Heimskringla - 28.06.1917, Page 7

Heimskringla - 28.06.1917, Page 7
WINNIPEG, 28. JÚNl 1917. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Lækningarnar sem eru “kraftaverkum” nœst, eru nú gerðar á Winnipeg Mineral Springs Sanitarium. Eru mjög eðlilegar, vegna þess, að náttúran sjálf er á bak við þær. Fyrir 25 árum var einn af lækn- um vorum álitinn iað vera ólækn- andi ejúkiingur, — en hann fann út, að lögmáli náttúrunnar hafði skaparinn útbúið meðal fyrir sjúk- leik mannanna eikki síður en dýr- anna. Það er marg sannað, að dýr merkurinnar kunna að lækna veikindi sín sjálf, — stundum fara l>au svo hundruðum mítoa skiftir til þess að komast að komast að til þess að komast að málmkend- um uppsprettum. Svo það er ekki að undra þó að læknir, sem var sjálfur hrifinn af grafarbakkanum og hefir þar að auki séð fleiri hundruð manna og dýra læknuð á lfkan hátt, hiafi ó- bilandi trú á öflum náttúrunnar til lækninga. Síðan veröldin var til, hefir veikt fólk flykst.að heilsubrunnum víðs vegar um heiminn, til þess að drekka af þeim og baða sig í þeirra lífgefandi vatni. Margar undursamlegar lækningar hafa þannig gjörst. Yerleainir þess a vatns hafa í ó- tal tilfellum líkst kraftaverkum. Þetta óviðjafnanlega náttúru meðal er gott fyrir þig, ef þú ert veikur. Þetta málmblandaða vatn er ó- brigðult meöal til að hreinsa mag- ann, þarmana, lifrina og nýrun. — Brennisteinninn í því hreinsar blóðið; járnið í því styrkir blóð- ið, og iklórínið í í því drepur sótt- gerlana. Það er ekkert dautt og rotið efni í þessu vatni, heldur er það lifandi og lífgefandi, sérstaklega ætlað til lækninga frá náttúrunnar ihendi. Það gjörir ekkert til ihvað veiki þín heitir, — að eins þarftu að drekka og þvo líkama þinn úr þessu náttúrunnar undra vatni. Komið og sjáið sjálfir. Ef þér getið ekki komið, þá skrifiö eftir vitnisburðum fólks, sem læknast hefir af gigt, þvagteppu, nýrna- veiki, blöðrusteihum, gylliniæð og kvenj-sjúkdómum, meítingarleysi og hægðaleysi, skinnkvillum, tauga- veiklun, hjartabilun og af mörgum öðrum sjúkdómum. Þeir sem ekki geta komið á heilsuhæli vort, geta látið senda sér vatnið, — en það er margfalt betra, að koma og dvelja um tíma hjá oss. Þeir sem á hælið komiai, njóta leiðbeiningar lækna vorra, — einn- ig rafmagnsnudd, og svo eru sum- um seftar sérstakar reglur hvað matarhæfi snertir, og sem mauð- synlegt þykir að sinna. Annað hvort skrifið oss eða komið. Allar upplýsingar eru fús- lega gefnar með pósti. Læknar vor- ir geta máske læknað yður í heima- húsum, svo iskrifið þeim um veiki yðar. ™! MINERAL SPRINGS SANITARIUM Desalaberry Ave., Elmwood, WINNIPEG, - MANITOBA EINMITT NO er bezli tími að gerast kaupasdi að Heiras- kricgiu. Sjá auglýsingu vora á öðrum stað í blaðiuu. Æskulýðurinn Barnið á vígvellinum. Eftirfarandi saga stóð í þýzku blaði nýlega, og er þar höfð eftir einum foringja prússneska her- liðsins á Prakkfandi. “Sá dómadags hávaði! Eyrir of- an mig og alt um kring fljúga kúl- urnar og dunur og dynkir fall- byssanna, er ærið nóg til að gera mann vitlausam. Það var um aft- ureldingu. Þokan var svo mikil, að varla sá niður fyrir fætur sér. Það eina sem vér vissum, var