Heimskringla - 30.11.1916, Side 4

Heimskringla - 30.11.1916, Side 4
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30- NÓVEMBER 1310 HEIMSKHINGLA < StofnuA 1SH4I) Kemur út á hverjum Pimtudegrl. tttRefendui* og: eigendur: THK VIKING PRBSSi LTD. Verfc blahslns í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árib (fyrirfram borgab). Sent tll íslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist ráflsmanni blaTJ- ■lns. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Vlking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, rábsmabur. Skrifstofa: 72» SHERRROOKE STREET^ WINNIPEG. P.O. Box 3171 TalHlxnl Garry 4110 Vínbann í Saskatcheyan 11. Desember 1916. Nú er tíminn! Spyrnið fast við fótum, drengir, og rísið öndverðir gegn Bakkusi og leikið hann svo, að hann rísi ekki framar. Það eru þýðingarmiklir dagar fyrir Sas- katchewan núna, þar sem menn eiga að kjósa um, hvort menn vilji afnema Bakkus með öllu, steypa honum af stóli og vísa honum út í hin yztu myrkur. Nú verður það að sjást, hvort hann á vini nóga til að halda við lífi sínu, halda sér í hásæti á drykkjustofum og knæpum bæjanna og þorpanna. Nú á það að sjást, hvort hann eigi að fá halda ánauðugum konum og körlum þessa blómlega fylkis, — hvort hann eigi að hafa rétt til, að blanda galli gleði og saklausa skemtun yngri sem eldri, — hvort hann eigi að hafa rétt til, að pressa tár- in af hvörmum eiginkvenna, mæðra og systra landsins sona. Og það, sem kanske er þýðingarmest af öllu, — nú á það að sjást, hvernig atkvæði kvenna falla. Þær hafa nú hér tækifæri þýð- ingarmeira og stærra en þær nokkru sinni áð- ur haaf haft á æfi sinni: að njóta atkvæðis- réttarins, annaðhvort sér til bölvunar eða blessunar; annaðhvort til að reisa við og halda uppi, eða þá fella þenna óvin konunnar um ótölulegar aldir; þenna óvin, sem svo oft hefir eyðilagt alla framtíð æskumannsins; sem bakar þeim, sem hann dýrka, meðaumkv- un fyrir það, að þeir séu aumingjar, og óvirð- ingu fyrir það, að þeir hafi ekki þrek og dug til að standa á móti. Þenna óvin, sem oft veldur því, að börnin eru svöng og rifin, að mæðurnar eru sorgfullar og grátnar. Nú geta konurnar sýnt það, að þær hafa haft rétt, fullan rétt á því, að heimta atkvæði með körlum. Ef að þær bila nú, þegar á skal herða, þá er atkvæðisrétturinn hégómi einn; þá eru þær ekki færar, að gjöra um mál sín og annara. Ef að þær sitja heima, þegar um jafn mikið velferðarmál er að ræða, velferð- armál sjálfra þeirra og allra, sem þær elska heitast, þá er löggjöfin til athlægis, atkvæða- greiðslan verri en þýðmgarlaus. Þetta er próf- steinninn fyrir þær; hér verða þær annað- hvort að koma hreinar sem gullið úr deiglunni eða sem sori og óhroði. Eða ætlið þér, að bræður yðar, synir eða eiginmenn elski yður minna, þó að þér kom- ið fram og fylgið sannfæringu yðar og reyn- ið að taka fyrir allar hinar óheillavænlegu af- leiðingar vínsins? Reynið að vernda soninn yðar unga frá því, að læra að neyta þess og verða svo heillaðir af svartálfum þeim, þegar fram í sækir. — Það er sannfæring vor, og höfum vér lifað meira en mannsaldra tvo, að þér þurfið ekki að óttast það. Þér vekjið ein- mitt hjá þeim ástina og virðinguna fyrir yð- ur; því að þeir sjá, að yður er annara um velferð þeirra á komandi tíma en alt annað. Þeir sjá þá, að þeir hafa þar heillaríkan ráða- naut, þar sem þér eruð. — Þér