Heimskringla - 28.06.1917, Page 2
1 BLAÐSIÐA
HEIM8KRXNGLA
WINNIPEG, 28. JÚNl 1917
/----------------------------
Keisaravaldið þýzka
Eftir síra F. J. Bergmann.
■— i
(Framh.)
Eg hefi dvaiist svo lengi við sögu
Friðriks II. Prússakonungs, þess
er fengið hefir auknefnið hinn
mikli í mannkynssögunni, til þess
að sýna lesendum mínum fram á,
hvernig Þýzkaland nú á dögum á
honum annars vegar fremur nokk-
urum öðrum það að þakka, hvílíkt
stórveldi það er orðið í Norður-
álfu; !hins vegar hefi eg gert það
til að sýna fram á, hvernig honum
er fremur öllum öðrum um að
kenna, að það hefir orðið einkenni
Þjóðverja, að lifa upp á annarra
kostnað, brjóta sí og æ veikari nár
granna undir sig, bæta landi við
land, unz draumurinn ægilegi
vaknar, að gerast það heimsveldi,
er þrýsti hinni þýzku tegund
menningarinnar inn yfir allar
þjóðir og láta hana verða einvalda
í veröldinni.
1 þriðja lagi sýnir saga Friðriks
mikla, hvernig á því stendur, að
þýzk menning og þýzkt einveldi
hefir ofist saman, svo að þetta eru
orðnar óaðskiljanlegar stærðir.
Þegar er þýzkum manni nú á dög-
um er á það bent, að sá hljóti nú
6vo sem að sjálfsögðu að verða á-
rangurinn af styrjöld þessari, að
einvaldið þýzka hverfi úr sögu,
svarar hann óðara: Þá hverfur
lfka þýzk menning úr sögu. Þetta
tvent, segir hann, stendur og fellur
hvað með öðru.
En hlýtur þá ekki eitthvað að
vera meira en lítið athugavert við
þýzka menningu, ef hún endilega
þarf einvaldsstjórn og hervald við
að styðjast?
19.
Friðrik Vilhjálmur II, 1786—1797.
Friðrik mikli lét engan ríkiserf-
ingja eftir sig. Friðrik Vilhjálmur
II, sem við ríkjum tók eftir hann,
var ekki sonur hans, heldur var
hann systursonur konu Friðriks
mikla, Lovísu Amalíu drotningar í
Brúnevík. Hann þótti latur og
gjálífur í uppvexti. Hann giftist
1765, en skildi við þá konu fjórum
árum eíðar. Gekk þá að eiga aðra
konu skömmu síðar og eignaðist
stóra fjölskyldu.
En hann þótti marglátur í
kvennasökum. Gáfaða og metnað-
argjarna konu, er Vilhelmina Enke
hét og gerð var greifainna af
Lichtenau, hafði hann að hjákonu
og fekk hún isvo mikið vald yfir
honum, að hún réð lögum og lof-
um. Hann var fríður maður sýn-
um og fremur vel gefinn. Einkum
hafði hann töluverðan listasmekk.
Hann hélt verndarhendi yfir þeim
hljómlistarsnillingunum frægu,
Beethoven og Mozart. Hljóðfæra-
iiðið (orchestra}, sem hann safnaði
um sig, þótti hið bezta, sem þá var
í Norðurálfu. Ilann var alt annað
en lundfastur maður, enda hafði
Friðrik mikli opinberlega látið í
ljós, að hann bæri ekki mikið
traust til hans.
Þegar er Friðrik Vilhjálmur II.
tók við völdum 17. ág. 1786, byrjaði
hann að mörgu leyti vel. Hann
leitaðist við að létta ýmsum byrð-
um af þjóðinni, er á henni hvíldu,
breytti tollheimtunni frakknesku,
sem Friðrik mikli hafði lögleitt, en
ávalt verið illa liðin, og hlynti að
verzlunarsamgongum. Þýzka tungu
hafði hann f miklu meiri hávegum
og gerði þýzka rithöfunda að með-
limum rithöfundasamkundunnar
prússnesku. Fyrir alt þetta ávann
nann sér hylli lýðsins í fyrstu.
