Heimskringla - 07.03.1918, Síða 6
6. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 7. MARZ 1918
VILTUR \rrr A D & :: Skíl<l,a*a eftir:: V LVjAR * Rex Beach •
“Já. En svo góðar fyrir mig, að eg veit þú
Mýtur að gleðjast Hann leit til hennar áhyggju-
fullur, því honum fanst hún fjarlægjast hann meir
og meir. “Á leiðinni heim frá leikhúsinu sagði
faðir minn mér — mjög undursamlegar fréttir.
Hann sagði — en hvernig ætti eg annars að geta
sagt þér frá öðru eins leyndarmáli.”
“Auðsýnilega er ekki tilgangur þinn að gera
Jjað?”
“Eg varð að lofa upp á æru mína og trú að
segja engum frá þessu, en — en faðir minn á að
verða hér næ3ti forseti — í Panama.”
“Fors—” Kirk starði á hana hissa. “Eg hélt,
liélt endilega, að gamli Alfares—”
"En nú virðist sem hann sé óvinsæll á meðal
samlanda þinna sökum þess hve mjög hann hatar
alla Bandaríkjamenn. Herra Cortlandt mun
standa á bak við þetta alt.—Er þetta ekki himn-
«skt? Hugsaðu þér bara, að eins væri ástatt fyrir
|>ér. Nú veiztu sannleikann og hlýtur að sjá, að
engan veginn gæti eg gifzt manni í þinni stöðu."
“Hví ekki?”
“Hvers vegna gengur þér svo illa að skilja?
Eg verð þá einhver helzta ungfrú í lýðveldinu.
Allir menn munu tilbiðja mig. Eg mun eignast
marga biðla—ekki einn eða tvo eins og nú, heldur
imarga. Eg verð 'hin yndislega Senorita Garavel',
|>vi dætrum háttstandandi manna er ssííð Iýst
þannig. Eg verð þá líka stolt og sit þá aldrei á
tali við menn frá Bandaríkjunum. Faðir minn
verður frægasti maðurinn í Panama—og ef til vill
heimsfrægur. Alt verður þá annað en nú er.”
“Ekki finst mér það muni gera mikinn mismun,
eftir að faðir þinn veit hver eg er.”
“Þú ert þá ættstór maður líka?” Hún færði
sig til á bekknum svo hún gæti athugað hann bet-
ur.” ”Það er vissulega gaman að þessu. Fáum
myndi þykja viðeigandi, að óbreyttur lestastjóri
sæist á gangi með dóttur ‘Garavel forseta’.”
“Eg var fyrir löngu síðan hafinn í hærri stöðu,
og hvað föður minn snertir, býst eg við hann þoli
samariburð við hvern sem er hér í Panama.”
”Er hann þá—af bláu blóði?"
“Nei, rauðu.”
“Eg á við, hvort hann sé herramaður.”
“Hann er það nú. Einu sinni var hann lesta-
*veinn.”
•
“Þú virðist stoltur af slíku! Eg á bágt með
að skilja þetta. — Ættstofn föður míns er hægt að
xekja til hinna fornu víkinga; í fyrstu ritum finnur
maður nafnið Garavel. Menn þeir voru sannar
lietjur og réðu þá lögum og lofum í landi þessu."
“Það er hægt að hreykjast af öðru eins og
J>essu, en það er þó ekki alt. Aldir og útmetnir
veðhlaupzihestar skeiða fagurlega, en eru ónýtir til
dsáttar. Það er bykkja bóndans, sem vinnunni af-
kastar. Eg skal koma mér í kynni við föður þinn
og styðja hann af dug og dáð í kosningunum.”
“Þú ert mjög einkennilegur maðtir.” Augna-
ráð hennar var nú hið alvarlegasta og allra snöggv-
ast studdi hún hönd undir kinn.
“Er ómögulegt fyrir þig að elska mig?”