það, að vér höfðum barist látlaust, en lítið orðið ágengt. Mig fýsti að vitiai hvernig vinstra væng liðs vors reiddi af, og fór því þangað. Þar rigndi kúlum óvinanna eins og skæðadrífa. Þokan var sú sama. Yeðrið hryssingslegt. Eg komst í skýli þar scm nokkrir úr liði voru höfðu leitað sér hvíldar, og lagði mig fyrir, því eg yar lúinn og lerkaður af göngum og svefn- leysi; ef eitthvað kæmi óvanalegt fyrir, áttu varðmennirnir að vekja mig. Þegar eg hafði sofið litla stund, hrekk eg upp við eitthvað. En við hvað, gat eg í fljótu briagði ekki gert mér grein fyrir, því umhverfis mig var dauðaþögn. Eg vissi, að menn vöknuðu oft við hávaða; eg hafði reynt það sjálfur. En hitt hafði eg aldrei áður reynt, að kyrð- in vekti einnig. Þegar eg skreið út úr skýlinu, hnypti einn af und- irforÍHgjum mínum gletnislega í mig, benti á eitthvað fram undan okkur, og eg lyfti höfði hægt og gætilega upp úr skotgröfinni til þess að hyggja að þessu, sem hann benti mér á. Það er þokulaust og komin upp isól. Græn slétta blasir við fram undan. Allra iaugu stara þangað. Á hvað er verið að horfa? Þarna úti á miðri sléttunni er eitthvað í hreyfingu, þarna mitt á milli byssukjapta vorra og óvinanna! Er það möguíegt? Er það ekki missýning, hylling, “Fata Mor- gana”? Nei, það er engin blekk- ing. Þarna úti á niiðri sléttunni er ungbarn! Það vappar þar um ánægt, áhyggjulaust og óhrætt, og reynir að skemta sér alt sem því er imögulegt. Enn þá ríkir dauða- þögn; enginn hleypir af skoti. Það virðist, sem allir séu utan við sig af undrun. “Sjá, barn af himni sent!” sag(Si hermaður einn undrandi, sem hjá mér stóð. Á isamia augnablikinu og eg er að velta því fyrir mér, hvaðan í ó- sköpunum og hvernig að barnið gat komist þangað, sem það var, hleypur þýzkur hermaður á stað upp úr skotgröginni og út á slétt- una, þiair sem barnið ráfar um fram og aftur. Við horfum agndofa á hann. Alt er kyrt og hljótt. Að eins úr fjarska berst oss sónn af skothríð. En yfir þessum stað, sem við erum á, og sem alla nóttina nötraði og skalf af skothríð og sprengingum, ríkir nú undursam- leg ró og kyrð, eins og staðurinn sé orðinn að afskektri eyju í út- sænum eða að svölum trjálundi á brennandi eyðimörk. MANDEL-ETTE- Bfzta VM Pyrir Byrjfndur TEKIR OG FULIiGERIIt MYNDIR A EIIVNI MÍNUTU. EuKÍn I'lata. KiiKÍn Filmn. I>arf ekkl dimt herbergrl. —Myndavélln, sérstök tegund af póstspjaldi og okkar 3 in 1 Developer er alt sem þú þarft. Myndir teknar nær eöa fjær, stærtSir 2^ x3^ þuml. Vélin, met5 útbúna'ði fyrir 16 myndir, kostar met5 póstgjaldi. Fullkom- in lýsing á vélinni send ef óskatS er. PEOPLE’S SPECIALT/ES CO. P.O. Bux 1K36 Dept. 1T WINNIPEG LOÐSKINN ! HÚÐIR! IJLL Ef þér riljið hljóta fljótustu skil L aa4TÍrði og hsssta verð fyrir lóðskinn, húðir, all og fl. s«ndið þctta til. Frank Massin, Brandon, Man. Depl H. Skrifið eftir prísum og shipping tngs. t————-------- BORÐVIÐUR 1 > SASH, DOORS AND MOULDiNGS. Við höfum fullkomnar birgðir af öllum tegundum Verðskrá verður send hverjum þeim er þess óskar Fyrir handan sléttuna, yfir í skotgröfum óvinanna, sjáum vér blika á skildi, um leið og menn teygja sig upp yfir múrinn til að horfa á það, sem