Heimskringla - 23.05.1918, Síða 3

Heimskringla - 23.05.1918, Síða 3
WINNIPEG, 23. MAI 1918 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA ernisríg, svo fyrnum sæti; iskoðana- xnunur og deilur hafa tíðum orðið um stjórnmálin og ineðferð á þeim, þeirra manna, er ráðum eiga að ráða; en slíkt hefir viðgengist um heim allan, að ineiru og minna leyti, það vitnar sagan, og það verður— ætla eg—-'svo lengist, að sitt sýnist hverjum. Þannig ihefir mér virzt það vera, og í líkan stað myndi hafa komið, þótt þjóðin ihefði að eins kunnað og mælt eina tungu. Það er víst, að sfðan hin dæmalauisa heimsstyrjöld spenti heljai-greipar nær þvf ailan ihinn mentaða heim, hefir ihún allsstaðar truflað alt mannféiagsskipulag og bróðurlega samúð en þó eru þau átök sýnu vægari hér vestanhafs en 1 Evrópu; Það góða heldur þó velli hér, enn' sem komið er, og við skulum triia því og biðja þess, að það vinni sigur Orð fer um það, og mun nokkuð hæft í vera, að nú á þessum hættu- tímum, sem yfir standa, ihafi nokkr- ir of mjög brugðist nauðsyn þessa iands og beitt sviksemi og vélum, og skotist þannig undan skyldu sinni við land og þjóð; sérstaklega mun þetta eiga við frakkneska þjóð- flokkinn ihér í Canada, ®em í núlið- inni tíð ihefir andæft stjórninni, sér- staklega hvað iherskyldulögin á- hrærir. En eigi hefir orð um það farið, svo eg hafi heyrt, að aðrir þjóðflokkar hafi færst undan né andæft þeim kvöðum, sem stjórn og styrjoJd ihafa Jagt á þjóðina, og er það þó á allra vitund, að hér Ibúa ýmsra þjóða menn. Það virðist því ekki nærri neinum sanni og eigi meir en miðlungi góðgjarnt, að láta alia innflutta þjóðflokka hér í Can- ada eiga óskilið mál 1 Bandaríkjunum hefir mér skilist það væru einkum Þjóðverjar, sem sýna mótþróa gagnvart stjórn og þjóð f stríðsmálunum, og kannske fleiru; en svo leíka á slíku tvímæli. Þetta munu vera lang mannflestu þjóðflokkarnir, sem fluzt hafa hand- an um haf, og þeir elztu, sem bygt hafa hér; að minsta kosti er það svo um Prakka hér í Oanada. Að sjálfsögðu eru þessi tvö þjóða- brot löngu gróin saman við þjóðar- heildina, 1 víðtækum skilningi; þau hafa lært landsmiálið, eru hand- gengin hérlendum þjóðháttum, sið- um og verkum, og þekkja—að ætla má—lífsskilyrði þau, isem heyra til þess, reynast nýtir borgarar í þessu iandi; þau ihafa samlagað sig, að eg hygg, heilldinni 1 vinnu og viðskift- um, og tekið þátt í flestum þjóðmál- um, sem þegnar; og þrátt fyrir það, að þau hafa hlúð að sínum hugðar- málum, svo sem móðurmáli sínu og bókmentum, hygg eg samt, að það sé að minstu leyti orsök þeas, hafi þau dregið sig í hlé, ekki viljað Jeggja sig fram, eða taka þá hlut- deild f þessara tíma stórnauðsyn, sem hollum þegnum þótti sæma. Nei, Ihvernig sem eg fhuga hvað þvf muni valda, þá finst mér ástæðulít- ið að kenna því um, þótt hin ýinsu þjóðabrot viðhaidi í hjáverkum eða eins og utan hjá einiliverju af sér- kennum sínum. Eg hygg það hafa dýpri raétur, sem erfitt verður að uppræta. í kenslu og kirkjumálum hefir frakkneski þjóðflokkurinn í Oan- ada og þýzki þjóðflokkurinn í Bandaríkjunum, lítt samið sig við þjóðarheildina, og mætti máske telja ]>að til þoss, að þeir hefðu ein- angrað sig; en það orð er isvo yfir- gripsmikið, að eg hygg það eigi hér hvergi við. Agreiningurinn um trú- inálin hefir á liðnum öldum verið sá neisti, sem þráfalt ihefir orðið að stóru báli, í hverju inenn og mál- efni hafa staðið; trúmáladeilurnar eru og hafa oft verið sú þunga und- iralda, er velt ihefir fram sundur- iyndi, hatri og óréttlátu