Heimskringla - 06.12.1917, Síða 2
2. BLAÐSIÐA
HLIMSKRINCLA
WINNIPEG, 6. DES. 1917
Hilditönn.
Eftir síra F. J. Bergmann.
Framsókn Breta.
Uimnæli Lloyd George bæði á
Frakklandi og í parlamentinu
enska, er hann kom sár í huga frá
Italfu, virðast að hafa náð tilgangi
BÍnum að nokkuru leyti. Það lítur
út fyrir, að bæði hafi hershöfðingj-
arnir vaknað, er þeir fundu til þess
að frægðarsól þeirra þótti skína
fremur dapurt, og þjóðin heima fyr-
Ir betur látið sér skiljast, að nýja
vígrisni yrði að sýna, ef alt ætti
ekki að fara í handaskolum.
Brezki herforinginn Sir Julian
Byng tók á sig heilmikla rögg og
gerði frækilegt áhlaup á þýzka her-
ínn milli bæjarins St. Quentin og
árinnar Scarpe, sem er hér um 32
ínílna svæði. Árás þessi hófst 20.
þ. m.
Hún var ger á alt annan veg, en
áður hafði verið venja. Margra sól-
arhringa skofchríð, sem rifið hefir
upp jörðina og gert hana torvelda
yfirferðar, en eytt skotgröfum og
varnartækjum Þjóðverja, hefir ver-
ið vanalegur undanfari hverrar á-
rásar, sem gerð hefir verið.
Þassi aðferð er seinleg, ekki sízt
Bökum þess að svo torsótt er yfir
þetta upprifna svæði naeð herlið
og fallbyssur og leiðin ávalt stutt,
er framisóknin getur náð yfir.
í þetta sinn var engin skothríð
látin ganga á undan, en herliði og
hergögnum safnað saman í kyrrþey
á næturþeli fyrirfarandi daga, svo
óvinirnir fengu litla eða því sem
næst enga vitneskju um. Árásin
var þvf ger að þeim nokkurn veg-
inn óvörum.
iBrynreiðar brezka hersins komu
í þetta sinn að ágætu haldi. Þær
skriðu áfram, hægt og bítandi,
kliptu gaddavfrs - girðingarnar
sundur, fóru yfir alt, sem fyrir var,
og skutu í ailar áttir, svo eigi var
unt að veita þeim viðnám. Á stöku
stað, þar sem brynreiðarnar komu
í grend við stærstu fallbyssur Þjóð-
verja, svo þær gátu skotið á þær á
stuttu íairi, urðu þær undan að
láta.
Áfram komst brezki herinn
lengst á miðju svæðinu hér um
fimm mflur. Einir 8,000 fangar voru
teknir og allmikið að hergögnum,
sem Þjóðverjar urðu að yfirgefa í
flaustri. Fótgönguliðið þrýsti sér
áfram á eftir brynreiðunum og
mannifallið f brezka hernum var til-
töiulega iítið.
Framsókn þessi íór fram eftir ná-
kvæmri ráðstöfun, sem fyrir fram
var ger, og virðist að hafa hepn-
ast hið bezta. Mannfallið í liði
Þjóðverja er sagt að verið hafi
mikið. Það reyndi vitaskuld að
veita viðnám meðan unt var, en
með þeim árangri að eins, að marg-
ir féllu.
Fangarnir þýzku kváðu hafa
kannast við, að árás þessi hafi
komið þýzka hernum algerlega að
óvörum.
Bardaginn var einna ákafastur í
grend við Bourlon-skóginn og þar
hafa flestar tilraunir verið síðan
gerðar til að ná aftur einhverju af
því svæði, sem Þjóðverjum gekk úr
greipum. Einkum gerði þýzka her-
liðið ákafa árás á þessum stað
á laugardaginn, klukkan 5 síð-
degis, og varð þá brezki herinn í
bili að láta undan síga.
En sfðar urn kveldið brauzt
brezki herinn áfram aftur og náði
öllu, er hann hafði orðið að
sleppa um stund, og bjó um sig
örugglega. Urðu þá Þjóðverjar aft-
ur að bíða mikið mtannfall, fyrir
þetta stundar gengi.
Um hundrað byssur hafa í þess-
arri sennu verið teknar af Þjóð-
verjum, reglulegar stórskotaliðs-
byssur, sem nvest þykir um vert,
auk fallstykkjanna, sem notuð eru
f skotgröfunum.
