Heimskringla - 23.05.1918, Síða 1

Heimskringla - 23.05.1918, Síða 1
■te^ ' Opið á kveldin til kl. 8.30 Þegar Tennur Þurfa AígerSar Sjáið mig DR. C. C. JEFFREY “Hirm- varkári tannlæknir” Cor. Logan Ave. o«r Matn St. Hinir Beztu—Sendið Oss Pantanir 12 lniml.............$3.25 13 ok 14 l>uml.....$.‘{.<15 15 ok 1<> þunil......$3.05 Sendit5 eftir vorri nýju VerT5skrá.—Vér seljum allskonar verkfæri og vélparta THE JOHN F. McGEE CO. 79 Henry Ave., WINNIPEQ XXXII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 30. MAl 1918 NÚMER 35. Styrjöldin Frá vestur-vígstöðvunum. Orustur eru nú alltíðar á vestur- svæðunum og í flestum þeirra virð- ist bandamönnum veita að mun betur. Er þetta góðs viti, því svo er undirbúningur Þjóðverja nú mik- ill, að ólíklegt er að þeir láti í nein- um stöðum undan síga fyr en í fuiia hnefana. Yifirburðir banda- manna eru því sýnilegir og þó þetta séu engir stórsigrar hljóta þeir samt að liafa meiri og minni lamandi á- hrif á óvinaherinn. Enda er nú haft eftir þýzkum föngum, að þýzku hermennirnir séu að verða y.firleitt vondaufir um að hin mikla sókn þeirra ætli að bera heppilegan á- rangur. Og hinn feikilega mikli undirbúningur þýzku herstjóranna sannar líka ótviræðlega, að augu þeirra eru að opnast fyrir því hve traust og öflugt viðnám banda- manna er. Áform þeirra var að taka París á stuttum tíma og “sópa svo Bretum í sjóinn,” en eftir rúma tveggja rnánaða só'kn er París enn langt í burtu og enn standa Bretar fastir fyrir og lítt bifanlegir. Nú er haldið, að undirbúningi Þjóðverj'a sé í þann veginn lokið og næsta atrenna þeirra muni skella á þá og þegar. Elugmenn banda manna, sein gát iiafa á hverri hreyf- ingu herdeilda þeirra, hefir reiknast þeir liafi nú fylkt 160 hersveitum (divisions) á orustusvæðið alla leið frá Norðursjónum tii Oise árinnar. Hersveitir þessar saman standa í alt af 1,680,000 mönnum, og er hald ið að þessi ógnar her muni sækja fram á fimm aðal svæðum. Ekki er þó að heyra, að herstjórar banda- manna séu kvfða þrungnir yfir þessu eða óttaslegnir og er það sönnun þess að viðbúnaður þeirra mnni hinn öfiugasti. Næsta atrenna Þjóðverja verður vafalaust sú stór kostlegasta, Sem ]>eir hafa gert hingað til og leiðir ef til vill til úr slita orustu strfðsins. Um miðja síðustu viku gerðu Frakkar áhlaup á all-stóru svæði að vestan verðu við Avre ána og vanst töluvert á. Tóku um 70 fanga og þar með nokkra fyrirliða. Á hlaup Þjóðverja fyrir suðaustan Montdidier brutu þeir á bak aftur og eins fór um annað áhlaup þeirra í grend við Le Borelle. Víðar hefir Frökkum gengið vel og í byrjun þessarar viku brutust þeir áfram á tveggja mílna svæði í grend við Loore og tóku þar um 400 fanga. Bretar ihafa einnig verið að gera áhlaup hér og þar og í flestum þeim viðureignum hafa óvinirnir farið halloka. Ástralíu herdeildir gerðu f lok vikunnar áhlaup gegn þorpinu “Villa^Sur-Áncre” og fengu tekið það eftir harða orustu og töluvert mann- fall á báðar hliðar. Oátu Ástralíu- iiermennirnir sér hinn bezta orð- stír og fengu tekið hátt á fjórða hundrað ifanga af iiði óvinanna á- samt mörgutn vélbyssum og stór- byssum. Einnig hefir Bretum geng- ið