Heimskringla - 04.07.1918, Síða 3

Heimskringla - 04.07.1918, Síða 3
WINNIPEG, 4. JÚLI 1918 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA r hægra fyrir með ivöruútvegun og aðflutninga og taka þátt í verzlun- inni að eins að svo miklu leyti sem kaupmenn gátu ekki fullnægt henni. Hún átti hægt nieð að hafa eftirlit með vörubirgðum víðsveg- ar á lanviinu og gat ráðið vöruverði kaupmanna. Stjórnin gat einnig haift ifyrirliggjandi vöruforða í land- inu sem alt af mátti endurnýja, ef ekki liefði þurft að taka til hans og það án nokkurrar áhættu fyrir landssjóð. Það hefði meira að segja imikið fremur verið líklegt að landssjóður hefði haft talsverðan gróða af því l>ar sem vöruverð fór síhækkandi og því mjög ilíklegt að landssj. hefði getað selt þær kaup- mönnum dýrara verði en hann keypti þær í ihvert skifti. Ef stjóm- in hefði haft þettá ihugfast og hag- að gjörðum sínum samkvæmt því, hefði áhætta landssjóðs verið marg- fait minni. En með árinu 1917 kemur illu heilli, liggur mér við að segja, þriggja ráöherra stjórn til vaida, og ©ftir það verður alger breyting á landisverzluninni. Það verður ekki annað séð, en að sú stjórn hafi sett efst á prógram sitt “að verzla” hvemig sem á stæði, hvort sem þörfin væri mikil eða lítil, bara að verzla, verzla, draga verzlunina úr hönduin kaupmanna í sínar eigin hendur. Þessi grein út úr lands- sjóði, landisverzlunin, sem framan af var Wtil, er því nú orðin að því helj- arbákni, að ekki þarf mikið út af að bera, til þess hún beri stofninn ofurliði. Eg veit, að stjórnin held- ur því fram, að hjá þessu hafi ekki orðið ikomist, að þetta væri sam- kvæmt ákvörðun þingsins o.s.frv. En mér er óihætt að fullyrða, að það hefir aldrei verið tilætian þingsins, að verzlunin yrði rekin í þessu horfi, og á síðasta þingi heyrðust allháværar óánægjuraddir yifir rekstri og tilhögun verzlunarinnar yfir höfuð. Samvinnufélagshug- myndin sem stjórnin Jmyndar sér að styðja með þessu fyrirkomulagi, getur verið nógu góð, en ef hún ekki getur þrifist nema með undir- okun allrar frjálsrar samkepni í verlunarviðskiftum í landinu, þá er hún óholl og þá á hún að vera feig. Sá félagsskapur á að blómgast og þrífast sem frjáls samkepni við aðra verzjun. Stjórnin segir: Yér höfum grætt miijón króna á landverzluninni. Eg segi: Yið höíum tapað ekki mi'ljón heldur miiljónum á þeirri verzlun. Það er sannanlegt, að kaupmenn hafa selt vörur sínar með miklu meiri hagnaði en þeir gerðu fyrir stríðið og hafia þannig, um leið og þeir héldu lffinu í landsverzluninni með því að fylgjast með verði henn- ar (auðvitað ekki af neinni um- hyggju fyrir henni), grætt stórfé í skjóii hennar. Landsverzlunin er komin inn á öfuga braut, og það mun sannast, að ef hún heldur á- fram að teygja arma sína út yfir alla verzlun 'landsins, þá mun sú einokun hafa talsverðan keim af einokuninni gömlu og verða til þess að auka á en ekki draga úr dýrbíð- Inni í landinu. Það hefir verið fiundið ýmiS'legt að hinum einstöku gjörðum stjórnarinnar í verzlunar- miálum landsins isumt réttilegá en sumt rangloga eins og gengur, en á það skal eg engan ifrekari dóm leggja að svo stöddu..— Það sem aðallega kom mér til að gera þessa fyrirspurn, er reglugerð stjórnarinnar frá 23. jan. þ.