Fjarska mikla liðveizlu fekik
brezki herinn í viðureign þessarri
af loftskipaflotanum. Loftförin
flugu á undan bryndrekunum og
sýndu þeim þá leið, er bezt væri að
fara, og þó rigndi kúlunum á þ'á,
þar sem þeir urðu að fijúga’ svo
lágt.
Og þegar er brynreiðarnar kom-
ust ekki áfram, eins og til dæmis í
norð-austur horni skógarins, komu
loftskipin þeim 4)1 aðstoðar og
heltu yfir þá, sem för þeirra heftu,
feikna miklum skot-eldi, með hin-
um frægu Lewis-byssum.
Þýzk fylking var á hergöngu, og
lét þá einn loftfarinn sér hepnast
að -senda tveim 25 punda sprengi-
kúium niður í miðja fylkinguna.
Mynduðu þær feikna gryfjur f
jörðina þar sem þær féllu, En
kring um þessar gryfjur lágu þýzk-
ir hermenn unnvörpum.
Margir loftfaranna hurfu heim
Kvæði.
Eftir Stephan G. Stephansson.
Bárðardalur
Þú dalur með þær trölla-trygðir,
Að taka á þig
Hans nafn, sem fyrst hér festi bygðir
En flutti sig,
Sem sælu naut við sólskins-skaut
Þitt, sumar alt,
En eiru þraut og bjóst á braut
Er bléstu kalt.
Og fleiri þinna heima-haga
Svo hjuggu bönd
Og flúðu, að sækja sælli daga
1 suðurlönd.
En færð varð sein um fönn og stein
Og fágóð kjör---------
Eg þekti svein með biluð bein
1 Bárðar för.
En Bárður sá um, seint þó færi
Hans sauðaval
Að sérhver kind sér bjargir bæri
CJr Bárðardal.
Með nesti gekk frá stofu og stekk
Hver strokskepnan----------
Og karl eg þekki er þannig fékk
í þverpokann.
En gadd hefir syðra Bárður barið
Og brugðist sól.
Og þá í muna feginn farið
1 fyrri skjól,
Og horft til skýs er hríð var vís
Og hörkuríkt--------
Eg kunni vísu, kveðna á ís,
Sem kalsar slíkt.
Þó Bárður flytti fjallavegi
Sitt fé og mal.
Hann flutti bæ, en búsæld eigi,
Úr Bárðardal,
Af kvist og skóg að krafsa snjó
Á kuldabeit,
Og hafa þó af nesti nóg
1 næstu sveit.
(Eftir “íslending-”)
— Skuggsjá.
aftur heilir á húff, með föt sfn og
flugvélar sundur tætt af kúlna-
regninu.
Þarna ihafa fylkingarnar síðan
ýmist svignað eða sótt fram. Á
sunnudaginn var barátta hörð um
þorp eitt, þarna í skógarjaðrinum.
U-m náttmál flögruðu fylkingarnar
þar fram og aftur um strætin með
blóðuga byssustyngi. Sagði það til
betur en nokkuð annað, hve harð-
ur og grimmur atgangurinn var.
Smátt og .smátt herti brezka her-
liðið 'svo á atlögunni, að þýzki her-
inn varð að síga undan, svo að
bærinn var hreinsaður af þýzkum
hermönnum að lokum. Bourlon
bærinn var tekinn og umkringdur
á alla vegu af brezku iherliði.
Litlu sunnar, við þorpið Moeuv-
res, þar sem brezkir hermenn höfðu
brotist inn með byssum sínum og
byssustyngjum og náð þorpinu
hálfu, varð heilmikill bardagi, sem
eigi sýnist vera útkljáður enn.
Annars sfcaðar á þessu svæði kri'n-g
um Cambrai sýnist fótgönguliðið
nú halda kyrru fyrir.
Fangar verða stöðugt fleiri og
fleiri og segja síðustu fregnir, að
10,000 hafi þegar verið fcaldir og
200 foringjar.
Þar sem Bretar hafa látið sér
hepnast þessa atlögu og náð bæði
Bourlon-skóginum og þorpinu með
sama nafni, hafa þeir náð þeim að-
alstöðvum, er þeir ætluðu sér, þeg-
ar er atlagan hófst á þriðjudag-
inn, asma daginn og síðasta yfir-
litið yfir styrjaldar-atburðina var
ritað.