athæfi; út frá þeim hafa þjóðirnar þrásamlega Reynið Magnesíu við magakvillum Það Eyðir Magasýrunni, Ver Ger- ingu Faeðunnar og Seinni Meltingu. Ef þú þjáist af meltingarleysi, þá hefir þú vafalaust reynt pepsin, bi- smuth, soda, charcoal og ýms önnur meöul, sem lækna eiga þenna al- genga sjúkdóm—en þessi meíul hafa ekki læknaö þig, í pumum tilfellum ekki einu sínni bætt þcr um stund. En átiur en þú gefur upp alla von og álítur, aö þér sé óviöhjálpandi í þessum sökum, þá reyndu hvaöa af- leiöingar brúkun á Bi^urated Magn- esia hefir — ekki hin vanalega car- bonate, citrate, oxide föa mjólk — aft eins hrein, ómengnö Bisurated Magnesia, og sem fæst h.iá nálega öll- aö eins hrein, ómenguö Bisurated um lyfsölum, annaö hvort í dufti eba plötum. Taktu teskeiö af duftinu et5a tvær plötur, í dálitlu vatni, á eftir næstu máltíö og taktu eftir hvaöa áhrif þati hefir á þig. Þ»aC eyöir á svipstundu hinum hættulega magasúr, sem nú gerar fæöuna og orsakar vindgang, uppþembu, brjóstsviíSa og þessum blý- kendu og þungu tilfining’im, eftir aí þú hefir neytt matar. í»ú munt finna að ef þú brúkar Bisurated Magnesia strax á eftir mál- tíöum, þá gjörir ekkert til hvaöa matartegund þú hefir boröaö, því alt meltist jafnvel og tilkenningarlaust, og Bisurated Magnesia hefir ekki nema góö áhrif á magann, þótt lengi sé brúkah. borist á ibaniaspjótum, svo blóð sak- leysingjanna hefir flóð yfir löndin; þetta verður ekki véfengt; saga lið- inna alda staðf-estir það. Hér f þessu landi er, sein kunnugt er, algjört trúarbragða frelsi, enda fjöldi af mismunandi kirkjudeild- um, sem iskilur á í skoðunum sín- um; og þótt guðstrúin sé máske sú eina og sama hjá flestum þein-a, þá samt eru kirkjusiðir og ýmsar kreddur, sem mennirnir hafa dúð- að trúmálin í, mismunandi hjá hin- um ýmsu kirkjudeildum, sem mest olia deilunum; það eru þau Óham- ingjuepli, sem kirkjudeildirnar bft- ast um, sem gaddhostar um ilt fóð- ur. Ætli kæmi nú ekki í líkan sbað niður, þótt þjóðin kynni ekki né viðihefði utan eitt tungumál? Eg held það. Dæmin eru þau, að trú- artbragðadeilurntar hafa verið kveikj- an í sundrung, flokkadiáttum og jafnvel hatri, svo tugum ára liefir skift, já. blóðugum bardögum, og það hjá þjóðum með samgrónu þjóðerni og einni tungu. Einnig 1 þessu landi mun trúarbragða far- ganið, með isínum kreddum og öllu símu ofstæki, vera frumrótin undir flokkadiiáttuni, og óvita, sem styður að undirhyggju, samúðar- og sam- vinnuleysi, þar sem það á sér stað meðal þjóðarinnar, og væri um nokkra einangrun að ræða, þá á hún þangað kyn að rekja. Út af kirkjumiálunum, og þeim einum, hefir orðið misklíð og sund- urlyndi meðal Vestur-íslendinga, sem þó eru ekki sundurgerðamenn að eðlisfari og semja frið flestum þjóðum framar. Þarna hygg eg meinsemdina vera, sem sýkir þjóðfélags samúðina og samvinnuna meir en nokkuð ann- að; það er þetta átumein, sem skera þyrfti upp með rótum; miklu nauð- synlegm, en að ráðast á isérkenni þjóðanna, það kjarnmesta og göfug- asta, sem þær hafa flutt með sér frá ættaróðalinu, móðurjörðinni, sem hefir verið sterkasta stoðin undir framisókn þeirra Ihér í fóstur- og framtíðariandinu, sem bezt hefir styrkt i lífsbaráttunni, og haldið uppi þjóðernisheiðrinum í sam- kepninni. Mundi nú ekki nauðsynin mesta, að bræður réttu bræðrum liönd, til að sameina betur hug og hjörtu í trúmálum, hætta að deila um hina ýmsu mismunandi kirkjusiði, trú- arjátningar og fánýtar kreddur, seim í raunini eru að eins auka- atriði, sem iítið eiga skylt við eilífð- armálin? Hvílíkur