Heimskringla - 23.05.1918, Page 7

Heimskringla - 23.05.1918, Page 7
WINNIPEG, 23. MAl 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Um íslenzkt þjóðerni. (Prain'h. irá 3. bte.) bömin á ensku; þesisu á eg bágt með að trúa, en neyðist til þess; ástæðan fyrir þessu er talin sú, að með öðrum ihætti skilji börnin ekki þýðinguna, sem liggur í íslenzku orðunum. Veit eg, að í guðfræði- málinu eru til orð, sem þung eru fyr- ir barnsLskilninginn, en þá kemur til kennaranna—prestanna—að út- skýra þau á móðurmálinu; það ætti ekki að 'vena þeim ofvaxið, sem hver sæmiiega upplýstur leikmaður get- ur gjört. Hver afdrif íslenzkrar tungu verði hér veetan hafs, nær tímar líða, á það er ekki hægt að gizka; en búast miá við, að hún verði ek'ki um aldir fram daglegt mál afkomenda okkar. En mér finst, að við ættum ekki að flýta fyrir aldurtila hennar, og sfzt sæmir það þeim, sem settir eru tii að vísa þeim ungu leiðina; þeir ættu að meta það heiður sinn, finna það hugþekka skyldu sfna, að standa á verði um það, sem er göfugt og gott í íslenzku þjóðerni. Mig hryllir við að hugsa til þess, að niðjar okkar missi þjóðernis með- vitund sína, týni öllum íslenzkum máttarstoðurn, já, gleymi: “Feðrum, sem að framtak oss festu f skapi ungu; mæðrum, sem við kvæði’ og koss kendu’ oss þessa tungu,” og verði svo að andlcgum uppskafning- um frarnmi fyrir annarlegum þjóð- um. Mér hefir fundist sjálfeagt, að vernda íslenzka tungu eftir megni; hlúa sem bezt að blessaða ylhýra málinu okkar, sem vart á sinn lfka; það ætia eg að gjöra, svo mikið sém mér er unt og tími vinst til, þá fáu daga, sem eftir kunna að vera; fela svo forsjóninni hvað verða kann eftir minn dag. Hvað Yestur-íslendinga áhrærir, eiga þeir, að eg hygg, sízt skylda þá aðdróttun, að margir — óákveðið hverjir, — hafi sýnt ótrúmensku og drottinsvik í þessu landi, verið sem Mörður í fyrri daga, verið vanþakk- látir, o.s.frv. Þessi og þvílík um- mæli finnast mér hvorki sönn né góðgjörn, og eiga illa við um Vest- ur-fsiendinga, að minsta kosti hér í Canada. Hjá þeim eiga þau yifirleitt ekki lieima; þeir hafa ekki áunnið sér þenna óhróður; og svo mun vera um Vestur-ísl. annars staðar. Hér í Canada hafa íslendingar verið skip- aðir í ifjöldamarga]’ ábyrgðarstöður og þykja s’anda f þeim sér og þjóð sinni til sóma. Austur til vfgvallar hafa þeir sent fjölda af vöskuin drengjum, fyllilega eins marga og aðrir þjóðflokkar, eða vel það, að réttu hlutfalli við fólksfjöldann; og væri tölum talin öll fjárframlög þeirra í stríðsins þarfir, myndi sjást, að einnig þar hafa þeir haldið uppi sínum hluta. Að iíkindum verður ihér í landi, á síðan, ein nokkurn veginn samgróin ný þjóðarheild, runnin saman af hinum ýmsu þjóðarbrotum; en ekki alt í einu, heldur smám saman; og það er ekki hyggilegt, ekki heldur mögulegt, að hraða þjóðarmyndun- inni. Engin iög né vanhugsaður á- kafi getur um það komið neinu góðu til leiðar; það er tímans mikla starf, en mönnum otvaxið. Hægfara og jafnt, svo þjóðin eins og viti varla af ummyndaninni, mun farsæl- ast og bezt; þá munu hinir marg breyttu þjóðernis eiginleikar bezt renna saman í nýtt þjóðerni. Má þá verða svo, að ihin fslenzku þjóðar- sérkenni verði fyrir hina