Heimskringla - 04.07.1918, Blaðsíða 7

Heimskringla - 04.07.1918, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 4. JÚLl 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA T 5P RAKEL. Eftir Amrúnu frá Felli. þá er hann hafSi hugsaS sig um í nokkra mánuSi, og á þeim tíma viS og viS gengiS á milli góSbú- anna og lánaS sína ögnina hjá hverjum, meS miklum eftirtölum, lagSi Salómon í UrSarkoti á Ströndum á staS meS dóttur sína Rakel, í lestinni á “Vestu”, þá löngu leiS inn á hvern fjörS áleiS- is til Reykjavíkur. HéraSslæknir- inn á Ströndum hafSi fyrir 6 mán- uSum sagt honum, aS Rakel yrSi aS fara á spítala, og ef til vill yrSi gerSur á henni skurSur. ÞaS hafSi veriS sá lengsti hálfi mánuSur, sem Salómon hafSi lifaS, ferSin meS “Vestu” inn á hvern fjörS. Rakel var sjóveik og grét af hræSslu, þegar hún heyrSi hafís- jakana urga viS skipshliSarnar.' Hún hafSi horast niSur; þaS var hrygSarmynd aS sjá hana. Hún var eitthvaS svo framíh-skarandi ístöSulítil aS eSlisfari, þoldi varla aS heyra talaS um, aS skepnu yrSi slátraS, svo hrædd var hún viS blóS; þaS hafSi nærri liSiS yfir hana, þegar Pétur læknir tal- aSi um aS þyrfti aS gera á henni skurS. Aumingja Rakel, hún var eitt- hvaS svo frámunaleg, þegar hann var aS flækjast meS hana í mis- jöfnum vistum, eftir aS mamma hennar dó; þegar hann svo loksins gat fengiS ábúS á UrSarkoti, þá komu þessi veikindi; Salómon sneri sér undan, hann fékk tár í augun, þegar hann hugsaSi til þess. Einhver góSviljaSur farþegi hafSi fylgt þeim eftir mörgum götum til læ'knis, komiS þeim inn í biSstofuna; Salómon hafSi byrj- aS aS heilsa þeim, sem þar voru, meS handabandi; en þegar Rakel sá, aS sumir fóru aS brosa, kipti hún í hann og staSnæmdist viS dyrnar og fanst hún ætla aS hníga niSur. — “ÞaS er óhætt aS setj- ast, röSin kemur ekki strax aS ykkur,” sagSi feit og góSlátleg kona, og færSi sig til á bekknum. Rakel leit þakklætisaugum til hennar. Læknirinn kom fram í dyrnar, hleypti fölleitum pilti út og sagSi: “Næsti.” MaSur meS hendi í fatla stóS upp og gekk inn, lækn- irinn lokaSi. Svona gekk þaS koll af kolli. Loksins kom aS Rakel. Skjálfandi stóS hún upp og vgekk inn í bjarta og hlýja stofu, fallegustu stof- una, sem hún hafSi séS. “Setj- ist, stúlka mín,” sagSi læknirinn % vingjarnlega. Og meSan hann þvoSi sér um hendurnar, spurSi hann hvaS hún héti, hvaSan hún væri. “Einmitt þaS, Rakel Saló- monsdóttir,” sagSi hann og brosti góSlátlega. “HvaS amar aS yS- ur, Rakel Salómonsdóttir frá UrS- arkoti á Ströndum?” “Eg hefi verk fyrir brjóstinu,” sagSi Rakel lágt. "Fyrir bringspölunum? HafiS hósta, svitniS á nóttunni, eruS lystarlaus, máttlítil, liggiS meS köflum rúmföst?” Rakel varS steinhissa: hvernig vissi læknirinn þetta? Sá hann þaS á henni? "Já,” sagSi hún og bætti viS: “Verstur er verkurinn undir síSubarSinu.” “Já, einmit þaS, eg veit þaS, stúlka litla; fariS þér nú úr; eg þarf aS athuga ySur, hlusta ySur.” Hann gekk út aS glugganum. Rakel afklæddist. Læknirinn tók upp hlustpípuna. MeS snör- um læknisaugum leit hann á sjúk- linginn, sá holur fyrir ofan viS- beinin, signar axlir og ofurlítil slöpp brjóst, líkust sóleyjahnöpp- um, sem frostnótt hefir hindraS aS springa út. “AndiS þér djúpt, hóstiS, and- iS meS opnum munni,” marg-end- urtók læknirinn. Hún var dauS- þreytt, þegar hann loks hætti. “Þarf — eg — aS — fara — á spítala?” sagSi Rakel