Heimskringla - 28.06.1917, Qupperneq 4
4. BLAMfBA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. JÚNÍ 1917
HEIMSKRIN GLA
IStofBnS 188«)
Kemur út & hverjum Flmtuderl.
Otc*(«ndur og eljendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerlS bla'Ssins í Canada og Bandaríkj-
unum $2.00 um árib (fyrirfram borgab).
Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgati).
Allar borganir sendist rát5smanni blat5s-
ins. Póst eía banka ávísanir stílist til
The Viking Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráíSsmaður
Skrlfetofa:
TI9 IHEKBROOKK STHRRT. WINftlPlfl.
P.O. Bu 3171 Tal.lml Garrx 411*
/ ..................................-
WINNIPEG, MANITOBA, 28. JÚNI 1917
Fróðlegar skýrslur.
Andstæðingar herskyldunnar hafa aðal-
lega fundið henni það til foráttu, að óvið-
eigandi væri að skylda franv liðsaflann á
undan auðsaflinu. Stjórninni bæri fyrst að
skylda fram auðsaflið (conscription of
wealth) og “herskylda úrvalaliðs ’ (selective
conscription) ætti svo að fylgja á eftir.
Bágt er að segja, á hverju þeir byggja þetta
og ekki styðjast þeir við reynslu neinnar
annarar þjóðar í þessu. Bandaríkin settu á
herskyldu án þess að stíga neitt slíkt spor.
Það eina, sem þau hafa gert í þessa átt að
svo komnu, er að leggja stríðsskatt á tekjur
auðfélaga í landinu, en þetta hefir Canada
líka gert.
W. S. Middleboro var einn af þeim, sem
studdu herskyldufrumvarpið á þinginu í vik-
unni sem var, eftir að það var tekið til um-
ræðu í annað sinn. Hann tilfærði fróðlegar
skýrslur því til sönnunar, hve mikið fé
stjórnin hefði þegar skyldað auðfélög lands-
ins til þess að láta af mörkum til stríðsins
með því að leggja stríðsskatt á tekjur þeirra.
Var þetta gert samkvæmt tillögum fjármála-
ráðherrans, og mætti þá öruggri mótsspyrnu
frá liberöhim. Sögðu þeir þetta myndi
bægja öllum auðfélögum frá landinu og
myndi þetta reynast Canada hinn mesti
hnekkir.
Eftirfylgjandi tafla sýnir hve háan stríðs-
skatt sum af helztu auðfélögunum borguðu
í Canada síðastliðið fjárhagsár og hve háan
skatt þessi félög borga yfirstandandi fjár-
hagsár:
Boreuðu s.l. ár Borga ]).ár.
Imp. Oil Co„ Ltd....
Ford Motor Co.......
Can. Explosives ....
North. Alum. Co.....
Steel Co of Can.....
Ogilvie Mill. Co....
Can. Foundries Co.
Alb. Pac. Grain Co.
Richardson & Sons
Grain Gr. Export ....
Montreal Ammunit.
Dom. Steel & F’dry
William Davies Co.
$734,000 $ 924,000
697,000 1,782 000
609,000 1,337,000
341,000 822,000
308,000 337,000
280,000 540,000
222,000 590,000
238000 337,000
155,000 380,000
130,000 387,000
124,000 358,000
112,000 273,000
109,000 223,000
Þetta eru ekki öll auðfélög þau, sem nú
gjalda háa stríðsskatta’ heldur að eins fáein
þeirra helztu. I lok yfirstandandi fjárhags-
árs verður stjórnin búin að safna í alt um
200 milj. dollara með stríðsskatti þessum,
sem lagður er á helztu auðfélögin í landinu.
-----Blaðið “Financial Times” hefir sagt
skatta þessa í meira lagi “rangláta” og hald-
ið því fram, að þeir séu að “kyrkja Canada
iðnaðinn.”