verðið þeim miklu kærari og dýrmætari eftir en áður. — Það er virðing fyrir tign og göfgi konunnar, sem kemur mér til að hvetja yður, því að nú má ekki undan draga; og illa, hraparlega illa færi þá, ef að Bakkus kæmist inn aftur; hann má ekki tánum tylla inn fyrir þröskuld yðar, inn fyrir þröskuld þessa glæsilega fylkis, sem verður bústaður og föðurland allra yðar af- komenda á ókomnum öldum. Það má segja, að allur hinn mentaði heimur sé nú að berjast á móti Bakkusi. Sjálf- ur Rússinn sló hann pústur harðan; Hund- tyrkinn leyfir honum ekki inn fyrir dyr sínar. Þér menn og konur í Saskatchewan! gangið nú móti honum með fylktu liði, í bardaga upp á líf og dauða! Látið það aldrei spyrjast, að fylking yðar hafi svignað eða á hæl hopað; þér getið ekki lifað það, þér getið þann blett aldrei af þvegið. En standið þér og sigriö, þá hafið þér virðingu alls heimsins, allra góðra manna, allra hygginna manna, allra framsóknarmanna, allra sannra ættjarðarvina, allra frelsisvina. Og af fundi þeim berið þtr í burtu ánægjuna og sannfæringuna, að þér hafið rétt gjört, að þér hafið unnið happa- verk, að þér hafið unnið að farsæld og vel- líðan komandi kynslóða. Vér viljum geta þess, að reynslan er kom- in á hér í Winnipeg. Borgin þessi er alt önn- ur borg nú en áður; hver maður, sem geng- ur um götur borgarinnar, getur séð það. — Kunnugir, háttstandandi menn segja, að Win- nipeg hafi sparað eða grætt 20,000 dollara á hverjum einasta degi síðan v í n b a n n- i ð komst á hér. Og vér ætlum, að siðferðis- lega sé gróðinn miklu meiri. Fylgi yður hamingjan og gæfan til sigurs á degi þessum! -----o----- Endurvakning þrœlahaldsins I marga áratugi hafa menn haldið og trú- að því, að þrælahaldið væri undir lok liðið. Þegar frelsisstríðinu lauk í Bandaríkjunum, fögnuðu menn því, að nú væri smánin og sví- virðingin sigruð, nú væri þessi blettur afmáð- ur af mannkyninu, nú héldu menn ekki leng- ur mannlegar verur sem ánauðuga þræla. — Allur heimur fagnaði yfir þessu; menn dáð- ust að Bandaríkjamönnum og voru hrifnir af hreysti þeirra og göfuglyndi. Síðan hefir nefn Abrahams Lincolns lifað í huga manna, sem einhvers hins stærsta og göfugasta manns sög- unnar. Hvert skólabarn um allan hinn ment- aða heim þekkir það og minnist hans með elsku og virðingu, og elskar landið, sem bar hann og mennina, sem börðust með honum og , fyrir hugmyndir þær, sem hann hélt fram. — Vér vorum þá barn að aldri úti á íslandi, þeg- ar þeir hlutir gjörðust; en munum það vel, hvað vér vorum hrifnir af hreysti Norðan- mánna og drenglyndi Lincolns, og vér elsk- uðum Bandaríkin og elskuðum Lincoln fyrir að létta ánauðinni af hinum svörtu mönnum. En nú lítur út fyrir, sem þetta hafi verið draumur einn, og illa vakna menn nú af draumi þessum, er menn hafa ætlað að menn- ingin hafi breytt hugum þjóðanna og þjóð- höfðingjanna, — þegar mentaðasta þjóðin, sem sumir kváðu vera, flytur nú Belga í þús- undatali í þrældóm og ánauð, með margfalt meiri fúlmensku, en svörtum mönnum var nokkurntíma sýnd í Bandaríkjunum. — Fyrst brjótast Þjóðverjar inn á land þeirra, brenna bygðir og bæji, svívirða kon- ur og meyjar, ræna eigum þeirra, hengja og skjóta borgara þeirra; stinga börnin spjóts- oddum og kasta þeim á báiin. Þeir ræna lista- söfnum þeirra Belganna, sópa öllu burtu úr verksmiðjum þeirra og flytja til Þýzkalands. Síðan leggja þeir þunga skatta