fram fer. Það virð- ist enginn hugsa um hættuna, ó- vinina eðiai stríðið. Allra augu stara á þenna djarfa hermiann og barnið, sem hann er kominn til, og lítur brosandi á, um leið og hann tekur það upp og setur á hand- legg sér. Og l>egar hann er kom- inn til baka með “hetjuna ungu” í skotgröfina, geta menn ekki 'að því gert að hlæja upphátt og árna þeim heilla. Það er aaigt,. að fátt sé eins smitt- andi og hlátur. Á sömu stundu heyrum vér hávaða og umrót í gröfum óvinanna. Hvað stendur þar til? Eru þeir að búa sig und- ir að skjóta? Nei—því fer fjarri. Vér heyrum hvin af lófaklappi og orðið “bravo”! hljómar af þúsund- um munna í frönsku skotgröfun- um. Það var alt og sumt, sem rauf þögnina i þetta skifti. Það leið langur tími eftir þetta, sem enginn hleypti af skoti. Það var eins og við blygðuðumst okk- air og enginn vildi verða fyrstur til, á meðan barnið var á meðal vor, að hyrja hinn gráa hildarleik á ný. Og þegar skothríðin loks hófst, var eins og hún væri meira gerð ‘af vana en í nokkrum sýnilegum til- gangi. Ungbarnið á vígvellinum hafði þannig valdið undra breyt- ingu í huga og hjörtum hermann- ■amna.” Árdagur. -----—o------ Um nokkur íslenzk mannanöfn Eftir Kr. Ásg. Benediktsson. (Framh.) S. 7. Snæ (snjá, snjó). Snær gamli bar það nafn og fleiri. Á fyrri og síðari öldum er* nöfn þessi allofí höfð í stofni nafna, einkum konu- nöfnum. . Snær er einn af veðráttu guðum, svo sem; Frosti, Jökull og Kári. Alt forneskju nöfn. Þessi nöfn eru enn þá við lýði: Snæ- björn, Snæfinnur, Snæfríður eða Snjófríður, Snæleif, Snælaug eða Snjálaug og Snjólaug. Snækollur, Snægautur, Snæúlfur og fleiri nöfn voru af þessum stofni. Snæhildur og Snægerður væru falleg konu- nöfn, ásamt fleirum. 8. Steinn er gamalt og nútíðar nafn. Mörg samkeytt nöfn eru til af þessum stofni: Steingrímur, Steinþór og Steindór, Aðalsteinn, Hásteinn, Þórsteinn; konunöfn: Steingerður (fornt en fallegt), Steinvör, Steinunn. öll eru þessi nöfn góð og gild, og fleiri ótalin. 9. Stígur var til á Norðurlönd- um. Er líklega ®aima nafniö og Stígandi, sein er skipsheiti og gam alt nafn, en á ekki skylt við stíg eða götu. Þetía nafn var ekki þekt á íslandi fyr en eftir 1300. Stígur hét bóndi á Ljósavatni í Þingeyjarsýslu snemma á 14. öld, faðir séra Loga offieials á Grenjað- arstöðum, um eða eftir 1400. Er nafnið mjög fátítt, en helzt við enn þá. Hefir komið hingað vest- ur frá Austfjörðum, en mun eiga ætt sína að rekja í Þingeyjar- sýslu. Ætti að haldast við. 10. Styrr var nafn í íornöld: Víga- Styr. Styrr er ófriður, orusta. Víga-Styr á að hafa heitið Arngrím- ur, en vegna ofstopa hans og ó- ,jafnaðar, var nafni hans breytt. Samskeytt nöfn eru fá af þessum stofni. Má nefna: Styrkár, Styr- björn, Styrlaugur—stundum Stur- laugur. Þar er ekki hljóðvarpinu Innvortis Bað «- ~~ ........................ Eg býst við að þér vitið, að eina ráðið, sem brúkandi er við hægða- leysi, er J. B. L. Cascade. — Það er það eina áhald, sem er læknis- fræðislega búið til, og vinnur því verk sitt vel. En svo verðið þér að kaupia það frá manni, sem næga reynslu hefir á meðhöndlan þess og getur sagt yður nákvæm- iega hvernig méð það skal fara til þess að sem beztum árangri verði náð. — Það eru fleiri en einn veg- ur til að brúkta J. B. L. Cascade, og þá vegi get eg sýnt yður . Lfka þekki eg alla líkamsbyggingu mannsins og get því gefið yður ýmsar góðar ráðleggingar við veik- indum yðar. — Enginn ætti að selja þetta áhald, nema sá, sem hef- ir næga þekkingu á verkun þess— varist slíka umboðsmenn. Kaupið af manninum, sem fyrst- ur tók að sér sölu á J. B. L. Cascade í Winnipeg, og sem getur gefið yð- ur nauðsynlegar leiðbeiningar, — betur en nokkur annar í Winni- peg getur gert. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. Eut, Winnipeg, Man., Teiepbone; Main 2511 Harry Mitchell, D.P. j 466 PORTAGE AVE. ’Phone Sher. 912 Winnipeg skeytt. Af sama stofni er nafnið Sturla komið. Það er dregið af sagnorðinu að sturla, sem þýðir óróa, lama, og er sama kyns orð og styr. Nafnið var algengt á Sturl- unga tíð. Líklega hefir nafnið verið auknefni á þeim, sem var ó- rór eða óstiltur, og á það einkar vel við Sturlunga, því margir af þeim voru óstjórnlegir ofstopa- menn og þjóðníðingar, og valda- fýknir óhappamenn. — Nafnið er nú mjög fánefnt. 11. Sváia er gamalt nafn. Nafnið hlaut skáldlega aðdáun í Helga- kviðu Hjörvarðssonar. Þar er get- ið um Sváfni konung á Sváfalandi. Er máske dregið af Sohwahen fylk- inu á Þýzkalandi, sem nefnt var Sváfaland í nágrenninu. En eins og tekið er fram áður, er Sváfnir ormsheiti. Nöfn af þessu tagi hafa verið til í gamla daga; koma all- víða fyrir. Sænskur maður, Garð- ar Svafarsson, fann fsland. En Sváfa og Sváfar eru falleg nöfn. og ættu að vera við lýði, einkum í skáldaættum. 12. Svanr, álftarheiti, var karl- mannsnafn í gamla daga. Svanur Bjarnarson á Svanhóli, mágur Höskuldar Dala-Koilssonar. Þessi stofn er enn þá í æðimörgum konu- nöfnum: Svanbjörg, Svanfríður, Svanleif, Svanhildur, Svanhvít; og konunafnið Svava er æfagamalt. Heyrðiist ekki um margar aldir, en er uppi nú. Karlanöfn af þesisum stofni eru fá. Þó er nafnið Svan- laugur uppi. Nöfnin eru falleg og mættu fjölga. 13. Sveinn, gamalt konungsnafn, og er uppi enn þá og víða. Er minst á nafnið hér á undan, þar sem talað er um Mær. Það er stofn í Sveinbjörn og Sveinbjörg, og við- liður í Kollsveinn og Bergsveinn. Sveinsína er mesta aflægi. 14. Sverrir er fult nafn, og víð- kendast af Sverri konungi, sem . þótti vitur og ráðkænn. Sverri hefir líklega þótt nafnið veglítið, því liann tók upp Magnúsar nafn, ættfeðra sinna. Nafnið barst til íisland.8 og hefir haldist þar við, eiúkum í Vestur Skaptafellssýslu. Nafnið er líklega afbakað úr Snerr- ir eða Snærir. Getur líka verið blátí áfram Sverrir, eyðsluseggur, að sverra út fé, ota fram fé. Kona sú, sem geisar mikinn, heitir svarri. Mjög líklegt, að karlkynsorðið sé sverrir, og nafnið þaðan. 