Það eru hæðadrög, sem tekin
hafa verið á síóru svæði og stend-
ur brezki herinn þar ágætlega að
vígi. Líkur eru til, að Þjóðverjar
verði að láta íylkingar sínar undan
síga norð-vestur á bóginn.
Bourlon-stöðin ber yfir Cambrai,
en búist er við að sá bær verði tor-
sóttur. Miðbik bæjarins er umgirt
sterkum virkisgarði. Margir smá-
bæir eru þar í kring, og eru allir
Þjóðverjum ágætar vígstöðvar til
að verjast framsókninni.
Það lítur út fyrir að Cambrai
geti lent þarna á milli skoteldanna
frá herliðinu ^báðum megin. Verð-
ur þá þessi gamli bær með fagurri
dómkirkju frá fornöld og prýðiieg-
um og sjaldgæfum virkisveggjum í
töiu þeirra mörgu minnisvarða
menningarinnar, sem hilditönn
þessarrar ógurlegu styrjaldar nag-
ar sundur og gerir að engu.
Sagt er, að flutningar miklir/hafi
átt sér stað frá Cambrai og suðaust-
ur eftir, þessa síðustu daga. Eru
líkindi tll, að Þjóðverjar sé að
flytja íbúana út úr bænum og bú-
ast við því, að þar verði engum
líft.
Það hefir verið auðsætt á marg-
endurteknum tilraunum Þjóðverja
ineð að ná Bourlon-skóginum aft-
ur, að þeir ihafa tekið sér allnærri
að láta hann af hendi.
Hvergi hefir verið háð snarpari
orusta en þarna, síðan er stríð
þetta ihófst, og aldrei hafa bryn-
reiðarnar orðið brezka hernum að
jafn-miklu liði. Loftherinn hefir
líklega aldrei verið eins nærgöngull
og hér, því loftskipin voru frá 30
til 50 fet frá jörðu, með vélabyssur
sínar og sprengikúlur.
Þessi bardaga-aðferð var líkari
þeirri, sem átti sér stað áður fyrri
á bersvæði. Hér var ekki barist á
bak við háan varnargarð af sand-
pokum, heldur mátti svo að orði
kveða, að maður berðist við mann
og hver gengi í berhögg við annan
með byssustyngjum. Sú bardaga-
aðferð sýnist vera öllu betur við
Breta hæfi.
Þjóðverjar hafa nú safnað miklu
herliði saman á þessar stöðvar,
öllum þeim mönnum, er þeir hafa
þózt mega án vera annars staðar.
Og bíður það nú að líkindum um
all-langan tíma, að þarna geti fram-
sókn orðið frekar en orðin er.
Hið ríðandi herlið Breta, sem
hingað til hefir lítið verið notað,
kom þarna til sögu. Mest er eftir
þvf tekið af fólki hér um slóðir
vegna þess, að riddaraliðs herdeild
héðan frá bænum vakti mikla eft-
irtekt með írækiiegri frammistöðu.
Samt varð reíðliðsdeild þessi að
hverfa aftur til brezku fylkinganna
við mikið mannfall.
Frakkneski herinn.
Ynaalega lætur frakkneski herinn
ekki á sér stapda, ef eitthvert tæki-
færi er til framsóknar. Norður af
Rheims hefir frakkneski herinn
verið að sækja í áttina til borgar-
innar Laon, eins og gerð var grein
fyrir hér í blaðinu fyrir skemstu.
Honum hefir orðið þarna töluvert
ágengt.
Einmitt þarna pr það, sem þýzki
herinn hefir seilst lengst inn á
Frakkiand og mynda þýzku her-
fylkingarnar þar mikinn odda.
Framsókn franska hersins í sam-
bandi við þenna sfðasta sigur
brezka hersins, kemur því til leið-
ar, að hald Þjóðverja A yzta endan-
um á þessum odda verður æ örð-
ugra og getur jafnvel haft nokkura
hættu í för með sér fyrir þá.
Meðan á atlögu Breta stóð komst
frakkneski herinn áfram um 400
fet við Craonne. Á sunnudaginn
var gerðu þeir aðra atlögu á hægri
bakka Meuse fljótsins í grend við
Verdun, brutust gegn um tvær fylk-
ingaraðir og tóku ineira en 800
fanga.