á alla þá, sem eftir lifa, borgir og bæji og bændur og kaup- menn alla, og nú heimta þeir milíónir dollara í herskatt á mánuði hverjum og eru þó búnir að taka allar eigur borgaranna. Konurnar voru þeir í stórhópum búnir að fiytja burtu, enginn vissi hvert, í þrældóm og til svívirð- ingar, og nú eru þejr að flytja burtu í hundr- að þúsundatali þessa borgara landsins, sem eftir eru. Þetta er hin þýzka menning; þetta er hinn þýzki hnefi; þetta er meiningin hins þýzka þjóðsöngs: “Deutschland — Deutsch- land uber alles!” (Þjóðland, Þjóðland ölium ofar! ). Þetta er meiningin í hinni heimspeki- legu kenningu þeirra: “Ubermensch”, nefni- lega, að þeir séu öllum mönnum æðri og eigi að drotna yfir öllum heimi. Heimurinn allur á að vera þeim undirgefinn; þeir eru herr- arnir; hinir aðrir — allur heimur — eru þræl- arnir. Þetta hafa þeir svo átakanlega sýnt, þar sem þeir hafa stofnað nýlendur í öðrum áifum heims. Fólkið hefir hrunið niður í hundrað þúsunda og milíónatali; en þeir hafa safnað gulhnu og má finna nóg af sögum um það, ef maður vildi til tína. En menn hafa verið svo ófróðir um þetta, af því að menn hugsa svo lítið út fyrif sinn eigin garð, og þekkja svo lítið til þess, s<»m fram fer í heiminum, sízt í öðrum löndum eða álfum og blöðin færa mönnum svo sjaldan fregnir um það, af mörgum ástæðum, og er ein sú, að þetta er oft látið fara dult, svo að svívirðingin verði ekki opinber; því að þá kynnu menn að vakna við vondan draum. Hver lestin eftir aðra, heilir straumar þeirra, hafa nú runnið úr Belgíu austur á Þýzkaland troðfullar af þessum auminyja Belgum, hungruðum og klæðlausum, til að vinna sem þrælar fyrir hina þýzku herra. — Hvar er nú kenningin um, að menn skuli hara lífs grið og lima? Hvar er nú kenningin, að enginn megi svifta annan saklausan frelsi sínu? Hvar er nú kenningin um kristilegrn kærleika? Hér er ekki um stríð eða bardaga- menn að tala; Belgir þessir sátu friðs^ nir heima, þó að þeir yrðu að horfa á þes*si mikil- menni stela, ræna og myrða. — Hvar u >2 n Bandaríkin, sem eitt sinn börðust fyrir afnámi þrælahaldsins ? Þetta er alt brotið niður; hnefinn þýzki ríkir. En Bretar og Frakkar og Rússar og ít- alir og Serbar og Rúmenar og allar nýlendur Breta lúpa sig ekki og leggjast niður, heldur standa upp og berjast fyrir frelsi alheimsins. En hinn allur heimurinn stendur hjá og horfir á og vill ekki nærri koipa. Á móti þessu síðasta ranglæti Þjóðverja mæla þó einstakir menn. Kaþólskur maður, kardínáli Mercier, hefur upp rödd sína úr þessari þungu og skelfilegu dauðans þögn og andmælir þessu. Páfinn í Rómaborg andmæl- ir þessu. En keisarinn “af guðs náð ’ og hinir vitru þýzku prófessorar eru þungheyrðir; — það drynur einlægt í eyrum þeirra: “Deutsch- land, Deutschland uber alles!”. Þeim finst, að þeir standi svo Iangt fyrir ofan alla menn, að það taki því ekki, að hlusta á, hvað þessir vesalings ræflar segja. Og þeir virða ekkert annað í heiminum en hnefann stálbryddan. -----o------ Konurnar á Bretlandi. Margt er það í stríði þessu, sem mönn- um hefir komið alveg á óvart og margir hefðu ekki trúað, þó að þeim hefði verið sagt það nokkrum vikum eða nokkrum dögum áður en stríð þetta mikla og voðalega byrjaði: Að Bretland innan 2. ára skyldi vera búið að vopna 5 mil. manna og þeir farnir að berjast í Belgíu, á Frakklandi, Grikklandi og Tyrk- landi, við Nílá og á söndum og