friður og bless- un greri ekki af þvf, ef millibilin ininkuðu og fjarstæðhrnar væru numdar iburtu: mér virðist, að það hlyti að verða sú varanlegasta und- irstaða, sem unt væri að leggja und- ir samkomulag og samúð þjóðarinn- ar. Að þessari iffsnauðsyn ættu allir mannvinir að vinna, og þá ekki sízt flokksforingjarnir, prestarnir, þessir friðarins og kærleikans ]>os,t- ular-^og allir þeir, sem ínannafor- ráð hafa; en að sjálfsögðu verða þá allir, að slá dálitið af sínu til sam- vinnu og samkomulags. Þá fengi umburðarlyndið, bræðralagið og kærleikurinn betri byr í hugum og samlífi mannanna. Þess er minst 1 “Hugvekjunni’,, að innflytjendurnir hafi reynzt, margir hverjir, vanþakklátir, ótrúir og svik- samir gagmvart landinu, sem þeir nú búa í. Um þetta skal eg sem fæst segja, né fim ]vessa ádeilu; til þess skortir mig þá víðtæku þekk- ingu, sem þarf. En ómögulega get eg felt mig við að öll þjóðabrotin, sem flutt eru hingað, eigi þarna ó- skilið mál. “Þegjandi votturinn lýg- ur sízt.” Hverjir ihafa nú breytt þessu möguleikanna landi úr auðn í þlómlegar lendur og bygðir fagrar? Eru það ekki einmitt inn- flytjendumir, sem með viljaþreki og atorku hafa unnið það mikla verk og gjört það að lífstarfi sínu? Jú, vissulega. Varla getur það öðru vísi orðið ihafa, en að mikill meiri hluti þeirra, sem þetta land fóru að byggja, hafi verið hér nýtir þegnar, slfk framför sem verið hefir í þessu landi. — Hvað Vestur-lslendinga á- hrærir, þá hygg eg, að eigi þurfi að bregða þeim um ódrengskap, né saka þá um að hafa brugðist skyldu sinni við þetta land og þjóð. Eáir ætla eg hafi staðið ver að vígi þá hingað kom, en fslenzkir innflytj- endur; hingað komu þeir mállausir, verklega fákunnandi og. flestallir gjörsnauðir að fé; þeir höfðu ekki öðru til að verja hér, en arfinum dýrmæta, er þeir fluttu að heiman, sem hefir orðið þeim notasælli og drýgri en gull og gersemar. Eg hefi heyrt því orði á komið, að íslend- ingar væru meðal hinna ákjósanleg- ustu innflytjenda; af merkum mönnum hefir því vorið yfir iýst, að þeir væru trúir þegnar, löghlýðnir og uiipbyggiiegir, og stæðu framar- lega í framisóknarbaráttunni; og fs- lendingsnafnið, þjóðernið, móður- málið og önnur sérkenni lieirra, ætla eg eigi að hafi verið fundið þeim til foráttu, eða ekki minnist eg að hafa orðið þess mikið var. Og ! hvernig hafa þeir vitnað um sig 1 þessu landi? Enn hafa þeir ekki hálfa öld að baki sér, hér vestan hafis, eru eitt af yngstu þjóðarbrot- unum innfluttu; samt sbanda nú fjöldi þeirra jafnfætis hinum miklu eldri innfluttu islendingar hér hafa stigið stórstigum á menta og menningarbrautinni. Ejöldi þeirra hefir verið skipaður í ábyrgðarmikl- ar vandastöður og þykja rækja þær sér og þjóð sinni til sóma. Hið ís- lenzka unga námsfólk hefir undan- i tekningarlítið getið sér ágætan orð- stír á skólunum. í sambandi við þetta má með sanni geta þess, að fólk þetta, sem nú var talið, er um leið sannarlega íslenzkt, ihefir 1 lieiðri þjóðerni sitt, móðurmál og bókmentir þjóðar sinnar, og finst sér engin minkunn né hindrun að fslendingsnafninu. Það lítur svo út, sem nokkrir meðal vor Vestur-fslendipga álfiti, að til þess að reynast trúir og nýtir ■borgarar þessa hins ainerfska þjóð- félags, sé lífsnauðsyn að tortfma helzt öllum þjóðareinkennum, hversu göfug og mikils verð, sem þau eru; þóít þau séu Mfrótin undir manndómi, dáð og drengskap hvers manns; þótt þau séu óneitanJega; sá aflgjafi, er gefur kraft og vilja- lirek til að gegna skyldum og á- kvörðun lffsins. f