Þetta var á sex mílna löngu svæði
og or enn ekki út séð um, hvað úr
þessarri atlögu kann að verða. En
komist Frakkar nokkuru lengra á-
fram þarna milli Craonne og Berry-
au Bac í Aisne héraðinu, getur ]>að
orðið til þess, að Þjóðverjar verði
að sleppa haldi á þessum odda.
Myndi þá verða barist á bersvæði,
og því hafa Samiherjar viljað til
leiðar koma um all-langan tíma.
En enn þá er ofsnemt að segja
nokkuð um, að hvað miklu leyti
þetta kann að hepnast.
Barátta ftala.
Fremur batnar útlitið á ftalíu,
eftir því sem lengur líður. Það lít-
ur út fyrir, að mesta hættan, sem
innrás þýzka og austurríkska her-
liðsins inn í landið, sé smám saman
að verða minni. Yið Piave-fljótið
virðist ítalski herinn ætla að geta
veitt svo viðnám, að lengra fái
her Miðveldanna ekki brotist að
svo stöddu.
Vígstöðvarnar nýju fylgja farvegi
Piave-fljótsins fimtfu mílur inn í
landið, unz komið er í grend við
bæinn Quero. Þar snúast þær 1
vestur og eru í hlíðum hæða nokk-
urra, unz komið er ofan í Brenta-
dalinn. Þetta er hér um bil fimtán
mílna svæði.
Þaðan stefna vígstöðvarnar yfir
Asiago-hásléttuna og eftir Trentino-
orustusvæðinu alla leið til strahda
Garda-vatnsins. Innbrotsherinn
hefir gert hverja heljar tilraun á
fætur annarri að brjótast þarna í
gegn.
í grend við bæina Zenson og Fag-
are á bökkum Piave-árinnar, létu
þeir sér hepnast að komast yfir ána,
en neyddust til að hörfa aftur jafn-
harðan.
1 grend við Quero og þaðan vest-
ur eftir til vestu r-b rú narinn ar á
Asíago-ihásléttunni hafa Þjóðverj-
ar og Austurríkismenn gert ákaf-
asta tilraun með að brjótast á-
fram.
Tækist þeim að brjóta fylking-
arnar nokkurs staðar á þessu
svæði, yrði ftalir að ihverfa frá öll-
um vígstöðvum fylkinganna við
Piave-fljót neðanvert, því annars
kæmi her Miðveldanna þeim 1
opna skjöldu.
Atlögurnar hafa mest snúist um
fjöllin Tomba og Pertica, sem kept
hefir verið um á báðar hliðar.
Þessar æskilegu vfgstöðvar frá
sjónarmiði hvors ihersins um sig,
hafa ýmist verið á valdi Miðveld-
anna eða á valdi ítala.
En þótt her Miðveldanna fengi
þar fótfestu í bili, var honum ekki
fært að færa sér það verulega í nyt,
til þes3 að ná því markmiði sínu
að brjótast gegn um fylkingar
ítala.
Á hæðunum milli Piave og Brenta,
vestur af Quero, og á Asíago-há-
sléttunni, vestur af Quero, hafa or-
ustur verið iháðar með mannfalli
afar-miklu. ítalir hafa barist af frá-
bærum hetjumóð. Báðar hliðar
hafa orðið fyrir geisilegu mann-
tjóni.
Nú er loks svo iangt komið, að
brezkt herlið undir forystu Sir
Herbert Plumer, herforingja, er
komið alla leið á skotelda stöðv-
arnar, ítölum til liðveizlu. Má nú
svo að orði komast, að innrás her-
liðs Miðveldanna sé hrundið á öllu
svæðinu.
Vonandi er þá um leið búið að
koma í veg fyrir þá hættu, sem yfir
hefir vofað með að Feneyjaborg og
Norður-ítaifa yrði að falla í hendur
óvinunum. Aumast er, hve mikinn
skort ítalir líða á fallbyssum. En
'hver dagurinn, sein líður, án þess
óvinunum sé unt að komast yfir
Piave-fljótið, gerir aðstöðu varnar-
liðsins öruggari.
Með hverjum degi bætist úr
vandræðum þeirra með fallbyssur
og skotfæri. Má nærri geta, að Sam-
herjar liggja nú ekki á liði sínu, en
keppast við að verða ítölum að því
liði, sem þeir frekast fá við komið.