“Til þess er ekki að hugsa! Eg hefi gaman af
að tala við þig—svo nær það ekki lengra. Ef til
vill er þetta þó ekki réttlátt í þinn garð, og tilgang-
ur minn með þessu er ekki sá, að vekja hjá þér
von, enda væri slíkt með öllu þýðingarlaust."
Hann átti bágt með að taka þessi orð hennar
trúanleg, því honum fanst augu hennar stundum
votta, að hugur fylgdi ekki alt af máli. þannig
sátu þau lengi dags, svo sokkin niður í samtalið, að
|>au gleymdu með öllu umhverfinu í kring um þau.
Á endanum stóð ungfrú Garavel upp og virtist
verða mjög óttaslegin.
“Hamingjan góða—hvernig tíminn líður,”
Ihrópaði hún. “Stephania saknar mín.”
Hann stóð á fæ;tur líka og rétti henni höndina.
j “Má eg koma aftur á morgun?” mælti hann.
“Nei, nei, senor.” Svipur hennar hafði aldrei
verið jafn alvöruþrunginn og nú. “Til þess mátt
J>ú ekki mælast. Ef við eigum að sjást aftur, þá
verður það að vera með leyfi föður míns.” Kinn-
ar hennar dreyrroðnuðu, er hann þrýsti hönd henn-
ar upp að vörum sér; svo mælti hún enn fremur:
“Nú er þér bezt að fara, óskammfeilni herra. Eg
get ekki með orðum lýst, hve hissa eg varð að
hitta þig hérl Á dauða mínum átti eg von, en ekki
J>ví að sjá þig hér aftur. — En föður minn getur þú
fundið, senor Antonio, í bankanum, á hvaða degi
sem er.” Og áður en hann fékk hindrað hana, var
hún horfin og hentist upp tröðina frá honum — og
áður hún hvarf sjónum hans, leit hún til hans yfir
öxl sína og sendi honum eitt gletnisþrungið bros.
Kirk hélt heimleiðis með höfuðið í skýjurrj
uppi. Allar efsemdir hans voru nú bældar niður.
Að vísu hafði ungfrú Garavel ekki gefið neina full-
vissu eða uppörvun, en honum fanst þó hjarta
6ennar hafa svarað. Var hann því í bezta skapi,
er hann opnaði og las bréf, sem beið hans heima
og sem hljóðaði þannig:
“Kæri Kirk: — Eg Vona að þú hafir nú loks-
ins fengið þig fullþreyttan á sjálfum þér og sért
reiðubúinn að gera eitthvert ærlegt vik til tilbreyt-
ingar. Þekkjandi á eyðslusemi þína geri eg mér
skiljanlegt, að þú munir kominn í ekki svo litla
skuldasúpu og þínir nýju vinir séu búnir að fá meir
en nóg af þér. Eg vænti eftir því daglega, að ein-
hver þeirra sendi mér skuldareikning og leyfi mér
þar af leiðandi, að tilkynna þér, að eg borga ekki
einn einasta eyri af skuldum þínum — nema með
einu skilyrði. Viljir þú lofast til að hegða þér bet-
ur í framtíðinni, skal eg afgreiða skuldir þessar og
að því búnu senda þig til vesturlandsins. Þar get-
ur þú byrjað að vinna sem gæzlumaður á járn-
brautarstöð 'og kaup þitt verður fjörutíu dollarar
á mánuði. En—þú ferð þangað sem þú verður
sendur og einnig áskil eg mér rétt til þess að ráða
um, hverjir séu félagar þínir. Fari svo ólíklega, að
þú reynist að nokkru nýtur, mun eg gera þær ráð-
stafanir við lögregluna í New York, að þú fáir að
dvelja þar í frítíma þínum — borg þessi ber enn
merki eftir slark þitt. Væri því réttast, að þú send-
ir mér beiðni um fyrirgefningu með næsta pósti og
get eg svo mætt þér í Neyy Orleans—úr því eg er
að reyna að koma þér á skárri braut, sem eg veit
þó að hlýtur að mishepnast. Eg er þess fullviss
fyrir löngu, að úr þér verður aldrei maður, en vil
þó gera skyldu mína. Þetta er mitt síðasta boð,
og neitir þú því, getur þú mín vegna farið beinustu
götu til fjandans.