gegn um þjóðern- ið renna þessir hæfileikar frá manni | til inanns; það er erfðafé, sem þjóð- ernið gefur niðjum sínum: ]>að er kynfylgja þjóðernisins, eins lengi og henni er ekki gefið rothögg. Eg hefi heyrt því almont haldið fram, að það að kunna fleiri cn eitt tungumál, að geta kynt sér >»ögu og bókmentir.fleiri þjóða, veitti óneit- aiilega fjölbreytta Jækkingu og yki stórum hina andlegu auðlegð mannanna: og reynsian hefir ótví- ræðlega sannað, að sá sem hefir góða mentun og víðtæka þekkingu, er traustari liðsniaður í ýmsum vandamálum lífsins, en hinn, er hefir litla inentun og einihæfa ]iekk- ingu, þótt báðir hafi líka náttúru- greind og mannkosti. Líklegt er að flestum þeim, scm flytja frá ættjörðu simni, sé ]iað nokkurn veginn ljóst, að þeir eru acúsetjast að í landi, sem er gagn- ólíkt að flestuin þjóðarvenjum og iífsskiiyrðum, þvl sem Jieir áður át u að ivenjast: að þeir verða að gjöra þetta iand að sínu og sinna framitíðar landi; að þeir verða skoða sig sem meðlimi þessa þjóð- félags, og tileinka sér skyldur þess og réttindi; og flestir muinn skilja, að án þess að læra landsmálið geti þeir lítt eða ekki notið sín hér né samlagað sig þjóðarheildinni; sjálf- sagt fyrir þá að skoða þetta land sltt framtíðariand, og þjóðina sína |)jóð; þeir eru ekki lengur útlend- ingar—-enda ætti ekki að brúka það nafn um hérlenda menn—það er til að fóstra miður heppilegar skoðan- ir. — En það verður lengi torskilið inér og máske fleirum, að til þess að reynast hér hlutgengur þegn, nýt- ur meðborgari þjóðfélagsins, þurfi að gjöra útlægt það bezta og verð- inætasta, sem einstaklingurinn hefir þegið frá stofnþjóðinni, afnámsfé liðnu lífdaganna, þessi sérkenni, sem þegar eru orðin íræg um allan liinn mentaða heim. Nei, heilbrigð skynsemi og sú reynsla, sem fengin er, andæfa slíku. Mér finst sem kleift muni vera, að reynast góður og eindreginn Canada íslendiingur, án þess að heyja þurfi neinn fjárnámisdóin né beita nein- um þvingunarlögum; ihitt er stærsta skilyrðið, að reynast trúr, sjálfum sér og þeirri stöðu, sem maður er í; reynast sannur maður í þjóðfélaginu; viljl menn þetta og reyni að fullnægja því eftir beztu getu, munu þeir vinna sér velvild og virðingu allra heiðarlegra sam- þegna; og þetta geta Vestur-fslend- ingar,— ef þeir vilja. Þetta ætla eg Gigtveiki Heima tilbúið meSal, gefiði af manni, sem þjáðiist af gigt. VoritS 1893 fékk eg slæma glgt 1 vötiva metS bólgu. Eg tók út j)ser kvalir, er þeir einir þekkja, sem hafa reynt þatS, — i þrjú ár. Eg reyndt alls konar meSul, og marga Iækna, en sá bati, sem eg fékk, var aö eins í svtpinn. Loks fann eg meöal, sem læknatSi mlg algjörlega, og hefi eg ekki fund- iö til gigtar sítian. Eg hefl gefitS mörgum þetta metial,—og sumir þeirra veritS rúmfastir af gigt,— og undantekningarlaust hafa all- ir fengitS varanlegan bata. Eg vil gjöra öllum, sem þjást af gigt, mögulegt atS reyna þetta óvitSjafnanlega metial. — SenditS mér enga peninga, atS eins nafn ytSar og áritun, og eg sendi metS- alits frítt til reynslu. — Eftir atS hafa reynt þatí og sannfærst um , atS þats er verulega læknandi lyf vitS gigtinni, þá megitS þér senda mér vertSiti, sem er elnn doliar. — En gætitS atS, eg vil ekki penlnga, nema þér séutS algerlega ánægtS- ir metS atS senda þá. — Er þetta ekkt vel botSitS? Hví atS þjást lengur, þegar metSal fæst metS svötia kjörum? BltSitS ekki. Skrif- itS strax. SkrifltS i dag. Mark H. Jackson, No. 467D, Gurney Bldg., Syracuse, N. V. muni bezt greiða þeim veg og frama hjá