15. Sæ (Sjá, Sjó), er stofn í nokkr- um nöfnum. Sær finst ekki sem sérstakt nafn, eins og Snær. For- feður vorir kölluðu sjávarguðina Ægi og Hlé, ekki Sæ. Af hinum fyrri eru kvennanöfn samsett, s.s: Ægileif og Hlédís. Af sæ eru þessi nöfn: Sæálfur, Sæbjörn, Sæfinnur, Sæfari, Sjárekur eða Særekur og Sæólfur—isamandregið Snjólfur; en konunöfn eru: Sæbjörg, Sæliildur, Sæunn. Má vera, að þessi nöfn séu fleiri. Sum af þeim eru nú á tím- um dottin úr sögunni, þó þau mættu flest haldast við. 16. Sörkvir er fult nafn. Það var í konungaætt í Svíaríki, sem komst til valda uin 1132. Þorkell hákur fann Sörkvi víkingahöfðingja í Svíþjóð, segir Njála. Það hefir komist til Noregs með Karli Sörk- vissyni, som átti Ingibjörgu dóttur Sverris konungs. Einn af Bagla- höfðingjum hét Sörkvir. Sörkvir Árnason var lögmaður í Þránd- heimi eftir 1350. Á Mýrum í Hornafirði er sagt örnefnið Sörk- ushólar. Er afbakað úr Sörkvis- hólum. Bendir það á, að maður, sem Sörkvir hét, hafi verið þar í fyrndinni. Sörkvir merkir sorti, myrkvi. Nafnið á vel við íslenzka tungu og mætti gjarnan vera tekið upp. 17. Sörli er fornt nafn og slarkara- legt. Tíðkast á íslandi fram á ald- ir, en mun aldauða nú fyrir löngu. Sörli Brodd-Helgason og fleiri voru upp í fyrri diaga. Nafnið var tíð- ara í Noregi. Þar hét erkibiskup Sörli eftir miðja 13 öld. Sörli merk- ir bardagamaður og vígaimaður. Brynjan heitir Sörla hamur. Enn er sagt, að menn fari í Sörlaham, þegar þeir láta óskaplega eða af- arilla. Nafnið má gjarnan hverfa, og ólíklegt er að það verði tekið upp aftur. T 1. Teitur er gamalt nafn og átti heima á íslandi fyr og nú, einkum í Haukdælaætt. Teitur er sama og glaður, kátur. 2. Tjörvi er fornt nafn, og hefir haldist við fram á vora daga. Hef- ir líklega fyrst verið auknefni. Það merkir sverð, hjörr, bardaganafn. Tjörvi hét sonur Þorgeirs Ljósvetn- inga goða, og hefir haldist í ættum frá honum. Nafnið er fallegt og sómir sér vel. 3. Torfi er gamalt nafn og all-víða til enn þá. Merkir torf, svörð, mó. Það var auknefni upphaflega. Einn af sonum Rögnvaldar Mæra- jarls hét Einar. Hann fór vestur um haf og var jarl 1 Orkneyjum. Segir svo: “Hann fann fyrstur manna at skera torf ór jrrðu til eldiviðar, á Torfunesi á Skotlandi.” Þorsteinn torfi Ásbjarnarson, bróð- ir Lýtings í Krossavík í Vopnafirði bar þetta auknefni. En af hverju, getur sagan ekki um. Torfanafnið var fjölnefnt 1 fornöld og lengst um fram eftir, eins og Teitur, en nú eru þessi nöfn ekki margnefnd, þó á lífi séu. Nafnið Tyrfinigur segja sumir af þessum stofni. Það getur líka verið ‘sverðsheiti. Var uppi fram eftir öldum, en nú afar fá- nefnt ef það er ekki útdautt. 4. Trausti, fult nafn, en fátftt að fornu og nýju. Var til í Þingeyjar- sýsiu í lok síðustu aldar. Er til hér. Það er lýsingarorðið traust- ur, með ákveðna greininum: hinn trausti, sterkur, öruggur. 5. Tryggvi, er sjálfstætt nafn, er gamalt og lifir enn,( og ekki óal- gengt á síðustu árum. Það er lýs- ingarorðið—hinn tryggvi. Þversöfuga merkingu ihefir forn- nafnið Ótryggur. Á Islandi var það afar fánefnt á fyrri öldum þó það finnist innan um og saman við. Það er viðliður í Hertryggur og Sigtryggur. U 1. Uni er sjálfstætt nafn, og kem- ur til Islands á landnámstíð. Það þýðir: sá sem unir, kann vel við sig. Nafnið náði engri festu. En konunafnið Una, sem parar við nafn þetta, hefir náð festu, eða haldist við, og er vel lifandi enn. 2. Unnr var snemma til og komst til fslands. Þess hefir áður verið getið, að nafninu var þlandað saman við nafnið Auðr, og Unn er ritað Úður, og Öður á gamla