nýju þjóð- ernissamsuðu sem saltið er fyrii fæðuna. Því er það Skoðun mín og sannfæring, er styrkist þvf meir sem eg hugsa þetta málefni gjörr, að far- sælast og drýgst muni reynast, að geyma sem bezt og lengst að verða má, það kjarnmesta og göfugasta, sem til er í þjóðerni okkar, ieggja það á borð með niðjum okkar í framtíðinni, og mun það reynast þeim sá fjársjóður, sem ber blessun arríka ávexti til manndóms og menningarþroska í þessu landi. Þjóðernismálið er okkar sérmál, og að því getum við hlúð, án þess að vanrækja skyldur okkar í þeasu landi. Eg hefi sýnt fram á, að af þeim kjarna eykst okkur kraftur og inanndómur til að gegna þeim. — Þjóðernismálið er og æ‘.ti að vera öllum Vestur-ísl. helgur dómur, sem við ættum ekki að gjöra að ágrein- ingsmáli, heldur hlúa að því í bróð- erni og styðja til þeiss hver annan. Og nú á þessum örlagaþrungnu tímum, þegar mikill meiri hluti hins mentaða heims er flakandi af sár- um, þegiar liggur við, að allri sið- inenning blæði til ólífis, þegar milli- ónir sakleysingja fljóta í blóði sfnu, þegar friðurinn og réttlætið er gjört útlægt, þegar bilið á milli lífs og dauða er sem eitt augnakast, þá virðist nú illa valinn tími til að ráð- siaga um, hvernig eigi að fyrirkoma sem fyrst þvf, sem nú mest heldur uppi kjarki, þrautseigju og dreng- skap þeirra, isem nú, eru að leggja lífið í sölurnar. Stæði okkur ekki nær, að 'biðja, eins og eitt okkar merkustu iskálda, þar senl hann stóð við siglutréð: “Drottinn. lát “strauma af lífissólar ljósi læsast f “farvegum hjartnanna þel. Varna “frá bylgjum frá ólánsins ósi, unn ‘óiss að vitkast og þroskast. Gef "heill sem er sterkari en Hel.” Ritstjóri Heimskringiu hvatti til þess f athugasemd sinni við “Hug- vokjuna”, að menn léti í ljós skoð- anir sfnar á þjóðemismálimu. Eg hefi búist við að þeir, sem eru mér langt færari að ræða þetta mái, létu til sín heyra. Það sem eg hefi sagt hér að framan, er mín skoðun og föst isannfæring. Vestur-íslending- ar þurfa að rækta það bezta, sem þeir tóku f arf frá forfeðrum sínum, og ávaxta það ihér, jafnframt því, að PURITV FLOUR TMORE BREAO AND BETTER BREADV PURITY FLOUR (GOVERNMENT STANDARD) Þetta er ekki “StríSs-Hveitimjöl” Að eins “Stríðs-tíma-Hveitimjöl” Canada. Brúkið það í alla bökun. 1 v * 144 ÉMifflÉmi rai Gleymið ekki íslenzku drengj- unum á vígvellinum Sendið þeim Heimskringlu; það bjálpar til að gera lífið léttara KOSTAR AÐ EINS 75 CENTS I 6 MÁNUÐI eða $1.50 I 12 MÁNUÐI. Þeir, sem vitóu gleðja vini sína eða vandamenn í skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunum á Englandi, með þvf að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, eettu að nota sér þetta kostaboð, sem að eins stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nöfnin og skildingana, og skrifið vandlega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. The Viking Press, Limited. P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg reynast trúir og vandaðir borgarar þessa lands; reynast góðir Canada- íslendingar, það er vel mögulegt; allur vandinn er, að reynast sjálfum sér trúir og þeirri stöðu, sem hver er kallaður til; leggja stund á, að vera sannir menn. 1. maf 1918. Jónas J. Húnford. ------o------- Skýrsla