En hann var hneigður all-mjög
til dultrúar og gerðist meðlimur
félags eins, sem uppi var á Þýzka-
landi og nefndist Rósinkross-félag.
Sá hét Wöllner, sem veitti því for-
stöðu um þetta leyti og fekk hann
vald svo mikið yfir konunginum,
að stjórnarstefnan varð öll í hans
anda. Friðrik mikli hafði kallað
hann “prettvísan og ráðslunginn
prest.” Félag þetta náði mikilli út-
breiðslu um þetta leyti. Ein 26
bandalög eða hringar mynduðust
víðs vegar. Stóð félagið að ein-
hverju leyti í sambandi við Frímúr-
ara. Hins vegar iagði það stund á
gullgerð og ýmii konar dMlarfulíar
listir. 1 félagi þes«u gaus upp
mikill vandlætingar áhugi í sam-
sambandi við rétt-trúnaðinn í
landinu. Þótti mörgum honum
vera meira en lítil hætta búin af
hinni svonefndu upplýsingar-
stefnu, er Friðrik imikli hafði ein-
dregið fylgt. Lét þessi Wöllner,
sem það væri stærsta áhugamál
sitt, “«ð frelsa miijónir sálna frá
glötun, og leiða landið alt aftur til
trúarinnar á frelsarann.”
Þessi maður komst nú til valda
og varð fjármálaráðgjafi konungs,
og hafinn til aðalstignar. 1 raun
réttri réð hann eins miklu og þó
hann hefði verið forsætisráðherra.
Annar maður, Bischoffswerden að
nafni, gerðist álíka. mikill trúnað-
armaður konungs og var tekinn
inn í ráðuneyti hans. Þessir tveir
menn voru líkt skapi farnir og
flæktu konunginn inn í alls konar
dulspeki-ógöngur. Eftir því sem
óskírlífi konun_gs tók meira og
meira út yfir, eftir þvf varð hann
ákafari með að reisa við rétt-trún-
aðinn. Konungleg fyrirskipan var
út gefin um, að í engu mætti prest-
ar víkja frá bókstafnum, en þeim
um leið gert að skyldu að vera
hvarvetna ákveðnir óvinir upplýs-
ingarinna.r. Eins konar mótmæl-
enda rannsóknarréttur var hafinn,
og bókum, trúarlegs eðlis, sem ekki
voru nógu rétt-trúaðar, var eytt á
allar lundir. Konungur va.rð æst-
ari og ákafari rétt-trúnaðar post-
uli eftir því sem hann sjáifur varð
spiltari og sat lengur að völdum.
Þessi feikna þröngsýni, trúar-
ofstæki og ljósfælni gerði að engu
allar umbótatilraunir konungsins,
sem allar fóru á ringulreið . Her-
inn vanrækti konungur þessi al-
gerlega,—herinn, sem forfeður hans
á konungsstóli höfðu haft að á-
trúnaðargoði. Yíir herinn var sett^
eins konar herráð, sem alt fór í
handaskolum fyrir. öll afskifti
konungs af utanríkismálum mis-
hepnuðust.
Frakkneska stjórnarbyltingin
var nú um þessar mundir að breiða
út ógn og skelfingu um Norðun
álfu. Friðrik Yilhjálmur II. lét isér
þá úr minni lfða fornan fjandskap
við Austurríki. Hann gerði sam-
band við Leópold Austurríkiskeis-
a.ra í þvf skyni að hjálpa Loðvík
XVI. Frakkakonungi. Þá háðu
lýðvalds - hugmyndirnar fyrsta
úrslita bardagann gegn einvaldinu
og konungar og keisarar tóku
höndum saman til að reisa rönd
við. En þá var féhirzla Prússlands
tóm og fyrir því var konungur og
herinn máttvana. Hann neyddist
til þess að skerast úr leik og gera
einn friðarsamning í Basel 5. apríl
1795. Yoru þeir sérstöku friðar-
samningar af hans hálfu skoðaðir
bein svik .af samherjum hans, stór-
veldunum miklu. Prússland varð
siðferðilega einangrað einmitt rétt
áður en úrslita bardaginn um ör-
lög einvaldsins í Norðuráifu átti
að standa.. Prússland hafði að
sönnu fært út kvíarnar af nýjú við
sundurliman Pólverjalands 1793 og
1795. Árið 1987 lézt Friðrik Vilhjálm-
ur og skildi rfkið eftir í fjárþrot-
um og alls konar reiðuleysi. Her-
inn var í stórkostlegri afturför. Og
konungsvaldinu treystu menn ekki
lengur. Tvisvar hafði Friðrik Vil-
hjálmur gifzt til vinstri handar, og
lifað og dáið fullkominn fjölkvæn-
ismaður. Hann hafði nokkurn
veginn gert jafn-mikið til að
hnekkja heiðri Prússlands og Frið-
rik II hafði gert til að hefja það til
vegs og virðingar.
