverjum kornmat einu sinni á dag. Ef að menn geta fengið sig til að lifa á fæðutegundum þessum -og taka sér hæfilega hreyfingu, frá einni til þriggja stunda á dag, þá geta allir haft af sér fituna, þó að þeir hafi tekið hana að erfðum. Innan 6—12 mán- aða getur líkami þeirra verið búinn að ná hæfilegum þunga. En öllum þorra feitra manna ræð eg til, að haga máltíðum sínum sem nú skal greina: Máltíðir að vorinu, til að verjast offitu. MORGUN VERÐUR: — Ber eða appelsína; I egg, zweibalk (tvíbökur) ; 2 bananas vel móðnaðar og þunnur rjómi með. MIÐDAGSVERÐUR: — Peas eða asparagus; kartöflur og salad með hnotum. KVELDVERÐUR: — Turnip súpa; carrots eða turnips; peas eða as- paragus; kartöflur; fiskur (lítill skamtur). Máltíðlr að sumrinu, til að verjast offitu. Fæðuteguadir þær, sem mest valda fitunni, eru koladydröt (carbohydrates), línsterkja og sykur og þau af prótein-efnunum, sem léttast er að leysa upp. Kolahydrötin eru aðalefnin, sem fituna mynda; en af þeim eru þessi vanalegust: alt brauð og allur kornmatur, kartöflur, bananas, chestnuts, þurkaðar baunir, sykur, hunang, síróp, /dates, figs, rúsínur og kryddmeti alt, sem í sér hefir mikið af sykri. En prótein-efni þau, sem léttast er að leysa upp og fitu mynda, eru: mjólk og egg. Osturinn í mjólk- inni og fosfór og eggjahvíta (albumen) í eggjunum, breytast í fitu, þegar etið er af þessu meira en líkam- MORGUN VERÐUR: — Grapes, peaches, plums eða melons; tvær eða þrjár bananas með nut butter, rjóma og rúsín um; eitt egg, zweiback. MIÐDAGSVERÐUR: — Nýr garðmatur; ögn af fiski; kartöflur; tvær matskeiðar af hnotum; ostur. KVELDVERÐUR: — Spanish onion; ögn af fiski eða eitt egg; dálít ið af garðmat; grænt salad; sætar eða hvítai kartöflur, allvænar. Máltíðir að hansti, til að verjast offitn. MORGUNVERÐUR: — Oranges, grapefruit eða cantaloupe, enginn syk- ur; eitt egg; þur fiskur; tvíbökur. MIÐD AGSVERÐUR: — Einhverjar tvær tegundir garðmatar; bakaðar kartöflur. KVELDVERÐUR: — Garðmatar súpa (vegetable soup; salad af ein- hverju grænu káli með hnotum; peas, beans, carrots eða turnips; hnotur, rúsínur og ostur. Máltíðir á vetrum, til að verjast offitu. MORGUNVERÐUR: — Bleyttar (soaked) apricots, orange eða grape- fruit, enginn sykur; ein skál af junket (þ. e.: osturinn úr mjólkinni — mysuhlaup, ystingur) ; bakaðar bananas með rjóma; heitt vatn eða þunt cocoa. MIÐDAGSVERÐUR: — Bermuda onions; þurkaður fiskur; egg og kart- öflur. KVELDVERÐUR: — Létt garðmatar súpa (vegetable soup) ; celery; carrots, parsnips, winter squash; cabbage, eitt- hvað tvent af þessu; kartöflur; fiskur eða fugl- ar. Ef að sjúklingurinn vinnur þunga vinnu, þarf að auka prótein-efni fæðunnar; svo sem: mjólk, hnot- ur, fisk, egg eða ost, eftir því, hvað vinnan er hörð og mikil. En vinni hann innivinnu eða á skrifstofum, þá þarf þess ekki. Morgunverð ætti hann að borða einum klukkri- tíma eftir fótaferð; miðdagsverð ekki seinna en kl. 12 og kveldverð ekki seinna en klukkan 6 e. m. En tvær máltíðir á dag ættu að vera nægar fyrir hvern þann, sem vinnur innivinnu við skrifborð eða í sæti sínu. Fari menn að breyta eftir þessu, finst þeim oft þeir vera svangir fyrstu tvo eða þrjá dagana, mátt- litlir eða verulega hungraðir, og ætla að fæðan sé alt of lítil. En þetta hverfur eftir