Heimskringla - 23.05.1918, Side 2

Heimskringla - 23.05.1918, Side 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. MAl 1918 iiiiimiiiiiiHiuiuiuiuiiniiimmiiit Úr dagbók þýzks sendiherra. ii hlunnindi kæmu hér «kki neitt til greina og stríðishættan hafi hlotið að vera oss vitanleg — hvort vér vissum eða ekki um textann i hinsta boði Austurrikis til Serbiu, er málinu algerlega óviðkomandi. (Niðurl.) “Sir Edward Grey hélt áfram að leita að ráðum til þess að afstýra voðanum. Morguninn 1. ágúst kom Sir W. Tyrrell til mín og kvað hann enm ekki vonlausan að honum myndi takast að finna ein'hvern veg út úr þessu. Spurði hann mig hvort vér myndum verða hlutlausir, ef Frakkar tækju þá sömu stefnu. Lagði eg þá þann skilning í orð hans, að vér myndum þá verða reiðubúnir að hlífa Frökkum; en eíðar varð jnér ljóst, að hann átti við algert mutleysi af vorri hálfu — jafnvel gagnvart Rússlandi. — — Sir Edward hafði miælt svo fyrir, að eg kæmi til fundar við hann þann dag, en beið þó ekki eftir því, og talaði við mig í síma eftir að Sir William Tyrell hafði farið beint til hans. I>egar eg kom til hans um daginn, var honum svo brugðið, að hann talaði að eins um hlutleysi Belgíu og leiddi getgátur að þvf, hvort herbúnaður vor og Frakka þyrfti endilega að leiða til árása og etríðs. Engri tiliögu var hreyft f þetta • sinni og málið rætt blátt áfram og án skuldbindinga, enda átti aðal- umræða okkar um þetta að eiga sér stað 9fðar eius og eg hefi þegar frá skýrt. 1 Berlín var þó ekki beðið eftir þeirri viðræðu og frétt þessi skoðuð sem fyrirboði yfirvofandi at- hafna. Svo kom bréf Poincare, bréf Bonar Law og skeyíið frá Belgíu- konunginum. Hinir hikandi með- limir brezka ráðuneytisins hikuðu ekki lengur, að undanskildum þrem- ur þeirra, sem sögðu af sér. Til þess síðasta hélt eg afstaða Englands myndi verða að bíða á- tekta. Frakkneski sendiherrann var heldur ekki hinn rólegasti, þess varð eg áskynja síðar. Jafnvel þeg- ar kominn var 1. ágúst svaraði kon- ungurinn mjög óákveðið skeyti frá frakkneska forsetanum. En í sím- skeyti einu frá Berlín, sem fjallaði um yfirvofandi stríðshættu, var England þegar talið með óvina- Jöndunum. Sannar þetta, að í Ber- iín hefir strfð við England þá verið talið óumflýjanlegt.---- Áður eg fór alfarinn frá Englandi heimisótti eg Sir Edward Grey sam- kvæmt boði hans (5. ágústi. V'ar honum mikið niðri fyrir og kvaðst ætíð verða reiðubúinn að miðla málum. ‘Yilji vor er ekki að eyði- leggja Þýzkaland’, voru þá orð hans. Til allrar ógæfu var þessi viðræða okka'r birt. Þannig kollsteypti Bethmann-Holiweg síðustu mögu- Ieikum þess að hægt væri að koma á friði við England. Burtför okkar var hin virðuleg- asta og fór fram á kyrlátan hátt. Konungurinn sendi Sir Ponsonby til mín til þess að flytja mér kveðju hans og fylgdi henni, að honum hefði þótt leitt að geta ekki séð mig áðpreg fór. Louise prinzessa skrif- aði mér bréf og sagði að öllum þætti miður að við værum að fara. Frú Asquith og margir aðrir vinir okkar komu til sendiherra hallarinnar