Heimskringla - 23.05.1918, Page 6

Heimskringla - 23.05.1918, Page 6
6. BLAÐSIÐA HEINuKRINGLA WINNIPEG, 23. MAl 1918 r* — • VILTUR VEGAR * / >• — ■ i Runnels fleygSi sér í stól meS hönd fyrir aug- um. **Mér þykir svo vaeut um þacS, aíS þi<S fundust ekki. Eg—viS vorum svo hræddir, — — éftir heitingar þínar— ’ ‘ Ó, þú misskildir mig." “Eg varíS svo hræddur, þá þú sagðist hafa fariÖ út aftur.—” "Eg?—” “Já, þú. Eg hefi veriS nær viÖ að missa vitiS þín vegna." “Gott og vel. Eg fór út í nótt. En Allan fylgdi mér hvert spor. Nei, eg gæti ekki gert verk likt þessu.” "ViS vorum hræddir vegna þinna eigin orða í nótt.” “ó, eg sagöi það í ofsa reiði. Eg hefði aldrei framkvæmt það. Langt frá. “Eg er nú samt hræddur um að þeir Wade og félagar okkar láti eitthvað heyrast um viðskifti ykkar Cortlandts í nótt. Við ættum að finna þá sem fyrst." Kirk flýtti sér að fara í fötin, en Runnels leit á úrið, og áleit þeir gætu náð Wade á skrifstof- unni. Þeir flýttu sér á járnbrautarstöðina. Runnels sagði alt hvernig menn héldu að þetta hefði að borið. Útlitið fyrir Kirk var ærið skýjað. Lög- regluþjónn einn fann Cortlandt fyrstur fyrir algeng- an fótaferðartíma. Honum varð hverft við, og blés eftir hjálparliði. Þar næst sendu þeir skeyti til fylkisstjórans, sem bjó þar rétt hjá. Alfares fór sjálfur tafarlaust að finna frú Cortlandt og tjá henni tíðindin. Allir borgarbúar vöknuðu upp við þessi tíðindi. Allir höfðu ósköp að segja. Sumir sögðu það sjálfsmorð, aðrir kendu það ræningjum, en flestir töldu það brátt áfram launmorð.. Jolson herforingi var kominn frá Culebra á bifreiðinni, en Bland liðsforingi var væntanlegur með hraðlest- inni nr. 5, sem nú var að bruna inn á stöðvarnar. Hann kom alla leið frá Gatun. Runnels langaði til að hitta hann þá hann stigi af lestinni. "Það er sjálfsmorð,” sagði Kirk loksins. “Óvíst,” svaraði einhver, sem til heyrði. “Hann var óður í nótt og það svarar til þess sem hann bar mér á brýn," mælti Kirk í lágum rómi við Runnels. "Ef vinir okkar vildu einungus halda sér sam- an,” svaraði Runnels. “Það er ómögulegt að vita hvað þeir Spánverjarnir hafast að, ef þeir fréttu það sem bar við í nótt.” “Cortlandt var Bandaríkjamaður." “Já, en þetta skeði í Panama, svo þeir fjalla um málið.” Þó þetta væri sunnudagsmorgun, eftir alt sam- an, voru þeir Wade og félagar hans komnir á skrif- stofuna. þegar þeir sáu Runnels, keptust þeir um að heilsa honum. En Kirk sáu þeir ekki. Þeir fóru að dylgja um viðburðinn sín á milli. Aðstoð- ar yfirmaðurinn aðvaraði þá rösklega um að segja þar sem fæst og mælti: "Piltar mínir, það hefir máske engin áhrif að segja ykkur, að láta ykkur ekki varða um það, sem fyrir kom í bænum í nótt. Kirk heldur að maður- inn hafi verið bilaður á geðsmunum og veiklaður til muna á sál og líkama. En hvað um það, Cort- landt eftirlætur ekkju, og hvað á hafi gengið við síðasta kveldverð, verður að geymast alveg óum- talað og geymt hjá okkur.” “Hvað gjörði hann brjálaðan?” svaraði Wade. “Gjörðir hans í gærkveldi svara fyrir sig sjálf- ar," svaraði Kirk. “Maðurinn hefir verið mjög ruglaður, að trúa og fara með það sem hann gjörði,” bætti hann við. “Heldur þú þá, að hann hafi skotÖ sig sjálfur?” Kirk hneigði sig. “Eg er því ekki samdóma. Eg hefi oft séð rugl- að fólk, og hann var eins heilbrigður og nokkur okkar. Eg held hér sé ekkert leyndarmál. Eg held það sé bezt að vera opinskár. Sannleikurinn meiðir engan.” "Þetta er slæmt háttalag," mælti Runnels, “og eg ætla ekki