hóst- andi. “Já, já, þaS er betra. Þér þurf- iS aS fitna og verSa dugleg, borSa eins og hestur; eg skal láta ySur hafa lyf viS lystarleysinu. Eg skal skrifa nokkrar línur meS ySur til spítalans. HafiS þér ábyrgSar- menn?” “Pabbi hefir eitthvaS af pen- ingum og ábyrgS oddvitans á Ströndum.” "Nú, þaS er faSir ySar, sem situr úti í biSstofunni?” “Já.” “Jæja, Rakel litla! HvaS eruS þér gömul?" “ I 7 ára.” “Einmitt þaS, 1 7 ára.” Hann klappaSi góSmannlega á herSarn- ar á henni, og hálf-ýtti henni út á undan sér. ”Eg þarf áS tala viS ySur, maSur minn,” sagSi lækn- irinn, þegar hann kom meS Rakel út í biSstofuna. “HaldiS þér hún komi sig?” sagSi Salómon og sneri loShúf- unni milli handanna þar sem hann stóS á miSju skrifstofugólfinu. “Batni, meiniS þér, maSur minn. ÞaS er hvergi nærri von- laust, en slæmt, aS hún kom ekki fyr; hún er slæm í öSru lunganu, og sull hefir hún í lifrinni; býst viS aS skurSur sé nauSsynlegur; en hún þarf aS fitna fyrst.” “Þéjr hafiS von um, aS hún komi sig—geti batnaS?” Saló- mon leit bænaraugum til læknis- ins. “Já, auSvitaS. Vonist þiS bændur ekki ætíS eftir góSu vori? En er ekki hafísinn stund- um á næstu nesjum?” Salómon skildi hann. ÞaS var lítil von. “Jæja, maSuí'minn; fariS meS telpuna á spítalann; eg síma þang- aS, þaS verSur tekiS á móti ySur.” Salómon þakkaSi og kvaddi. Eftir aS hafa spurt ýmsa til veg- ai, komu þau loks aS spítalanum. Þá var Rakel aS niSurlotum kom- in af þreytu. Þau komu inn í rúmgott and- dyri. Rakel varS starsýnt á mynd af konunginum, sem alls ekki var í konungsskrúSa. Vingjarnleg stúlka í undarlegri “munderingu” — fanst Salómon — tók á móti þeim og baS Rakel > koma meS sér; viS Salómon sagSi hún á bjagaSri íslenzku, aS hann mætti koma inn seinna. “Þetta er víst nunna,” hugsaSi hann. Rakel fór meS “systurinni” — svo sagSi hún aS Rakel ætti aS kalla sig — og kom inn í stóra stofu meS mörgum rúmum. ÞaS var veriS aS koma meS matinn; Rakel kendi klýju viS lyktina. þaS var skrítiS, aS sjá fólk borSa út af liggjandi, þaS hafSi hún aldrei séS fyr; hún var alveg hissa á því, aS þaS gæti þaS; og í einu rúminu stóS ung stúlka nærri því á höfSi, fótagaflinn stóS á stórum tréklumpum. Úti viS gluggann sátu tvær stúlkur, borSnSu, spjölluSu sam- an og hlógu sín á milli. "Systir” vísaSi henni til sæng- Ur' \ Rakel hálf-kinnokaSi sér viS aS hátta í svona hvítt og fínt rúm; alt í því var snjóhvítt, sparlökin líka. Jú, þaS voru sparlök; raunar ekki alveg eins og amma hennar hafSi lýst þeim. Og rúmiS var heittl Svo ynd- islega notalegt; þaS voru leirbrús- ar, sem hituSu þaS, eins og brús- inn, sem hún hafSi séS í vöggunni prestsdótturinnar; hún var vissu- lega gott aS vera. Salómon kom inn, hægt og stillilega og bauS góSan daginn, en tók ekki í hendina á neinum. ÞaS var víst ekki siSur hér. “Hvernig líSur þér?” hvíslaSi hann, — honum fanst sjálfsagt aS hvísla. “Vel,” sagSi Rakel ánægju- lega. “HvaS sagSi læknirinn?” "Hm, hann sagSi aS viS ættum aS vera vongóS, þú mundir koma þig, eSa eins og hann komst aS orSi: — þér batnaSi.” Um kveldiS kom “systir” meS mælirinn. ÞaS var ónotalegt aS vera mæld, en “systir” sagSi, aS þaS yrSi aS gerast kvelds og morgna. Því kveiS hún fyrir. Nóttin leiS. Rakel dreymdi, aS hún væri um borS í “Vestu” og seldi upp. Henni heyrSist hark og keSjuskröIt á þilfarinu og opn- aSi augun; sparlökin voru dreg- in til hliSar, og þrjár