í flóum Mesó- pótamíu. Og að þessir búðarsnatar og menn- irnir frá vefstólunum, klæðskerarnir, skrif- stofumenmrmr — skyldu reynast jafnir hin- um mestu fullhugum heimsins; mennirnir, sem þeir, sem í nöp var við Englendinga, sögðu að væru úrkynjaðir vesalingar; — að þeir skyldu mæta hinum hraustustu hermönn- um Evrópu og sigra þá í návígis-bardögum, með berum byssustingjunum; að drengirnir skyldu leggja risana að velli hvað eftir ann- að og taka þá til fanga. Þetta sýndi ekki, að Bretinn væri að úrættast og deyja út úr ves- aidómi og ómensku, heldur alt annað. — En ekkert hefir að vorri ætlan eins sýnt duginn og þrekið, staðfestuna og sjálfsafneitunina í Bretaþjóðinni, — eins og framkoma hinna brezku kvenna, æðri sem lægri, — dætra her- toganna og aðalsmannanna, alveg eins og dætra íðnaðarmannanna, kolamannanna, vef- aranna, búðarmannanna og kaupmannanna. Þær leggja alt í sölurnar fyrir menn sína og bræður, fyrir landið, fyrir frelsið, fyrir sanna menning, fyrir réttlætið, til þess að svifta kúgarana völdunum, til þess að hegna morð- ingjum ungbarnanna, ránsmönnum landanna, eiðrofunum og níðingunum, — til þess að hér eftir geti þó Bretar litið hver framan í annan sem ærlegir menn, án þess að þurfa að skammast sín fyrir, að hafa látið níðings- skapinn og fúlmenskuna leika lausum hala og óátalið. Hvert það ríki, sem á aðrar eins konur og Bretland á, það hlýtur að standa föstum fótum; það hlýtur að hrinda af sér holskeflum öllum; það getur ekki orðið sigr- að. Og minningu þessara hinna þungu daga mun það bera sem hið fegursta krossmark, langt fram á ókomnar aldir. Á hinum fyrri dögum börðust konurnar oft með mönnum sínum, þegar Cimbrar og Teivtónar réðust á Rómverja, þá fóru kon- urnar með þeim í bardagana og þegar Róm- verjar feldu þá seinustu á Langbarðalandi, þá voru þær í skjaldborginni og voru höggnar niður (á annað hundrað þúsund) með mönn- um sínum og bræðrum í einni orustu. 1 þessu stríði börðust konur Serba með mönnum sínum og bræðrum og féllu með þeim; enda biðu þeirra verri kjör lifandi, ef að þær hefðu upp gefist, heldur en þó þær væru skotnar eða til bana höggnar. Á Rúss- landi hafa þeir barist í hópum stórum með hermönnunum og verið í karlmannabúningi. Margar eða flestar þeirra hafa mentaðar ver- ið, sumar háttstandandi. Þær hafa barist svo hraustlega, að þær hafa úr almennri stöðu hermanna stigið hvert skrefið af öðru upp í foringjatign og orðið Lieutenants, Captains og Colonels. Á Englandi hafa þær ekki farið að berj- ast; en þær hafa farið að vinna, til þess að karlmennirnir, unnustar þeirra, eiginmenn, bræður og feður og synir gætu farið að berj- ast. Þær gráta ekki, hinar brezku konur, þó að þær missi mann eða bróður eða son, — þær fara að vinna til þess, að aðrir geti farið að hefna og hnekkja yfirgangi ódáðamann- anna. Fyrstu tvö árin stríðsins tóku 866,000 konur upp vinnu, sem þær ekki höfðu áður haft. Af þeim tóku 766,000 upp karlmanna- vinnu. Allar þessar konur yfirgáfu heimili sín og tóku að sér karlmannastörf úti og inni, til þess að mennirnir gætu farið í herinn. Það er sem þeim leiki alt í hendi og þær hika sig ekki við, að taka að sér hvaða verk, sem vera skal. Þær keyra vagna, sem lesta- stjórar (Conductors) ; |lutningsvagna keyra þær með farangri í borgum og úti um sveitir; þær keyra á hjólhestum og autós, sem sendi- sve'nar; þær moka kolum, reka