vel í Flandri og vfðar, og á mið- vikudaginn var skutu flugmenn þeirra niður 37 flugvélar fyrir óvin- unum, cn mistu að eins fjórar sjálfir. -------o------- Árás gegn Lundúnaborg. Á sunntidagslevöldið var svifu flug- menn Þjóðverja yfir Lundúnaborg og steyptu þar niður sprengikúlum. Töiuvert manntjón lilauzt af þessu, 37 manns fórust Vn 155 meiddust meira og minna. Er þetta sú stærsta árás, sem þeir þýzku lvafa gert gegn Lundúnaborg í seinni tíð. Fjórar af flugvélum þeirra voru skotnar nið- ur af varnarliði borgarinnar. tillögur en þær, sem fram bornar væru af. áreiðanlegum fulltrúum og bæru þess vott, að vera gerðar f allrl einlægni og alvöru. — Nú er eft- ir að heyra, hvernig Þjóðverjar svara yfirlýsingu þessari; sé þeim nokkur alvara að koma á friði, er ó- líklegt að l>eir sleppi þessu tæki- færi, sem nú er boðið. Um friðart'IIögur Þjóðverja. Balfour, utanrfkis ráðherra Breta, lýsti þvf yfir nýlega í neðri mál- stofu brezka þingsins, eð hve nær sem stjórnir óvinalandanna byðu sanngjarna friðarskilmáia, væri brezka stjórnin reiðubúin að taka þá til greina og ræða ]>á. Kvað liann öll friðar tilboð Þjóðverja hingað til liafa frekar miðað að því að sundurskilja bandaþjúðirnar, en koma á varanlegum friði. Lagði hann áherzlu á, að einlæglegar en brezka stjórnin gætu engir þráð endalok ófriðarins; en hún myndi ]>ó ekki taka til greina aðrar friðar- Uppreistum afstýrt á Irlandi. Hinn nýi landstjóri á friandi hef- ir nú látið þar til skarar skríða og hnept leiðtoga “Sinn Feip” flokks- ins f varðhald í hundraða tali — þar með prófossor Edward de Val- era, forseta l>essa flokks. Var l>etta gert eftir að uppljóstað liafði verið samsæruin á milli ýmsra þessara frsku uppi'eistarsoggja og Þjóðverja, sem öll miðuðu að því að stofna til annarar byltingar á frlandi og sem í þetta sinn átti víst að hrífa Um 500 meðlimir “Sinn Fein” flokksins hafa þegar verið teknir fastir og bú- tst við að margir fleiri verði teknir áður en lýkur. Þrátt fyrir þetta virðist þó rfkja mesta kyrð og spekt í landinu og er svo að sjá, sem meg- inþorri írsku þjóðarinnar sé brezku stjórninni hlyntur hvað þetta snertir. -------O------- VerkfaUið. Tala verkfallsmanna eykst nú dag- lega hér í Winnipeg, eftir því sem fleiri og fleiri iðnfélög leggja niður vinnu og fylkja sér með þeim. Þegar þetta er skrifað hafa um 10,000 manns í alt hætt vinnu og búist við, að tala sú aukist að miklum mun áður margir dagar líða. Stræt- isvagnaþjónar hættu á miðvikudags morguninn og verða borgarbúar því úr þessu að fara allra sinna ferða gangandi á meðan verkfallið stend- ur yfir. útlitið yfir liöfuð að tala er hið ískyggilegasta. David Campbeii, sem skipaður var af sambandfsstjórninni til þess að reyna að miðla hér málum, hefir set- ið á einiæguin ráðstefnum við borg arráðið, en engu áorkað að svo komnu. Bregða sumir borgarráðs- mennirnir honum um að vera all- oinhliða og er þá ekki von að vel fari. Til þess að leiða þrætu þessa til lykta, verða báðar hliðar að vera fúsar til að slaka eitthvað til, ann- ars er ekki við -samkomulagi að búast fyr en seint og síðar meir. Sambandsstjórnin er nú að senda annan mann