Heimskringla - 23.05.1918, Page 4

Heimskringla - 23.05.1918, Page 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. MAI 1918 HEIMSK HINGLA (StofnuV 1S86) Ktmur út á hverjum Flmtudesl. Otgefendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerTS blaíisins í Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um áritS (fyrirfram borgatS). Sent tll Islands »2.00 (fyrirfram borgatS). Aliar borganir sendist rátSsmanni blaSs- lns. Póst eSa banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur Bkrifstofa: TSS SHCRBROOKB 8TRBET, WIWNIPBJG. I P.O. Box 3171 Tal.lml Garrr 4110 I ............. ii i ■ a. i.iiöö~0 WINNIPEG, MANITOBA, 23. MAI 1918 Yerkföllin í Winnipeg Allsherjar verkfall iðnaðarmanna og verka- manna af öllu tagi virðist nú vofa yfir Winni- pegborg og nái það fram að ganga, mun þetta vafalaust hafa hinar verstu afleiðingar fyrir borgarbúa. Ekki er þó ómögulegt, að hægt verði að afstýra þessu, annað hvort með samkomulagi borgarráðsins og iðnfélaganna (unions) eða að sambandsstjórnin verður að taka í taumana og miðla málum. Vonandi vetður eitthvert spor stigið í þá átt að kippa þessu í lag og það áður en langt líður. Á núverandi hættu tímum, þegar þjóðin ætti að vera að leggja fram alla sína krafta til styrktar her sínum á vígvellinum, þá má ekki viðgangast, að alt æsist og tryllist hér heima fyrir. Alt, sem hnekkir samvinnu þjóðarinn- ar og sundrar starfskröftum hennar, ætti að skoðast “óalandi og óferjandi” á þeim tím- um, sem nú eru — og reyndar æfinlega. Á stríðstímum er þó hættan svo augljós og á- þreifanleg, að hún dylst engum, og heilög skylda allra hugsandi og þjóðhollra borgara er að hafa augu sín opin fyrir þessu og af ítr- asta megni að leggja stund á alla samúð og samvinnu á meðan stríðið varir. Allur skoð- ana mismunur verður nú að rýma úr sessi fyrir sönnu samúðarþeli, því öll framtíðar velferð Canada er nú undir þessu komin. Þeg- ar niðjar þessa lands eru nú að berjast á ægi- legum orustuvelli gegn öflugustu óvinum, þá er þjóðinni lífsspursmál að sporna á móti allri sundrung og ósamkomulagi í landinu. Aldrei hefir verið meiri þörf á stillingu, dóm- greind og gætni, en nú—og aldrei hafa »æs- ingemennirnir verið skaðlegri. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, segir orðtækið íslenzka, og reynist það sannmæli í flestum tilfellum. Og ekki er neinum blöðum um það að fletta, að skortur á stillingu og gætni á báðar hliðar hefir leitt til yfirstand- andi þrætu hér í Winnipeg. Borgarráðið, hef- ir það þó fram yfir iðnfélögin, að leggja meiri áherzlu á hina hættulegu stríðstíma, sem nú standa yfir, og sýnir meiri vilja að haga sér samkvæmt þeim. Ekki verður þó á móti því borið, að meðlimum borgarráðsins hafi að mörgu leyti farist meðferð þessa máls frekar klaufalega — of mikillar stífni vart á þeirra hlið í fyrstu og oflítil tiiraun þá ger til mála- miðlunar. Iðnfélögin aftur á móti leggja langt um minni áherzlu á stríðs örðugleika þjóðarinnar og virðast blind fyrir öllu nema eigin málstað og eigin hlunnindum. Blaðið, sem þau hrintu hér af stokkum í lok síðustu viku, vottar þetta bezt, því þar er sáralítið minst á stríðið eða hina brýnu þörf á sátt og samvinnu hér heima fyrir á meðan það varir. Er þetta illa farið, því verkamanna stétt þessa lands hefir ekki dregið sig neitt í hlé hingað til hvað þátttöku í stríðinu snertir. En æs- ingagjarnir leiðtogar, sem lundfestu skortir til þess að geta brotið nokkur mál til mergjar, virðast nú hér og þar vera að ná haldi á verkalýðnum og stafar af þessu mesta hætta, ef ekki verður að gert í tíma. Þátttakan í stríðinu er þjóðarinnar stærsta mál, sem út- heimtir