til þess að kveðja okkur. Sérstök lest flutti okkur til Har- wich og þar voru hermenn látnir standa á verði í virðingarskyni við mig. Það var farið með mig eins og konung. Þannig endaði sendiherra starf mitt í Lundúnaborg. Leið skipbrot, ekki sökum svika eða ó- trúmensku frá Breta hálfu, heldur voru þetta sérkenni vorrar eigin stefnu. Mensdorff (sendiherra Austurrík- is) kom til járnbrautarstöðvarinnar éi amt skrifstofuþjónum sínum. Var hann hinn kátasíi og gerði mér skil- janlegt, að hann myndi ef til vill verða kyr í Lundúnaborg. En þeim ensku sagði hann, að ekki Austur- ríki heidur vér hefðum viljað og þráð stríð.” VI. -Þett.a er seinasti kafli dagbókar Lichnowsky prinz og er hann stutt yfirlit yfir utanrfkismála stefnu Þjóðverja á undan stríðinu. Eng- um dylst ,að hér er lögð fram sterk ákæra gegn Þýzkalandi og að bandaþjóðirnar eru sýknaðar af að hafa verið orsök blóðsúthellinga þeirra og hörmunga, sem nú standa yfir. Þar sem sannanir fyrir þessu eru hér fram færðar af þýzkum manni og það fyrrverandi sendi- herra Þjóðverja, hefir þetta alveg sérstakt gildi, því engan veginn verður sagt, að þetta sé sprottið af hiutdrægni eða illvilja f garð Jiýzkrar þjóðar.---- “Þegar nú, eftir tvö ár, að eg Ift aftur í tímann, verður mér enn skilj- anlegra en nokkurn tírna áður, hve seinn eg var að sjá að ©g átti ekki heima í kerfi því, sem svo lengi hef- ir þróast eingöngu á hjátrú og vana- festu og sem að ewis Mður 'þá full- trúa, er breyta í öllu samkvæmt vilja yfirboðaranna og haga skýrsl- um sínum eftir því. Þannig er háð sífeld barátta á móti réttsýni og dómgreind og stöðugt gerð tilraun að upphefja það gagnstæða, en vel- gengni annara er iátin vera tilefni til óvináttu, öfundar og kvfða. Eg var horfinn frá allri mótspyrnu gegn vorri tryltu Miðvelda-sam- bands stefnu, af því eg sá, að þetta var þýðingarlaust og að 'hver við- vörun mfn var skoðuð vera spro.ttin af óhtig gegn Austurríki. Hver stefna, sem eitthvað er meira en f- þróttasýning og skjala-hainp, bind- ur sig ekki við vissa einstaklings hugsun, heldur heill félagsheildar- innar; hvað hinum eða þessum geðjast betur eða ver, skiftir minstu, heill alls mannkynsins varðar mestu. .Stefna grundvölluð á Aust- urríkismönnum, Magyörum og Tyrk- jum, hlaut að leiða til óvináttu við Rússa og enda í stórkostlegum hörmungum og ógæfu. Þrátt fyrir undangengnar yfir- sjónir og víllur voru allir vegir færir í júlí 1914. Samkomulag við Eng- land var fengið. Vér þurftum að eins að senda til Pétursborgar þann fulltrúa, sem eftir vanalegum mæli- kvarða, að minsta kosti, hefði aflað sér þolanlegrar pólitiskrar þekking- ar, og um fram alt urðum vér að gefa Rússum fullvissu fyrir því, að vér færum ekki fram á neina yfir- drotnun eða að Serbia væri niður- bæld og tekið fyrir háls hennar. Og ef vér hefðum tekið til greina orð og aðvaranir merkra manna margra, þá hefði þetta orðið oss fyllilega skiljanlegt. Vér þörfnuðumst hvorki sam- banda né stríðs, heldur að þeir samningar væru gerðir, er vernduðu réttindi vor og trygðu