vísu. Nafnið var til í fornöld og er uppi enn. Unur er ein af dætrum Ægis eins og Bára,“sem nú á seinni tíð hafa komið upp. Bára John- son kvenlæknir í Torrington 1 Bandaríkjunuin (kún er dóttir Friðriks Johnson frá Víðhóli á Hólsfjöllum og Þorgeðar Erlends- dóttur í Garði í Kelduhverfi. Þau áttu og dóttur, er hét Unnur, er dó ung. Eiður Johnson, sem nú er í hernum, er einnig sonur þeirra. Aftur er stofn þessi ekki svo fátíður í viðlið: Ingunn, Jór- unn, Steinunn, Þórunn. Og enn má nefna Dýrunn, Ljótunn, Sæ- unn. Sum nöfnin eru vel þekt, en sum ifánefnd og týnd. 3. trlfur, er gamalt nafn. Nú finst það að eins i samsettum nöfnum, og eru flest af þeim talin í sam- skeyttum nöfnum á undan. Af þessum stofni er nafnið Úlfar Það er fáheyrt en var nýlega uppi:— Úlfar ísafoldarson. -------o------- LANDBÖNAÐUR OG SVEITALÍF SauSíjárrækt. Vér mæltumst til þess nýlega, að | íslenzkir bændur hér í landi skrif-1 uðu blaðinu við og við og segðu frá reynslu sinni í landbúnaðin- um. Sérstaklega tókum vér það fram, að æskilegt væri að heyra! álit íslenzkra hænda á sauðfjár- ræktinni. Einn íslenzkur hóndi, T. A. Anderson, Poplar Park, Man., hefir orðið við þessari bón og sent blaðinu ágætt bréf, sem birt er hér á eftir. Bréf þetta er nákvæmt sýn- ishorn af bréfum ensku og inn- lendu bændanna margra, sem þeir iðulega senda enskum búnaðarrit- um og blöðum. Þannig skýra þeir frá reynslu sinni og setja fram skoðun sfna á því, sem þeir hafa tekið til umræðu. Eins og vér höf- um bent á áður, eru þannig lag- aðar umræður líklegar til þess að liafa góðan árangur. Þannig læra yngri bændur af reynslu þeirra eldri, og þannig geta þeir, sem afl- að hafa sér einhverrar sérstakrar þekkingar, látið aðra njóta góðs af þessu. Vér erum T. A. Ander- syni þakklátir fyrir bréf hans, og vonum, að fleiri islenzkir bændur verði til þess að skrifa blaðinu um sauðfjárræktina, kvikfjárrækt eða akuryrkju, eða hvað iannað, land- búnaðinum viðkomandi, sem þeim hugkvæmist.—Ritst. Poplar Park., Man., 11. júní 1917. Herra ritstjóri: Þar eð þér mæltust til þess að þeir ísl. bændur hér í landi, sem nokkra reynslu hafa í sauðfjár- rækt, vildu rita nokkur orð um það efni í blað yðar, þá skrifa eg hér fáein orðu m mína reynslu og mitt álit á sauðfjárræktinni. Við höfum nú sem stendur, tengdabróðir minn S. V. Holm og eg, eitt hundrað, sjötíu og fimm fullorðnar kindur. Við erum ný- búnir að klippa og höfum fengið um sex pund af ull til jafnaðar af hverri kind, og búumst við að fá 35c til 40c fyrir pundið hjá stjórn- inni í ár, eða. liðuga tvo dollara af kindinni. Við reiknum svo út, að þessir tveir dollarar borgi okkur fyrir fóðrið og alla fyrirhöfn á kindinnú Þá höfum við i hreinan ágóða það sem við fáum fyrir lömb að haust- inu. Að meðaltali má búast við lambi a.f á eldri en ársgamalli,. nefnilega að maður missi ekki fleirE lömb en þau, sem tvílembdar æ?r bæta fyrir. Og nú er verð á lamba- kjöti afar hátt, og mun haldast svo> í nokkur ár, svo það er óhætt «ð reikna hvert lamb að haustinu sjö> til átta doliara virði; eftir þessu er þá gróðinn af 100 ám, (sem eg virði á $1,000) sjö hundruð dollar- arar, eða 70 prct., sem má kalla