óskift fylgi allra þjóðhollra einstak- linga og þess vegna skylda þeirra að halda sér frá áhrifum hinna svonefndu leiðtoga, sem ætíð virðist það eitt hugleikið að blása að hverjum óánægju neista og stofna til bar- áttu og æsinga og hleypa öllu í bál og brand. Slíkir leiðtogar, ef nafni því skyldu nefnast, hafa á öllum tímum verið verkamannahreyf- ingunni og öðrum umbótahreyfingum meira til bölvunar en góðs. Verkamanna hreyfingin er góð í sjálfu sér og hefir komið miklu góðu til leiðar. Sökum samtaka iðnaðarmanna eru kjör verkalýðs- ins nú stórum mun betri en áður, verkalaunin hærri, vinnutíminn styttri o. fl. Flest af um- bóta-sporum þessum hafa verið stigin með verkföllum, eða réttara sagt með því að við- haft var ofbeldi. Eigi verkalýðurinn við þröngan kost að búa og kúgun í einhverri mynd af hálfu verkveitenda, bregðist öll málamiðlun og séu engir viðunanlegir samn- ingar fáanlegir, þá er líka með öllu réttlætan- legt að verkalýðurinn grípi til síns eina vopns, ofbeldisins. En þetta getur þó farið of langt í mörgum tilfellum og stilling og gætni, ásamt góðri dómgreind, verður ætíð að vera með í verki ef vel á að fara. Og þó ofbeldið sé réttlætanlegt í sumum tilfellum, er ekki þar með sagt, að svo sé æf- inlega. Sé sanngirnislega að farið við verka- fólkið og því boðnir viðunanlegustu skilmál- ar af hálfu verkveitenda, er með öllu óréttlæt- anlegt, að gripið sé til ofbeldis og verkfall hafið. Margir munu halda því fram, að slíkt sé afar sjaldgæft, aðrir segja óhugsandi neitt þessu líkt geti átt sér stað—en þetta er þó einmitt það sem skeð hefir hér í Winnipeg. Borgarráðið var ef til vill seint til undir- tekta, en enginn getur þó brugðið því um að hafa viljað beita starfsmenn borgarinnar kúg- un eða ofríki. Kröfum þeirra um kauphækk- un var neitað, það er satt; en í þess stað var þeim boðin vikuleg “stríðsuppbót”, sem meir en nam kauphækkun þeirri, sem um var beð- ið. Núverandi dýrtíð var því tekin til greina og vafalaust hefði uppbót þessi verið borguð á meðan hún varir. En iðnfélögin létu sér þetta ekki nægja, vildu fá nýja Iaunaskrá við- urkenda og þar með tryggja sér kauphækkun þessa um alla framtíð og jafnvel þegar nú- verandi dýrtíð er um garð gengin. Þegar kröfum þessum var ekki fullnægt, kom of- beldið til sögunnar .og verkföllin hófust. Eins og lítill neisti, er hvert ungbarn hefði getað slökt í fyrstu, getur orðið að stóru báli, sem hefir bæði dauða og eyðileggingu í för með sér og reynist ofurefli mörgum tugum æfðra slökkviliðsmanna, eins geta smávægileg á- greiningsefni oft og tíðum, sem auðveldlega hefði mátt leiða til heppilegra lykta, orðið orsök óviðráðanlegrar baráttu og hörmuleg- ustu afleiðinga Þjóðiínar hafa borist á banaspjótum út af smávægilegum ágreiningi og lítilfjörlegustu orsökum. Dráp eins manns leiddi til verald- arstríðsins, sem nú stendur yfir og margar miljónir manna hafa þegar hnigið í og þó ekki íyrir endaiokin séð enn þá. Einveldisstjórn þjóðverja neitaði allri málamiðlun og var ófá- anleg að víkja frá þeirri stefnu sinni, að “mátturinn fengi að ráða”, og úr því varð blóðugt stríð óafstýranlegt. Dráp eins manns, erkihertogans austurríska, er neistinn, sem kveikir bálið. Þannig geta litlar orsakir oft og einatt leitt til stórvægilegustu viðburða. Og nú er engu líkara en þetta sé að koma á daginn hér í Winnipeg. Ágreiningur borgarráðsins og vissra starfsdeilda borgarinnar virðist vera í þann veginn að orsaka alls herjar verkfall, sem án ef á eftir að hafa hryggilegustu af- leiðingar áður því lýkur. Iðnfélögin þykjast sjá sitt óvænna, ef málstaður þeirra nái ekki að bera sigur úr býtum og fyllast því