20.
Friðrik Vilhjálmur IH, 1797—1840.
Friðrik Vilhjálmur III. var elzti
sonur Friðriks Vilhjálms II.s og
var fæddur í Potsdam 1770. Hann
va.r hvorki gæddur sterkum vilja
né vitsmunum, var uppalinn við
þröngsýni og smá'sálarskap, en var
að eðlisfari samvizkusámur og vel-
viijaður. Hann hefði notið sín
miklu betur en hann gerði, ef
hann hefði ekki verið konungur á
þessum óeirðartimum og umbrota.
Bann hóf stjórnarstörf sín vel,
lækkaði tilkostnað við hirðina að
hniklum mun, rak frá sér ráðgjafa
föður sfns, og bætti úr lökustu
brestum, er verið höfðu á etjórn
hans. Til allrar ógæfu hafði h.ann
tekið að erfðum valdafíkn Hohen-
zollern ættarinnar, án þess að hafa
þegið nokkura hæfileika til að fara
með völdin. Harin var annars veg-
ar tortrygginn og þorði ekki að
trúa ráðgjöfum isínum fyrir neinu.
Hins vegar var hann svo veik-
geðja, að ha.nn var ekki sjálffær um
neina stefnu.
Þessi kjarklausa lund konungs-
ins setti innsigli sitt á sögu Prúss-
lands í byrjun 19. aldar. Prússar
biðu ósigur tvisvar 1806, annað
skiftið við Auerstaedt, 14 mílur frá
Jena, 14. okt., þa.r sem 48,000 Prúss-
ar, undir forustu hertogans af
Brúnsvík urðu undir íyrir 30,000
Frökkum, undir forustu Davout.
Hitt skiftið á hæðunum við Jena
Kristján Helgi Kristjánsson and-
aðist að morgni hins 22. maí þ.á.
að heimili sínu í Selkirk, Mani-
toba. Jarðarförin fór fram írá
heimili hins látna 25. s.m. að við-
stöddu fjölmenni vina og kunn-
ingja. Séra N. Stgr. Thorlaksson
gegndi prestsverkum og flutti hús-
kveðju. Mintist hann með vel
völdum orðum umhyggjusemi og
skyldurækni hins látna ihúsföðurs
og trúa samborgara. Talaði hann
þar einnig fyrir hönd Goodtempl-
ara stúkunnar “Einingin” í Sel-
kirk, sem hinn Játni var lífstíðar-
meðlimur í, um hina staðföstu
starfsemi hans í þarfir Goodtempl-
ara reglunnar, sem hann hafði til-
heyrt um 30 ára skeið.
Kristján Helgi Kristjánsson var
fæddur á Sandeyri við ísafjarðar-
djúp 11. október 1853; var hann
sonur merkishjónanna Kristjáns
Bjarnasonar og Guðrúnar Guð-
mundsdóttur, sem vel voru þekt á
íslandi. Föður sinn misti hann á
unga aldri og fluttist þá með móð-
ur sinni til Arnarfjarðar. Hjá
henni dvaldi hann til þess er
hann var 11 ára, en þá tók Guð-
bjartur Jónsson föðurbróðir hans
hann til lósturs. Guðbjartur heit.
Jónsson, sonur Jóns Ásgeirssonar
prests að Álptamýri í Arnarfirði,
var þá verzlunarmaður á Isafirði.
Frá þessum tíma til 25 ára aldurs
var Kristján Helgi með fóstra sín-
um að undanskildu eins til tveggja
ára tímabili, er hann var í sigling-
um til annara landa í Evrópu.