Liberalar hafa líklega verið á sömu skoð-
un þegar þeir voru að berjast á móti því á
þingi, að skattur þessi væri lagður á auðfé-
lögin.
Og þetta er flokkurinn, sem ritstjóri Lög-
bergs trúir á og segir að vilji vernda bænda-
lýðinn og verkalýðinn gegn kúgun auð-
valdsins.
En fáum rétthugsandi mönnum mun nú
blandast hugur um, að flokki þessum sé
mest umhugað um að vernda auðvaldið.
- - - — - - - - —
Skamma-austur Lögbergs.
Ekki er ritstjóri Lögbergs enn þá farinn
að læra þá loflegu list að þegja, sem hann
þó hefir viljað stuðla til að aðrir lærðu —
síðan farið var að kenna slíkt hér í Winni-
peg. Þegar aðrir hafa talað og reynt af ítr-
asta megni að kenna mönnum að þegja, hef-
ir ritstjóri Lögbergs tekið í sama strenginn í
blaði sínu með fádæma mælsku! Honum
er svo ant um hasf þjóðar sinnar, elskar hana
svo heitt og þráir svo mjög að sjá hana
Iosna undan fargi auðvalds og kúgunar —
vill því að hún læri sem fyrst að þegja!
Hann er viss um það, að hún geti hæglega
þagað af sér alla auðvalds hlekki og kúgun-
ar fjötra. En hvað hann sjálfan snertir,
fmst honum of seint að farið sé að kenna
gömlum hundi að sitja.
Þess vegna verður mælska hans einlægt
meiri og meiri eftir því sem lengra Iíður. Og
einlægt miðar mælska hans að því sama: að
æsa einstaklinga þjóðarinnar til ósamlyndis
og stofna til kala á milli þeirra; sundra
þannig þjóðarbrotinu vestur-íslenzka alt
sem mögulegt er; gera Lögberg að æstasta
flokksblaði landsins, sem að eins talar við
örlítið smábrot af Canada þjóðinni, með því
markmiði að tæta þetta smábrot til agna.
Að þessu hefir mælska Lögbergs ritstjórans
miðað og æsingar hans.
Enginn maður hefir reynst þjóðarbrotinu
vestur-íslenzka jafnmikill óþarfagripur og
hann. Enginn hefir gert eins marg-ítrekað-
ar tilraunir að stofna hér til ósamkomulags
manna á milli. Síðan hann tók við ritstjórn
Lögbergs hefir hann gengið með hnúum og
hnefum á öllum þeim, sem andstæðir hon-
um hafa verið í skoðunum. Og þetta er
maðurinn’ sem segist hata hnefaréttinn!
Blindur af flokksofstæki hefir hann reynt að
brennimerkja alla andstæðinga sína sem
svikara og lygara og þræla “auðvalds og
kúgunar”! — Einna tíðræddast hefir honum
þó verið um auðvaldið og kúgunina. Það
Það er eins og hann haldi, að ekkert “auð-
vald’ sé til innan vébanda liberal flokksins.
Liberalar eru í hans augum vesalings fátæk-
lingar, búandi við basl og bágindi í landinu
við örgustu kúgun frá hálfu “afturhalds-
flokksins”! Með öðru eins og þessu heldur
hann víst að hann tryggi vinsældir flokks
síns og ryðji sjálfum sér veg til frægðar og
frama.
Það er eins og hann haldi, að Vestur-
Islendingar séu bæði fákunnandi og heimsk-
ir, fylgist ekki með í neinu, lesi ekkert eða
viti — því hvað eftir annað leyfir hann sér
að ljúga upp heilum klausum og segja þetta
svo hafa staðið á prenti í Heimskringlu. I
skamma-austri miklum í síðasta blaði segir
hann t.d. að Heimskringla hafi gert “gys að
kröfuxri bænda og skopast að tilraunum
verkalýðsins að bæta kjör sín.” — Að bera
aðrar eins Iygar og þetta á borð fyrir ís-
lenzka lesendur, vitandi að þeir lesa bæði
íslenzku blöðin, er ósvífnislegt í meira lagi.
