Heimskringla - 28.06.1917, Side 3

Heimskringla - 28.06.1917, Side 3
’WINNIPEG, 28. JÚNÍ 1917. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐ61ÐA (Framih. frá 2. bls.). aðl all-mikið um prentfrelsið. Ilann lofaði héraðsþingunum, er komu ■saman til að tjá honum hollustu, >er hann tók við konungdómi, að hann skyldi binda enda á loforð það, er löngu áður hafði verið gef-. ið, um að samin skyldi alls herjar stjórnarskrá fyrir þýzka ríkið, og lýsti yfir því, að það áliti hann «jálfsagt, bœði vegna loforðanna konunglegu, er gefin hefði verið, vegna landsins þarfa og stefnu tímanma, Eriðrik Yilhjálmur IV. var að vissu leyti hugsjónamaður. En hugsjónir hans voru allar þveröf- ugar þeim, er lágu i loftinu, og .stjórnarbyltingin frakkneska hafði haft í för með sér. Hugmyndin um fullveldi lýðsins fainst honum beint hryllileg. Honum myndi hafa fundist hann fara sviksamlega með l>að vald, sem forsjónin hafði trú- að honum fyrir, ef hann höfði far- ið að láta af hendi eitthyað af l)eim völdum, er hann þóttist af henni ihafa þegið. Hann lýsti yfir þvf, — og sú yf- irlýsing er næsta fræg orðin: “Eg skal aldrei gefa leyfi til, að milli almáttugs guðs og þessa lands komi blekugt kálfskinn, sem eigi að rfkja yfir okkur með lagagrein- «m og koma í stað hins íornhelga bands konung - hollustunnar.” Hetta var, 1847. Með þessari yfir- lýsingu hratt hann vitaskuld öll- um stjórnarbóta vonum frjáls- lyndra mianna fyrir ætternisstapa. Febrúar-byltingin svonefnda á Trakklandi 1848, kom öllum bylt- ingahug mannanna í bál og brand um alla Norðurálfu ,bæði lýðvalds- hugmyndum og þjóðernishug- myndum. Hvert smáriki á Þýzka- landi varð snortið af hreyfingunni. Hvarvetna urðu hinir smærri þjóðhöfðingjar að láta undan, veita istjórnarskrá og ialls konar umbætur til þjóðþrifa. Eriðrik Yilhjálmur var fljótur að bugast af storminum. En bróð- ir hans Vilhjálmur, sem stóð til að verða ríkiserfingi, og viðurkendur leiðtogi prússneskra afturhaids- mannai, varð að víkja úr iandi. Umbótamennirnir í landinu voru bæði lýðvaldssinnar og þjóðernis- menn. Þeir kröfðust ekki einung- is alþýðufreisis, heldur þess, að l)ýz'ka sambandinu væri gjör- breytt. Vildu þeir mynda þýzka sambandsþjóð. En sá draumur átti ekki fyrir hendi að rætast. Eriðrik Vil- hjálmur var lélegur leiðtogi. Eins konar þýz.kt þjóðþing leitaðist við að semja stjórnarskrá fyrir samein- að Þýzkaland. Loks kom það sér saman um, að loka Austurriki úti •og bauð Eriðriki Vilhjálmi kórónu hins nýja þýzka keisaraveldis. En þá svaraði konungur því, að vera mætti, að hann hefði þegið þetta tilboð, ef það hefði verið gert hon- vim til ih'anda af þýzkum þjóð- höfðingjum, öldungis af sjálfs- dáðum. En aldrei 'kvaðst hann skyldi lúta svo lágt, að hann færi “að tína kórónu upp úr rennu- ■steinum.” 1 huga hans vakti hið heilaga rómverskia keisaradæmi, og þar átti einhver Habsborgar-niðji að hafa völdin með höndum. Svo var þessi nýja stjórnarskrá með of miklum lýðvaldssvip. Hann þverneitaði að taka við keisarakrúnu. Þingið hafði ekkert vald til að koma sam- þyktum sínum í framkvæmd. öll ráðagerðin varð að engu. í Austurríki urðu fyrstu afleið- ingiar byltingarinnar afturhaldinu í vil, og svo var það vfðast annars staðar. Eriðrik Vilhjálmur hvarf aftur til sinnar upprunalegu stefnu. Flutningsmenn þýzkrar einingar skiftust í flokka. Ann- ars vegar voru þeir, sem