hingað, sem sagður er öllu líklegri til þess að geta stilt til friðar og jafnað ieikinn. Heitir sá Gideon D. Hobertson og er meðlim- ur sainbands ráðuneytisins og full- trúi verkamanna. Hann hefir kom- ið hingað áður í sömu erindagerð- um, því þegar talsfmaþjóna verkfall- ið stóð ér yfir forðum, átti liann stóran þátt í að hægt var að leiða það til heppilegra lykta. Margir eru því vongóðir að koma hans hingað lia.fi mikil og góð áhrif. Hans er von í kveld (miðvikudag). Félag fiskimanna. Fulltrúafundur úgerðarmanna við hinar ýmsu fiskistöðvar þessa fylkis var haldinn hér í borginni síðustu viku og á fundi þeim sam- þykt að mynduð væri deild hér í Manitoba í Canadian Fisheries ie- laginu. Oapt. J. W. Simpson frá Sel- kirk var koslnn forseti deildar þess- arar, Jóliannes Sigurðsson frá Gimli, J. Shears fulltrúi verzlunarmanna, varaforseti og William Douglas frá Winnipeg féhirðir. Sömuleiðis \x>ru skipaðar ráðanefndir (advisory boards) við hinar ýtnsu fisktstöðvar sem fyJgir: Fyrir Winnipeg vatn var Angus Mrlnfyre frá Selkirk kos- inn fulltrúi verzlunarmanna, en fulltrúar fiskiinanna þar þeir S. Kristjánsson frá Gimli og Magnús Stefánsson frá Selkirk. Fyrir Mani- toba vatn: J. J. Wilson frá Steep Roek fulltrúi verzlunarmanna, en A. M. Freeman frá Steej) Rock og B. J. Miat'hews frá Siglunes P. O. fulltrú- ar fiskimanna. Fyrir Winnipegosis: Einn af hirðmönmim Uncle Sam Guðmundur Ólafsson GuSmundur Ólafsson innritað- ist í 223. herdeildina og fór með henni til Englands í aprílmán- uði 1917. Til Frakklands var hann sendur í júní sama ár og hefir hann verið þar síðan. 1 lok síðustu viku barst sú fregn, að hann hefði særst nýlega í einni orustunni — orðið fyrir byssu- skoti í hægri handlegg og einnig særst höfuðsári. Faðir hans, Ingimundur Ólafsson, sem nú býr í grend við Reykjavík P.O., fékk símskeyti um þetta, en ná- kvæm frétt fæst ekki fyr en bréf kemur. Goodman Johnson Sú regla, sem blöð vor liér vestan liafs hafa tekið upp, að prenta myndir og geta að einhverju leyti allra þeirra af löndum vorum, sem á einn eða annan iliátt liafa tekið hlut- deild í yfirstandandi styrjöld, er að voru áliti vel ýiðeigandi og hrósverð í alla staði. Það heldur við minn- ingu þeirra manna, sein þátt liafa tekið í þeim málum, langt fram í ó- komnar aldir, og það er líka heiður og sómi fyrir þjóð vora, bæði aust- an hafs og vestan, að skýrt sé frá vorri drengilegu hluttöku í þcim málum. Vér teljum oss því lieiður f þvf, að hafa tækifæri til að birta á prenti mynd og stutt æfiágrip eins af löndutn vorum, sem þrátt fyrir háan aldur og það, að her- skyldulög ná ekki til hans, hefir nú gjörst einn af hirðmönnum “Unele Sam” og er í þjónustu stjórnar vorrar í Oamp Kearny, skamt frá borginni San Diego í Suður Cali- fornia. Þessi landi vor, sem hér skal sbuttiega frá skýrt, heitir fullu nafni Guðmundur Jónsson, og er fæddur að Hermundarfelli I Þistilfirði í Norður Þingeyjarsýslu á íslandi 10. júní 1857. Voru foreldrar hans merk- ishjónin Jón bóndi og hreppstjóri Einarsson og kona lians Ingunn Guðmundardóttir, sem bjuggu þar allan sinn búskap, en er nú látin fyrir mörgum árum. ólst Guðmund- ur upp