móði miklum. Meðlimir þeirra vilja engan grein- armun á því gera, hvort við sé að eiga einok- unar félög auðkýfinga eða borgar- eða sveita stjórnir — þetta er eitt og hið sama í þeirra augum. Borgarráðið aftur á móti þykist ekki hafa haft kúgun eða ofríki í frammi og boðið full-viðunanlega skilmála. Einnig vill það koma í veg fyrir að slík verkföll eigi sér oftar j stað og leggur það til, að eftirleiðis séu öll á- greinings mál borgar-starfsmanna og borgar- ráðsins sett í gerðardóm. Flestum hugsandi mönnum mun líka koma saman um, að fyrir- komulag þetta sé langt um heppilegra og meir í samræmi við þroskaða og siðaða þjóð. Að starfsmenn borgarinnar, eins og t. d. slökkvi- iiðsmenn, geti gert verkfall út af ágreinings- | málum, sem þeim eru með öllu óviðkomandi, er eins hörmulegt fyrirkomulag og hugsast getur. Tíminn leiðir í Ijós hvernig þetta fer og vonandi er, að einhver ráð finnist til þess að afstýra þeim ófögnuði, sem nú virðist yfir i vofandi. Augu allra þurfa að opnast fyrir því, að j ofbeldið er ekki sigursælt vopn, er til lengdar lætur. Hvar sem það er viðhaft, jafnvel þó það sigri í bili, ríkir sundrung og megnasta óeirving undir niðri. Stéttarígurinn verður að hverfa; ekki á þann hátt, að ein stéttin brjót- ist til æðstu yfiráða með ofbeldi, heldur að andi samúðar og bróðurkærleika geri meir vart við sig hjá öllum stéttum landsins, en nú er og þær færist nær hver annari. Á Englandi hafa verkamennirnir myndað pólitiskan flokk, með fasta stefnuskrá og sem berst fyrir þýðingarmiklum umbótum og jafn- aðar hugsjónum. Flokkur þessi er studdur meira og minna af öllum stéttum landsins — utan lávarðastéttinni. Þannig taka auðmað- urinn og verkamaðurinn höndum saman til velferðar fyrir land og þjóð. Vissulega er þetta spor í rétta átt. Það er fyllilega kominn tími til þess, að að tekið sé fyrir kverkar æsingamannanna, sem á aPlar Iundir reyna að espa eina stétt landsins upp á móti annari og aft ítrasta megni að stuðla til óánægju og sundrungar. Á öll- um tímum hafa þeir verið skaðlegustu menn mannfélagsins. +—-----— -------- —----------------—* Kolanámur nærri Winnipeg Nýlega birtist grein í einu enska dagblað- inu hér, er oss virtist sérstaklega eftirtekta verð. Grein þessi fjallaði um kolaskortinn yfirvofandi, og var með öllu laus við bölsýni það, sem komið hefir í ljós í flestum öðrum greinum ensku blaðanna um þetta sama efni. Leggur greinarhöfundurinn áherzlu á það, að þetta verði til þess að kenna þjóðinni að færa sér betur í nyt eftir en áður þá miklu auðlegð, sem Canada geymir í skauti sínu. Sökum vanræktar í þessu tilliti eigi íbúar þessa Iands nú við svo harðan kost að búa — en mótlæt- ið verði til þess að opna augu þeirra og hvetja þá til dáða, eða eins og íslertzka mál- ; tækið segir, að “neyðin kennir naktri konu að spinna.” Kolaskortur þessi hefði engan veginn átt að koma eins og þrumuskúr úr heiðskíru lofti, heldur að vera fyrirsjáanlegur og ráð- stafanir þar af leiðandi gerðar til þess að fyr- irbyggja að hann gæti átt sér stað. Harðkola framleiðsla Bandaríkjanna hefir í seinni tíð gert lítið betur en mæta þörfum heima fyrir og því legið í augum uppi, að fyr eða síðar ! yrði tekið fyrir allan útflutning á harðkolum j til Canada. Þetta sé í alla staði eðliieg af- leiðing af orsök og því ástæðulítið að ámæla ! Bandaríkjastjórninni í sambandi við þetta, eða bregða Canadastjórninni um fyrirhyggju- skort og úrræðaleysi — nú sé svo komið fyrir þegnum þessa lands, að þeir verði að hefjast til handa sjálfir, gera nýjar ráðstafanir og hrinda af stokkum ábyggilegum framkvæmd- um. I öðru eins landi og Canada sé íbúunum til