að blanda mér inn í það. Eg hefi heyrt orðasveiminn um uppistand, sem fyrir hafi komið á meðal vor, og er hræddur um að þið, pilt- ar mínir, hafið talað helzt of mikið fyrir ykkur sjálfa.” Wade svaraði skeytngarleysislega: Já, eg svara fyrir sjálfan mig, og eg ætla ekki að lofa nokkrum heimullegri þögn. Ef þessi bend- bending, sem nefnd hefir verið og kom fyrir í gær- kveldi, hefir átt nokkurn þátt í dauða Stephans Cortlandts, ætti það alt að komast upp, og sá sem sekur er að svara fyrir sig sjálfur.” I þessum svifum kom Alfarez og tveir lögreglu- þjónar inn um bakdyrnar. # Annar auðsýnilega lið- þjálfi. “Svo—þarna ertu”, hljóðaði Alfarez, er hann k*m auga á Kirk. Þá talaði hann á spönsku við liðþjálfann nokkur orð, sem færði sig nær og lagði höndina á öxlina á Kirk. “Þú ert fangaður í nafni laganna,” mælti hann. “Hver er ákæran,” “Herrar mínir! ÞiS verðið svo vænir, að gefa fram nöfn ykkar. Já, dómarann fýsir að fá að vita alt, sem fram fór við kveldverð þann, sem þið sátuð að með herra Cortlandt, sem nú er fundinn dauður.” “Fyrir hvaða ákæru er eg fangaður?” inti Kirk aftur. “Komdu með okkur! Þú ert undir Iögunum nú, og það er nóg fyrir þig að vita”, svaraði liðþjálf- inn. Um leið og þetta bar við, tók byggingin að hristast og titra, því þá rann lestin nr. 5 inn á stöð- ina. Lestin kom frá Colon. Með henni kom John Weeks, ræðismaður Bandaríkjanna, og herra Wil- liam frá St. Louis í fremstu vögnum. Þá þeir komu út úr vögnunum voru strætin troðfull af fólki. Auð- sjáanlega höfðu þeir eitthvert sérstakt augnamið, sem þeim var kappsmál. Beint á móti þeim kom Alfarez, lögr'egluþjónarnir og fjöldi flækingja og iðjuleysingja, sem safnast utan um þessháttar föru- neyti. Einn í hópnum var Kirk. “Þarna er hann," hvíslaði ræðismaðurinn að félaga sínum, “láttu sjá og gríptu hann af þeim!” William frá St. Louis snaraðist sem kólfur flýgi gegn um mannþröngina, ruddi lögregluþjónum og öllum jafnt til beggja handa. En aldraði feiti ræð- ismaðurinn, sem mændi yfir fjöldann, stóð kyrr og horfði þangað sem William stefndi. Allir vildu sjá alt, sem við bar, en flestir þenna stóra öldung, sem horfði hvast og stöðugt á fylgd Alfarez. Fólk fór því að flýta sér úr vegi fyrir William, sem bæði var handfljótur og handfastur. Hann þeytti Panama lögregluþjónunum sínum til hvorrar hliðar og lagði hönd sína á öxl Kirk Anthony og mælti, svo hvein í byggingunni: “Gott og vel, herra Jefferson Locke, þú kemur með mér!” "Halló! Williams, loksins ertu kominn," og Kirk brosti til hans. 1 þessu reyndi lítill lögreglumaður í bláum ein- kennisbúningi að ná Kirk, en Williams veik honum til hliðar. “Það gjörir þér fráleitt gagn að veita viðnám. Eg er kominn—” # Runnels ruddist fram til þeirra og gjörði fyrir- spurnir. "Og eg hefi föngunarbréf á hann,” mælti Wil- liam. "Fyrir hvað?” “Og fyrir eitt og annað, svo sem áttatíu þúsund dali, stolnum úr sjálfshendi. Eg tek hann með mér og sé um hann heimleiðis.” “Hvað þá?" hrópaði Alfarez í samræðu við sína menn—"sjálfshandar peninga þjófur? Flest er honum til lista léð, — —” og sneri spurning- unni að William. “Það er einmitt það. En ef þú «-rt lögreglu- stjórinn hér, vildi eg biðja þig að taka hann fastan samkvæmt lögum ykkar, því eg veit eg er utanrík- is leynilögregluþjónn og stend á erlendri lóð.” “Það er einmitt það rétta,” hrópaði John ræð- ismaður til Alfarez, sem var mjög ant um að hafa eitthvað að segja í stórmáli þessu. “Eg vil sjá um piltinn, herra William. Hann