Heimskringla - 04.07.1918, Síða 4

Heimskringla - 04.07.1918, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. JúLI 1918 WINNIPEG, MANITOBA, 4. JÚLI 1918 Bolshevíki flokkur- inn. Margt bendir til þess, að dagar Bolsheviki stjórnarinnar rússnesku séu nú að þrotum komnir. Af þeim óljósu fréttum að dæma, sem berast frá Rússlandi, virðist megn óhug- ur að vakna hjá þjóðinni gegn stjórn þessari og nýir byltingamenn að koma til sögunnar. Svo hörmulega hefir Bolsheviki stjórnin farið að ráði sínu, að ástandið þar í landi keyrir nú fram úr öllu hófi. Allur iðnaður í molum og verka lýðnum, er áður neytti brauðs síns í sveita síns andlitis þar með allar bjargir bannaðar. Eignarrétturinn hefir verið fótum troðinn og margir þeirra, sem verksmiðjueig- endur og vinnuveitendur voru áður, eru nú öreigar og verða að lifa við sult og seyru. Af óstandi þessu öllu leiða verstu róstur í borgunum og lögreglan, sem saman stendur nú mest megnis af hermönnum Bolsheviki- flokksins, virðist oft og tíðum lítt megnug að bæla slíkt niður. Við þetta bætist svo, að hjá rús$nesku þjóðinni festir nú sá grunur víða sterkar rætur, að við fjiðarsamningana í Brest-Litovsk hafi hún verið seld og svikin og þá stigin fyrstu sporin til þess að gefa hana Þjóðverjum á vald. Þar sem grunur sá virðist á gildum rökum bygður, og þjóðin með degi hverjum að sannfærast að svo sé, er ólíklegt að stjórn þeirri, sem þannig sveik þjóð sína í trygðum, verði leyft að sitja lengi við völd- in úr þessu. Mun óhætt að fullyrða, að ein stjórnarbyltingin enn sé nú í vændum á Rúss- landi. Einhver sterkasta sönnunin um óvinsældir Bolsheviki stjórnarinnar er þó mótspyrna öflugra lýðveldissinna á Rússlandi gegn henni, og sem á dögum keisarastjórnarinnar voru fremstir í flokki byitingamanna. Þeir menn voru engan veginn líklegir til þess að rísa öndverðir gegn þeirri stjórn í landi sínu, sem lýðveldisstjórn væri í orðsins fylsta skilningi og bæri velferð þjóðarinnar fyrir brjósti. — Blaðið Literary Digest, sem er eitt af merk- ustu blöðum Bandaríkjanna og sem ætíð leit- ast við að byggja allar staðhæfingar sínar á sem beztum heimildum, flytur nýlega grein um þrjá af slíkum andstæðingum Bolsheviki- stjórnarinnar. Kafli þeirrar greinar hljóðar sem fylgir í íslenzkri þýðingu: “Þrír fyrverandi byltingamenn á Rússlandi, sannir lýðveldismenn í hópi lýðveldismanna, og sem sannað hafa hollustu sína við málstað frelsisins með löngu og dyggu starfi, hafa n\í snúist til öflugrar mótspyrnu við Bolsheviki- stjórnina og ámæla henni harðlega. Einn þeirra lýsir henni sem ‘harðstjórn margfalt verri en keisarans.’ Allir eru þeir sammála, að Rússland sé nú marið undir hæl þýzks ein- veldis og allir einum huga hvað það snertir, að eina von rússneskrar þjóðar sé nú fólgin í sameinaðri aðstoð bandaþjcjðanna. Einna fremstur þessara þriggja manna er Vladimir Burtseff, sem nýlega fékk strqkið frá Rúss- landi til Svíþjóðar, og lýsir blaðið London Daily Chronicle honum í svo hljóðandi orð^ um: ‘Vladimir Burtseff er stálefldur byltinga- maður og háði til forna langa og stranga bar- áttu gegn keisarastjórninni. Flúði hann úr landi sínu fyrir nokkrum árum síðan, dvaldi þá í París og kom um þær mundir upp um Azeff og aðra svikara, er brugðust byltinga- flokkinum og gerðu lögreglunni aðvart um ráðagerðir hans. Þegar núverandi styrjöld hófst, studdi hann sterkiega málstað banda- þjóðanna, en var þó óvinveittur keisarastjórn- inni rússnesku engu síður en áður. Hélt hann þá til Rússlands aftur, en var hneptur