himinhrópandi minkunar, ef þeir láti um sig spyrjast, að þeir reyni ekki að bjarga sér sjálfir og séu upp á aðra komnir til þess að geta dregið fram Iífið. Hvað kolaskortinn snertir, þá þurfi enginn að kvíða eða ör- vænta þesslvegna, því nægileg kol séu hér í | jörðu til þefcs að mæta öllum þörfum — ef í- ; búarnir að eins hafi mannskap til þess að færa sér þetta í nyt. Máli sínu til sönnunar skýrir greinarhöfundurinn svo frá því, að Estevan héraðið, sem til þess að gera sé ekki Iangt frá Winnipeg, sé auðugt af linkolum, er fullvel megi brúkast í stað harðkola til allra afnota. Um þetta kemst hann meðal annars þannig að orði; “Sannleikur málsins er sá, að Canada þjóð- in getur engum kent um þetta út í frá og að eins áklagað sjálfa sig fyrir að hafa ekki fært sér betur í nyt hina margvíslegu auðlegð þessa lands. Stríðið er nú að kenna þjóðinni þá lexíu, sem hún hefði átt að vera búin að læra fyrir mörgum árum síðan. Reynslan og mótlætið er oft og tíðum notadrýgsti skólinn, sem færir oss einhverja gagnlega þekkingu og hvetur ávalt til sjálfstæðis og verklegra fram- kvæmda. Undangengin vanrækt og hirðuleysi hefir aftur á móti orsakað hið gagnstæða. Hafa íbúar þessa fylkis nokkra vitneskju um það, að í Estevan héraðinu, að eins 300 míl- ur frá Winnipeg, er gnægð kola í jörðu? Að vísu eru þetta Iinkol og jafnvel ekki bezta tegund linkola, en geta þó fullvel notast í stað harðkola, og ættu líka að vera notuð þegar svo er komið, að harðkol eru orðin ó- fáanleg. Síðasta ár var mér sagt, að illkleift yrði að flytja þessi kol sökum skorts á vögn- um, en nú hefi eg orðið þess vísari, að þetta voru ósannindi. Rétt nýlega var mér sagt af áreiðanlegum járnbrautar umsjónarmanni, að hvað flutninga þessara kola snerti ætti ekkert að vera til fyrirstöðu. Saskatchewan fylki brendi síðasta ár um 330,000 tonnum af slíkum kolum og á sama tíma voru flutt þangað um 900,000 tonn af linkolum frá Alberta. Ibúatala Estevan er á milli 2,000 og 3,000 manns og þó vetrar- kuldinn þar sé engu minni en í Winnipeg, hef- ir fólk þetta haldið húsum sínum hlýjum með brenslu eintómra Iinkola. Margar litlar kola- námur eru í héraðinu, en að eins tvær námur þar sem tekin eru út yfir 500 tonn á dag.” Höfundurinn endar svo grein sína með hvatningarorðum til fylkisbúa að færa sér kol þessi í nyt, því þó þau vitanlega séu ekki jafn- gildi harðkola eða beztu linkola, megi fullvel nota þau og afstýra þannig algerðum kola- skorti. “Engin stjórn getur hjálpað þeirri þjóð,” segir hann á einum stað, “sem ekki reynir að hjálpa sér sjálf alt hvað hún getur.” Frá Noregi. Eftir Pálma. II. Eftir Bergens brunann stóð eg, sem fleiri, uppi með tvær hendur tómar. Æ:laði eg þá í svipinn að segja skilið við myndasmíðar og gerast sjómaður. Eanst inér það her- mannlegt, enda var sjómönnuim vel borgað. Úr þessu varð þó ekki, því þegar eg ætlaði að segja “skilið við” stúiku þá, er var eigandi að mynda- stofum þeim er eg hafði verið for- maður fyrir, en sem voru nú brunn- ar, bað hún mig að hætta við slík áform. Skýrði hún mér frá því, að hún hefði í hyggju að fá sér her- bergi í hinum óbrunna hluta Berg- ens og byrja að nýju myndastofu. Vildi ihún fyrir enga muni tapa sjónar af mér og bauð mér að fara inn í Harðangur á meðan á þvi stæði að hún væri að koma sér upp nýrri myndastofu. Og þar eð hún bauðst til að borga mér full laun meðan eg biði, þótti mér ísjárvert að hafna henni. Þannig atvikaðist það, að eg fékk svo góðan tíma til að kynna mér líf og lifnaðarhætti inni í hinum yndisfagra firði. Arnesen, faðir stúliku þessarar, var stórríkur kaupmaður og verksmiðju eigandi í Uskedal, sem er utarlega í