Systkini Kristjáns Helga voru
þau Jónína, gift Jóni Jónssyni frá
Skaga í Dýrafirði, og Bjarni, er
lengi bjó á Núpi í Dýrafirði; bæði
dáin hér vestra,
Tuttugu og fimm ára eða því
sem næst giftist Kristján fyrri
konu sinni Sigríði Guðbrandsdótt-
ur Hjálmarssonar, sem hann misti
1902. Með henni eignaðist hann
tvo syni, Kristján Guðbjart og
Guðbrand Anders Briem; tveim
árum síðar, eða 1904, giftist Krist-
ján Helgi aftur eftirlifandi konu
sinni, ólínu Björgu Bríet ólafs-
Dánarfregn.
&
dóttur Nordal, er þá hafði mist
mann sinn Sigurð Anderson, bæj-
arráðsmann í Selkirk. Með henni
eignaðist hann tvær dætur, Sigrfði
og Björgu Brfet.
Kristján fluttist frá Islandi til
Canada með fyrri konu sína áríð
1887; mestallan þennan tíma, eða
um þrjátíu ár, var hann búsettur
í Selkirk.
1 uppvexti sínum hlaut Kristján
tilsögn í ýmsum almennum fræði-
greinum, svo sem lestri, skrift og
reikningi, og reit hann góða skrif
hönd, enda nant hann margra
góðra bendinga og ráða hjá fóstra
sínum, er var talinn gáfumaður,
stiltur og gætinn. Við utanferðir
sínar jókst honum og þekking, víð-
sýni, frjálslyndi og íesta í skoðun-
um. Þegar Goodtemplara félagið
var stofnsett á Isafirði, gerðist
hann fljótt meðlimur þess og var
jafnan hinn áhugamesti og bezti
félagsmaður til þess er hann flutt-
ist vestur. Þegar hann settist að í
Selkirk varð hann einn af stofn-
endum Goodtemplarastúkunnar
þar ásamt mörgum vinum og
kunningjum. Reyndist hann trúr
og dyggur starfsmaður stúkunnar
til dauðadags. Sýnir þetta bezt
andlega íestu og sjálfsvirðingu,
samfara þeim hyggindum er til
hags miða í baráttunni fyrir lífi
sínu og annara.
í stjórnmálum studdi Kristján
hinn svo nefnda “Liberal” flokk;
það var flokkurinn, sem hann
vænti meiri framsóknar af, flokk-
urinn, sem hann bjóst við að
styddi jafnréttinn og frelsið, eins
og það þarf og á að vera innan
mannúðlegra laga og réttar, og
yrði mest til uppbyggingar fyrir
land og lýð.
í viðmóti og umgengni kom
Kristján ætíð fram sem vandaður
og vel hugsandi maður; ávalt
með djúpri lotningu í huga
sínum fyrir hinu sanna, fagra
og góða. Sannfæring hans fyrir
frumsköpuðu réttlæti og íram-
haldandi fullkomnun mannssálar-
innar var svo sterk, að hann gat
kvatt vini sína eins og sá, er legg-
ur áleiðis til næsta heimilis og
annað hvort býst við að koma aft-
ur að kvöldi, eða veit, ef það
bregzt, að vinir hans koma þá til
hans.
Kristján Helgi var afbragðs verk-
maður, verkhygginn og sérlega
mikill vinur starfseminnar og.
vcrklegrar áreynslu, enda hafði
liann lengst æfinnar sterka sál f
sterkum líkama. Söngmaður var
hann og ágætur og mun hann
hafa æft að nokkru sönglist á yngri
árum sfnum; munu margir, sem
heyrðu hann syngja, minnast þess,
hve sönghijóð hans voru unaðsrík
að hlusta á. Röddin var þrótt-
mikil og yfirlætislaus, hrein og
hljómfögur.
Kristján var sérlega ant um
heimili sitt og vildi, eftir því sem
eg veit bezt, alt fyrir það gera.
Enda ríkir þar innilegur samvinnu
hugur, ástúð og blíða; jafnvel eldri
börnin, sem lífið og starfið hefir
hrifið burtu frá heimilinu, eiga
dýpstu og beztu rætumar heima.