er útundir sig, þessi náungi. Slæmt að þið komuð heldur seint," hélt Alfarez háðslega áfram. “Við vorum rétt búnir að fanga hann, þann herramann. Hann myrti herra Cortlandt í nótt er leið. Hann þarf fyrst að svara til þeirrar ríkiskæru, eg fullvissa ykkur.” Kirk hneigði sig og mælti til William: “Slæmt þú náðir ekki hingað í gærkveldi.” þeir héldu þá af stað meö fangann, og skildu þá eftir, William og John ræðismann. John mælti: “Og Cortlandt myrtur! Eg hafði alið nöðruna lengi við brjóst mér,” og hann blés mikið. En William bölvaði öllu í jörðu og á, og ræðismanninum, sem enn gapti og blés upp og ofan. -Það var um nónsnæðing, að Alfarez fékk tíma að finna Garavel fólkið heima. Bankamaðurinn og dóttir hans sátu að snæðingi og Alfarez settist hjá þeim. Þau voru að tala saman um nýjungar dagsins, og skelfingu þá, sem hafði borið að hönd- um bæjarbúa. “Ó, Ramón!” byrjaði gamli maðurinn með á- kafa. "Taktu þér sæti og segðu okkur síðustu fréttirnar. Þetta eru stórfeld tíðindi, finst þér ekki? Einn okkar bezti vinur. Eg fór að finna ó- hamingjusömu ekkjuna, og jafnvel enn þá get eg ekki trúað því, að Cortlandt sé dauður.” "Já, meir en hryllilegur atburður. I síðasta skifti í gærkveldi sá eg hann heilan og ánægðan.” Enda þótt Alfaez dauðlangaði að segja þeim nýjustu fréttirnar, þá leizt honum ekki svo vel á svipinn á kærustunni, að hann vogaði að skjóta þeim fyrirvaralaust inn í samræðurnar. En aldrei hafði nokkur sigurvegari verið jafn ánægður og sæll í sálu sinni, sem Alfarez var í þetta sinni. Hann hafði flýtt sér sem mest hann gat, að losna frá lög- regluliðinu, þegar búið var að loka Kirk inni í kjallaraklefanum. Og hann hafði teigt úr löngu fótunum alt hvað af tók, svo hann gæti sem allra fyrst sagt Garavel fólkinu nýjustu fréttirnar, um peningaþjófnaðinn úr sjálfshendi og ótal aðra stór- glæpi, sem Kirk var sannur að sök um. En það var eins og allur máttur væiri dreginn úr honum, þá hann sá svipinn á ungfrú Garavel. Hann bar ekki minsta vott um, að hún hefði tekið allar þessar fréttir nokkuð nærri sér. “Já, jafn inndæll og Cortlandt var. Hann var minn bezti vinur. Þú nístir mig að hjarta,” hélt Garavel áfram. "Já, að vita hann drepinn á þenan þrælmenn- islega og níðingslega hátt.” “Drepinn?—Er nú haldið, að hann hafi verið drepinn? Caramba! Eg heyrði hann hefði skotið sig sjálfur. Það voru almæli fyrir klukkustund síðan.” Garavel varð bilt við, svo hann var nærri búinn að setja diskinn út af borðinu. Ramón hneigði sig/ “Það eru grunsamar á- stæður að tarna. “1 gærkveldi, eftir danstímann lenti hann í voða rimmu við einn þenna Bandaríkja óeirðarfant. Svo mikið er áreiðanlegt.” Nú virtist Gertrudis loksins taka þátt í samtal- inu. Dökku augun urðu stór og spyrjandi, og hún tók fram í: “Aumingja frúin! Hún hlýtur að líða mikið.” “Ójá, ef til vill. Fólk getur ekki svo vel gizkað á það,” svaraði Ramón, ypti öxlum og brosti. "Hvað áttu við?" æpti Garavel. “Hvað um þessa rimmu, sem hann lenti í, Ramón. Eg er for- vitinn að heyra um það.” “Hra Cortlandt snæddi kvöldverð á Tivoli sein- ast í gærkveldi, með öðrum sex mönnum, eiginlega vinum sínum frá Central. Þeir drukku fast. Þjón- arnir hafa víst sagt frá því. Einn af þeim, sem þar var, hefir skýrt mér frá því öllu saman, eins og það gekk til. Það virðist nú, og jafnvel borið á því áður, að Cortlandt væri hraoddur um konu sína.