hvítar vof- ur stóSu viS rúmiS. Hún var aS því komin aS hljóSa, en áttaSi sig; þetta mundu vera læknar, því einn þeirra sagSi: “Nú, þetta er stúlkan, sem "Collega” var aS tala um,” og tók teppiS ofan af henni. “Hvar er læknirinn minn?” sagSi Rakel meS grátstaf í kverk- unum, en í því kom hann inn úr dyrunum og henni fanst hún frels- uS frá yfirvofandi hættu. Læknirinn, sem hún heyrSi aS var kallaSur prófessor, skoSaSi hana nákvæmlega — og þá sér- staklega hægri síSu, og talaSi ann- aShvort orS á útlendu máli, sem hún skildi ekki. Svo fóru þeir, en læknirinn hennar settist viS rúmiS. “Þér hafiS sofiS í nótt, Rakel litla? FariS vel um ySur? — Já, já, eg veit þaS. Þér eigiS aS borSa eins og hestur, svo þér verSiS dugleg. HvaS kalliS þiS á Ströndum aS ganga upp á fjall?” “HvaS viS köllum aS ganga ‘aS neSan’?”, sagSi Rakel for- viSa. “Já, já, einmitt þaS, aS ganga aS neSan og reyna aS ná tindin- um, reyna aS verSa frísk.” Hann klappaSi hönd hennar og gekk rösklega út úr stofunni. Henni fanst hún verSa mikiS frískari, fanst hún hlyti aS verSa bráSum alfrísk, ef læknirinn henn- ar kæmi sem oftast. Henni datt í hug vorvindur; hann var einmitt líkur vorvindi; hann var svo snar í snúningum og góSur og glaS- legur. Stúlkan, sem “stóS á höfSi” byrjaSi aS tala viS hana; spurSi hana, hvaSan hún væri og hvaS gengi aS henúi. Rakel sagSi, aS sér væri ilt undir síSunni; læknir- inn heima hafSi sagt, aS eitthvaS mundi vera aS lifrinni. “ÞaS þarf þá sjálfsagt aS gera á ySur skurS.” “SkurS,” sagSi Rakel og blikn- aSi. “Já þaS gagnar ekkert annaS; eg hafSi botnlangabólgu, var skorin og botnlanga-totan tekin; þeir taka svo sem.ekki allan botn- langann, þó fólk í fávizku sinni haldi þaS.” Hún skyldi ekki vera hrædd; hún yrSi bundin á skurS- arborSiS, poka hvolft yfir andlit- iS á henni þaS kölluSu þeir aS svæfa — og hún vissi ekkert, fyr en alt væri búiS; þá vaknaSi hún og stæSi á höfSi. “Eg held eg þekki þaS," bætti hún viS; þaS væri engin ástæSa til aS vera hrædd, ef maSur kafnaSi ekki viS svæfinguna, eSa manni blæddi ekki út, á meSan á skurSinum stæSi; en um fram alt yrSi hún aS láta prófessorinn geríi skurSinn, hann væri læknir, sem vert væri um aS tala; þaS væri enginn verulegur læknir nema hann. Rakel hlustaSi skjálfandi á frá- sögn hennar og dirfSist loks aS segja: "Læknirinn minn er áreiS- anlega sá bezti læknir, sem til er, og ef hann getur ekki læknaS mig, getur þaS enginn,”—og trúnaSar- traustiS skein úr hverju orSi. “Uss! Hann er ekki annaS en meSalalæknir,” sagSi stúlkan fyr- irlitlega. Þetta þoldi Rakel ekki; hálf- settist upp í rúminu og ætlaSi aS fara aS bera blak af honum; en þá kom “systirin” meS matinn. Rak- el reyndi aS borSa, en hafSi enga matarlyst, fanst hún þurfa aS neyta krafta til aS geta kingt hverjum munnsopa; kom næstum engu niSur. “Rakel verSur aS borSa,” sagSi “systirin” blíSlega, en þó ákveS- iS; "læknirinn hennar hefir sagt þaS.” Þegar hún heyrSi hann nefnd- an, reyndi hýn aS neySa ofan í sig matnum; hún vildi gera alt sem hann sagSi; hann var svo góSur, svo hún hélt áfram þang- aS til henni fanst hún ætla aS selja upp. Þannig liSu nokkrir dagar. “Læknirinn hennar” kom dag- lega, settist viS rúmiS o.g talaSi viS hana um ýmsa staShætti og siSi á Ströndum og klappaSi á hendina á henni, þegar hann fór; en ef hún spurSi um bata, brosti hann og sagSi, aS þaS væri nú mest undir