þjóðlega vel- ferð vora; og hefði þetta getað stuðlað til þeirrar þroskunar, sem ekki liefir átt neitt fordæmi í verald- arsögunni. Og ef Rússar hefðu þannig getað ráðið fram úr vanda- málum sínum að vestan, hefðu þeir getað tekið að snúa athygli í austur- átt og siíkt svo eðlilega leitt til ensk-rússneskrar baráttu, án þess vér værum nokkuð við riðnir, og rússnesk-japanskar baráttu engu síður. Einnig hefðum vér getað farið fram á takmörkun herviðbúnaðs allra þjóða og þurftum þá ekki lengur að þreyta huga vorn um hin ruglingslegu vandamál Austurríkis. Þetta og annað ihefði getað orsak- ast án Miðvelda-sambandsins og án skyldugs fylgis frá vorri hálfu, sem hiaut að leiða til stríðs, Póllandi til frelsunar og Serbíu til eyðilegg- ingar. Eg varð að fylgja þeirri stefnu í Lundiinaborg, sem eg vissi vera ilia. Fyrir þetta hlaut eg hegningu, enda var þetta synd gegn öllu góðu. Undir eins og eg kom til Berlínar aftur, varð eg þess var, að eg ætti að verða sektariambið, sem allar vammir og skammir skyidu skella á —og ógæfuspor stjérnarinnar öll mér kend, sem stigin voru þó gagn- stætt aðvörunum mínum og til- lögum. Málinu til skýringar hlaut sú staðhæfing útbreiðslu í allar áttir frá herbúðum stjórnarinnar, að eg herfði látið blekkjast af Sir Edward Grey, því ef hann hefði ekki viljað stríð, þá hofðu Rússar aldrei dregið saman her sinn. Pourtales greifa (sendiherra Þjóðverja í Pétursborg), sem samið hefði svo áreiðanlegar skýrslur, varð að hlífa — þó ekki væri nema sökum ættar hans og tengsla. Framkoma hans öll var lofuð á hvert reipi og allar hans gerðir, en eftur á móti varð eg fyrir því gagnstæða og framkoma mín á- sökuð á allar lundir. “Hvað kom Serbia Rússlandi við?” spurði þessi stjórninálamaður mig einu sinni — eftir að hafa dval ið átta ár í Pétursborg og skipað þar þýðingarmikla stjórnmálastöðu. Málinu var snúið þanhlg, að alt hefði orsakast af sviksamlegum hrekkjabrögðum Breta, sem eg hefði ekki skilið. Á utanríkismála- skrifstofunni var mér sagt, að hvort sem var hefði stríð orðið óumflýjan- legt árið 1916, og afstaða vor hefði þá verið að öllu verri, þar sem Rússar ihofðu verið betur undir stríð búnir. Samkvæmt staðfestum ríkisskýrsi- um eru eftirfylgjandi sannanir til- færðar gegn oss, sem vorri eigin Hvítu bók hefir enn eigi tekist að hrekja: 1. Vér örvuðum Berchtold greifa til árásar gegn Serbiu, þó þýzk 2. Á tíma þeim, sem leið milli 23. og 30. júlí 1914, þegar M. Sazonoff lýsti því fastlega yfir, að Rússland myndi ekki líða árás á Serbíu, höfn- uðum vér miiligöngu tilboði Breta, þó Ser.bía undir brezkum og rúss- neskum áhrifum, hefði þegar sam- þykt flest atriði í skjali Austurrikis og samkomulag hefði auðveldJega fengist viðkomandi ágreinings at- riðunum, og þrátt fyrir það, þótt Berchtoid greifi virtist líklegur til þess að endingu að láta sér nægja svar Senbíumanna. 