Heimskringla - 07.03.1918, Síða 4

Heimskringla - 07.03.1918, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. MARZ I91ft WINNIPEG, MANITOBA, 7. MARZ 1918 Meinsemdir Lögbergs. Aðfinslur vorar í garð Norrisstjómarinnar hafa reynst þyrnar í holcb Lögbergs ritstjór- ans og aest hann til fádæma reiði. Ryður hann úr sér langri ritstjórnargrein í síðasta blaði, er hann nefnir “Meinsemdir”, og grein þessa hyggur hann víst vera rothögg á allar vorar röksemdir í þessu máli. Til að byrja með ræðir hann líkamlegar og andlegar mein- semdir og kemst víða all-spaklega að orði. Segir hann meðal annars andiegar meinsemd- ir gera vart við sig, “þegar menn kunni ekki að gera greinarmun á því, sem fallegt er og Ijótt, heilbrigt og óheilbrigt ....”. Sýnilega er hér átt við lækna, en ekki sjúklinga; þeirri háfleygu skoðun haldið fram, að þeir Iækn- ar, sem ekki geti glöggvað sig á sjúkdóms- einkennum þegar þeir sjái þau, þjáist af andlegum meinsemdum. Af þessu að dæma, virðist skoðun Lögbergs ritstjórans sú, að eins og nú sé ástatt hjá mannkyninu, séu það ekki sjúklingarnir, sem mest þarfnist lækningar, heldur Iæknarnir sjálfir! Vafa- laust er fólginn í þessu stór sannleikur og á “vísindamaðurinn” að Lögbergi miklar þakkir skilið fyrir að hafa vakið máls á þessu. Ekki ferst honum þó alt jafn höndulega og þetta. Undir eins og hann er horfinn frá læknisfræðinni og tekinn að snúa sér að “pólitíkinni”, fer honum að verða dimmra fyrir augum. Röksemdaleiðsla hans fer þá brátt öll á ringul reið og liggur næst við að halda, að hann hljóti að vera eitthvað and- lega sjúkur sjálfur—og á honum sannist: “alt er gult í glyrnum guluveika manns- • ** ms. Vísvitandi, eða af “rökfræðislegri” skammsýni, gengur hann fram hjá aðal- staðhæfingu vorri í greininni, sem hann þyk- ist vera að andmæla. Vér sögðum á einum stað: “Á öðrum eins tímum og nú, var lífs- spursmál, að fylkisstjórnin reyndi af ítrustu kröftum að draga úr öllum útgjöldum og sneiða hjá öllum óþarfa kostnaði.” Fram hjá þessu gengur ritstjóri Lögbergs alger- lega; eins og það sé ekki vert minstu íhug- unar, að þjóð þessa lands á nú í blóðugu stríði. Hann minnist ekki á stríðið með einu orði, og að dæma af samanburði hans á núverandi og fyrverandi stjórnum, virðist skoðun hans sú, að óþarfi sé að gera nokk- urn greinarmun á friðartímum og stríðs- tímum. Flestir af lesendum íslenzku blaðanna munu þó hafa skilið sannleikann í umræddri staðhæfingu vorri. Þeir hafa skilið þetta af eigin reynslu. Allir, sem nokkurri fyrir- hyggju eru gæddir, reyna nú af fremsta megni að spara og forðast allan óþarfa til- kostnað; þeir neita sér meira að segja um marga þarflega hluti, sem þeir geta verið án og ráðast ekki í nein þau fyrirtæki, sem mikinn fjárkostnað hafa í för með sér, og sem hægt er að láta bíða betri tíma. Fyrir- hyggjumenn eru ekki blindir fyrir alvarleik yfirstandandi tíma, og finna þess vegna hvöt hjá sér til þess að viðhafa alla nýtni og sparsemi. Og þeirri sömu reglu verða stjómirnar að fylgja, ef vel á að fara. Fram- tíðar velferð þjóðarinnar er undir því kom- in, að stjórnir þessa lands forðist alla eyðslu- semi og stefni að því markmiði—að spara. Hvað þetta snertir, eru stjórnirnar háðar bókstaflega sömu kjörum og einstaklingarn- ir. Nú verða þær að sneiða hjá öllum kostnaði, utan þeim, sem