á. um úbhlutun og sölu kornvöru, sykurs o. fl. Þegar eg hafði kynt mér þessa reglugerð fór eg að velta fyrir mér hvað hefði getað vakað fyrir stjórn- inni. Alstaðar annarsstaðar í heim- inum, þar sem matvöru hefir verið úthlutað eftir iseðlum hefir það ver- ið gert vegna matvælaeklu í land- inu og þess vegna í sparnaðarskyni. Það mætti nú búast við, iað eitt- hvað svipað hefði vakað fyrir stjórn þessa lands. En >of reglugerð- in er athuguð með hliðsjón af á- standinu í landinu, efns og þá var, þá sýnist ráðstöfun þessi vera harla einkennileg. Þegar reglugerðin var gefin út, var engin sérfeg vöruekla í landinu. Hins vegar getur verið, þótt eg hafi ekki heyrt neinar gr-einilegar fregn- ir um það, að þá .hafi verið útlit fyrir úbflutningstregðu eða 'bann á einni eða fleirum vörutegundum frá Ameríku. Hafi nú svo verið, var aldrei nema rétt og sjálfsagt íyrir stjórnina að gera einhverjar ráð- stafanir til sparnaðar í landinu, en hafi stjórnin hugsaö að fyrnefnd reglugjörð yrði til þess, þá hefir henni hrapallega skjátlast. Það er þá fyrat, að eftir reglu- gerðinnl er enginn munur gerður á matars'kömtum í kaupstöðum, kaup- túnum og isveitum, enginú munur á þurrabúðarmanninum, daglauna- manninum og bóndanum. Yið fs- lendingar lifum ekki, fremur en aðr- ar þjóðir á einu sariian brauði, heldur einnig á ýmsuim öðrnm af- urðum, er 'landið gofur af sér. Stjórninni var vorkunnarlaust að vita það, að yfirfeitt kæmist bænd- ur af með mikið minni kornvörur en kaupstaðarbúar; sá mismunur er svo mikill, að meðalbóndi mundi geba haldið lífinu í sér og fjölskyldu sinni að mestu ileyti án kornvöru- neyzlu, þar sem þurrabúðarmaður ætti mjög erfitt með það. Þess vegna átti kornvöruskamturinn að vera mismunandi í sveitum og kauptúnum og kaupstöðum. En þótt nú sé gengið fram hjá þessu atriði og litið á komvöru- skamtana eins og reglugerðin á- kveður þá, þá dylst manni ekki, að þeir eru svo ríflegir, að ekki getur komið til má'la, að um nokkurn sparmað sé að ræða. Það er nógu fróðlegt í sambandi við þetta að at- huga, hve miklu landsmenn hafa eytt af þessum vörum fyrir stríðið, meðan þeir máttu ráða því sjálfir, Ihlutunarliaust frá landsstjórnar- innar hálfu. Árin 1910, 1911 og 1912 fluttist kornvara til landsins er samsvaraði 117—118 kg. á hvern mann á ári; en 1913 fluttist inn nokkuð meiri korn- vara, þó alt virðist benda til þess að sú kornvara, sem fluttist hingað 1910—1912 hafi verið nægilega mikil, enda var ekkert harðæri eða sultur hér á þeim árum. Samkvæmt reglu- gerð stjórnarinnar er hverjum manni ætlað 214 kg. af kornvöru á viku eða 130 kg. á ári. Þó að stjórn- inni 'hefði verið ókunnugt um, hvað maðurinn kæmist af með minst af kornvöru, þá skyldu menn þó ætla, að hún hefði eklki fiarið ifram úr því, sem reynslan hafði sýnt að menn létu sér nægja. Sama má segja um sykurskamtinn Sykureyðslan hefir farið sívaxandi í landinu. Árin 1880 til 1890 var sykureyðslan 7—8 kg. á mann á ári, en 1914 er hún komin upp í 29 kg. Sykur er mönnum nauðsynileg fæðutegund, og það er enginn vafi á því, að fram að síð- ustu áramótum hefir sykureyð'slan f landinu ekki mátt vera minni en hún var; en eftir aldamótin vex hún hröðum skerfum, og er orðin ó- þarflega mikil áður en stríðið byrjar. Sýkurskamtur stjórnarinnar er, eins og menn vita, Vá kg. á mann á viku, eða 26 ikg. á ári; það er svipað- ur skamtur og menn eyddu á árun- um 1911—12 og voru þó íslendingar áreiðanlega komnir framarlega í sykureyðslunni. Af þessu má nú sjá, að það fer fjarri því, að þessi vöruúthlutun landsstjórnarinnar hafi haft eða muni hafa nokkurn sparnað i för ineð sér. Það lítur miklu fremur út sem það sé verið að sýna þjóðinni, að nógar vörur séu til í landinu, svo að óhætt sé að eyða. Þá hafa aðrar þjóðir farið ofurlítið öðru vísi að; þeim hefir skiliist, að til þess að fyr- irbyggja hungursneyð, yrðu þær að leggja eitthvað á sig ,neita sér um jafnmik'lar ibirgðir og þær hafa liaft á eðlilegum tfmum Hjá Norðmönn- um er kornvöruskamturinn alt að því ihelmingi minni en hjá okkur og sykurskamturinn helmingi minni. Skyldu Norðmenn vera þeirn mun fátækari eða neyzluminni en ís- lendingar. Það er því sannanlegt að vöruút- hlutunin hafði ekki við neinar gild- ar ástæður að styðjast, þegar reglu- gerðin