samtíðarþjóðinni; ótrauður vilji, kjarkur og þrautseigja hins ís- lenzka þjóðernis hefir orðið þeim drýgst ]>au 40 árin, sem liðin eru i þessu landi; og þegar 'san'ngjarn- lega er litið á, er dagsverk þeiri'a fekki svo mjög Mtið, þessi 40 árin, þó þeir hafi ekki enn að öllu leyti varpað íslenzku spjörunum; komið til dyranna eins og ]>eir voru klæddir, vel flestir. Vel má vera, að ýmsir aðrir þjóðflokkar hafi nurlað saman ineiri auð, en Vestur-ísl., á sama tíina; en þó Mammon sé nú eftirsóknarverður, þá er þó margt eftir9óknarverðara. Margur auðkýf ingurinn, já miljónaeigandinn, ei tíðum gleymdur, nær hann er týnd- ur úr lesbaferð lífsins; en margur, sem var fátækur alla sína æfi, lifir á söguspjöldum tímans of aldir fram, hann hafði verið sannur maður, unnið afreksverk. Eg ]>ykist sannfærður um, að mikinn meiri hluta Vestur-íslend- inga tekur það sárt, að glata þjóð- erni sínu og öllum þeim góðu og göfugu eiginleikum, sem þvf hafa fylgt frá kyni til kyns; og því átak- anlegra Verður það, nær þess er gæ.t, að til þess ber alls enga nauð- syn, vinningurinn enginn, tapið ó- útreikanlegt. Sérhverjum okkar Vestur-íslendinga æt?i að vera ant um sinn heiður og þjóðar sinnar; ant imii að hún njóti sín sem bezt, og þroskist sein bezt í þessu landi. Mér hrís thugur við því. að íslenzk an—þetta göfuga, hljómfagra mál— skuli sæta þeim ömurlegu örlögum, að deyja út í landi þftssu, hjá fólki af íslenzkum ættum; mér blöskrar, að vanta skuli lundfes’u og mann- dóm til að gevina liana og nota jafnt enskunni: og ]>að er svo fjarri því, að það yrði neinn farartálmi á framfatabrautinni, að það yrði miklu fremur andleg auðs upp- spretta. Eg get ekki hrundið því úr liuga mér, því það er skoðun mín og sannfæring, að þeir, sem fleygja frá sér móðurmálinu alt í einu, líði við það óbætanlegt tjón; tungan og þjóðernið held eg sé svo samgróið íslendings eðlinu, að hann hljóti að glata miklu af sjálf- um sér, þegar hann svo skyndilega kastar því frá sér og fer að nota lán- að frá öðrum einvörðungu. Hve lengi að íslenzkan og þjóð- ernið kynni að haldast við í þessu landi, skal eg ekki leiða getur að, en eitt held eg vfst, að fyr en tungu- málið týnist ihér algjörlega verði þjóðernið orðið hér hagvant—ef eg má svo að orði kveða—og fólkið orð- ið gróið saman við þjóðarheildina. islenzkan er lffseig; fyrr á öldiun voru henni sýnd banatilræði, jafn- Vel stærri en enn hefir átt sér stað hér ves’an hafs. Um næstliðinn aldarfjórðung hofir hnignunin verið að vísu nokkur, en furðu gegnir, að hún hefir ekki verið meiri; þegar liti^ er með sanngirni á allar þær hvatir, öll þau öfl, sem íylkja sér til að tortíma málinu, þá getur maður dáðst-að þvf, hve margt af hinu unga fólki, sem ihér er borið og barn fætt, t-alar lýtalítið daglegt íslenzkt mál, að minsta kosti úti á lands- bygðinni, litlu miður en fyrir 25— 30 árum síðan; og mikið mætti tryggja framtlð íslenzkrar tungu, ef við væri leitast af okkar beztu mönnum; um það mál ættu allir Vestur-fslendingar að skipa sér sem einn maður; þar má cnginn ágrein- ingur eiga sér stað, né fiokkaskift- ing; að því málefni ætti að vinna eitt allsherjarfélag Vestur-íslend- inga, sem stæði bak við það og gæfi því kraft til framkvæmda; enginn sérstakur flokkur eða félag ætti að hafa á því framkvæmdarvald. Og vafalaust væri mögulegt, nú þegar, að gjöra miklu meira en eg! hygg að gjört sé í þá átt, að auka þjóðernisræktina og glæða áhuga fyrir viðhaldi málsins, en það sýnist vanta viljann; menn gjöra sér litla grein fyrir því, hrvert