því komiS, aS hún væri dugleg aS borSa og drekka mjólk, svo myndi hún auSvitaS eftir aS taka meSaliS, sem koma ætti roSa í kinnar henni. ÞaS var eins og hann kæmi meS sólskin og blóm í hvert sinn, sem hann kom; henni fanst hún ætíS frískari nokkurn tíma á eftir. Salómon kom á hverjum degi. Hann var hissa á því, hvaS hún hún vár glaSleg og hress; en ein- hvern veginn fanst honum, aS þetta væri ekki verulegur bati, hann hafSi grun um, einhverja ó- ljósa kviSatilfinning, aS hafísinn væri í nánd. Réttum mánuSi eftir aS Rakel kom á spítalann, hitti Salómon prófessorinn úti á ganginum. Hann spurSi Salómon, hvort þaS væri dóttir hans, sem lægi inni í stofunni þarna, og benti í áttina. Salómon játaSi því. — Hann ætl- aSi aS gera á henni skurS á morg- un — til reynslu — bætti hann viS. “ÞaS er sullur 1 lifrinni, lungun slæm, óvíst um árangur.’ “Collega álítur þaS raunar ó- þarfa ómak,” bætti prófessorinn viS í hálfum hljóSum viS læknis- nema, sem stóS viS hliSina á hon- um. Um kveldiS fékk Rakel ekkert aS borSa; þaS þótti henni vænt um. Hún var böSuS og færS í alt hreint, því stóS víst eitthvaS til. Næsta morgun sagSi “systirin” henni, aS prófessorinn ætlaSi aS skoSa hana nákvæmlega inni í annari stofu. Konurnar í stofunni litu hver til annarar áhyggjuaugum. Rakel tók eftir því og sagSi hálf hátt viS sjálfa sig: “Skyldi virkilega eiga aS skera mig upp?” 1 því komu tveir ungir læknar í hvítum skikkj- um, buSu góSan daginn brosandi, tóku hana í fang sér og báru hana út úr stofunni. þeir báru hana inn á stofu, þar sem ekkert rúm var. Þar stóS prófessorinn og fleiri hvítklæddir menn; þeir voru í óSa önn aS þvo sér um hendurn- ar. Hún varS óttaslegin; þeir ætluSu aS skera hana, og ef hún dæi, mundu þeir kryfja hana, skera hana í ótal parta. "Æ, nei, nei, eg þori því ekki; þiS megiS ekki skera mig.” Henni lá viS gráti. "VeriS nú róleg, Rakel litla,” sagSi einn ungi læknirinn—hann minti dálítiS á lækninn hennar—. Hún hætti viS aS gráta. 'N Hún lá á skurSarborSinu, hálf skjálfandi af hræSslu. HöfSalag- iS var hækkaS; einn af læknun- um kom meS poka og setti hann fyrir vitin á henni; baS hana aS anda rólega, en henni fanst hún ætla aS kafna, hún reyndi aS hrópa: “GuS hjálpi mér,” en orS- in urSu aS óljósu muldri. Hún ætlaSi alveg aS missa andann, reyndi aS brjótast um, en gat ekki hreyft legg né liS; svo var eins og hún svifi burt. Nú var hún víst dáin; hún sá brosandi andlit, þaS var læknirinn henanr. Já, þá var henni óhætt. Svo byrjaSi prófessorinn á skurSinum. Hver var aS kalla á hana? Hún var svo syfjuS; hún vildi ekki strax fara á fætur. ÞaS var kall- aS aftur, hún opnaSi augun og sá prófessorinn standa viS rúmiS; hann spurSi um líSan hennar. Ekki leiS henni vel; voSalegur sársauki í síSunni. Hún smá- blundaSi, vaknaSi viS, aS komiS var aS rúminu og lotiS ofan aS henni. ÞaS var læknirinn henn- ar! Hún glaSvaknaSi. Hann klappaSi á vanga hennar og sagSi, aS hún skyldi sofa. Hún brosti; henni leiS vel, þaS var eins og verkurinn hyrfi snöggvast. “Kæra kæra þökk,” sagSi hún og greip um hönd hans og lagSi hana und- ir vanga sinn. “Ekkert aS þakka, ekkert aS þakka, nú eigiS þér aS fara aS sofa, og muniS aS liggja kyr. GóSa nótt, Rakel mín”. Svo gekk hann út úr stofunni. Rétt á eftir fékk hún óþolandi verk, N hljóSaSi og baS fyrir sér. Ungur læknir kom inn og spýtti einhverju inn í handlegginn á