Þinn elskandi faðir,
Darwin K. Anthony.
E.S.—Eg get fengið góða gæzlumenn fyrir þrjá-
tíu dollara um mánuðinn. Þessir viðbættu tíu
dollarar eru ekkert annað en tilfinningasemi.”
Kirk hafði getið sér til fyrirfram um innihald
bréfsins og hló nú upphátt. Þetta var gamla mann-
inum líkt! Kirk sá svip hans í anda, þegar hann
hafði verið að semja pistil þenna.
Hinn hressasti, þrátt fyrir átölur þess gamla,
settist hann niður og svaraði, og las hann bréf sitt
með töluverðri ánægju áður en hann lokaði því.
“Kæri faðir:—Þitt ástúðlega bréf, ásamt til-
boði að eg taki að mér æðstu umsjón á einhverri
af brautarstöðvum þínum í vesturlandinu, hvort-
tveggja meðtekið. Eg vildi gjarnan verða við
þessari bón þinni og koma þér til aðstoðar, en ‘upp
og áfram’ er núverandi stefna mín, og verður þú
því að hækka verkalaunin að miklum mun. Nú
sem stendur fæ eg tvö hundruð tuttugu og fimm
dollara á mánuði, þar með frítt húsnæði, og hefi
eg von um að laun mín verði hækkuð í nálægri
framtíð. Eg hefi allareiðu lagt fé í ýms arðvæn-
leg fyrirtæjki hér og er með öllu skuldlaus. Legg
hér með síðasta bankareikning minn, sem vafalaust
mun vekja þér töluverð vonbrigði.
Þarfnist þú formanns við einhverja af stærri
brautum þínum, skal eg með ánægju taka tilboð
þitt til íhugunar nær sem er, séu viðunanleg starfs-
laun í boði, — en að þú ráðir um, hverjir séu
kunningjar mínir, nær ekki nokkurri átt. Sjálfs-
virðing mín fyrirbýður mér að samþykkja slíkt —
og þegar öllu er á botninn hvolft, líður mér hér
vel og er þess vegna ekki svo sólginn í að fara
héðan.
Fyrir utan herbergisglugga minn syngja fuglar
þýðum tónum; eg á taminn héra með uppspert
eyru eins og á íkorni — fyrir þjón hefi eg svertingja
frá Jamaica, ungling, sem trauðlega myndi þola
hinn mikla vetrarkulda á okkar slóðum.
Þinn einlægur og hlýðinn sonur,
, Kirk.
E.S.—“Laun mega ekki vera minni en sex þús.
dollarar á ári. Ekki kæri eg mig heldur um að
fara lengra vestur á bóginn en til Buffalo. Konan
mín tilvonandi verður að fá að ráða í þeim sök-
» *
um.
“Ef hann Iifir af fyrri hluta bréfsins, þá ríður
seinni hlutinn honum að fullu," hugsaði Kirk og
brosti að hugsunum sínum. “Einhver innri rödd
hvíslar að mér, að hann muni ófáanlegur að taka
tilboði mínu. Jæja, sama er mér. Baráttan upp
á við er hægfara.” Hann blístraði glaðlega,
meðan hann var að senda Allan af stað með
bréfið.
Ekki dróg Kirk lengi að fara til bankans og sér
til mestu vonbrigða frétti hann þar, að Garavel
bankastjóri væri að heiman og ekki væntanlegur
heim fyr en eftir tvær vikur. Veitti Kirk örðugt
að trúa þessu í fyrstu, en var brátt sannfærður um
að tortrygni hans hefði við engin rök að styÖjast.