3. Þegar Bercihtold greifi 30. júli vár reiðu'búinn að láta undan og án þess nokkur árás hefði gerð verið gegn Austurríki, svöruðum vér her- söfnun Rússa með því að senda hinsta boð til Pétursborgar og 31. júlf sögðum vér Rússum stríð á hendur, þrátt fyrir það þó keisari Rússa hefði lofað, að her hans skyldi látin standa hreyfingarlaus á meðan á samningatilraununum stæði—'þannig skutum vér viljandi loku ifyrir möguleika þess, að mái þetta yrði útkljáð á friðsainlegan hátt. Þegar slik óhrekjandi sannana- gögn eru tekin til greina, þá er ekk- ert undrunarvert að allur hinn sið- aði hcimur skuli vera einróma í þvi að kenna oss aðal orsök stríðs- ins. Verður þá ekki skiljanleg sú yfir- lýsing óvina vorra, að þeir iáti ekki staðar nema unz að þetta kerfi sé eyðilagt, sem felur í sér ævarandi hættu fyrir nágrannaþjóðir vorar? Hljóta þjóðir þessar ekki að óttast, að innan fárra ára neyðist þær til þess að grípa til vopna, til þoss að verja ihéruð sín og koma í veg fyrir það, að borgir þeirra og þorp séu eyðilögð? Hafa ekki þeir spádóm- ar ræzt, að andi þeirra Treitsohke og Bernhardi ætti eftir að drotna yfir þýzkri þjóð — andi, sem vegsainar stríðin og göfgar, í stað þess að hata þau og fyrirlí a sem hið illa; að á meðal vor verði það léns-ridd- ararnir, "junkararnir” og garpar hernaðarins, sem ráði örlögum vor- um og skapi hugsjónir vorar og inanngiidi; að hólmgöngu þráin, sem örvar blóð ungmennanna í há- skóiunum, muni á öllum tímum lifa í brjóstum leiðtoga vorra og stjórn- enda? Höfðu ekki viðburðirnir í Zabern og þingræður vorar máli því viðkomandi ijóslega sýnt öðrum er- lendum þjóðum, hve lítiisvert frels- ið er í augum vorum og borgaraleg réttindi, þegar hervaldið er annars vegar? Crainp, sagnfræðingur, sem nú er látinn, lýsir nákvæmlega þýzkri af- stöðu og skoðun, er hann segir; • Traumt Ihr den Friendenstag? Traume, wer traumen mag! Krig ist das Losungwort! Sieg, und so klingt es fort. Hernaðar kenningin mótar hugs- un þjóðarinnar og skapar stjórnar- stefnu hennar og lætur jtá stefnu ætíð iniða í hervaldsáttina—]>annig gerir óbundin einveldisstjórn þá af- 4toðu mögulega, sem óhugsanleg væri undir lýðveldisstjórn, er hefði losað sig frá áhrifum hernaðar “junkaranna.” Þetta er það, sem óvinir vorir hugsa og þeir mega til að hugsa þannig, á meðan þeir sjá, að þrátt fyrir auðlegð og iðnaðar framfarir— og jafnaðarmanna félagsskap — er ‘þeim lifandi þó enn stjórnað af þeim dauðu’, eins og Friedrich Niet- zsche kemst að orði. Aðal markmiði óvina vorra, að vekja Iýðfrelsishug sjónir á Þýzkalandi, verður náð. Eftir tveggja ára strfð hljótum vér að sjá, að vér getum ekki lengur vænt eftir algerðum sigri yfir Rúss- um, Englendingum, Frökkum, ítöl- um og Ameríkumönnum; vér get- um ekki reiknað upp á, að kollvarpa öllum þessum þjóðum. En vér get- um samið um frið með þeim skilyrð- um, að láta af hendi hertekin hér-- uð, sem oss eru í raun og veru að eins til byrði og sí og æ stuðlandi til nýrrar stríðshættu. Þar af leið- andi verður að forðast alt, sem hindrað getur að hægt sé að komast að friðsamlegum sanningum við þcssar þjóðir. Frá slíku sjónarmiði skoðuð eru áform vor áhrærandi Pólland engu síður ógeðfeld, en brot vor gegn