Vér berum það óhræddir undir íslenzka
bændpr, hvort nokkurn tíma hafi verið á þá
hallað í Heimskringlu eða gert gys að kröf-
um þeirra. Frá því að Heimskringla fyrst
hóf göngu sína, hefir hún viljað vera blað
bændanna og styðja alt, sem miðað hefir að
velferð þeirra. Og fyrir þetta á hún marga
góða stuðningsmenn á meðal íslenzkra
bænda og fjölgar þeim einlægt meir og
meir.
Eins berum vér það alveg óhræddir undir
íslenzka verkamenn’ hvort Heimskringla hafi
nokkurn tíma “skopast að tilraunum þ^irra
að bæta kjör sín.” íslenzkir verkamenn,
sem lesið hafa Heimskringlu, láta ekki
blekkjast af lygum sem þessum. Heims-
kringla hefir ætíð stutt eindregið alt’ sem
verið hefir í þá átt að efla hag verkalýðsins.
Núverandi ritstjóri Heimskringlu hefir verið
iðnaðarmaður í 15 ár og þekkir því kjör
verkmanna af eigin reynslu.
Verkamannafélögin eru spor í rétta átt,
ef þau beita kröftum sínum réttilega. Hing-
að til hafa þau komið mestu til leiðar með
verkföllum. Þannig hafa þau neytt auð-
menn og auðfélög til þess að veita þeim
kauphækkun, styttri vinnutíma og fleira.
En þetta hefir þó ekki borið eins góðan
árangur og skyldi—því auðfélögin hafa gert
sér hægt um hönd og hækkað verðið á öll-
um nauðsynjavörum hlutfallslega við kaup-
hækkun verkalýðsins. Þannig hafa verka-
mennirnir verið að borga kauphækkunina
úr eigin vasa; og á meðan auðfélögin þannig
hafa valdtaumana í höndum sér, er úr vöndu
að ráða. Verkamannafélögin verða því að
íhuga alt með gætni og stillingu og verða að
berjast á móti hinum skaðlegu áhrifum æs-
ingamannanna, sem halda, að alt geti gerst
með verkföllum og sem hafa því gert það
að atvinnu sinni, að hvetja verkalýðinn til
verkfalla. Þessum mönnum, æsingamönn-
unum, gagnar ekki, að reynsla liðinnar tíðar
sannar með óhrekjandi rökum, að verkalýð-
urinn verður í flestum tilfellum að borga
sjálfur á endanum kauphækkun þá, sem
vinst með verkföllunum. Æsingamennirnir
flestir eru af líku bergi brotnir og “Lög-
bergs” ritstjórinn; þeir hugsa ekki með heil-
anum, heldur með maganum!
Og það eru þessir æsingamenn’ sem nú
gera verkmannastéttinni örðugast fyrir. Það
eru þeir, sem æsa hana á móti herskyldunni
—því í stríðið vilja þeir ekki fara með neinu
móti. Fáir af þeim bera nokkurn ræktarhug
til Canada, því þeir eiga hvorki skyldurækt
né fósturlands ást til í fari sínu. Sumir
þeirra eru Iíka aðskotadýr, stroknir hingað
fyrir æsingar úr öðrum löndum!
En vonandi er, að menn þessir glepji þjóð-
inni ekki sýn til lengdar. Og þegar verka-
mannaflokkurinn tekur höndum saman við
núverandi stjórn, þá er honum fyrst borgið.
—Þá verður “auðvaldið” tekið viðeigandi
tökum í hnakkann áður langt líður, enda
mun þess ekki vanþörf.
Núverandi stjórn hefir borið bæði hag
bænda lýðsins og verkalýðsins fyrir brjósti.