var gefin út. Það er sann- anlegt, að hún hefir komið ranglát- lega niður á hin ýmsu héruð lands- ins, og þar er enn ifremur sannanlegt, að hún hefir verið gagnslaus að því loyti, sem hún engan sparnað hefir haft í för með sér. En það er ekki nóg með þetta. Það má enn fremur sanna það, að hún ihefir orðið til að tofja fyrir viðskiftum innanlands og hindra aðflutning til landsins. Eg veit það með vissu, að ekki all- fáir kaupmenn hafa .hætt við að flytja miklar vöruibirgðir inn í land- ið, sumpant vegna þess, að þeir hafa ekki treyst sér til að liggja lengi með ]>ær óseldar, en sumpart af því, að þeim hefir hreint og beint verið ráðið frá þvi af landsstjórn eða landsverzlun og því barið við, að það væri samkepni við landsverzl- unina. Menn iskyldu því æjla, að það væri helgasta skylda lands: stjórnarinnar á dýrtíðarárum að stuðia að þvf, að sem mestar nauð- synjabirgðir fiyttust til landsins, en láta sig 'hitt minnu skifta, 'hver innflytjandinn væri. Ef istríðið heldur áfram má telja víst, að það kreppi svo að lands- mönnum, að sparnaður verði nauð- syn'legur meir en hingað til heifir átt sér stað. En þá þarf að haga matarúthlutuninni á alt annan hátt cn ihngað til og um fram alt leggja aðalkapp á það, að þær vörur, sein yfir höfuð eru fáanlegar, flytjist til landsins, hvort sem það eru kaup- rnonn eða landsverzlun, sem eiga kost á þeim. Erjáls sainkepni í verzlunarvið- skiftum verður að lifa, það verður landsmiönnuim alt af hollast og ekki sízt nú á þessum vandræðatímum. Þegar svona stónfenglegar ráð- stafanir eru gerðar, eins og hér um ræðir, þá á þjóðin heimtingu, að ekki sé rasað að þeim, hún á heirnt- ingu á, að þær byggist að minsta kosti á lieilbrigðri skynsemi, en séu ekkert fálm út í lofitið, og þar sem nú þessi seðlareksbur um landið þvert og endilangt hefir mjög mikla fyrirhofn og kostnað í för með sér, þá verður sannarlega ekki annað sagt, þegar litið er á árangurinn, en að ver hafi verið farið en heima setið.—Lögrétta. -------o---- Umboðsmenn Heimskringlu . m..— i ■■ - , ,, I Canada: Árborg og Eramnes: Guðm. Magnússon .. .. Framnes Magnús Tait.............. Antler Páll Anderson ____Cypress River Sigtryggur Sigvaldason .. Baldur Lárus F. Beck_________ Beckvilie Hjálmar O. Loptsson.._ Bredenbury Bitröst og Geyisir: Eirfkur Bárðarson........Bifröst Thorst. J. Glslason________Brown Jónas J. Hunfjörd._.... Burnt Lake Oskar Olson ...... Churchbridge Guðm. Jónsson........Dog Creek J. T. Friðriksson_______ Dafoe O. O. Johannson, Elfros, Sask John Janusson ______ Foam Lake B. Thordarson______________Gimli G. J. Oleson.......... Glenboro Geysi: F. Finnbogason.. . Jóhann K. Johnsen Jón Jóhannsson ... F. Finnbogason__ Husawicik: Sig. Sigurðson ... Wpg. Beach Andrés J. J. Skagfeld Hove S. Thorwaldson, Riverton, Man. Arni Jónsson Isafold Jónas J. Húnfjörð Tnnisfail .lónRS Samson Kristnes J. T. Friðriksson ...... Kandahar ó. Thorleifsson Langruth Bjami Thordarson, Leslie óskar Olson ..._ Lögberg P. Bjarnason Lillesve Guðm. Guðmundsson Lundar Pétur Bjarnason Markland E. Guðmundsson Mary HiU John S. Laxdal Mozart Jónas J. Húnfjörð .._ Markerville Paul Kernested Narrows Páll E. Isfeld Andrés J. Skagfeld Oak Point St. O. Eirfksson Pétnr Bjarnason Ott.o Jónas J. Húnfjörð Red Deer Ingim. Erlendsson Reykjavík Gunnl. Sölvason Selkirk Skálholt: G. J. Oleson,...........Glenboro Paul Kernested____________Siglunes Hallur Hallsson .......Silver Bay A. Johnson -------------- Sinelair Andrés J. Skagfeld .... Stony Hill Halldór Egilson .... Swan River Snorri Jónsson___________Tantallon Jón Sigurðsson_______________Vidir Valgerður Josephson 1466 Argyle Place South Vancouver, B. C. Pétur Bjarnason__________Yestfoi " August Jóhnson .... Winnipegosis Ólafur