ioka vildu Austurríki úti úr sambandinu og viðurkenna Prússland öndvegis- land Þjóðverja. Hins vegar voru þeir, sem endilega vildu innibinda Austurríki í sambandinu og við- urkenna það þýzkt öndvegisland. Aftur hafði Friðrik Vilhjáimur haft ljómandi tækifæri, en látið það ganga sér úr greipum. Ef hann hefði haft hug til að láta Prússland gerast leiðtoga frelsis- hugmyndanna með freisisvinum Þjóðverja, mundu þeir allir hafa fylkt sér undir merki hans. En stjórn hans reyndist litlu minna ó- frjálsleg en stjórn Auaturríkis. Þá varð að finna nýja ástæðu til þess að taka skyldi Prússland fram yfir keppinaut þess, Austurríki, og um leið annan leiðtoga en Eriðrik Vil- hjálm til þeiss. Fyrir því hafði Bismarck nokk- uð til síns máls, þegar hann sagði, að það væri ekki ræðuhöld og yfir- lýsingar, sem hentugast væri til að samiaga Þýzkaland og gera það að einni samfeldri heild. Til þess þyrfti þá stjórnarstefnu, sem héti blóð og járn. Með þeim orðum til- kynti hann sig mann nýja tímans, er þoka myndi þýzku ríkiiseining- arhugmyndinni áfram, og gera Prússland að öndvegislandi þýzka sambandsins. Bíkistjórn Friðriks Vilhjálms IV. varð vonbrigði. Hún endaði í rauninni árið 1857, er hann fekk slag fyrst um sumarið og svo ann- að í október. Eftir það var bann hálf meðvitundarlaus, nema stund og stund. Bróðir, hans Vilhjálmur, er síðar varð keisari, tók við rfkis- stjórn og hafði hana á hendi sem ríkistjóri. Konungurinn lézt 2. jan. 1861. ,-i . ■ —, ■ f> ,- ■ — Ræðu-kaflar úr ræðu, sem Arni Sveinsson flutti 18. maí s.l. á skemtisamkomu í Argyle-bygð. Það cr víst óhætt að fullyrða, að íslendingar eru flestum ef ekki öll- um þjóðum fremri, hvað bókment- ir og lestrarfýsn snertir, að minsta kosti er alþýðan það, í isamanburði við alþýðu annara þjóða Það sanma hin mörgu lestrarfélög, sem þeir hafa stofnað síðan þeir komu hingað til Ameríku. Og ef menn hagnýta sér þau vel og rækilega, og meðlimir þeirra styðja þau vel og dyggilgga f öllu tilliti, geta þau gjört mikið gott í mentalegum framförum. Því gegn um þau geta þeir, sem ekki hafa efni á að kaupa dýrar bækur, fengið þær til lesturs sér til uppbyggingar og fróðleiks fyrir því sem næst enga borgun— einn eða tvo dollara árlega. En eitt er það í sambandi við fé- lagslíf vort og félög sem eg hefi á- valt verið á móti, einkanlega hvað snertir kirkjulegan félagsskap og safnaðariíf vort, og það eru einmitt þessar svo.kölluðu gróða samkom- ur; ekki sízt, þegar dans er nú hnýtt aftan í þær. Er það ekki dá- samlegt, að þurfa að hafa danstekj- ur til að viðhalda kristilegu félags- lífi. Jæja, sem betur fer, virðist þetta vera að ganga úr gildi í kirkjuféiags lífi, því flestir munu nú vera viljugir að borga tillög sín úr eigin vasa. Og eg vona, að það liverfi sem fyrst algerlega, að það þurfi að dansa til að viðhalda kristilegu félagslífi, því eg hygg, að það hafi oftast verið meira af gömlum vana, frá fátæktar og frumbýiingsárunum, en verulegri þörf,— að minsta kosti hér í bygð; því yfirleitt eru Argylebúar örir á fé, til allra nytsamlegra fyrirtækja. Mér er kunnugt um það, því eg hefi oft haft hér fjársöfnun með höndum, og eg er öllum Argyle- Islendingum hjartanlega þakklát- ur fyrir fjárframlög sín þótt hér séu ein eða tvær undantekningar, sem varla eru takandi til greina f jafn fjölimennri bygð. — Eg álít líka, að vér Argylebúar eigum að vera svo