Fyrir bændurna nam hún tollinn af hveitinu,
og þótt þetta væri stríðs ráðstöfun, er engin
ástæða til, gefist það vel í reynslunni, að
það fái ekki að haldast í framtíðinni. Þeg-
ar stjórnin tekur til umsjónar kolanámur
vesturlandsins, er engin hætta á öðru en
verkamenn þar fái það kaup’ sem þeir krefj-
ast, og verði veitt þau hlunnindi, sem þeir
biðja um.
Alt síðasta Lögberg er skamma-austur frá
byrjun til enda. Ekki ein einasta nýtileg
frétt er í blaðinu. Ritstjórinn skoðar sig
víst hátt hafinn yfir það, að skrifa almennar
fréttir fyrir lesendur sína — honum er Iangt
um kærara að reyna að æsa þá til flokks-
fylgis við liberala með lognum sögum, að-
sendum og frumsömdum, um núverandi
stjórn og alla, sem conservatíva flokknum
fylgja. Þetta skoðar Lögbergs ritstjórinn
sína háleitustu skyldu í lífinu.
Sá sem segir það, að Sam. Hughes, fyr-
verandi æðsti herstjóri í Canada, hafi “fram-
ið allar mögulegar fjárdráttar brellur’ á
meðan hann gegndi þeirri stöðu, er ekki
vandur að virðingu sinni. Lögbergs rit-
stjórinn hlýtur þó að vita það, að Sam.
Hughes hreinsaði sig af öllum fjárdráttar-
kærum, sem gegn honum voru bornar. Flest-
um blöðum í Canada, og þar með Iiberal
blöðunum helztu,—t.d. blaðinu “Bulletin” í
Edmonton og “Free Press” í Winnipeg—
kom þá saman um það, að Sam. Hughes
væri sterk-heiðarlegur og ráðvandur maður
—eins og öll hans ætt. Að honum var vikið
frá herstjórninni, var ekki sökum þess’ að
hann væri bendlaður við fjárdrátt, heldur
sökum þess hve ráðríkur og ofsafenginn
hann var. Og ólíklegt er, að ritstjóri Lög-
bergs viti þetta ekki.
Hann lalar áreiðanlega á móti betri vit-
und nú sem oftar. Flestar aðrar tuggur
hans eru þessari svipaðar, t.d. tuggan um
Thomas Kelly, sem hann hefir nú jórtrað á
mörg ár.
Annars ætti Lögbergs ritstjórinn að tala
sem minst um auðvald og kúgun. Fáir rit-
stjórar í Iandinu eru meira kúgaðir en hann
né meira við auðvaldið bundnir. Þessu til
sönnunar vísum vér til “Ræðu-kaflanna”
eftir Árna Sveinsson, sem birtir eru á öðrum
stað í blaðinu, og til þess, sem þar er sagí
um málfrelsið á Lögbergi.
*—i—- . --------— -----—■——----------—i—t
Við austurgluggann
Eftir síra F. J. Bergmann.
14.
ASalsmannastétt í Kanada.
Lýðvaldshugmyndirnar liggja f loftinu.
3>ær tiafa legið það svo lengi. Stöðugt síðan
á dögum stjórnarbyltingarinnar írakknosku
hafa þær legið í lofti og haldið sína sigurför
um heiminn.
Sú bylting stendur siðbótinni við hlið
seim stærsti viðburður nýju sögunnar. Sið-
bótin sagði: 1 trúarefnum er hver maður
frjáls og allir j>aifningjar frammi fyrir guði.
Stjórnarbyltingin frakkneska sagði: 1
mannfélaginu eru allir menn fæddir til jafnr-
ar tignar og allir eru bræður. Siðbótin sann-
aði frjálsræði einstaklingsins í andlegum efn-
um. Stjórnarbyltingin mikia sannaði jafn-
rétti mannanna í veraldlegum efnum. Hún
var beint framhald siðbótarinnar.