í varð- hald strax og hann kom þangað og sendur til Síberíu. Þar var hann svo geymdur unz hon- um var veitt heimfararleyfi rétt á undan stjórnarbyltingunni. Eftir að bylting þessi var um garð gengin lagði hann sig fram til þess að mótmæla stríðsandstæðingum á með- al jafnaðarmanna, sem þá voru farnir að láta mikið á sér bera. Þegar Bolsheviki stjórnin komst til valda var honum brátt varpað í örugt varðhald, sem hann með naumindum fékk sloppið úr úr fyrir nokkrum vikum síð- t* an. I blaðinu Social Demekaten, sem gefið er út í Stokkhólmi, kemst Burtseff sjálfur þannig að orði: “Margir, af oss, sem unnum málstað frels- isins og sem við vissum bandaþjóðirnar voru að berjast fyrir, tókum einarðlega til máls gegn því ístöðuleysi þjóðarinnar, að láta Bol- shevikiflokkinn bera sigur úr býtum. AleXÍ- eff hershöfðingja varð það að orði, er hann 3. nóv. s. 1. sat ráðstefnu þáverandi stjórnar- meðlima og heyrði skýrslu hermálaráðherr- ans um sundrungina og óeininguna í hernum, að land vort “væri nú engu líkara en vit- skertrahæli.” Eg birti þetta í blaði mínu og hlaut reiði Kerensky í staðinn, því samdæg- urs bannaði hann að blað mitt væri gefið út og lét lögregluna loka prentsmiðju minni. Var víst ákveðið að taka mig fastan, en í milli- tíðinni var Kerensky bylt frá og Bolsheviki- stjórnin komst að. Stjórn sú, en ekki Ker- ensky, gaf mig lögreglunni á vald. Hörmulegt ístöðuleysi á aðra hliðina en beiskur hefndarhugur á hina orsakaði niður- hrun Rússlands. Bolsheviki flokkurinn hugði á hefndir og kom markmiði sínu í fram- kvæmd. Óbifandi sannfæring mín er, að Bolsheviki stjórnin hafi viljandi selt Rúss- land Þjóðverjum, gegn því verði og þeim skilmálum, að hún hefði fult frelsi til þess að hlynna að málstað “Bolshevikinga” og út- breiða stjórnleysishugsjónir þeirra um heim allan............ Svik stjórnar þessarar verða Rússlandi kostbær, en svik og undirferli Þjóðverja verða þó keisarastólnum þýzka enn þá kost- bærari áður lýkur I millitíðinni uppskera Þjóðverjar ávextina af hve vel þeim hefir hepnast að sundra kröftum rússnesku þjóð- arinnar. Þeir hafa þegar hertekið stór svæði sunnanvert og vestanvert í landinu og her- sveitir þeirra færast einlægt lengra og lengra. Við byltingamenn þráðum byltingu og vorum í sjöunda himni er þetta loksins hepn- aðist. Með sáru sinni hljótum við þó að við- urkenna, að slík stjórnarbylting á Rússlandi á stríðstímum hafi í reyndinni orðið þjóðinni hið stórkostlegasta tjón, og ekki eingöngu henni, heldur bandaþjóðum vorum öllum. Vonin eina, sem nú er eftir, er að þeir rúss- nesku einstaklingar, sem styðja vilja máistað Rússlands og bandaþjóðanna, sameini krafta sína unz þeir fá kastað af sér þýzka okinu. Stjórnarbyltingin hefir þá ekki verið til einsk- is og hugsjónir þær, sem byltingamennirnir börðust fyrir, öðlast þá gildi og hljóta al- heims viurkenningu.” Hinir tveir, sem greinin ofangreinda í Literary Digest fjallar um, eru þeir Boris Sav- iukoff fyrverandi stríðs-ráðherra (Minister of War) Kerensky stjórnarinnar, og Maxim Gorky, ritstjóri og rithöfundur. Báðir eru menn þessir öflugir lýðveldismenn og stuðn- ingsmenn frelsisins á öllum sviðum — en báðir þó sterkir mótstöðumenn Bolsheviki- stjórnarinnar og fara ómjúkum orðum um all- ar athafnir hennar.. Sá fyrnefndi segir stjórn þessa frá því fyrsta hafa verið á bandi Þjóð— verja og vopn í höndum þeirra gegn rúss- neskri þjóð. Tilfærir hann margt þessu til sönnunar og hvetur við hvert tækifæri, sem honum býðst, þjóð sína að hefjast til