óumflýjanlegur er, og mega ekki leggja út í noin þau fyrirtæki, sem beðið geta. Á núverandi hættu- og al- vörutímum er fyllilega réttlætanlegt, að mörg þau fyrirtæki, sem þarfleg eru og nauðsynleg — en sem fylkisbúar geta þó komist af án — séu látin bíða, unz styrjöld- inni linnir og tfmar breytast. Allir skynber- andi og hugsandi menn munu hiklaust viður- kenna, að þetta sé sannleikur. Hvemig hefir nú Norris-stjórnin orðið við kröfum sem þessum? Þannig, að hún hefir breytt algerlega gagnstætt þeim. Stjórn þessi hefir sýnilega þózt hátt hafin yfir það að hlíta sömu sparnaðar-reglum og fátækur almúginn! Stefna hennar er: Nú skal þrátt fyrir stríð og styrjöld ráðast í ýms stórræði og grípa óspart til lánstrausts fylkisins að koma þeim í framkvæmd. “Efnalegt vel- gengi” er á hæsta stigi í landinu — hví skyldu aurarnir sparaðir? — Svo eru lán tekin á lán ofan og oft með mjög órýmileg- um kjörum. Fylkisskuldin verður meiri og meiri—en alt er þetta gott og blessað í aug- um Norrisstjórnarinnar. Til þess að villa fylkisbúum sjónir, er gripið til ýmsra örþrif- ráða; t. d. stórar fjárupphæðir af höfuðstól fylkisins em færðar inn í árstekjureikningana til þess að láta tekjuhallann þar sýnast marg- falt minni en í raun og veru er. Um slíka smámuni virðist meðlimum Norrisstjórnar- innar óþarfi að sé fárast — og halda svo hiklaust sömu stefnu. Virðist engu líkara, en menn þessir séu algerlega blindir fyrir því, að þjóð þessa lands eigi nú í stríði gegn öflugum og hættulegum óvini og verði þar af Ieiðandi að viðhafa aðra tilhögun á flestu en áður—með það eina markmið fyrir aug- um, að sigra í stríðinu, Og meðan ritstjóri Lögbergs gengur í sömu blindninni, kemur hans mikla rökvit honum að litlu haldi — hann er þá eins og maður talandi úti á þekju, og sem kemur hvergi nærri aðal hjartapunkti þess máls, sem verið er að ræða um. Stríðið er nú aðal umhugsunarefni allra rétthugsandi manna og með því að minnast ekki á það einu orði í sambandi við andmæli sín gegn grein vorri, gerir Lögbergs ritstjórinn sig uppvísan að fádæma skammsýni eða lítt fyrirgefanlegu kæruleysi. Vér birtum skýrslur því til sönnunar, hve miklu fé fylkisstjórnin hefði á síðasta ári bruðlað í þá Iögmenn hér, sem svo lánsamir voru að tilheyra liberal flokknum. Námu fjárupphæðir þær, sem hver lögmaður fékk, mörgum þúsundum dollara í ekki svo fáum tilfellum. I Robidoux morðmálinu voru ein- um, lögmanni borgaðir $90 á dag með ferða kostnaði fyrir verk sitt í sambandi við það mál—sendi hann stjórninni reikning að málinu loknu fyrir $3,300. Að einum manni er borguð jafn-gífurleg upphæð og þetta fyrir ekki meira verk, getur ekki skoð- ast annað en ófyrirgefanleg eyðslusemi. — Með því að ráða til sín 2—3 fastalögmenn og borga hverjum $3,000 á ári, hefði stjórnin getað sparað fylkinu margar þús- undir dollara árlega. Á öðrum eins tímum og nú eru hefði hún átt að skoða þetta skyldu sína—en sparnaður hefir aldrei verið stefna Norris-stjórnarinnar. Ritstjóri Lögbergs reynir hér að malda í móinn með þeirri staðhæfingu, að allur málskostnaður fylkisstjórnarinnar síðasta ár (og líklega frá því hún tók við völdum) hafi orsakast af “málsrannsóknum” hennar í sambandi við fjárdrátt þann, sem “vildar- menn Roblin stjórnarinnar hafi gert sig seka í”. — Að jafn stiitur og gætinn maður og hann lætur sér önnur