Harðangursfirðinum. Uskedalurinn er ekki lengra frá Bergen en svo, að strandferðabátarnir þurfa ekki nema 8—10 kl.tfma til fararinnar aðra loiðina. Flestir strandferða- báfar Noregs eru fögur og hrað- skreið skip, enda hefir Noregur mikla þörf þeirra, vegna hinnar miklu strandlengju og örðugleika, sem eru við aðrar samgöngur vegna hinna háu fjallgarða. Sökum þess hve aðdjúpt er á flestum stöðum við ströndina, geta bátar þessir lagst upp að bryggjum, sem eru við livert kauptún, og eru þeir svo af- greiddir fljótt og greiðlega. Það er því mjög skemtilegt að ferðast með þeim, því hinar fjölbreytlu skifting- ar á landslagi og útsýni heilla sér- hvern mann, sem annars hefir auga fyrir hið stórkostlega liríkalega, en uma leið aðdáanlega fagra í náttúr- unnar rlki. Eg get ekki gleymt fyrstu ferðinni minni inn í Harðangur. Veðrið var raunar ekki vel iheppilegt, því það var hráslaga rigning, er eg lagði af stað, eins og oft er í Bergen og yfir liöfuð á vesturströndinni; en til allrar ihamingju ibirti eftir skamma stund og gerði bjart veður og kalt. Þrátt fyrir það stóð eg alla leiðina á þiljum uppi og naut útsýnisins. Stundum liggur leiðin milli smá hólrna og eyja og eru sundin cmilli lteirra svo þröng, að menn geta næstuin stokkið á land af borð- stokk skipsins, en á öðrum stöðum er því líkast, isem menn séu að sigla um þröngar ár, þar sem him- inhá fjöll rísa upp frá báðum bökk- um, klædd furu og greniskógi, brydd gráu norsku grjóti á efsta skalla, sem ósjálfrátt minnir á norskan víking, með stálbryddan lijálm. Það væri rangt að mér að segja, að það væru að eins þýð og hoillandi áhrif, sem menn finna til við slfka sýn, sem er fram úr öliu hófi hrikaJeg og geigvænleg, — og þó fanst mér eg finna til einhvers fagnaðar innst í sálu ininni, staf- andi af spegilmynd fjallanna í vatn- inu og framar öllu öðru hinni un- aðslegu kyrð, sem grúfði yfir öllu fjær og nær, er sveipaði alt í nokk- urskonar fornhelgi-iblæju fyrir aug- um mér. öðru hvoru virtist mér sem eg væri kominn í botn fjarðar- ins, því útsýnin fram undan var lokuð af þröngri beygju á firðinum, og mér fanst jafnvel skipið hljóta að renna á land; en áður en eg vissi af, var skipinu stýrt í dálítinn sveig og nýr heimur opnaðist fyrir augum mínum, heimur nýrra hólma, tanga og dala, og umfram alt nýjum fjaila- tröllum. — Um Harðangur hefir Vergeland, eitt af stórskáldum Nor- egs, ort fagurt kvæði, sem er snild- arlega þýtt á íslenzku af séra Matth. Jochumssyni. Það var orðið áliðið dags, er eg kom að Uskedal, sein er fremur fá- liðað þorp, með á að gizka 800 íbú- um, að meðtalinni sveitinni um- hverfis. í sjálfum kaupstaðnum er kirkja og barnaskóli. Var skólan- um skift í þrjár deildir eftir aldri barnanna, þannig, að hver deild um sig hafði að eins tveggja daga kenslu í viku. Kennarinn, Tundal, sein eg kyntist talsvert síðar, var roskinn maður, talsvert einkennileg- ur og fylgdist tæplega með hinum síðari kröfum tímans. Eg býst við, að mentun hans hafi verið heima- fengin, án skólanáms, sem er í alla staði gott og blessað: en þunnur fanst mér nú karlsauðurinn vera á mörgum stöðum sérstaklega í sögu. Allgóð regla var þó á skóla hans og nemendurnir hlýddu honum orða- laust; þó stálust þeir til að kalla hann “þann gamia’” er hann sneri við þeim bakinu. DODDS NÝRNA PILLTJR, góðar íyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurvalki. Dod<f» Kidniey Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsöluns eða frá Dodd’s Medieine Oo., Ltd., Toronto, Ont. Eg hélt til í Uskedal rúma tvo> mánuði hjá Arnesen kaupmanni, og leið mér ágætlega atlan þann tíma. Arnesen 'þessi var og er mesti