henni. Rétt á eftir hvarf verkur- inn. Hún sofnaSi; nei, hún svaf ekki, hún var vakandi, en hafSi enga verki. Stofan var ljómandi björt, birtan jókst, varS aS dýrSlegu ljóshafi og mitt í ljóshafinu stóS læknirinn hennar í skínandi klæS- um; hann brosti svo undur-góS- mannlega, gekk aS rúminu henn- ar, lyfti ábreiSunum, tók hana í fang sér og bar hana burt. Snemma næsta morgun kom Salómon á spítalann. Hann hitti ungan lækni úti á ganginum og leit til hans spurningar augum. "SkurSurinn tókst vel, en stúlk- an dó í nótt. Lungun voru eySi- lögS.” Hann flýtti sér inn á næstu stofu. Salómon stóS agndofa og horfSi á eftir honum. Var þaS flakel, sem hann átti viS? Var þaS Rakel, sem var dáin? Var hann búinn aS missa aleigu sína? Honum varS eitthvaS svo þungt um andardráttinn. Rakel var hress og glaSleg, þegar hann sá hana síSast, og nú var hún dáinj Hann langaSi til aS sjá hana, en treysti sér ekki til þess, læddist hljóSlega út og ráfaSi langt út á nes; hann varS aS reyna aS átta sig, átta sig á því aS eiga enga Rakel. Daginn eftir jarSarförina gekk hann heim til læknisins. “Svona fór þaS," sagSi hann þunglega, um leiS og hann settist niSur. “Já, já, maSur minn, þiS búist viS góSu vori, svo kemur hafísinn og þiS verSiS ætíS jafn-hissa. Mintist eg ekki á hafísinn um dag- inn? En þér gerSuS samt ráS fyrir góSu vori; jú, jú, eg þekki þetta.” “Eg vildi gjarnan vita, hvaS eg skulda ySur,” sagSi Salómon og stundi viS. “Ekkert, Salómon, ekkert. — Eftir á aS hyggja, ætliS þér heim meS fyrstu ferS?” “Mér finst eg ekkert heimili eiga,” sagSi Salómon og horfSi í gaupnir sér. “Já, eg skil þaS. Þér vilduS ef til vill alveg eins ílendast hér? Eg hefi auga á staS handa ySur. Kuriningja minn—stórbónda hér í nágrenninu—vantar góSan mann til gripahirSinga.” Læknirinn nefndi bæinn og árskaupiS, sem var hærra en Salómon hafSi til hugar komiS. Þegar Salómon fór, var hann ráSinn til stórbóndans. Honum VarS svo einkennilega bjart í huga; nú gæti hann bráSlega unn- iS af sér spítala-skuldina; og ef til vill sett stein á leiSi Rakelar, meS tíS og tíma. ÞaS voru undarlega fjörgandi og gleSjandi áhrif, sem læknirinn hafSi á hann; Rakel hafSi alveg haft rétt fyr.ir sér, þegar hún líkti honum viS vorvind, þó honum hefSi þá fundist þaS æSi barnaleg samlíking. Hann glæddi vonir eins og vor- vindurinn — þó hann varaSi viS hafísnum. —ISunn. HEIMSKRINGLA er kærkom- inn gestur íslenzkum her- mönnum. — Vér sendum hana til vina yðar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir aðeins 75c í 6 mánuði eSa $1.50 í 12 mánuÖi. THE VIKING PRESS, Ltd. Box 3171 VANTAR: STOLKUR og DRENGI Nú er tíminn fyrir hundruS af drengjum og síúlkum aS undirbúa sig fyrir Verzlunarstörf. Innritist í Success Business College nú strax. Dag og kvöld skólar í Bókhaldi, Reikningsfærslu, HraSritun (Pit- man eSa Gregg), Vélritun, Ensku, Reikningi, Skrift, ‘Comptometer’ og ‘Burrough’s Calculator.’ — Ein- staklings tilsögn veitt af 30 æfSum kennurum. StöS- ur útvegaSar aS afloknu námi. • Skólinn opinn alt áriS. Innritist hvenær sem er. Árleg tala stúdenta vorra (þrisvar sinnum fleiri en á öllum öSrum verzl- unarskólum í Winnipeg til samans) er næg sönnun um yfirburSi og vinsældir Success skólans. — Phone Main 1664-1665. The Success Business College, Portage og Edmonton. LIMITED Gegnt Boyd Block

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.