Áhrif þau, umönun þá, sem þess-
konar heimilislíf skapar, finn eg
mér skyldugt að þakka fyrir hönd
ihin-s látna vinar. Hann skildi vel,
að gott heimilislif er hin sanna
undirstaða góðs mannfélags.
Og heimiíi þetta sendir þakklæt-
isgeisla hverjum þeim, sem á ein-
hvern hátt hefir sýnt því hluttekn-
ingu bæði við þetta tækifæri og
endrarnær.
Kristjáns Helga er saknað af
fjölmennum hópi vina og kunn-
ingja, ásamt nánustu skyldmenn-
um hans og venzlafólki, og sá, sem
þetta ritar, veit vel,'að við fráfall
hans eigum vér á bak að sjá eins
af allra sönnustu og beztu mönn-
um, sem við höfum lifað samtíða.
Og þó þú sért farinn og fluttur
á fjarlæga strönd,
vér vitum, er lúnir vér lendum,
þú lánar oss hönd.
Einn af vinum hins látna.
milli 70,000 Prússa og 90,000 Frakka,
þar sem Napóleon sjálfur var for-
inginn. í báðum þessum bardög-
um biðu Prússar algjöran ósigur,
eins og bezt kom í ljós við eins kon-
ar táknunar-athöfn, sem framin
var í Jena, tveim árum síðar, þegar
keisararnir frá Frakklandi og
Rússlandi fóru á héraveiðar á or-
ustuvöllunum. Við friðarsamning-
inn í Tilsit (9. júní 1907) varð Frið-
rik Vilhjálmur III. neyddur til að
afselja sér helming landa sinna.
Sá helmingurinn, sem hann hafði
eftir, var örþrota og gjör-rúinn af
N-aipóleon. Hve nær sem Napóleon
kom til hugar, gat hann marið
leifarnar af Prússlandi sundur
undir þumalfingri sínum.
En Friðrik Vilhjálmur III. var
vel kvæntur. Þótt hann sjálfur
væri ráðþrota og kjarklítill, var
kona ha,ns, Lovísa Prússadrotning,
hinn mesti fullhugi. Hún gekk í
lið með dugandi mönnum eins og
Stein og Scharnhorst og Gneisso-
nau með að koma hernum aftur á
fót. Og eftir því sem það tókst
betur, varð viðreisnar von Prúss-
lands meiri. Stein kanzlari var
settur af eftir skipa-n Napóleons.
En Hardenberg varð 1810 kanzlari
í stað hans.
Þegar öllu var aftur komið í
samt lag eftir Napóleons styrjald-
irnar 1815, átti Friðrik Vilhjálmur
fremur lftinn þátt í því, bæði sök-
um þess, hve ístöðulítill hann var,
og þess, hve hinn innri hagur
Prússlands þá var bágur. Hann
var mjög hræddur við, að láta fólk-
ið hafa nokkur völd og afar illa
var honum við að takmarkað væri
með stjórnarskrá vald konungsins.
Á fundum, sem haldnir voru í Aix-
la-Chapelle (1818) og að öðru hvoru
þangað fil í Verona (1822) var hann
fullur samúðar við þær afturhalds
ráðstafanir, sem þar voru gerðar.
Meðan frelsishreyfingarnar voru
sem ákafastar, ihafði Friðrik Vil-
hjálmur III. í æsingu lofast til að
gefa þjóð sinni stjórnarskrá. En
þsð loforð stóð, án þess reynt væri
að uppfylla, sumpart sökum þess,
hve konungur var ráðþrota, sum-
part vegna örðugleika, sem virtmst
nær því ókleifir. En ])ótt honum
væri móti skapi að láta stjórnar-
skrá takmarka konungsvaldið, leit-
aðist hann við að lifa eftir regl-
unni: Konungur er helzti þjónn
ríkisins. Hans hugmynd var, að
vera eins konar landsfaðir (Lan-
desvater). Hann leitaðist við af
alefli, að samþýða hina ólíku lands-
hluta ríkis síns eins vel og honum
var auðið og gera Prússland að
einini ríkisheild.