réttindum Belgíu, líflát brezkra þegna — svo ekki sé nefndur vor trylti kafbátahcrnaður. Framtíð vor liggur á sjónum, það er satt — ökki á Póllandi, í Belgíu eða Serbíu. Að halda því seinna fram, er að hverfa til baka til hins forna rómverska keisaraveldis, eða til yfirsjónar þeirra “Hohenstaufens” og “Habsburgh.” Þetta er stefna lið- innar tíðar — en ekki þó stefna þeirra Drake, Raleigh, Nelsons eða Rhodes. Miðvelda sambands istefnan er spor aftur í tímann, upprcist gegn fraintíðar þroskun, gegn sönnum al- ríkis hugsjónum og alþjóða sam- bandi. Mið-Evrópa þannig færð aftui' til miðaldanna. Berlin-Bag- dad brauíar áformin er sýnishorn af þessu. Eg er ekki óvinur Austurríkis, Ungverjalands, ítalíu eða Sertbfu, eða nokkurs annars ríkis; eg er ó- vinur Miðvelda sambands stefnunn- ar, af því stefna sú hefir lokkað oss frá aðal markmiði voru og leitt oss í öfuga átt; þetta er ekki þýzk stefna, heldur austurrísk stefna. Samiband þetta varð Austurríkis- mönnum vernd og skjöldur; undir þessu fyrirkomulagi sáu þeir sér mögulegt að herja austur á bóginn, og iiaga sér f öllu eftir eigin vild og geðþótta. Hvers eigum vér að vænta f ver- aldar baráttunni? Bandarfkin í Afríku verða Ibrezk, engu síður en Bandaríkin í Amerfku,------Frakk- land, þjáð og þjakað eftir strfðið, mun sameina sig Englandi öllu meir eftir en áður. Þegar frá Jíður, munu Spánvcrjar heldur ekki berjast á móti þesisu lengur. í Asfu munu Rússar og Japanar færa út kvíar, en suðrið mun halda áfram að vera í höndum Breta. Veraldar völdin verða hjá Engil- Söxum, Rússum og Japönum, en Þjóðverjar munu sitja einir með Austurríki og Ungverjaland.------- Þjóðverjar komu of seint til ®ög- unnar og veraldar stríðið hefir eyðiilagt alla möguleika þess, að þeir geti bætt fyrir tímatapið og stofnað öflugt keisaraveldi----” Taka verður til greina, að þetta er skrifað 1916 og að margt hefir breyzt síðan. Ekki er ]>ó ómögulegt að spádómar þessa fyrverandi ])ýzka sendiherra nái að rætast — þó vafalaust sé hann skoðaður böl- sýnn í ineira lagi af valdhöfuin Þýzkalands. Það er ekki svo óiík- Jegt, að Rússar eigi ef til vill eftir að ná sér aftur og að gerast voldug og öflug þjóð. Þjóð, sem bylti af sér sínu eigin einveldi.soki, mun vart liggja lengi undir einveldisokinu þýzka. -------o------- INMITT NÚ er bezti tími aí gerast kaupandi að Héims- kringlu. Frestið því ekki til morguns, sem þér getið gert í dag. SKkt er happadrýgst. -------------------------------, Um íslenzkt þjóðerni ________________________________. Um íslenzkt þjóðerni 1 24. töluibl. Heimskringlu, sem út kom 7. marz s.l., birtist greinarstúf- ur með yfirskriítinni “Hugvekja”. Hún er rituð á allgóðu nútíðarmáli og sumt í henni vel sagt. En með því ihún fjallar um það mál, sem engum sönnum íslendingi getur ver- ið sama um, og mcð því að skoðun mfn gelur ekki fallið saman við um- mæli höfundarinis að öllu leyti, og með því enn fremur, að mér virðist sumt í henni fljótskoðað, órökstutt og lítt íramkvæmanlegt—iþá mælist eg til að vinur minn, ritst. Heims- kringlu, vilji