eins ósannindi um munn fara, gegnir mestu furðu. Ekki ætti hann heldur að grobba mikið yfir fjárupp- hæð þeirri, sem hann tiltekur og segir fylkið hafa fengið “til baka” — fyr en búið er að innheimta þetta fé. Þá en fyr ekki, er það orðið að eign fylkisins. Vér birtum einnig skýrslur er sýndu, að fimm prentfélögum hér í Winnipeg hefði fylk- isstjórnin borgað $103,925.18 fyrir prent- verk á síðasta ári. Ástæðan fyrir því, að prentfélög þessi fá svo mikið verk hjá stjóminni er sú, að eigendur þeirra eru lib- eralar og sterkir fylgismenn Norrisstjórnar- innar. Eins og tímar nú voru, lá þó í aug- um uppi, að skylda stjórnarinnar var að breyta út af fomri venju, með því að gefa öllum prentfélögum hér kost á að gera tilboð í prentverk það, er gerast þurfti — þannig hefðu fylkinu vafalaust sparast fleiri þúsund dollarar. — Ritstjóri Lögbergs segir stjórnina að eins hafa borgað $131,753.94 fyrir prentverk á síðasta ári, og er á honum að heyra að þetta hefði ekki mátt minna vera! Hann hefði sagt greinilegar og bet- ur frá, ef hann hefði tekið það fram, að fimm prentfélög hér í Winnipeg hefðu verið látin sitja fyrir öllu aðal-verkinu og verið borgað $103,925 í verkalaun, en $27,828 hefði verið skift á milli aUra hinna prentfé- laganna. Þá hefði hann sagt sannleikann allan og gefið lesendum sínum glöggari hug- mynd um hve réttlát og sanngjörn Norris- stjórnm er! Mótmæli hans gegn því, að Columbia Press félagið hafi fengið þessar þrjátíu þúsundir dollara gefins hjá fylkinu hafa enga þýðingu, því enginn hefir haldið siíku fréim. Misskilur hann orð vor alger- lega, ef hann dregur þá þýðingu út úr þeim, að Columbia Press hafi fengið fé þetta gef- ins. Sterkan grun munu þó margir ala, að þessar þrjátíu þúsundir hafi ekki allar verið borgaðar fyrir prentverk, heldur hafi blaðið Lögberg einnig fengið ríflega borgun fyrir að birta auglýsingar stjórnarinnar, hina vikulegu landbúnaðardálka, o.fl. o.fl. Ekki vill yfirritstjórinn að Lögbergi við- urkenna það satt vera, að til þess að fá á- byggilegan dóm um gerðir núverandi Mani- tobastjórnar verði að fara til einhverra ann- ara en þeirra manna, sem stórar fjárupphæðir fá af fé fylkisins og sem seint og snemma totta stjómarspenann. Að halda siíku fram finst honum vera hin mesta óhæfa og reynir að andmæla þessu með þeirri einkennileg- ustu rökfræði, er vér minnumst að hafa séð á prenti. Er örðugt mjög að fá nokkurn botn í þeirri röksemddeiðslu hans og niður- staðan, sem hann kemst að virðist vera sú, að til þess að fá óvilhallan og ábyggilegan dóm um blaðið Lögberg, megi menn eins fara til ritstjóra þess blaðs og nokkurs annars. Prestunum sé trúandi til þess, að forðast alla hlutdrægni og segja ekki annað en heilagan sannleikann um söfnuði sína og kirkjur. Til þess að fá sem réttastan dóm um Heimskringlu, megi menn eins leita til ritstjóra þess blaðs og annara.