sjálfstæðir í öllu okkar fé- lagslífi, að tillög vor séu nægileg til að borga allan þann kostnað, sem félagsskapurinn hefir í för með sér, en höfum gróðasamkomur að elas til að styrkja fátæklinga og ósjálfbjargial menn og munaðarleys- ingja. Og þá ekki sízt nú á tímum í isambandi við hina voðaiegu styrjöld, sem nú gengur svo að segja yfir allan heiminn. Eg fer svo ekki lengra út í þetta mál að sinni, en eg ætia mér þennan stutta tima, sem eg liefi hér á ræðupallin- um, að reyna að leiða athygli ykk- ar að blessuðum börnunum og æskulýðnum. Jafnvel þó eg gangi að því vísu, að þess muni lítil l)örf, þvf allir foreldrar og uppeldisfeður munu láta sér vera mjög ant um uppeldi þeirra í öllu tilliti. Enda man eg ekki til þess, að nokkur fs- lendingur, sem alist hefir upp í vorri kæru Argyie-bygð, hafi leiðst út á braut spillinga og lasta. En þrátt fyrir það megum vér viður- kenna, að uppeldið ætti að vera og gæti verið fullkomnara en það í raun og veru er. Eftir því sem eg eldist veiti eg börnunum enn meiri eftirtekt, og mér þykir alt af vænna og vænna um þau. Þau eru sannir sakleysis- engiar, í mínum augum. Að þau gæti alla sfna lífs tíð haldið sínu góða og einlæga sakleysi ófiekk- uðu, er skylda vor að styðja þau og styrkja til af öllum kröftum; gefa þeim sem flest og bezt tæki- færi til að efla, margfalda og æfa hæfileika sína, í líkamlegu og and- legu tilliti. Láta þau hafa holla og hæfilega vinnu, til að auka og Kapteinn Stefán Sigurðsson Slyngum fækkar fólknárungum, fyr sem ruddu braut og studdu, manndóm jafnan sýndu sannan, segulstál í hug og máli, þéttir ýtur-afli beittu öldu róti tímans móti, traustir, þar til böndin brustu, blundinn hreptu, tökum sleptu. Skörungs býli sveipast sáru sorgar húmi: autt er rúmiS, fallinn höldur, fregnin öllum flytur hrygð, nú drúpir bygðin. Líf er þrotið, enduð æfin, andans heimur minning geymir; sólu fágað stendur stýlað Stefáns nafns í Landnáms safni. Svo hraustur og djarfur á daganna braut og dugandi jafnan í sérhverri þraut, með brennandi fjöri þú barðist; og það stóð á sama hvort sól eða hret þig sótti, þú hopaðir aldrei um fet, en beittir í vindinn og varðist. En nú hvílir fleyið við síðasta sand | og sæfarinn ötull er kominn á land, úr ferð yfir freyðandi boða; á norræna svipinn, með bliknaða brá, sem blossandi eldmóður tindraði frá, slær heilögum hreystinnar roða. Já, þeir eru margir, sem minnast þín nú, því mannúð og hluttekning auðsýndir þú á frumárum bygðar og bræðra; að fátæklings kofanum komstu með dáð, af kærleik, með vermandi hendur og ráS, í bjargskorti barna og mæðra. Og hvar sem aS glaumur hjá góSvinum bjó og gleðin og unaður strengina sló, þá varstu þar allur í anda; meS þrekiS, og fjöriS, og ljóselska lund þú lézt okkur finna, á sérhverri stund, þín áhrif til orða og handa. Nú syrgir þín brúSur, þinn sigur og ljós, þaS sumar meS eilífa kærleikans rós, í blíSu og stríSu sem brosti. Vér beygjum vor höfuS til hennar á leiS, því hún var þinn engill um stundanna skeiS, með bjargfasta kvenlega kosti. Þú studdir vort félag meS framkvæmdar geð, þitt fylgi var sérhverju málefni léS, er stefndi til þjóSfélags þarfa; vér finnum í hóp vorn að höggvið er skarS, en höfum aS launum þann dýrmæta arS: þitt dæmi: að duga og starfa. M. Markússon. fullkommi líkamsbroskann; og nægilega andlega og bóklega menitun til að örva og styrkja