Kafbátarnir.
Síðast var þess getið, sem helztu
gleðifregna, er þá var unt á að
benda í sambandi við stríðið, að
kafbátarnir ihöfðu þá minna getað
til l'eiðar komið en nokkura aðra
viku, síðan er sá ófögnuður hófst.
En ekki átti sá fögnuður að vera
varanlegur. Þessa síðastliðnu viku
hefir álíka mörgum skipum verið
sökt og verið hefir að meðalfcali
síðan í aprílmánuði í vor, að það
náði hámarkl sínu. Einum 17 skip-
um hefir verið sökt, stærri en 1,600
smálestir.
Það seim gefið var í skyn, að ekki
mætti búast við, að framhald yrði
á lágmarki þessarrar einu viku hef-
ir komið fram. Og það hefir fengið
sinn stuðning frá Sir Eric Geddes,
sem er einn af helztu fyrirliðum
brezkra herflotamála. Orð hans í
neðri málstofu enska þingsins eru
eftirtektarverð.
“Eg sé enga ástæðu til, fyrir nokk-
uð það, sem við heíir borið, eða fyr-
ir heppileg afdrif einnar viku, að
breyta nokkuð til muna hinum
fyrri ummiælum mínum, sem eg hefi
gert eins heyrinkunn og framast
'iná'ti.
“Svo mikið er heimtað af kaup-
skipaflota heimsins, vegna stríðs-
ins, að ekkert ætti að vera eftir
skilið ósagt eða ógjört til að koma
fólki þessa lands og annarra Sam-
herja þjóða i skilning um, að við-
hafa verður þá mestu sparsemi,
sem unt er, með alt, er flytjast verð-
ur yfir höfin. Því öll slík sparsemi
stendur í nánu og beinu sambandi
við að fá sem bráðust úrslit stríðs-
ins, og við rekstur hernaðarins af
alefli.
“Skipasmíða verkstæðin brestur
vinnuafl, bæði karla og kvenna. Alt
vinnuafl, sem unt er að snúa frá
ónauðsynlegum störfum, er brýn
nauðsyn að útvega skipasmíða-
verkstæðunum. Og það skal sann-
ast, að það hefir bein áhrif á að
vinna þetta stríð, ef þetta tekst.
“Eg vil mælast til þess við þingið
og fólk þessa lands, hvorki að lyft-
ast í háa loft né verða hnuggið sök-
um afdrifa einnar góðrar eða slæmr-
ar viku, eða jafnvel mánaðar, um
]>ann l'esta fjölda, sem sökt er.
"Að meðaltalið hefir stöðugt far-
ið lækkandi síðan í apríl mánuði í
vor, sýnir að við erum að ná tökum
á kafbáta ófögnuðinum og höfum
eins og stendur von um að geta
yfirbugað hann.
“Samkvæmt þvf sem nú á sér
stað og er fyrirhugað, er verið að
smíða fleiri og fleiri kaupskip.
Það út af fyrir sig er vottur þess,
að við erum að leitast við að ónýta
tilraunir óvina vorra. En eg tek
það fram aftur, að smíða verður
fleiri og fleiri skip og fleiri sjóflota-
vélar, ef vel á að fara.”
Þessi ummæli sýna, að enn er all-
mikill voði á ferðum úr þessarri
átt, sem gjalda verður varhuga
við.
Gegn Tyrkjum.
Framsókn brezka herliðsins á
Gyðingalandi heldur enn áfrarn
undir forystu Allenby foringja.
Síðustu fregnir segja brezka herinn
að eins fáeinar mílur frá Jerú-
salem.
Á laugardaginn, 24. þ.m., komu
fregnir um, að bærinn, sem stendur
þar sem foma borgin Mizpa stóð,
hefði verið tekinn. Var þá sagt, að
reiðlið Breta væri 12 mllur norð-
G. THOMAS
Bardal Block, Sherbrooke St.,
Winalpcs, Man.
Gjörir viö úr, klukkur og allskonar
grull og silfur stáss. — Utanbæjar
viögeröum fljótt sint.
Or. M. B. Ha/ídorsson
401 BOTD BÍIHjDIITG
T*I«. MalB 3«*S8. C«r Port. * Edm.