handa I gegn yfirráðum “Bolsheviki flokksins og Þjóðverja.” Hann er sannfærður um að rúss- neska þjóðin muni fyr eða síðar vakna til meðvitundar um voða þann, sem núverandi stjórn hefir steypt henni, og þá Iáta til skarar skríða að hrinda þessum óaldarflokk frá völdum — sem saman stendur aðállega af stjórnleysingjum, tryltum draumsjónamönn- j um og misindismönnum af öllu tagi. Maxim Gorky þreytist aldrei á að að Iýsa | spellvirkjum þeim, sem framin hafa verið á Rússlandi í umboði Bolsheviki stjórnarinnar. Saklausir íbúar landsins hafa verið drepnir í I þúsunda tali án dóms og laga — og þetta af þeirri s^jórn, sem þykist vera lýðveldisstjórn j og halda á lófti fána göfugra frelsis hugsjóna I og mannréttinda. Hryllilegri morð og mann- j dráp hafa aldrei verið framin í sögu Rúss- | lands en síðan Bolsheviki stjórnin tók þar I við völdum. Þegar tryltar hermannasveitir j með stjórnina að baki sér, eru annars vegar, ræður lögreglan ekki við neitt, þó hún fegin | vildi og því ekki við góðu að búast. Margar lýsingar Gorky á núverandi ástandi rússnesku þjóðarinnar eru átaaknlegar mjög, en all- bölsýnn er hann, hve framtíð Rússlands snertir, ef ekki verði á einhvern hátt bráðlega í taumana tekið. Ein myndin, sem hann bregður upp, er sem fylgir “Hermenn leiða á efir sér þjóf, sem á að drekkja. Manni þessum hefir verið mis- þyrmt, svo hann er nú nær dauða en lífi. Ásjóna hans er alblóðug og annað augað úr honum stungið. Á eftir hermönnum þessum og bandingja þeirra eru hópar af börnum, dansandi af áhuga og hrópandi í sífellu: ‘Hann á að drukna! ’ Og þetta eru börn vor, sem eiga eftir að verða byggjendur framtíðar vorrar.” Sáluhjálparherinn. Sáluhjálparherinn, eða “Hjálpræðisher- inn” öðru nafni á meðal Islendinga, hélt há- tíðlfigt fimtíp ára afmæli þann 3. þ.m. — á miðvikudaginn í þessari viku. Þá voru liðin fimtíu ár frá því herinn var stofnaður á Eng- landi, af William Booth, og frá því starf hans fyrst var hafið, sem svo mikla útbreiðslu hef- ir fengið um veröld alla. Sáluhjálparherinn hefir nú herstöðvar í flestum löndum heims — að Islandi meðtöldu. Lengi vel átti Sáluhjálparherinn örðugt uppdráttar og var yfirleitt lítils metinn. Spek- ingar og hugsjónagarpar, sem alla hluti vita í jörðu og á, töldu slíkan félagsskap fáfengi- legan mjög og gerðu að honum hið mesta gys. Kirkjurnar litu hann hornauga og voru tregar að viðurkenna að prédikarar Sálu hjálparhersins flyttu ómengaðan boðskap kristninnar. Af mentastofnunum voru “guð fræðingar” Sáluhjálparhersins fundnir léttir á metum og lítið úr þeim gert. Almennings- álitið var alveg samdóma slíkum dómsúr skurði “mentaðra” manna og meðlimir Sálu- hjálparhersins — sem allir voru prédikarar — því af flestum álitnir vera tryltir ofsatrú- armenn, er þjóðin yrði að umbera eins og hvert annað mótlæti. Þrátt fyrir mótbyr svo mikinn hélt Sálu- hjálparherinn þó áfram að staría og að vaxa og útbreiðast. Kaldhæðni þeirra “vitru” og tortrygnishugur þeirra “rétttrúuðu” megnuðu ekki að varna vexti hans og uppgangi. Hvernig sem viðraði voru liðsmenn hersins til staðar úti á götum og gatnamótum borganna, stærri og smærri, til þess að syngja hersöngva sína og flytja öðrum fagnaðarboðskap trúar sinnar. Létu Iiðsmenn þessir engan bilbug á sér finna þó margir gengju snúðugt fram hjá þeim og aðrir litu til þeirra miður hýru horn- auga. Líknarstarf Sáluhjálparhersins hélt á- fram, þrátt fyrir alla mótspyrnu og hlaut stöðugt meiri og meiri útbreiðslu eftir því sem tímar liðu. Og nú er svo komið, að