Þegar halda átti 300 ár-a minn-
ingu siðbótarinnar 1817, kom hann
litlu sem engu til leiðar og sást þá
bezt, hve völdin voru af skornum
skamti. í ellefu ár var hann að
bysa við að finna lútersku og end-
urbættu kirkjunum sameiginlegan
grundvöll. Lúterskan minni hluta
varð að kúga með hervaldi, kirkjur
þeirra voru gerðar upptækar og
prestar ýmist hneptir í fangelsi eða
gerðir útlagar. Útvortis samein-
ing komst fyrst á 1834, á þa,nn hátt,
að játningar skyldu haldast ó-
breyttar, en guðsþjónusta vera
sameiginleg. Og þeim, sem eigi
fengust til að alhyllast þetta
skipulag, var stranglega bannað
að mynda sérstakan félagsskap.
En þrátt fyrir þá annmarka, sem
á voru, var Friðrik Vilhjálmur III.
femur ástsæll af þegnum sínum.
þeir kunnu að meta,, hve hann var
blátt áfram og óbrotinn í siðum
og iháttum, fundu að hann hafði
mikið aif þeim hjartans góðleik,
sem ávalt er mannanna mesta
prýði, og mundu, að mikið hafði
hann orðið að líða döpru dagana
eftir 1806. Hann lézt 17. júní 1840.
Hann hafði gengið { vinstri hand-
ar hjónaband við Ágústu, greifa-
innu frá Harrach, sem hann hóf
til prinsessu-tignar.
21.
Friðrik Vilhjálmur IV., 1840—1861.
Elzti sonur Friðriks Vilhjálms
III. var fæddur 15."bkt. 1795, varð
konungur Prússa við lát föður
'ir.s og nefndist Friðrik Vilhjálm-
ur IV. Kenmari hans, presturinn
Ancillon, hafði komið inn hjá hon-
um megnu hatri til stjórnarbylt-
ingarimnar frakknesku og hug-
myndanna, er hún bar í skauti
sér. Hatur þetta varð enn meira
hjá honum vegna endurminning-
a.nna frá 1806 og áranna þar á eftir.
Hann hafði gáfur all-fjölbreyttar
og var hinn ástúðlegasti í um-
gengni. Áttu menn því von á
miklu, er hann komst til valda.
Hann byrjaði líka vel. I kirkju-
málum tók hann stefnu þveröfuga
þeirri óheppilegu stefnu, er faðir
hanis hafði fylgt. Hann leyfði skoð-
anafrelsi í trúmálum að miklu
leyti. Hann gaf erkibiskupinum í
Cologne, sem setið hafði í fangelsi,
frjálsræði sitt aftur. Hann rýmk-
(Framh. á 3. bls.)
GISLI GOODMAN
TINSMIÐLR.
VerkstæVi:—Horni Toronto Bt. og
Notre Dame Ave.
Plone
Garry 2DK8
Hrlallti
Garry RM
___________/
J. J. BILDFELL
FASTEIGNASALiL
Baflk Sth. Fluer N*. IM
S«lur hús og lóSlr, og tnnal þ«r kV
lðtandl. Crtvegar penlnsalAa o.fl.
Ph«ae Mala MM.
--------------------- 1
TH. JOHNSON,
Úrmakari og GullsmiSur
Selur giftingaleyfisbréf.
Sérstakt athygli veitt pöntunum
og vi'Cffjöroum útan af landL
248 Main St. - Phon* M. 6686
t. J. Swanson H. O. Hlnrlkaaon
J. J. SWANSON & CO.
FASTBIGNASALAR M
penlnica aHBar.
Talslal Maia 2«»7
Cor. Portase and Garrjr, Wlnalpes
MARKET HOTEL
Prlnr «sa Street
á nótl marknklnnm
Be«tu vlnfSng, vindlar og a«-
hlynlng kóS. lileakur veltinna-
maSnr N. Halldóreaoa, leiSbela-
lr felendlncum.
P. O'CONMEL, Eisandl Wtantpeg
Arni Andereon E. P. Garland
GARLAND & ANDERSON
LÖGFHACBUVGAR.
Phone Matn 1561
ifðl Eiáctne Railway OhialMn.