Stundar elnvörSungu berklasýlcl
og atira lungnajsúkdéma. Er aö
finna á skrifstofu sinni kl. 11 til 12
f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili a®
46 Alloway ave.
TH. JOHNSON, ,
Úrmakari og Gullami8ur
Selur glftingaleyfisbréf.
Bérstakt atkygll veitt pöntunum
og viBgjörSum útan af lanúl.
84S Main St. - Phona M. «606
J. J. lakian X. O. ■larlkaaoB
l J. SWANSON s œ.
riini«gAMi,Ag m
------*--alMar.
Talolml Xala 2MT
Oor. Portaga a»d Darrj, Wtaalaog
MARKET HOTEL
141 Trtmr tmt Stvort
á aútl markarglnunt
Baatu vlaflag, vlndlar og aV-
hlynlag gðV. lalenkur vaitlnaa-
N. Halldóraaon. lalVkotn-
tr lalaadtnguaa.
O'toitm, Kigandl wtai
Arnl Andaraaa B. P. Qarlmnd
GARLAND & ANDERSON
MMdPHWHIBSAR.
Phoaa Xala 11(1
«1 Xloatrlt Xailwny Cbambdra
Talsíml: Kaln 1202.
Dr*y. G. Snidal
TAWWLACKiriR.
«14 SOXEBSET BLK.
Portage Avenua. WINNIPEQ
Ðr. G. J. G/s/ason
Phpafetan and 9ar«foa
Athygll veltt Augna, Eyrnn og
Kverka BJúkdómum. Asamt
lnnvortfa ajúkdómum of upp-
tkurVI.
1H Soatfc Sr< SU 6raa< F*ortrn, If.D.
Dr. J. Stefánsson
«ti 2otd nuii.niran
Hornl Portaga Ava. og Rdnonton St.
Stundar .Ingöngu augna, eyrna,
n*f og kvarka-sjúkdðma. Er at) httta
frá kl. 1« tli 12 f.h. eg kl. 2 til B e.h.
Phone: Main 3088.
Helmlii: lts Olivia St. Tala. O. 2215
Lœknadi
kvids/it
Vit5 aö lyfta kistu fyrir nokkrum
árum kviðslitnabi eg liættulega, og
sögbu læknarnir, aö eina batavon mín
væri aö fara undir uppskurö,—um- i
búöir hjálpuöu mér ekki. Loks fann I
eg nokkuö, sem fljótlega gaf algjör-1
an bata. Mörg ár eru liöin og eg hefi
ekki orbiö var viö neitt kviöslit, þrátt
fyrir haröa vinnu sem trésmi'ður. Eg
fór undir engan uppskurð, tapaöi eng-
um tíma og hafði enga fyrirhöfn. Eg
hefi ekkert til að selja, en er reiðubú-
inn að gefa allar upplýsingar viðvíkj-
andi því, hvernig þér getið læknast af
kviðsliti án uppskurðar, ef þér að
eins skrifið mér, Eugene M. Pullen,
Carpenter, 816D Marcellus Ave., Man-
asquan, N. J. Skerðu úr þessa auglýs-
ing og sýndu hana þeim sem þjást af
kviðsliti—þú ef til vill bjargar lífi
með því,—eða kemur að minsta kost í
veg fj| ir hættu og kostnað, sem hlýzt
af uppskurði.
Hin ósýnilegi
Mega-Ear Phone
“lætur daufa heyra”
Heyrnar tæki þetta
-— The Mega - Ear-
Phone—veldur engra
óþæginda. Þér finn-
iö þaö ekki. því þaö
er tilbúlö úr mjúku
og linu efni. Aliir
geta komiö því fyrir
í hlustinni. ÞaTS er
ekki hægt aö sjá
þaö í eyranu.
Læknar EyrnasutSu
Vér hðfum fullar blrgðlr hretn-
ustu iyfJn og mehala. Komlð
me» lyfneöla yöar hingah, vér
gerum meHulin nákvwmlega eftir
ávisan læknielne. Vér sinnum
utanevelta pðntunnm eg neljum
glftingaleyn.
COLCLEUGH <ft CO.
K*<r» Daait Jt 9h*rfcr»»)íe 9t«.
Pfcon* Garry 26Í0— 2691
A. S. BARDAL
selur llkkintur og annast um út-
farlr. Allur útbúnaöur ná benti.