þessi kristilegi félagsskapur, grundvallaður á gömlum bókstafs-kenningum og óbreyttri “barnatrú” liðinna alda, er fyrir löngu síðan alment viðurkendur sem einhver stærsti og öflugasti kirkjulegur félagsskapur hinna kristnu þjóða. Enginn annar félagsskapur þessarar tegundar hefir afkastað þýðingar- meira og víðtækara líknarstarfi, reist við fleiri fallna, rétt hjálparhönd fleiri bágstödd- um eða glatt fleiri munaðarleysingja Sálu- hjálparherinn leggur alla áherzlu á að sýna trú sína í verkinu í gagnlegum framkvæmdum og göfugu líknarstarfi. Á meðan prestar hinna kirknanna deila um “bókstaf” og kenn- ingar, eru meðlimir Sáluhjálparhersins að starfa og að leggja fram óskifta krafta til stuðnings hinum föllnu, fátæku og þjáðu. Sízt er því að undra þó Sáluhjálparherinn vaxi og útbreiðist,' þegar margar hinar kirkj- unar eru að ganga í sig og verða að engu. Trúin er dauð án verkanna, jafnvel trú bygð á hávísindalegum rannsóknum og full- komnustu guðfræði - kenningum. Breytni mannanna og framkoma þeirra í verkinu eru aðal atriðið, en ekki hvaða trú þeir játa eða hvaða lífsskoðanir þeir aðhyllast. Mörgum er gjarnt að tala stórt, en aðhaf- ast Iítið. Trúmenn margir láta sér nægja að bera “trú” sinni vitni í eintómu orðaglamri. — Byltingamenn margir og umbótapostular eru oft mannfélagsins gagnslausustu menn. Aflstöð Sáluhjálparhersins er starf hans. Sigurinn. Yorsöngur. Flýgur sunnan með flughröðum vindum fagra vorið með hækkandi log, yfir heiðum og hrynjandi lindum :,: hella fjöllin í dimmbláan vog. :,: Losnar sjórinn og landið úr böndum, lífsafl streymir í dynjandi foss; sólin réttir að sjónum koss: svanir lyftast á blikvængjum þöndum; og vordögg vætir alt, og vorsól kætir alt, hún örfar lífsins andardrátt við Islands hjartaslátt. L. Th. — Heimilisbiaðið. Herra Steinsen fleygSi penn- anum frá sér með slíkum flýti, aS blekiS slettist í allar áttir. “Þarna hafið þér það,” sagði hann og ýtti um leið blaði með mörgum tölum yfir til annars manns, sem sat við sama borð- ið. “3?arna getið þér séð, hvað eg er skuldugur og hvað eg hefi afgangs.” Síðan hallaSi hann sér þreytu- lega upp að stólbakinu. Hinn maSurinn, sem var lög- maSur, tók blaSiS, leit yfir tölu- raðirnar, lagði saman upphæð- irnar, aS því loknu horfSi hann meS forundrunarsvip á Stein- sen og sagði. "Eg sé aS þér ætliS aS borga allar skuldirnar.” “Já, sagSi Steinsen, “og þaS er sannarlega hiS eina, sem eg er ánægSur meS.” LögmaSurinn var alveg for- viSa, og vissi ekki hvaS hann átti aS segja. “ÞaS verSur þá eins og jafntefli og ekkert eftir handa ySur sjálfum,” sagSi hann eftir stundar þögn. "Nei, eg veit þaS vel,” svar- aSi Steinsen ákveSinn. “ÞaS er hreinn óþarfi aS minna mig á slíkt, eða haldiS þér, aS eg sé hálfviti?” LögmaSurinn starði á hann; þaS leit svo út, sam hann gæti ekki komiS orSum aS því, er hann vildi segja. “Eg álít,” mælti hann, “aS þér hljótiS aS vita aS þaS er alls ekki nauðsynlegt aS færa þenna reikn- ing eins og þér hafiS gert; ýmsum greinum mætti auSveldlega breyta þannig, aS þér hefSuS þó töluvert eftir.” Steinsen hreyfSi sig í stólnum, en leit ekki upp. "Já,” sagSi hann djarflega; “eg veit þaS; eg hefi mikið hugsaS um þetta atriSi í dag; en eg vil'síSur láta minna mig á þaS, því nú hefi eg yfirbugaS þessa freistingu; ó- vinurinn skal nú ekki geta komiS mér til aS gera mig aS óærlegum manni." LögmaSurinn hneigSi sig alvar- legur. “ÞaS eru fáir, sem geta sagt svo nú á tímum,” sagSi hann. "Sem lögmaður yðar var þaS skylda mín aS leiSbeina