á téðu heimili þar til að hann var nær 20 ára að aidri; fór lvann þá í vinnumcnsku, fyrst til Sæ- mundar bónda Sæmundssonar und- ir Heiði á Langanesi, og síðan til séra Gunnlaugs Halldórssonar á Skeggjastöðum á Langanesströnd. Þaðan íluttist liann austur í Vopna- fjörð og dvaldi þar um uokkur ár, og sbundaði bæði landbúnað og sjó- inensku. Þar giftist hann fyrri konu sinni Ástriði Vilhjálmsdóttur bónda á Ljósalandi, og með henni og einu barni, sem þau höfðu eign- ast, flutti hann svo til Ameríku ár- ið 1886, og settist fyrst að í borginni Duluth, í Minnesota; þar bjó hann í fjögur ár, og þar misti hann konu sfna árið 1899 i febrúarmánuði. Þau hjón höfðu ]>á eignast tvö börn, pilt og stúlku, en mistu annað þeirra, drenginn, á leiðinni frá Islandi til Dulubh. En dóttir þeirra lifir enn, og hefir lært hjúkrunarfræði og gengið í Rauðakross félagið. Frá Duluth flutti Guðmundur sum- arið eftir að hann misti konu sína, suður til Spanisli Fork 1 Utali, og skömmu þar á eftir gekk hann að eiga Þorgerði Jónsdóttur bónda Oddssonar frá Bakka í Austur Land- eyjum í Rangárvailasýslu. Lifðu þau hjón samaii og bjuggu í Span- ish Fork í 20 ár, eða þar tiil 1910, að Þorgerður andaðist; festi Guð- mundur þá ekki lengur yndi í Span- ish Fork og flutti sig ári sfðar, 1911, suður hingað til Californíu, fyrst til Los Angeles og síðan tii San Diego, hvar hann hefir dvalist siðan og unað vel hag sínuni. Borgin San Diego (Jakob helgi, öðru nafni Sunnuhöfn), er syðsti bærinn í Calforníu, skamt frá eða eiithvað 15 mílur frá landaiiiærum Mexico og Bandaríkjanna. Er liún einnig talinn að vera hinn fyrsti bær, sem bygður var í því rfki, og þar af leiðandi sá elzti og um leið lang-fallegasti og yndislegasti stað- ur í allri Californfu. Þar fallast i faðma veðurbliðan og inndæli nátt- úrunnar, og þangað flytja margir sér til andlegrar og líkamlegrar hressingar. Það mætti skrifa langt mál og fróðlegt um borg þessa og í- búa hennar frá fyrstu tíð, en til þevss höfum vér eigi tíma, en viljum í þess stað vísa til ágætis góðrar greinar um téða borg, í Heims- kringlu, 25. árg. 23-2-11. Fyrir rúmu ári síðan gekk Guð- mundur í þjónustu stjórnarinnar, fyrst sem smiður við byggingu her- skálanna, og síðar tók hann að sér aðal umsjón yfir einni af þremur stórbyggingum hins “Kristilega fé- lags ungra manna”, er nú “Building Suiierintendent of Bldg. No. 3, Y.M. C.A.”, Camp Kearny, San Diego Oal. Margt fleira mætti án efa skrá um Guðmund og geta margra fleiri at- burða, sem komið hafa fyrir á lífs- leið hans; en vér sjáum þess enga þörf. Tími og rúm leyfa það heldur ekki. En fyrir þá viðkynningu, sem vér höfum haft af honum, finst oss bæði ljúft og skylt að segja, að hann sé mesta ljúfmenni og hinn viðkynnilegasti drengur, starfsmað- ur góður og ágætis trésmiður, og að síðustu bezti vinur vina sinna. Vorar innilegustu lukkuóskir skulu því ávalt fylgja honum. E. H. J. en J. C. Adams og C. Dany fulltrúar fiskimanna. Félags myndun þessi er óof.að si>or í rétta áttt og tryggir framtíðar- möguleika fiski iðnaðarins hér i Manitoba. . -------o------- Manntjón af sprengingu. S'iórkostleg sprenging átti sér stað