Næstu daga eftir þetta sá hann Gertrudis aldrei,
en frú Cortlandt oftlega. Efndi hún loforð sitt við
hann og útvegaði honum góðan reiÖhest og var
hann henni þakklátur fyrir þetta. Líkamshreyfing
var honum nauðsynleg að störfum dagsins aflokn-
um, og að skeiða á fjörugum fáki um sléttar grund-
ir hafði ávalt verið hans bezta skemtun. Þau riðu
upp í sveitina nærri daglega; hann sat kveldverÖi
með þeim hjónum með styttra millibili en áður og
fór oftar með þeim á leikhúsið. Vinátta hans og
þeirra var nú eins og að endurnýjast í annað sinn,
eftir að hafa legið í dái um stundarsakir.
þessi öllum augljósi og sýnilega meinlausi kunn-
ingsskapur hennar og Kirks var Edith Cortlandt þó
meir til sárinda en gleði. Undangengnar vikur
höfðu verið henni réttnefnd kvalatíð og hugarró
sína hafði henni oft veitt mjög örðugt að dylja.
Hún reyndi að berjast gegn sjálfri sér, reyndi að
athuga afstöðu sína með rökum og viti — en til
einskis. Vaknaði hún svo að lokum til þeirrar
skelfilegu meðvitundar, að ástin væri að grípa
hana heljartökum. Fullvissu hafði hún fyrst
fengið fyrir þessu við atburðinn í Taboga og
kvöldið góða. Nóttin þar á eftir hafði verið henni
ægileg og kvalafull. 1 kolsvörtu næturhúminu
hafði hún þá séð sál sína í fyrsta sinn og eitt augna-
tillit hafði gert hana skelkaÖa. Eftir þetta hafði
hún ýmist brunniÖ af reiði við sjálfa sig eða ásakað
Kirk fyrir alt saman — og svo hafði þetta endaÖ
í örvæntingu og kæruleysi.
Hún fór að veita manni sínum eftirtekt með
nývakinni forvitni og yarð þess vísari,1 að hún
þekti hann ekki, hafði aldrei þekt hann. 1 öll þessi
ár hafÖi hún blindað sjálfa sig fyrir göllum hans,
alveg eins og hún hafði ekki þózt sjá kosti hans.
En aldrei áður hafði henni virzt hann eins litlaus
og óverulegur og henni ólíkur, og henni virtist hann
nú ÁSur hafði hún með naumindum getað um-
boriÖ hann; nú var hún tekin að fyrirlíta hann.
Ef að Cortlandt hefir veitt skapbreytingu henn-
ar eftirtekt, þá vottaði framkoma hans við hana
ekki svo litla kænsku. Þögula fyrirlitningu gat hún
sízt umborið af honum og þetta var það, sem svip-
ur hans vottaði, ef hann annars vottaði nokkuð.
AS undanskildu því sem hann sagði, er þau voru
að leggja af stað frá eynni, hafði hann ekki látiö
hana neitt á sér heyra þessu viðkomandi, og jafn-
vel eins og forðast að nefna nafn Kirks í viðurvist
hennar. Þó undarlegt megi virðast, æsti þetta
gremju henríar við hann um allan helming. Stund-
um varð hún þess vör, að hann athugaði hana eitt-
hvað undarlega í Iaumi, en svo dulur var hann og
kaldur, og þó svo fús að beygja sig undir yfirráð
hennar, að hún fékk ómögulega gizkað á hugsanir
hans, og jók þetta ekki svo lítiÖ á hugarstríð
hennar í einverunni. Auðsýnilega ól hann ein-
hvern grun í hennar garð, en hvað gerði það til?
Hún hafði veitt honum alt, sem hann átti; hún
hafði skapaÖ mann úr honum. Hann var það, sem
hún hafði gert hann og átti ekki rétt til neins af
eignum þeirra, utan þess, er hún áskildi honum.
Þau fóru að sjást sjaldnar en áður. Þegar þau
voru saman, var hann kurteisin sjálf — en þó eins
og að fjarlægjast hana meir og meir. Á daginn var
hann sjaldan heima, kom og fór eins og honum
sýndist, var tíður gestur á hinum fáu klúbbum í
bænum eða hann fór ríðandi upp í sveitina—einn.