sálargáturnar. Og lestrarfélög eru eitt af ])eim meðulum, sem í því sambandi geta komið miklu góðu til leiðar. Mér er það sönn ánægja að líta yfir þann fríða og efnilega hóp af börnum og unglingum, sem hér eru saman komin og eru nú á fram- faraskeiði æskuáranna, og sem að sjálfsögðu taka við andlegum og verkleguin störfum eldra fólksins, jafnóðum og það hverfur bak við tjöldin. Það er því skylda vor, að búa þau sem bezt undir framtíð- 'ina, svo þau gjöri ekki einungis eins vel og gamla fólkið hefir gjört, á sínum frumbýlings og framfara árum, í verklegu og andlegu tilliti, heldur margfalt betur; því ef þar stæði alt í stað, væri ]>að sama sem afturför. Innrætum þeim því trú- lega alt gott og uppbyggilegt, með óbilandi trú á sína eigin krafta. Eg á bók með fyrirsögninni; “Hjálpaðu þér sjáifur”, eftir Samu- el Smiles. Innihaldið er: “Bend- ingar til ungra manna.” Bókin er þýdd á íslenzku og talsvert aukin og sniðin í samræmi við íslenzka verzlun og atvinnuvegi. Fyrsti kaflinn: ‘Styrkur sjálfra vor.—Ef eg ekki sé veg, bý eg mér til veg”, er ágætur, eins og öll bókin er, yfir höfuð að tala. Og ungu mennirn- ir ættu að lesa hana sér til gagns og fróðleiks. Líka á eg aðra bók: “Heilræði fyrir unga menn”, sem eg liefi hér hér með mér, og skal eg nú lesa upp úr henni fáeina baíla. — — — — ,‘Eins og ykkur er kunnugt, er- um við svo lánsöm, að lifa nú á þeim tímum, sem mestar framfarir eru á 1 öllum menningarlöndum lieimsins, á öllum svæðum menn- ingar og mentunar, þótt þeim, því miður sé ekki ætíð beint í rétta átt. En því hefir máske ekki verið veitt almenn eftirtekt, að framfarirnar munu vera hvað mestar í sam- bandi við uppeldi og menningu barnanna, enda ber það góðan og uppbyggilcgan ávöxt, og þvf til sönnunar vil eg geta þess, að nú cru um 14 til 15 þúsundir ung- menna innrituð í drengja og stúlkna félög, sem eru nefnd: “Manitoba Boys’ and Girls’ Clubs”, og yfir 8,000 af þeim hafa tekið mikinn þátt í garðyrkju, mest í görðuin, sem þau eiga sjálf. Og Manitoba jarðyrkjuskólinn leggur til gofins fræ og útsæði of fyrstu og beztu tegund. Til dæmis af kartöflum: Qhio, Bovee, We Mc- gregor og Carman No. 1. Hver meðlimur félagsins fær tíu pund— til allra samanlagt um 40 ton. Ef uppskeran verður nú eins og síð- astliðið ár, 300 bushel af hverri ekru, verður uppskera stúlkna og drengja félagsins nærri tvær milj. punda, eða 25 til 30 hlöss járnbraut- arvagna.—Þetfca er nú að eins kart- öflu ræktin; en auk hennar stunda þessi félög hveitirækt (mest “regis- tered and impr. Marquis wheat); einnig sauðfjárrækt, hænsnarækt, svínarækt, niðursuðu (eanning) og miargt fleira. Þetta vona eg að nægi til að sanna, að innlendu börnin og ung- mennin hér eru ekki aðgjörðar- eða áhugalaus, hvað jarðyrkju og land- búnað snertir. Og eg vona að ís- lenzku börnin fylgi dæmi þeirra; því slík störf og áhugi verða til ó- metanlegrar blessunar fyrir öll ungmenni f framtfðinni, og það getur, ef rétt er að farið, dregið fjölda efnilegra ungmenna úr hin- um skaðlega solli bæjariffsins. Þegar eg ávarpa æskulýðinn, tala eg auðvitað sa.meiginlega til piltanna og stúlknanna. En eg hefi nú talað meira og ákveðnara til pilbanna eða ungu mannanna. Eri af því mér þykir svo væmt um ungu stúlkurnar, og blessað kven- fólkið yfir höfuð að tala, verð eg að ávarpa þær með fáum orðum, áður en eg lýk máli mínu Það liggur víst fyrir þeim