—Hvað þetta síðastnefnda snertir, þá er það alveg rétt; ritstjóri Heimskringlu myndi ekki segja annað en sannleikann um blað sitt. Ekki er heldur með öllu ómögulegt, að ritstjóra Lögbergs kynni að ratast satt orð á munn um sitt blað. Flestum mönnum mun þó svo farið, að þeir finni sig lítt snortna af þessari einkennilegu kenningu og kjósi þá þann veg beztan, að haga sér í þessu sem öðru eins og þeirra eigin dómgreind segir til. Grein sína endar hann með þeirri skýr- ingu til lesendanna, að allar “meinlokur” Heimskringlu séu “rökfræðislegar.” Skringileg vörn. Ritgerðin í blaðinu Canadian Finance um fjárhag Manitoba-fylkis, hefir vakið óhug mikinn á meðal stjórnarsinna hér og virðist gremja þeirra fara vaxandi eftir því sem lengra líður. Þar sem ritstjóri þesssa blaðs er flokksbróðir þeirra og eina tíð öflugur fylgjandi núverandi stjórnar, eiga þeir bágt með að skilja afstöðu hans og verður þeim mál þetta því bæði flókið og vandasamt. Öðru nær er samt, en meðlimir Norrisstjórn- arinnar taki þessu þegjandi, því daglega heyrast frá þeim nýjar og nýjar tilgátur um orsakir þær, er liggi ofannefndri ritgerð til grundvallar. Einn segir ritstjórann vera á bandi auðfélaganna í landinu og þess vegna lítið mark takandi á orðum hans. Annar segir blaðið Canadian Finance birta svo mikið af auglýsingum fyrir auðfélögin, að ritstjóranum sé nauðugur einn kostur að haga stefnu sinni samkvæmt vilja þeirra, eða blaði þans sé bráður bani búinn. Sá þriðji segir þessar skoðanir hans orsakast af því, að þó hann hafi dágott vit á fjármálum, hafi hann sáralítið vit á stjórnmálum (pol- itics)! En þegar þetta er skrifað, hefir ekki einn einasti af meðlimum Norris-stjórn- arinnar gert nokkra minstu tilraun að hrekja staðhæfingar þessa manns og sýna fram á, að hann fari með rangt mál í þeim alvarlegu ásökunum, er hann ber á stjórn fylkisins. Aðallega munu þeir hafa augun á Ukrainíu. Ríki það var lengi nefnt “kornforðabúr austur-Evr- ópu” og er einnig mjög auðugt að mörgum öðrum landsafurðum. Ef núverandi stjórn þar hepnast að ná yfirráðum yfir öllu því landi, sem hún heimilar sér, verður þetta nýja lýðveldi afarstórt um sig og íbúa- tala þess um tuttugu og átta miljón- ir. Helztu borgirnar verða Kieff, Odessa, Kharkov, Kherson og fleiri. Alt eru þetta slórborgir. Aðal- verzlunarstöðin er hafnarborgin Odessa við Svartahafið. Á undan stríðinu var meiri hlutinn af öllum útsendum vörum frá Rússlandi sendur þar í gegn. Helzta auðlegð Ukrainíu er fólg- in í landbúnaðinum. Er jarðvegur þar svo hentugur til akuryrkju, að að eins örsjaldan ber við að upp- skera bregðist. Hvergi á Rússlandi er akuryrkja stunduð í jafn stórum stíl og þar. Á undan stríðinu sýndu landbúnaðarskýrslur þessa ríkis, að um 53 hundruðustu hlutar a landi þessu voru undir akuryrkju. Frakkland er eina landið í Evrópu; sem fram úr þessu fer. Vinnu aðferðir þar þola þó eng- an samanburð við það sem á sér stað í öðrum Iöndum. Hvað þetta snertir eru Ukrainíu bændurnir all- langt á eftir tímanum. Við áhrif frá Þýzkalandi myndi þetta þó að líkindum taka bráðum breytingum til hins betra. Ásamt hveitikorni er þar ræktaður rúgur, bygg og aðrar korntegundir. Sykurbetu- framleiðsla - Ukrainíu er fimm sjöttu hlutar af allri framleiðslu Rússlands af því tagi. Kvikfjárrækt er og stunduð í stærri stíl í Ukrainíu en í nokkrum öðrum ríkjum Rússlands. Einnig er ríki þetta hið auðugasta af öll- um námum, sérstaklega járnnám- um, sem flestar eru í grend við borgina Kherson. Frá námum þeim hafa Rússar fengið meir en helm- ing af öllu því járni, er unnið hefir verið í landinu. Kvikasilfurs fram- leiðsla Rússlands er að heita má öll í Ukrainiu. Kolanámur eru þar einnig miklar og finnast einlægt fleiri og fleiri.