járn, grafa í námum, járna hesta og við allar smíðar eru þær; þær eru við járnsteypur og málm- bræðslu; þær hreinsa glugga, smíða hús og byggja; og á verksmiðjum renna þær renni- vélum og bora járn og stál, og þykja vera svo liprar við mörg hin fínustu og vandasömustu verk í vopna- og skotfærasmiðjum, að yfir- smiðir og verksmiðjueigendur vilja þær miklu fremur en karlmenn. Við bankastörf þykja þær áreiðanlegri og vandvirkari en karlmenn. j En víða, einkum þar sem þær fást við hin grófari störf, og úti á landi, þegar þær hirða gripi sína og kýr og hesta eða vinna á ökrum eða við heyvinnu, þá verða pilsin að fara. Þar dugar ekkert tepur eða tilgjörð; það er að eins verk- ið, sem þær þurfa að hugsa um og hvernig þær með léttustu og beztu móti geti afkastað sem mestu verki — og finnur enginn að. Þær hafa einlægt verið að fjölga, sem tekið hafa upp þessa nýju siðu, jarladæturnar og her- togafrúrnar gefa kálfum sínum og svínum eða passa hesta sína og kýr, og þetta dregur þjóðina sam- an meira en nokkur hlutur annar gat gjört. Það var fyrir nokkru sagt, að átta til níu hundruð þús- und brezkra kvenna ynnu á vopna- smiðjum Breta, og nú fá þær auð- vitað margfalt hærra kaup, en þær nokkru sinni höfðu gjört sér hug- mynd um áður. Þær hafa nú marg- ar allsnægtir, sem áður áttu ekki málungi matar. Og nú vinna þær hörðustu vinnu, sem áður máttu ekki hendi sinni í vatn drepa. Nú þola þær kanónuhvelli, sem áður máttu ekki heyra hvellhettu sprengda. Það er fullyrt, að nú séu meira en þrjár milíónir kvenna, sem tekið hafa að sér karlmannsvinnu til þess að leggja fram sinn skerf til þess, að vinna stríð þetta, og mikill hluti þeirra vinnur á vopnasmiðjum, við skipasmíðar, sprengikúlna-smíðar og skotfæra-tilbúning. Lengi verður uppi heiður hinna brezku kvenna. Að bjarga lífi ungbarna Brntastjórn hefir nú fyrir hendi víðtæk og áhrifamikil fyrirtæki: ■>— bjarga iífi ungbarnanna. Á vígvöll- unum hrynja inenn nú niður f þús- undatali, og það einmitt mennirnir, sem hraustastir eru, samvizkusam- astir og beztir, og þar á ofan á ung- um aldri, þegar mest tjón er að tapa hverjum manni. Af þessu leiðir að menn skilja betur nú en nokAru sinni áður, hvað mikilsvirði líf mannsins er, líf hvert sem fæðist á heimilunum — f sveitunum, í land- inu- Og nýlega hefir nú Mr. Hamuel, Home-Sscretary, á öretlandi gjört þá yfiijýsingu, að stjórnin hafi méð höndum stórkostlegt fyrirtæki til þess að draga úr eða minka að mikl- um mun dauða ungra barna. Áður hefir barnadauði fýrir aðgjörðir stjórnarinnar minkað um þriðjung á seinustu 10 árum. Aðalatriðin við þetta hið þarflega fyrirtæki eru ])au, ao ,.aia nákvæmt eftiriu, meo ytirsetukonum; læknis- eftirlit með þunguðum konum; fæðingarspítala; serstaka og góða aðhjúarun, þegar konum er erfitt um fæðingu, og eftir fæðingu, að hafa börnin undir læknis-umsjá, ef eitthvað er að; að leiðbeina mæðr- um við uppeldi barna sinna, og iíta í öllu eftir börnunum og láta lækna skoða þau.upp að skóla-aldri. Rík- ið tekur þarna að sér, að varðveita barnið frá því það fæðist í móður- kviði, og um fæðinguna og á hinum fyrstu vaxtarárum þess, eða þangað til að það kemur í skóia; en á skólaárunum heidur ríkið áfram að lífea eftir og hjúkra börnunum, svc> að það má heita, að rfkið sleppf ekki hendi af þeim fyrri en þau eru svo þroskuð, að þau fara að geta séð fyrir sér sjálf- Ef að nokkur er