Siðbótin neitaði valdi kirkjunnar til að
skipa mönnum fyrir í trúarefnum. Stjórnar-
byltingin neitaði því jafn-eindregið, að nokk-
urir Tienn fæðist inn f heim Jienna með
einkaréttindi til að rfkja og ráða yfir öðrum.
Hún neitaði í>ví ákveðið og afdráttarlaust,
að konungar og keisarar hafi begið nokkur
guðleg einkaréttindi eða drottinvald yfir
þjóðunum.
Hið ímyndaða drottinvald kirkjunnar og
konunganna hefir síðan verið að berjast við
andlátið. En sú barátta er nokkuð löng og
þrautafull. Sumir eiga svo bágt með að dcyja.
Á Þýzkalandi- er drottinvaldið enn í al-
glaymingi. Margir líta nú svu á, að nú sé bar-
ist um konungsvald og lýðvald. Til þess virð-
ast viðburðirnir á Rússlandi að benda.
Lærður maður segir frá því í bók
árið 1911, að þá fyrir skemstu hafi
hann verið á ferð á býzkalandi, og
hafi hann sjálfur lesið í þýzku
blaði frásögn þess merkilega við-
burðar, að keiisarinn og fólk hans
fór til kiikju. Sú frásögn var á
þossa leið:
“í dag fóru þeirra allra-hæstu há-
tignir til kirkju, til að gjalda hin-
um hæsta þakkir.
Á þýzku:
Bie Allerhöchsten Herrschaften
sind heute in die Kirche gegangen
dem Höchsten ihren Dank, u. s. w.
Keisarinn og sifjalið hans eru
allrahæstu hátignir. Guðdómur-
inn sjálfur verður að gera sig á-
nægðan með að vera skör lægra—
einungis hæstur. Þessair leifar
konungs og keisara dýrkunar eru
enn eftir í byrjun 20. aldar.
Samt er konungsvaidið að verða
skuggi hjá því sem eitt sinn var,
alls staðar nemai á Þýzkalandi. Og
að líkindum gerir þessi voða-
styrjöid úti um, hve lengi sá
skuggi fær að hvíla yfir.
Konungar eru jafnvel farnir að
semja sig aið háttum annarra dauð-
legra manna og lifa óbrotnu og í-
burðarlitlu lífi. Konungarnir í
Noregi og á ítalíu lifa lífi, sem eirns
er blátt áfram, og væri þeir lýð-
veldis-forsetar.
Hingað til hafa drotningar verið
sóttar tii Þýzkalands. Þar hefir
verið óþrotlegt prinsessu forðabúr
handa öllum kvenþyrstum kon-
ungssonum.
Afleiðingarnar hafa f þessum ó-
friði orðið svo hveimleiðar og mein-
legar, að líkur allmiklar eru til, að
aðrar leiðir verði að fara hér eftir
konungmennum til kvonbæna.
AðiaJsmanna stéttin er iskuggi
konungstignarinnar og eins konar
fylgi-vofa hennar.
Kvæði stjónarbyltingin frakk-
neska dóm upp um konungsvaldið,
kvað hún sannarlega ekki síður
dóm upp um aðalsstéttina.
í Noregi hefir aðall verið afnum-
inn með lögum. 1 Bandaríkjun-
um er enginn aðail. Enginn borg-
ari Bandarikjanna má bera eða
þiggja nokkura tignar-titla.
Sé keisaravaldið orðin vofa sem
nú er óðum verið að kveða niður
og bráðum er horfin úr sögu, ætti
aðallinn að vera það engu síður.
Hugmyndin um aðalstétt ætti að
vora útlifuð og útdauð.
Hún virðist ekki vera dauð hér í
Kanada samt. . Þó sýnist annað
eins land og Kanada ætti að vera
eins ólíklegt og nakkurt e.nnað
til að hlúa að öðrum eins hégóma
og seilast eftir. Samt virðist raun-
in nokkuð önnur.