skör- ungur og hafði á margan hátt um- myndað sögu Uskedalsins á þeim 30> árum, sem hann hafði dvalið þar. Hann hafði komið sér upp síldar- niðursuðuverksmiðju mikilli, þar sein um 75—100 manns úr nágrenn- inu höifðu stöðuga atvinnu, og þar að auki hafði hann bygt 2 eða 3 lifrar og síldar bræðslu búðir, sem eru nú í höndum sona hans. Eins og auðisýnilegt er, hefir starf hans verið heillavænlegt fyrir dalinn, þvi býlin umhverfis eru mörg smá og gefa tæplega það af sér, sem fjöÞ skyldu kröfur gera til lífsviðurvær- is. En kotungarnir gátu gengið rakleitt til síldarverksmiðjunnaiv þegar þeir höfðu ekki annað við- bundið. Raunar var kaupgjalclið ekki eins hátt þar og á þeim stöð- um, sem nær lágu hafinu eða þeim stöðum, þar sem síldin var veidd, því hún gengur tiltölulega lítið inn í firðina, en til þess að fá hana nýja og óskemda, var tveimur eða fleiri vélabátum haldið úti, sem að eins höfðu það fyrir stafni, að kaujia af þeim sem héldu úti síldarveiðiskip- unum. Var svo öll síld, sem skemd- ist í flutningum, brædd í bræðslu- vélunum. Eg gekk dag nokkurn inn í dal- inn. Mér fanst of þröngt um mig meðal fólksins þar neðra, og þrátt fyrir norsku fegurðina og hina rfku náttúru þar við fjörðinn, fanst mér eg ek'ki vera verulega heima. En langt inni í dalnum vissi eg að var skóglaust og hrjóstugt iand, enda eru margir íslendingar svo sam- grónir íslenzkri náttúru, að þeir njóta sín ekki nema þeir finni eitt- hvað samkynja því, sem hefir graf- ið sig fastast í hug þeirra og hjarta. —Dalurinn er þröngur og rennur lítil á eftir honum, Uskedalsáin; beggja megin við hana standa býl- in, líkt dg á sér stað víða lieiina á Fróni. Neðst í dalnum eru fjalla- Iilíðarnar þaktar skógi sem þó er hvergi þéttur né tröllslegur, likur skógunum, er eg sá síðar á auStur- landinu. Samt gefur skógurinn þar neðra miklar afurðir af sér og er til' mikilla hlunninda fyrir dalsbúa. bæði til eldsneytis og byggingar. Það vakti mikla undrun hjá mér, að sjá hvernig hann var fluttur heim að bæjunum, eða réttara sagt trén, oftir að þau voru feld. Það var gert á þann hátt, isem nú greinir: Sterk- ur vírstrengur var festur ofarlega í fjallinu, nálægt þeim stöðum sem átti að höggva skóginn; annar endi vírsins var svo festur niðri á jafn- sléttu. Svo var vírinn srengdur þar til hann myndaði sjálfstæðan boga fyrir ofan trjátoppana. Eftir það voru tré þau, sem höggvin voru, fest við hann með járnJkrók og runnu þau svo með geisihraða niður eftir strengnum, alla leið niður á ár- bakkann. Mér datt í hug, að slfku mætti við koma á mörgum stöðum heima á íslandi við móflutning, þar sem hans er aflað á háttiiggjandi stöðum. í ieiðangri þessum inn í dalinn kyntist eg bónda nokkrum, Sivert- sen að nafni. Síðar var eg daglcgur gestur hans, og marga ánægjustund- ina liafði eg af því að spjalla við liann, Hann var einn af þessum sannmentuðu bændum, sem að eins hafa aflað sér bóndastöðunnar, með öllum þeim erviðleikum er henni fylgja, til þeiss að gota fyilt lungun af óspiltu hreinu lofti dag hvern, o>g geta notið vors og vetrar með guði og náttúrunni. Eg sagði eitt sinn við hann: “Eg get ekki skilið það, hvernig stendur á því að fólk getur fæðst, lifað og dáið hérna í firðin- um, án þess að verða skáld eða lista- menn.” Hann horfði á mig dálitla stund og brosið, sem var á hruk-k- ótta andlitinu, lýsti meðaumkun yfir fávizku minni, um leið og það bar vott um stærilæti yfir því, að hann væri fæddur þar f firðinum. Og eftir stundarþögn spurði hann; “Hefir þú verið á Bullunni?” Eg glápti á hann. Var hann að draga dár að mér? Hann virtist hafa gam-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.