flest- um ef ekki öllum, fyr eða síðar, að setjast á brúðarbekkinn og giftast. Verða húsfreyjur og barnamæður, taka við af gömlu konunum, jafn- óðum og þær vegna aldurs og þreytu, eftir vel unnið dagsverk, verða að draga sig í hlé, það sem eftir er æfinnar. Enda munu flest- ar ungu stúlkurnar hér farnar að búa sig undir framtíðina, einkan- lega í mannkærleika og góðgjörða- áttima, og aldrei héfir verið meiri þörf á því, en einmitt nú, á þess- um neyðar og hörmunga tímum. Þær munu óefað innilega og trú- lega vera gömlu konunum samtaka í öllu góðu og uppbygglegu. Þær þurfa líka umfram alt, að kynna sér og læra sem bezt heimilis og húsmæðra störfin, sérstakiega upp- eldi barna, svo þær geti, þegar til þoss komur, uppalið liraust og fjölhæf börn, sér og feðrunum til gleði og ánægju og til ómetanlegs gagns fyrir ríkið og þjóðfélögin. Það eru til innlendar konur og kvenfélög, sem hafa tekið til um- ræðu f opinberum blöðum, sérstak- lega tfmaritum (Magazines), fæð- ingar barna, uppeldi þeirra, menn- ingu og mentun. Þær gefa líka nauðsynlegar upplýsingar sámfara reynslu sinni í þessu sambandi. Kvenþjóðin er nú á miklu og góðu framfaraskeiði, enda er alt af verið að rýmka um frelsi þeirra; og að því dregur, að þær fái algjört jafn- rétti við karlmenn um allan hinn mentaða heim. Það er líka rétt og sanngjarnt, og mun hafa mikið gott í för með sér. Hefði kvenfólk- ið frá því fyrsta haft jafnrétti við karlmenn, væri minna um strið og glæpi í heiminum. Svo er enn eitt atriði, sem eg vil leyfa mér að taka hér til fhugunar. Þessi einkunnarorð hafa verið letr- uð á silfurdollar Bandaríkjanna: “In God We Trust”. En því hefir líka verið hialdið fram að það hefði verið-' í meira samræmi við starf rækslu og gróðaverzlun þjóðarinn- ar, að stimpla á dollarinn: “In thee we trust” (Á þig við treyst- um). Út af þessari áletrun og um- mælum hefir myndast á íslenzku hið alþekta orðtak: “Hinn al- máttugi dollar.” — Það virðist má- ske heldur iangt gengið að álíta eða nefna dollarinn almáttugan; en þó mun óhætt að fullyrða, að flest—ilt og gott—í þessum heimi fæst fyrir dollarana; og þá engu síður það illa, seim er til bölvunar og siðispillingar, en hið góða, sem er til góðs og uppbyggingar og blessunar. Kemur það sérstaklega i ljós við opinber blöð og prentfú lög. Til dæmis lét “The Columbia Press, Limited”, prenta nafnlaus flugrit fyrir vínsalana og breiða þau út meðal Islendinga. En mú, þegar Hudsons Bay félagið er þvert á móti vinbannslögum Manitoba- að selja1 og isenda áfengt vín út yfir alt fylkið, neitar Jón Vopni að birta í Lögbergi “Open Letter to The Hudsons Bay Compnay,” sem eg skrifaði sem svar til félagsins viðvíkjandi verðskrám og tilboð- um frá því um að seljia mér allar tegundir af áfengisvíni—jafnvel þó ritstjórinn væri með því og fara ætti að stýlsetja bréfið þegar hann, herrann, kom til sögunnar með sitt valdboð. — Sem betur fer, eru allir ritistjórar ekki svona bundnir. Bogi Bjarnason í Wynyard og G. J. Oleson í Glenboro, hafa þegar látið prenta bréfið; enda eru þeir eig- endur og ritstjóra'r blaðanna og frjálslyndir framfaravinir. — Það er sorglegt, að nokkur maður eða menn Skuli óbeinlínis vinna með hinni skaðlegu og svívirðilegu vín- verzlun og lagabrotum, með því að neita að birta í blöðum sínum rit- gjörðir, sem mótmæla og opinbera slíka svívirðingu. En þrátt fyrir það megum