í verksmiðju einni í Oakdale, fyrir vestan Pittsburg i Bandarikj- unum. Hátt á annað liundrað manns fórust og margir meiddust. ÖUnur sprenging átti sér stað sania daginn í öðru geymsluhúsi þar rétt hjó, sem var eign sama fjlags, en ekki varð neitt manntjón i það simu -------o------- 0r bæ og bygð. Næsti fundur Islendingadags- nefndarinnar verður haldinn ó skrifstofu Heimskringlu mánudags- kveldið þann 27. þ.m. Byrjar kl. 8. Aðalsieinn Kristjánsson, höfund- ur bókarinnar “Austur í blámóðu fjalla,” fór til Bandaríkjanna ó fimtudaginn var. Hefir hann i hyggju að fara til Frakklands sem s'arfsmaður Kristilegs félags ungra manna, sem hann hofir tiiheyrt í mörg undanfarin ár. Áður liann fór frá Bandaríkjunum í vor, lagði liann fram beiðni að fá að starfa . þannig við Bandaríkja herinn, og þó þetta gengi ekki með öllu tregðu laust, vissra orsaka vegna, er hann samt vongóður um að þetta fáist á endanum. Aðalsteinn er með þeim allra ritfærustu af ungum Vestur- íslendingum og eftir dvöl lians á Frakklandi megum vér því vænta eftir einhverju góðu frá penna hans. fet á breidd og 75 á lengd og hin fullkomnasta að öllu leyti. Stórhýsi þetta var reist á einum degi og alt, sem i liana fór, bæði vinnulaun og efni, var gefið, og hún síðan afhent stjórninni. — Vottar þetta fyllilega hinn mikia áhuga Banc^ríkja verka- manna ogmættu verkamenn Canada margir töluvert af þessu læra. Herna Jónas Pálsson heldur piano “recital” með nemendum sínuin í Tjaldbúðarkirkjunni 4. júnf næst- komandi, með aðstoð sumra hinna beztu söngmanna þessa bæjar. — Margir af nemendum Mr. Pálssonar eru fyrirtaks spilarar, sem eru kenn- arar sjálfir og 'hafa fengið ágætt orð á sig. Meðai þeirra eru María Mag- nússon, Olive Simpson og Tlielma Cameron. Og yngri nemendur hafa tveir hlotið silfur medalíur fyrir piano spil við Toronto Conservatory of Music. — Samkoinan verður hald- in til arðs fyrir Jóns Sigurðssonar félagið. Er ronast eftir að lslend- ingar fjölmenni, bæði sér til skemt- unar og félaginu til styrktar. Allir gefa hjálp sína og einnig hefir Tjald- búðarsöfnuður góðfúslega lánað húsið án nokkurs endurgjalds. Bréf frá Frakklandi. Waber Lindal, sem særðist á Frakklandi síðast liðið liaust og dvaiið hefir hér f Canada í nokkra undanfarna mánuði, hefir nú feng- ið tilkynningu frá Englandi þess efnis, að sökuni þess að enn sé liann ekki al'bata, veitist honum lausn frá lierþjónustu, í bráðina að minsta kosti. Verður honum skipað í vara- liðið (iiðsforingja deild) og ekki sendur til Frakklands fyr en honum er alveg batnað. í millitíðinni ætl- ar hann að gefa sig við lögmanns- störfum hér í Winnipeg. í bænum Taeoma, Wasli., þurfti Bandaríkjas'jórnin að láta rcisa stórhýsi til þess að gegna í ýmsum stjórnarstörfum í sambandi við stríðið, því engin bygging fanst í bænum er til þess væri notandi. — Yerkainenn, er tiliheyrðu hinum ymsu iðnfélögum þar, tóku sig þá saman og reistu byggingu, sem er 32 J. B. Jóhannsson Jóhann B. Jóhannsson innritaöist í herinn 14. marz síð- astliöinn. Hann er sonur Bjarna Jóhannssonar og Steinþóru Þor- kelsdóttur konu hans, sem búið hafa í Geysir bygðinni um 22 ára skeið. Var Bjarni með fyrstu landnemum þeirrar bygðar, tók sér þar heimilisréttarland 1886, og hefir búið þar síðan.. Stein- þóra kona hans er dóttir Þór- kells Kristjánssonar, sem bjó á Fellenda í Þingvallasveit á ts- landi. — Jóhann sonur þeirra er uppalinn í Geysir bygðinni og naut þar almennrar barnaskóla- mentunar. Hann er hinn efni- legasti og mannvænlegur piltur. 