all- góða rentu af höfuðistól. Eg þort að segja, að það er fátt, sem borgar sig betur nú sem stendur, en sauð- fjárrækt, þar sem hagar og hey er fáanlegt. Okkur hefir reynst bezt að hleypa ekki til ánna fyr en seinni part desember mánaðar, svo þær beri ekki fyr en gróður er kominn á vorin. Með því móti komumst við hjá þvi að eyða miklum fóður- bætir, en getum haldið ánum í góðum holdum á góðu snemm- slegnu heyi og lömbin verða lítið léttari á haustin heldur en vetrar- lömb. Það sem verst er viðureignar f sambandi við fjárrækt hér í landi,. eru hundarnir og úlfurinn, sem híta vilja féð, svo að annað hvort þarf að sitja. yfir fénu á daginn og hýsa það á nóttum, eða þá að girða utan um það með riðuðum vír. Það er nokkur kostnaður, þvt vírinn er dýr og þarf að vena þétt- ur, sjö fet á hæð og einn gadda?- vír að ofan. En þessi girðing borg- ar sig samt fljótt, því hvorki hund- ar né úlfar komast yfir hana. Ef að íslenzkir hændur, sem skóglönd hafa, svo sem í Nýja Is- laindi, girtu lönd sin með þessari “Wolf-proof” girðingu og hefðu svo eitt hundrað ær á þeim, þá gætu þeir haft góðar inntektir og lifað vel, og bætt lönd sín að mun, því sauðfé eyðir undirviði og rækt- ar landið. Að endingu vil eg segja, að við höfum haft um 100 nautgripi, og þá heldur góða, því við höfum nii í síðastliðin átta ár ekki notaS önnur naut en hreinkynjuð “short-horn”, en erum nú komnir á þá skoðun, að sauðfjárræktin borgi sig að mun betur, svo í þeirri trú erum við búnir að ásetja okkur að fækka nautgripunum en fjölga fénu. iSvo hætti eg nú þessu og bíð aS heyra hvað aðrir segja- Vinsamlegast, T. A. Anderson. — Fullkomin °sme® rp * , . nunm iannifökmng bergun en annarstaSar. Dr. J. A. MÖRAN Dental Speciaiist Union Bank Chambers, Saskatoon, Sask. ___________________________> Ungir Gripir TIL SÖLU MIICLA peninga má græða á því að kaupa unga gripi og ala þá upp. Ef þú ert að hugsa um þennan gróðaveg, kauptu þá gripina í stærsta gripamark- aði Vestur-Canada, og kauptu á réttu verði. Skrifð eftir upp- lýsingum í dag—til Colvin & Wodlinger Dept. H, 310 Exchange Bldg. Union Stock Yards,, St. Boniface, Man. LOKUÐITM TILBOÐUM, skrifaS ut- an á þau til undirritatSs og merkí , ‘‘Tender for Supplying Coal for the Dominion Buildlngs", vertj- ur veitt móttaka fram aS kl. 1 e.h. á þritijudaginn 3. Júlí 1917. PrentuB eytSublöti, sem hafa inni at5 halda allar upplýsingar, fást hjá und- irritutSum og hjá gæzlumönnuSm allra hygginga stjórnarinnar. Bngum tilbotium vertiur sint, utan þeim, sem gjörti eru á slík eyöublötS og undirskrifutS metS eigin hendi. Hverju tilbotSi vertSur atS fylgja 4- vísan á eanadiskan banka, vitSurkend (accepted) og borganleg til Honour- able the Minister of Public Works. Þessi ávísun vertSur at5 vera upp á 10 prct. af upphætS tilbotSsins, — er þetta trygging þese at5 gjöra samninga. ef þar atS kemur. VertSi tilþot5inu ekki tekitS, verCur ávísunin endursend Eftir skipun, R. C. DESROCHBRS,' Secretary Department of Public Worke Ottawa, 9. Júní 1917. Blöt5um vertSur ekki borga ö tyrir þessa auglýsingu, er þau birta iiaaa 1 án leyfis Deildariunar.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.