stefnir. f fyrsta lagi ætti heimilisfólkið í dag- legu tali að briika á heimilinu ís- lenzku einungis, og forðast að blanda málunum saman, eins stór- kostlega og gjört er, engu síður af þeim eldri en þeiin yngri. Þetta myndi koma að miklu liði, en spilti ekkert fyrir kunnáttu 4 ensku máli. —í öðru lagi geta ritstjórar lslenzku blaðanna mikið gjört fyrir viðhald málsins, með því að vanda það á blöðunum: að það sé íslenzka, hafi á sér íslenzkan málblæ og fslenzka orðaskipun í málsgreinunum. Mik- ill hluti hluti yngra fólksins les að jafnaði 'blöðin, máske meira en nokkuð annað,— Og síðast enn ekki sízt má minnast þess, að prestarnir standa öðrum betur að vígi, ef þeir láta sér hugarhaldið að innræta börnunum jafnframt kristindóm- uppfræðslunni ást og virðingu fyrir ])jóðerni sínu og móðurmáli; mér liggur við að halda, að það sé innan þeirra verkáhrings. Eg veit, að það eykur nokkru við uppfræðslustarf þeirra, en þó ekki mjög miklu, þeg- ar það er saineinað við uppfræðslu og útskýringar á trúarlærdómun- uin; slíkt væri þarft og þakklátt verk og væri til óumræðilegs gagns fyrir börnin. En mér til mikillar skapraunar iheyri eg nú, að nauðsyn beri til að fara að prédika á ensku 1 ísienzku kirkjunum og uppfræða (Eramh. á 7. blii.) Bendingar um hœttu Ferðu á fætur á morgnana eins þreyttur og eftir stritvinnu dags- ins? Ertu geðillur og uppstökkur? Kvelstu af svefnleysi, horfinni mat- arlyst, skerpuleysi og vaxandi þrótt leysi? Enginn má við því, að taka ekki þessar bendingar náttúrunnar til greina. Það verður strax að gjöra gangskör að því að hreinsa magann og koma náttúr- legu lagi á öll meltingarfærin. — Triners American Elixir of Bitter Wine er það ábyggilegasta meðal, sem fáanlegt er til þess fljótlega að koma réttu lagi á meltinguna. Það er á sama tíma bragðgott meðal, og ætti að brúkast nú í maí og júní við öllum maga kvillum. Fæst í lyfjabúðum og kostar $1.50.— Triner’s Liniment er ágætt meðal við gigt, fluggigt, bakverk, togn- un, bólgu o.s.frv. Kostar 70 cents. Joseph Triner Company, Manufac- turing Chemists, 1333—1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111. I Triners meðul fást öll hjá Alvin*l Sales Co., Dept. 15, P.O. Box 56 I Winnipeg, Man. KAUPIÐ Heimskringlu Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana eg elsta fréttablað Vestur-lslendmga Þrjár Sögur! og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar kaupa flestir lslendingar Heismkringlu. — Hví ekki að bregða við nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum: "SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖ1’.” “DOLORES." "JÓN OG LARA.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HON?” “LARA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL” “BRÖÐUR- DÓTTIR AMTMANNSINS.” Sögusafn Heimskringlu Þessar bækur fást keyptar á skrífstofu Hesmskrínglu, meSan uppiagið hrekkur. Enginn auka kosána'Sur vií póst- gjald, vér borgum þann kostnað. Sylvía ............................ $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ............. 0.30 Ðolores .............................. 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............ 0.40 Jón og Lára .......................... 0.40 Ættareinkennið...................... 0.30 Ljósvörðurinn........................ 0.45 Hver var hún?......................... 0.50 Kynjagull ........................... 0.35 Mórauða músin ........................ 0.50 Spellvirkjarnir ...................... 0.50

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.