25. apríl 1918. Herra ritstj. Heimskringlu! Þar sem það er býsna hljótt og rólegt í kring um mig í dag, þá datt mér í hug að réttast myndi vera að senda nokkrar línnr heim til ykkar, þó ekki væri nema til að lofa ykkur að vita, að við erum enn sem komið er kyrrir hér f Frakklandi. En eftir þeim boðorðum, sem > unjáhnur blóð og hans tryggustu fylgifiskar sendu út um miðjan marz, þá átti allur brezki herinn að vera kominn burt lir Frak'klandi og Belgíu þann 15. þ.m. Og þykir mér ekki svo ó- sennilegt, að einhverjum af hans trúlyndu talsmönnum í Canada liefði verið sent eintak af ]>essum boðorðum til útbreiðslu. En svona fór með sjóferð þá, sem aðrar fleiri, að það varð minna úr burtrekstri okkar héðan, en ætlast var til, og boðorðin því ekki sem bezt haldin; einhverjir hafa orðið til þess að brjóta þau. Jæja, eins og þið munuð hafa frétt, þá byrjuðu Þjóðverjar á þess- ari lang umræddu og vel íhuguðu á- rás sinni hér á vesturvígstöðvunum þann 21. marz síðastliðinn. 1 byrj- un mætti segja, að l>að hefði litið all glæsilega út fyrir þeim, Þjóð- verjunum, ]>ar sem þeir á þessu 50 mílna svæði, er áhlaupið var gjört á, höfðu hundrað herdeildir til að standa að baki þeirra er fram sóttu og sem munu hafa verið álíka fjöl- inennir. En hvað var svo á okkar iilið til þess að taka á rnöti þessu öllu? Að eims 30 herdeildir (divi- sions). Þarna sést nú mismunur- inn f upphafi. Svo að frá því sjón- armiði er hægt að segja eða hugsa sér, að það hafi verið glæsilegir kastalar, sem aumingja Þjóðverjar hafa reist í huga sér um góðan sig- ur og iétta göngu yfir Frakkland, alla leið til Parísar, ‘því þangað var ferðinni heitið i fyrstu. Til þe.ss að liægt væri að ná í góð og nóg mat- væli, til þess að senda hekn til Þýzkalands og Austurrfkis, því að Mtið hefði verið til þess að fram- fleyta Mfinu á þar þennan liðna vet- ur, munu þessir fáu sekkir af kart- öflum, er þeir þóttust hafa náð frá ftalíumönnum í desember síðast- liðnum. Svo þegar maður lftur á málið frá þe-ssari hlið, þá er ekki furða þó að þessum hermanna- görmum Þjóðverja, sem öllum boð- orðum keisarans trúa, væri létt um gönguna þegar í byrjun g stikuðu langan. En vart voru þeir útbúnir með sex daga forða og sjöunda dag- inn áttu þeir að halda heilagan í höfuðborg Frakklands og þar ætl- aði Villi að vera til staðar til þess útibýta handa þeim ríkulega úr forðabúrum bandamanna því hann þóttist hafa hugmynd, ef ekki vissu um það, að gamli Jónatan væri ný- lega búinn að senda mikinn og gómsætan forða frá Bandaríkjun- um yfir þangað. Þannig var nú ait fyrirhugað og sundurliðað 21. marz, klukkan fimm að morgni. Og þessar áður töldu þúsundir svangra og þyrstra þýzkra og austurrískra hermannaræfla (Framhald á 5. bh.)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.