- Af þessari stuttu lýsingu getur lesarinn séð, að Ukrainía mun vera eitt af allra álitlegustu lönd- um Evrópu. Sízt er því að undra, þó Þjóðverjar hafi lengi haft auga- stað á þessum hluta Rússlands og vafalaust þykjast þeir hafa komið ár sinni vel fyrir borð í hinum ný- fengnu friðarsamningum. — Margt getur þó breyzt enn þá, og ekki víst að Þjóðverjum verði verzlun- arviðskifti við Ukrainíu eins auð- leikin og þeir halda. ------o------ Við Austurgluggnnn. Eftir síra F. J. Bergmann. Hver heilvita maður hlýtur þó að sjá, að bollaleggingar um af hvaða orsökum grein þessi hafi skrifuð verið, hafa Iítið að þýða, heldur er aðalatriðið: eru staðhæfingar hennar sannar eða ósannar? Flestum mun verða það á, að skoða þær sannar, að dæma af hinni skringilegu vörn Norris-manna. En nú er eftir að heyra, hvað Lögberg segir. *—.———----------—i.—---------■——-—* Auðlegð Ukrainíu. Þar sem friður hefir nú verið Scuninn á milh Þýzkalands og Ukrainíu, hlýtur sú spurning að vakna í huga allra, bæði hér í Canada og öðrum löndum bandaþjóðanna, hvaða hlunnindi Þjóðverjar beri úr býtum við þetta og að hverju leyti þeir standi nú betur að vígi en áður. Spurningu þessari verður ekki auðsvarað, því síðan eftir stjórnarbyltinguna á Rússlancii síðast Iiðið vor hefir einlægt vont versnað unz ástandið yfirleitt mun þar orðið hið hörmuleg- asta. Rússland, sem einu sinni var svo vold- ugt, er nú alt í molum; Ukrainia, auðugasti partur þess, er nú genginn í lið með óvinun- um, og önnur ríki þess mörg fara fram á al- gert sjálfstæði. Þjóðin rússneska er flak- andi í sárum eftir stríðið og allur iðnaður landsins lostinn til agna. Þegar alt þetta er tekið til greina, er bágt að segja, hvort Þjóðverjum er nokkur verulegur hagnaður í endurnýjuðu verzlunarsambandi á milli Þýzkalands og Rússlands. 57. Kristinn Stefánsson: Ot um vötn og velli. Þegar gagnrýnarinn mikli á svæði bókmcvntanna, Taine, fer að gera grein nítjándu aldar í hinu fræga rltverki sínu um enskar bókmentir, Hnst honum að andi nítjándu ald- ar hafi íyrst birzt í ijóðurn skozka alþýðuskáldsins, Burns. Það er í rauninni afar-merkilegt at- riði. Sú öld, sem lengst hefir kom- ist í þekkingu og vísindum, sú öld sem mesta áherzlu ihefir lagt á inentan og skóla, sú öld, er um fram aðrar hóf ritlist og ljóðllst svo hátt, að eigi varð öðrum fært að leggja ueinn verulegan skert til bókmenb- anna en hámentuðuim, skólagengn- um mönnum—-andi hennar talaði fyrst fyrir munn ómentaðs alþýðu- drengs, sem rölta varð á eftir plóg- inum, og ekki hafði sjálfur hug- mynd um gildi þeirra hugsana, er ósjálfrátt féllu í stuðla í huga hans. Guði hlýtur að vera vel við ak múgainen n,—sökum þess hefir hann iátið þá vera svo marga, hefir eitt sinn verið sagt. Betur og betur munu menn komast að raun um, að þau orð eru ekki töluð út í bláinn. Almúgi hverrar þjóðar er frjó- moldin farsæla og auðuga, er ailur þjóðJífsgróðurinn vex upp úr. Fyr- irheit ókoimins tíma liggja þar fóig- in. Þar er undirvitund þjóðarsálar- innar. Upp frá henni eru stöðugt að stíga,vitranir um hið ókomna. Alþýðuskáldin ættum vér því að hafa í háveguim. Fyrir munn þeirra talar þjóðareálin bezt. Ljóð þeirra DODD’S NÝRNA PILLUR, góSar fyrir allskonar nýrnaveiki. Lsekna gigt, bakverk og sykurveikL Dodd’e Kidruey Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá ölium lyfsölum eða írá Dodd’s Medicine