Talstml: Main 6302.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gis/ason
Phywlohan onú Surfeoe
Athygli veitt Augrna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Asamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skurtii.
18 Senth Srd 8t., Grand Fortt, N.D.
Dr. J. Stefánsson
401 BOYO BVILDING
Hornl Portage Ave. og Edmonton »t.
Stundar elngöngu augna, ejrrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er a« hltta
frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 U1 * e.h.
Phone: Main 3088.
Helmlll: 105 Olivla St. Tala. G. 2515
s
*
t
Vér höfum fuilar birgVlr hrein-
ustu lyfja og meBala. Komitl
met5 lyfseíla yfcar hinraB, vér
rerum me75ulin n&kvæmlera eftir
ávísan læknlsins. Vér slnnum
utansvelta pöntunum og seljum
griftinraleyfi. : : : :
COLCLEUGH ék CO.
Noire Da»f A Sk«rbr*«ke g|».
Phone Garry 25SO—2591
A. S. BARDAL
selur Hkkletur og annast um út-
farlr. AUur útbúnaSur sá bertl.
Ennfremur eelur hann allekonar
mlnnlsvaröa og legstelna. : :
815 SHERBROOKB ST.
Phoae «. 2152 WINNIPEO
ÁGRIP AF REGLUGJÖW nm
bemaSsréttarlöaJ í Casada
og NorÖrestnrlandíÍM.
Hver fjSUkrldufaHlr eöa hver karl-
maöur eem er 18 ára, itm var brezkur
þegn I hyrjun atritfalne og hefir verl»
þafl «!8an, »Sa eera er þegn Bandaþjó*-
anna «8» óháörar þjótlar, getur tekltt
helmllizrátt á fjórtlung úr eeetlon af á-
teknu itjórnarlandl I Manltoba, Sas-
katchewan etla Alberta. Umswkjandl
vertiur ejálfur atJ koma á landekrlf-
ztofu atjórnarlnnar eöa undlrekrlfetofu
hennar 1 þvl hératll. 1 umbotH annars
Skyldart—Sex mánata ábútl og ræktun
m& taka land undlr vlssum skllyröum.
landslns á hverju af þremur árum.
1 vlesum háruöum getur hver land-
landnem! fengltl forkaupsrétt á fjórB-
nngl sectlonar metl fram landi slnu.
Verö: 88.00 fjrrlr hverja ekru. Skyldur:
Sex mánatla ábútl á hverju hinna
nœstu þrlggja ára eftir hann heflr
hlotltl elgnarbráf fyrir helmillsréttar-
Iandl slnu og auk þess rtektaö 50
ekrur á hlnu selnna landt. Forkaups-
réttar bréf getur landnemt fengltí um
lelti og hann f«er helmlllsréttarbréfiö,
en þó metl vlssum skllyrtlum..
I.andneml, sem fenglö heflr helmllis-
réttarland, en getur ekkl fenglö for-
kaupsrétt (pre-emptlon) getur keypt
hetmlllsréttarland I vlssum héruöum.
Vertl 88.00 ekran. Veröur atl búa &
landlnu sex mánutll af hverjn af þrem-
ur árum, rækta 50 ekrur og byggja hús,
sem sé 8300.00 vlrBI.
Þelr sem hafa skrifatl slg fyrlr helm-
illsréttarlandl, geta unnltl landbúnaö-
arvlnnu hjá bændum I Canada áriti
1917 og tlml sá relknast sem skyldu-
tlmi á landl þelrra, undlr vlssum skil-
yrtluni.
T>egar stjómarlönd eru auglýst etla
tllkynt á annan hátt, geta helmkomnlr
hermenn, sem verl» hafa I herþjónustu
erlendls og fengltl hafa heitlarlega
lausn, fengtt! elns dags forgangs rétt
tll a» skrlfa slg fyrlr helmillsréttar-
landl á landskrlfstofu hératlslns (en
ekkl á undlrskrlfstofu). lyansnarbréf
vertlur hann atl geta sýnt skrlfstofu-
stjðranum.
W. W. CORT,
Deputy Mlnlster of the Interlor.
RI8B, sem flytja auglýslngu þessa i
ketmlldarleyst, fá enga borgaa fyrlr.