yfir Betel- samkomur í Selkirk, Morden bygð (Brown P. O.) og Piney. Herra ritstjóri! Um leið og eg bið þig að birta þessa skýrslu í biaði iþínu — og þar sem það á að verða sú seinasta — þá iangar mig til að þakka þér fyrir þá hjálp, er þú hefir veitt Betel sam- komum þcssum í gegn um Heims- kringlu. Betel sarnkotna var haldin 18. apríl í hinu nýja sainkomuhúsi Selkirk- búa. Það helzta, sem fyrir kom á þessari samkomu og sem mig langar til að minnast á, um leið og og end- urtek þakklæti mitt til þeirra, er hlut át‘u að máli, var heiðursgjöf sú til Betels, er meðlimir Goodtemp- larastúkunnar “Eining” afhentu mér til minningar um Jóhönnu sál. Straumfjörð. Hún ihafði verið mieð- limur þessarar stúku á sfnum yngri árum, er hún dvaldi með móður sinni í Selkirkbæ. Um leið og hr. Klemens Jónasson afhenti gjöfina ($50.00) mintist hann á Jóhönnu sál. isem eina af þeim ógleymanlegu stúlkum, er oft hafi alist upp þeirra á ineðal. Og með gjöf þessari vildu bæjarlbúar, þeir sem höfðu þekt haiia, sýna, að þó hún væri 'þeim horfin, lifði hún enn í huga þéirra og hjörtum. óeigingjarnar sálir iiifa iengi og starfa á meðal okkar, þó þeirra jarðneska hús hafi horfið okkur sjónum. Á laugardagskvöld 20. apríl heirn- sótti eg Morden-bygðarbúa, 20 ís- lenzkar fjöLskyldur að mér er sagt; en þó þeir séu fámennir ery þeir ekki eftirbátar í því að styrkja Bet- el, eins og sjá má af skýrslunni. Hér voru allir byrjaðir á vorvinnu og þar af leiðandi innunnu þeir sér þann heiður að byrja samkomu sína seinna en nokkur önnur bygð. Og hafa þó margir gert vel i þá átt. Þegar klukkan var orðin 11, voru 18 fjölskyldur komnar, og var þá stigið f stólinn. Ekki veit eg hvenær iþessar tvær seinustu fjöl- skyldur komu. — Eg fór að sofa kl. 4, hæst ánægður, þó seint væri byrj- að. — Þeir búa vel, bændurnir f Morden-bygð. Ilvergi fékk eg eins mikið af hangikjöti og pönnukök- um og þar. Seinasta Betelsamkoinan var hald- in 4. maí í Piney, Man. Sami hlý- leikinn til Betel ibýr þar í liugum og ihjörtum manna, sem annarsstað- ar. Jafnvei litlu börnin fóru að taia um gamalmennaheimilið við mig og Sólskinssjóðinn. Á þessari sam- komu voru fleiri ungmenni, piltar og stúlkur frá 10 til 16 ára, en vanalega voru frábrugðin öðrum í því, að hefir átt sér stað. Ungmenni þessi þau tóku öll tækifærið til að skemta bæði mér og áhorfendum mfnum ineð fögrum söng. Ekki veit eg hverjum á að þakka fyrir að hafa kent ibörnunum að skemta bæði sér og öðrum á þenna hátt, en sannar- lega eru ungmenni þessi foreldrum og bygð sinni til stórsóma, og ótrú- legt þykir mér, að dansinn verði þeirra eina skemtun, þegar fram líða stundir, eins og á sér stað víða annars staðar. Skýrsla; í vSelkirk-bæ, samskot $33.45, gjöf Freemann Freemannson $5, stúkan “Eining” I.O.G.T., $50.00; alls $88.55,— Morden-bygð (Brown P.O.), samsk. $64.00, kaffi $7.55; alls $71.55 — Pincy, samskot $29.18, kaffi $12.07, alls $41.21. Samanlagt allis $201.25; ferðakostnað- ur $23.25. Ágóði $178.00 Allar inntektir: f Vatna-bygðum...........$499.65 Argyle-bygð...............176.45 Nýja íslandi..............441.15 Manitobavatns bygðuin .. .. 516.45 Nrrðr Dakota............. 445.95 Minneeota................ 