Oftar en einu sinni mætti hann þá konu sinni og
Kirk. AS eins þegar aÖrir voru við og þau sátu
hinar tíðu stjórnmála ráðstefnur, voru þau söm og
áður.
Ef Kirk hefði ekki verið jafn niÖursokkinn í
starf sitt og með hugann jafn bundinn við annað,
Hljómbrot.
Á braut er horfin bernskutíðin mín,
og bliknuð drúpa háleit vona-blómin;
og gleöi-röðull skært ei lengur skín,
er skrýddi fyrrum sálar helgidóminn.
Þá frjáls var Iund og langt frá allri þraut,
og ljósbjört framtíð brosti yndislega,
sem vorblóm fögur, skrýdd í daggar skraut,
á skærum morgni glitra alla vega.
Nú skuggar svartir sveipa hugans hvel,
og sæludagar flestir virðast taldir.
nú óðum fjölga rammúðg reynslu-él,
og rósabnappar vorsins eru faldir.
En þó að dýrstu vona- visni -fjöld
og vinir bregðist, tældir lífs af glaumi,
að Ioknum degi líka birtist kvöld;
hið liðna þá oss virðist svipað draumi.
Því skulum Iáta leika bros um vör,
þó líf ei reynist tómir sæludagar;
það hentar sízt að kvarta um vor kjör,
þó kulræn virÖist—tíminn einn þau lagar.
Og er að loknu svefn oss sigraÖ fær,
við sanna hvíld að entu striti hljótum,
þars náðarsólin skín í heiði skær,
í skauti drottins—nær hans hjartarótum.
Jóhannes H. Húnfjörð.
þá hefði honum hlotið að verða alt þetta augljóst
------og hefði þá hypjað sig á brott án minstu
tafar. En frú Cortlandt hafði gott lag á að byrgja
fyrir augu hans í þessum sökum—og stuðlaði þó
að því af ítrustu kröftum, að hann kæmi í hús
þeirra sem oftast. Hún var alt af jafn viðmóts-
þýð við hann og hætti ekki fyr en hann var farinn
að gera sig jafn heimakominn hjá þeim og ekkert
hefði komið fyrir á milli þeirra—athugaÖi hverja
hreyfingu hans og augnatillit í von um að sjá ein-
hverja breytingu koma yfir hann. Svo oft fóru
þau saman ríðandi út fyrir borgina, að áður langt
leið höfðu þau komið í flesta nærliggjandi staði.
Þá tóku þau að kanna gamla og lítt farna vegi og
höfðu þau af þessu mikla skemtun.
Einn dag síöla riðu þau eftir lítt troðnum vegi,
sem lá frá alfaraveginum upp í skógarkjarrið fyrir
ofan. Létu þau hestana ganga og dáðust að hinu
yndislega laufskrúði, sem nú bar fyrir augu þeirra.
Þau vissu að vegur þessi lá að kaffiræktunar bú-
garði einum langt uppi á milli hæðanna, en hafði
nú verið lagður niður og því sjaldan eftir honum
farið. Beggja megin var grænti grasiÖ, sem náð
upp að síðum hestanna og hér og þar stóðu allstór
tré með fram veginum og teygðu greinar sínar yfir
hann. ÁSur en þau Kirk voru komin fjórðung úr
mílu upp eftir vegi þessum, voru þau inni byrgð á
allar hliðar af hinum marglita smáskógi og eins og
úti lokuð frá veröldinni. Þau höfðu ekki rætt
neitt saman um stund og virtist þeim nægja að at-
huga þegjandi náttúrudýrÖina miklu, er þau nú
höfðu fyrir augum og sem einkendi þessar leyndu
og afskektu stöðvar. Alt í einu komu þau í stórt
rjóður og eftir rjóðri þessu miðju rann lítill lækur.
“Hvílíkur fundurl” hrópaði Edith. “Hjálp-
uðu mér nú niður, svo eg geti fengið mér að
drekka.”