þriðja eða fjórða dag- inn. Þeir finna þróttinn og kraftana vaxa aftur, og verða þeir bæði styrkari og fjörugri og þolbetri en áður. Og haldi menn þessu áfram einn vikutíma eða I meira, þá fer að bera meira og meira á þessu og sannfæringin hjá þeim fer að aukast, að þeim sé að verða verulega gott af þessu. Alderi skyldu menn gleyma því, sem af offitu þjást, að nauðsynin mesta er sú, að hafa tíðar og stöðugar og reglulegar hægðir. Hið bezta meðal tl! j þess er hveit-bran í grautum eða brauði, hæfilega mikið eftir þörfum hvers eins; eða þá ber, ávexti, grapes eða sveskjur á sumrum. Oft er það að fitan og holdaukinn kemur af of mikilli nautn kjöts eða línsterkju-efna og of mikilli vatnsdrykkju með máltíðum. Eingöngu eykur kjötið ekki fituna. Kjötið myndar bandvef (tissue) ; ea línsterkja og sykur mynda fituna. Kjötið býr til cell- ur í líkamanum og svo fyllir náttúran þessar cellur með hverju, sem til er. Þannig getur kjötneyzla orð- ið til þess, að auka fituna, þó að kjötið sjálft myndi enga fitu. Ef að menn verða svangir, er þeir fylgja reglum þessum, þá geta þeir aukið skamtana, svo að þeir kveljist ekki af sultinum. En gæta skyldu þeir þess, að hafa nóga hreyfingu til þess að æfa og reyna all- an líkamann. Það er þeim alveg nauðsynlegt. t Náttúran sjálf er bezti hagfræðingurinn og lítur eftir réttu jafnvægi milli fæðunnar, sem maðurinn neytir og vinnunnar, sem líkaminn starfar að. Rétt og vísindaleg næríng mannsins er í því fólg- in, að fæða líkamann á þeim efnum, sem hann vern- lega þarfnast, eftir erfiði því, sem hann vinnur, eg velja þá fæðutegundirnar rétt, svo að hvorki sé of eða van af neinni þeirra. Ef að menn vinna hæga vinnu, sem menn sitja við, þá skyldu menn forðast fæðu þá, sem erfitt er að melta. Vanræki maður þetta, þá kemur hefndin fljótt: líkaminn fær þá aukabyrði af fitu, sem hann verður að dragast með, eða þá að úr því verður sjálfseitrun, sem svo oft á sér stað, og er aðferð náttúrunnar að losast við ofmikla fæðu. Sjálfseitrun kemur fram í 30 alkunnum sjúkdóm- um og hafa þeim verið gefin ýms nöfn og þarf hver þeirra sérstök meðul. En næring sú, sem læknar offituna, læknar einn- jg marga af sjúkdómum þessum, sem sumir segja að komi af ýmsum orsökum. s 4 Heilsan er hið eðlilega ástand mannsins og veitir hún mótstöðu offitu og öðrum sjúkdómum. Það er því erfitt að verða sjúkur, nema fávizkan hjálpi til. Árum saman þolir náttúran, að maðurinn spilli heilsu sinni, sé ekki stórkostlega brotið á móti lögum henn- ar. En fyrri eða semna verður þó að gjöra upp reikn- inginn. Ef að vér reynum að fylgja lögum náttúrunn- ar og hjálpum henni að endurbæta það, sem skemt er, þá er hún jafnan hröð til að bæta, ef að vér fáum henni hin réttu meðul eða verkfæri, og þá vinnum vér í samvinnu við hana og njótum þá ekki einungis hjálpar hennar, heldur allra heimsins styrkjandi afla. ÞAKKAEÁVARP. « Herra rltstjóri. Viltu gjöra svo vel og taka eftirfyigjandi í þitt heiðraða blað. Við undirrituð getum ekki látið hjá iíða apnað en minnast þess veg- lyndis og vinar}>els, sem Point Ro- berts ísiendingar sýndu okkur skömmu eftir að við giftunr okkur Hinn 4. bessa mánaðar var okkur boðið heim til herra Jóns Salómons, og voru bar saman komnir mikill hluti af íslendingum í bessu plássi. Þar voru okkur