677.88 HEIMSKRINGLA er kærken- inn gestnr íslenzkom ker- mönnnm. — Vér sendnm hana tíl vina yíar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir aSeins 75c í 6 mánuÖi eÖa $1.56 í 12 mánuði. Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd Ohieago .. .. Morden-bygð Selkirk .. .. Piney...... Winnipeg .. Samtals og úthúnaður ........ 17.00 71.55 88.45 41.25 112.45 $3,088.23 581.10 Umboðsmenn Heimskringlu ■ • 1 Canada: Hreinn ágóði Vextir..... $2,501.13 . 7.64 Árborg og Framnes: Guðm. Magnússon .. .. Framnes Halldór Egilson .... Swan River Snorri Jónsson ________Tantallon Jón Sigurðsson _____________Vidir Vaigerður Josephson 1466 Argyle Place South Vancourer, B. C. Pétur Bjarnason _________Vestofol * Auiguist Jolhnson .... Winnipegosis ólafur Thorleifsson ... Wlld Oa Sig. Sigurðsson..Winnipeg Baact Samtals $2,508.77 Til allra Islendinga í þeim bygð- um, sem eg hefi heimsótt. Kæru vinir:—Um leið, og eg skila af mér peninga upphæð þeirri, sein þið hafið gefið Gainalmennaheimil- inu í gegn um samkomur þær, er haldnar hafa verið i bygðum ykkar á iþesisum liðna vetri, vil eg þakka ykkur af öllu ihjarta fyrir að hafa leyft mér að vera nokkurs konar inilliliðnr ykkar og Betels. Um leið vil eg opinberlega þakka guði, föður okkar allra, fyrir að hafa gefið mér bæði löngun og viljakraft til þess að framkvæma verk þetta. Þá sem verða aðnjótandi af starfi þessu og finna til þakklætislöngun- ar í hjarta sínu, bið eg að beina orðum sínum til guðs, og ininnast þeirrar persónu, ®em verkið er unnið til minningar um—Jóhönnu Straumfjörð (Eggertsson). Magnús Talt............... Antler Páll Anderson .....Cypress Rivei Sigtryggur Sigvaldason ___ Baldur Lárus F. Beck ........ Beckville Hjálmar O. Loptsson ... Bredenbury Bifröst og Geyisir: Eirfkur Bárðar9on.........Bifröet Thorst. J. Gíslason.........BrowD Jónas J. Hunfjörd....Burnt Lake Oskar Olson ....... Churchbridge Guðiu. Jónsson.........Dog Creek J. T. Friðriksson...........Dafoe O. O. Johannaon, Elfros, Sask John Janusson Foam Lake B. Thordarson Gimli G. J. Oleson........... Glenboro Geysi: F. Finnbogason............Hnausa Jóhann K. Johnson ........ Heela Jón Jóhannsíon Holar, 8ask. F. Finnbogason Hnausa II nsawiek: Si£. Sigurðson Wpg. Beach Andréa J. J. Skagfeld Hove S. Thorwaldson, Rlverton, Man. Arni Jónsson...............Isafold Jónas J. Húnfjörð......... Innisfail Paul Bjarnason__________Wynyaw I Bandaríkjunu*: Jóhann Jóhannsson__________AJsra Thorgils Asraundsson ___ Blalne Sigurður Johnson_________Bontry Jóhann Jóhannsson ______Csvnller S. M. Breiðfjörð________Edinburg S. M. Bieiðfjörð _______ Garðar Klís Austmann____________Gmfton Árni Magnússon___________HnUson Jóhann Jóhannsson________Heeuiei G. A. Dalmann __________ Ivsahoe Gunnar Kristjánsson......MlJton Col. Paul Johnson_______Mountain G. A. Dalmann ......>_ Mlnaeota G. Karvelsson ...