Ennfremur selur hann allnkonar
minnlsvaröa og legstelna. : :
«18 SHERBROOKE ST.
Phoae G. 2162 WIIVNIPRG
Mega-Ear-Phone bætir þegar heyrn-
ina ef þetta er brúkaö í staölnn fyrir
ófullkomnar og slæmar Enr Drumn.
Læknar tafarlaust alla heyrnardeyfu
og eyrnasuöu. Hepnast vel í níutíu og
fimm tilfellum af hundrað. Ef þér
haflö ekki fæöst heyrnarlausir. reyn-
ist tæki þetta óbrigðult. Þetta er ekki
ófullkomiö áhald, sem læknar aö elns
í bili, heldur visindaleg uppgötvun,
sem aöstoöar náttúruna tll þess aö
endurnýja heyrnina — undir hvaöa |
kringumstæöum sem er, aldur eöal
kynferöi.
Vafalaust sú bezta uppgdtvun fyrir
heyrnardaufa, sem fundin hefir verlö. I
Reynd tll hlítar af ráösmanni vorum, I
sem reynt hefir öll þau tækl, sem seld
eru. Þetta er ekki búiö til úr málml
eöa gúmmi. Bæklingur meö myndum
og öllum upplýsingum, fæst ókeypis.
Biöjiö um No. 108. Verö á Mega-Ear-
Phone, tollfritt og buröargjald borg-
aö, er $12.60. Selt eingöngu af AÞVIN
SAL.ES CO„ P.O. Box 6«, Dept. 140,
Wlnoipeg, Man.
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ UM
heimilisréttarlönd í Canada
og NorÖvesturlandinu.
Hver fjölskyldufaölr, eöa hver karl-
maöur sem er 18 ára, sem var brezkor
þegn I byrjun striösins og hefir verfS
þaö síöan, eöa sem er þegn Bandaþjóö-
anna eöa óháörar þjðöar, getur tekÍB
heimilisrétt á fjóröung úr section af ð-
teknu stjórnarlandi í Manitoba, Sas-
katchewan eöa Alberta. Umsækjandl
veröur sjálfur aö koma á landskrlf-
stofu stjórnarlnnar eöa undlrskrlfstofu
hennar I því héraöi. 1 umboöi annare
má taka land undir vissum skilyröum.
Skyidur: Sex mánaöa ihúö og ræktua
landsins af hverju af þremur árum.
1 vlssum héruöum getur hver iand-
nemi fengiö forkaupsrétt á fjórð-
ungl sectlonar meö frara landl sinu.
Verö: $3.00 fyrir hverja ekru. Skyldur:
Sox mánaöa ábúö a hverju hinna
næstu þriggja ára eftlr hann heflr
hlotiö eignarbréf fyrir heimilisréttar-
landl sinu og auk þess ræktaö 60
ekrur á hinu seinna landi. Forkaups-
réttar bréf getur landneml fengiö um
leiö og hann fær helmliisréttarbrðfiö,
en þó meö vissum skllyröum.
Landneml, sem fengiö heflr heimllís-
réttarland, en getur ekki fengiö for-
kaupsrétt, (pre-emptlon), getur keypt
helmillsréttarland í vissum héruöum.
Verö: $3.00 ekran. Veröur aö búa á
landlnu sex mánuöi af hverju af þrem-
ur árum, rækta 60 ekrur og byggja húa
sem sé $300.00 vlröi.
Þelr sem hafa skrlfaö sig fyrir helra-
lllsréttarlandi, geta unniö landbúnaö-
arvlnnu hjá bændum i Canada árlö
1917 og tfmi sá relknast sem skylda-
tími á landl þelrra, undir vissum aktl-
yröum.
Þegar atjðrnarlönd eru auglýat eöa
tilkynt \ annan hátt, geta hetmkomntr
hermenn, sem veriö hafa I herþjónuata
erlendls og fenglö hafa helöarlen
lausn, fengiö eins dags forgangsrétt
tll aö akrifa slg fyrlr helmllisréttar-
landl á landskrifatofu héraöalna (ep
ekkl á undlrskrlfatofu). Lauanarbrðf
veröur hann aö geta sýnt akrlfstofu-
atjóranum.
W. W. CORT.
Deputy Xlniatar of Interiar.
BI»$, aam flytja auglýalaou þaaaa I
hetnatlUleyal, fá eaga bergua tgrtr.