ySur, en þaS gleSur mig, aS þér hafiS val- iS þá leiSina, sem var hin eina rétta.” Þessi seinustu orS voru næstum meira, en viS varS búist frá hin- um harSa og brögðótta lögmanni; eftir litla þögn hélt hann áfram: ‘ÞaS lítur engu aS síSur ekki sem bezt út; en á eg aS leggja reikn- inginn fram eins og hann er hér?” ‘Já, öldungis eins og eg hefi gengiS frá honum,” svaraSi Stein- sen og leit upp. “Eg gjöri ráS fyrir aS fara burtu úr bænum um 2 eSa 3 daga, því eg er hreint út- taugaSur af andvökum og áhygg- jum, og svo held eg vera mín hér sé ekki svo áríSandi.” “Ónei, eg get séS um þaS alt- saman,” sagSi lögmaSurinn og stakk blaSirtu í bréfaveski sitt. “En skyldi eg þurfa ySar meS, get eg skrifaS eSa telegraferaS til yS- ar; þess vegna væri nauSsynlegt, aS eg vissi um heimili ySar.” “Lexington.” “Máske þaS sé æskuheimili ySar?” “Já, eg er fæddur þar og upp-’ alinn, þar til eg kom hingaS.” “ÞaS er svo,” sagSi lögmaSur- inn, kvaddi hann svo og fór. Um leiS og dyrnar lokuSust hné Steinsen ofan í stólinn; hann héltj höndum fyrir andliltið, gegn umi opinn gluggann heyrSist háreystin frá götunni, en hann varS hennar! ekki var; hugsanir hans svifu um j fjarlægar stöSvar. Fullur hjart- j ans vona og hugrekkis yfirgaf hann æskubústaS sinn í litla þorp- inu og fleygSi sér inn í verzlunar- fyrirtæki og gróSabrall. Lengi vel gekk alt eins og í sögu, svo þaS var ekki laust viS, aS hann væri DODD’S NÝRNA PZLLUR, góða* iyriz allskonar nýrnoveiki Lakne glgt, b&kverk #g aykurveikL DodcTe KkLn*y Pllls, 6ðc. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.60, hjá ölluzn lyfsöluzn ©ð* ÍM Dodd’s Medicine Ltd, Toronto, Ont PrentuÖ ritfæri Lesendur Heimskringlu geta keypt hjá oss laglega prentaða bréfhausa og umslög, — 500 af hverju — fyrir $7.00. Skrifið nöfn og áritun o. s. frv. skýrt og sendið peningana með pöntuninni. TheViking Press,Ltd. Box 3171 Winnipeg NOBTH AHEBICAN TBANSFEB CO. 651 VICTOI STREET PHONX OARRT 1431 Yér erum nýbvrjaðkr og óskum vlOskifta yðar. Ahyrgjumst ánægju- leg viðskÖti. PLTTJUM HÚSGÖGN OG PIANO menn okkar eru því alvanir, einnig ALLSKONAR VARNINO Fljót afgreiðsla. U POWDRPAINT” Nýr íarvi fyrir inman eða utan húss málningu. Kostar helmingi minna en oliumál og endist tvisv- ar sinnum eins lengi. Er að eins blandað út 1 vatn og myndar gler harða húð á veggnum. Sér- staklcga hentugt á inniveggi, því það þolir þvott. Skrifið eftir lit- spjöldum og ölium upplýsingum. Skrifið oss einnig þá yður van- hagar um trjávið, Cemen-t, plast- ux og kalk, — einnig salt í vagn- hlössum. McCOLLOM LUMBER AND SUPPLY C0. Merchants Bank, WINMIPEG THE BOOK OF KNOWLEDGE (1 20 BINDUM) öll bindin fást keypt á skrif- stofu Heimskringlu. — Finniö eða skrifið S. D . B. STEPHANSON. Fagurt heimili til sölu Rétt við Scotia stræti á Kil- donan Ave. 9 herbergi, 2% tasfa á hæð; barðviðar gólf; steingrunnur undir öllu hus- inu; 80 tunnu regnvatns árna; miðstöðvar hitun og rafmagns elfistæði; 330 feta netJuktar svalir. Þetta hús er skamt frá Rauðánni, nálægt skóla og einum fogursta lystigarðl borg- arinnar. Lóðin er 100 fet á hreidd, fögur tré , góður garð- ur; hús íyrir tvær bifreiðar, einnig fjós og (hænsna hús. Verðið á þessari eign er $7,500, Skuld á eigninni $2,500. Vij selja með $500 niðurborgun, og afganginn eftir samningum. Myintdi iíka taka til greina skifti ifyrir land í góðu á- standi og með öllu tilhcyrandi ef vildi. Hugh Rennie, 902 Confederatlon Llfe Bhlff. Winnlnpr. Dept. H

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.