-------” "Mögulegt! Hræddur um konuna? Já, kæri Ramón, skolli fallega konu, — aðdáanlega falleg, — hún lafði Cortlandt." “Eg skal fara," mæltl Gertrudis og stóð upp. “Nei, nei,” flýtti Ramón sér að grípa fram í. “I hamingju bænum vertu okkur til ánægju. Eg hefi eftirtektarverðar fréttir að segja, sem eg vona að þér sé ekki stríð í, Signora Garavel. — Herra Cortlandt ákærði einn af vinunum, í viðurvist hinna allra, um heimilis ákærur. Það er bæði ótta- legt og sorglegt. Þar átti sér ofbeldi stað, og hinn maðurinn hafði í heitingum, — að ráða Stephen af dögum—” Garavel ætlaði ekki að ná andanum. En Ram- ón gaf bendingu um að hlýða á. “Ó, eg get naumast sagt frá því. . það var bezti vinur Cortlandts, maður sem hann hafði gjört þúsundir velgjörða fyrir, á allan hugsanlegan hátt. Einmitt þenna mann ákærði hann, — um konu sína-------” Ramón vaktaði út undan sér, hvaða áhrif orð hans hefðu á feðginin. Hann sá roða færast í kinnar dótturinnar. Hann hélt gætilega áfram:— "Þið munduð aldrei geta getið upp á manninum —eg hika við að segja nafn hans, en þið hljótið að frétta það þá og þegar, kæru vinir mínir. — Mað- urinn er — Ant-óní.” “Garavel kom engu orði upp lengur. En dótt- ir hans sat sem liðið lík í stólnum. Loks gat Gara- vel náð málinu. Svívirðilegt! Næstum ótrúlegt. Hefir skálk- urinn svívirt fjölskylduna svona? —Hreint ótrú- legt!” “Hann er fantur, eins langt og eg hefi þekt til hans," mælti Ramón. Þetta er lygi! Þú ert lygari!” Gertrudis þaut á fætur og stóð ægileg og í alt búin fyrir framan þá. Gertrudis! Gertrudis!" mælti faðir hannar í þaggandi málrómi. “Þú heyrir, að Ramón segir okkur þetta!” “Já, hann sveik herra Cortlandts vona fallega. Hann er búinn að því í marga mánuði," mælti Ramón. “Það er aftur lygi! Hann elskar enga konu nema mig!” ‘ Gertrudis!” hrópaði Garavel enn þá. Hann gat ekki áttað sig á að dóttir sín, nær því gift, gæti talað og sýnt látbragð neitt þessu líkt. “Þetta eru eigi falleg orð til upptekningar. Hver hefir kent þér að hafa þau um hönd? Hafi hann svikið beztu velgjörðamenn sína, þá hefði hann alt að einu get- að svikið þig. Það var okkar stóra lán, að losna við hann í tíma. Þú sérð nú, að eg var spakráður, þá eg vísaði honum frá heimsóknum í olckar hús.” Nei! Þú veizt ekki. Eg trúi ykkur ekki.” Ramón hafði öldungis ekki búist við, að fá svona lagaða vörn. Það var auðséð tap en ekki gróði, að færa svona fréttir. Hann lézt taka vörn hennar, sem við hefði mátt búast, og mælti: Eg hefði aldrei átt að flytja þessi alþektu tíðindi. Eg vissi heldur ekki, að dóttir þín er ást- fangin af honum enn þá.” j “Og hún ann honum ekki sem hún lætur,” mælti svaraði Garavel með hátíðlegri röddu. “Jú, vertu viss eg gjöri. Elska hann einan!” Báðir stukku þeir á fætur og gláptu á hana eitt augnablik. Sá eldri með undrun, en sá yngri sót- svartur af reiði, og ilskan og afbrýðin veltist um andlitð á honum. “Þögn!” þrumaði Garavel. “Fram undan þér og þarna stendur unnusti þinn! Mannsefni þitt!” "Ykkur sést báðum yfir,” mælti hún fast en stilt. “Nei, okkur sést ekki yfir," muldraði Ramón. “Menn sem með þeim voru, hafa sagt alt. Kirk er fangaður fyrir morð. Hann er í járnum í mann- dráparaklefa, undir lögreglustöðvunum. það var eg, sem lét fanga hann.” Unga konan, háa og granna, bognaði lítið eitt, sem nýgræðingur einmana á bersvæði fyrir ofsa- byl. En.hún náði sér á sama augnabliki. “Ramón,” mælti faðir hennar gremjulega, “þú mátt ekki æsa hana. Hún er í geðshræringu. En þessi uppþot í ungum stúlkum eru algeng, og hverfa fljótt. Maðurinn er vænn yfirlitum og hann töfraði