Go., Ltd., Toronto, Ont. gefa einna sannasta hugmynd u«, hvað býr í djúpinu. Þjóð vor á enn nokkur alþýðu* skáld, — menn, sem búa við alþýðu- kjör, verða alla æfi að vinna þunga. vinnu og engrar skólamentunar inafa notið. Ljóðlistina hafa l>eir íengið að vöggugjötf. Þelr ganga yrkjandi á eftir plóginum eins og Robert Burns. Fyrir miitt ieyti vildi eg, að við œttum slík skáld sem lengst. Það verður andleg blómtfaUstíð í vænd- um roeð þjóð vorri, er íslenzk al- þýða hyggur sér ofætlan að yrkja bögu. Þjóðarsálin talar bezt fyrir munn alþýðuskáldanna. Að ýmsu Jeyti kunna l>eir að standa lærðum liistarbræðrum sín- um að baki. Þeir standa þeim ó- neitanlega miklu ver að vígi. En. þeir standa þjóðariheildinni nær. í gegn um orðin þeirra sér inn í hugarfylgsni sveitanna og fiskivor- anna. Þar eru hjartaslög fjöldanw. Nokkur íslenzk alþýðuskáld haft* ort hér vesta.i hafs. Þörf til að tala í hundnu máli hefir verið svo stenk með þeim, að öll ærslin og ákafinn og vinnufrekjan, sém hér liggur í iandi, hefir ekki verið nóg til að kefja. Það er þegar tekið að meta suma. þeirra mikfls. Ef til vill verður það álitið enn markverðara fyrirbrigð# hér eftir en hingað til, hvíl.'k rækt hcfir verið lögð við íslenzka ljóða gerð af lalþýðuimönnum, brottflutt- um frá ættjörðu sinni. Og eg get vel hugsað mér, að þessi vostur-ísienzku alþýðuskáld verði af einllvverjum ófæddum gagu- rýnara á svæði íslenzkra bókanenta taldir fynstu forboðar þess, sein veru. kann í uppstigning í sálu íslenzkrai þjóðar nú á þessum tímuim, eigí eins mikið sökum ágætis Ijóða þeirra og þess, að í þeim má heyra hjartaslög allþýðu. Kristinn Sfcefánsson, sem iátinn ec fyrir sköminu, var einn lmssarra. inanna. I.jóðaibók hans, sein nefn ist: tTt um vötn og velli, kom úfc skömmu eftir andlát hans. Líklega hefir lífcið eða ekkert af henni til fs- lands komiet, sökum þoss farar bálina, ,sem stríðið voldur. Nýkomna menn tfrá íslandi hefi eg heyrt segja. að þeir hafi ails okki bókina séð. Ljóðabók þessi, sem er um 300 bls. að stærð, er enn einn vofctair um, hve djúpar eru rætur íslenzkw þjóðernis með vel gefnum alþýðu- mönnum. Og er það ekki lítils uat vert. Maður, sem ekki á djúpar rætur einhvers staðar, verður léttvægur alls staðar. Kristinn yrkir til systur sinnar: Hvort hleypur þú eins og árgolao sprett á æsku slóðum? Og hefir þú fundið vorn fegursba iblett, sem felílur slétt með blágresið hneigt upp að huldu klett og heyrt hve létt barnshlátrar okkar þar óma í voidaga-ljóðum? (18) Hann yrkir um ísland vestan hals og bendir á, hve innlendum mönnm sé gjarnit til að gera Mtið úr Islandi í samanburði við þetta land, og hins vegar hve þráin sé frek með iandanum, eftir að búa um sig hér í dúnmjúku ihreiðri og komast til vegs og valda, og bætir svo við: “En við, þessir einrænu útleiða- menn, þá óttu-ljós vaka’ ytfir straumi, við sitjum þar hljóðir og hrtöiir enn í heima-landis Jónsvöku-draumi. Við finnum, að heimiiið okkar þar er, með æskunnar lyng-gróin eporin Og minninghi heim þangað hug ina ber sem hafrænan þrestina á vorin. (83) Hún hverfur oss aldrei úr minni sú mynd, sem m-eð oss að heiman vér bámm. (85) Skáldið lætur sér ant, um, að sambandið milii Austur- og Vestur íslendinga varðveitist sem lengst Kann yrkir til íslands 2. ágúst 1907: |

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.