Thorleifsson____Wild Oa. Sig. Sigurðsson--Winnlpeg Beaei Paul Bjarnason_____________Wynyar. HAFIÐ ÞÉR BORGAÐ HEIMSKRINGLU? Skoðið litla miðann á blaðinu yðar — hann segir til. Fyrir höfuðverk—hér er orsökin og lækningin líka. Flest fólk þjáist meira og minna af höfutWerk, — óregla í maga, lifur eöa meltingarfærum er orsökin — allir geta oröiö læknaöir—ein kona segir: “Charmberlain’s Tablets gjöröu mér meira gott en eg gat vonast eftir — lælrnuöu höfuöverkinn — vindþembu — og hrestu upp allan líkama minn — og eg er oröin önnur manneskja.” Ekkert tilfelli of hart fyrir þessasr litlu rauöu heilsu-uppsprettur. 25 cent. glasiö. Hjá lyfsölum eöa meö pósti, frá Chnmlierlaln Medicine Company, Toronto. CHAMBERIAIN’S TABLETS Klemens ThorleifssoD. (I nafni móður hins látna.) Skyndilega húmið harma huldi bjarta gleSisól. Svella tár um sollna hvarma, sviSinn nístir hugans ból. a Undan .sjúkdóms oki hníga ---eftir stutta lífsins töf- hjartans vin, og hlauzt því síga harla skjótt í dimma gröf. En vonin sú mér vissulega veitir sanna hugarfró, aS önd dín dvelur óravega ofar þraut, í helgri ró. Og síSarmeir þig hitta hljóta hlýtt viS drottins náSar-skaut; og meS þér sannrar sælu njóta, þá sigruS lífs--er bitur—þraut. Mér var sannur sálargróSi á meSan þræSi æfistig; ástúSip mér aldrei gleymist,— endurskiniS hressir mig. Mér var sannur sálargróSur samvist þín á liSnri tíS. Ástar þakkir, ástvin góSi! öll fyrir gæSi fyr og síS. Falinn sértu Ijóssins landa —ljúfum—jöfur. Hvíldu rótt! KveS eg þig meS kossi’ í anda, kæri vinurl GóSa nótt! Jóhannes HúnfjörS. Hvernigfæstbezt Samræmi ? Þegar þú lyftir myndunum af veggj- Sunum í vorhreinsun hússins og finnur óupplitaðan vegginn á bak við þær, hvernig ætlar þú að gjöra vegginn all- an jafnlitan? Eina og bezta ráðið er aö rífa af hinn upplitaða og óheilnæma veggpappír og mála veggina með SILKSTONE FLAT WALL LITUM —ifagrir, listilegir litir, hentugir á hvaða herbergi sem er í húsinu. — SILKSTONE verður ekki fynr álinfum gufp eða raka, og vegna þess hvað litirn- ir eru æfinlega jafnir, má gjöra bletti, sem að á kunna að koma, jafna öllum voggj- unum. Hinir tuttugu og fimm litir gefa nægilegt úrval til að skreyta hús þitt. Silkstone er nútímans veggja farvi. — Þegar þú ert til að brúka hann, þá findu kaupmanninn upp á liti og bend- ingar. KAUPIÐ Heimskringlu Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-lslendmga Þrjár Sögur! Y og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur. sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar kaupa flestir Islendingar Heismkringlu. — Hví ekki að bregða við nú og nota bezta taekifærið ? — Nú geta nýir kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum: “SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖL.” “DOLORES.” “JÖN OG LÁRÆ’* “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HON?” “LARA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL” “BRÖÐUR- DÓTTIR AMTMANNSINS." Sögusafn Heimskringlu Þessar bsekur fást keyptar á skrifatofu Hetmskrmglu, meSan uppIagiS hrekkur. Engmn auka kostnaSur viS póst- gjald, vér borgum þann kostnaS. Sylvía ............................ $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins _____________ 030 Ðolores ............................ 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl___________ 0.40 Jón og Lára .......................... 0.40 Ættareinkennið....................... 0.30 Ljósvörðurinn........................ 0.45 Hver var hún?........................ 0.50 Kynjagull............................ 0.35 Mórauða músin ........................ 0.50 Spellvirkjamir ...................... 0.50 .. Hnausa ______Hecla Holar, Sask. _______Hnausa 9 /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.