hana, en það líður frá.” “Þetta er ekki alt," svaraði Alfarez æstur. "Hann er ekki sá maður, sem hann lézt vera. Hann lýgur til nafns síns, aukheldur annars. I dag komu tveir Bandaríkja embættismenn og fanga hann. Hann er þjófur. Stal $80,000 úr sjálfs sín hendi, og ótal margt annað sögðu þeir, að hann hefði að- hafst. Það er meira en grunur, sem hann hefir á móti sér. Fyrir klukkustund síðan talaði eg við þenna leynlögreglu yfirmann, og við John Weeks ræðismann, sem með honum kom að leita hann uppi. Þeir sýndu mér skjölin, sem sanna það, og alt þetta kemur út í blöðunum í dag. I nótt, þegar Cortlandt ákærði Anthony, varð hann uppi, og sór að drepa hann eins fljótt og hann næði til hans. Hann efndi það líka. Snemma í morgun fanst vesalings Stephen skotinn á hafnarvirkinu. Eru þetta ekki nægilegar sann^uir?” “Sýnist svo”, svaraði Garavel. “Þá sér þú, dóttir mín, frá hverju eg hefi frelsað þig. Þetta er sannnefndur þakkargjörðardagur fyrir þig, eins og fyrir mig. Fyrir þessar fréttir skal eg láta reisa steinkross á hæðinni ofon við húsið mitt. Og það sem eg á etfir ólifað, skal eg biðjast þar fyrir og þar skulu augu mín hvíla með þakklæti og lotningu. Sjáðu nú! Hér er Ramón, sem hefir dregið grím- una af skálkinum. Áttu ekkert þakklætisorð að inna honum?” “Já, hann gjörir það, en alt þetta eru ósann- indi, mælti hún rólega og svipur hennar var eins bjartur og ljósin á altari dómkirkjunnar. "Ó, hann er í glæpamanna varðhaldi nú, og þar skal hann vera þangað til hann verður færður til Chiriqui, eða-----” “Fylgdu mér strax til hans, faðir minn. Eg verð að flýta mér til hans, mælti Gertrudis djarf- lega. Garavel gat ekkert nema blínt á dóttur sína, gapandi. Eftir nokkur augnablik sagði hann þó: ‘Fara þangað? Hefi eg mist vitið og skilning- inn?” Hann nöldraði eitthvað, sem ekki skildist. Já, eg verð að finan hann. Hann er eiginmað- uyr minn.” “Eiginmaður þinn!” ‘Já, við giftum okkur í gærkveldi—” Nú varð algjör dauðaþögn. Ekkert heyrðist, nema ganghljóð klukkunnar, og til kerru, sem þaut eftir götunni utan við gluggann. Loks æpti Gara- vel: Þú, heilaga Guðsmóðir!” og hann hné ofan í sætið aftur. Ramón leit æðislega í kring um sig. Gertrudis reisti höfuðið hátt og mælti: “Já, eg er kona Kirks Anthony. Eg ætlaði ekki að segja ykkur það svona fljótt. Þið hljótið að sjá, að mér er ant um að sjá hann tafarlaust. Ella held- ur hann eg trúi þessari lygasögu.” "Þú ert gengin af vitinu. Þú veizt ekki hvað þú ert að segja.” mælti faðir hennar. "Jú. Þekkið þið ekki dómarann frá Colon? Hann gifti okkur. Hann færir sönnur á það hve nær sem eg æski. Það eru samningar við hann. Mér þótti ákjósanlegri kirkjugifting. En á það varð ekki kosið í hasti, og hún mun framin síðar. þið þekkið Runnels hjónin. Þau eru vitnin. Finnið þau! Eg hefi aldrei verið eins ánægð síðan eg fæddist, eins og síðan í gærkveldi. Eg hefi oft og iðulega beðið Maríu að gefa mér Kirk, og hún bænheyrði mig. Já, eg hefi vakað marga nótt, og beðjð hana grátandi, á knjánum, flöt á gólfinu. Aldrei gleymi eg að þakka henni og gjörgr hennar vilja, meðan eg lifi.” Hún ljómaði af gleði. “Þetta er borgaralegt hjónaband,” muldraði í Ramón. “Já, borgaralegt hjónaband, sannarlega, tók Garavel undir. “Svo það var til þess arna, sem þið svikust burtu af dansinum,” og eldur leiftraði úr augum hans. “En eg vil ekki heyra þetta. Skilurðu það! Þú ert trúlofuð Ramón. Þú játaðir því sjálf.”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.