-- Pt Robevte Einar H. Johnson___Spanhh ToVk Jón Jónsson, teóksall______tvold Sigurður Johnson__________UþteEB ókeypis til þeirra sem Þjást af Brjóstþyngslum Nýtt HelmllÍRmeKal, Sem MA Brfika A» Þc«i Teppant Frá Vftana. O. A. Eggertsson, Viðurkenning. Meðtekið frá Olafi A. Eggertssyni $2,508.77. Nefndin finnur sér ljúft of skylt ag þakka O. A. Eggertssyni fyrir hið mikla og góða verk hans fyrir Betel á síðastliðnum vetri; einnig þakk- ar nefndin öllum Iþeim, sem stutt hafa að því að góður árangur yrði af þessu kærleiksverki hans. Fyrir hönd nefndarinnar, J. Jóhannesson, féh. -------o-------- HAFIÐ ÞÉR BORGAÐ HEIMSKRINGLU? Skoðið iitla miðann á blaðinu yðar — hann segir til. Jónas Samson______________Kristnea J. T. Friðriksson_________Kanð&hor ó. ThorHifsson __________ Langruth Bjarnl Ttoordarson, Legllo -----— Lögborg __ Lille«vo| ___Lundar Markland j . Mory Hill óskar Olson ________ P. Bjarnason ________ Guðin. Guðmundsson Pétur Bjarnason _____ E. Guðmundoson_______ John S. Laxdal_____________Mozart Jónas J. Húnfjðrð_____Markerville Paul Kernested_________: Narrows Páll E. Isfeld................Nes Andrés J. Skagfeld....Oak Point St. O. Eiríksson.......Oak View t Pétur Bjarnason ............ Otto Jónas J. Húnfjörð......Red Deer Ingim. Erlendsson..... Reykjavik Gunnl. Sölvason...........Selkirk Skálholt: G. J. Oleson.............Glenboro Paul Kernested___________Siglunes Ilallur Hallsson _____Silrer Bay A. Johnson _____________ Sinclair Andrés J. Skagfeld .... Stony Hill Vér hötum nýjnn vets at! lœkna and- arteppu (asthma) og viljum aö þér reynits þa® á okkar kostnato. Hvort s«m þú hefir þjást lengur efla skem- ur af þessari veiki, þá ættlr þú atí senda eftir fríum skömtum af meöali voru. Gjörir ekkert til í hvernig lofts- lagi þú býrS, eöa hver aldur þinn er eha atvinna, ef þú þjáist af andar- teppu, mun þetta meöal vort bæta þér fljótlega. Oss vantar sérseaklega aö senda mehaliö til þelrra, sem átiur hafa brúkaö e'Ba reynt ýmsar atSrar ati- ferSir etSa metiul án þess^atS fá bata. Vér viljum sýna öllum þeim, sem þjást—á vorn eigin kostnaB—, atS atS- fertS vor læknar strax alla andarteppu og brjóstþrengsli. / Þetta tilbotS vort er of mikils vlrtSi til ati sinna því ekki strax í dag. SkrifitS nú og byrjitS strax atS læknast. Senditi enga peninga. AtS eins fult nafn ytSar og utanáskrift — gJöritS þatS i dag. FREE ASTIIMA COUPOJÍ FRONTIER ASTHMA CO„ Room 582T, Niagara and Hudson Sts., Buf- falo, N. Y. Seud free trial of your metkod to / Seztu á Bak við Hjólið á Ford og Keyrðu Svo. REYNDU það einu sinni! Biddu kunningja þinn að leyfa þér a3 “stýra” bifreiðinni hans á beinum spöl. Þér mun þykja það gaman og þú munt undrast hvað auðvelt er a<5 fara með Ford. Ef þú hefir aldrei fundið hvað hressandi það er að stýra þinni eigin bif- reiðv þá áttu mikla ánægju eftir. Það er alt önnur tilfinning í sambandi víð að stýra, en að vera að eins farþegi í bifreið. Og sérstaklega ef þú reynir Ford. Ungir drengir, stúlkur, konur og jafnvel afar—þúsundir af þeim—keyra Ford og hafa ánægju af. Ford stöðvast og fer af stað í stræta þvögunni mjög auðveldlega og þægilega, og á landbrautum og hólum finst bezt hvern kraft hún hefir. Kauptu Ford og muntu vilja helzt alt af sitja við stýris-hjólið. Runabout - - - - $575 Touring......$595 Coupe........$770 Sedan........$970 Chassis......$535 ALHEIMS BIFREIÐIN 0ne Ton Truck - $750 F.O.B. FORD, ONTARIO. Ford Motor Company of Canada, FORD, ONTARIO " LIMITND.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.