gjöra svo vel að leyfa mér að birta hugsanir mínar úm málefni það, sem Hugvekjan hefir til umsagnar. Aðal málstaður “Hugvekjunnar” er, hve miklu illu það valdi, að hér í Canada og Bandaríkjunum skuli hinum innfiuttu ýmisra þjóða mönn- um líðast, að viðhalda móðurmáli sínu og bókmentum þjóðar sinnar, í stað þess að hlfta eingöngu lands- málinu og ainerískum bókmentum, og af þessu hafi þegar leitt flokka- dráttur og sundurlyndi meðal þjóð- arinnar; þetta aðflutta fólk hafi oft og einatt launað gott með illu, gef- ið stein fyrir brauð velgjörðamönn- unum, verið vaniþakklát og gagns- lítil börn fóisturlandsins o.sirv. Ekki þarf á það að minna, sem öllum ætti að vera ijóst, að eining og isamúð er æðsta skilyrði alls góðs félagsskapar ; að þjóðin, sem einn maður, vinni að þroska og framför- um lands og lýðs, sé til blessunar og þjóðþrifa. En sagan og reypslan sýnir og sannar ómótmælanlega, að samkomulag og bróðurleg sam- vinna liefir of sjaldan staðið til lengdar óhaggað meðal þjóðanna, og Jiafa þó tungumálin í fæstum til- fellum orðið samlyndi og bróðurleg- um kærleika að fótakefli. vSíðan eg kom yfir um, til þessa lands, höfir mér fundist það vera frelsisins og friðarins heimkynni. Þau fáú ár sem eg dvaldist í Banda- rfkjunum, varð eg mjög Jítið á- skynja um sundrung eða óhug in,n- byggjarma; en svo var eg þá, sem enn, fáfróður og eignaðist ekki víð- tæka þekkingu, varð í því efni að nota mér af molum þeim, sem féllu mér til inntektar frá þeim, sein voru mér svo langt um fróðari. Ekki heldur um 30 ára tímabil, sem eg hefi verið ihér í Oanada, Ihefi eg orð- ið var við ófrið, flokkadrátt né þjóð- Málara-bustinn og Heilbrigði Ef dauSur lítilfjörlegur hlutur eins og málara- burstinn þarf daglega aðgætni til þess aS ending hans verSi sem bezt, hversu miklu meira virði er þaS ekki aS hafa dag- lega gát á verkun líkama þíns, er svo oft vill bila í stríSi lífsins? ViS hina daglegu næringu líkama þíns ættir þú ekki aS gleyma hinum heilsusamlega maltum drykk vegna hans mikla næringargildis. Hann bætir meltinguna, og er ábyggilegur sem hollur og saSsamur svaladrykkur. Hefir réttilega veriS kallaSur “FæSu LyfiS.” Beztu matsalar, lyfsalar, og sætinda- búSir selja Maltum Stout í kössum og einnig má panta það beint frá E. L. Drewry, Ltd., Winnipeg ■ ■ ■ Upplýsingar óskast. Heimskringla þarf að fá að vita um núverandi heimilsfang eftirtaldra manna; Th. Johnson, sfðasta áritan Port. la Prairie, Man. Jón Sigurðsson, áður að Manchester, Wash. E. O. Hallgrímsson, áður að Juneberry, Minn. Miss Arnason, áður að Wroxton, Sask. S. Davidson, áður að 1147 Dominion str., Wpg. Mrs. W. L. Thomas, áður að Kimberley, Idaho. Hjörtur Brandsson, áður 9318 Olarke St. Edmonton. Steindór Arnason, áður að Wild Oak, Man. Lárus Bjarnason, áður Cortland, Nebrasca. Þeir sem vita kynnu um rétta áritun eins eða fleiri af þessu fólki, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það á skrifstefu Heimskringlu. THE VIKINO PRESS, LTD. G. A. AXFORD LÖGFRÆÐINOUR 683 Paris Bldg., Portage & Garry Talsími; "ain 3142 Winnipeg. - Arnl Anderson E. F. Oarlnnd GARLANÐ & ANDERSON LSOFnÆillN 6AR. Pbon* Matn 1S«1 <01 Kleetrie RaHway Ohambera. Dr. M. B. Halldorsson 401 BOYD Tala. Mala SOKS. Stundar og atSra MLILBINO Cor Port. A Hdm. elnvSrSungu berklasýki lungnajsúkdéma. Er aU Æna á skrlfstafú slnnl kl’. 