vér ekki láta svo búið standa, heldur vinna í sannieika iaf öllum kröft- um, með öllu því, sem er i mann- kærleika og siðgæðis áttina. í vissri von um fullkominn sigur, til heiila og blessunar fyrir land og lýð. — Já, það er oft, að sannleik- urinn kemst ekki að, hjá sumum mönnum og félögum, einkanlega ef hann kemur f bága við “business” eða gróðabrall félags leiðtoganna, sem taka mest tillit til hins “al- máttuga dollars” og þar af leið- andi er ósönnum kreddum og lygi oft fcekið með opnum örmum. En slíkri breytni, framkomu og hugs- unarhætti verðum vér eindregið •að vinna á móti af öllu megni, og innræta unga fólkinu trúlega: að þótt auðlegð og þessa heims gæði séu oft mikils virði, þegar vel er með þau farið, þá verðum vér þó alvarlega að gæta hófs í öllu tilliti. á öllum 'hinum víðtæku svæðum mannlffsins Og að sannur bróður- kærleikur, dygð og ráðvendni verði ætíð að vera í fyrirrúmi, í allri vorri breytni og framkomu gagn- vart samferðamönnum vorum á lffsbrautinni. Og eg geng að því vísu, að hinir heiðruðu og kæru tilheyrendur mínir séu mér alveg sammála í þessu. Svo óska eg lestrarfélaginu “Eramsókn” til hiamingju með all- ar sannar framfarir, og vona, að l>að beri nafn með rentu, svo að starf þess verði stöðug fnamsókn til uppbyggingar og blessunar, í fram- fara og góðgjörðaáttina, og þá sér- staklega unga fólkinu til leiðbein- ingar og blessunar. Efnahagur þess og bókasafn vaxi, einkanlega af góðum og fræðandi bókum, jafnframt andlegum þroska með- limanna; og eg óska af heilum hug að þeir aukist og margfaldist, og lifi lengi í landinu, þjóðfélaginu til góðs og uppbyggingar. Því það er ávalt hin innilegasta ósk mín og von, að öll íslenzk félög og allir fslenzkir menn, vinni ætíð í ein- lægni og samhuga að ailri sannri mentun, menningu og framförum, hvar sem þeir eru í heiminum. EF >0 FERÐAST I SUMAR FARÐU MEÐ CANADIAN NORTHERN BRAUTINNI * KYRRAHA FSSTROND Sfratök Numar-farbrff tll VANCOUVER, VICTORIA, NEW WESTMINSTER, SEATTLE, FORTLAN D, SAN FRANCISCO, L.OS ANGELES, SAN DIEGO Til sölu frá 15. júní til 30. september. Gilda til 31. Október—Viöstaba á leiöinni leyft5. Sérstök farbréf til NortSur Kyrrakafa Mrandar Júní: 26., 27., 30—Júlí: 1. og 6. í tvo mánuöi. Sérstök farbréf til Jaapcr Park oj? Mount Ilobaon 15. Maí til 30. Sept. TIL AUSTUR-CANADA HrlnKfrrb A 60 dÖKum. Sumar-forblr. Farbréf frá 1. Júnl til 30. September Standard raflýstir vagnar. Sérstök herbergi og svefnvagnar alla leit5 vestur aö fjöllum og hafi og austur til Toronto. Bœklingar og allar upplýsingar fúslega gefnar af öllum umboös- mönnum Canadian Northern félagsins, et5a af R. CREELMAN, G.P.A., Wlnnlprg, Man. • 11 — 1 ■■ 1 — —i . ' w - — n ■■ w —— ■ — — m ■■ n*/ • Vér borgum undantekningarlaust Kjomi hæsta verð. Flutningabrúsar lagðir til fyrir heildsöluverð. Sactur og Súr Fljót afgreiðsla, góð skil og kur- Mi teis framkoma er trygð með því að Jveyptur ▼erzla við SÆTUR OG StTR DOMINION CREAMERY COMPANY ASHERN, MAN, OG BRANDON, MAN. r* Hveitibœndur! Sendið korn yðar í “Car lota”; seljið ekki i smáskömtum.— Beynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: NOTIFY STEWART GRAIN C0MPANY, LIMITED. * Track Buyers and Commission Merchants WINNIPEG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga borgun strax Fljót viðakifti ♦♦♦♦♦-♦♦♦♦♦

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.