Hér er óðum að myndast aðals-
rnanna. stétt. Hér gera menn sig
ekki lengur ánægða með að vera
venjulegir rnenn. Hér dugar ekki
annað en að verða dubbaðir ridd-
arar að minsta kosti og það af kon-
unginum sjálfum. Alt er gott, sem
drýpur af konungsborði.
Og hverir eru það helzt, sem fýr-
ir þessum náðar - hlunnindum
verða? Auðkýfingarnir, þeir sem
öðrum betur hafa látið sér hepn-
ast að rýja almúgann. Það sann-
ast hér í Kanada íslenzka spak-
mælið cigi síður en á Eróni:
Orður og titlar, úrelt þing,—
eins og dæmin sanna, —
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna.
Það er til margs konar aðall.
Andleg stórmenni, er miklu koma
til leiðar, þjóðþrifum og þjóðar-
veiferð til efiingar, þaiu er hefja
þjóðirnar á hærra stig, gera þær
frjálsari í anda og sannleika og
auðugri að sönnum mannkostum
—það eru hinir sönnu aðalsmenn
hverrar þjóðar.
En þeir eru vaxnir upp úr tildri
og hégóma. Enginn verður einni
hársbreidd hærri sakir þeirrar
vegtyllu, sem nafnbætur og orður
veita.
Af öllum tegundum aðals, sem
mannkynssagan kann frá að segja,
hefir svo-nefndur peninga-aðall
reynst lang-lakast. Sá aðall er lé-
legri og auvirðilegri en aliur annar
aðall.
Nú þegar vesalings alþýðudreng-
irnir falla unnvörpum í skotgröf-
unum í baráttunni milli einvalds
og lýðvalds, er verið að strá þess-
um auvirðilegu naifnbótum út um
landið, til þess hetjurnar lemstr-
uðu skulu taka ofan fyrir þessum
orðuklæddu auðkýfingum, er
grætt hafa og orðið feitir á blóði
alþýðunnar og benjum.
Þessum ósóma ætti Kanada að
stfga á háls, meðan tími er til, í
stað þess að láta fá yfirhönd, þró-
ast og dafna.
15.
Ryð-plágan.
Fáum er ef til vill um það kunn-
ugt hér um slóðir, að við akur-
yrkjuháskólann í Fargo, í Norður-
Dakota, eru einhverir stærstu sér-
fræðingar í öllum Bandaríkjum f
þeim efnum, er lúta að útrýming
alis þess, sem þrándur er í götu
kornræktarinnar hér í Norð-vest-
urlandinu.
Sá maður, sem þar hefir lagt
mest kapp á og sýnt í því mestan
dugnað að finna ráð gegn illgres-
isplágunni, heitir Professor Bolley.
En það er fleira en illgresið, sem
þar kemur til greina. Mönnum er-
minnistætt, hvílíkt feiknatjón ryð-
ið (rust) svonefnda gerði á hveiti-
ræktinni í Norður-Dakota, Manito-
ba, Saskatchewan og Alberta síð-
astliðið sumar.
Samkvæmt opinberum skýrslum
um hveitiræktina síðastliðið ár í
Norður-Dakota hafa menn komist
að raun um, að í-yðið, sem sýkti
hveitið á ökrunum skömmu fyrir
uppskeruna, hafi minkað hana þar
í ríkinu um 111,000,000 bushel. Að
hugsa sér þann feikna skaða-: Eitt
hundrað og ellefu miljónir mæla,.
með því mikla verði, sem nú er, og
þeirri miklu þörf fyrir hveitikornið,.
sem á sér stað, til að seðja hungur
heimsins.
Enginn hefir að líkindum hug-
mynd um, hve mikið tjón orðið
hefir af i-yðinu í kornræktarfyik-
junum hér í Kanada síðastliðið ar..