afhentar gjafir, sem hér greinist: RuggustóII, stunda- klukka, ‘sett í herbergi’ og 30 stykki af siifurborðbiinaði. — Eftir bað skemti fólk sér við ræður, samtal, söng, að ógleymdum góðum veiting- um. Aðalræðumaður var síra Sig- urður ólafsson. Nokkrir fleiri sögðu bar nokkur vel valin o/ð. Pyrir betta vottum við okkar inni legt bakklæti til alira b*irra, sem að einhverju leyti að bessu studdu. Point Roberts, Wash., 13. nóv- ’lfi. Ellis Johnson, Sigríður Johnson. “ Stríðið er unnið!” Brussiloff bvkir nú einna frægast- ur af hershöfðingjum Rússa- Rétt nýlega talaði hann við fregnrita i Rússlandi og sagði: “Stríðið er unnið nú í dag, um bað getur ekkert vafamál verið. En hitt getur verið spurning urn, livað langur tími kann að líða, bangað til óvinir vorir eru orðnir sannfærð- ir um, eða viðurkenna, að málstað- ur beirra er algjörlega tapaður, svo að beim er ómögulegt úr bví að bæta”. Ánnar fregnriti fann Brussiloff. Sá lieitir Stanley Was^burn, fregn- riti stórblaðsins Times og sagði ™§ D0MINI0N BANK Hornl Notre Done <»k Sherhrooke Street. HflfnffMtAll uppb...M.^M $6.000.0410 VnrNMjOftnr ................ $7.0<M».04M> Allar elxnlr.................. . . $7M.04H).04MI Vér óskum eftir viósklftum verz- tunarmanna og: ábyrgrJumst aó grefa þeim fullnægrju. SparlsjófJsdelld vor er sú stærHta sem nokkur banki taef- Ir í bor$lnni. fbúendur þe»sa hluta borgrarlnnar óska aó skifta vtT5 stofnum sem þeír vita aó er algrerlega tryggr Nafn vort er f ulltryggring ótalutleika Byrjlt5 spari innleggr fyrir sjálfa yóur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáSsmaSur PHON ÍS KAHRV H4.VI I Brussiloff að Rússar snyndu bjai'ga Rúmenum betta haust og f vr-tur. Kvað hann Rússa með vorinu sjálf- sagt hafa fieri hermenn eg betur út- búna en nokkru sinni áður- Og öll- um Rússum væri mjög ant m Rú* ena og vildu ekki boia b»ð, að b*ir iiði nokkuð við l>að, að hafa lagt með beim út í stríðið til b*»» að iosa bræður «ína í Transeylvaaí* undan ánauð Ungverja. Siaáekellir }>eir, sem Rújnenar hefðu fengið, væru ekki annað en {>»*, sew u.m rnættu búást við. En héj' væri en r- in hætta á rrrðmri."'S Hanir gTTT Rússa jafnvel. bvkta ár hafa vei \ verr búna en Þjóðverja að skotvop* um ellum. En ]>að færi nú að lag- ast, og með vorinu yrðu beir að öllu jafn vel búnir og Þjóðverjar, og wienn mnindu beir })ó hafa fleiri, og myndu beir fjölgandi fara, hvað lengi e«M etríðið entist- Þetta er lítið efunarmál, og Jiuria Þjóðvtrjar bA ekki að fagna næeta veri, ef b*ir dragast svo lengi. Til Austur Ganada MEÐ DAGIEGUM LESTUM, ÞARF EKKI AÐ SKIFTA UM A LEIÐINNI, — HEILAR LESTIRNAR RENNA ALLA LEIÐ. Sérstök farbréf báðar leiðir til sölu daglega allan desember. WINNIPEG til (hin WINNIPEG til a.h TORONTO «PW MONTREAL Farbréf til annara staða hlutfallslega miSuð vi<5 þessi. Allar upplýsingar fúslega gefnar af öllum umboðsmönnum / Ganadian Pacific Railway (AtSal-braut Vesturlandsins). Bæjar Ticket Office: Cor. Main and Per^age. Phone M. 370—1 Brautarstöðva Office: M. 5500 og 663 Main St. Ph., M. 3260 8,—14. BORÐVIÐUR M0ULDINGS. Við höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. Verðskrá verður send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Télcphone: Main 2511

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.