11 tll ~ik f.m. og kl. 2 tll 4 e.m.—Helmill að 46 Alleway ave. Talsiml: Maln 6302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. «14 BOMEKSST BLK. Portage Avenue. WINNIPMQ Dr. G. *J. Gis/ason Phvatetaa aad Snrcms Athygll veitt Augna, Bjrrna og Kverka SJúkdémum. Asamt tnnvortls sjúkdúmum og upp- skurOl. 18 Snath 8rd 9t, flrast Ferfrs, N.D. Dr. J. Stefánsson 401 BOYD BVrijDIPÍG Hornl Portage Ave. og Edmontoa St. . ejrrna, a« hltta Stundar elngöngu augna, nef og kverka-sjúkdóma. Er .. frá kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll 6 a.h. Phone; Main 3088. Helmlll: 106 Ollvla St. Tals. O. 2816 Vér höfum fullar birghlr hrsln- t ustu lyfja og mekala. Kemih i '. meU lyfseVIa yHar hlagaV, vér f Á gerum ineöulin nákvtemlega eftlr A v ávlsan lœknlslns. Vér stnnum f ^ uWnsvelta ^öntunim og seljum j * COLCLEUGH & CO. * f Notre DHMf A Slaerl»r«»oke Stfl. r ^ Phonfl Qarry 2690—2€tl ^ A. S. BARDAL selur Ifkklstur og annas*. um út- farlr. Allur útbúnaöur sá bestl. Ennfremur selur bann aliskonar minnisvaröa og legstelna. : : 818 SHERBROOKH ST. Phone G. 2152 WINNIPBO G. THOMAS Uardnl Bloek, Sherbrooke St., Wlnnfpeg, Haa. GJörlr vlö úr, klukkur eg allskonar gull og sllfur stáss. — Utanbœjar viögeröum MJétt slnt. ■- --------------------/ TH. JOHNSON. Ormakari og GullsmiSur Selur giítingaleyftebróf. Sérstakt athygll vettt péntunum eg vlögjoröum útan af landt. 248 Main St. ■ Phona M. <608 J. 1. Swansen H. G. Hlnrtksson J. J. SWANS0N & CO. VA8TBIG9ASALAR OS prslsga mrthlar. Talsíml Maia 8697 Cor. Portage and Garry. Wlnnlpeg MARKET H0TEL 14« Fdsr *.• Street á Détl markahlnum Beatu vlnföng, vindtar og aH- hlynlng gó*. Islenkur veltUiga- tnahur N. Halldérsson, letVbeta- lr Istendtngum. P. O’CORNBL, Elgandl Wlaalpeg GISLI G00DMAN TINVMIHIR. 8t. Of VerkstæTJl:—Hornl Toronto Notre Ðame Ave. Phoie Garry 208H Uelmlllfl Garry Lagaákvarðanir viðvíkj- andi fréttablöðumj 1.) Hver maður, sem tekur reglulega á móti blaði frá pósthúsinu, stendur i ábyrgð fyrir borgun- inni, hvort sem nafn hans eða annars er skrifað utan á blað- ið, og hvor’ sem hana er áskrit andi eða ekki. 2) Ef einhver segir blaði upp, verð- ur hann að borga alt aem hann skuldar þvi, annars getur útgef- andinn haldlð áfram að senda honum blaðið, þangað til hann hefir geitt skuld sína, og útgef- andinn á heimting á borgun fyrir öll þau blðð, er hann hefir sent, hvort sem hinn tekur þau af pósthúsinu eða ekki. 3) Að neita að taka við fréttablöðum eða tímaritum frá pósthúsum, eða að flytja í burtu án þess að tilkynna slíkt, meðan slík blöð eru óborguð, er fyrir lögum skoðað sem . tilraun til svika (prinaa facie of intentional frand).

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.