En það hefir verið feikna mikið,—
að líkindum margfalt meira en
það, sem átt hefir sér stað í
Norður-Dakota.
Sá prófessor Bolley, sem áður er-
nefndur, hefir fært sönnur fyrir
þvf, að þessi ryð-plága, sein orðið
getur bændum slíkur vogestur,
stafan- af berjaviðartegund einni,
sem á ensku nefnist Barberry. Á.
íslenzku nefnist hún roðaber eða
berberís; á þý2ku og dönsku
berberisse. Latneska nafnið er
berberis vulgaris. Viðartegund
þessi er oft notuð til limagirðinga
og er til þess hentug, en afair-hættu-
leg, eftir því sem nú er upplýst
orðið.
Ryð er ekki sýki í sjálfu sér, eft-
ir því sem menn hafa komist-
næst, heldur eins konar sveppur,.
sem orsakast af blómsturdufti, sem
berst frá roðaberjarunnunum.
í Norður-Dakota eru menn ekki
aðgerðalausir í þessum efnum.
Þingið þair hófst handa síðastlið-
inn vetur með að gera ráðstafanir
um, að þessum hættulegu berja-
runnum væri gersamlega útrýmt.
Það veitti $5,000 til þess að gerð
yrði alvarleg gangskör í þessu efni.
Sá embættismiaður, sem þar hefir
umsjón akuryrkju og atvinnumála
á hendi, hefir sett þrjá ötula erind-
reka í þessu skyni, er öllum sínum
tíma verja til þess að vinna bug á.
ófögnuði þessum.
Hann er norskur maður, Hagan
að nafni, og hefir nýlega birfc
skýrslur um þetta. Honum farasfc
svo orð:
“Erindrekar mínir senda mér
skýrslur um, að þeir fái hvarvetna
samverknað fólksins í þessu efni.
Eini ágreiningur, -sem út af þessu
hefir orðið, var í Eairgo, þar sem
torvelt var að sannfæra nokkura
eigendur þessara limagirðinga um,
að þær væri úr roðaberjarunnum.
Kvenfélögin víðs vegar um ríkið
lnaía sýnt afar-mikinn áhuga um,
að uppræta algerlega þessa hættu-
legu runna. Oftast komust erind-
rekarnir að raun um, að það var
þegar búið að útrýma berjarunn-
um þessum, er þeir komu til bæ-
janna.
Hveitiuppskeran í Norður-Dako-
ta árið 1915 var meira en 151,000,000
bushel. En einmitt vegna ryðsins,
að langmestu lcyti, var hveitupp-
skeran þar 1916 ekki meiri en 40,-
000,000.
“Það er enginn vafi í huga mér,”’
segir þessi Mr. Hagan, “að ryðið er
mest af öllu roðaberjarunnunum
að kenna. Eg álírt, að ryðdiættan
muni hverfa með þessum berja-
runnum. Yel getur það verið, að
farið verði fram hjá einhverju af
runnum þessum þetta ár, og að
ryð 'koirri fyrir í nágrenninu ein-
hvers staðar sökum þeirra stöku
runna, er eftir kunna að verða. Eg
held ekki, að ryð þetta, samt sem
áður, hafi áhrif á jarðveginn eða
sáðkornið. Það er ekki sýki, held-
ur sveppur, er orsakast af hrúgum
af blómdufti frá roðaberjarunn-
unum, og eg er sannfærður um, að
við erum á góðri leið með að ráða
bót á þessu.”
Mér fanst þetta alt svo eftirtekt-
ar vert, að það væri fyllilega ó-
maksins vert, að benda íslenzkum
lesendum á þetta. Er hér í Mani-
toba farið að gera nokkuð í þessu
efni? Væri ekki hægt að finna
ofuriítið piáss í búnaðarskóla
fyikisins hinum nýja til rann-
sókna og kenslu í þessum atrið-
um?
(Framh. á 5. bls.)