Kirk steig af baki og rétti henni hönd sína;
hestarnir frýsuðu ánæfgjulega og kröfsuSu, stigu svo
áfram og þrýstu mjúkum snoppum sínum ofan í
lækjarstrauminn; eftir að hafa drukkiÖ nægju sína
tóku þeir að narta í laufbeðjurnar með fram þeim
j og við og viÖ að grípa ofan í iöjagrænt grasið við
fætur þeirra.
Edith slökti þorsta sinn og hristi doðann úr
liðamótum sínum. “Við verÖum einhvern tíma
að komast lengra upp eftir vegi þessum,” mælti
hún. "Hver veit nema við getum rekist á eitthvað
merkilegt lengra uppi í hæðinni.” Hún sleit upp
blóm og tók að festa það í efsta hnappagatinu á
treyju Kirks og horfði hann hýrlega niður til henn-
ar á meðan hún var að þessu.
“Útlit þitt er hið bezta upp á síÖkastiÖ,” mælti
hann.
Hún leit upp til hans Og allra snöggvast
horfðust þau í augu. “Það er loftið ferska og
mátuleg líkamshreyfing, sem orsakar þetta. Eg
hefi skemt mér betur í þessum ferðum með þér hér
upp eftir, en eg fæ með orðum lýst.” Eitthvað í
augnaráði hennar læsti sig um hann og togaði í
hann — en hann barðist á móti.
“Eg má til að koma Marquis og Gyp til hjálpar,”
mælti hann, gekk svo ögn til hliðar og tók að reita
upp hverja handfyllina eftir aðra af grænu grasinu.
Á sama augnabliki og hann sneri sér frá henni, grW^
hún í beizlistaumana á hestunum og sneri þeim við
—sló svo í þá með svipu sinni og sendi þá á hend-
ingskasti niður veginn. Kirk leit upp mátulega
fljótt til þess að sjá þá hverfa og smáskóginn
gleypa þá.
“Heyrðu!” hrópaði hann töluvert byrstur.
“Hvað ertu að gera?”
“Hestar okkar eru stroknir.”
“Þeir fara beinustu leið heim. Eg verð að
reyna að elta þá—”. Hann leit hvasslega framan
í hana. “Hví gerðir þú þetta?” spurði hann.
“Af því það var vilji minn. Er það ekki nægi-
leg ástæða?” Augu hennar blossuðu og , varir
hennar voru hvítar.
“En slíkt mátt þú engan veginn gera”; málróm-
ur Kirks var nú alt annað ®n þýður. “þetta er
flónska. Eg verð að reyna að ná þeim aftur.”
“Þú getur ekki náð þeim.”
“Að minsta kosti get eg reynt það.” Han*
gerði sig líklegan að fara.
“Flónið þitt! Eg slepti þeim bara til þess að
geta talað við þig.”
“Hestarnir hefðu ekki staðið á hleri.”
“Stiltu reiði þína, Kirk. Eg hefi ekki séð þig
einan síðan---kvöldið forðum.”
'Á Taboga?" svaraði hann og leit niður fyrir
sig. “Er tilgangur þinn að byrja að taka mig til
bæna aftur fyrir þetta? Eg hélt fyrirgefning þín
væri fengin og þessu yrði ekki hreyft meir.” Aldrei
á æfinni hafði honum liðið jafn illa og nú. — Hann
gat ekki fengið sig til þess að líta framan í hana og
fann, að andlit sitt myndi vera eins og eldur.
“Þú ert undraverÖur maður. Er eg svoddan
ófreskja í útliti, að þú hljótir að forðast mig eins
og heitan eldinn? Hví að vera nokkuð að elta
þessa hesta — getum við ekki gengið heim?”
Hann svaraði engu og hélt hún því áfram eftir
stundarþögn: "Eg þekki marga menn, sem skoða
myndu lán að standa nú í þínum sporum og vera
þannig hjá mér—einni.”
/