sú þjóð í heimi, sem betur gjöri en Bretar þarna, þegar þetta er í gang kómið, þá vit- um vér ekki hver hún er. Þeir menn á Bretlandi, sem kunn- ugastir eru, fuilyrða það, að börnin deyji eíns mörg fyrir fæðinguna eins og fyrsta árið eftir að þau fæð- ast. En nú er fyrsta árið æfinlega talið hættulegasta árið fyrir barnið og þegar menn fara að íhuga þetta, þá sjá menn, að hér er við éstæður og fyrirkomuiag, venjur og hugsun- arhátt mannfélagsins að eiga. Pyrst eru þau börn, sem mæðurnar svifta iífi áður en þau fæðast; en auk þess er fjöldi- barna, sem fæðast and vana, sem læknar segja að bjarga hefði mátt með góðri aðbúð og að- hlynningu og þekkingu á slíkum hlutum. Á Bretlandi vinna fátækar mæður oft baki brotnu um með- göngutímann- Og Sir William Osler segir, að fjöldi mæðra með börn á brjósti, gangi út að vinna f verk- smiðjum og við skotfæragjörð. Og mæður til vonandi verði að þola erfiði og harðræði og hafi oft heim- ilislíf af lakasta tagi. Af þessu leiðir, að börn þeirra eru veik og iasburða og fyrstu tvö árin deyja miklu fleiri af þeim en vera ætti. Það er ekki ætíð, að mæðurn- ar taki fúslega á sig þessar þrautir og þrældóm, heldur er það vanalega af þvf, að neyðin knýr þær til þess, — þær þurfa að vinna til þess að hafa mat handa heimilinu. í ölluni þessum tilfellum myndu góðgjörða- félög geta bætt úr þessu með hjálp og ieiðbeiningum, að minsta kosti minkað það- En svo koma þarna mörg önnur spursmál til íhugunar, svo sem húsakynni, spftalar nýjir og viðaukar við gamla; stofnanir ýmsar og myndun félaga, og eftirlit iækna um alt landið. En manns- lífin, sem græddust við þetta myndu margborga allan þann afar- mikla kostnað, sem sveita- og bæjar stjórnir og landsstjórnin þyrfti út f að ieggja. Seinustu tíu árin hefir ástand Jietta stórum batnað f iðnaðarsvéit- um Englands. Og ef að menn tækju Bakkus þar kverkataki, þá værf versti óvinurinn að velii lagður og sá, er flestu illu veldur. Og þar kem- ur að fyrri eða síðar, að ef að nokkra varanlega bót á að gjöra á eymdinni og vesældinni, á heilsu- leysi og ómensku, þá verður þar að byrja, sem Bakkus er og velta hon- um úr stóli- FÉLAG LOTERSKRA PRESTA. Þann 22. þ- m. komu allir lútersk- ir prestar iiér f bænum saman í prí- vat matsal á St. Charles Hotel. Eftir máitíð var fundur haldinn og mynd að hið Lúterska Prestafélag f Winni peg. Séra B- B. Jónsson, B.D, prest- ur í Fyrstu fslenzku lútersku kyrkj- unni, var kjörinn forseti; síra Bartch, prestur f ensku lútersku kyrkjunni á Elliee og Maryiand, skrifari, og síra Kolmeyer, féhirðir. Tala prestanna í þessu félagi er 15 og tilheyra þeir fimm þjóðflokkum og þjóna 15,000 manna í Winnipeg. Féiagið er nú að gjra ráðstafanir til að lialda hátíðlegt 400 ára af- mæli siðabótarinnar á komandi sumri hér í Winnipeg- Fundir verða haldnir fyrsta mánu dag hvers mánaðar, og rætt þar um andleg og stundieg málefni.—(Free Press). SendiS Heimskringlu til hermanna á Englandi og Frakklandi KOSTAR AÐ EINS 75 CENTS I 6 MANUBI • eða $1.50 I 12 MANUDI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína éZa vandamenn í skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunurrt á Englandi, með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, ættu að nota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. THE VIKING PRESS, LIMITED. P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.